20.6.2009 | 23:25
Kærleiksdagar, og allt sem að þeim lýtur.
Ég fór og var með fyrirlestur á Kærleiksdögum á Núpi í Dýrafirði í dag. Vigdís Steinþórsdóttir sem heldur utan um þessa kærleiksdaga bað mig í vor að koma og flytja fyrirlestur sem ég hélt fyrir fræðslumiðstöð Vestfjarða um nytjaplöntur sem vaxa á Vestfjörðum. Það var virkilega gaman að koma þarna og finna þann jákvæða kraft sem umlukti gamla skólann og fólki sem þarna er yfir 50 manns, sem dvelur þarna í tvær vikur við að virkja náttúruöflin og senda kærleika og hvatningu kring um sig og um allan heiminn. Það er greinilega að skila sér, það fann ég vel.
Við fórum hjónakornin með börnin og meðan ég flutti fyrirlesturinn fór Elli með börnin og tjaldaði splunkunýju tjaldi sem við keyptum, fyrir áeggjan Úlfsins. Það var hin besta skemmtun fyrir þau að tjalda. Það var líka nammidagur, Hanna Sól sagði strax í morgun, amma í dag er nammidagur, förum við ekki örugglega í Hamborg og kaupum nammi? Nei Hanna Sól mín við förum ef til vill í HAMRABORG
Á leiðinni vestur spurði Hanna Sól hvort einhver kynni ekki brandara. Úlfur sagði einn skemmtilegan, og svo sagði Hanna Sól: hafiði heyrt brandaran um Svenna Kló??? Nei enginn hafði heyrt hann. Og hvernig er sá brandari spurði ég; 'Eg kann hann ekki heldur svaraði barnið, og við öskruðum af hlátri. þetta var bara svo fyndið, og hæst hló litli prakkarinn Ásthildur.
En hér eru myndir fyrir fólkið sem er flutt í burtu en hefur svo gaman af myndunum mínum af veðrinu fjöllunum og Ísafirði.
Í dag er lengstur sólargangur og það er heilmikið fjör í Arnardal hjá ungu hjónunum þar Úlfi Úlfars og Önnu Siggu og fjölskyldunni frábæru. Ég er aftur á móti ein heima með stelpurnar, því þeir fóru svo í útilegu Elli og Úlfur til að prófa nýja tjaldið.
Gæti trúað að þessar myndir kveiktu í einhverjum minningar um sumarbjart kvöld og sólarlag.
Takk fyrir allar kveðjurnar sem ég fæ bæði hér inni og svo frá fjölskyldum og ættingjum öðrum, það er voða gott að finna að fólk kann að meta það sem er í boði.
ég hef sjálf mikla ánægju að setja myndirnar mínar inn, en ef ég fengi ekki hvatningu, þá held ég að enginn myndi nenna að eltast við að setja svona inn. Áhuginn og ánægjan er hvatningin sem þarf.
ef þið haldið að prakkarinn ætli að mála með penslinum.....
Þá er það einfaldlega ekki rétt, því hún ætlar að sjúga vatnið úr honum. Hvað getur maður gert ?? Og englar eru náttúrulega verndaðir gegn öllu illu.
Öskubuska komin í kjólinn sinn.
Erindið búið og nú þarf að skoða tjaldborgina sem fjölskyldan reisti, þetta er ekki skjaldborg, enda reynist sú sem ríkisstjórnin ætlaði að setja upp harla léleg og lítilmótleg, þetta aftur á móti er hið glæsilegasta tjald.
Og börnin kunnu vel að meta.
Já þetta er aldeilis fjör.
Við stelpurnar eina heima og verðum í letikasti í fyrramálið, það er auðvitað barnasjónvarp og svo þarf að gefa morgunmat, annað hvort veetabix með rúsínum, eða kornflakes með þeim sömu eðalrúsínum, því sykur er nánast útilokað á þessu heimili.
En ég skal setja hér inn pistilinn minn um plönturnar. Þetta er um notkun á eðalplöntum, sem flestir líta á sem illgresi og vaxa allstaðar kring um okkur. Unnið upp úr litlu kveri frá 1880, frá Jóni Jónssyni. Það er ef til vill ráðlegra að fara frekar út í móa og fara á beit, en að þurfa að slást um dýr meðul í apótekinu. Altént er miklu ódýrara að týna þessar jurtir og búa til úr þeim áburð, te eða seyði en að þurfa að fjármagna meðul sem oft á tíðum reynast svo ekkert betri en jurtirnar okkar. Þær eru allavega heilbrigðari og hreinni afurð. gjörið svo vel elskurnar mínar og eigið góða helgi.
Vestfirskar nytjajurtir.
Viltar jurtir. Lækningajurtir.
Ræktaðar jurtir.
Kál, salöt og kryddjurtir.
Sveppir.
Ber.
Viltar jurtir. Að týna plöntur og þurrka.
1. Allar jurtir skulu safnast á þeim tíma árs, sem þær eru kraftmestar.
2. Kraftur jurta fer eftir aldri þeirra. Nokkrar jurtir eru kraftmestar nýsprottnar, aðrar er blómstrin springa út, og nokkrar þegar þær eru fullblómgaðar.
3. Best er að tína jurtirnar í þurru veðri um miðjan dag, er ekki er náttfall á jörð, einkum þeim plöntuhlutum sem eru ofanjarðar.
4. Þær plöntur sem vaxa í fjalllendi og utan ræktaðs lands eru kraftmeiri en þær sem vaxa á ræktarlandi. Einnig eru þær sem vaxa á þurrlendi kraftmeiri en þær sem vaxa í deigum jarðvegi. Einnig ber að geta þess að jurtir sem vaxa sólarmegin eru kraftmeiri en plöntur sem vaxa í skugga. Samt ekki þær sem þurfa skugga eins og burknar.
5. Þegar búið er að safna jurtunum, skulu þær hreinsaðar, og þurrkaðar, einnig hreinsa burtu skemmda plöntuhluta, svo sem visnuð blöð, fúnar og klofnar rætur. Best er að þurrka þær í grisju á stað þar sem loftar vel um, en einnig má þurrka þær á ofni, en gæta verður þess að hitinn má ekki vera mikill. Eða eins volgur og hendur manna þola.
6. Þurrkaðar jurtir skulu svo geymast á flöskum krukkum eða öðrum þéttum ílátum.
Plöntuhlutar:
1 Rætur. Þeim skal safna þegar mestur krafturinn er. Eins árs rætur skulu grafast upp snemma sumars. Tveggja ára snemma sumars seinna árið, fjölærum er einnig safnað snemma á vorin áður en blöð og stönlar þeirra tial til að vaxa. Stórar rætur má skera í sundur svo þær þorni fljótar.
2 Blöðin. Þau eiga að týnast í þurrviðri, af eins árs og fjölæringum, skömmu áður en þær blómstra, eða þegar blöð eru fullvaxin. Af tveggja ára plöntum á að taka svo fljótt sem verða má. Blöð af trjám og lyngi skömmu eftir að þau blómstra.
3 Börkur. Best að safna honum á vorin, þegar fyrst ber á brumi trjánna, eða að hausti, þegar blöðin eru fallin. Börkurinn er tekinn í þurrviðri af ungum greinum.
4 Blómin. Blómum skal safna um miðjan dag, best í þurrki. Blómleggurinn má fylgja með. Þú skulu svo þurrkið svo fljótt sem verða má.
5 Ber. Erfitt er að þurrka flest ber, þó eru ber sem eru þurr svo sem einiber.
6 Fræ. Gæta þess að safna þeim ekki fyrr en þau eru fullþroska, eða þegar fræhýði fer að opna sig. Best er að safna fræjum eftir a.m.k. þriggja daga þurrk.
7 Mosar. Best að tína eftir þurrkatíð. Þó eru undantekningar en Fjallagrös er best að tína í raka.
8 Þang og söl. Skiptir ekki máli með rakastig, þar sem þau eru oftast í raka niður við sæ.
Viltar íslenskar plöntur sem eru notaðar til lyfjagerðar. Þessa vaxa allar hér fyrir vestan.
Lyfjagras:
Mýkir græðir og hreinsar, gott við útbrotum, bólgu og sprungum.
Húsapunktur. Uppleysandi og þvagdrífandi, góður við harðlífi, seyði af rótum drukkið 4 sinnum á dag.
Gulmaðra. (blómstrar júní júlí)
Örvar svita, stemmandi, góð í áburð á krepptar sinar.
Maríustakkur. Blómstrar í júní.
Styrkir og er góður við erfiðum blæðingum.
Ljónslappi. Blómstrar í júní.
Styrkir og græðir, góður við blæðingum og græðir sár. Gott að drekka seyði við eymsli í hálsi.
Fjóla. Þrenningarfjóla. (blómstrar allt sumarið. )
Hjartastyrkjandi, rætur eru magahreinsandi. Af blómum má gera te. Duft af rótum má nota sem uppsölumeðal, drukkið á fastandi maga að morgni.
Maríuvöndur. Blómstrar í ágúst.
Styrkjandi, uppleysandi, hjartastyrkjandi, bætir matarlyst, vindleysandi og góð við þembing. Hægt er bæði að nota rótina sem duft og gera seiði. ¼ hluti smátt skornar rætur, 1/16 hluti brennivín látið á flöskur og látið standa í yl í 6 daga, sía vökvan frá og geyma.
Njóli(hemula).
Dregur saman styrkir, leysir upp þykka vessa, hreinsar blóð, góður við rotnun. Lagar harðlífi, lifrarbólgu, kláða, útbrot.Af nýjum blöðum má búa til seyði til að bera á útbrot. Þurrkað fræ er líka gott. Af rótum er búið til seyði til hreinsunar: 1 2 hl. Rót.1 hl. Salt fínmalað. Leysa upp saltið í volgu seyðinu. Tekið á fastandi maga. Smyrsli við kláða og útbrotum; 5 hl. rótarduft1 hl. mulinn brennisteinn.Ósaltað smjör 10 hl. Hnoða vel og bera á.
Helluhnoðri.
Hreinsar blóð og þynnir, eyðir rotnun. Góður til að hreinsa með uppsölum og niðurgangi. Góður við nýrnasteinum, kvefi, hósta, harðlífi. Safinn er góður gegn krabbameini og blóðtappa.
Hvönn. Blómstrar í júli.
Styrkir eyðir vindi, blóðhreinsandi. Góð við lystarleysi, vindverkjum, hósta og stöðnuðu tíðarblóði. Dropar af fræi. Fræ marið 2 hl. móti 8 hl. brennivíni látið í flösku, látið standa í yl í viku með tappa. Af rót má búa til seyði og dropa.Seyði 2 hl. af rót á móti 8 13 hl. af vatni og sjóða litla stund í luktu íláti, láta standa í pottinum uns það er kalt, sía vökvan frá og geyma. Droparnir, 4 hl af rót smátt skorinni, móti 8 hl. af brennivíni, búið til á sama hátt og seyðið.
Arfi. (hjartarfi) Blómstrar allt sumarið.
Kælir, mýkir bólgur og þota. Arfin beint úr moldinni kælir sár þrota og bólgur. Seyði af nýjum arfa græðir sár í lungum. Örvar matarlyst, tekur slím úr augum.
Melasól. Blómstrar í júlí.
Góð við svefnleysi, verkjastillandi og góð við sinadrætti. Búa til dropa úr blómum.Blómin smáskorin 6 hl.Hvítvín hálfur peli. Látið standa í viku við yl. Vökvi síaður frá og geymdur.
Blóðberg.
Styrkir hjarta og taugar. Örvar þvaglát og tíðir. Blóðhreinsandi. Gott við kvefi, hjartastyrkjandi. Plantan öll notuð blóm, blöð og leggir.Gæta verður að sjóða ekki of lengi, þá tapast efni i plöntunni.
Fífill.
Blöðum skal safna, áður en blóm springa út. Rót grafin upp að hausti. Örvar hægðir og þvag. Eyðir bólgum, mýkir, þynnir blóð, lagar harðlífi, gott við ígerðum og útbrotum á hörundi. Af blöðum og rót er búið til seyði. Hægt er að nota ung blöð í salat, og svo er hægt að búa til fíflavín úr jurtinni.
Vallhumall.
Styrkir, mýkir og dregur saman, uppleysandi og blóðhreinsandi. Góður við sinadrætti og stirðleika í líkama. Góður við innvortis bólgum. Gert er te úr blómum og blöðum.Af blöðum má búa til smyrsli; saxar blöð smátt 12 hl. blöð, 24 hl. ósaltað smjör. Sjóða um stund, sía vökva frá og geyma kökuna. Gott við verkjum og stirðum taugum.Blöð jurtar; þurrkuð steitt í duft bl. með smjöri 4. hl blöð móti 12 hl. smjör. Gott til að græða sár og útbrot.
Fjallagrös.
Þarf að taka í vætu.Styrkir dregur saman, mýkir hægðir, nærir, blóðhreinsandi. Góð við lulngnaveiki, hosta, blóðsótt, iðraverkjum, uppþembingi, lystarleysi og orkuleysi. Má nota smáskorið eða í dufti. Líka góð í fjallagrasamjólk. Gæta verður þá að sjóða grösin ekki of lengi því þá verða þau röm.
Burkni.
Rótin hefur styrkjandi kraft. Stendur móti rotnun og leysir vessa. Styrkir veikar taugar. Góður í slæm sár. Góður við innanmeium. Smásöxuð og ný rót, hnoðuð með smjöri er hægt að nota sem áburð á slæm sár.
Elfting.
Elfting er ein af fáum jurtum, þar sem líkaminn getur tekið upp kalk. Hún er því góð fyrir konur áður en beinþynning verður.
Birki. Blómstrar í júni.
Styrkir og örvar þvag, hreinsar blóð, dregur saman og barkar. Af nýprottnum og þurrkuðum blöðum má gera te. Af berkinum seyði. Duft af berkinum er gott móti magn- og orkuleysi og matarólyst. Einnig er hægt að nota vökva úr trénu til að búa til hvítvín. Á vorin áður en laufin springa út, gerir maður gat á börk fullvaxta en ungs trés. Borað inn í tréð upp á móti og í sárið sett einhverskonar trekkt, til dæmis tilskorin staf af stórri fjöður eða sogrör. Undir er svo sett ílát og rennur þá vökvi út trénu. Ef maður er hóflegur, gerir það trénu ekki mein. Ef þessi vökvi er soðin yfir vægum hita, verður til af honum síróp.
Ber sem vaxa hér.
Krækiber; kælandi draga saman. Bláber. Góð í sultur og saft.
Aðalbláber.
Góð í sultur og sósur og í skyr. Ber, blöð og rót þessarar jurtar varna rotnun, þau eru því góð til að leggja við sár. Blöð tekinn í júní, en berin í september, þegar þau eru fullvaxin.
Reyniber.
Seyði. Góð við nýrnasteini. Þvagleysandi og styrjandi.
Jarðarber.
Blóðhreinsandi. Sólber. Góð í sultur og saft. Mikill cvítamíngjafi.
Rifsber.
Góð í sultur. Cvítamín.
Hrútaber.
Kæla, stöðva rotnun.
Einiber.
Örva svita og þvag, heinsa varna rotnun, vindeyðaindi, laga andarteppu, máttleysi, liðverki. Góð í sánabað við orkuskorti og liðverkjum. Gott í reykelsi.
Kryddjurtir og notkun þeirra.
Basilikum.
Basilikum er einær kryddjurt sem líkar best í sól. Er notað í Pitsur, í tómatrétti, spaghetti, með ljósu kjöti og alifuglum.
Dill.
Dill er einær kryddjurt sem unir sér best í hlýjum og sólríkum stað. Grönn þráðlaga blöðin notuð með fiski, skeldýrum, lambakjöti, kartöflum, í sósur og til skrauts. Kryddedik og kryddsmjör. Dill er oftast sett í lokin á matreiðslu það gefur mesta bragðið.
Fennika. (sígóð)
Fennika er fjölær kryddjurt. Líkar best í sól. Þarf að taka inn á haustin. Bragðið af fenníku minnir á anís er með lakkríslykt, blöðin eru notuð í súpur og fiskrétti. Fræðið er gott í te og er oft notað í fiskrétti og svínakjötsrétti. Stilkurinn og hýðið er notað í hrásalat.
Gralaukur.
Graslaukur er fjölær kryddjurt sem líkar best í forsælu. Blöðin eru notið í salöt, eggja- og grænmetisrétti, sósur, brauð og fleira.Ísópur.
Ísópur er fjölær, en þarf að taka inn eða skýla vel. Blöðin eru notuð í baunarétti súpur, kássur og kæfur. Er talin mikilvæg lækningajurt.
Koríander.
Koríander er einær mjög viðkvæm kryddjurt. Líkar best í sól. Inn á haustin. Blöðin eru notuð í Karrýrétti, sósur salöt. Fræin með sterkt bragð notuð í súrsað grænmeti, pylsur, sæta rétti eins og sultur. Notað í indverska rétti. Kóríander fræ er notað í indverskum karríblöndum.
Oregano. Fáfnisgras.
Oregano undir sér best í sól eftir því hvað hún fær mikla sól, því bragðsterkari er hún. Oregano skal taka inn á haustin. Hún er í raun fjölær. Er notuð með steiktum fiski, kjötdeigs- og tómatréttum, pissum og tómatréttum
Salvía.
Salvía er fjölær kryddjurt. Líka best í sól. Salvíuna skal taka inn á haustin. Er með mildu beisku og áberandi bragði. Salvía er notuð í rétti úr svína- kálfa og lambakjöti, fars, pylsur og kæfu.
Skessujurt.
Skessujurt er fjölær og harðger kryddjurt. Hún minnir á sellerí. Er notuð í súpur, pottrétti og kássur.
Sítrónumelissa (hjartarfró)
Síltrónumelissa er fjölær kryddjurt en hún lifir sjaldan veturinn af hér á landi. Hún er notuð í kalda drykki, sæta og súra rétti eða jurtate. Blöðin eru notuð fersk í te og hrásalat.
Steinselja.
Steinselja er tvíær kryddjurt. Bæði eru til afbrigði með sléttum og hrokknum blöðum, steinselja er notuð í kryddvönd við suðu á fiski, kjöti og grænmeti. Svo í kryddlegi, í salöt en mest er hún notuð til skrauts.Timían. (garðablóðberg.)
Timían er fölær kryddjurt sem undir sér best í sól. Er notuð í kryddlegi, á vel við svína-, nauta-, og kálfakjöt. Timian bragðast vel með hvítlauk, lárviðarlaufi og tómat. Notuð í pottrétti, súpur og ómissandi í baunasúpu. (Saltkjöt og baunir).
Spánarkerfill.Kerfill. Þarf að sá til hans síðsumars. Blöð notuð í matargerð. Vex villtur víða á Vestfjörðum.
Skessujurt. Kryddjurt góð í kjötsúpur. Hjartarfró (sítrónumelissa)Notuð gegn þunglyndi og róar hjartslátt og hugarangur. Gott krydd. Rósmarín. Salvía. Timjan blóðberg. Kjarrmynta. Origanum. Viðkvæmt krydd einært.Skjaldflétta.SteinseljaMajoram.Basilika. Grænmeti.BlómkálGrænkál
Því miður virðast myndirnar ekki koma með, svo ég vona að þið getið samt sem áður notið þessa lesturs. Ég get sett inn myndir eftir ykkar óskum, ef þið viljið. Bara að biðja um þær.
Hvítkál
Hnúðkál
RófurRadísurGulræturHöfuðsaladBlaðsalat Og ýmislegt annað grænmeti.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
20.6.2009 | 01:10
Smá myndir.
Enn einn yndislegur en hræðilega vinnusamur dagurinn á enda.
En nú förum við í smávegis gallerískoðun.
Þetta er flott ekki satt!!!
svo má leika sér aðeins við himnagalleríið.
Setja inn smálit og svona
Flottara bleikt heheheh
eða bara eitthvað svona...
Hér er enn eitt skemmtiferðaskipið og veðrir eftir því gott.
Og svo auðvitað veislan. Maður verður tæplega aftur sextíu og fimm hehehehe
Tvær flottar að ræða saman.
Hrönn mín hvað um þessa elsku, Isaac Loga hann er algjört krútt líka. heheheh
Hanna Sól að hjálpa til, eins og hennar er von og vísa
Unglingarnir alltaf samir við sig
Lifið er bara skemmtilegt
Júlíana mín og Alejandra flottastar.
Talandi um krútt
stubbur hafði rifið af plöntu hjá ömmu og hún aðeins skammast hehehehehe...
svo hefur hann bara svo gaman af ýmsu þessi elska, þannig að það er ekki hægt að vera reið við hann.
Svo var haldinn smá konsert.
Og svo má lita á stéttina.
Þessi karl í forgtunni er frá Hönnu Sól, og hann á að standa til eilífðara segir HannaSól.
Hún er að pósa sú stutta, bara svolítið feimnislega.
Hún er bara svo flott. En ég segi bara eigið gott kvöld elskurnar mínar og fyrirgefið mér hvað ég er lítið við. knús á ykkur öll.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
18.6.2009 | 16:37
When I´m sixtie five.
Elli minn á 65 ára afmæli í dag. Hann ætlar að bjóða El Salvadorsku vinum okkar í mat. Við höfum reyndar alltaf gert það frá upphafi á 17. júní þegar Isobel á afmæli.
Ég ætla að grilla lambakjöt og snöggsteikja hrefnukjöt. Það er á við besta nautakjöt að mínu mati. Það verður fróðlegt að vita hvernig fólkinu mínu smakkast það.
Afi fékk kórónu á höfuðið í morgun Hanna Sól lánaði honum sína.
Svo fékk hann risastóra bók í afmælisgjöf.
Ásthildur þurfti að hjálpa honum að bera.
Ásthildur vill svo byrja á að lesa bókina.
En afi er líka spenntur að skoða hana.
Innilega til hamingju með afmælið elsku Elli minn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
17.6.2009 | 21:07
Til hamingju með 17. júní.
Til hamingju með daginn Íslendingar. Þetta er þjóðhátíðardagurinn okkar og líka afmælisdagur tveggja vinkvenna minna hennar Birgit frá Þýskalandi og Isobel frá El Salvador. Til hamingju með daginn báðar tvær
En þessi dagur var bjartur og fagur, að vísu blés dálítið köldum vindi inn á milli, en svo braust sólin fram og það varð virkilega heitt og notalegt.
Himnagalleríið opið.
Lítil skotta komin á stjá.
Þessi listasmiðja er ókeypis fyrir alla sem nenna að lyfta augum til himins.
Broshýr náungi sennilega af tröllakyni.
Jamm himininn er endalaus uppspretta fegurðar.
Það er líka tjörnin mín.
Hér er litli garðyrkumaðurinn.
Og þetta unga fólk bankaði uppá, er hér á námskeiði um fiskveiði. Þau eru frá Kýpur, Finnlandi og Ísrael.
tjörnin blífur alltaf.
Og galleríið.
Nikurrósirnar blómstra.
en það er komin 17 júní og allir fara og gleðjast saman... eða flestir. Ég get ímyndað mér að útrásarliðið hafi ekki vogað sér að láta sjá sig neinstaðar á þessum degi. Og ég get ekki sagt að ég vorkenni þeim, en get vorkennt börnunum þeirra og barnabörnunum, því ekki eiga þau neina sök hér á. En hafa samt þurft að vera heima.
Og það var náttúrulega kandyfloss.... eða þannig.
Fjallkonan okkar á sínum stað. Reyndar hefði sennilega verið nær að hún klæddist fangabúningi miðað við aðstæður Með fangakúlu og röndóttri skyrtu og buxum. En þetta á sennilega betur við. Það er auðveldara bara að renna þessu öllu bak við hurð og undir teppi, en að nota þennan dag til að andskotast í stjórnvöldum og útrásarliði. Ég tel samt að við hefðum átt að storka þeim með því að hafa enginn hátíðarhöld heldur alsherjar baráttufundi um allt land og krefjast þess að þeir fari að huga að þjóðinni en ekki bara bönkum og peningapúkum. Það er ljóst að almenningur er að fá upp í kok.
Elvar Logi flottur eins og alltaf.
Og örugglega Morrinn. Krakkar úr vinnuskóla sem eru valdir til að vera í leikhópi sem skemmtir ísfiringum og ferðalöngum sumarlangt með allskonar uppákomum og dansi.
Komnar heim Hanna Sól með þessa líka flottu blöðru.
Blóm, barn og vatn óaðskiljanlegir hlutir.
ég skal mála allan heimin elsku mamma.
Og hér var bjalla á ferð, hún vakti gífurlegan áhuga Ásthildar, sem reyndar endaði með því að drepa hana úr ást. Ætlaði að klappa henni.
Og litla Evíta Cesil leit við svona aðeins.
Það er margt hægt að bralla þegar maður er bara tveggja ára og heimurinn risastór.
Þessi litil stubbur vildi ekki brosa fyrir ömmu, hann var greinilega svangur og vildi sitt og engar refjar.
Og hér er komin kisa.
Sjáðu kisu Evíta Cesil?
Auðvitað þarf að grilla á svona góðum degi.
Hanna Sól og blaðran góða af Aríel, hún fór svo í rúmið með Hönnu Sól, ég breiddi yfir þær báðar áðan. Amma hún fer ekkert ef þú breiðir ofan á hana.
Þetta eru einu Ásthildar Cesil sem til eru í heiminum í dag Sko!!!
Borra mati... mín vill mat sinn og engar refjar.
Jamm það er stífað úr hnefa lambakjötið.
Og hér eru tvær kisur önnur á afa og ömmu í næsta húsi.
Mallakútur alveg fullur...
Og þá er að blása í blöðru.
Eða þannig sko!!!
Latex eða Aríel... skiptir ekki máli, nema að maður sé útrásarvíkingur.
En eigið gott kvöld framundar mín kæru.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
15.6.2009 | 21:45
Skemmtiferðaskip, karlakór og leikur.
Vona að þið haldið ekki að ég sé dauð eða eitthvað hehehe.... ég er bara gjörsamlega búin á kvöldin þegar ég kem heim. Þetta verður svona fram í næstu viku. Ég er líka búin að lofa mér að halda fyrirlestur á Kærleiksdögum á Núpi á næstu helgi um plönturnar íslensku sem flestir kalla illgresi en eru hinar mestu gæða plöntur og góðar fyrir líkamann.
En ég á mín móment svona inn á milli.
Kvöldið er fagurt. Þar sem svo margir brottfluttir ísfirðingar heimsækja mig, eftir því sem ég heyri, þá verða þeir að upplifa kvöldkyrrðina og kvöldsólina.
Rétt eins og fallegu dagsbirtuna og sólina sem skín núna endalaust hjá okkur.
Vissuð þið að lítil börn svona fimm ára geta fengið líkþorn? Það datt mér aldrei í hug, fyrr en Hanna Sólin mín fékk slíkt, þau afi eru með sitt hvort, og eru með meðal sem þau bera á sig og svo þarf að raspa og raspa. Og litla skottið fylgist auðvitað með af athygli.
Hún er líka til í að hjálpa afa að slá.
Þau eru ansi mörg skemmtiferðaskipin sem heimsækja okkur þessa dagana. Þetta siglir með ameríkana, sem eyða meira en bretar og þjóðverjar Eru skemmtilegir og þakklátir, það eru reyndar flestir. Og rúturnar fara fram hjá húsinu mínu og stoppa smástund meðan allir fara út í glugga og skoða, þá er eins gott að vera ekki fáklæddur með rauðvínsglas eða bjór fyrir utan.
Perlan mín enn og aftur.
Júlli minn búin að stilla upp fiskunum sínum á torginu. Þetta er sko fiskmarkaður.
Flottir ekki satt?
Þessi er spes fyrir Laufey mína. Þetta eru börnin hennar, og vel við hæfi að mynda þau einmitt hér, því Laufey á sinn þátt í að Júlli minn uppgötvaðist sem listamaður Laufey mikið er hún Berglind lík þér, þetta fallega bros og innileiki sem er svo gott að finna.
'Þetta er sérísfirsk hönnun, söluhús á hjólum, sem er rennt þangað sem fjörið er. fallegt líka.
Við fáum stundum svona frið og stund milli stríða, þá er notalegt að fara upp á lóð og slaka á. Picnic. Og allt sem skiptir máli þarf að vera með náttúrulega
Hanna Sólin í ömmuskógi með köngul.
Hmm gott að setjast.
Og enn og aftur þarf að raspa. Sú stutta nýtur þess að láta afa stússast kring um sig.
Skipin sum hver eru ótrúlega stór í þessu umhverfi, húsin eins og kubbar í samanburði.
Himnagalleríið auðvitað opið, það er alltaf opið, bara mismundandi áhugaverðar sýningar.
en svo má náttúrulega búa til eitthvað allt annað úr listaverkinu, eins og þetta til dæmis.
Farið í heimsókn til frænda, afi og amma ætluðu að skemmta sér svolítið með karlakórnum Erni, það var konsert og síðan grillað saman. Hér kom karlakór í heimsókn frá Akranesi minnir mig eða Borgarnesi.
Já það þarf að tékka á ýmsu áður en maður stígur inn í bíl.
Og þarna siglir einhver út ofurlítill duggann heheheheh.
Matta mín og töffarinn Símon Dagur.
en það var grillað. Andrés, Bjarni Jóhanns, Þorsteinn yfirlæknir og Helga í botni eru drifskrúfur miklar, ásamt öllum hinum.
Hér er kórstjórinn Beata Jo, í góðum félagsskap.
Gestirnir tóku auðvitað lagið.
Sigga Lúlla þú ert bara flottust.
Er þetta ekki Íja, spurði snaggaralegur maður. Jú sagði ég. Ég er Dóri frá Þorvaldsstöðum sagði hann þá. Og mikið rétt, ég passaði þennan dreng þegar hann var bara tveggja ára. Var í kaupavinnu þar og gætti hans meðan þau fóru vestur að Keldum. Við tvö gistum aftur á móti í Fljótstungu og ég óð með krílið yfir ána til að fara og mjólka beljurnar, var raunar myrkfælinn því það var tekið að dimma nóttinn og ég þurfti að kveikja á luktum til að sjá beljurnar. Þá þótti mér betra að hafa litla skottið með mér. en svona er lífið ekki satt?
ég á dálítið í þessari stelpu líka, þetta er prakkarinn Dagný Þrastardóttir, og ég og mamma hennar eru long time vinir. Hér er hún að taka í nefið, allt í gamni að sjálfsögðu
Að öllum öðrum ólöstuðum held ég að þessi fimm séu helstu drifkraftar karlakórsins Ernis. Þó eru þar aðrir sem láta sitt ekki eftir liggja. við höfum átt góðar stundir saman og farið saman nokkrar utanlandsferðir m.a. til Færeyja, Póllands og Ungverjalands. Þeir hafa svo líka ferðast innanlands, og þetta er skemmtilegur hópur.
Og auðvitað söng karlakórinn Ernir til heiðurs gestum sínum, veifa túttum vilta Rósa
Perlan okkar Guðrún Jónsdóttir óperusöngkona og fyrst og frems sólargeisli og manneskja.
er ég ætti að dæma hvor þeirra væri meiri háðfugl og prakkari veit ég ekki hvorn ég veldi. Mugipapa og Stefán eru mestu háðfuglar og brandarakarlar.
Og við eigum líka kóng. þessi heitir Kristján Tíundi og er konungur karlakórsins. Hann ber nafn með rentu, þar sem hann er tíundi sonur.
Feðgar. Veit ekki hvorum líður betur með að liggja svona saman. En notalegt er það.
en hjá Inga frænda er ævintýraheimur, og þar er trampolín.
Og það er rosalega gaman.
Notið í botn.
Þetta eru ef til vill álfar hehehehe...
Svo er hægt að róla.
Já Ingi frændi er spes.
En nú er þetta komið nóg. Innilega takk fyrir innlitið og fyrirgefið hvað ég er fjarlæg þessa dagana. Það er bara svo fjandi mikið að gera hjá mér. En knús á ykkur öll og takk fyrir mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
13.6.2009 | 10:38
Listaháskóli unga fólksins og ýmislegt.
Það er sól og bæði í gær og í dag er bærinn fullur af túristum, þar sem hingað kom stórt skip í gær með farþega upp á nær 2000 farþega. Þetta voru bretar, maður sá þá í Samkaupum að skoða osta og annan íslenskan varnað, meira að segja sá ég konu með niðursneidda melónu í plasti. Og ég hugsaði nú er allt svo ódýrt á Íslandi.
Í dag er svo annað skip fullt af ameríkönum, og þeir versla enná meira.
Þetta er mynd frá því í gær, það létti til upp úr hádegi og hlýnaði verulega. Það er ennþá gott og hlýtt veður.
Það var síðasti dagur hjá Úlfi í listaháskóla unga fólksins, og þau héldu konsert utan við skólann, með hljóðfærum sem þau höfðu sjálf gert úr ýmsum hlutum.
Námskeiðið samanstóð af eftirfarandi:
Látbragð og leikhústrúður.
Myndasögugerð
Orð eru sprengjur og setningar sverð
Stafræn ljósmyndun
Tónlistasköpun.
Námskeiðið stóð í viku og hafði drengurinn mjög gaman af þessu.
Þau spiluðu frumsamið lag og það var mjög skemmtilegt. og vel spilað á öll þessi skemmtilegu hljóðfæri.
Foreldrunum var svo boðið á sýningu. Það voru stoltir foreldrar sem gengu um og skoðuðu það sem börnin höfðu gert þessa vikuna.
Marsibil kenndi myndasögugerð.
Ágúst Atlason kenndi þeim að vinna ljósmyndir í tölvutæku formi og þær voru sýndar á skjá, þar voru margar mjög skemmtilegar listrænar myndir eftir krakkana.
Hápukturinn var svo auðvitað afhending skírteinis og gjöf frá skólanum. Þau fengu bókina Tvískinna eftir Davíð A. Stefánsson sem kenndi þeim notkun málsins. Orð eru sprengjur, setningar sverð.
Þessar skottur höfðu samt meiri áhuga fyrif svölunum og hvernig hægt var að horfa niður gegnum gólfið á þeim.
Þau voru stolt og ánægð að taka við viðurkenningum.
Hér tekur Sóley Ebba við sinni viðurkenningu.
Og Úlfurinn.
Hér er svo hópmynd af þeim. Til hamingju krakkar mínir.
En afi og skotturnar fengu sér ís í góða veðrinu.
Skemmtiferðaskipið liggur við höfnina eins og risahús.
Sést betur hér.
eigið góðan dag elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
11.6.2009 | 17:10
Dans Ófelíu, sjómennska og daglegt veður.
Dagarnir æða áfram bókstaflega.
Veðrið er ágætt, en mætti vera hlýrra.
Það er sama dagskipunin hér á bænum, vakna borða fara í skólann vinna og koma heim fá sér í gogginn, svo í sturtu og lesa og syngja smá og svo sofa aftur.
Það þarf stundum að flýta sér smá á morgnana, en það er allt í lagi, eins og Hanna Sól myndi segja.
Og Hanna Sól hefur eignast alvöru vinkonu sem býr í næst næsta húsi. Þær eru glaðar saman og heimsækja hvor aðra. Hanna Sól getur meira að segja farið alveg sjálf og bankað upp á hjá henni Snæfríði vinkonu sinni. En hér er verið að horfa á barnaefnið í sjónvarpinu.
Og það er komið kvöld. Sólin rétt nær að senda sína síðustu geisla inn á flugvöll áður en hún fer að sofa.
Hér kemur dans Ófelíu.
Hanna Sól í aðalhlutverkinu.
Ég held að hún verði góður dansari þessi stúlka.
Ófelía hvílir sig undir átökin framundan.
Og svo listrænt Adjö!
Á sjó.
En Hafskip siglir um höfin blá fullhlaðið gámum.
Og svei mér þá ef það er ekki nýtt þorskastríð í uppsiglingu.
Bátarnir eru allavega að fiska vel.
Og sjómenn fagna.
Þeirra er framtíðin í hinu Nýja Íslandi frelsisins.
enda vinna menn hörðum höndum við að koma silfri hafsins í land og til vinnslu til að kaupa gjaldeyririnn sem við þörfnumst svo mjög. Þannig og eingöngu þannig snýst gæfan okkur í hag, að nýta það sem við höfum, en ekki hlaupa eins og hérar undir pilsfald Evrópudrottingarfólkins og drottnaranna.
Íslands stolta þjóð á betra skilið.
Reyndar eru þessar myndir teknar við pollinn á Flateyri, við Einars bryggju, sem væntanlega heitir eftir kempunni góðu Einari Oddi. En þessi skemmtilegu skip eru smíðuð af ýmsum aðiljum hér fyrir vestan, og eru allt listasmíð. Og ég verð að segja algjörlega frábær hugmynd, við erum nefnilega svo frjó í hugsun og sjálfbjarga, búandi hér á orkusvæðinu Vestfjörðum.
Það breytir þó ekki því sem ég sagði áðan um dugnað sjómannanna okkar og björgina sem þeir munu veita okkur.
Eigið góðan dag elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
9.6.2009 | 12:50
Daglegt kúlulíf.
Lífið gengur sinn vanagang hér í kúlunni.
Sumir eru að verða sjálfstæðari, ég gedidda sjál. Ekki hjápa mé.
Og svo er puðast við, þangað til þetta er komið. Gedidda.
Ekki hjápa.
Afi hjápa mé.
Svo gerum við sona og sona.......
Sú stóra fór í ballett kjól í gærmorgun.
Þetta er örugglega lítill búálfur
Krían í varpi á Suðureyri.
Veðrið á sjómannadaginn.
Afi matar ungana
Svo notar maður bara það sem hendi er næst sem leikföng.
Svo hjálpar maður ömmu að vökva.
Það er ábyrgðarmikið starf eins og sést á ákveðninni í svipnum.
Stóra systir fékk líka að prófa aðeins.... en bara aðeins.
Úbbs hehehe smá hryllingsmynd. En ekkert plat samt.
veðrið í gær var líka ágætt.
ár og dagur síðan það hafa verið svona margir togarar í höfninni í einu.
ég fékk fjórðubekkinga í Grunnskólanum í heimsókn um daginn. Eitt barnabarnið er þar í bekknum og þau hafa verið að lesa söguna sem ég samdi fyrir krakkana mína í bekknum þeirra í vetur Ævintýrið um Loðfílana. Einn kennarinn spurði þau hvort þau vissu úr hvaða dýri þetta bein væri. Það stóð ekki á svarinu. Þetta er loðfíll Og það er nokkuð öruggt ekki satt?
svona var veðrið fyrst í morgun, en nú hefur létt til. Þó er ekkert sérlega hlýtt.
Tilbúnar í leikskólann í morgun. Aðlögunin búin og hún voða dugleg á Sólborg.
Og minn á námskeiði í sumarháskóla unga fólksins. Var að læra creative writing í gær og myndmennt í dag. Þetta er spennandi og skemmtilegt fyrir krakka. Þau eru allavega ánægð Sóley Ebba og Úlfur.
En þetta er skammturinn í dag af myndum. Eigið góðan dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
9.6.2009 | 09:14
Hugsað upphátt.
Sökum þess hve mikið er að gera hjá mér þessa dagana hlusta ég lítið á fréttir, kastljós eða aðra fréttatengda þætti. Ef til vill sem betur fer. En það er líka til þess að ég er orðin alveg rugluð í ríminu. Það bylja á okkur skrifin og hasarinn um Icesave og ESB. Þetta virðist samtengt og ekki hægt að skilja hvað frá öðru. Mönnum er heitt í hamsi og margir ofsareiðir.
Ég hef ekki vit á Icesave, hvort skynsamlegra sé að ganga að þessum nauðasamningum, eða reyna að klóra sig á annan hátt út úr vandanum. Held helst að Guðjón Arnar og Frjálslyndi flokkurinn hafi verið með réttu lausnirnar strax í upphafi, að bjóða bretum að fyrst þeir settu á okkur hryðjuverkalög og settu okkur í þær að stæður að frysta allar eignir bankanna úti, þá áttu þeir þann eina kost að taka á sig eignirnar, og þurfa sjálfir að koma þeim í verð, en við værum frjáls af þessum nauðaböndum.
Ég get ekki séð að ég og fólk í minni aðstöðu sem hvergi kom nálægt þessu sukki, skulum bundinn á skuldaklafann, en útrásarliðið ennþá að skemmta sér með fræga fólkinu í útlöndum á sínum skemmtibátum, penthouseíbúðum á bestu stöðum í London og New York, meðan meðaljónin er borinn út úr sínu húsi.
Ég bara skil ekki þessa linkind í stjórnvöldum, og hvað varð eiginlega um; allt upp á borðið? Og hvar er Jóhanna. Er álagið orðið of mikið fyrir hana. Eða er hún sár yfir að vera ekki lengur vinsælasti stjórnmálamaðurinn á Íslandi?
Ég verð að viðurkenna að ég hef misst allt álit á konunni. Hélt að þar færi heiðarleg kona sem stæði undir því að vera kvenhetja. En snerist hugur þegar hún fór að endurtaka sig í sífellu um að eina leiðin væri að fara í ESB. Mér fannst hún hreinlega vera umskiptingur. En svo bregðast krosstré sem önnur, og þetta krosstré hefur ekki bara brugðist, heldur kvarnast í smá agnir. Samfylkingin var aldrei trúverðug meðan Ingibjörg var þar við völdin, maður sá það svona smátt og smátt, loftbóla sem ekki er treystandi því miður, því þar innanborðs er margt gott og gegnheilt fólk með hugsjónir. En þau mega vita að þær hugsjónir eru fótum troðnar af stjórnvöldum sem virðast eingöngu hugsa um eigið skinn og upphefð.
Ég var svo að vona að Vinstri grænir myndu standa í lappirnar, en er að sjá betur og betur að þar á bæ er alveg sami tvískinnungurinn og í Samfylkingunni. Þeir ætla að springa á öllu sem þeir voru búnir að segja fyrir kosningar. Þeir eru allt í einu farnir að tala tungum tveim og draga í land með andstöðu sína við Evrópusambandið og Icesavereikningana. Eitthvað hlýtur að hanga þar á spýtunni.
Þó ég sé algjörlega úti á túni með Icesavedæmið, þá er það alveg hreinar línur að ég lít á umsókn að Evrópusambandinu og daður við það apparat nánast sem landráð. Ég er alfarið á móti því að fara þar inn. Og mér sýnist allt benda til þess að það eigi að plata okkur þar inn af stjórnvöldum, hvort sem við viljum eða ekki. Allt tal um að það sé ekki vitað hvaða díl við fáum er einfaldlega ekki rétt, það hefur marg oft komið fram bæði frá háttsettum mönnum innan ESB og íslenskum sérfræðingum og norskum að það er ekkert um það að ræða að fá neinar undanþágur, nema tímabundnar.
Og nú hefur verið breytt um kúrs, nú er ekki lengur talað um að láta reyna á undanþágur í sjávarútvegi, nú er sagt að sjávarútvegurinn sé hvort sem er takmörkuð auðlind, sem endist hvort sem er ekki lengi, og við verðum að fara inn í Evrópusambandið til að lifa það af.
Þið sem endilega viljið gefa allt til að vera í ESB, af hverju flytjið þið ekki bara héðan og setjist í sæluna sem ríkir auðvitað allstaðar í ESBlöndunum, þar sem drýpur smjör af hverju strái. Eða er það ekki þannig? Er sama vandamál í flestum þeim löndum sem þar eru innanborðs? Hvað er aftur atvinnuleysið á Spáni mörg prósent? Eða vandræðin á Írlandi, mér hefur skilist að finnskir bændur séu ekkert allof hressir, og því sem þeim var lofað ekki efnt. Heyrst hefur að æ fleiri bretar vilji út úr sambandinu, en það er ekki hægt að ganga þaðan út, sé maður á annað borð kominn inn.
Andstaðan við sambandið eykst sífellt, enda kemur æ meira í ljós að það eru maðkar í mysu. Ákvarðanir teknar af fáum, og oft fólki sem hefur enga yfirsýn á þarfir aðildarríkjanna. Græðgin verður sífellt meiri í auðlindir þjóðanna og yfirráð yfir þeim.
Ég vil ekki þurfa að vera með áhyggjur af þessu, ofan á áhyggjur af ástandinu hér á landi. Ég vil fá frið frá ESBóðum stjórnendum til að byggja mig upp og takast á við kreppuna. Vinsamlegast setjið þetta ESB mál ofan í glatkistu og læsið það þar, þangað til við höfum unnið okkur út úr kreppunni. En látið okkur ekki hafa það á tilfinningunni að þið séuð að plotta með ástandið til þess að þrýsta okkur nauðugum inn í aðstæður sem við viljum ekki, og getum síðan ekki komist út úr.
Já ég er orðin reið við þessa ríkisstjórn, sem er ekkert opnari en sú fyrri, eða sú þar áður. Ekkert nema leyndarmál og pukur bak við tjöldin. Við eigum þetta ekki skilið. Ég er líka dauðpirruð út í sjálfstæðismenn sem hamast og láta eins og tapsárir krakkar í sandkassa. Vildi að þeir hreinlega gæfu okkur smáfrí frá þrasinu í þeim og ólundinni.
Ég er að vona að fólkið rísi upp aftur og fylki sér út á götur og torg og segi hingað og ekki lengra. Nú viljum við fá þjóðstjórn og við viljum fá að ráða hverir sitja í henni, og það verða ekki pólitíkusar heldur fagfólk sem kann, þekkir og veit. Og þarf ekki að hugsa fyrst og fremst um sjálfa sig og sína aðstöðu og hvernig á að fela sem mest til að geta fengið kosningu aftur. Því það er fyrst og fremst hugsunin virðist vera. Tapa ekki andlitinu og fá ekki atkvæði.
Það er komið nóg. Og við almenningur í landinu verðum að taka af skarið og hreinlega segja yfirmönnunum upp. Fá nýtt fólk sem ræður betur við ástandið, og EINBEITIR SÉR AÐ ÁSTANDINU Í LANDINU, FÓLKINU OG HEIMILUNUM, en ekki einhverju fólki í útlöndum fyrst og fremst. Stjórn sem ER EKKI HRÆDD VIÐ ÚTRÁSARVÍKINGANA OG "EIGNIRNAR" SEM ÞEIR HAFA KOMIÐ UNDAN.
Sem betur fer höfum við raddir fólksins inn á þingi, fólk sem segir okkur skilmerkilega frá því fánýti og innihaldslausu umræðum sem tíðkast þarna inni í leikhúsinu við Austurvöll. Fólk sem er ennþá óspillt af þeim farsa og trúðsleik sem virðist tíðkast og menn geta hreinlega ekki látið af. Ekki einu sinni í verstu nauðungartímum sem við höfum upplifað síðan móðurharðindinn. Og það er meira að segja ennþá verið að fela ástandið. Eða eins og Guðjón Arnar sagði við mig " ætliði að segja mér að fólkið sem er með mesta þingreynslu hér á landi hafi ekki gert sér grein fyrir ástandinu fyrir löngu? Að þau geti nú komið af fjöllum og haldið því fram að þau hafi ekki vitað hve alvarlegt ástandið var? Þau vildu ekki hlusta á það í kosningabaráttunni þegar ég sagði að það yrði aldrei stoppað í fjárlagagatið með skattahækkunum og niðurskurði".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2009 | 10:48
Til hamingju með daginn sjómenn og fjölskyldur!
Já til hamingju með þennan dag sem er tileinkaður ykkur hetjum hafsins sem sækja björg í bú. Þó lífið sé orðið bærilegra um borð í dag en það var fyrir nokkrum árum, þá eru ennþá nokkrar kempur sem ennþá eru á sjó og muna vel þá tíð.
En í gær var farið í siglingu hér á Ísafirði eins og svo mörgum öðrum stöðum.
Og bæjarbúar þyrpast niður á höfn til að fá að fara með.
Kunnugleg andlit úr kúlunni líka. Og auðvitað fóru afi og krakkarnir héðan líka.
Og það var haldið um borð í Júlíus Geirmundsson.
Vinkona mín Þórunn Matthíasdóttir tók myndirnar um borð, hún fór nefnilega með í siglingu.
Þarna var margt að skoða, furðufiskar sem þau hafa aldrei séð.
Hér er svo siglt út fjörðinn með fjölda af bæði ungum og eldri bæjarbúum.
En meðan á siglingunni stóð dansaði Evíta Cesil á eldhúsgólfinu heima hjá sér. Ég fór nefnilega til að hitta skírnarbarnið, en hann var þá sofandi. En pabbi hans ætlar að senda mér myndir af athöfninni.
Hér er svo Rauðhetta litla.
En dagurinn var líka notalegur í kúlunni.
Púslað og dundað.
Mátaðir skór og sona
Allir að dunda eitthvað og gera saman.
Give me five!
Flott.
Þegar vinir koma í heimsókn, þá fara þeir bara í sama farveginn og heimilisfólkið
Brandur er ekki í vandræðum með að fá sér að drekka.
En svo var gróðursetningartíminn.
Hér er lagt af stað upp á lóð að segja niður kartöflur og grænmeti.
Öll fjölskyldan er með.
Og þröstur þrastar fylgist vel með.
Hér er Hanna Sól búin að velja sér jarðaberjaplöntu en hún elskar jarðaber.
Hér eru settar niður kartöflur. Allir hjálpast að.
Svo er að velja grænmetið. Úlfur er þar aðalmaðurinn, því hann kann þetta allt.
Ásthildur er aftur á móti meira fyrir blómin.
Svo er að gróðursetja grænmetið.
Rabbabarinn er auðvitað orðin stór og fínn.
Júlli minn tók þessa mynd af krökkunum.
Þessa tók afi.
Og þessa. Dansandi krakkar bera við himin.
En Ásthildur gerir allt vel sem hún gerir, og gerir það af ástríðu.
Í góðra vina hópi. Guðjón Arnar og Þórunn hafa verið að fara um Vestfirði og vesturland með Gullkistuna blaðið okkar og heimsækja okkar fólk um landið. Það var virkilega vel heppnuð ferð og þau voru ánægð. Addi lítur líka vel út hvíldur og afslappaður.
Svo eldaði Úlfur þessa líka fínu mexócósku súpu, sem allir átu með bestu lyst.
Ekki var síðra að einmitt þegar við lukum við að borða, klíngdi í ísbílnum, og það var hægt að splæsa á sig ís.
Þórunn tók svo þessa mynd af okkur Hönnu Sól. Takk fyrir komuna Þórunn mín, það var virkilega gaman að hafa þig hér hjá okkur þó stoppið væri stutt.
Þessi hefði auðvitað átt að koma fyrst, því er er búin að hitta svo marga sem segja mér að þeir kíki hér við til að sjá veðrið og fjöllinn. Auðvitað eru hér brottfluttir ísfirðingar, þeir fá allir mínar bestu kveðjur og svo þið öll mín elskuleg sem komið hér reglulega og dveljið smátíma. Knús á ykkur öll og eigið góðan sjómannadag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.5.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar