18.5.2012 | 10:29
Má bjóða ykkur á rúntinn?
Má bjóða ykkur á rúntinn til Reykjavíkur og til baka.
Alltaf jafn tignarlegur þessi klettur. En veðrið var frekar þungbúið þegar við fórum suður.
Litli bær.
Steingerðið, það er víst óljóst hvaða tilgangi þessi steinaborg hafi þjónað, en sennilega er þetta kvíar.
Listaverk náttúrunnar, ég elska svona fegurð.
Flott ekki satt?
Tók allar myndirnar út um bílgluggann á fleygiferð.
Það er nú eiginlega vel af sér vikið hahaha...
Og þarna sé ég andlit.
Þessi er spes fyrir Dísu mína, þetta er Svansvík.
Dálítið hrikalegt. þessi foss er á Lágheiðinni.
Farið niður af Steingrímsfjarðarheiðinni niður í Staðardalinn.
Komin yfir Gilsfjarðarbrú.
Svínadalurinn.
Hér er léttara yfir.
Himnagalleríið opið eins og sjá má.
Borgarfjörðurinn með sinn fallega mosa.
Hér hefur verið plantað mikið af grein inn í náttúrlegan birkiskóg. Synd, og vonandi eru menn hættir slíku.
Já skýin eru ekki bara grá, bara grá.
Við erum sem sagt búin að vera í borginni og erum á heimleið aftur. Og nú er veðrið miklu fallegra.
Glæsilegur Snæfellsjökullinn í baksýn við gamla býlið.
Það eru fáir staðir sem skarta slíku útsýni og hér á okkar litla landi. Og ekki er mistrinu fyrir að fara.
Baula gamla reynir að fela sig bak við fjöll, en stendur alltaf upp úr.
Og svo kemur svona fyrirbrigði það bókstaflega snjóar á smábletti, við vorum að spá í hvað þetta væri, og ókum svo inn í snjódrýfu en bara smástund.
Og við eigum nóg af hólum, hæðum og fjöllum.
Mjúkar línur, skarparlínur og allt þar á milli.
Og fallegir fossar sem skottast niður brattar hlíðar.
Vegirnir hafa verið stórbættir undanfarin ár. Enda sagði vinur minn Hjörleifur Valsson, sem nú býr í Noregi, þegar þú kemur heim viltu faðma og kyssa fyrsta vegagerðarmanninn sem þú hittir, þeir eru snillingar. Hann var að lýsa ástandinu í vegagerð í Noregi.
Hér sameinast himin og landslag í eina heildarmynd.
Veðurbarinn gangnakofinn á Steingrímsfjarðarheiðinni, hann stendur þarna eins og landmerki í landslaginu.
Þessi er sérstök.
Í Djúpinu.
Fjöllinn kring um mig.
Hér sést Súðavíkin.
Hesturinn brosir við manni.
Sjötúnahlíðin, hér er kleppur að mæta endalausum röðum af flutningabílum.
Snæfjallaströndin blasir við handan við Djúpið.
Kuppinn og flygildið að fara aftur suður.
Komin heim aftur. Vona að þið hafið notið ferðarinnar með mér elskurnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
16.5.2012 | 21:46
Jóhanna minning.
Við skruppum suður fjölskyldan til að kveðja Jóhönnu Rut. Það var yndæl stund með fjölskyldunni og prestinum Írisi Kristjánsdóttur. Þetta var mögnuð stund og við höfðum allann tíma í heiminum til að sitja með henni og tala saman. Fara yfir líf og starf elsku stelpunnar okkar. Það var gott að fá að kveðja hana, sérstaklega fyrir Úlfinn.
ég var viðstödd fæðingu Úlfsins. Og það var hamingjustund.
Litla fjölskyldan meðan hamingjan blómstraði.
Við fermingu Önnu Lilju. Falleg fjölskylda.
Í faðmi fjölskyldunnar.
Tvö ár í röð fór Jóhanna með okkur til Fljótavíkur, en Júlli fór í hvert skipti, hann elskaði Fljótavíkina.
Úlfur skírður og afi heldur honum undir skírn.
Úr yndislegri jarðarför sonar míns.
Við kveðjustundina. Þetta var ákaflega falleg stund eins og ég sagði. Og ég er svo glöð yfir að við skyldum fá tækifæri til að kveðja Jóhönnu Rut. Mér þótti alltaf vænt um hana og þekkti ef til vill betri hlið á henni en þau höfðu upplifað. Ég deildi með henni bestu árum ævi hennar eftir að hún sleit barnsskónum, þegar hún var ástfangin og móðir. Hamingjusöm og skemmtileg.
Það var yndislegt að geta sagt fólkinu hennar frá okkar góða sambandi og hve góð manneskja hún var í raun og veru, þegar hún var hún sjálf. Alltaf tilbúin til að hjálpa og aðstoða. Prakkari í sér, en átti hreint hjarta sem ef til vill einhverjum þykir einkennilegt. En það átti hún.
Það er mikilvægt þegar sorgin ber að dyrum að fá útrás fyrir tilfinningum sínum. Ekki reyna að loka á og reyna að gleyma, heldur leyfa sér að gráta og leyfa líka öðrum að komast að manni og veita hjálp.
Við þurfum að skilja að þeim sem farin eru yfir móðuna miklu, líður ekki illa, fyrir þau er þetta oft líkn og gleði. Í raun og veru ættum við að gleðjast yfir því að ástvinir okkar eru komnir á þann stað sem þeim líður vel á, og oft er eina eftirsjáin hjá þeim að skilja eftir grátandi ástvini.
En þannig er það bara. Við syrgjum og það er ekki hægt að ætlast til annars en að þannig sé það.
Elsku Jóhanna Rut mín, ég vil þakka þér allt það góða sem við deildum saman, allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman, og allt sem við deildum meðan þú bjóst hjá mér og væntir þín, hamingjustundina þegar Úlfurinn litli fæddist hamingjuna í kring um það. Alltaf voru þið góðir vinir þú og Úlfurinn, og oft hringdi hún í þig og þið áttuð góða stund saman.
Ég er glöð yfir að við skyldum alltaf vera vinir, þrátt fyrir allt, það var sárt fyrir þig að þurfa að skilja barnið þitt eftir hjá mér. En þú sagðir það oft að þú værir glöð yfir að vita af honum hjá okkur Ella.
Sagan þín er ekki gleymd, ég hef skrifað niður sögu ykkar Júlla míns og baráttu ykkar við kerfi sem er óréttlátt og miskunnarlaust. Sú saga verður sögð og lögð fram með gögnum sem ég hef geymt. En það er ekki til haturs, heldur til að sýna fram á að svona má þetta ekki ganga lengur. Fórnarlömbin eru orðin allof mörg til að hægt sé að þegja.
Elsku Birgir og Viktoría, systur Jóhönnu og börnin öll, ég sendi ykkur mínar dýpstu samúðarkveðjur og veit og þekki þá sorg sem þið gangið í gegnum í dag.
En bæði Júlli minn og Jóhanna náðu að rétta af sinn hlut og fengu að vera hamingjusöm um tíma áður en almættið kallaði þau til sín. Það var komin tími til að þau fengju að vera frjáls og frí.
Og að lokum eitt lítið ljóð sem koma í huga minn þegar ég hugsaði um hana Jóhönnu mína.
Í baráttunni búin varst,
og brott frá okkur ferð.
Í lífið mitt þú ljúfling barst,
það ljósið þakka verð.
Þú barðist eins og lítið ljón
við lævíst samfélag.
Sem ekki trúa vildi tón
um tryggð við eigin hag.
Hjá almættinu ertu nú
þar auðna þín er vís
og enginn greining gerð er þar,
hjá Guði í Paradís.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
16.5.2012 | 11:30
Fjármálaséní með meiru.
Ég vil benda fólki á það að maður sem getur lyft svona grettistaki, þ.e. að fá stórvirk vinnutæki, sennilega gröfu og trailer upp að litlu kaffistofunni, þar niður fyrir veg, aka með grjótið í Landeyjahöfn, síðan færa það til Vestmannaeyja með trukk og öllu, fara síðan með það heim til sín, og komast upp með að borga bara fargjöld fyrir tvo álfa í körfu, getur örugglega unnið bug á kreppunni. Látum Árna bara sjá um að laga ástandið. Hann finnur "holur" sem enginn annar finnur.
Koma so Árni úr járni
![]() |
Álfunum þykir hunangið best |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
16.5.2012 | 00:52
Forsetaframboð.
Nú er mikið spáð í forsetaframboðin. Ég ætlaði mér ekki að taka þátt í þeim skoðanamyndunum, en svo bara allt í einu sá ég eitthvað þarna.
Það er talað um að baráttan standi milli Þóru og Ólafs. En ég er á annari skoðun.
Málið er að Þóra toppaði of snemma, og nú er þessi elska á niðurleið.
Ólafur byrjaði sína kosningabaráttu á að kasta sprengju inn í samfélagið. Þetta var held ég vísvitandi gert til að ná athygli. Og svo sannarlega tókst honum það. Ólafur er klár og flottur, og með hann sem forseta höfum við manneskju sem bæði vill og kann að koma okkar málum fram. Við ættum svo sannarlega að sjá tækifæri í því að nýta okkur bæði hans skilvirkni og ekki síður þau tengsl sem hann hefur við útlönd.
Það sem kemur til með að vinna gegn Þóru er samtenging hennar við Samfylkinguna. Bæði hefur komið í ljós að Jóhanna Sigurðardóttir leitaði með logandi ljósi að góðum mótframbjóðanda á mót Ólafi og meira að segja var gerð skoðanakönnun á vegum Samfylkingarinnar um frambjóðanda þar sem sem Þóra brilleraði, heldur vekur líka athygli núna þegar aðrir frambjóðendur eru loksins að skila inn meðmælendum, að það tók bara nokkra daga fyrir Þóru að fá undirskriftir, eða eins og bent hefur verið á, að svona væri bara á færi vel skipulagra stjórnmálaflokka að gera. Þannig að allt bendir til að Samfylkingin hafi þarna sett sína kosningamaskínu í gang.
Lárus Jónsson hefur hætt sinni kosningabaráttu,vegna þess að hann fékk ekki nægilegar uppá skriftir, maður sem mér sýnist vera réttlátur og með ákveðnar skoðanir sem virðast vera ofaná í okkar samfélagi.
Annar er Hannes sem ég kann ekki skil á hefur ekki gefist upp, en hefur ekki hlotið þá umfjöllun sem hann ætti að fá samkvæmt lýðræðislandinu Íslandi.
Herdís mæt kona hefur ekki fengi neitt start, enda ekki starfsmaður ríkisútvapsins og nýtur ekki góðvildar þeirrar stofnunar.... útvarpi allrar þjóðarinnar eins og þau gjarnan nefna sig.
Ástþót lætur ekki buga sig og krefst hlustunar, gott hjá honum.
Ari Trausti nýtur mikils traust akademíunar, og svo er hann líka skáld og honum virðist ganga bara vel miðað við að kosningabaráttan er ekki almennilega byrjuð.
En... eins og Villi nagbítur segir í sínum bráðskemmtilegu sunnudagsþáttum Hættu nú alveg segir, Það er ein manneskja sem ég hef ekki talað um, en það er Andrea og nú kemur það sem ég vil segja.
Ég prívat og persónulega vil halda fram að það sé einfaldlega ekki rétt að það verði Þóra Arnórsdóttir sem verði sú manneskja sem velgi Ólafi undir uggum, heldur Andrea.
Þetta byggi ég á því að Þóra toppaði of snemma, og í þessum töluðu orðum er hún á niðurleið.
Það sem verður henni fyrst og fremst að falli er að hún leyndi því í upphafi að hún var við stofnun Samfylkingarinnar og líka stofnandi þeirra sem vilja inn í ESB. Hún hefur ekki tjáð sig um þessi mál, en þeim verður svo sannarlega komið til skila í kosningabaráttunni sem nú fer að hefjast. Það er hennar lík í lestinni sem er voða erfitt að komast undan. Einnig þessi saga um slagsmál eiginmannsins, sem var komið af stað, svona a la pr stunt pólitíkusa að hætti Samfylkingarinnar.
Þess vegna segi ég og ætla mér að skoða hvort ég hafi rétt fyrir mér, að hinn raunverulegi andstæðingur Ólafs verði ekki Þóra heldur Andrea. Ég tel að hún muni koma sterkar út þegar farið verður að skoða hvað við höfum í boði.
Það er aldrei gott að toppa of snemma. En ég tek fram að mér finnst Þóra Arnórsdóttir frábær kona og hæfileikarík og vona að við fáum að njóta starfskrafta hennar áfram í sjónvarpi eða á öðrum vettvangi. En forseti verður þessi elska ekki að mínu mati.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
13.5.2012 | 23:59
Hugleiðing og matur.
Minn elskulegi eiginmaður kom heim frá Noregi til að votta fyrrverandi tengdadóttur okkar hinstu virðingu. Í gær bauð hann okkur Úlfi út að borða. Það var smá umræður um hvert ætti að fara, því hér er sko nóg um góða matsölustaði. En við ákváðum á endanum að fara í Edinborg, þar hafa nýtekið við vertar sem reyndar eru með Núp í Dýrafirði á sinni könnu. Ég hef haft það fyrir sið að panta mér ekki nautasteik á íslenskum matsölustöðum, því ég hef fengið allskonar tyggjó og leiðindi þar, nema á Heresford við Laugaveginn. En í gær ákvað ég að breyta út af línunni og pantaði mér nautasteik með frönskum og kryddsmjöri. Satt best að segja þá var þessi réttu mér til mikillar ánægju bæði mjúkur og bragðgóður. Og ég á örugglega eftir að fá mér hann aftur þarna.
Að bíða eftir matnum.
Hér eru vertarnir flottir. Mæli með þessum stað til að borða, þjónustan er einkar lipur og ljúf og maturinn góður.
Í sumar verða svo kærleiksdagar að Núpi sem ég mæli eindregið með að fólk mæti á friðar og kyrrðarstund ásamt allskonar sálarbætandi starfssemi.
Svona er veðrið í dag, en rokið lét á sér standa, vona að þetta lagist í nótt.
Já ekki beint sumarlegt, en alveg þolanlegt, því snjórinn verndar plönturnar fyrir kali.
En inn í garðskálanum er sumar, og algjör paradís fyrir litla snáða.
Þar er skipum hleypt af stokkunum, í þessu tilfelli skipi sem pabbi bjó til fyrir stubbinn sinn.
Og skólafélagarnir halda áfram að koma í heimsókn, bestu vinir þannig er það bara.
Já yndislegir unglingar segi og skrifa.
En næsta þriðjudag förum við og kveðjum stelpuna okkar og Úlfurinn mömmu sína. Það verður erfið stund fyrir hann og reyndar okkur líka. Málið er að þegar maður kynnist fólki náið, þá sér maður og lærir hvaða mann þau hafa að geyma og Jóhanna Rut var manneskja sem hvatti mann til umhugsunar um hvað lífið snýst um. Hún og Júlli minn voru þessar hvunndagshetjur sem maður gleymir ekki, en hugsar til þegar kreppir að og fær mann til að hugsa um; að það er í raun og veru allt hægt, bara ef við einsetjum okkur það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
10.5.2012 | 13:08
Gleðigjafinn.
Af og til berst inn um bréfalúguna hjá mér skemmtirit sem ég held mikið upp á. Ég fagna þessu riti, því það er fullt af hlátri og skemmtilegheitum. Þetta skemmtilega rit heitir Belís Heilsuvörur í dag, en hét áður Svenson minnir mig. Yndislegt alveg. Ég mæli með því að fólk lesi ritið þegar það kemur inn um lúguna. Því eins og allir vita þá lengir hláturinn lífið.
Þarna er allt eitthvað svo auðvelt og enginn vandamál. Hér er til dæmis fitusuga. Já ekki sem sogar fitu úr manneskjunni sjálfri heldur sogar fitu úr matnum. Meira að segja kínverskum mat, eftir því sem þarna segir. Örugglega ómissandi á hvert heimili.
Og hvað höfum við hér?? Jú ekkert minna en lítinn en sterkan og áhrifaríkan Japana.
Það er mikið af gullmolum í þessu gleðiblaði. Það sakar ekki að vera með góðum vini og fá sér smábjór með lestrinum. Því þarna er fullt af góðum ráðum við að viðhalda bæði grönnum líkama og unglegri húð.
Þetta er auðvitað allt spurning um hvernig maður lítur á málin. En ég vil eiginlega þakka þeim sem gefa þetta út fyrir margar skemmtilegar minningar gegnum árin.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
8.5.2012 | 16:20
Ríkisstjórnarfundir út um landið.
Margir hafa velt því fyrir sér í sambandi við ríkisstjórnarfund nú á austfjörðum hvernig til hafi tekist á öðrum stöðum sem ríkisstjórnin hefur lagt sína leið.
Ég get bara sagt það sem viðkemur mér í því sambandi.
Hér segir svo í frumskýrslu um ofanflóðavarnir ofan Geliðarhjalla.
Áhrif á samfélagið.
Ríkisstjornin ákvað á þessu ári að til margþættra aðgerða á Vestfjörðum væri þörf og um einn þáttinn segir:" I. Aðgerðir vegna efnahagslegs samdráttar og efling innviða. Markmið aðgerðarinnar er að hafa jákvæð skammtímaáhrif með tímabundinni fjölgun starfa auk áhrifa af umsvifum verktaka, en jafnframt jákvæð langtímaáhrif með bættum samkeppnisskilyrðum efnahagslífs og samfélaga á Vestfjörðum". (48) Gerð ofanflóðavarna undir Gleiðarhjalla mun skapa störf tímabundið og skapar öruggari skilyrði til búsetu á því svæði.
Svo segir: Talsverð hætta er á ausrkriðum og grjóthruni úr Gleiðarhjalla. Einnig er snjóflóðahætta. Þetta eru forsendur fyrir byggingu ofanflóðavarna og þar með tryggja öryggi íbúa og eigna fyrir neðan hjallann. Eftir að framkvæmdum lýkur má vænta að eignir á þessu svæði hækki í verði og selsjist betur en reynslan sýnir það við svipaðar aðstæður.
Aurskriður, grjóthrun og snjóflóð getga valdið tjóni á húseignum, lóðum, bílum og sv. frv. Ofanflóðavarnirnar munu því veita íbúum meira fjárhagslegt öryggi en var fyrir.
Fyrir það fyrsta þá hef ég sem íbúi alla mína ævi hef búið undir Gleiðarhjallanum aldrei fundist mér ógnað. Ekki hef ég heldur orðið vör við að fólk víli fyrir sér að kaupa eða byggja hús á þessu svæði. Þetta er því heimatilbúin afsökun, eins og reyndar öll skýrslan er að mínu mati. Gengið út frá einum punkti sem sagt: AÐ RÉTTLÆTA GERÐ SNJÓFLÓÐAVARNARGARÐS, VEGNA TÍMABUNDINNAR FJÖLGUNAR Á STÖRFUM OG SKAMMTÍMAÁHRIFA.
Öll skýrslan er svo þessu marki brennd.
Á bls. 2 segir svo: Stór snjóflóð hafa aldrei fallið úr hlíðinni neðan Gleiðarhjalla svo vitað sé. Eftir að snjóathugunarmaður tók til starfa hafa fimm lítil flóð verið skráð á svæðinu en þrjú þeirra eru innan við framkvæmdarsvæðið.
Svo mátti ég lesa í bæjarins besta að það ætti að kaupa upp húsið mitt og næsta við hliðina. Þetta setti mitt líf tímabundið með skammtíma og langtímaáhrifum á hvolf, þar sem ég þurfti að leita mér læknis og fá róandi lyf til að jafna mig, enda nýbúin að jafna mig eftir lát sonar míns.
Það stendur til að rekak mig úr út húsinu, taka af mér hluta af lóðinni sem garðplöntustöðin stendur á og stærri hlutann af skógi sem við hjónin höfum gróðursett s.l. 30 ár.
Og ég fullyrði að þetta er ekki gert af hættuástandi undir Gleiðarhjalla, heldur til að gera eitthvað, til að geta sagt að þetta hafi jú verið gert.
Svo las ég í BB að ríkisstjórnin væri búin að fresta öllum fyrirhuguðum ofanflóða og skriðuvarna næstu þrjú árin og láta peninginn í að rannsaka eldgos.
Það hefur nefnilega runnið upp fyrir þeim að meðan þeir hafa verið að troða snjóflóðavarnarhryggjum út um allar trissur, þá hefur aldrei verið unnið að því hvernig á að bjarga fólki á höfuðborgarsvæðinu ef til eldgosa kæmi. Það hefur nefnilega hingað til verið tabú. Mál sem ekki má vekja upp. Það gæti nefnilega verið að þar þyrfti að ýta einhverjum út.
Ég hef reyndar hvergi fengið þessa frétt staðfesta og ekki hefur mér verið tjáð neitt um slíkt. Og nú sit ég með lögfræðing mér til aðstoðar og veit ekki hvort áfram á að halda með málið. Eða hvor þetta bara dagar uppi.
Og ég segi nú bara hefði ekki verið nær að koma með nokkur hundruð milljónir færandi hendi og hreinlega segja við okkur hér: gjörið svo vel reynið að byggja upp samfélagið með langtíma sjónarmiði og gera sem mest úr þessu fyrir samfélagið á Ísafirði. En ekki bara hugsa í smáskömmtum um verktaka sem flestir eru farnir á hausinn hér. En eflaust einhverjir á lausu í öðrum landshlutum eða bara í Portúgal eða Kína.
Mér skilst að lítið hafi komið úr heimsókn ríkisstjórnarinnar til Suðurnesja, veit ekki um Akureyri.
En þetta litla dæmi sýnir mér bara hversu veruleikafyrrt fólk er. Til að hagsæld geti orðið þarf að framkvæma eitthvað, láta peninga í að framleiða og fá meiri pening. Svona ævintýri eru bara ævintýri eða eins og sagt er að pissa í skóinn sinn.
Vonandi fá austfirðingar eitthvað bitastæðar út úr heimsókninni, nema þetta sér bara svona sýndarmennska til að fá umfjöllun og láta fólk halda að það sé eitthvað verið að gera fyrir landsbyggðina. O jæja það þarf eitthvað meira til. Við viljum bara fá að ráða því meira sjálf hvernig við eyðum þeim peningum sem við öflum. Að það verði meira eftir heima í héraði og það sé okkar að ráðstafa þeim skynsamlega.
Ég fyrir mína parta vona bara að þau láti ekki sjá sig hér aftur með svona lausnir.
![]() |
Ríkisstjórnin á Egilsstöðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
7.5.2012 | 11:26
Fallega og góða hliðin á unglingunum okkar.
Það hefur mikið verið rætt um einelti í skólum undanfarið. Og RÚV tekið málið upp á sína arma. Það er nauðsynlegt og þarft að opna þá umræðu svo sannarlega.
En það verður svolítið einhliða umræða um ungt fólk í sambandi við svoleiðis mál, svo mig langar til að benda á að það er til önnur og miklu fallegri hlið á okkar yndislega unga fólki.
Þegar sonur minn missti föður sinn, þá var hann dálítið einmana, hafði ekki komist upp á lag með að eignast vini og var alltaf heima einn í tölvunni eða horfa á sjónvarp. Að undirlagi kennarans hans tóku börnin í bekknum hans upp á því að skrifa hvert um sig eitthvað fallegt til hans og lítil blöð. Þessu var safnað saman í lítinn kassa sem nokkrir bekkjarfélagar hans komu með. Þeir sátu hér hjá honum í yfir tvo tíma og upp frá því var aldrei vandamál með vini.
Ég er þessum kennara innilega þakklát.
Þegar drengurinn minn missti svo mömmu sína var einnig tekið fallega á því. Umsjónarkennararnir fengu séra Magnús til að koma og ræða við báða 9 bekkina. Þær komu svo báðar í heimsókn til hans með fallega gjöf.
En það var ekki allt, daginn eftir kom ein skólasystir hans í heimsókn með bók sem þau höfðu sjálf gert, hvert og eitt barn hafði skrifað eitthvað fallegt. Og síðustu daga hafa þau verið dugleg við að koma í heimókn og vera með honum.
En það sem þau skrifuðu var margt svo fallegt og einlægt að ég ætla að taka mér bessaleyfi og setja það hér inn. Það er án leyfis en ég vona að mér fyrirgefist það. Svo sannarlega þurfum við líka að hugsa um hve yndisleg þau geta verið börnin okkar og fallega hugsandi.
Sumir ortu ljóð:
Úlfur ég veit að þú ert sár,
svo mikið að það dettur niður tár.
En eftir öll þessi ár,
þá er ég vinur þinn upp á hold og hár.
Úlfur ég samhryggist.
þú er frábær strákur
fyndinn og skemmtilegur.
Þú átt allt það besta skilið í lífinu.
Við í árgangnum hugsuðum mikið til þín í gær og flest allir vildu koma strax í heimsókn.
Það er bara af því að okkur er ekki sama.
Þú ert vinur okkar og við erum til staðar fyrir þig.
Kæri Úlfur.
Ég samhtyggist innilega með hana mömmu þína.
Hún var örugglega yndisleg manneskja og þú mátt bara vita að ég verð til staðar ef
þú þarft einhvern til að tala við. Þinn einlægur.
Elsku Úlfur.
Ég samhryggist innilega með móður þína.
Ég mun vera til staðar fyrir þig alltaf.
En eitt finnst mér sérstsakt, það er hvað þú ert
rosalega sterkur inn í þér.
Þinn vinur.
Haltu áfram.
Stattu af þér strauma stríða.
því ekki eftir þér þeir munu bíða.
Haltu áfram þú dráttarhestur,
því öll við vitum að þú ert bestur.
Þó það sé svart,
þá stendur það vart.
Því þú marga vini átt
og þeir koma munu brátt.
Elsku Úlfur.
Við samhryggjumst þér innilega.
Þú ert skemmtilegur og góður vinur.
og við vitum að þú munt halda því áfram.
Við erum alltaf til staðar fyrir þig.
Elsku Úlfur.
Við vottum þér alla okkar samúð
og fjölskyldu þinni. Við verðum
hér hvar og hvenær sem er fyrir
þig, við getum ekki ímyndað okkur hversu erfitt þetta er fyrir þig.
Við vonum allt það besta.
Okkur þykir vænt um þig.
Þú ert einn af okkur.
Elsku Úlfur.
Ég veit ekkert hvað ég á að skrifa né dettur eitthvað í hug,
ég vildi bara segja þér að ég samhryggist og ég vil líka að þú vitir að ég verð alltaf til staðar.
Núna ætla ég að teikna Óla -Prik mynd af okkur að hoppa í polla.
Vona að þér líði betur fljótlega.
Elsku besti Úlfur minn.
Ég samhryggist þér innilega. Kannski aðeins meira en þú heldur. Ég vona að Jóhanna hvíli í friði og að hún mundi aldrei fara frá ykkur í huganum.
Ég skal vera til staðar fyrir þegar þegar þig vantar vin eða bara einhvern til að chilla með.
Þú og allir sgtrákarnir eru mjög mikilvægir fyrir mér.
Ef það er eitthvað sem ég get gert fyrir þig endilega láttu mig vita.
Farðu vel með þig vinur.
Elsku, elsku Úlfur minn.
Ég samhryggist þér innilega!
Þú veit að þú átt góða bekkjarfélaga og við erum öll til staðar og öll tilbúin að hjálpa þér.
'Eg er til staðar, ef þú þarnast mín.
Ég hugsa til þín.
Ég v ona að þér líði vel og farðu vel með þig.
Eitt bros getur
dimmu dagsljósi breytt.
Kær kveðja.
Þetta voru bara hluti af öllum fallegu kveðjunum frá krökkunum í bekknum hans.
Ég varð innilega hrærð að lesa þetta og ég veit að þetta snart hann inn að hjartarótum. Því ég veit að daginn sem móðir hans lést var hann að lesa það sem krakkarnir höfðu skrifað og sent honum þegar faðir hans dó.
Ég veit það líka vegna þess að það er svo notalegt að lesa öll fallegu skrifin frá ykkur sem hér vottuðu okkur samúð. Hlý og innileg orð skipta máli þegar manni líður illa. Þau geta hreinlega skipt sköpum.
Mér finnst þetta bara svo fallegt og jákvætt og vil þess vegna benda á hvað við eigum góða unglinga í heildina. Og hvað þau eru opin og einlæg þegar þau finna að einhver er í sorg.
Ég vil svo senda kennurum og skólastjóra og öðru starfsfólki skólan innilegar þakkarkveðjur fyrir hve vel og frábærlega þau hafa haldið utan um drenginn minn, og það besta var einmitt að virkja bekkjarfélagana, því þó ég geti veitt honum öryggi og ástúð, þá jafnast samt ekkert á við að fá vinina í heimsókn og finna þá hlýju strauma sem þau veita og halda utan um.
Þó geri ég mér grein fyrir að það versta er eftir. Það er alltaf erfiðast að horfa á nána ættingja sína hverfa ofan í gröf. Það er einhvernveginn þá sem allt brestur. Þá er allt svo óendanlega óafturkræft.
Megi allir góðir vættir vaka með ykkur öllum og vernda. Og það er gott að vera góður hvor við annan, það gefur sálarlífinu svo mikið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
5.5.2012 | 11:04
Kúlumyndir.
Hér á Ísafirði er nú sól dag eftir dag. Samt frekar kalt í skugganum. En hvað um það fjörðurinn okkar bíður upp á sitt besta.
Þessi er tekinn klukkan 6 að morgni í gær. Þvílík þögn og þvílík blíða og sólin komin á loft.
Sem betur fer er allaf nóg af litlum krílum í kring um mig, og þau elska tjörnina. Rétt eins og hunangsflugurnar, ég er nú þegar búin að bjarga fimm stykkjum upp úr tjörninni.
Hún er að skoða fiskana og afar áhugasöm hún Auður Lilja
Stefán stóri bróðir er meira svona að skoða sig um utandyra.
Þau eru eins og mamman hún Sunneva alveg svakaleg krútt
Rauðhausarnir systur mínar komu og hjálpuðu mér í nokkra daga upp í gróðurhúsi, það var afskaplega vel þegin hjálp.
Stolt amma Dóra systir mín.
Svo grilluðum við og nutum dagsins.
Hér er Sigurjón komin líka.
Sigurjón og Stefán borða pylsur.
Maturinn smakkaðist vel.
Það var nóg til þó fleiri bættust í hópinn.
Og svo var hægt að hjóla.
Manshuríu rósin mín er svo falleg, en hún er dálítið feimin og niðurlút svo ég verð að taka undir hökuna og lyfta henni svolítið til myndatöku.
Já það er allt í blóma í garðskálanum.
Mánin fullur fer um geiminn fagrar bjartar nætur.
Eigið góðan dag elskurnar. Hann verður fallegur hér hjá mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
3.5.2012 | 10:27
Blessuð sé minnin þín.
Nú í nótt var hringt í mig og mér tilkynnt að Jóhanna Rut fyrrverandi tengdadóttir mín og móðir Úlfs míns væri látin. Jóhanna Rut er enn eitt fórnalamb fíknar en líka kerfisins. Hversu mörg líf þarf að missa til að ráðamenn átti sig á því að hér þarf að grípa inn í og fara að líta á óhreinu börnin hennar Evu sem fórnalömb en ekki glæpamenn?
Það þarf að fara að huga að því hvernig er hægt að hjálpa þessum einstaklingum og viðurkenna að þau eru fórnalömb en ekki glæpamenn. Oftast er þetta viðkvæmar sálir sem hafa lent utan vegar og rata ekki heim. Þau hafa svo lent í klóm undirheimanna, ekki bara vegna þess að kerfið hefur dæmt þau til útlegðar, heldur líka vegna þess að "kerfið" hefur dæmt þau úr mannlegu samfélagi í stað þess að viðurkenna að þau hafa ánetjast illum siðum og eru í raun og veru fórnarlömb hafa þau verið gerð útlæg.
Ég er reið og sorgmædd. Ekki bara vegna þessa fólks sem hefur farið vegna þess að þau hafa verið dæmd af samfélaginu, heldur líka vegna barnanna sem eiga um sárt að binda yfir að missa foreldrana sína. Því hvernig sem allt veltur þá eru pabbi og mamma það dýrmæta sem börnin eiga. Og í raun og veru eiga þau rétt á því að kerfið horfi lengra en bara á fíkn slíks einstaqklings, heldur geri sér grein fyrir að fíklar eru ekki bara undirmálsfólk, heldur synir, dætur, pabbar og mömmur, hluti af samfélaginu og með því að dæma þau úr leik er verið að dæma ættingjana til ákveðinnar eyðimerkurgöngu.
Ég þekki þennan feril alltof vel. Og allt það fólk sem heldur sig yfir það hafið að hafa áhyggjur af þeim sem hafa farið út af sporinu og þykjast þess megnugir að dæma og halda sig miklu betri manneskjur, mega hugsa sinn gang.
Það er einfaldlega rangt. Við erum nefnilega öll á sama bátnum, og höfum okkar djöful að draga hvert og eitt. Og með því að leggja einn hóp í einelti erum við að stíga dans við djöfulinn.
Jóhanna Rut reyndi það sem hún gat til að koma sér upp úr þessum vesaldómi. En hún eins og flestir í þessu ásigkomulagi kom allstaðar að lokuðum dyrum.
Kerfið og manneskjurnar sem töldu sig betri og í stöðu til að dæma voru einfaldlega of sterkar í samfélaginu.
Slíkt brýtur niður hvaða einstakling sem er, og að lokum gefast þeir hreinlega upp og láta sig fljóta með straumnum, því þeir eru hvort sem er útskúfaðir.
Nú ætla ég að óska þeim sem áttu þátt í slíku hér í bæ að skoða sinn hug og endurskoða sjálfið sitt, vegna þess að svona hugsunarháttur drepur, svo sannarlega ekki með skoti í hnakkann, ekki með því að hengja eða skera á háls, heldur með því að niðurlægja og drepa niður sjálfsbjargarviðleitnina, vonina um að geta verið í mannlegu samfélagi. Þrýst einstaklingnum niður í það neðanjarðarkerfi sem er og mun alltaf vera þarna til staðar. Soran sem þar þrýfst og brýtur niður alla mannlega reisn.
Já ég er reið, vegna þess að þetta þurfti ekki að fara svona hvorki með son minn eða fyrrverandi tengdadóttur, ef þau hefðu fengið viðurkenningu á því sem manneskjur að fá að lifa með reisn, þá hefði þeim ef til vill tekist að komast upp úr vítahringnum. Meðan fólk er ákveðið í að dæma ákveðna einstaklinga sem glæpamenn vegna þess að þau ráða ekki við ákveðin vandamál þá verður þetta svona. Ef það væri saknæmt að reykja sigarettur og fólk sem slíkt gerði væru umsvifalaust gert að glæpalýð, þá væru margir í erfiðum málum. Ef það að drekka vín væri saknæmt þá væru margir í afar erfiðum málum.
Nú vil ég að fólk hugsi sinn gang það er hingað og ekki lengra. Í stað þess að fordæma þarf að hafa kærleika og skilning til að horfa á einstaklinginn og það fólk sem í kring um hann eru.
Þetta einfaldlega gengur ekki lengur, það þarf að verða hugarfarsbreyting hjá stjórnvöldum. Ef hlustað hefði verið á mig fyrir 20 árum eða fyrr og hér hefði verið sett á fót lokuð meðferðarstofnun, hefðu ekki svona margt ungt fólk dáið það er mín vissa og trú. Við einfaldlega höfum ekki efni á að missa allt þetta fólk, en þetta verður ekki fyrsta og ekki síðasta fórnarlambið ef ekkert verður gert í að stoppa þennan fjanda.
Á góðu dögunum í faðmi fjölskyldunnar.
Nú ertu farin til Guðs Jóhanna mín, þar er ekki gerður neinn greinarmunur á aðstöðu fólks, þar gildir góða sálin og hjartahlýjan, af henni áttir þú nóg, og alltaf tilbúin að vera til staðar af þínum veika mætti. Takk fyrir allt, og mest takk fyrir Úlfinn sem þið skilduð eftir hjá mér. Gullmolann okkar allra.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (85)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.7.): 1
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 2023364
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar