Ferð til Gardavatns, Lazise, Sirmione og San Marino dell Battaglia.

Það fer nú að líða að lokum þessa ferðalags.  Nú förum við að Gardavatni, sem er stærsta vatn í Evrópu, hér fyrir nokkru fórum við að Dýpsta vatni í Evrópu í Noregi, Horningdals vatn.

img_8806

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má sjá að það er yfir 500 metra djúpt.

 

img_8790

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Kuldalegra þar um að litast því við vorum þarna um vetur.

 

En sem sagt. Gardavatnið.

1-IMG_5759

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má sjá vínvið í löngum bunum.  Á leiðinni.

2-IMG_5764

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Aftur farið gegnum Brennerskarðið hér er virki, en þetta var vígvöllur í stríðinu.

4-IMG_5776

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hugsið ykkur vinnuna við að byggja hús á svona stað, jafnvel þó það sé kirkja ?

 

5-IMG_5777

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Já þær eru víða stríðsminjarnar, vonandi verða þær aldrei teknar í notkun aftur.

 

6-IMG_5779

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Já ef til stríðs kemur í dag, verður ekki not fyrir svona hús, þá verða það langdrægar eldflaugar og drónar sem heyja stríðið, og það verða almennir borgarar sem verða drepnir meðan elítan situr í öryggi og fylgist með á skjánum.

7-IMG_5785

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En við erum komin að Lago Di Garda. Það er stærsta vatn á Ítalíu og jafnvel Evrópu 370 km. Vatnið er einungis 65m yfir sjávarmáli, og loftslagið þar afar hagstætt og notalegt.

 

8-IMG_5786

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En fyrst gafst tími til að fá sér að borða. 

 

9-IMG_5788

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo var að koma sér um borð.

 

10-IMG_5791

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við Gardavatnið á eða átti Kristján Jóhannsson stórsöngvari sumarbústað og bát.

 

11-IMG_5793

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Beðið á bryggjunni, hér má sjá kónginn okkar Kristján 10. Hann er í hjólastólnum. Smile

 

12-IMG_5794

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kastalar allstaðar.

 

13-IMG_5796

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Og þá er það sjóferð til Lazise.

14-IMG_5798

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sigling. 

15-IMG_5801

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það eru margir fallegir bæir við Gardavatnið.

 

17-IMG_5805

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Komin til Lazise.   

18-IMG_5806

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má sjá þessa fögru styttu, sennilega annað hvort minning um stríð eða pláguna miklu.

 

19-IMG_5807

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er vinalegur bær.

 

20-IMG_5808

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og menn stunda hér allskonar sjósport Smile

21-IMG_5821

 

 

 

 

 

 

 

 

En það er ekki bara mannfólkið sem kann að meta vatnið, þetta álftapar með sína átta unga var líka að leika sér, við furðuðum okkur samt á því að fjórir unganna voru ennþá gráir, meðan hinir fjórir voru orðnir hvítir.  Þau hljóta að hafa tekið að sér aðra unga.

22-IMG_5823

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Álftapabbi var ekki glaður með alla umferðina, hann varði sína fjölskyldu af miklum móð.  

 

23-IMG_5825

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einhverjir gárungar á sjóköttum voru að áreita hann, en þessi glæsilegi fugl hratt þeim í burtu, enda ekki árennilegur.  

24-IMG_5829

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einhverjar rústir þarna.

 

25-IMG_5834

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En nú erum við að nálgast Sirmione, þar sem strákarnir ætla að taka lagið á torginu og við að fá okkur í svanginn.

26-IMG_5836

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bátarnir ganga hér eins og strætó á milli staða.  

 

27-IMG_5838

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á torginu í Sirmione.

 

28-IMG_5843

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og hér var tekið lagið.  

 

29-IMG_5848

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessir litlu fuglar voru víða á veitingastöðum, sennilega finkur, en þeir voru ekkert að tvínóna við að taka stóra bita, og þarna voru líka dúfur en þessir litlu fældu þær umsvifalaust frá.  Margur er knár þótt hann sé smár. Smile

30-IMG_5855

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við settumst svo niður hér við Hótel Sirmione og fengum okkur að snæða.

31-IMG_5857

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta var ósköp notalegur dagur.

32-IMG_5862

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jamm ég sagði borða, en auðvitað þurftum við líka að drekka LoL  Og þar sem við höfðum verið svona mikið á ferðinni, þurfti að vinna upp tíma. 

 

33-IMG_5865

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já þetta var gaman.

34-IMG_5868

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ekki satt Sigga Lúlla mín Heart

 

35-IMG_5870

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo gerðist svolítið óvænt og reyndar merkilegt.  Allt í einu var kallað; Elli!

Og viti menn voru ekki lúðrasveitarfélagar hans frá Osló einmitt stödd þarna í Sirmione, þar sem hann stoppaði bara í einn tvo tíma.

 

36-IMG_5872

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og það varð fagnaðarfundur meðal félaga hans frá Nittedal lúðrasveitinni.

 

37-IMG_5874

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skál Óli minn Wizard

38-IMG_5880

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skoðuðum gömul virki.

 

39-IMG_5881

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við borðuðum svo kvöldverð í San Martino della Battalgía, þar var ein blóðugasta orrusta sem háð hefur verið í Evrópu fram að þessum tíma sem leiddi til þess að Ítalía sameinaðist i eitt ríki 17. mars 1861 og þess að rauði krossinn var stofnaður.  Orrstan stóð í einn dag og um 40.000 manns dóu þann dag. Hér eru tvær svokallaðar beinakirkjur, og við ætlum að skoða aðra þeirra og syngja fyrir hina dánu. 

 

41-IMG_5886

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Frekar óhugnanlegt ekki satt?  en þeir eru þó geymdir á helgum stað blessaðir.

 

40-IMG_5888

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og hér er sungið þeim til heiðurs.  

 

En svo var komin tími til að halda heim á leið.  

 

42-IMG_5903

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er verið að matast í San Martino della Battaglia.  Áður en haldið er heim á hótel.

 

Vona að ykkur hafi ekki leiðst, en það er ein færsla eftir og hún mun fjalla um kastalaferð og um snjómanninn Ötzi sem hefur umbylt sögunni um manninn, eins og hún var talin uns hann fannst.

Eigið góðan dag elskurnar. Heart 

 

 


Tónleikar Ernis og Coro Paganella.

Þennan dag var farið í tónleikaferð til Lamar Vatnasvæðisins.  En þar er karlakór, sem rétt eins og Karlakórinn Ernir heitir eftir fjalli í heimabyggð.  Coro Paganella kórinn heitir eftir fjalli sem gnæfir yfir félagsheimilinu þar sem okkur var boðið til matar eftir sönginn. 

1-IMG_5145

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En fyrst er auðvitað gott að stoppa aðeins á hótelbarnum og fá sér snaps.

 

4-IMG_5639

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og svo er lagt af stað.

5-IMG_5643

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Meðfram öllum vegum og hraðbrautum, þ.e.a.s. þeirra sem ekki eru byggðir á stöplum eru endalausir akrar, eplarækt, jarðaber maís og slíkt.

6-IMG_5644

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við erum komin upp í þorpið, og þar eru sumar götur frekar þröngar eins og sjá má.  Þessi vegur er örugglega síðan á dögum hestakerrunnarSmile

7-IMG_5646

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En okkar menn eru náttúrulega snillingar í rútuakstri. Svo allt gekk slysalaust fyrir sig.

 

9-IMG_5649

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bærinn er svipað stór og Ísafjarðarbær að íbúatölu.  

10-IMG_5656

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tónleikastaðurinn er fyrir utan bæinn við vatnið Lamar.  Hér erum við komin þangað.

13-IMG_5665

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var ósköp svalandi og notalegt að kæla þreytta fætur í Lamarvatninu.

14-IMG_5667

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tvær flottar.

15-IMG_5673

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En sumum nægði ekki að vaða, Dagný og Ása stungu sér til sunds, það gerði líka sjúkrahúsforstjórinn Þorsteinn.

16-IMG_5675

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Hér er svo okkar elskulegi fararstjóri Jóna Fanney, sem er algjör perla.

12-IMG_5662

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þarna var náttúrulega bar og við flest settumst þar niður til að væta kverkarnar áður en við þyrftum að þramma aftur upp að samkomuhúsinu sem var talsvert labb í brekku.

17-IMG_5683

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En upp komumst við nú samt.

18-IMG_5685

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér eru hjón, framámenn í kórnum Coro Paganella.

19-IMG_5686

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fararstjórar með fréttamanni, þetta þótti auðvitað fréttnæmt.

20-IMG_5696

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Okkur var boðið upp á kokkteil bæði áfengan og óáfengan, hér er prakkarinn hún Dagný, sniðug að fá sér stærra glas en plastglösin sem stóðu tio boðaLoL

21-IMG_5697

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já það væsti ekki um okkur hjá þessu yndæla fólki.

22-IMG_5700

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tónleikarnir fóru fram undir beru lofti.

23-IMG_5705

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Um leið og þeir byrjuðu að syngja fór solin, svo það kólnaði aðeins, og síðan dróst konsertinn, okkar menn vildu velja einhver lög úr, en það var ekki við það komandi Paganella menn vildu heyra allt prógrammið. Smile 

En þetta var nú bara æfing.
1-IMG_5657
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Það var yndælt að sleikja sólina við Lamarvatnið, það var augljóslega vinsælt af heimamönnum.
 
2-IMG_5669
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Já svona rétt áður en við leggjum í brekkuna Smile
 
4-IMG_5678
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Jamm upp komumst við og ég sem var að kvarta, Lóa mín er frekar fótafúin en upp komst hún samt og Sigga Lúlla.
 
7-IMG_5702
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hér syngur coro Paganella nokkur lög.
 
8-IMG_5713
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Okkar menn tóku síðan sitt prógramm, takið eftir íslenska fánanum, þeir höfðu til skiptis íslenska og ítalska fánann uppi eftir því á hvoru málinu þeir sungu.
 
 
9-IMG_5715
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Að lokum sungu svo báðir kórarnir saman.  Þá var sumum orðið kalt, því þegar sólin hvarf kólnaði frekar.  En okkar beið dýrðar máltíð.
 
 
24-IMG_5717
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Það var þröngt setinn bekkurinn í litla félagsheimilinu í sveitinni.
 
 
25-IMG_5719
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Man ekki hvort það var fjór- eða fimmréttuð máltíð.  
 
26-IMG_5722
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo sannarlega áttum við þarna yndæla stund með félögum okkar.
 
27-IMG_5732
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Og þarna voru mæður og verðandi mæður sem þurftu auðvitað að ræða málin á sínum forsendum Heart
 
28-IMG_5733
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo var komið að því að gefa gjafir til og frá, eins og venjan er.
 
29-IMG_5739
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hátíðleg stund þar sem fólk nær vel saman hvaðan sem það kemur.
 
30-IMG_5740
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Allir glaðir með sitt, og vinátta innsigluð.
 
31-IMG_5743
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Og svo var tekið lagið.  
 
32-IMG_5747
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Það er gaman að segja frá því að það voru karlarnir sjálfir sem uppvörtuðu, hér er verið að bera fram pönnukökur með sultu.
 
 
33-IMG_5750
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þessi snaggaralegi kórmaður virtist vera driffjöðurinn í coro Paganella.Smile
 
34-IMG_5751
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hressir Týrólar, þeir tóku líka hressilega lagið  og það var sungist á eins og gengur.
 
 
35-IMG_5753
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Og svo var sungið saman, eins og O sole mio og Bjössi á mjólkur bílnum, það er alltaf hægt að finna lög sem allir kunna, þó hver hafi sitt tungumál, þá er söngurinn alþljóðlegur.
 
36-IMG_5762
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
En allt tekur enda og komin tími til að halda heim á leið á hótelið.  
 
38-IMG_5771
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þessi fjöll heilla mig mikið.
 
40-IMG_5638
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Það voru syngjandi glaðir ferðalangar sem komu heim á hótel eftir þennan dag.  Hér eru Ásta Gríms og Beata Jo, reyndar áður en við lögðum af stað, en eins og ég sagði þetta er ekki endilega í tímaröð.
 
Svo kemur hér mynd neðst, vegna þess að annað hvort er það ég, tölvan eða vafrarnir sem eru eitthvað skrýtnir, því ég get ekki tekið út myndir sem eru settar inn, og ég get heldur ekki sett inn myndir núna nema í Google Crome, ekki í Óperu og ekki heldur í Internet explorer.  Þess vegna fylgir þessi mynd með núna af "þjónunum" í uppákomunni á hótelinu, ekki svo sem að þeir hefðu notið sín vel að uppvarta í veislunni áðan Smile 

27-IMG_5608
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
En þá eru bara tvö ævintýri eftir, það er ferðin til Gardavatns, og svo kastalamáltíðin.  Vona að þið hafi notið þessa, því þetta var algjör upplifun fyrir mig og ég vildi deila þessu með ykkur.  Sem sagt næst förum við til Gardavatns og þvínæst í kvöldverð í gömlum kastala, og svo nokkrar myndir úr beinakirkjunni þar sem mörg þúsund höfuðkúpur eru geymdar í skáp.
 
Hér má hlusta á okkar menn. http://www.valledeilaghi.it/cms/201406075770/ultime/coro-islandese-karlakorinn-ernir-lago-lamar.htm  
 
 
 
En eigið gott kvöld elskurnar  Cool 

Ég hef ekkert með þessi mál að gera lengur.

Það er alveg með ólíkindum hvað fólk getur verið ósvífið, nú eða spillt þegar það hefur gert eitthvað af sér, og málið komist upp.  Hvað með að viðurkenna mistök sín og biðjast afsökunar?

Spyrill: Hefði ekki verið rétt að spyrja bankaráðið fyrst.

Lára.  Bankaráðið var ekki spurt, og nú hefur komið í ljós að það var ólöglegt.

Og svo framvegis.

Spyrill, svona eftir á að hyggja var þetta ekki röng ákvörðun?

Kom þessi gullkorn: Ég er ekki lengur í bankaráði og hef ekkert að gera með þessi mál lengur.

Kemur opinberum starfsmönnum sem sagt ekkert við lengur, þegar ólögmætar ákvarðanir eru teknar af þeim sjálfum?  

Fellur sem sagt ábyrgðin niður um leið og viðkomandi hættir starfi?

Hverslags réttarkerfi búum við eiginlega við?

Gera yfirvöld sér ekki grein fyrir því að starfsfólk og stjórnendur eru undir sömu lög sett og almenningur.  

En sennilega ekki við miklu að búast þegar sjálfur dómsmálaráðherrann og aðstoðarmenn hennar sem eru með réttarstöðu sakborninga er ekki vikið frá tímabundið meðan verið er að rannsaka málin.

Málið er að allar svona uppákomur koma óorði á stjórnvöld, og vekur reiði fólks sem þarf að horfa upp á jón og Séra Jón, og að ekki gildi sömu reglur um alla.   

 


Við mættum margt læra af dýrum, stórum og smáum. Þau sýna stundum meira umburðarlyndi og greind en mannskepnan.

Skemmtileg frétt.  Já við mannfólkið megum margt læra af dýrunum.  Læra að góðmennska er eitthvað sem býr í öllum, en getur verið eyðilögð af ýmsum ástæðum.  

Ég átti tvo páfagauka fyrir mörgum árum Gára, annar þeirra veiktist og missti gogginn, hinn tók þá til við að mata hann og gerði alla tíð þar til sjúklingurinn dó.  Það var fallegt að horfa á.

Dísarpáfagaukshjón sem ég hafði í minni umsjá voru afskaplega ástfanginn, kvenfuglinn flaug svo burtu og þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir til að ná henni tókst það ekki.  En karlinn fékk holu í hjartarstað, það var ótrúlegt, þessi hola var vel sýnileg, eins og hjartasár.

Músapar á inni í hænskankofanum hjá mér.  Eitt sinn er ég kom inn í kofann sá ég aðra músina liggja útflatta á bakinu með allar lappir upp, ein hænan var eitthvað að goggast í henni, en ég sá að músin var ósærð.  Ákvað að láta hana vera til að gá hvað gerðist.  Þegar ég gáði aftur var hún horfinn, hún hafði þá bara látist vera dauð til að sleppa við árásina sem var yfirvofandi.  

Ég fann líka eitt sinn hreiður með ungum í liggjandi á jörðinni, ég hafi enginn önnur ráð en að taka hreiðrið með mér heim og setti það inn í garðskálann í tré sem þar var, var að reyna að gefa þeim snigla og ýmislegt, en svo tók ég eftir því að þrastarmamma var farin að venja komur sínar inn í garðskálann gegnum bréfalúguna.  Og hún ól upp þessa unga, uns þeir flugu úr hreiðrinu.   

 

 


mbl.is Stari gaf maríuerluungum í gogginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Söngleikurinn á Hotel Citta.

Já nú var búið að æfa og menn fá búninga til að klæðast. 

15-IMG_5499

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessar tvær brosandi stúlkur höfðu ekki hugmynd um að þær voru umkringdar íslendingum Smile

 

16-IMG_5589

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Meðan strákarnir fara í búningana sína skulum við aðeins skoða fornbílana á torginu.

 

17-IMG_5590

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þeir voru margir skrautlegir.

 

18-IMG_5592

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Frekar virðulegur þessi.

 

19-IMG_5594

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég verð að segja að þessi saga er ekki í tímaröð, heldur eftir því hvað ég man hverju sinni LoL

20-IMG_5598

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En nú byrjar spennan, hér er virðulegur yfirlögregluþjónn orðin að blómasala á aðaltorginu í Bolzano.

 

21-IMG_5599

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Pósturinn mættur á svæðið.

22-IMG_5600

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Ferðalangur á hjóli.

 

31-IMG_5613

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

SLökkviliðsmaður.

 

23-IMG_5601

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

"Gestir" á barnum.

 

24-IMG_5603

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þjónar vappandi um.

25-IMG_5604

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fólk tók svo sem ekki eftir því að fjöldi þjóna margfaldaðist snarlegaWink

 

26-IMG_5606

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tók heldur ekki eftir því að "þjónarnir" voru svolítið ófaglegir, héldu báðum höndum um bakkana eða horfðu á glösin LoL

27-IMG_5608

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þá er staffið úr eldhúsinu komið á stjá líka.

28-IMG_5609

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En fólk var byrjað að safnast fyrir á götunni, því það var augljóst að eitthvað skrýtið var að gerast.

29-IMG_5610

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já hvað skyldi það vera?

30-IMG_5611

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo byrjaði söngurinn, fyrst einn, síðan tveir, fjórir og alltaf bættust við í hópinn, gestir af götunni, bjórþambandi karlar við barinn og einn af öðrum bættust þeir við. 

Á ákveðnum tímapunkti stóðu þeir svo allir upp og fóru í hóp, og þetta vakti mikla hrifningu og ánægju fólks sem hafði safnast saman.  Ég verð víst að láta hér staðar numið í bili, því bendilinn harðneitar að fara niður fyrir myndina hér að neðan.  Ætla samt að reyna að birta þetta og bæta svo við, og sjá hvað gerist.

Því miður tökumst við á talvan og ég með þessa mynd, svo ég set hana bara inn aftur.

 

32-IMG_5615

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sem sagt á ákveðnum tímapunkti í laginu standa þeir upp og hópast saman.

 

33-IMG_5619

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo klæddu þeir sig úr búningunum og voru þá í bol frá hótelinu þar fyrir innan.

 

34-IMG_5620

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég verð að segja það af því að ég hef svolítið dútlað í leiklist og söng, að það er alveg stórkostlegt að láta allt ganga upp í svona stórum hópi, margir litla sem enga reynslu í að koma fram, á þennan hátt, en það gekk allt snuðrulaust fyrir sig og okkar mönnum og stjórnendum til miklis sóma.

Hér er svo upptakan af sama lagi, þegar þeir sungu það dagínn áður, en ég hef ekki ennþá fundið upptöku af þessari uppákomu.https://m.facebook.com/story.php?story_fbid=1421493624796075&id=100008063530650

  

  Eigið góðan dag.  Heart

32-IMG_5615

Þegar karlakórinn sló í gegn í Bolzano.

Jamm eða þannig.  Hótel Sitta átti afmæli og það hafði verið beðið um að kórinn héldi smá tónleika, og í staðin var kórnum og eiginkonum boðið í kvöldverð. 

1-IMG_5478

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já hér bjuggum við við torgið, rétt í hjarta Bolzano.  En nú er eitthvað að gerast sem karlarnir okkar sáu ekki alveg fyrir.

2-IMG_5480

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Víst var búið að ræða það svona fram og til baka en ég held að okkar menn hafi ekki alveg gert sér grein fyrir hvað hékk á spítunni, en nóg umk það.  Hér átti að fara fram tónleikar á torginu og það var bara gaman.

3-IMG_5485

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessar elskur voru búnir að hanna sér búninga fyrir Ítalíuferðina, ekkert svona smaladæmi.. eða þannigSmile

4-IMG_5489

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já þeir sómdu sér vel þarna niður í Bolzano okkar menn.

5-IMG_5494

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fararstjórarnir okkar voru með lífið og sálina í öllu sem við gerðum, þau eru algjörlega einstök, stofnuðu þettar Eldhúsferðir til að framfleyta sér í söngnámi í Bolzano og ég hef oft farið með farartjórum víða, en ég verð að segja að þessi tvö standa algjörlega upp úr því öllu saman.

6-IMG_5495

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vestfirsk glæsimenni algjölega.

7-IMG_5496

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stoltar eiginkonur fylgdust svo ákafar með.

8-IMG_5501

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er hann Hrein einn af einsöngvurum Karlakórsins. Og söngurinn vakti mikla athygli bæjarbúa.

9-IMG_5502

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ójá við elskum okkar menn algjörlega Heart

10-IMG_5503

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En ömmuhjartað í mér er alltaf á varðbergi.

11-IMG_5505

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Litlar skottur eiga greiðan aðgang að mínu gamla hjarta Heart

12-IMG_5512

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tala nú ekku um ef þær eru tvær.

13-IMG_5514

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En þær kunnu ekki síður að meta kórinn en við eiginkonurnar.

14-IMG_5515

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Því þær fóru að dansa með söngvum kórsins.

15-IMG_5517

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvað er eiginlega hægt að biðja um meira en barnslega einlægni og aðdáun?Heart

16-IMG_5518

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Því bragð er að þá barnið finnur Smile

17-IMG_5519

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Flottir aðdáendur karlakórsins.

18-IMG_5520

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Smile Við hefðum auðvitað átt að fara og dansa líka.

19-IMG_5521

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ef til vill ekki alveg með svona miklum tilþrifum LoL

20-IMG_5522

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er nú ekki ónýtt að eiga svona flotta aðdáendur.  Segi nú bara.

21-IMG_5527

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og þá stóðst amman ekki málið.

22-IMG_5528

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já það er nú það Heart

23-IMG_5531

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo var kvöldverður í boði hótelsins.

24-IMG_5532

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og við vorum frekar spennt hvað borið væri á borð.

25-IMG_5535

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það sem er svo skemmtilegt við þennan stóra hóp er að það eru allir samtaka um að skemmta sér, aldrei neitt vesen og enginn klíkuskapur.  Þetta er eiginlega ótrúlegt eins ólík og við erum, eða ef til  vill er það einmitt þess vegna.

26-IMG_5536

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Beðið eftir matnum.

27-IMG_5537

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eigendur hótelsins Eru miklir músik aðdáendur og upp um alla veggi eru frægir stjórnendur, og auðvitað er hér mynd af Ashkenazy.

28-IMG_5538

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Allavega maturinn smakkaðist bara vel, þó sumt væri frekar torkennilegt.

29-IMG_5539

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ef þið eruð að undra ykkur á yfirlýsingunni á myndumum, þá bilaði vélin mín þannig að ég get ekki notað flassið, og þá verða myndirnar svona, sorrý.

30-IMG_5540

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En við nutum matarins og skemmtunarinnar mjög vel.

31-IMG_5544

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jóna Fanney í öllu sínu tvíveldi svo falleg og háólétt, en samt svo dugleg og ákveðn þessi stúlka.

32-IMG_5545

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En það var ýmislegt sem átti eftir að koma í ljós, óvæntur gestur að mæta og svoleiðis. En enginn var með neinar áhyggjur út af því... eða þannig.

33-IMG_5546

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Því miður man ég ekki nafnið á þessum ágæta manni, en hann er víst vel þekktur þarna í suður Tíról sem leikstjóri. Og nú átti að taka það hehehe.

34-IMG_5548

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já hann þekkti strax Gróu á Leiti.. eða þannig hahaha.  Og þarna var planað hvernig átti að gera stóra hluti á torginu á morgun. Allir glaðir og fullir sjálfstraust, auðvitað væri þetta ekkert mál hehehe

35-IMG_5549

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ekkert mál fyrir Jón Pál, handritið klárt og bara eftir að æfa sig daginn eftir.

36-IMG_5550

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Leikstjórinn meðita algjörlega og okkar menn fullir sjálfstraust.. enda nokkuð óskírir í hugsun eftir góða drykki og mat, sagði ég nokkuð um að drykkirnir voru fríir?Cool

36-IMG_5550

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hana þarna kemur villupúkinn aftur að manni, ekki hægt að taka út myndir, þannig að þið verðið bara að dást að Ásu og öllum hinum aftur Smile

37-IMG_5551

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já það var spekulerað í hver ætti að leika hvað, og hlutverkin valin þetta kvöld.

38-IMG_5554

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var óskaplega spennandi að upplifa hvernig listaverk verður til á núll komma núll tíma, en leikstjórinn var fullur traust á að okka menn myndu standa sig, svo ég tali nú ekki um þá sjálfa, frekar hálfa hahaha

39-IMG_5555

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En þá gerðist nokkur óvænt, fararstjórarnir okkar og uppvörtunardaman sem reyndist vera í söngnámi upphófu söng, Þessi skemmtilega stúlka heitir ... nú man ég ekki Rósa? En hún söng fallega og faglega.

40-IMG_5559

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Síðan kom yndislegur ástardúett fararstóranna okkar, eitthvað svo fallegt og frábært með litla barnið þarna á milli Heart

41-IMG_5562

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Daginn eftir fór fram æfing á handritinu sem hafði verið kynnt kvöldið áður.

42-IMG_5563

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og þá fór nú að renna tvær grímur á okkar menn, svona þegar málin voru kryfjuð til merkjar hehehe

43-IMG_5566

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já alvara lífsins blasti við, það sem í gær virtist vera svooo einfalt og skemmtilegt, fór eiginlega að renna upp fyrir okkar mönnum að ef til vill gæti leynst þarna eitthvað sem þyrfti að ræða betur.  Menn fóru yfir rulluna sína og sumir vildu helst bara láta sig hverfa, sérstaklega í ljósi þess að þetta var allt tekið upp af bæði pressunni og sjónvarpinu.

44-IMG_5567

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En æfingin gekk vel og leikstjórinn var algjörlega harður á sínu.  

45-IMG_5568

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og auðvitað var enginn leið til baka LoL

46-IMG_5571

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta var ströng æfing og margir stöldruðu við til að horfa á uppákomuna, en þetta var jú bara æfing, og nú átti eftir að koma búningar og allskonar skemmtilegt.

47-IMG_5572

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Konsertmeistarinn Margrét og leikstjórinn ráða ráðum sínum.

48-IMG_5577

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já spennan í hámarki og saklausir gestir vita ekkert hvað er í vændum.

49-IMG_5583

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En plottið helsur áfram þið eruð gestir og fáið hlutverk segir leikstjórinn allt leyndól

50-IMG_5585

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það sem hér á að gerast eftir hádegið, er að kórinn ætlar að syngja Bjössi á mjólkurbílnum eða Papaveri & Papere í leik, þannig að karlarnir okkar koma fram í ýmsum búningum og í hópum og byrja að synga algjörlega óvænt, svo gestirnir vita ekki á hvað þeim stendur veðrið.  Og svo er að sjá hvor þetta heppnast.

51-IMG_5586

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo er að sjá hvort þetta heppnast, en það verður bara næst, svo var líka bílasýning á torginu þennan sama dag, og ég ætla að sýna myndir af nokkrum þeirra, en alveg bara næst. Eigið góða helgi elskurnarHeart 


Dólómítafjöllin- Ítalíuferð framhald.

Við fórum frá Bolzano upp Eggenthal- dalinn og upp að Karersee-vatni, svo gegnum Karerpass-skarðið og yfir pordoijoch-skarðið, þaðan er svo farið með kláfi upp á Sass Pordoi - fjallið sem erí 2.950 metra hæð.

1-IMG_5285

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er afskaplega fallegt í sveitunum kring um Bolzano. 

2-IMG_5286

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Vatnið þeirra er drykkjarhæft sem er kostur.

3-IMG_5294

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við stefnum á þessi háu fjöll sem þarna blasa við.

5-IMG_5298

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér sjáið þið skíðabrekkurnar von að margir fari á skíði í Alpafjöllin.

6-IMG_5299

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og upp er klifrað hærra og hærra, Þau eru sérstök á litin Dolomitafjöllin.

7-IMG_5307

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og vegirnir eru nú ekki alltaf jafn breiðis, hér munaði minnir mig 5 cm á milli bílanna, en bílstjórarnir okkar voru eldklárir og þekktu sínar rútur út og inn.

8-IMG_5310

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bergir gnæfir hátt yfir.  Það fer um mann smá hrollur að hugsa til að eiga að fara að klifra þarna upp í kláf.  Elli fararstjóri sagði að stundum mætti sjá ljós í klettaskorum, það væru fjallgöngumenn, sem hengdu hengirúm í klettunum og svæfu svo þar yfir nóttina.  

10-IMG_5324

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og nú erum við komin upp í snjólínu.

12-IMG_5329

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já komin upp í snjó, og lítill gróður.

13-IMG_5332

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hrikalega falleg fjallasýn.

15-IMG_5339

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ekkert smáflott.

16-IMG_5344

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Smile

17-IMG_5348

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo var smástopp svo við gætum tekið myndir.

18-IMG_5356

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er svona stopp fyrir skíðamenn, svo þeir bruni ekki út í ógöngur.

19-IMG_5359

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kláfur á ferð.

20-IMG_5360

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jæja þá er komið að því.

21-IMG_5361

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nokkrir lögðu ekki í uppförina. Wink

22-IMG_5362

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi heilsaði okkur þegar við komum upp í kláfaðstöðuna.

23-IMG_5363

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Þá er að draga andann djúpt og fleygja sér í dúpu laugina.  

24-IMG_5366

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Cool

25-IMG_5369

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ekki myndi ég fara þarna upp þó mér væri borgað fyrir það Crying

26-IMG_5370

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins og maður sé í flugvél.

27-IMG_5371

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vona að þið séuð ekki leið á fjallamyndum, en þetta er bara svo stórkostlegt, til dæmis verða Ernirinn og Eyrarfjall eins og litlir fjólubláir draumar í samlíkingunni.

28-IMG_5380

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jamm hrikalegt en fallegt.

29-IMG_5382

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Komin upp og hér fengum við okkur hádegismat, og áttum góða stund í frábæru veðri.  

30-IMG_5387

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd af okkur Ella í ítölsku ölpunum í 2950 metra hæð yfir sjávarmáli.

31-IMG_5389

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já þetta er lofthrædda konan, og ég þorði meira að segja að kíkja fram af brúninni.  

32-IMG_5395

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já sumir eru lofthræddari en aðrir.

33-IMG_5397

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi vakti athygli gesta, múrmeldýrið.

34-IMG_5398

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessir kappar eru að undirbúa klettaklifur.

35-IMG_5400

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Smile

36-IMG_5401

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þá er að fara niður.

37-IMG_5402

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einhverjir að klifra upp á klettinn.  

39-IMG_5405

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og svo koma fleiri Gasp Ótrúlegt að sjá.

40-IMG_5416

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Alveg að komast niður.

41-IMG_5419

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Komin niður og getum slakað á.

42-IMG_5424

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þá erum við búin að skoða það.  En eins og þið sjáið er töluð jöfnum höndum ítalska og þýska í Suður Tíról, og allar merkingar bæði á þýsku og ítölsku, sagt er að nú eigi að afnema styrki til að halda þessum sið, og að þá verði margir hér sem vilja segja sig út ESB.

43-IMG_5427

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ef þið haldið að þetta sé brú, þá er það misskilningur, þetta er nefnilega skíðabraut. Þeir gera skíðabrautir yfir vegi og aðrar ójöfnur.  

44-IMG_5451

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er Karersee- vatnið, það var hægt að ganga kring um það, á góðum degi speglast fjöllinn í því, en þetta sérstaka svæði heitir rósagarðurinn.  Sagan segir að dvergur einn lagði ást á prinsessu, en þegar hún giftist öðum varð hann reiður og lagði á að enginn skyldi sjá fallega rósagarðinn hans, sem var þarna upp í fjöllunum hvorki að degi né nóttu.  En hann gleymsi sólarlagi og sólarupprás, og þá má sjá rósagarðinn bleikan og uppljómaðan.

En ég vona að þið hafið notið Dólómítafjallanna eins vel og ég og ekki sakar að þið hafið orðið örlítið lofthrædd.  'Eg hef verið að hugas um ferðalanginn sem ég tók upp í á leiðinni suður, sem kom frá Mont Blanc til að skoða vestfirsku fjöllinn.  

Eigið góðan dag. Heart 


Ítalíuferð framhald. .

3-IMG_5198

Á mánudeginum var ferðinni heitið upp í Dólómítafjöllinn, sem eru með hæstu fjöllum í Evrópu eða allt að því 3000 metra yfir sjávarmáli.  En við förum ekki þangað alveg strax, því við ætlum að koma við í Ortisei, fæðingarbæ Sigurðar Demetz söngvara og söngkennara sem margir þekkja.  En fjölskylda hans á fyrirtæki sem sker út helgimyndir og sendir um allann heim.  Bróðir hans tók á móti okkur og nokkrir kórfélagar höfðu þekkt Sigurð, og ein kona í hópnum Guðný hafði verið í söngtímum hjá honum.  Gamla manninum þótti vænt um að heyra það.  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er reyndar götumyndin út um glugga á hótelherberginu mínu.

4-IMG_5201

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En vegirnir þarna eru svo sannarlega krókóttir og þröngir, en algjört meistaraverk að hengja þá svona upp í fjöllinn.

5-IMG_5205

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins og sjá má, er ekki mikið pláss, svona í dalbotnum hér.  Áður fyrr voru íbúar einangraðir hver í sínum dal, og þeir töluðu sérstakar mállískur eftir því í hvaða dal þeir bjuggu.  En svo kom vegurinn og ástandið batnaði, því hér er mikil ferðamannaparadís.

  

 

6-IMG_5207 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En við vestfirðingar þekkjum vel svona mannvirki.

7-IMG_5209

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má sjá stöplana sem hraðbrautinn stendur á. 

4-IMG_5201

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En vegirnir þarna eru svo sannarlega krókóttir og þröngir, en algjört meistaraverk að hengja þá svona upp í fjöllinn.

5-IMG_5205

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins og sjá má, er ekki mikið pláss, svona í dalbotnum hér.  Áður fyrr voru íbúar einangraðir hver í sínum dal, og þeir töluðu sérstakar mállískur eftir því í hvaða dal þeir bjuggu.  En svo kom vegurinn og ástandið batnaði, því hér er mikil ferðamannaparadís.

  

unnamed 9
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Og hér má sjá hrikaleika þessa vegar.  
 
unnamed12
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Fallegt ekki satt?
 
 
unnamed14
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
En hér erum við komin á safnið, og þetta er bróðir Sigurðar, nú man ég ekki lengur hvað hans nafn er Smile
 
unnamed 15
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
hér er gaman að skoða, og margt gríðarlega fallegt, hér er tálgað úr tré, linditré er notað í útskurði, en fura til að búa til kassana sem gripirnir eru lagði í, þegar þeir eru sendir út um allan heim.  
 
unnamed 16
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hér er jesú kristur í frumformi.
 
  
unnamed 17
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Áhugasamir kórfélagar hlusta á sögu þessarar verskmiðju, þar sem allt er búið til af umhyggju og alúð.
 
unnamed8 (1)
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hér er svo Jesú kominn fullmótaður, bara eftir að mála hann.
 
18-IMG_5244
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þessar spýtur eiga eftir að verða að fögum styttum.
 
19-IMG_5245
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Eins og sjá má hér. 
 
20-IMG_5248
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Og hérna. 
 
21-IMG_5251
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hver listamaður gerir sína styttu frá A til Ö, og er hanbragð þeirra á styttunum. Enginn stytta er nákvæmlega eins. 
 
22-IMG_5252
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Já þær eru margar flottar og líka konan sem þarna stendur. 
 
23-IMG_5254
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Raunar vantar ekki hendurnar á Jesú, heldur eru þær skrúfaðar á sérstaklega, því það er erfitt að ferðast með hendurnar út í loftið. LoL
 
24-IMG_5255
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hér er frumteikning af stærstu styttunni sem þau hafa gert.  Nú man ég ekki lengur hvað hún var stór. 
 
25-IMG_5258
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Móðir Theresa með lítið barn í fanginu. 
 
26-IMG_5259
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Já við erum sem sagt í málingadeildinni, en eins og ég sagði þá fylgir listamaðurinn sinni styttu frá byrjun til enda. 
 
27-IMG_5261
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Með umhyggju og ástúð.
 
28-IMG_5262
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hér er Jesú tilbúinn til að fara í kirkju eða einhverja byggingu aðra.  
 
 
29-IMG_5264
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hér er hún Jóna Fanney fararstjórinn okkar. 
 
30-IMG_5265
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Það væri nú gaman að eiga eina sona í stofunni hjá sér Wink
 
  
31-IMG_5270
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hér eru líka gerðar lágmyndir, og allskonar flotterí.  Mæli með að fara og fá að skoða þetta safn ef þið eigið leið um Val Gardena.
 
32-IMG_5274
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Já hér var gaman.
 
33-IMG_5275
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
En Óli hreyfst auðvitað mest af Díönu prinsessu Heart
 
35-IMG_5279
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Og auðvitað tóku karlarnir lagið.  Þeir sungu á ítölsku og það var gama að sjá svipinn á starfsfólkinu þegar það fattaði það.  
 
34-IMG_5277
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Og varið ykkur svo á hundinum... Nei reyndar hann hvorki bítur né geltir þessi elska, því hann er úr trá Smile
 
Vona að þið hafið skemmt ykkur í þessari ferð, en hún er ekki búin, því við ætlum upp í Dolomitafjöllinn upp í Sassa Pordoi fjallið í kláf, en það er 2950 metra hátt frá sjávarmáli.  
Þangað til næst.  Eigið góðan dag. 

6-IMG_5207

Afmæli.

Elli minn varð sjötugur í gær.  Ég ákvað að halda honum veislu, en það átti að vera leyndarmál, því ég vildi koma honum á óvart þessari elsku.  

Allt gekk vel, hann hélt að það yrði ekkert um að vera og fór í vinnu um morguninn eins og ekkert væri.  

En ég og systurmínar og einn bróðir og mákona vorum búin að undirbúa veislu án þess að hann hefði hugmynd um. Þetta var skemmtilegt og ég auglýsti á facebókinni þar sem ég veit að þangað fer hann sjaldan eða aldrei.  Og fullt af fólki tók þátt í leyndarmálinu.  

unnamed

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Ég pantaði snittur frá Hamraborg og Dóra systir bakaði þessa líka flottu brauðtertu og Inga Bára litla sys kom með flatkökur með áleggi, Guðbjörg mágkona kom með ídýfur og Dísa Guðmunds sendi karlinn sinn með ýmislegt góðgæti.  

 

unnamed (1)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það gerir engin flottari brauðtertur en Dósa systir mín.

unnamed (2)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Úlfur og Júlíana Lind létu sig ekki vanta.  elsku barnabörnin mín og líka Daníel, Sigurjón og Ólöf Dagmar Heart

unnamed (3)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Addi minn kom líka og hér er einnig Jorge frá El Salvador, sem hefur verið hér hjá mér í þrjá mánuði.

unnamed (4)

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo margir yndislegir vinir og fjölskylda eins og Tóta mín, Hafsteinn og Halla, sem kom með flösku af Asti Cancia. Mér fannst það svo vel við hæfi sagði Halla og hló, því þessi drykkur varð til að nafnið á hljómsveitinni ykkar Halla, Dúdda, Steina og Rósa varð kveikjan að því nafni.  LoL

unnamed (5)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vinnufélagar og vinir, hvað er hægt að fá það betra? 

unnamed (6)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já þetta var sannarlega notaleg stund í ofsalega góðu veðri, sem lék við okkur allan tímann.

unnamed (7)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En svo birtust syngjandi karlar, Hann á afmæli í dag....

unnamed (8)

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessu hafði karlinn minn ekki búist við LoL

unnamed (9)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og þarna var fagnaðar fundur hjá félögum.

unnamed (11)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dóri var mættur, sem kajakfélagi og með myndavélina, enda flottur ljósmyndari fyrir bb.

unnamed (12)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

unnamed (13)

 

 

Og svo var sungið áfram, hér er Viðar ærslabelgur að stjórna kórnum í Veifa túttum vilta Rósa, sem er eitt skemmtilegasta atriði sem einn kór getur framkvæmt, get svo svarið það. LoL

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og hér er verið að ræða málin af alvöru Guðrún Jóns okkar frábæra söngkona, Magga og Þorsteinn.

unnamed (14)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta aftur á móti eru mínir skólabræður, Addi, Jónas og Nonni Láka, flottir strákar.Smile

unnamed (15)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér erum við svo systkinin, Daddi, Ég Inga Bára og Dóra, en litli bróðí fann hjá sér þörf fyrir að láta eins og asni LoL

unnamed (16)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En hvað um það við erum auðvitað flottust, hér vantar auðvitað, Nonna bróður, Siggu systur og Gunnar sem sá sér ekki fært að mæta því miður.

 

unnamed (17)
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Litla sys doktorinn og Elli ræða málin af alvöru Heart
unnamed (18)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér eru svo strákarnir mínir, Úlfur og Sigurjón synir Júlla míns, Jorge frá El Salvador og Matteus frá Ítalíu.

Ég vil að lokum þakka öllum þeim sem tóku þátt í þessu litla gamni mínu, og hjálpuðu mér á einn og annan hátt, það er svo gott að eiga góða vini og vandamenn, sem elska mann jafn mikið og ég elska þau.  Það er alveg ómetanlegt að finna hlýju og kærleika frá fólki sem maður deilir þessu lífið með, það ber að rækta þann kærleika, því hann er ekki ókeypis.

Elskurnar innilega takk fyrir mig Heart Og bestu kveðjur frá Elíasi.  


Já er það ekki?

Jamm hverjir eru rasistarnir núna?  Það er nefnilega vandmeðfarið réttlætið, og þetta sem þarna er að gerast er hreint út sagt með ólíkindum og setur fólkið sem hér um ræðir á nákvæmlega sama level og þeir eru að gagnrýna Forsvarsmenn framsóknar fyrir.  Þetta er líka kallað einelti og er ógeðslegt.  Þeir þurfa því að fara að fægja geislabauginn sinn hinir flokkarnir.  
mbl.is Gagnrýnir útilokun Framsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júní 2025
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.6.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 2023337

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband