20.5.2009 | 20:46
Prinsessumynd og annað skemmtilegt.
Ég fór í hádeginu og heimsótti mæðgurnar. Prinsessan er dásamlega fallegt barn, fíngerð en samt svo stinn. Hún heldur meira að segja höfði og reynir að setjast upp. Geri aðrir betur.
Hér er verið að koma sér á ról og í leikskólann.
Amma taktu mynd af blómunum!!!
Hér er svo prinsessan mín þessi yngsta.
Það er dálítið erfitt að opna augun í birtunni, en mamma hennar sagði að hún hefði legið lengi í morgun og skoðað allt í kring um sig.
Stoltur móðurafi. Þau eru fullkomið kraftaverk þessi litlu kríli.
Hér eru grallaraspóarnir sem eru að hjálpa mér í skrúðgörðum bæjarins þessa dagana. Þeir eru alveg ágætir, og kurteisir og áhugasamir .... ennþá.
Ásthildur og Óðinn Freyr hann er voða montinn af litlu systur sinni.
Amma viltu taka aðra mynd af fallegu blómunum okkar.
Má ég kynna ykkur fyrir Pernille, hún er stammrós og skartar núna sínu fegursta. Sannkölluð fegurðardýs.
Hér kennir ýmissa grasa ekki satt!!!
Og meðan stóra systir gerir sér dælt við blómin, vill þessi helst moka.
Það er sólskyn núna dag eftir dag, og snjóinn tekur hratt upp.
Haginn fer nú samt ekki að grænka fyrr en hann rignir.
Kátir kúlukrakkar.
Og feðgarnir að skoða fiskana í tjörninni.
Þau eru samt mest úti, þegar sólin skín þá liggur við að vera of heitt í garðskálanum.
Það var grillað í kvöld og svo fengu börnin að grilla sykurpúða, eða hvað þetta kallast. En það er af því að það er frí á morgun.
En sem sagt ég er að kafna úr vinnu og orkan er enginn. Þess vegna er ég lítið við þessa dagana, en ég lofa að vera duglegri þegar törninni líkur elskuleg mín.
Eigið gott kvöld og dreymi ykkur vel. Munið að allt það jákvæða sem við leggjum inn í samfélagið kemur tífallt til baka, og það skiptir okkur öll miklu máli. Það er enginn kvóti á kærleika né bros, og ekki heldur hrós eða kærleiksrík orð til hvers annars. Það er allt ekki bara frítt, heldur fær maður borgað með sér, tífallt. Knús á ykkur öll.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
20.5.2009 | 11:03
Lítil kúluprinsessa fædd.
Fékk litla prinsessu í nótt. Hún var 15 merkur og 52 cm. Ég er auðvitað í skýjunum og ætla að kíkja á hana eins fljótt og auðið er. Verð náttúrulega að taka myndavélina með. Innilega til hamingju með litlu dótturina Tinna mín og Skafti. Knús á ykkur, og alla bloggvini mína líka.
En ég er rosalega upptekinn þessa dagana, svo ég hef eiginlega engan tíma aflögu. En það lagast. Knús og ekki gleyma mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
18.5.2009 | 22:10
Ýmislegt, börnin í kúlunni, Tai Kwon Do og ýmislegt annað.
Ég er að hlusta á eldhúsdagsumræðurnar, meðan ég skoða myndir dagsins. Og ég verð að segja að þau í Borgarahreyfingunni tala mannamál, og ég segi bara Guði sé lof fyrir að þau komust á þing, því þau þora bara að segja hlutina eins og þeir eru. Þau eru mátulega naív til að segja bara hlutina eins og þeir eru. Megi þau halda því áfram. Þekkjandi Birgittu ágætlega gegnum hennar skrif og Katrínu Snæhólm gegnum Málefnin mörg ár, þá tel ég það nokkuð víst að þau muni halda sínu striki.
En ég ætla að setja inn myndir af börnunum mínum og beltaprófi Úlfsins.
Djús og rabbabari er ágætis blanda.
Svo er líka bara ágætt með tannkremið, það er sko vel kryddað
Regnskógurinn!!! Nei kúlan og mansjúríu runnabóndarósirnar!!!
Og héðan í frá til haustsins borðum við allan mat í garðskálanum, grillaðan eða ekki.
Stubbaknús
Stóra snúllan okkar
Já nú verður borðar frammi í garðskála til hausts, sumarsins notið í botn, og afi gamli verður auðvitað með okkur eins og alltaf.
Skál bróðir skál!!
Og svo eru börnin auðvitað máluð. Eða þau máluðu sig sjálf. Reyndar held ég að þessi barnamálning hafi byrjað hér á Seljalandsdag á Skíðaviku.
Já hér er sól og snjórinn fer verulega hratt.
Set þessa inn bara af því að hún er svo sannarlega á hreyfingu.
Já nú fer tími barnanna í hönd, og heimsóknir þeirra í kúluna.
Hér tókst afa að smella af mynd af ömmu og krúttinu alveg óvænt.
Við erum búin að komast að því að Ásthildur Cesil kann að skrúfa tappa af flösku, í þessu tilfelli munnangurslyf hehehehehe.... sem lenti á röngum stað.
Hér er Hanna Sól að teikna hús og mér sýnist það vera kúluhús... hvað annað.
Og litla skottið sýnir þessu mikinn áhuga
Ég er ekki viss um að litla skepnan mín verði ánægð með ömmu sína þegar hún kemst á táningaaldurinn með allar þessar skondnu myndir af henni. En hún er bara svo frábær karakter, og einstök manneskja.
svo tók afi þessar myndir
Jamm svo getur maður málað varirnar......
Flotta stelpan mín.
Og svo er það Tai Kwon Do beltaprófið sem hófst í dag, var frestað. Hér er meistarinn mættur.
Ungir áhugasamir nemendur tékka sig inn í beltaprófið.
Stubburinn líka.
Það var prófað í ýmsu, og svo var það spíkat, og þeir teygðu sig eins og þeir gátu hehehe... og svo sagði meistarinn brandara, og hélt þeim algjörlega í gíslingu lengi... svona rétt til að tékka á úthaldinu. Allt með ráðum gert. Þeir engdust sundur og saman, en héldu samt út.
Svo voru armbeygjur.
Hér eru þeir sem eru lengra komnir appelsínugulabeltið og gula beltið.
Og öllum tókst þeim að standa sig, eftir umræður og umvandanir meistarans, og nú taka þeir heiðursskjölin sín og beltin.
Tai Kwon do er byggt á virðingu og jafnrétti, falleg hugsun og ég vona að þeir verði fleiri næsta vetur, því það er jafnvel svo að þessu verði hætt. við skulum vona að svo verði ekki, en ég auglýsi hér með eftir manni sem getur tekið að sér að kenna þeim næsta vetur, því Hjalti sem hefur sinnt þessu og byggt upp hingað til er á förum i frekara nám. Please ef þarna er einhver sem vill og kann og getur, að gefa sig fram.
Já svo sannarlega má þetta ekki detta uppfyrir.
Hópurinn í heild með meistara sínum.
Innilega til hamingju allir, og ég vil sjá miklu fleiri næsta haust, og þá vil ég sjá fleiri stúlkur, það voru nokkrar að æfa, en einhverra hluta vegna voru þær ekki þarna í dag. Og ég get sagt ykkur að þegar ég var á mótinu í Keflavík fyrir ári síðan, þá voru fullt af mömmum og pöbbum að æfa með börnunum, það er nefnilega málið, að gera þessa íþrótt að fjöldkyldu íþrótt, því hún er góð fyrir líkaman og sálina, og mömmur og jafnvel ömmur geta farið af stað og tekið þátt. Hugsið um þetta og við skulum ekki láta þessa flottu íþrótt detta uppfyrir.
En knús á ykkur, og ég hef verið að hlusta á eldhúsdagsræðurnar meðan ég skrifaði þetta og ég verð að segja það að málarekstur Borgarahreyfingarnar hugnaðist mér best. En líka talsmáti Vinstri grænna. Í guðsbænum Samfylkingin hættið þessu ESB blaðri, það er ykkur til mikillar minnkunnar, því það er svo sannarlega ekki það sem við þurfum núna. Heldur að standa saman öll sem eitt, það er ekki leiðin til Evrópu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
17.5.2009 | 21:56
Svona hugleiðing um pólitík...
Ég er alltaf að pæla eitthvað. Nú hef ég velt fyrir mér flokkunum og hvernig ég sé þá fyrir mér.
Tek það fram að þetta er eingöngu mínar pælingar miðað við það sem mér finnst hafa komið fram.
Samfylkingin.
Samfylkingin er svona 101 flokkur, ekki í góðu sambandi við landsbyggðina. Og hann er svokallaður elítuflokkur. Ég er ekki að dæma fólkið sem slíkt, en samt sem áður þá hefur þessi flokkur þróast í átt til Reykjavíkur og þess sem gerist þar og reyndar út í Evrópu. Flokkinn vantar jarðtengingu. Ég held að ef Margrét Frímanns og Rannveig Guðmundsdóttir hefðu verið í forsvar fyrir flokkinn, þá hefði hann verið meira jarðtengdur. Þær komu úr grasótinni.. En með því að hleypa Ingibjörgu Sólrúnu í hæstu hæðir þar innanborðs var flokkurinn tekinn úr sambandi við alþýðu manna. Össur er góður maður, en hann er of fylgispakur við meirihlutan. Hann er einfaldlega of góð persóna og manneskjulegur. Með Árna Páli verður svo lokahnykkurinn lagður að 101 stöðunni, þá mun kvarnast úr flokknum verulega. Því miður hefur Jóhanna valdið mér vonbrigðum, því hún hætti að hlusta á alþýðuna en fór að hlusta á fólkið sem stendur henni nær í pólitíkinni, eins og þetta Júróraus ber vitni um.
Vinstri græn.
Vinstri græn eru heiðarlegri í afstöðu sinni. Þó ber flokkurinn vissulega afstöðu til öfgafeminista, sem fæla margan manninn frá því að styðja flokkinn. Steingrímur er flottur og fínn maður, Ögmundur þó heilsteyptari. En svo eru þarna konur eins og Sóley Tómasdóttir sem eru öfgarnar og fæla frá, þar var Kolbrún Halldórsdóttir líka.
Synd þegar fólk lendir í því feni að ofgera hlutina og þar með vinna á móti hugsjónum sínum. Af þeim flokkum sem nú sitja á þingi treysti ég samt best Vinstri grænum til að halda utan um þau gildi sem ég vil leggja og voru stefna Frjálslynda flokksins.
Framsókn.
Framsóknarflokkurinn er spilltur og rotinn í gegn að mínu mati, enda stofnaður til að gera einmitt það, að vera lítill flokkur en hafa mikil völd miðað við stærð í skjóli oddaaðstöðu. Spilling flokksins tók svo flugið þegar þeir náðu saman við Sjálfstæðisflokkinn, sem er jafnspilltur og þeir og úttekt á því sem þeir hafa gert síðastliðinn 20 ár mun koma fram í dagsljósið meira og meira, og jafnvel vekja undrun þeirra fylgismanna. Hversu langt þeir voru tilbúnir til að ganga í að ljúga og svíkja landsmenn til að ná völdum og peningum.
Og þó þeir hafi skiptu út forystunni, þá er það bara þannig að mínu mati var henni ekki skipt út, heldur laukarnir látnir taka við kyndlinum. En bak við ráða sömu menn ennþá.
Þeir tveir bera ábyrgð á stöðu landsins i dag, og ótrúlegt að þeir skyldu ekki koma ver út úr kosningum, sýnir ræfilshátt þjóðarsálarinnar við að refsa þeim sem ekki standa sig.
Sjálfstæðisflokkur.
Sjálfstæðisflokkurinn er í raun og veru ekki stjórnmálaafl, heldur trúfélag. Sértrúarflokkur sem hefur það eitt á stefnuskránni að halda völdum, og hygla sínu fólki. Það er í raun og veru alveg stór furðulegt að alþýðufólk þessa lands þar með taldir öryrkjar skuli veita þessum aðiljum brautargengi í kosningum, því að það er morgunljóst að það hlutskipti lítilmagnans skiptir þá nákvæmlega engu máli. Heldur er aðalatriðið að halda völdum til að geta haldið áfram að hygla auðjöfrunum sem borga í kosningasjóðina. Því fyrr sem almenningur gerir sér grein fyrir þessu því betra.
Frjálslyndi flokkurinn.
Frjálslyndi flokkurinn kom fram til að breyta ákveðnum hlutum, fyrst og fremst óréttmætu kvótakerfi, en þeir tóku líka að lífeyrirréttindum og allskonar góðum málum sem brunnu á þjóðfélaginu. Þeir voru hreinlega þaggaðir í hel af því að það eiga bara að vera ákveðnir fjórir flokkar innan kerfisins, og Frjálslyndi flokkurinn var ógn við það mat. Þeim tókst samt sem áður að lifa í tíu ár, hinum meira og minna til ama og leiðinda.
Lokst tókst þeim að hverfa af þingi, mest vegna innri deilna og ósættis, og óheiðarlegra manna sem komu inn í þeirra raðir mestmegnis til að breyta flokknum og gera hann að einhverju öðru. Það er samt sem áður ekki útilokað að flokkurinn komist aftur upp úr lægðinni, sérstaklega af stjórnarflokkunum tekst ekki að koma skikki á fiskveiðistjórnunarkerfið, sem mikill meirihluti almennings er ósammála.
Borgarahreyfingin.
Borgarahreyfingin er nýtt afl, sem kemur ferskt inn og virðist ætla að ná því að breyta áherslum. Vonandi allavega. Þau koma inn með nýjar hugmyndir og nýja hugsun sem er gott mál. Og viljan til að breyta þeim gamaldags fornaldar hugsunarhætti sem ríkt hefur á alþingi. Málið er að ef Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hefðu verið enn við völd í dag, hefðu þau einfaldlega verið kveðin í kútinn og ekkert heyrst frá þem meir. En sem betur fer, þá ber núverandi stjórn gæfa til þess að leyfa fólki að huga og vera til. Ég held að einmitt þess vegna munu þeir ná því að breyta og vekja upp nýja hugsun á Alþingi. Og það er svo sannarlega tímabært.
Það er alveg komin tími á að brjóta upp þetta fjórflokkakerfi og koma á nýrri hugsun og fyrirkomulagi við stjórnun. Það væri best fyrir okkur alþýðu manna að sem flestir flokkar væru á þingi og sem flestar raddir heyrðust. Og ekki síður að við, þú og ég, þyrðum að refsa okkar mönnum, og hygla þeim sem standa sig betur.
Lýðræðið er brothætt og það er alveg sama hversu gott fólk raðast þar í innstu koppa, vald spillir og ef menn endalaust komast upp með sjálfselsku og vinargreiða, þá bara gerist það sem við horfum upp á í dag. Það er því ekki við hæfi að heimta refsingu fyrrverandi stjórnarmanna, heldur ber okkur að líta í eigin barm og skoða hvort við sjálf höfum ekki brugðist í þeirri skyldu okkar að veita aðhald og halda okkar fólki á tánum, við að gera rétt og vera okkar liðsmenn, en ekki veita þeim leyfi til að nota sér aðstöðu sína til að þyggja fé eða hvað sem það má annars kalla sjálfum sér til framdráttar við að halda völdum. En einmitt þess vegna er Island rotið eins og gamall hákarl, og það verður meiri þrautin að vinda ofan af þeirri löngu vitleysu, áður en við getum sagt með stolti að við séum þjóð án spillingar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.5.2009 | 13:47
Karlakórar á ferð og lífið í kúlunni.
Já það er yndislegt veður hér núna dag eftir dag. Ég að hamast við að koma sölunni í lag, og laga til í skrúðgörðum bæjarins. Þar er af nógu að taka og dagurinn endist mér ekki alveg. Á einhver kvóta???
Svona leit nú samt morgunin út í gær, það var nánast eins og austfjarðarþokana hefði fært sig vestur.
En svo þynntist hún út og hvarf fyrir sólinni.
Og enn er sól.
ég er svona stór!!!!!
Og meðan litla skottið klöngrast upp á allt, situr sú stóra og föndrar.
Þetta má ekki!! amma verður reið ef þú skemmir blómin....
Og þetta er prakkarastríðnisbrosið sem maður fær úr þeirri deildinni Og það þýðir ekkert að æsa sig eða gera neitt annað en að draga athyglina eitthvað annað.
Og föndrið gengur vel, margar fallegar myndir sem hægt er að klippa út.
Og Brandur er búin að finna góðan stað til að leggja sig í hreina þvottinn af því að húsmóðirin hefur ekki gefið sér tíma til að brjóta hann saman og setja á sinn stað.
SKottið er þarna að moka.
Moka moka moka!!
Svona getur hún dundað sér lengi.
En í gær missti ég af Júrósvisjón því ég var að gera miklu skemmtilegra. Ég fór sem sagt á tónleika með tveimu karlakórum, þ.s. Karlakórnum Erni og Karlakór Eyjafjarðar. Þeir voru haldnir í kirkjunni og voru mjög góðir. Síðan fórum við með rútum að Núpi í Dýrafirði þar sem við snæddum kvöldverð öll saman, og það var mikið sungið.
Karlakórinn Ernir syngur lög eftir Jón Múla og Jónas Árnasyni.
Stjórnandi, píanisti og nokkrir kórfélagar úr Karlakór Eyjafjarðar.
Eyjafjarðarkórinn ásamt stjórnanda, hún var skemmtileg og sagði brandara milli laga.
Síðan sungu þeir allir saman, það hljómaði vel, allar þessar fögru karlaraddir.
Eftir tónleikana var svo farið í tvær stórar rútur, áleiðis til Núps.
Það var gleði í mannskapnum.
þegar er farið á Núp er ekið gegnum göngin til Flateyrar, inn í þeim var gerður stór hellir, þar stoppa menn gjarnan og fá sér bjór og alla vega í gær tóku þeir lagið þarna inni, þar er þvílíkur hljómburður.
Lengst inn í fjallinu, erum við stödd.
Það þáðum við veitingar og ekki af verri endanum.
Lögreglan stóð á verði, vegna þess að því miður eru göngin bara einbreið á þessum kafla. En mér sýndist lögreglumaðurinn bara njóta þess að hlusta.
Og svo var tekið lagið.
Stjórnendurnir hér og allir sungu saman. Hljómurinn er rosalega flottur þarna inni.
Ég hélt mig auðvitað þar sem vínið var hehehe...
Þetta var rómó, kertaljós inn í berginu. Ég er viss um að hulduverurnar hafa skemmt sér líka yfir öllum þessum söng og hlátri.
Þessir tveir norðlendingar komu svo yfir til okkar í rútuna, og sungu af list.
Og við skemmtum okkur vel, það er ekki hægt að segja annað.
Komin á Núp, og í kaupfélagið Þar bókuðum við okkur í matinn og ég held að norðlengindarnir hafi gist þar.
Áhuginn leynir sér ekki, og auðvitað er það Júróvisjón sem dregur athyglina að sér.
Óhætt að segja að þar sé engin aldursgreining á ferðinni. En okkar fólk stóð sig vel og við urðum í öðru sæti eins og allir vita. Og ég segi bara til Hamingju Ísland. Og Heyja Norge, þeir sigruðu með yfirburðum.
Við héldum samt okkar striki og fengum okkur góðan kvöldverð og skemmtum okkur vel fram eftir kvöldi og nóttu.
Einn yndislegur svona að lokum. Símon litli Dagur svaf þegar amma heimsótti hann í morgun. En sonur minn og tengdadóttir pössuðu Ásthildi litlu og Úlfinn fyrir mig, en Hanna Sól var hjá Siggu mömmu Sigurjóns Dags.
En nú er ég á leiðinni út í garð að grufla svolítið í moldinni.
Eigið góðan dag, og munið að hamingjan felst í því sem maður á inn í sér, þ.e. ánægjuna og kærleikann sé það tvennt til staðar, þá bítur ekkert annað á mann. Knús á ykkur öll.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.5.2009 | 21:33
Bara eitt og annað sem ég er að hugsa.
Jamm það er margt sem ég er að hugsa í dag.
Til dæmis um júróvisjón, ekki keppnina sjálfa heldur fólk sem á ekki orð til að lýsa þvílíkur hryllingur hún er og lágkúra. Minnir mig dálítið á Dallas í den, þegar enginn horfði á slíka lágkúru en eigi að síður tæmdust götur og torg meðan Dallas var sýndur á skjánum. Íslendingar eru svona þjóð sem er ofboðslega sjálfhverf og líka "vönd að virðingu sinni". Þ.e.a.s. horfir ekki á hvað sem er, getur alltaf fundið það versta út úr öllum sem skara framúr að einhverju leyti. Og rakka alla niður sem eru að gera eitthvað sem reynir á. Ég er ekki að segja að við séum vont fólk, en við erum bara svo stutt komin frá torfkofunum ennþá að það er með ólíkindum að við höldum að við séum rosa töff og flottust í heimi. Málið að ég hef víða farið og víða dvalið, og ég hef hvergi séð svona fordóma eins og eru hér til eða frá. Við erum smásálir sem höldum að okkar álit sé það sem skiptir máli. Það hefur aldrei sést betur en einmitt núna þegar allir geta tjáð sig á skjáskinnunni eða bloggi og spjallrásum. Þetta er svo sem í lagi, ef fólk gerir sér grein fyrir minnimáttarkenningunni sem skín út úr þessum skrifum svona almennt séð. Og ég er ekkert að undanskilja mig, ég er hvorki betri eða verri en allir hinir. við erum bara svona, og það gerir fólki örðugt að vera á toppnum, eða að einhverju leyti standa út úr meðalmennskunni. Það er auðvitað fullt af fólki sem hefur komist út úr þessu, og þar á meðal margir í mínum bloggvinahópi. Auðvitað á maður ekki að tala svona en ég sé þetta samt.
Júróvisjón er dæmigert svona dæmi fyrir smáborgarana að láta ljósið sitt skína og lýsa yfir vanþóknun og fyrirlitningu á þessari keppni, samt sem áður er mikill fjöldi sem fylgist með og horfir á keppnina sennilega í laumi.
Annar sem ég hef verið að spá í er nýja fólkið okkar í Borgarahreyfingunni. Ég er alltaf hrifnari og hrifnari af þeim. Ég held að þau muni ná því sem við náðum ekki í Frjálslynda flokknum að virkilega breyta hugsunarganginum. Birgitta Jónsdóttir og þeir sem með henni standa eru gjörsamlega að vekja athygli á smásmygli íslenginga og breyta hugsuninni. Ég er rosalega ánægð með það og vona að þau haldi áfram á þeirri braut sem þau hafa markað. Þau koma inn með ferskan andblæ eins og þau töluðu um, og það er ekkert annað hægt að gera í stöðunni en að samþykkja það hjá þeim sem eru orðin svo samdauna stjórnmálum undanfarin mörg ár. þau eru einmitt að sýna okkur hvað alþingi er forpokað og lokað. Áfram þið unga frjóa fólk, þið fyllið mig bjartsýni, og líka ríkisstjórnin svona burt frá þessu endalausa tilgangslausa tuði Samfylkingarinnar um að ganga í Evrópusambandið, sem mér finnst hallærislegast af öllu, og ykkur til minnkunnar sorrý bara.
En ókey að þessum tveimur áhugamálum mínum forgengnum þá eru nokkrar myndir.
Veðrið í gær var yndislegt svo sólríkt og hlýtt.
Afi og litla skrýmslið að koma heim frá leikskólanum.
Á svona dögum vilja börnin fara í balabað.
Þá er sett volgt vatn í bala og þau busla eins og ég veit ekki hvað.
Þetta hefur verið svona alla tíð frá byrjun.
Gaman gaman.
Og börnin í rólegheitum.
Svo er gott að fá sér harðfisk.
Hanna Sól að leggja Sigurjóni lífsreglurnar.
En í svona góðu veðri er ekki bara hægt að vera inni, heldur þarf að skoða fossinn og helst vaða í honum
Það þarf auðvitað dót í balann sko!!!
Úhú einhver tók mynd beint upp í sólina... gruna Úlfinn.
Fossinn er náttúrlega spennandi.
Já Lífið í kúlunni er bara svona friðsælt og notalegt.
Hér fær Sigurjón rósabað að hætti Rósu Ingólfs hehehehe.....
Hin nýja Solla stirða heheheh.
Úlfur á tónleikum í gær, afi tók myndirnar.
Og minn þeytir trommurnar.
Gamla brýnir upp á lóð að vinna að því að gera klárt fyrir opnun.
Drengur með fiskistöng... þessi er listræn held ég.
Svo er gott að fá afaskyr og slaka aðeins á.
Í dag kom svo þessi dalalæða, með ákveðnu kulda. Þó var hlýtt og notalegt. En þessi er enginn aufúsugestur hér get ég sagt ykkur.
Held að hún sé óskilgetið afkvæmi hita og kulda.
En ég verð að biðja ykkur afsökunar á því hve fjarlæg ég er þessa daga, því ég er í kappi við tímann og sumarið. Þarf að gera allt í gær, en þið eruð í mínum huga og þið gefið mér svo mikið, þið eruð eins og jörðin og gróðurinn yndisleg. Þetta er allt samtvinnað, mannshugurinn og náttúran, eitt af sama meiði og hvert styður annað. Með fallegri hugsun sendum við kærleika út í andrúmsloftið, og þar er fullt af verum sem móttaka kærleikann og nota hann, og svo kemur hann aftur til baka til okkar tífalt meiri en við sendum út. Þannig virkar lögmálið.
Svo ég segi bara megi allir góðir vættir vaka með ykkur og vernda. Munið að kærleikurinn er það æðsta á þessari jörð og óeigingjarnasta sem til er, og það sem er mest gefandi. Það er það sem við þurfum á að halda öll sem eitt. Knús.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
13.5.2009 | 21:12
Smá mömmó- og fyrir alla hina líka mína elskulegu bloggvini.
Við vorum þrjár skotturnar í kvöld, afi var að spila á tónleikum og ÚLfur á Tai Kwon Dó, það er beltapróf á sunnudaginn vel að merkja, en hann er rosalega áhugasamur og mætir í alla tíma.
Við fórum allar þrjár í ömmuholu og ég las um prinsessur, svo lögðumst við niður og það tók þær ekki langan tíma að sofna, enda eru þær svo mikið að bralla úti núna, að þær eru alveg búnar upp úr sjö.
En í gær var enskur tetími hjá mínum, þau bjuggu til ávaxtate með hunangi, það finnst þeim rosalega gott, en í gær, var það enskt te og spjall. Við skulum sitja eins og hefðarfólk og tjatta um gamlar frænkur og frændur sagði Úlfur. Og auðvitað voru þau öll til hehehe.
Reyndar var te litlu skottunnar of heitt og hún helti því auðvitað niður. En það varð samt ekki til að hætta í teboðinu, og þarna er Úlfur að tékka á hinum börnunum hvort teið sé of heitt.
Eins og sjá má er hláka og hlýtt, þetta var í gær. Það var hvasst en voða hlýtt.
Og Júlli minn kom með flugdreka, og það var spennandi.
Það á að koma honum á loft og allir hjálpast að.
Ásthildur er skelfingu lostinn við þennan karl, sem dansar og talar. Þarna er hún að troða honum bak við sófann meðan hann er ekki virkur, svona ef ske kynni að hann færi að hreyfa sig og láta illa
Amma má ég fara með þetta blóm á leikskólann í dag, það er nefnilega blómadagur, sagði Sólin mín í morgun.
Þá er að klára að klæða sig til að fara í leikskóla, en það er gaman. Í leikskóla er gaman þar leika allir saman syngur hún, og líka Bakkaskjól Bakkaskjól það er skólinn minn, leika út og inni, svo skil ég ekki alveg restina en ég þekki lagið, hún syngur nefnilega alveg hárrétt, allir krakkar og feilar ekki nótu.
Svona var veðrið í morgun og þið sjáið að mikið hefur tekið upp af snjó.
Og lækurinn baular niður hlíðina og flæðir yfir bakka sína börnunum til mikillar ánægju.
Það svona læðist að mér stundum hvort þau séu ekki betur sett hér úti í náttúrunni frekar en á áttundu hæð í fjölbýli í Vín, þó fólk sé duglegt að fara með börnin út á leikvöll, sem er auðvitað steriliseraður og manngerður. Þá er þetta náttúrlegt og villt.
Og svo sannarlega njóta þau sín.
Það er margt hægt að bralla og skoða og bara vera til.
ég man alveg að ég elskaði vatn þegar ég var lítil, og ég veit að þegar maður er að vökva í bænum á sumardögum þá eru strax komnir krakkar til að leika sér í vatninu. Það er bara þannig börn og vatn eru síamstvíburar, enda eyðum við níu mánuðum í að svamla í vatni ekki satt!!!
Hanna Sól og ömmu sinnar blómahaf.
Tími grillsins er upprunnin í kúlunni og við gerum mikið að því að grilla. Og það gerðum við í kvöld, og hér er litla skottið að heimta að amma skeri kjötið. Hún er mikil kjötæta, meðan stóra systir er öll í jógurtinu og grænmetinu. Svona geta tvær systur af sama foreldri verið gjörsamlega ólíkar.
En eigið góðar stundir i kvöld elskurnar. Og munið að vera glöð. Það sem þér viljið ekki að aðrir gjöri ykkur, það skuluð þið eigi þeim gjöra, eða þannig stendur einhversstaðar. við skulum muna að alltaf skal hafa aðgát í nærveru sálar, sérstaklega þarf þetta að hafa í huga við litlar saklausar sálir sem horfa björtum vonaraugum út í stóra heiminn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
12.5.2009 | 17:36
Pælingar og Júróvisjón í kvöld.
Jæja þá er undankeppnin í Júró í kvöld, fyrra kvöldið. Ég vil óska Jóhönnu Guðrúnu velfarnaðar í kvöld, stúlkan er hæfileikarík og flott, ég er viss um að hún skilar okkur áfram í aðalkeppnina, ef ekki þá er það bara þannig, hún mun gera sitt besta, meira er ekki hægt að fara fram á.
En í gær ákváðum við að hafa pizzu í matinn. Og við hjálpuðumst öll að. Úlfur gerði eina fyrir sig og afa, með skinku og pepperoni, ég gerði eina fyrir mig og fleiri sem vildu með túnfiski, og Hanna Sól gerði eina fyrir sig og Ásthildi með bara osti, skinku og grænmeti.
Amma þurfti samt að gera botnana, því það er of erfitt fyrir litlar manneskjur.
Búið að setja ofan á og komið í ofninn.
Úlfur að ljúka við sína pizzu.
Afi og Ásthildur huga að blómum og gróðri. Þessi er stórglæsileg manchuriarósin mín, kínversk runnabóndarós, þvílík fegurð.
Páskarósin mín hér í blóma úti.
Rauður veggjahnoðri alltaf fallegur, þó snemmt sé.
Svo eru pizzurnar klárar og sest að snæðingi.
Okkar eigin eru náttúrulega bestar, því þá er hægt að hrúga ofan á nákvæmlega það sem maður vill.
Júlli minn kom með þetta flotta hvalbein um daginn. Það er rosalega þungt og stórt en flott.
Himnagalleríið opið í dag, og svo sannarlega flott.
Rigning og rok í dag, en nú hefur hægt og hljóðnað, og það er bjart og gott veður.
En ég er að fara að steikja ýsu, þessa sem maður fær af frystitogurunum, tilreidda til matreiðslu. Og svo Júróvisjón mín kæru. Ég hef ekki fylgst með eins og áður, vegna anna, en ætla svo sannarlega að njóta þess að setjast fyrir framan sjónvarpið og horfa á keppnina. Elskuleg mín megi allar góðar vættir vaka með ykkur og vernda. Munið að brosa og horfa á fólk. Það er erfitt að finna að fólk horfir annað hvort í gegnum mann, eða lítur undan. Augun eru spegill sálarinnar, og þeir sem líta undan eða geta ekki horft á mann, eru manneskjur sem líður illa og geta ekki gefið af sér. Þess vegna er raunveruleg þörf á að láta einmitt það fólk fá bros eða knús, og láta vita að þau eru þess virði að elska. Stundum þurfum við að hugsa út yfir ramman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
11.5.2009 | 21:05
Sól - regn - rok allt á sama stað hvar annarsstaðar en á Ísafirði, þar sem hlutirnir gerast.
Það var rigning rok og sólskin í dag allt í einum og sama pottinum hér á Ísafirði.
Vor í lofti.
Svona leit hann út í morgun.
Hanna Sól fór í spíkat, og sú stutta vildi ekki vera eftirbátur
Takið eftir svipnum, hún er svo hreykinn. Svo er hún farin að klæða sig alveg sjálf og segir amma é e dulleg. Svo grenjar hún hátt þegar henni tekst ekki að klæða sig í einhverja flík og það má alls ekki hjálpa til... Þessi litli skapangi.
Tvær sætar saman, ég fékk nefnilega heimsókn elskuleg bloggvinkona mín Halla kom í heimsókn og Hanna Sól elskar konur sem nenna að dúlla við hana, hér er á ferðinni naglasnyrting.
Halló Kisa mín.
Jafnvel kisur vilja vera fínar, allavega þessi kisa.
Við höfðum margt að spjalla og ekki sakaði smá rauðvínstár svona með snakkinu.
Og Halla heillaði stepurnar báðar upp úr skónum.
Maður kann nú líka að mála sig......
Þeir eru töffarar og flottir saman; Úlfur, Þórarinn og Tai Kwon Dó kennarinn þeirra Hjalti. Þeir tveir tóku viðtal við kennarann fyrir blað sem á að gefa út vegna 60 ára afmælis Íþróttafélagsins Harðar. Ég var að skrifa niður hluta af viðtalinu, það var afar skynsamlega spurt af þessum ungu blaðamönnum.
Jóhann minn, Brandur er aldrei langt undan hér á þessu heimili.
Veit raunar ekki hvor þeirra nýtur sín betur kötturinn eða húsbóndinn hehehehe..
En þetta var nú skammturinn í dag. Ég segi bara Guð blessi ykkur og njótið ykkar vel í dag. Munið að brosa og vera góð hvort við annað. það skiptir máli og ef til vill meira máli fyrir suma en þið gerið ykkur grein fyrir. Eitt lítið bros getur gert alveg heilmikið fyrir manninn sem þið hittið á götunni, skiptir ekki máli hvort þið þekkið hann eða ekki. Þar gengur sál sem þarf að vita að hann er sál á meðal sála, ljós á meðal ljósa og vera meðal vera. Knús á ykkur öll.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
10.5.2009 | 17:56
Smá mömmó.
Smá mömmó svona síðdegis á sunnudegi.
Amma taktu mynd.
Hanna Sól og hundurinn.
Sumir hafa óskaplega gaman af að pússla.
Og geta gert það alveg hjálparlaust.
Eitt af nýju pilsunum sem mamma þeirra keypti í Vín.
Jamm og svo er að mála sig....
Thí hí afi kitlar...
Það þarf að passa upp á barnið.
Afi Hanna Sól og litla barnið sem er bara dúkka.
Amman ómáluð og fín
við grilluðum ýsu í gær, og hún var góð. Sumir elska bæði fisk og kjöt og ekkert múður.
Og það er bæði gott og gaman að borða matinn.
Það þarf nú samt að skoða hvað maður lætur ofan í sig.
Og svo upp í munnin með það. Allur matur á að fara upp í munn og oní maga.
Aðrir eru svona nettari og borða frekar jógúrt og brauð.
ég áidda!!!
Og auðvitað fékk hún dúkkuna litla skrýmslið. Hanna Sól er nefnilega stóra systir og þolir þeirri litlu margt. Og svo er jógúrtin bara svo góð.
En ég er að fara að setja hrygginn í ofnin, svo eigið gott kvöld elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.5.): 4
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 2023139
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar