29.1.2017 | 16:26
Durango Leiðin þangað.
Við Elli og Kristín mágkona erum komin til Durango í Norður Mexico. Hér er kaldara en í Mazatlán, svo við klæddum okkur betur. Kristín fór meira að segja í ullarpeysu.
Jaime eiginmaður Kristínar ók okkur á rútubílastöðina. Það tekur um þrjá og hálfan tíma að aka þesa fallegu en hrikalegu leið.
Ferðbúin.
Svo að fara í rútuna. Milli Mazatlán og Durango er klukkutíma munur á tíma, við lögðum af stað kl. átta um morgunin.
Ég er ekki viss, en ég held að rútur séu aðalferðamátinn hér innanlands. Við fengum brauðsamloku og vatn afhent við inngang, rútan er búin öllum þægindum, svo sem eins og tölvuneti, leikjum fyrir börnin og bíómyndum. KLósett er líka í rútunni.
Í fyrstu var ekið gegnum láglendi og lággróður.
Svo fór landslagið að hækka en mjúkar hæðir grónar tóku við.
Og svo hækkaði landslagið ennþá meira. Á leiðinni eru um 30 göng og álíkamargar brýr.
Á einum stað stoppaði rútan og þessar skelleggu konur komu upp í og buðu faregum upp á ilmandi kökur og tortíur með osti.
Og nú vorum við komin upp í fjöllinn sem eru bæði há og þröngir dalir á milli, allt gróið.
Þetta gífurlega fallega tré vakti áhuga minn,börkurinn brúngljáandi og tréð svo fagurskapað og skar sig algjörlega úr allri flórunni.
Víða voru tafir vegna vegaframkvæmda, en nú er landslagið heldur betur farið að verða risavaxið.
Minnir mig dálítið á Copper Canyon, sem við heimsóttum fyrir 20 árum.
Og ég giska á að við séum komin í yfir 2000 metra hæð yfir sjávarmáli.
Ef ykkur finnst þessi brú ógnvænleg, bíðið þá bara, og ég segi nú bara ég er þakklát Samúel vini mínum í Austurríki fyrir að lækna mig af bæði flughræðslu og lofthræðslu.
Og hér erum við að tala um alvöru fjöll.
Allt í einu finnst mér hraðbrautin milli Austurríkir og Ítalíu ekkert svo hrikaleg.
Þetta er nefnilega hæsta "susopension Brigde í heimi. Baluarte brúin.
https://www.youtube.com/watch?v=3u1ay-o2HBw
Ein af tíu hættulegustu brúm í heimi.
Sumstaðar á leiðinn hafa framsæknir athafnamenn komið sér fyrir og selja bæði ávexti og safa til ferðalanga.
Því auðvitað verða menn þyrstir á svona langri leið og hættulegri.
Ógnarháir klettar rísa eins og tröll upp úr gróðrinum, eða eins og fornir kastalar í Evrópu.
En svo fórum við loks að lækka flugið eða götuna.
Og þá tóku við akrar, býli og breytt val á trjám, meira fururtré og svo kaktusar.
En samt ennþá brýr og göng.
Hross og nautgripir sá engar kindur. En við ókum fram hjá nokkrum búgörðum.
Er ekki alveg viss um að svona húsnæði myndi henta í íslenskum sveitum.
Þessi vegur minnir mig nú á vegaslóða sem við ferðafélagarnir út áhaldahúsinu fórum í fyrra
Ég bý í sveit, á aeuðfé á beit og Sællegar kýr út á túni.
Og ekki skortir timbrið,þótt trumpinn saumi að þeim, geta þeir allavega haldið á sér hita í verstu kuldaköstum.
Og hér erum við komin til Durango, erum að innrita okkur á hótelið, skjálfandi úr kulda, kappklædd og gott að komast inn.
Durango er í 1880 metra hæð frá sjávarmáli. árið 2010 var fjöldi íbúa 518.267.
Hér er margt að skoða og munum við fara í vettvangsskoðun á eftir. Hér á torginu sem við erum við er Catrethreal De Durango. Glæsileg kirkja og eldgömu.
Svo sannarlega fallegt hús.
Fengum okkur kvöldmat á hótelinu, og fórum svo á rölt um bæinn, þetta er gamall og fallegur bær.
Hér erum við í anddyrinu og eins og sjá má kappklæddar tilbúnar á borgarrölt.
En ekki meira að sinni. Eigið góða rest af deginum.
.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2017 | 02:51
Matur og vín.
Hér er góður matur, en það er borðuð tortilla með öllum mat nánast. Hér eru margir góðir tapasstaðir og restaurantar og barir.
Hér eru líka pylsusalarnir á horninu og konur sem selja steikta banana og sætar kartöflur. Allir bjarga sér sem best.
Notalegt að sitja við ströndina á góðum degi, og hér eru allir dagar góðir.
Vaða svo pínulítið og ganga ströndina.
Vinur minnn á ströndinni segir að ég megi hvenær sem er fá stól hjá honum, mamma þarf að fá stól segir hann og brosir, ég held að ég taki mynd af okkur saman áður en ég fer.
Morgunverður á Panama, þetta er staður sem dugnaðarkona stofnaði fyrir svona 30 árum, hún byrjaði með eina hrærivél og nú á hún marga matsölustaði um alla Masatlán og nágrenni, líka í Guadalajara.
Spáð í matseðilinn.
Og auðvitað álpaðist ég svo til að panta eitthvað sem var ekki á matseðlinum og allt fór í uppnám, en úr því var svo ljúflega bætt.
Þetta er fólk hehehe...
Nóg úrvalið af allskonar hér.
Og allstaðar er fólk.
Og maskadagurinn nálgast.
Kíktum inn á markaðinn í gamla bænum.
Allt grænmetið frá Mexico, þeir voru búnir að panta 100 tonn af avocado til BNA en afturköllluðu pöntunina eftir að truminn tók við, hér virðist samt ekki vera neinar áhyggjur af framtíðinni, því sennilega verður það BNA sem verður af góðum og hollum mat héðan og þurfa sennilega að éta meiri óholla hamborgara í staðinn með hormónum.
Gaman að skoða það sem er í boði.
Hér keyptum við ber.
Feed the birds, tupence a day.
Reyndar eru dúfurnar sennilega útverðir bæjarstjórans, því þetta er stjórnsýsluhúsið.
Og hér sitjum við og borðum ís, Kristín, Rósa María og ég.
Hingað koma foreldrar með börnin sín til að fóðra dúfurnar.
Og við gerðum það auðvitað líka.
Og blómin eru falleg hér.
Fiskibúðin hér var hægt að kaupa túnfisk og marlin. Marlin er sverðfiskur.
Hér sitjum við stundum á leiðinni niður á strönd.
Staðurinn heitir því skemmtilega nafni "the lucky rascal"
Fyrir framan þennan veitingastað eru beljur sem skiptast á að standa vaktina, blá gul og bleik.
Og í lokin matseðill. Eigið svo góða nótt og góðan dag.
Á morgun förum við Elli og Kristín til Durango, sem er sögufræg og falleg borg.
Sjáumst.
......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2017 | 18:21
Blóm og gróður í Mexicó og fleira.
Hér er ótrúlega fallegur gróður allstaðar og vel hirt, nema einstaka lóðir sem eru ekki með ábúendur en eigendur láta drabbast niður.
Hér eru tildæmis eksmmtilega klipptir fíkusar, í fyrstu hélt ég að þessa væru babúskur en svo þegar ég gekk lengra sá ég að þetta voru skemmtilega klipptir fuglar.
En það er ekki bara blóm og gróður í Mexico, heldurlíka dökkar hliðar, þó það sjáist ekki á glaðlesa kurteisa fólkinu sem hér býr. Enda heldur lífið sinn vanagang hér í Mazatlán, en undir niðri hvílir samt mara á lífinu. Hér er mikið um morð. Mafían berst um yfirráð.
Eftir að Eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman sem gengur undir nafninu El Chapo eða sá stutti, var handtekinn hér í Mazatlán, á hótelherbergi við strandgötuna, hafa aðrar maríuklíkur háð blóðuga baráttu um yfirráðin yfir Sinalóa. Á 28 dögum hafa 32 menn verið drepir hér á vegum annara klíkna. Hugsa stundum hvort þetta líkist ekki Tímavélinni hans H.G. Wells um góða og fallega fólkið uppi á yfirborðinu og hið illa niður í jörðinni. Hef aldrei getað gleymt þessum kafla.
Sá stutti verður sendur til Bandaríkjanna fljótlega, ætli Trump sleppi honum ekki bara?
http://www.ruv.is/frett/fikniefnabaron-fallinn-i-mexiko
En nóg um það, við verðum ekkert vör við þessa neðanjarðarstarfssemi, því glæpamennirnir vilja ekki styggja ferðafólkið, því á þeim græða þeir mest, fyrir utan sölu fíkniefna.
Svona 30 mínútna gangur frá þar sem við búum.
En ég ætlað að tala um allt annað
Kristín er búin að vera dugleg við að umpotta blóminn sín og kaupa ný, með smá aðstoð okkar Ella.
Og blómin eru falleg.
Gardenían ilmar þegar kvölda fer.
Fíkjutréð lét Kristín Ella saga niður, svo hún ætti betra með að hugsa um það sjálf, ég dsuðsá eftir þessari fallegu krónu, en það vex aftur, ég er búin að kanna það.
Hér má víða sjá bananatré, og sum með ávexti, en götutrén eru aðallega fíkus Benjamínus tilklipptir í allskona fígúrur og pálmar. Í göngugötunni er nú verið að koma fyrir um 10 metra pálmum meðfram götunni vegna þess að það er verið að undirbúa Karnivalið sem verður hér í byrjun febrúar, þá verða húsinn í miðbænum líka máluð í allskonar flottum glaðlegum litum. Sennilega meira en venjulega því borgarstjórinn hér er nú hommi.
Yfirleitt eru garðar her velsnyrtir og fallegir.
Hér eru settir borðar á runnana og þessa hvíta neðst á sennilega að tákna snjó, en það er bara hvítur bómull.
Hér sjáum við betur þessa flottu fugla.
Ég hvíli mig stundum þegar við löbbum heim eftir strandarferð.
Notalegt að setjast aðeins niður.
Þessir verða góðir í vor.
Og ekki bara blóm heldur líka ávextir, ferskir og góðir.
Hér erum við Seníor frogg fyrir utan gamla markaðinn í gömluborginni.
En þetta er nú ágætt í bili. Og svona er bara lífið. Eigið góðan dag, eða kvöld eða hvað
......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.1.2017 | 21:06
VG og sjávarútvegurinn.
"Þrátt fyrir mikla gagnrýni á stefnu nýrrar ríkisstjórnar, lýsti Katrín yfir stuðningi sínum við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vegna sjómannadeilunnar". Á er það, það getur reynst erfitt að hafa fulltrúa SFS andandi ofani í hálsmálið á sér Katrín. Eg ég get sagt þér að ég vantreysti þessari konu fram í fingurgóma. Enda strandaði stuðningur þins fólks á ríkisstjórnarsamstarfi vegna sjávarútvegsstefnunnar og hafðu skömm fyrir.
Katrín Jakobs minnist Birnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
24.1.2017 | 15:11
Falleg frásögn.
Falleg og einlæg frásaga. Og svo sönn. Birna þú áttir þetta ekki skilið, og það sannast hér að þegar sorgin ber að dyrum erum við ein fjölskylda.
Birna, þú áttir þetta ekki skilið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2017 | 18:48
Morgunverður í El CID.
Í gær var sunnudagur, þá hvíla mexícóar sig eins og flestir. Þeir fara á ströndina með fjölskyldunni og hafa það gott. Þeir eru fjölskylduvænir, glaðir og fallegt fólk. Kurteisir og elskulegir. Þ.a.a.s. venjulega fólkið, ríkisbubbarnir ganga frekar um með höfuðin hnykkt aftur og sjá ekki neinn. Enda eru þeir girtir af í hverfum með tveggja metra háar girðingar í kring. Og verði við hliðin.
Eitt slíkt hverfi er EL CID, sannarlega flott og mikilvægt hverfi, þar er hótel og skipahafnir, 0nnur fyrir stóru lystiskipin frá Kanada og annara landa og svo auðvita ríku karlanna hér. Hin er fyrir venjulega fólkið sem á báta og skútur.
Þjónustan er allstaðar mjög góð og lipur hvar sem maður fer. Fólkið er mikið með bnörnin sín með sér hvar sem það fer á skemmtanir eða út að borða.
Við fórum sem sagt í morgunmat í EL CID, ég var ekki með myndavélina svo Kristín tók nokkrar myndir fyrir mig.
Hér wést yfir stóru höfnina í EL CID. Þessir tveir ná vel saman. Mágarnir.
Bíðum eftir matnum og hér er ljúf tónlist leikin fyrir gesti.
Hér má sjá út yfir höfnina. Engar smá flottur skipafloti.
Við bíðum eftir þjónustunni, við erum í morgunmat á hótelinu sem er afar flott.
Þessar skutlur eru til að aka gesti hótelsins til og frá, hér eru líka leigubílar með svona byggingarlagi, en þeir eru bara tveggja sæta og kallast Pulmonia.
Við fórum svo í ökutúr um borgina og komum á skemmtilegan Mecíkóskan veitingastað niður við ströndina.
Þessi geitungur hélt að hann gæti drukkið úr rauðvínsglasinu, en ég varð að bjarga honum frá druknun í staðinn. Held að hann hafi verið blindfullur allann daginn.
Hér blasir ströndin við.
Hér eru svo mesíkósku fjölskyldurnar að skemmta sér, með músikk og dansi.
Umferðamenningin er svo sér kapítuli út af fyrir sig, hér koma jafnvel saman 6 eða sjö götur og enginn veit hver á réttinn. Bílar eru ekki skoðaði árlega eins og heima, ef þá nokkurn tímann. Og ég er ansi hrædd um að lögreglan væri búin að skipta sér af svona ferðamáta. Mamma í stól og börnin laus á pallinum.
En krakkarnir voru í sjöunda himni, enda sennilega á leið á ströndina með pabba og mömmu.
Hér eru svo allskonar bílar, margir Pallbílar sem eru notaðir á ýmsan hátt m.a. til að flytja fólk, þá eru sæti á pallinum, á einum bíl sá ég sófa aftan á bílnum, mjög sennilega notalegt að sitja þar, ef maður er ekki hræddur um árekstur eða slíkt.
En lífið gengur sinn vanagang, það kemur meira seinna, Elli og Kristín eru búin að hamast í patíóinu saga niður plöntur svo ég er alveg miður mín, en hér vex allt eins og arfi, svo þetta verður allt komið vel á veg aftur fljótlega. Svo erum við líka búin að kaupa falleg sumarblóm og setja í ker, svo þetta er orðið ansi blómlegt.
En eigið góðan dag og kvöld, hér er 6 eða 7 tíma munur svo þegar þið eruð að fara að sofa er ég að vakna og svo framvegis.
........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2017 | 01:50
Skoðunarferð um nágrennið.
Við fórum ekki á ströndina í gær, í staðin fórum við Kristín og Elli í fótaaðgerðir og nú svífum við um og komum ekki við jörðina af vellíðan.
Í morgun ákváðum við að borða morgunmatinn úti. Og fara í smá bíltúr á eftir.
Smá eðla í garðinum,
Í verslunarmiðstöðinni sem við fórum í í gær í fótasnyrtinguna voru þessi dýr reiðubúin fyrir litlar fætur.
Og ekki vantað áhuga krílanna.
Patóið hennar Kristínar er afskaplega rómantískt á kvöldin.
Og notalegt að sitja.
Af því að það var laugardagskvöld var tilvalið að fara og kaupa sér ís.
Meira að segja ís með dýfu.
En sem sagt í morgunmat í morgun, hér eru margir svona, ég átti einn og Elli átti líka einn þegar við kyntumst. Minn var grá er hans var svartur.
Þeir sjást ekki lengur á Íslandi, en hér er mikið af þeim.
Hjörturinn er tákndýr fyrir Mazátlan.
Veitingahúsið er niður við ströndina.
Heimamönnum var reyndar svolítið kalt af því að það var vindur, en dásamlega fallegur dagur samt sem áður.
Lifandi músik var á staðnum og þau voru hreint ágæt.
Hér var geinilega skírnarveisla í gangi.
Ég fékk mér scrambled eggs og ham.
Músikin dunaði og gestirnir fóru að dansa.
Lífsglatt fólk á góðum degi.
Litli prinsinn lætur sér samt lítt um þetta umstang allt varða, en kúrir hjá mömmu.
Meðan þökin í Evrópu eru búin til úr grófu grasi, eru hér notuð Pálmatré.
Stubburinn og mamma hans <3
Engir ferkantaðir persónulausir kassar hér takk.
Hvert hús er karakter.
Á páskum er allt troðfullt hér af túristum svo ekki verður þverfótað hvorki í borginni eða ströndinni.
Hér erum við að nálgast höfnina, þessir nýtísku ljósastaurar eru með ledlýsingum og sólarsellum.
Svífur minn hugur að klettóttri störnd og hér má sjá hvernig hlaðið er upp fyrir innsiglinguna.
Hér stökka menn niður í sjóinn. Í alvöru.
Jaime og Kristín að horfa yfir.
Æðislega flottur staður.
Í háa hólmanum þarna úti er hæsti náttúrulegi viti í heimi segir Kristín.
Vel gengið frá öllu.
Fallegt útsýni.
Hér er mikið um pelikana, og töluvert að örnum, sem svífa tignarlega yfir.
Við erum komin niður á höfn. Þettahvíta skip er ferja sem flytur fólk yfir til Kaliforníu.
Hér er Guadalupe María Mey, hún er hér til að verja bæinn. Hér er mikið hvirfilvindasvæði en eftir að þessi stytta var reist fyrir um það bidl 20 árum hefur aldrei komið neitt fyrir, Hvirflarnir fara allir framhjá.
Hvort sem fólk trúir því eða ekki, þá er þetta samt svona.
Þessi pelikani er örugglega bara að fylgjast vel með öllu.
Þetta eru fiskibátarnir, en hér eru líka stærri skip og togarar, Mazatlán er mikil útgerðarborg. Hér er mikið um ferskan fisk og skelfisk eins og rækju og humar.
Settumst niður og fengum okkur bjór og rauðvín.
Hér erum við öll.
Hér má svo skoða hvað er í boði.
Frá þessum kletti stinga ungir menn sér niður í sjóinn, þeir safna áheitum og stökkva svo, ef þeir stökkva í myrkri eru þeir með blys í hendinni.
Held að það þurfi töluvert áræði til að stökkva, þessi stökk ekki, en hér er hann að biðjast fyrir held ég.
En þessi fer.
Vá, hinn skugginn er fugl.
Ótrúlegt.
Eins gott að hann lendi ekki á klettunum.
Ekki lentur enn.
Þá er að sjá hvort hann nær því.
Vá, rétt ólentur.
Þá er að sjá hvort hann kemur upp.
Já þarna er hann heill á húfi.
Þetta var æsilegt.
En nú sit ég hér á Patíóinu hennar Kristínar og það er búið að leggja á borð, því að þer veisla framundan, og allt svo yndælt. En eigið góða nótt og góðan dag á morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2017 | 18:37
Sushi og bítlatónleikar.
Engin endi á frábæru ferðalagi. Byrjuðum daginn með sameigninlegum morgunmat við Elli fórum svo á ströndina, ég fékk stól hjá vinum okkar og hann fór á röltið.
Jaime Elías og Anna kíktu við og litla prinsessan sefur vært.
Það eru ekki margir á str0ndinni, og við getum næstum sagt að við eigum hana út af fyrir okkur.
Aldeilis flott, eina sem angrar eru fjandans moskítóurnar, þær bíta mann hér og þar svo klæjar undan. En það er alveg þolanlegt miðað við allt hitt.
Þessi fallega bygging er diskótek, en ekki eitthvert safn eða opinber bygging, hefur staðið þarna lengi. Og er orðið einhverskonar kennileyti Mazatlán.
Hér hinu megin við Diskóið er ströndinn hrjóstrug en falleg eigi að síður.
Þar er meira fuglalíf og sennilega meira æti fyrir þá.
Þar eru öldurnar líka hærri, upplagt fyrir brettakrakkana.
Þeir njóta sín vel þar.
Skemmtileg mynd.
Vinirnir mínir.
Við ströndina.
Fyrir utan sölumenninna á ströndinni eru allskonar búðir fullar af strandfatnaði, sólgleraugum, höttum og skeljum.
Krúttleg mynd.
Setjumst gjarnan inn á einhvern barinn á leiðinni heim, hér fékk ég mér Tequila sunrise.
Og kíkti á skeljarnar og kuðungana sem ég keypti mér.
Hér erum við komin á sushistaðinn. Hann er um margt öðruvísi en heima. Meira í lagt, og ég þurfti að biðja sérstaklega um Wasabi.
Sushi með tunfiski, svo gott.
Hér er smáfiskur með saladi og hrísgrjónum.
Eins og þið sjáið er þetta ekki sushi eins og við eigum að venjast, en gott var það.
Gómsætt.
Mikil umferð og mannfjöldi á föstudagskvöldi niður við ströndina.
Mikið fjör á Plaza Carnival Centro. Hér eru ungir krakkar að dansa og torgið er troðfullt.
Þessi unga stúlka var frábær með sína þjá Húlahringi.
Margt að skoða líka.
Eins gott að tékka á miðunum. Það var uppselt á fyrri tónleikana kl. 7, en við fengum miða á góðum stað kl. 21.45. Og húsið var troðfull, og löng biðröð fyrir utan, sem betur fer eru miðarnir merktir í sæti.
Já Rosie mín eins gott að líta vel út fyrir þessa flottu bítlastráka.
Leikhúsið er gamalt, var byggt 1075, og fullgert 1881 og vígt þá endanlega. Langafi Jaime var með í að byggja þetta glæsilega hús. Theatro Angela Peralta - Cultura Mazatlan. Það er nú á minjaskrá Mexico.
Minnir mig dálítið á Hörpu. En eins og sjá má var húsið troðfullt.
Það var yndislegt að hlusta á öll gömlu bítlalögin, strákarnir voru góðir, það var helst í rólegu lögunum sem maður saknaði enskunnar.
Byrjuðu á ain´t she sveet og svo kom hver smellurinn á fætur öðrum.
Eftir hlé fóru þeir meira út í seinni lögin eins og Stg peppers heart club band. Tók eftir að "harrison" kroppaði ekki bassann heldur sló á hann með gripum, en kom samt vel út, þéttur og fínn.
Frábærir tónleikar.
Enduðu svo á Hey Jude með þátttöku salarins. Ég virkilega skemmti mér vel. Takk fyrir mig.
Eigið góðan dag, kvöld eða hvað
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2017 | 16:00
Á ströndinni.
Við eignuðumst vini á ströndinni í fyrradag. Þetta eru svona karlar sem leiga út báta, skemmtilegir og glaðir karlar, sem leyfðu mér að sitja hjá þeim og vildu ekki taka neitt fyrir það.
Fórum svo aftur í dag og þeir heilsuðu okkur með virktum og buðu okkur að sitja. Þeir voru að borða hádegismatinn þegar við komum, kjúkling og buðu okkur að borða með þeim. Þetta er svona frekar óvenjulegt þar sem allt kostar sitt.
Glaðir og skemmtilegir karlar.
Uni mér vel með nýju félögunum
Skemmtilegt að finna að fólk er fólk, ef þið skiljið við hvað ég á.
Ströndin er frábæt eins og sjá má. Alls ekki margir, en þeir segja að þetta breytist brátt.
Hér er mikið um sölumenn allskonar og maður getur fengið hárgreiðslu sitjandi í sandinum.
Hér eru bátar kunningja minna af ströndinni.
Allt svo kósý.
Já það voru ekki margir á ströndinni í gær, en þeir verða fleiri í dag, sagði einn sölumaðurinn og bætti svo við Vonandi og broeti breitt.
Við Elli förum gjarnan inn á þennan stað að fá okkur snarl og drykk, staðurinn er mjög góður og lipur þjónusta. og rétt hjá staðnum þar sem ég fæ að stija í næði.
Við buðum kunningjum okkar bjór í gær, og allir þágðu nema eitt, ég má ekki drekka, sagði hann ég er í vinnunni þarf að fara með gesti út á sjó, ef ég væri drukkinn myndu þeir ekki vilja koma með mér. Svo hló hann alveg svakalega.
Þetta er aðstaðan mín, ekki slæm hehe..
Hér er svo staðurinn sem við borðum gjarnan á, eitthvað smotterí ég fæ mér cuba libra, en Elli er allur í bjórnum. Hann er komin niður á bestu sortina Modelo dökkann.
Sölumennirnir hafa ekkert nema fætur og hendur til að halda á varningi sínum, og útsjónasemin er góð.
Áður en við förum á ströndina setjumst við gjarnan hér niður og fáum okkur bjór og rauðvín. Hér eru líka kátir karlar, enda heitir barinn The lucky Rascal.
En þetta var í gær. Sit á Patíóinu og hangi á netinu og nýt mín í botn. Eigið yndislegan dag og kvöld hér er klukkan nefnilga 6 tímum á eftir ykkur.
......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.1.2017 | 16:49
Kvöldmatur á Tabasveitingastað.
Hér er notalegt og bjart. Hitinn er þetta milli 18°til 28°. Ég fór ekki á ströndina í gær sat bara heima á patíóinu og las, réði krossgátur og var í tölvunni. Reyndar opna ég hana með sorg í hjarta að sjá hvernig komið er fyrir pólitíkinni í landinu okkar. En öll él birtir upp um síðir, og ég hef þá tilvinningu að þessi ríkisstjórn sitji ekki út kjörtímabilið, til þess ber of mikið í milli, og of mikið hefur verið fullyrt og sagt af ýmsum stjórnmálamönnum til þess að þeir geti yfirleitt horft framan í fólk.
En hvað með það. Við ákváðum að fara á tabas bar í gær, þarna var mikið fólk og góður matur. Þar sem ekki er selt vín á staðnum fórum við með rauðvín og bjór með okkur, það er bara þannig, og allir gera þetta. Þjónarnir opna flöskurnar fyrir mann og koma með glös.
Heimilisiðnaðurinn á fullu, Kristín er að búa til band til að hengja upp veggvasa.
Og auðvitað tekur eiginmaðurinn þátt í því. annars bara notaleg kvöldstund fyrir svefninn.
Hér eru svo systkinin að hjálpast að með innstungur.
En við fórum sem sagt út að borða á tabasveitingastað.
Hér er verið að panta matinn, þjónustan var góð þetta er fjölskyldusstaður og amma gamla staulaðist milli borða og var að hjálpa til. En staðurinn var þétt setinn og við fengum síðasta borðið.
Hér er maturinn yfirleitt sterkur, en ég pantað mér steik og hún var bæði mátulega krydduð og mjúk.
Hér er allskonar gúmmelaði.
Eftir matinn fórum við svo rúnt um borgina, hér búa um 400.000 manns, fleiri en á öllu Íslandi. Ókum strandgötuna sem var þétt skipuð ungu fólki að skemmta sér.
Og fórum loks í Dairie Queen og fengum okkur rjómaís með dýfu.
Frábært alveg.
Ég á eftir að senda ykkur myndir af leigubílunum hér sem eru ansi skrautlegir margir.
Hér er til dæmis einn, svo eru allskyns skemmtilegar útgáfur. En nú fer að koma morgunmatur og ég er orðin svöng. að er dekrað við okkur Ella minn af mákonu minni Kristínu og svila. Yndislegt fólk.
Hér er komið allskonar bæðu after bite og moskítófælur, því Þær láta sig ekki vanta.
En eigið góðan dag elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022143
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar