1.5.2012 | 11:25
Myndir og fundarboð.
Vil samt byrja á að óska ykkur öllum ánægjulegs 1. maí. Og ég er sammála þeim sem segja að krafan í dag eigi að vera burt með ríkisstjórnina og burt með forseta ASÍ, sem sér enga aðra lausn fyrir Ísland en að ganga í Evrópusambandið. Og að láta þetta út úr sér daginn fyrir 1.maí varð til þess að mér svall móður og hugsaði miður fallegar hugsanir til þessa manns. Tek hér með undir með Styrmi Gunnarssyni, það þarf að fara fram atkvæðagreiðsla um hvort það er meirihlutavilji verkalýðshreyfingarinnar að ganga í ESB, og ef svo er ekki er óþolandi að þessi maður tali um Evrópuaðild í krafti embættis síns, ef hann hefur ekki baklandið með sér.
En enn og aftur Gleðilegan 1. maí.
Nokkrar myndir frá Ísafirði teknar í fyrradag. Ég var með vélina á 200 P. en þær eru samt yfirlýstar. Ef til vill vegna birtunnar sem var.
Eins og sjá má er grasið farið að grænka hér hjá okkur.
Ein flottasta plantan í garðnum mínum er Páskarósin. Hún byrjar að blómstra upp úr snjónum, og sér ekki á henni þó komi hret.
Smálaukarnir mínir lífga líka upp á vorið.
Syparis og thuja segja sinn græna svip svona fyrst á vorin.
Og kirtilrifsið er komið langt í laufgun þar sem það kúrir sig niður að jörð og nýtur skjóls.
Annars er það að frétta að ég lét hafa mig í að vera fundarstjóri á fyrsta fundi Dögunar á Ísafirði. Það geri ég vegna þess að ég hef trú á því ágæta framboði, sérstaklega vegna þess að þar er í forystu margt fólk sem ég þekki og veit að er heiðarlegt og gott. Eins og Guðjón Arnar, Helga Þórðar, Lýður Árnason, Sigurjón Þórðarson og margir fleiri. Þó þau hafi ekki sagt hreint úr að þau afneiti ESB, þá veit ég að þetta fólk er flest alfarið á móti slíkri aðild, leyfi mér að segja. Auk þess er þarna í forsvari Guðmundur Ásgeirsson sem allir vita að er á móti ESB. En þetta er það sem kallað er lýðræði.
Ég held satt að segja að þetta vandamál verði brátt úr sögunni og allavega fyrir næstu kosningar. Umsóknin svokallaða, sem er ekkert annað en innlimunarviðræður eru að snúast í höndum Össurar og Jóhönnu.
DÖGUN
- SAMTÖK UM RÉTTLÆTI, SANNGIRNI OG LÝÐRÆÐI -
Opinn fundur um sjávarútvegs- og byggðamál á Hóteli Ísafirði
2. maí, kl. 20.00
Frummælendur
Þór Saari, Guðjón Arnar Kristjánsson , Lýður Árnason og Margrét Tryggvadóttir
Pallborð auk frummælenda:
Gísli Halldór Halldórsson
Fundarstjóri
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Bloggar | Breytt 2.5.2012 kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
29.4.2012 | 15:53
Tilgangurinn helgar meðalið....... eða þannig.
Ég hef verið að hugsa um þá gjörð Árna Þórs Sigurðssonar að nota tækifærið þegar tveir þingmenn mættu of seint í utanríkismálanefnd og hann hljóp til að fann tvo félaga sína úr Samfylkingunni til að samþykkja ipastyrkina. Samanber hér:
Fulltrúi framsóknarmanna, Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, varamaður Gunnars Braga Sveinssonar í utanríkismálanefnd, lýsir atburðarásinni með svipuðum hætti í viðtali við Mbl og fordæmir vinnubrögðin: Það voru kvaddir til tveir samfylkingarmenn úr nálægum herbergjum sem réttu upp hönd og yfirgáfu svo fundinn, segir Sigurgeir Sindri og á við samfylkingarmennina Lúðvík Geirsson og Róbert Marshall sem hlupu í skarðið fyrir flokksbræður sína Árna Pál Árnason og Mörð Árnason sem voru erlendis vegna starfa sinna. Þetta eru fáránleg vinnubrögð. Brögðum var beitt til að ná mjög umdeildu máli í gegn. Það er til skammar. Þessi klækjabrögð sýna stöðu ESB-umsóknarinnar. Það er varla hægt að ræða um að það sé meirihluti í nefndinni fyrir henni.
En svona hljómað fréttinn um þetta mál.:
Stjórnarliðið stóð frammi fyrir því að ekki var meiri hluti í utanríkismálanefnd fyrir afgreiðslu málsins, a.m.k. ekki án málefnalegrar umræðu og nánari skoðunar. Var þá gripið til þess ráðs að afgreiða málið út úr nefndinni að mörgum nefndarmönnum fjarstöddum. Hvorki Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins né Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, fyrrv. þingfl.form. VG, voru komin inn á fundinn, þegar málinu var hent út úr nefndinni með hraði.
Sem sagt þá var hlaupið í næstu herbergi og smalað jáfólki til að samþykkja. Ég kemst ekki yfir þessi vinnubrögð, sorrý, að Árni Þór skuli geta gengið um götur án hauspoka eftir svona uppákomu er mér alveg óskiljanlegt.
Í fyrsta lagi var ekki einmitt verið að dæma fyrrverandi forsætisráðherra fyrir að kalla ekki saman fund í mikilvægum málum, í máli sem einmitt sami Árni Þór átti hlut í að koma á?. Þó hann sé ekki forsætisráðherra, þá er hann greinilega formaður utanríkismálanefndar og ber ábyrgð sem slíkur. Eru það vinnubrögð í anda lýðræðis að smala inn á fundinn einhverjum sem eru sammála, og flýta sér svo mikið að fólk sem mætir of seint missir af atkvæðagreiðslunni?
Nú er ég ekki að mæla með að fólk mæti of seint. En Jésú Pétur fyrr má nú aldeilis vera lýðræðisástinn hjá viðkomandi manni er greinilega fyrir neðan frosmark.
Ég hef nú verið á ýmsum fundum, og oftast er það þannig að þegar menn komast ekki á fundi, eru skipaðir varamenn. Það er bara ekki þannig að það gangi að smala jáfólki úr næstu herbergjum til að ganga til atkvæða og yfirgefa síðan fundinn.
Og svo er þetta sama fólk afar hissa á því að almenningur á Íslandi ber ekki virðingu fyrir störfum þeirra, það er einfaldlega ekki hægt miðað við svona uppákomur. En kemur ef til vill ekki á óvart í höndum fulltrúa þessarar ríkisstjórnar. Ég á bara eitt orð yfir þessu skamm!!!
Svo vil ég þakka Agli Helgasyni fyrir að fá Rakel Sigurgeirsdóttur í Silfrið í dag. Þar talaði rödd grasrótarinnar, algjörlega frábær manneskja og með rödd almennings.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
28.4.2012 | 14:34
Maður er nefndur Högni Jóhann Sigurjónsson
Hann skrifar frábæran pistil á bloggsíðu sína http://hogni.blog.is/blog/hogni/#entry-1236913
Mér finnst þessi grein algjörlega frábær og fékk leyfi til að setja hana inn hér hjá mér líka.
28.4.2012 | 13:18
Það er ábyrðarhluti að taka þátt í því að fella ríkisstjórn.
Nú er svo komið að þessi ríkisstjórn hefur lifað þrjú ár og það liggur nánast ekkert eftir hana skjaldborgin var fyrir fjármagnseigendur allskonar bætur og styrkir eru hugarfóstur vinstri ríkisstjórna og eru eingöngu til þess að láta heimilin í landinu greiða niður vexti fjármagnseigenda og að halda stórum útgerðum lifandi en saman eru þessir hópar að miklu leiti sami hópurinn og hafa í gegnum tíðina einfaldlega rænt þjóðina, en næstum allar ákvarðanir þessarar ríkisstjórnar hafa verið settar á ís þegar komið hefur verið að framkvæmdum, hún hefur farið um landið með hugmyndir eins og að flytja Landhelgisgæsluna og byggja snjóflóðavarnagarða sem hvorugt tekur inn gjaldeyristekjur hvorugt sparar einu sinni gjaldeyri en hugmyndir um framleiðslu þar sem verðmæti eru sköpuð eru ekki hafðar í hávegum og ég tel að það eigi að nota vosbúð þá sem er verið að koma þjóðinni í til þess að fá hana til þess að trú því að við þessir fáu eyjaskeggjar sem byggjum þessa eyju eigum samleið með milljóna borgum, við höfum ekki einu sinni efni á að halda uppi heilbrigðiskerfi hvað þá að ætla að fara að uppfylla allar þær tilskipanr sem myndu yfir okkur dynja og nóg hafa þær nú kostað hingað til.
Ég tel að það eina sem sé í stöðunni núna sé að koma þessari ríkisstjórn frá og það með öllum tiltækum ráðum og trúa því að það sem gera þarf verði gert eftir kosningar, nei nei ég trúi því ekki að Sjálfstæðisflokkur geri það og ekki heldur Framsóknarflokkurinn ég trúi því að til sé fólk sem geti og vilji fara á þing og breyta því sem þarf að breyta, ég trúi því að það sé til fólk sem getur farið á þing og séð til þess að heimilisfólk í landinu fái tækifæri til þess að sjá Fram úr sínum skuldum og geta lifað sem gildir þegnar og sjálfstæðir foreldrar og ég trúi því að það sé hægt án þess að nokkur stofnun fái högg á sig og ég trúi því að til sé fólk sem getur komið nýrri stjórnarskrá í það far sem þarf og að eftir henni sé svo farið, ég trúi því að til sé fólk sem getur séð til þess að opinberar stofnanir verði til gagns en ekki eingöngu til fyrir sjálfar sig og að opinberir starfsmenn séu ekki svo margir að það sligi ríkissjóð heldur að þeir fari út á vinnumarkaðinn og skili ríkissjóði tekjum, ég trúi því að til sé fólk sem getur farið inn á þing og séð til þess að ákvarðanir verði framkvæmdar, ég trúi því að til sé fólk sem þorir að hreifa við hefðum þeim sem gera fjármagnseigendum kleift að lifa á heimilunum í landinu og að hreifa við því að forstjórar, deildarstjórar, skrifstofustjórar, ráðuneytisstjórar, þingmenn og ráðherrar séu ekki að vasat í eigin rekstri með skelfilegum afleiðingum fyrir heimilin í landinu og eða ríkissjóð, ég trúi því að til sé fólk sem getur gert samninga við jöklabréfaeigendur og aðra sem halda þjóðinni í gjaldeyrishöftum og ég trúi því að til sé fólk sem er til í að fara á þing fyrir fólk og eða hreifingar og vinna að framgangi þeirra stefnuskráa sem þau taka að sér að framfylgja og ég trúi því að til sé fólk sem þorir að fara þarna inn og sturta úr skúffum fortíðar í öllum ráðuneytum og ég trúi því að til sé fólk sem getur séð til þess að Íslensaka þjóðin geti lifað saman í sátt og samlyndi í sanngjörnu samfélagi og fallegu umhverfi eftir skynsamlegt uppgjör, en ég trúi því líka að við getum sjálf haldið í auðlindir okkar og lifað góðu lífi og án þess að standa í stöðugum erjum um þær eða út af þeim.
Ég vil að þessi ríkisstjórn fari hið fyrsta frá en ekki til þess eins að Sjálfstæðisflokkurinn eða Framsóknarflokkurinn fái tækifæri til þess að halda áfram að nauðga þjóðinni, Íslenska þjóðin hefur lent undir valtara fjórflokksins og ekki síður völturum lögfræðinga og kirkjunnar í aldir og nú er komið að því að við höldum þeim utan við stjórn valtara og annara stórvirkra vinnuvéla eða ríkissjóðs og annara opinberra stofnana og að við ráðum fólk til þingstarfa sem þorir að sækja hart að bankaræningjum og kvótaræningjum eða þeim öðrum sem hafa rænt og nauðgað þjóðinni á annan hátt og sækji peningana hvar sem þeir eru og áttum okkur á því að fjórflokkurinn stendur fyrir fjármagnseigendur og stofnanafólk sem lifir á því einu að kom sér og sínum á góða staði og er í stríði við okkur sem öflum tekna og greiðum vexti og skatta um leið og þau ræna okkur, áttum okkur á því að einu peningarnir sem til eru eru launin og þau fara í að greiða skatta og vexti annað eru teiknaðar millifærslur.
Það er ábyrðarhluti að taka þátt í því að fella ríkisstjórn en það er ekki minni ábyrð fólgin í því að gera það ekki þegar séð er að hún gerir meira ógagn en gagn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
26.4.2012 | 11:09
Skuldavandi heimila á sér margar og ljótar hliðar.
Skuldavandi heimilanna á sér margar hliðar í tíð norrænu velferðarstjórnarinnar.
Annar finnst mér þessi fyrirsögn villandi. Enginn neyðist til að láta barnið sitt hætta í skóla nema um brýna nauðung sé að ræða.
Og ég segi þetta til Hreyfingarinnar, er ekki útséð um að þessi ríkisstjórn hafi einhvern snefil af áhyggjum út af skuldavanda heimilanna. Er eftir nokkru að bíða með að lýsa yfir vantrausti á núverandi stjórnvöld?
![]() |
Látin hætta í skóla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
25.4.2012 | 23:29
Getum við dregið lærdóm af landsdómsmálinu?
Nýfallinn dómur í landsdómsmálinu fræga er talandi dæmi um þrætubókarlist okkar íslendinga. Menn túlka hann út og suður allt eftir pólitískum áherslum sínum. Ég hef verið að spá í þetta, horfði á reiðilestur Geirs eftir dóminn og hef svo fylgst með bæði kastljósi og viðtölum við fólk eftir þetta.
Við erum sennilega sjálfum okkur verst með hvernig við hliðrum til kjarna málsins allt eftir því hvaða sýn við höfum á hlutina, hvaða flokki við fylgjum og svo framvegis. Það kristallast algjörlega í þessu máli.
Mig langar aðeins að skoða mína sýn á málið.
Ég er algjörlega sammála Atla Gíslasyni að málið laskaðist í meðförum þingsins: http://smugan.is/2012/04/atli-gislason-rett-ad-akaera-i-landsdomsmalinu/ Það voru fyrstu mistökin. Samfylkingin gat ekki stillt sig um að bjarga sínu liði, og Árni flaut þar með. Þá átti að ákæra fjóra, en þau komu því svo fyrir að aðeins einn maður festist í snörunni. Eflaust hafa þau haldið að þetta væri sniðugt þá, en verður þeim ævarandi til skammar, bæði þeim sem fylgja þeim að málum og öðrum.
Eftir það var ljóst að málið var orðið pólitískt og að sú hreinsun sem átti að fara fram myndi ekki verða.
Ég vorkenni Geir, það hlýtur að hafa verið erfitt að bera þetta í tvö ár. En gott að hann hafði félaga sína sér við hlið.
Eftir dóminn varð hann sér aftur á móti til skammar með ræðu sinni, þrútin af reiði og blammeraði alla út og suður. Hann hefði átt að hafa vit á að koma ekki nálægt fjölmiðlum svona reiður eins og hann var. Bara láta sinn lögfræðing lesa upp stutta yfirlýsingu og koma svo fram seinna, þegar hann var búin að jafna sig.
En þetta er sennilega alveg dæmigert fyrir stjórnmálaelítu landsins, þau halda virkilega að þau séu hafin yfir lög og reglur. Og þá er ég ekki bara að tala um Sjálfstæðisflokkinn heldur allan fjórflokkinn eins og hann leggur sig.
Það er pínu sorglegt að hlusta á þennan mann sem er búinn að vera ráðherra utanríkismála, fjármála minnir mig og svo forsætisráðherra, sýna af sé það dómgreindaleysi að halda því fram opinberlega að brot á 17. grein stjórnarskrárinnar sé bara sprenghlægileg uppákoma. Og fá það bakkað upp af sínum flokksmönnum í viðtölum og greinum. Það sýnir mér bara hversu veruleikafyrrtir stjórnmálamenn á Íslandi eru í dag. Annað hvort virðum við stjórnarskrá landsins eða ekki. Og að afsaka sig svo með því að allir hinir hafi gert það líka er í besta lagi barnalegt. Eða eins og barnabörnin mín afsaka sig gjarnan fyrir að hafa ekki gert hlutina. Jafnvel að kenna kettinum um að hafa brotið diskinn eða eitthvað álíka.
Og hinir ráðherrarnir önduðu léttara og þóttust nú aldeilis hafa sloppið vel fyrir horn. Ráðherrar sem voru með honum í ríkisstjórn, sáu til þess að hann fengi einn að sitja þarna, láta nú sem þeir hafi hvergi nærri komið, og þykjast afar sorgmæddir yfir þessu öllu. Það vantar ekki leikaraskapinn í liðið, segi ekki meir.
En... segi nú eins og Villi naglbítur, það er nefnilega ekki bitið úr nálinni með þetta mál. Því nú upphefst nótt hinna löngu hnífa. Hafi andrúmsloftið verið eitrað fyrir þessa uppákomu á þingi, þá verður hún baneitruð núna eftir hana. Og ekki bætir úr skák að það eru að koma kosningar, gætu orðið fyrr en efni standa til af ríkisstjórninni.
Það sem Geir var sakfelldur fyrir, og hefur víst verið hefð núna í allmörg ár menn greinir á hversu mörg, þá er það staðreynd að þar hefur ekkert breyst, heldur versnað að mínu mati og reyndar haft eftir Atla Gíslasyni í úrvarpsviðtali að aldrei hafi ástandið verið eins slæmt á þingi eins og núna, þó menn hefðu ætlað sér að bæta um betur, líka með leyndarhyggjuna, fundarleysið og brot á grein 17. Mér kæmi ekki á óvart þó landsdómur þyrfti að taka til starfa með þau brot sem núverandi ríkisstjórn hefur á sinni könnu, og þar munu verða örfá öllu alvarlegri brot en grein 17. vegna þess að þar mun verða spurning um landráð líka. Og ég segi spurning ekki fullyrðing.
Ef við virkilega viljum breyta þessu ágætu íslendingar þá gefum við þessum fjórflokki frí í næstu kosningum, sýnum þann kjark og áræði að kjósa eitthvað af nýju framboðunum og sýnum þessu liði puttann. Það má ekki gerast að við gefum spillingaröflunum það að fá að halda áfram óráðsíunni. Það er allt í lagi að sýna þeim að það er hingað og ekki lengra. Meðan við gerum ekkert og bara leyfum þessu að ganga svona áfram þá bara gerist nákvæmlega ekki neitt. Atkvæðisrétturinn er í raun einn af okkar helgustu réttum.
Þegar allt kemur til alls, þá getum við skrifað þessa spillingu og óráðssíðu á okkur sjálf sem alltaf gefum veiðileyfi á okkur og börnin okkar endalaust, alveg sama hvernig þetta fólk hagar sér. Enda stóla þau á það að við bara segjum já og amen, förum á básinn okkar og setjum exið við sama gamla flokkinn enn og aftur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.4.2012 | 18:04
When I´m ninthy four.
Ég ætla að slá Matthildi við þegar ég verð 94 ára, ætla að rokka hahahaha.... http://www.youtube.com/watch_popup?v=8LOdmka4_90
Fer strax að æfa mig. Hef 26 ár til stefnu.
Takk Alley vinkona mín fyrir að senda mér þetta frábæra myndband.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í sérstökum bæklingi sem Evrópusambandið hefur gefið út til að útskýra stækkunarferlið er kafli sem heitir Aðlögunarviðræður. Kaflinn hefst á þessum orðum: Fyrst er mikilvægt að undirstrika að hugtakið samningaviðræður getur verið villandi. Aðlögunarviðræður beinast að skilyrðum og tímasetningum á inngöngu umsóknarríkis, framkvæmd og beitingu ESB-reglna, sem eru upp á 90.000 blaðsíður. Og þessar reglur (líka þekktar sem acquis, sem er franska yfir það sem hefur verið ákveðið) eru ekki umsemjanlegar. Fyrir umsóknarríki er þetta í grundvallaratriðum spurning um að samþykkja hvernig og hvenær eigi að framkvæma og beita reglum ESB og starfsháttum. Fyrir ESB er mikilvægt að fá tryggingu fyrir dagsetningu og skilvirkni innleiðingar umsóknarríkis á reglunum.
Í Silfri Egils síðust heldi var mönnum tíðrætt um Evrópusambandið og "samninginn" Þegar samningurinn lægi fyrir gæti farið svo að mönnum litist svo vel á hann. Samningurinn.. Eftir því sem þarna stendur skýrum stöfum frá sérstökum bæklingi fá Evrópusambandinu sjálfu er alveg ljóst að það er enginn samningur í undirbúningi, heldur aðlögun að 90.000 blaðsíðna regluverki ESB.
Páll Vilhjálmsson segir svo á sínu bloggi:
ESB-moldvarpan í þingflokki VG, Árni Þór Sigurðsson, spurði Barroso forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um tengsl makríldeilu við ESB-umsókn. Árni Þór notaði orðið ,,accession process" þegar hann talaði um umsóknarferli Íslands.
,,Accession process" er ekki hægt að þýða öðruvísi á íslensku en sem ,,aðlögunarferli." Andstæðingar ESB-aðilar Íslands hafa löngum bent á að aðlögun sé eina leiðin inn í Evrópusambandið og vísað í útgáfur ESB.
Ásamt utanríkisráherra er Árni Þór sá talsmaður ríkisstjórnarinnar sem hvað dyggast stendur vörð um ónýta ESB-umsókn. Hér heima harðneitar Árni Þór að Ísland sé í aðlögunarferli gagnvart ESB. Erlendis nefnir hann hlutina réttum nöfnum. Árni Þór talar tungum tveim og sitt með hvorri"
o0o
Væri nú ekki rétt að fara að kalla þetta umsóknarferli(aðlögunarferli) sínu rétta nafni. Er ekki komin tími til að hætta feluleiknum og gera þjóðinni grein fyrir hvað er raunverulega í gangi.
Verður fólk að reyna að ímynda sér það sem er að gerast bak við tjöldin? Er það ef til vill þess vegna sem ekkert gengur eða rekur í þessum viðræðum. Þ.e. að íslensk stjórnvöld eru kominn upp að vegg í þessu ferli. Þora ekki að segja þjóðinni allann sannleikann um hvernig er komið, og óttast reiði ESB kommisserana fyrir að hafa látið hafa sig að fíflum með tilheyrandi kostnaði og tímaeyðslu, þegar þeir eru á fullu við að bjarga því sem bjargað verður af leyfum Evrópusambandsins? Spyr sú sem ekki veit.
o0o
Svo mælir Björn Bjarnason eftir viðræður við ESB ráðamenn í Brussel og Berlín:
"Að baki samþykkt aðildarviðræðnanna liggur sú blekking að unnt sé að sækja um aðild að ESB án þess að ætla sér annað en athuga hvað í henni felist. Þegar þeirri athugun verði lokið megi skoða niðurstöðuna og taka afstöðu til hennar. Málið er ekki svona einfalt. Aðildarumsókn jafngildir ákvörðun um aðlögun. Þá staðreynd hefur verið leitast við að fela í 30 mánuði. Feluleikurinn hefur eyðilagt trúverðugleika íslensku viðræðunefndarinnar og gert hana svo háða viðmælendum sínum í Brussel að þeir telja sig hafa örlög nefndarinnar í hendi sér."
o0o
Enda hefur hann eftir Olle Rehn eða hvað hann nú heitir sá ágæti maður að enginn ríkisstjórn sæki um aðild nema að fullur vilji liggji að baki og meirihluti þjóðarinnar sé hlynnt inngöngu. Hann sagði að íslenskir þingmenn hljóti að hafa gert sér grein fyrir því, þegar umsóknin var samþykkt.
Í þessum málflutningi öllum er misbrestur sem verður æ háværari eftir því sem tíminn líður og fólk áttar sig á því að ríkisstjórnin er að vinna að þessu með hangandi hendi, eða er að draga tímann til að fela það að lagt var af stað með svikamál í upphafi. Eftir því sem ráðamenn í ESB gefa út, átti að liggja fyrir skýr vilji meirihluta landsmanna fyrir inngöngu. Hjá því var laumast, og nú standa þeir menn sem þannig unnu uppi sem eyland og þora ekki, vilja ekki eða geta ekki snúið til baka. Eitthvað liggur þarna að baki sem við þjóðin eigum heimtingu á að fá upp á yfirborðið, hvort sem það eru hótanir eða kúgun eða eitthvað annað af hendi ESB sem við megum ekki vita af.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
22.4.2012 | 17:19
Gamlar myndir.
Mágur minn Jón Hreinsson er mikill grúskari. Í gær þegar ég var í heimsókn hjá systur minni kom hann með afar merkilega bók inn til okkar. Þetta er bók eftir Karl Óluf Bang, dönskum dreng sem kemur til Íslands og verður stjúpsonur Sigvalda Kaldalóns.
Svo segir á baksíðu: Göfugur öldungur, hátt á níræðisaldri, párar niður endurminningar, milli þess sem hann situr af ástúð yfir veikri konu sinni. Úr penna hans rennur heillandi frásögn, víðsýn yfir heila mannsævi.
Karl Oluf Bang lýsir lífi sínu í röð smásagna og blæmynda. Vitund hans vaknaði á munaðarleysingjahæli í Danmörku. Hann var felubarn, sem móðirin varð að dylja vegna fordóma tíðarandans. Hann minnist siglingar með gufuskipi til Íslands. Ólst upp í stórbrotinni náttúru við Djúp sem stjúpsonur tónskáldsins Sigvalda Kaldalóns, en viss ekki hverjir foreldrar hans voru. Ég á eftir að lesa bókina, en það sem ég ætla að setja hér inn er mynd í bókinni af hænskakofa innan við Grænagarð, og spyrja þá gömlu sem oft lesa bloggið mitt hvort þeir muni eftir þessum hænsnakofa. Það væri fróðlegt að heyra meira um lífið hér frá Grænagarði og alla leið inn að Kúabúi. Það virðist hafa veri meiri byggð en maður vissi af.
Ekkert smámyndarlegt hænskahús, og bærinn þarna til hægri, hvaða hús var það. Er það grunnurinn sem er innan við Grænagarð?
Og af því að ég er með gamlar myndir. Hann sendi mér líka myndir frá Theodor Þorsteinssyni sem setti þær inn á bloggið sitt. Hér er ein af Seljalandsveginum
Er einhver sem man hvenæar þessi lögn var sett niður. Hér má sjá hluta af Stakkanesinu húsið hans Helga brúðguma, og húsið hans Jóakims. Fyrir utan Seljalandsveg 72 og Vinaminni. Kofinn þar fyrir ofan er sennilega kofi frá Kitta Gau.
Hér er svo Jóakim og Hét hún ekki Amalía? minnir það við keyptum oft hjá þeim egg. Í þá daga keypi fólk beint af býli, mjólk hjá Arnari löggu, egg frá Amalíu, Jóhönnu í Kristjánshúsi eða Rósu hans Eiríks Guðjónssonar.
En það væri gaman að fá svör.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
21.4.2012 | 14:06
Úr viðskiptablaðinu. Pólitísk kúvending.... eða þannig.
Sá þessa frábæru grein í Viðskiptablaðinu. þ.e. tilvitnun í hana á Eyjunni svo rétt sé farið með.
"Hér má finna ágætan rökstuðning í tíu liðum gegn veiðigjaldi höfundinn þekkja flestir.
Mikið er fjallað um sjávarútvegsmálin þessi dægrin enda tilefni til. Týr fylgist með öllu því sem ritað er, bæði rök með og á móti fyrirliggjandi frumvörpum Steingríms J. Sigfússonar um breytingar á veiðigjaldi og stjórn fiskveiða. Á meðal þess efnis sem Týr hefur lesið er þessi ágæti rökstuðningur í tíu liðum gegn veiðigjaldi:
***
1. Álagning veiðigjalds er einhvers konar brúttóskattur eða veltuskattur. Við höfum verið að hverfa frá því að leggja á veltuskatta.
***
2. Skatturinn er óréttlátur m.t.t. byggðanna í landinu. Þar sem útgerð vegur þungt kæmi þessi nýi skattur harkalega niður.
***
3. Í ljósi þess að fjölmargar atvinnugreinar nýta með einhverjum eða öðrum hætti sameignir þjóðarinnar, án þess að því fylgi sérstök skattlagning, er útilokað að leggja þennan skatt á sjávarútveginn eingöngu.
***
4. Margir hafa gleymt því að sjávarútvegurinn er skuldugur. Ástæðan er sú að sjávarútvegurinn hefur þurft að fjárfesta, en á því sviði var hann orðinn mjög sveltur og er nærtækast að líta á aldur flotans í því samhengi.
***
5. Sjávarútvegurinn keppir við ríkisstyrkta grein í nálægum löndum.
***
6. Sjávarútvegurinn hefur mikla þörf fyrir að geta fjárfest á komandi árum. Það þarf að endurnýja flotann sem er orðinn alltof gamall.
***
7. Öflug sjávarútvegsfyrirtæki með góða afkomu til fjárfestinga eru helsta, nánast eina, von landsbyggðarinnar. Þessi liður einn nægir mér til að vera algjörlega andvígur veiðigjaldi.
***
8. Veiðigjald myndi líklega leiða til samþjöppunar og fækkunar eininga; möguleikar smáfyrirtækja og einyrkja yrðu minni. Fjölbreytni myndi tapast.
***
9. Sjávarútvegurinn yrði síðri fjárfestingarkostur með veiðigjaldi. Það yrðu minni líkur á arði og það sem mestu máli skiptir hér eru fælingaráhrifin.
***
10. Það eru að mínu mati til margar miklu betri leiðir til þess að leysa þau vandamál sem stuðningsmenn veiðigjalds telja að eigi að leysa með veiðigjaldi. Því þá að fara út í þessi ósköp?
***
Þetta eru ágæt rök og eiga vel við í dag. Þau voru samt ekki skrifuð í dag. Þau voru sett á blað árið 1997 og birt, og höfundurinn er Steingrímur J. Sigfússon. "
Já svo mörg voru þau orð. Hverjar voru þessar aðrar lausnir sem þú varst að tala um þá Steingrímur? í spurningu númer tíu?
Ertu jafnvel til í að hlusta á aðra flokka sem eru að gera tillögur að nýrri fiskveiðistefnu eins og til dæmis Hreyfinguna?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.4.2012 | 15:06
Kleinubakstur og kettlingar.
ég ætlaði að vera löngu búin að setja inn myndir frá kleinubakstri 10 bekkjar og foreldra í Grunnskólanum á Ísafirði. Þau fara í ferðalag í vor og hafa unnið mikið við fjáröflun með dyggum stuðningi foreldra og kennara. Þetta var virkilega gaman við vorum þarna í 4. klst við bakstur og held að afsaksturinn hafi verið um 400 kg. af kleinum sem aðstendendur nemenda voru búnir að panta fyrir fram.
En fyrst nokkrar myndir aðrar.
Litlu skotturnar systur Júlíönu og Daníels, þær vilja stundum koma og heimsækja ömmu í kúlu. Skemmtilegar litlar prinsessur.
Það hlýnar smátt og smátt, þessi mynd var tekin kring um páskana, dálítið blautt en hlýtt.
En hér koma myndirnar frá kleinubakstrinum.
Hann fór svolítið hægt af stað, hér er umsjónakennarinn þeirra Herdís Hubner.
Mömmur og líka pabbar þó þeir væru færri.
Og strákarnir voru ekkert minna áhugasamir en stelpurnar, það var gaman að sjá.
Þeir tóku strax að sér að vigta og blanda deigið, ein mamman sá svo um hrærivélina.
Ég hef ekki bakað kleinur í mörg herrans ár, gerði það oft þegar krakkarnir voru litlir til að eiga með kaffinu, og jólakökur. Það var gaman að rifja þetta allt upp í góðum félagsskap.
Aðstaðan í matareiðslustofu skólans er alveg til fyrirmyndar.
Og allir unnu vel saman, það var kátt á hjalla og þó vinnan væri dálítið eintóna þá bætti upp spjall og hlátur.
Og allir voru mjög áhugasamir.
Já það þarf að gera hlutina rétt.
Og svo var hnoðað og hnoðað. Þeir foreldrar og krakkar sem ekki mættu misstu af heilmiklu.
Þetta var virkilega skemmtilegt.
Og svo var að steikja það þurfu mömmurnar og stóru systurnar að sjá um því feitin er varasöm.
Heiða Bára frænka mér er ein af þessum tíu bekkingum.
Og svo er að losa hrærivélarskálina það þurfti að hnoða meira hveiti upp í deigið miðað við uppskriftina.
En eins og sjá má var aldrei slegið slöku við. Ætli við höfum ekki bara sett með í kökubakstri hér?
Alejandra mín, ég var hér á hennar vegum.
Allir sátu við sama borð og viðingin gagnkvæm svoleiðis á það að vera í samskiptum unglinga og fullorðinna.
Eftiráhnoðkonurnar
Það var stelpa sem tók myndirnar fyrir mig, ætli hún hafi ekki verið dálítið skotin í strákunum.
Nammi namm, erfiðasta við að baka kleinur er að hafa feitina mátulega heita, ekki of heita og alls ekki of kalda.
Og kleinurnar hrúgast upp, því margar hendur vinna létt verk.
Svo er að skera, og snúa hver og einn hafði sína pligt í því.
Já svona var þetta, einn hópur í að vigta og mæla, annar á hrærivélinni, þriðji að hnoða meiri mjöl upp í deigin, svo fletja út og skera, snúa uppí kleinuna, steikja, og svo að taka fullbakaðar kleinur og ganga frá þeim kæla og setja í poka.
Og allir unnu sem einn maður, það var virkilega gaman að upplifa.
Heiða Bára fékk undanþágu við að vera í steikingunni af því að hún er svo vön að hjálpa til heima hjá sér. Mamma hennar og pabbi eru nefnilega mikið bökunar og matarfólk hafa verið í mörg ár með matarklúbb og slíkt.
Dugnaðarforkar.
Það mættu svo margir að við urðum að opna stofu númer tvö.
Loks sá fyrir endann á bakstrinum.
Þá var eftir að ljúka við að setja kleinurnar í poka og Dísa mín þessar kleinur voru næstum því eins góðar og hjá mömmu þinni.
Ganga frá og þrífa var næst á dagskrá.
Og það voru margir sem gengu í það verk.
OG ég segi bara innilega takk fyrir mig kæru kennarar Bergljót og Herdís, krakkar, foreldrar og aðrir aðstandendur fyrir frábærlega ánægjulegar stundir niður í Grunnskóla fyrir nokkru síðan.
Og kettlingarnir halda að þeirra staður sé fyrir framan tölvuna, ég er samt búin að venja þá á að þeir geti ekki setið uppréttir beint fyrir framan skjáinn, svo þeir reyna að vera á lágu nótunum.
Það er eitthvað svo heimilislegt finnst þeim að vera þarna.
Já svona notalegt eitthvað.
Eigið góðan og gleðilegan sumardaginn fyrsta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.7.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 2023377
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar