Morgunblaðið.. bréf til blaðsins árið 1997.

Viði á Íslandi lifum í rótgrónu lýðræðisríki eða svo er okkur sagt.  Það er nú samt sem áður svo að þetta svokallaða lýðræði virðist ekki ná til allra.  Mér virðist líka að aðallega hugsi ráðamenn þessa lands um sjálfa sig og sitt nánasta krens.  Það sýnir hver uppákoma fyrirmanna á fætur annari sem er annað hvort þögguð niður eða látin fara fram óáreitt.  Við sauðsvartur almúgin erum orðin dálítið þreytt á þesskonar lýðræði. Íslendingar eru líka búnir að átta sig á því að það er ekkert gert í málefnum sem snerta hinn almenna borgara, nema stofnaðir séu þrýstihópar sem hafa hátt til að ná eyrum hins háa alþingis.  þar sitja menn sem eru voða viðkvæmir fyrir svoleiðis hrópum og köllum og um leið og einhver þrýstihópurinn hefur nógu hátt fara þeir að athuga málið.. ekki fyrr.  Þetta sést vel þegar maður les blöðin, það er sorglegt að, svo tekin séu nokkur dæmi, forráðamenn geðverndar, lífsvonar, jafnréttindamála aldraðra og margir margir fleiri, skuli neyddir til að hrópa á torgum til að heyrast þegar öll slík málefni ættu að hafa augljóslega sjálfsögð réttindi til að verða meðhöndluð og leiðrétt.

 

Einn hópur í þjóðfélagi okkar hefur engan slíkan málsvara.  Þess vegna er sá hópur án mannréttinda.  Niðurtraðkaður endalaust, allir telja að þeir geti horft framhjá og komi hann ekki við.  En þetta eru fíkniefnaneytendur.

Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra og hans lið hrópa nú að landið skuli gert fíkniefnalaust fyrir árið 2002.  Fjölmiðlar og aðrir hafa étið þetta upp og fundin hafa verið upp slagorð og talað af fjálgni um forvarnir forvarnir og aftur forvarnir.  Til að forðast misskilning þá eru forvarnir af hinu  góða.

En það hefur sem sagt gleymst að hugsa fyrir þeim sem þegar eru dottnir.  Hvar koma þeir ínn í þetta dæmi? Hvað er áætlað í sambandi við þau. Þarna er um að ræða sístækkandi hóp ungs fólks sem er í helklóm dauðans.  Hefur ráðherrann gleymt þessu fólki algjörlega.  Ekki er langt síðan Tindum var lokað. Nýlega kom í fréttum að Krýsuvík væri nánast óstarfhæf vegna fjárskorts.  Hvað er til ráða?

Þetta fólk hringsólar inn og út úr fangelsum og það er enginn miskunn, þótt sýnt sé að einhver þeirra sé að reyna að brjótast út úr vítahringnum, þá skal hinn sami rifinn burt úr samfélaginu og settur inn vegna áragamalla gjörða.  Þetta er algjörlega óþolandi ástand.

 

Nýlega kom út í Bandaríkjunum greinargerð frá sérfræðingum, þar sem þeir gefa út, sem auðvitað er enginn nýlunda að fíkn sé sjúkdómur, mönnum er ekki sjálfrátt og þeir segja að því fyrr sem læknar og aðrir átti sig á þessu því betra.

Hér á landi er litið á þetta vesalings fólk sem glæpamenn.  Það er enginn greinarmundur gerður á fíkniefnasölum og glæppasamtökum og þessum vesalingum sem ekki eru sjálfráðir gerða sinna.  Þetta er hrikaleg hugsanavilla árið 1997.  Sérstaklega í ljósi fyrirætlana ráðherra dómsmála um fíkniefnalasut land 2002.

Ætlar hann ef til vill að láta eyða þessu fólki?  Eða láta það daga uppi í hringsóli sínu inn og út úr fangelsinu eins og verið hefur?

 Hér þarf að bretta upp ermar og betur má ef duga skal.  Það þarf að byrja á að endurskoða dómskerfið og fangelsismálin.  ég hef áðurminnst á þau mál.  M.a. gert fyrirspurnir til Dómsmálaráðherra sem taldi mig ekki svara verða.  Allir sjá að það hafa ekki orðið neinar stórar breytingar á mannskap í þeim stofnunum síðan Guðmundar og Geirfinnsmálin voru í brennidepli.  Allir vita hvernig þau mál hafa verið eftir umfjöllun undanfarið.  Landsmenn hafa nefnilega ennþá dómgreind og sjá í gegnum yfirklór og þögn.  Það er líka sérkennilegt þegar maður veit að ungri konu sem hafði hafið nýt líf, komin með barn og fjölsklyldu, var enginn miskunn sýnd, inn í fangelsi skyldi hún þrátt fyrir hana og fjölskyldu hennar.  Þetta var gert á þeirri forsendu að menn í dómsmálaráðuneyti þyrftu "sérstakar ástæður" til náðunar.  Þetta er ekki síst sérkennilegt í ljósi þess að fyrsta embættisverk Þorsteins Pálssonar virðist hafa verið að náða einn umsvifamesta fíkniefnasala þessa lands.

Það var einn góður ritstjóri sem sagði ekki alls fyrir löngu að fangelsismálastjóri væri glæpamannaframleiðandi og fékk bágt fyrir.  Ég segi að öll faneglsismálastofnun eins og hún leggur sig er glæpamannaframleiðandi, eins og hún er starfandi í dag.  Steindautt fornaldarskrímsli þar sem engin miskunn kemst að og enginn mannúð, stofnun sem virðist hafa sín eigin lög og reglur og komast upp með það.

Ungir fíkniefnaneytendur eru settir inn í fangelsi og undarntekningarlaust koma þeir fullir af hatri út í kerfið, fyrir utan að vera búnir að læra ýmislegt "þarflegt" til að bjarga sér þegar út kemur.

Þar sem þetta fólk er sjúklingar en ekki glæpamenn, þá þarf að koma upp sérstakri lokaðri stofnun þar sem þeir eru lagði inn. Dæmdir í ef þarf.  Þarna þurfa að vera læknar, félagsfræðingar og geðlæknar.  Þar þarf að fara fram sértæk aðstoð og ráðgjöf, þar sem þessu fólki er hreinlega kennt að lifa í þjóðfélaginu á nýjan leik.  Vegna þess að langvarandi fíkn gerir þau óhæft til að takast á við lífið.  Bara aðgerð eins og að biðja um vinnu verður óyfirstíganlegt vandam´la.  Fyrir utan að öll lítilsvirðingin sem þessu fólki er sýnd af flestum og ekki sísk kerfinu brýtur það niður.

Foreldrar og aðstandendur fíkniefnaneytenda! Ég veit að margir eru orðnir þreyttir og vonlausir í þessari barátti, mér liður líka oft illa, við megum hata fíknina en við verðum að passa okkurá því við verðum að elska einstaklingin sjálfan, við getum hafnað eiturlyfjaneyslunni en við megu aldrei hafna barninu okkar eða ættingja.  Við verðum að krefjast þess að mitt í öllum þessum áætlunum um fíkniefnalaust land árið 2002 sé gert ráð fyrir þessum einstaklingum.  Að séð verði fyrir einhverju öðru úrræði en að stinga þeim inn í fangelsi öðruhvoru og út á götuna aftur án vonar og án aðstoðar, sem leiðir til afbrota og inn aftur, sem Guð einn veit hvernig endar.  Við verðum að taka þátt í hrópunum um aðstoð svo augu ráðamanna opnist fyrir því að fólkið okkar á einhverja að, sem skipta máli.  Að í kring um þau er hópur af fólki sem greiðir atkvæði í kosningum og tekur þátt ílífninu. Það er eina leiðin til að veja þursana af svefninum langa.  Það virðist vera eina tækkið sem virkar á lögráðendur þessa lands því miður.  Með þökk fyrir birtinguna.  Ásthildur Cesil Þórðardóttir.

Já svona var þetta árið 1997.  Hefur eitthvað breyst?? Spurning sem þarfnast svara.  En það virðist vera að svör við svona bréfum liggi ekki á lausu.  Þannig er nú það.

IMG_0457

Héðan af getur enginn náð að særa drenginn minn.  

IMG_3549

Það sem á mér brennur er, hefði hann sokkið svona djúpt ef hann hefði fengið mannúðlegra viðmót hjá þeim hann átti samskipti við hjá kerfinu? Og þá er ég ekki að tala um það góða fólk sem vinnur hjá félags- og fjölskylduskrifstofu og heldur ekki lögreglumenn flesta þeirra.  Heldur þeirra sem eru þar fyrir ofan og eiga að gæta þess að mannréttindi séu virt?

IMG_2891

Ég veit að ég hef verið óttalegur auli að skrifa öll þessi bréf og ætlast til einhvers vitræns svars við þeim.  En ég vil frekar vera auli með hjartað á réttum stað, en hafa sleppt þessu.   

Býð ykkur svo góðrar nætur. Heart


Bréf til forseta Alþingis.

Síðast á árinu 1997 sendi ég öllum alþingismönnum 63 bréf, það var stutt með gögnum og bréfum.  Þetta fjallaði um það sem mér fannst vera áhugaleysi, vanræksla og vísvitandi illvilji gagnvart fíklum, á þessum tíma var ég að berjast líka fyrir tengdadóttur mína þáverandi.  Ég ætla reyndar ekki að fjalla um hana hér.  En ég fékk tvö svör frá alþingismönnum, annað var frá Halldóri Ásgrímssyni almennt orðað.   Hitt var frá Ólafi G. Einarssyni svohljóðandi.

 Frú Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Seljalandsvegi 100

Ísafirði.

 

Ég hef móttekið bréf þitt, dags 5. þ.m. en bréfinu fylgdu ýmis gögn varðarndi mál tengdadóttur þinnar.

Allt þetta hef ég lesið yfir og kynnt mér gögnin og hef mikla samúð með málstað þínum.  Allt ber að gera sem verða má til að bjarga einstaklingum eða fjölskyldum frá fíkniefnavanda.  RÖk þín virðast sannfærandi og því er varðar þitt fólk.  Mig skortir hins vegar þekkingu á verklagsreglum Fangelsismálastofnunar, náðunarnefndar og dómsmálaráðuneytis til þess að geta lagt mat á þeirra niðurstöðu og í göngu þeirra sem fylgdu bréfi þínu kemur ekki fram rökstuðningur fyrir synjun.

Ég mun kynna mér málið frekar.
Með ósk um jákvæða niðurstöðu. 

Ólafur G. Einarsson.

Ekkert breyttist samt sem áður og ekki hef ég séð neinar tillögur frá hinu háa alþingi um endurskoðun eða endurbætur á lögum og umhverfi fíkla.

En ég sendi svohljóðandi svar:

Ísafirði 14. janúar 1998.

Hr. forseti Alþingis Ólafur G. Einarsson

Alþingi Íslendinga.

 

Kæri Ólafur þakka þér svarbréf þitt.  Ég var mjög ánægð að heyra frá þér.  Ég veit að Fangelsismálsastofnun, náðunarnefnd og dómsmálaráðuneyti hafa farið eftir starfsreglum og eru í fullum rétti.  Það sem ég er hins vegar að reyna að benda á er, að það þarf að breyta reglunum og gera þessar stofnanir mannlegri og sveigjanlegri.  Ég vil benda sérstaklega á að náðunarnefnd fær vottorð frá lækni, félagsfræðingi og sálfræðingi um að mjög óheppilegt sé að slíta tengsl fjölkyldunnar, en segir síðan að þeir þurfi ástæðu til náðunar.  Það er sem sagt ekki næg ástæða að líf og hamingja litlu fjölskyldunnar sé í hættu.  Þó ekki sé tekið nema þetta eina dæmi úr allri sorgarsögunni þá sýnir það að þörf er á að breyta áherslum hjá stofnuninni.

Af því að ég þekki þennan vanda mjög vel og þekki líka hvernig ástandið breytir fólkinu í mannleg flök, þá veit ég að sérstök þörf er fyrir að hlú að þessu blessaða fólki. Við verðum að fara að átta okkr á því að það þarf oft svo lítið til að bjarga svo miklu.  Smá hlýja og umhyggjusem getur oft gert kraftaverk.  Það var það sem bjargaði tengdadóttur minni, allir töldu hana vonlausa, mér var sagt af bæði rannsóknarlögreglunni í Reykjavík og fleirum að henni væri ekki bjargandi. Það tók mig fleiri mánuði að ná trúnaði hennar, en það tókst og hún er orðin öll önnur í dag.  Það sem gerðist var að hún uppgötvaði að þarna var einhver utan við vítahringin, sem þótti vænt um hana sem manneskju.  Mér var sagt eftir félagsmálastjóra Ísafjarðarbæjar eftir starfsfólki fangelsisins þar sem hún er að þetta sé ekki sama stúlkan sem þeir þekktu frá fyrri tíð.  Ég skrifa henni líka næstum á hverjum degi tið að segja henna að mér þyki vænt um hana.

Það sem ég er að hugsa um eru allir hinir, sem ekki eiga neinn að sem lætur sér annt um þá, eða eru án fjölskyldu ,ég hef hert mörg svo sorgleg dæmi um hjálparleysi þeirra gagnvart kerfinu.  Það er þar sem þarf að breyta, það er þar sem hægt er að grípa inn í og hjálpa.  Það er þarna sem við eigum að setjast niður og hugsa um hvernig getum við brugðist við.  Við þurfum að spyrja okkur sjálf hver er tilgangurinn með innilokun einstaklinga og hvernig getum við fækkað í þessum hópi.

Ég vil benda á þá hrylliegu staðreynd að oft er eina hjálpin sem fíkniefnaneytendur vita af þegar þeir koma út úr fangelsinu eru dópsalarnir, sem eru tilbúunir að "lána" þeim peninga aftur og aftur þangað til þeir geta ekki borgað til baka, þá eru þeir bjargarlausir í klóm stóru karlanna, sem alltaf sleppa.   Þá eru þau send út í vændi eða dópsölu, eða til að taka á sig sök.  Ég veit að þetta er svona.  ég þekki dæmi meira að segja úr minni eigin fjölskyldu.

Þessvegna mæli ég með því að í staðin fyrir að dæma fíkniefnaneytendur í fangelsi verði hafist handa við að koma á stofn lokuðu meðferðarheimili annað hvort í samvinnu við SÁÁ eða á vegum félagsmálastonfunar sem tekur við þessu fóki og þar verði læknar, sálfræðingar og félagsfræðingar sem annist það.

Í Guðsbænum við getum ekki látið þetta ganga svona lengur, við erum nú þegar búin að missa allt of margt ungt fólk. Það verður að gera eitthvað róttækt.  Nú er lag að vinna að þessu í samhengi við fíkniefnalaust Ísland árið 2002.

Með von um að þú skoðir máli í þessu samhengi kæri forseti Alþingis. 

Með kveðju Ásthildur Cesil.

 

Snjór 001

Megi allir góðir vættir vaka yfir ykkur og vernda.  Megi einhver sem getur ráðið einhverju um þessi mál vakna og fara að vinna í því að laga ástand sem ætti að heyra sögunni til árið 2009. Heart


Ríkjandi viðhorf til okkar öðruvísi barna.

Svona er viðhorfið.

 11. október 2002.

 

P.S. aftan við bréfið til Landspítala.

Ég fór fram á fund meðheimilislækni Júliusar sonar míns og fulltrúa skóla- og fjölskylduskrifstofu og syni mínum síðast liðinn þriðjudag.  Þar sagði Hallgrímur læknir hreint út að þeir læknarnir á sjúkrahúsinu á Ísafirði hefðu enga trú á að Júlíus lyki meðferð.  Sagði að hann væri ekki einu sinni viss um að hann gerði Júlíusi nokkurn greiða með því að ávísa á hann lyfjunum.  Sagði reyndar líka að hann hefði of mikinn stuðning sérstaklega af mér, hann myndi ekki taka á sínum málum meðan ég tæki ákvarðanir fyrir hann.  Hann sagði að eina leiðin fyrir drenginn væri að hann sjálfur sannfærði meðferðarfulltrúa um að hann vildi meðferð.  Sonur minn sagði þá að hann vildi hjálp, en hann sagði líka að sér fyndist skelfileg tilhugsun að fara í meðferð og eiga yfir höfði sér 10 mánaða fangelsi, hann gæti ekki verið í fangelsi án deyfilyfja vegna innilokunarkenndar.  Hann sagði einnig að hann vaknaði á morgnana í sjálfsmorðshugleiðingum og sofnaði á kvöldin í þeim sömu hugleiðingum.  Það kom fram á fundinum að félagsmálakerfið og læknarnir myndu reyna að hjalpa til að koma þí svo fyrir að ef hann stæði meðferð, yrði reynt að hafa áhrif á fangelsismálastofnun um að litið yrði á meðferðina sem afplanun.  Hann hafði enga trú því.  Sagðist þekkja til fangelsismálastofnunar og það væri enginn góðgerðastofnun.  Hann hefur setið inni oft og það er sorgarsaga.  Niðurstaða fundarins var sem sagt sú að hann ætti sjálfur að hringja í meðferðaraðila og fullivissa þá um að hann vildi fara í meðferð.

 Svo nú situr hann heima hjá okkur, að vísu hefur meðferð hans á lyfjunum batnað hversu lengi sem það helst, þannig að hann er ekki eins út úr heiminum.  Vaknar um hádegi í sínum sjálfsmorðsþönkum og situr fyrir framan sjónvarpið allan daginn, fram undir morgunn og fer þá í rúmið í þeim sömu þönkum.  Það er nákvæmlega ekkert að gerast með hans andlega ástand.  Hér er enginn geðlæknir á staðnum sem hægt er að leita til, það var svo áður, en hvers vegna það er ekki nú veit ég ekki.  Guð veit að þörfin fyrir slíkan er afar brýn.  Við hjónin getum ekki farið út af bæ eina nótt án þess að fá einhvern til að passa hann. Það geta liðið mánuðir þangað til hann verður kallaður inn í fangelsi, sem er löngu fyrirfram vitað að skilar engum árangri.

Einn góðan veðurdag gerist eitthvað, í fyrsta lagi hann springur á limminu og lætur sig hverfa, fer í innbrot og eftirlausa neyslu, sem mun sennilega mjög fljótlega draga hann til dauða.  Það er ekki nema eitt og hálft ár síðan hann fékk heilablóðfall og gekkst undir heilauppskurð upp á líf og dauða.  Í öðru lagi; Hann lætur verða af þeim ásetningi að enda þetta allt.  Í þriðja lagi; Að ástandið verði viðvarandi, þar er óhugsandi bæði fyrir hann og fjölskylduna.  Í fjórða lagi. ... nei ég veit að hann mun ekki hafa sig í að hringja og fullvissa menn um að hann vilji meðferð.  Ekki af því að hann vilji það ekki.  Hann er einfaldlega of veikur og skemmdur til að hafa uppburð í sér til þess.  Það kom líka fram í þeim viðtölum sem ég átti við fólk á meðferðarstofnunum, þar sagði fagfólkið; það er langur biðlisti en fáðu lækninn hans til að hringja og ýta á málið þá gengur allt betur.  En það er ljóst að það verður ekki. Svo ennþá einu sinni segi ég.  'Eg veit sannarlega ekki hvað ég á að gera.  Getur einhver sagt mér það?

Kveðja Ásthildur Cesil. Júlli minn. með syslkinum


Lífið í kúlu gengur sinn gang.

Líðan mín er misjöfn dag frá degi.  Í dag er ég algjörlega orkulaus og lost.  Þyrfti að drífa mig út að labba eða eitthvað.

Elsku frækna mín Sunneva kom til mín í gær og litaði og klippti á mér hárið.  Hún vildi leggja það af mörkum til mín, og hún er að gera fullt af öðrum yndislegum hlutum fyrir mig.  Ætlar að sjá um að setja músik inn á disk með uppáhaldslögunum hans Júlla, það er gott að spila slíkt meðan fólk er að koma til kirkju.  Það verður líka flutt lifandi músik.  Þorsteinn Haukur Þorsteinsson vinur Júlla ætlar að syngja fyrir okkur í kirkjunni.  Hann ætlar að syngja Söknuð eftir Vilhjálm Vilhjálmsson, svo er hann með lag sem hann er með á diskinum sínum, sem hann tileinkaði Júlla þegar diskurinn kom út.  Og svo er hann að semja lag við ljóðið mitt.  Yndislegur maður Haukur.  Annar vinur Júlla hefur líka beðið um að fá að flytja lag sem hann samdi um Júlla minn.  Jarðarförin hans verður flott. 

IMG_4213

Sunna tók þessar myndir af kerlunni.

IMG_4223

Og nú er ég svo logandi fín um hárið þökk sé henni.

IMG_4207

Hér eru svo smáknúsírúsínumyndir.

IMG_4209

Það er svo notalegt að kúra inn í peysunni hans afa.

IMG_4210

Og ekki hefur afi síður gaman af þessu brölti.

IMG_4211

Yndislegt að hafa þessa gleðigjafa á þessum drungalegu tímum.

Hér er enn eitt bréfið sem ekki fékkst svar við, eða viðbrögð.

Ísafirði 1. nóvember 2001.

Fangelsismálastofnun ríkisins

b,t, Erlendar Baldurssonar

Borgartúni 7

105 Reykjavík.

 

Varðar Júlíus K. Thomassen, vegna boðunar í fangelsisvist.

 

Ég vil láta kom fram ýmis atriði vegna Júlíusar til að styrkja bón hans um að fá að fara í meðferð og samfélgasþjónustu.

Í fyrsta lagi þá hefur hann staðið sig í vinnu í sumar, og verið vel látinn.  Var að vinna við garðyrkju og þjónusta garðeigendur.  Hann var vel liðinn í þess starfi.

 

Hann fékk heilablóðfall í vor og þurfti að fara í erfiðan heilauppskurð og er þess vegna oft með höfuðverk og minnisleysi.  Læknar segja þó að hann muni ná sér.  En öll andleg áreynsla er ekki góð fyrir heilsu hans.

 

Hann var búinn að taka ákvörðun sjálfur í sumar um að gera eitthvað í sínum málum og fór og ræddi við starfsfólk félagsmálastofnunar.  Hann var líka búinn að taka endanlega ákvörðun um að fara í meðferð áður en bréfið kom til.  Einar Axelsson læknir var búinn að sækja um fyrir hann og hann er búinn að fá plass í þessum mánuði.

 Hann er dauðhræddurvið að fara á Litla Hraun vegna þess að þar sitja inni menn sem eiga honum grátt að gjalda vegna þess að hann hætti við að taka á sig sök fyrir þá.  Honum var margoft hótað og ekki bara honum heldur allri fjölskyldunni.  Það var honum erfitt að standast það. En hann ákvað samt sem áður að láta þetta ganga til baka.  Ég þarf auðvitað ekki að segja þér hvernig þessi heimur er sem hann er að reyna að slíta sig út úr.

 

Hann er búinn að fá loforð fyrir a ð komast inn á Vog í þessum mánuði. Ég er líka sannfærð um að það gerir honum ekkert gott að fara inn í fangelsi og tel það miklu líklegra til árangurs að hann fái að fara í meðferð og síðan í samfélagsþjónustu.  Að minnsta kosti að hann fari þá á Akureyri eða á stað þar sem ekki er allt vaðandi í eiturefnum.

Með von um að tekið verði tillit til þessa.

Með virðingu Ásthildur Cesil Þórðardóttir.

Ég held að það sé örugglega í þetta skipti sem þeir rifu hann úr eftirmeðferð á Staðarfelli til að stinga honum inn.  Ég bað þá um að leyfa honum að vera kyrrum í meðferðinni, en við það var ekki komandi.  Og svo sagði hann við mig: Mamma mín ég þoli ekki álagið að vera í meðferð og vita að ég þarf að fara í fangelsið.  Það er víst best að ljúka þessu af.

Ég sótti hann upp á Staðarfell og fór með hann til Erlendar Baldurssonar og sagði við hann, að ef drengurinn yrði settur inn á Litla Hraun í þetta skipti, skyldi ég gera allt vitlaust.  Sem betur fer fékk hann að dvelja í Kópavoginum.  Þar eru góðir menn í vinnu, sem ég kannast vel við. 

En er þetta ekki alveg síðasta sort?

Það er von að fíkniefnavandinn á Íslandi er jafn hrikalegur og raun ber vitni miðað við hvernig farið er með brotnar manneskjur. 

IMG_4217

Það var fallegt veður í gær.

Júlli fjölskyldumynd.2

Í nokkur ár höfðum við alltaf brennu fjölskyldan í svokölluðum Bárulundi, til minningar um mömmu mína.  Við kveiktum í brennu og borðuðum svo saman kvöldverð.  Systkini mín og börnin okkar.  Og alltaf var Júlli fremstur í flokki að safna timbri og vera á vaktinni.  Hann elskaði þessar stórfjölskyldusamkomur.  Hann átti nógu stórt hjarta fyrir okkur öll.  Og hann fylgdist með öllum krökkunum og var mættur ef þau sýndu einhver merki um að ætla að taka ranga beygju.

Júlli fjölskyldumynd.3

Gömul fjölskyldumynd. 

Júlli fjölskyldumynd.4

Brotnu einstaklingarnir mínir og stubburinn minn. 

Júlli fjölskyldumynd.6

Við stýrið á leið í Fljótavíkina, en hann elskaði þann stað.  Því miður komst hann ekki með í þetta skipti, því hann þurfti að vinna listaverk sem var gefið til tónlistaskóla Eddu Borgar.  En nú getur hann bara farið þangað þegar hann vill.

Júlli mamma og Ingi Þór

Í fanginu á mömmu.  Mikið elskaði ég þetta barn, eins og öll hin.  Þessi bara gat ekki slitið naflastrengin, og ég var því að berjast með honum, reyna að verja hann eins og ég gat.  Það verða foreldrar að hafa í huga.  Standa með barninu en útiloka fíkilinn.  Við verðum að láta viðkomandi yfirvöld vita af því að þau komast ekki upp með að brjóta mannréttindi á börnunum okkar.  Það er því miður gert allof mikið að því, mjög sennilega enn þann dag í dag.

Ég skrifaði honum líka bréf daglega þau skipti sem hann sat inni.  Svo hann myndi að hann átti fjölskyldu sem elskaði hann.  Það skiptir svo miklu máli. 

Eigið góðan dag.  Og fyrirgefið hvað ég er ódugleg við að heimsækja ykkur elsku bloggvinir.  Ég er bara svo rótlaus og ónóg sjálfri mér. En fæ útrás í þessum skrifum, líka af því að ég veit að það getur ef til vill hjálpað einhverjum.  Og svo eru vinir og vandamenn sem segja mér að skrifin hjálpi þeim.  Fyrir það er ég þakklát.  Heart


Bréf til Landspítala Háskólasjúkrahúss. Geðdeild 33A.

Áður en ég held áfram lengra, þá vil ég segja að sonur minn dó með hreint sakarvottorð.  Það var honum mikilsvirði og að mínu mati ótrúlegt afrek í ljósi bæði hve langt hann var leiddur og svo meðhöndlunin sem hann fékk hjá kerfinu.  Ég græt inn í mér af reiði þegar ég les þessi bréf og hugsa til meðferðarinnar á honum, og veit um leið að hann er ekki einn um þessa meðferð.  Þess vegna vil ég segja söguna hans til að fólk átti sig á hver forgangsröðunin er í kerfinu og hvaða meðhöndlun fíklar fá.  Sem sagt frá hinu opinbera ekkert nema skít og skömm. Það eru aðrir sem standa í eldlínunni við að bjarga því sem bjargað verður.  Og einstaka fólk í kerfinu sem er með hjartað á réttum stað.  Það eru nefnilega ekki allir vondir. Það er kerfið sem er helsjúkt, sjúkara en nokkur fíkill.  Það verður að segjast eins og er.  Og ég á eftir að sýna fram á það.

Hér kemur bréf sem ég skrifaði Landspítala Háskólasjúkrahúsi Geðdeild 33A, en fékk auðvitað ekkert svar þar frekar en fyrri daginn i kerfinu.

Ísafirði 22. ágúst 2002.

Landspítali Háskólasjúkrahús

Geðdeild 33A

b.t. yfirmanns

     Sonur minn Júlíus K. Thomassen var vistaður á Geðdeild 33A föstudaginn 2. ágúst s.l. Hann var þá búinn að fá pláss á Krýsuvík í langtíma meðferð.  Skilyrði frá þeirra hendi var að hann færi í afeitrun áður en hann kæmi til þeirra. 'Eg hafði fengið tíma hjá Jóhanni Bergsveinssyni kl. 10 þann 2.8.

Byrjun málsins var sú að ég taldi og tel enn að Júlíus sé kominn á hættulegt stig í eiturlyfjaneyslu.  Svo hættulega að ég ætlaði að svipta hann sjálfræði.  Var mál þetta komið fyrir dómara, og mætti Júlíus þar ásamt mér og lögfræðingi sem var skipaður honu.  Lá þá fyrir að langtímameðferð í Krýsuvík stæði til boða og staðfestur tími hjá fyrrgreindum lækni á Geðdeild.  Júlíus bað þá um að hann fengi að ganga þessa þrautargöngu án þess að vera sviptur, hann var alveg samþykkur því að fara í Krýsuvík, en taldi sig ekki þurfa afeitrun.  Það var hins vegar öllum ljóst öðrum sem í kring um hann voru að það var nauðsynlegt.   'Eg sá aumur á honum og því miður samþykkti að bíða með sviptingu, en gerði honum jafnframt ljóst að stæði hann ekki við sitt myndi svipting vera eina ráð mitt honum til bjargar.

 

Föstudaginn 1. ágúst sendi ég hann suður með morgunvél og til að tryggja að hann kæmist alla leið borgaði ég manni til að fylgja honum alla leið inn á Geðdeild.  Laugardaginn 2.8. hleypur hann hinsvegar út eftir því sem mér var tjáð seinna, og kom lögreglan með hann aftur þangað sama dag.  Á miðvikudaginn 7. ágúst hringir hann í mig og fleiri ættingja og kunningja og reynir að fá peninga fyrir að kaupa sér tannkrem og sigarettur.  Ég hafði þá samband við við hjúkrunarfræðing sem var á vakt og lýsti áhyggjum mínum af þessum ákafa hans að fá aura og taldi að hann ætlaði sér að fá pening fyrir lyfjum.  Hún sagði mér að hann mætti alls ekki fá peninga, hann gæti fengið tannkrem og slíkt hjá þeim og það væri heppilegra að senda einhvern til hans með sigarettur, hann fengi hvort sem er ekki að fara neitt án fylgdarmanns.  Fimmtudag sendum við svo stjúpbróður hans með sigarettur og sælgæti til hans, á föstudag fór afi hans suður og ætlaði að færa honum sigarettur, en þá er sagt að það sé afar óæskilegt að hann fái heimsóknir.

Föstudaginn frétti ég svo af honum í Hafnarfirði að reyna að kaupa sér læknadóp.  Maðurinn minn hringdi þá fyrir mig á deildina (ég hreinlega treysti mér ekki til þess, var í slíku uppnámi) og þar fengum við þær upplýsingar að hann væri í bæjarleyfi, en hann ætti nú að fara að skila sér.  Auðvitað skilaði hann sér aldrei.  Hann ætlaði að gera það en hafði enga orku til að standast freistingar og þess vegna fór þessi prósess í gang.  Hann er ennþá á vergangi í Reykjavík og ég veit ekkert hvar hann er, bara að hann er einhversstaðar og mjög veikur.  Hann er búin að missa plássið í Krýsuvík því miður og ég er ráðalaus og örvingluð.

 

Mánudaginn 26. ágúst n.k. fer ég aftur fyrir dómara með sama málið, þar er síðasta hálmsgtráið sem ég hef til ´að bjarga syni mínum.  Þá mun hann að öllum líkindum sviptur sjálfræði og er þar með án mannlegra réttinda. 'Eg fer því fram á að hann verði tekinn inn á Geðdeild Langspítala Háskólasjúkrahúss, deild 33A og fái þar meðhöndlun og vistun þangað til mér tekst að koma honum í langtíma meðferð.  Ég er búin að sækja um að koma honum aftur í Krýsuvík, en þar er víst langur biðlisti, vonandi tekur það samt ekki langan tíma.  Beiðni mín er studd umsögn sálfræðings sem þekkir vel til, heimilislænis hans og félagsmálayfirvalda á Ísafirði.  vona ég að beiðni mín fái jákvætt svar.

Virðingarfyllst Ásthildur Cesil.

 

Jákvætt var svarið ekki, raunar fékk ég ekkert svar.  Og hef ennþá ekki fengið svar við því af hverju drengurinn mátti ekki fá heimsókn frá afa sínum, en er á sama tíma í bæjarleyfi. 

En svona er Ísland í dag.  Börnin okkar sem erum í sárum eru ekki á forgangslista, ekki einu sinni á lista.  Þau teljast ekki með hvað þá meira.  Þó stendur skýrt í stjórnarskrá lýðveldisins að allir eigi að njóta sama réttar.  Það er bara svo auðvelt að víkja sér undan því að hugsa um þessa einstaklinga.  Og brotnir örþreyttir foreldrar eru vissulega engin þrýstihópur. 

En þrátt fyrir þetta allt gat sonur minn rifið sig upp úr þessu öllu saman og orðið sá sem hann var í dag.  Það er hetja sem getur slíkt.  Og ég er sannfærð um að einmitt hann getur breytt þessu.  Ég vona það allavega.  Við tvö saman hann og ég. 

Júlli minn1

Synir hans voru það besta sem fyrir hann kom, ásamt vinkonu og barnsmóður hans móður Sigurjóns Dags.  Og það má heldur ekki gleyma börnunum sem hann varð stjúpi og vinur Önnu Lilju, Arons og Ólafar Dagmar.  Þau syrgja hann líka og trega mjög.  Öllum var hann góður.

Júlli minn12

ég er endalaust að heyra af ungu fólki bæði ættingum hans og öðru ungu fólki sem hann fylgdist með og veittið viðvörun ef hann hélt að þau ætluðu að stíga röng skref. Benti þá á sjálfan sig sem viðvörun.  þau eru mörg ungmenninn sem eiga honum að þakka að hafa ekki fetað þennan veg svartnættis.

Ég er sjálf tóm í dag,  það komu margir í heimsókn og mér þótti vænt um það.  Það tekur á að ryfja þetta upp og lesa sig gegnum alla pappírana bréfin og það sem fylgir.  Það er eins og ég hafi á einhvern hátt vitað að ég þyrfti að standa í þessu fyrir hann og mig.  Það eru margir þarna úti sem eru í sömu sporum og hann var.  Brotið fólk sem þarf að bjarga.  Foreldrar sem eru eins og ég var brotnir og vita ekki hvernig þeir eiga að fara að.  Þess vegna verður að fara þessa leið.

Meira á morgun.  Megi allir góðir vættir vaka með ykkur öllum og vernda. Heart

 


Til þeirra sem málið varða.. og smá mömmó.

Sálfræðileg athugun.

Dagsett 13.12.1996.

Til þeirra sem málið varðar. 

Varðandi Júlíus Kristján Thomassen k. 080769.3269.

 

Júlíus kom á stofu til undirritaðs í tengslum við fyrrihugaða afplánun tíu mánaða faneglsisdóms, sem á að taka gildi þann 16. desember í fangelsinu á Litla Hrauni.  Júlíus Kristján hefur tvisvar áður afplánað fangelsisdóm.

Júlíus Kristján er fíkniefnaneytandi og alkahólisti og hefur komist í kast við lögin í tengslum við fíkniefnaneyslu.  Fíkniefnaneyslan á sér sögu frá 13 - 14 ára aldri.

Í viðtali við Júlíus Kristján kom fram að fyrir hendi er eindreginn vilji og ásetningur til að hætta fíkniefnaneyslu.  Í þessu sambandi skiptir máli hvaða fangelsisúrræði er valið þegar til afplánunar kemur þann 16. desember 1996.

Að sögn Júlíusar Krístjáns er vistun á Litla Hrauni ekki vænlegur kostur fyrir hann, með hliðsjón af vilja hans og ásetningi að hætta fíkniefnaneyslu.  Fyrri reynsla hans af fangelsisvist á litla Hrauni var með þeim hætti að neysla hans jókst og var andlegt ástand hans að eigin sögn og móður hans verra eftir að afplánun lauk en fyrir hana.  Júlíus Kristján verður faðir í fyrsta skipti eftir 6. mánuði.

Júlíus Kristján telur að Kvíabryggja sé sá afplánunarstaður sem vænlegastur er í sínum huga til að efla vilja sinn og hætt afíkniefnanotkun.  Í þessu sambandi nefnir Júlíus Kristján m.a. þá vinnuaðstöðu sem Kvíabryggja hefur fram yfir fangelið að Litla Hrauni.

Hegðun í viðtali.

Júlíus Kristján virtist spenntur og kvíðinn í viðtali, átti erfitt með að tjá sig og myndaði ekki augnkontakt.  Við töku prófsins var Júlíus Kristján samvinnufús og fór í öllu eftir fyrir mælum prófanda.

Sálfræðileg próf.

Eftirfarandi próf voru lögð fram.

Vitræn próf.

RPM(Raven Progressive Matrices)

Persónuleikapróf.

NNPI(Minnesota Multiphasic Personality Inventory)

Niðurstaða sálfræðilegs mats.

Vitræn geta Júlíusar Kristjáns telst innan eðlilegra marka.  Úrlausn MMPI prófsins telst réttmæt. Einstaklingar með þessa úrlausn réttmætirkvarða MMPI prófsins, hafa venjulega brotakennda og neikvæða sjálfsmynd og gera sér vel grein fyrir að þeir þurfa á aðstoð að halda.  Sálræn vandamál eru fyrir hendi og eru einstaklingar með þessa niðurstöðu réttmætiskvarða oft unglyndir, ostöðugir og mótþróafullir.  Einstaklingar með þessa niðurstöðu réttmætiskvarða MMPI prófsins hafa glatað eðlilegum varnarháttum persónuleikans og upplifa sjálfan sig varnarlausa og auðsæranlega. 

 

Niðurstöður.

Vitræn geta Júlíusar Kristjáns eru innan eðlilegra marka.  Einstaklinar með þessa úrlausn MMPI prófs eru oft mjög kvíðnir og þybnglyndir.  Sjálfsmyndin er brotakennd og neikvæð., tilfinningaleg tjáning er heft og erfileikar með að mynda tengsl við aðra eru áberandi. Tilhneygingar gætir til að einangra sig og forðast samskipti við aðra.  Undir álagi er oft leitað á náðir fíkni- og deyfiefna, til að slaka á.  Aðgerðarleysi áhugaleysi og hliðrun við samskiptum við aðra eru helstu einkenni hegðurnar.

 

Mat. 

Í ljósi ofangreinds má álykta að það umhverfi sem skapar sterkan mannúðlegan og öruggan ramma utan um líf Júlíusar Kristjáns, sé líklegast til að stuðla að því að honum takist að sigrast á vímuefnaneyslu sinni. Í slíku umhverfi er líklegast að Júlíus Kristján læri að þekkja sínu réttu tilfinningnar og viðurkenna þær, og ennfremur að hann læri að treysta fólki sem er grundvöllur þess að mynda náin tilfinninaleg bönd við aðrar manneskjur.  Slíkur ávinningur myndi að öllum líkindum gera Júlíus Kristján hæfari til að takast á við spennu, kvíða, þunglyndi og fíkn í vímuefni.

 

Júlíus Einar Halldórsson, B.A.MSc., Cand. Psych.

 Þetta er merkt trúnaðarmál.  Sá trúnaður brast þegar sonur minn dó.  En þar sem einnig stendur; til þeirra sem málið varðar.  Lít ég svo á að málið varði alla fíkniefnaneytendur og aðstandendur þeirra. 

En ætli þetta hafi nú orðið til þess að fangelsismálayfirvöld teldu að það væri heppilegra að leyfia drengnum að afplána á þeim stað sem hann lagði til í ljósi aðstæðna.  Nei sú stofnun er bara fyrir hvítflibba og alþingismenn.

Hann var því sendur beint inn á Litla Hraun.  Þannig var nú það.  Það er þetta sem ég vil benda á, í öll þessi ár hef ég reynt að berjast til að fá menn til að hugsa upp á nýtt.  Hrópa að fíkniefnaneytendur eru fólk, en ekki skepnur.  Því miður hafa hróp mín alltaf kafnað í fordómum og hugsunarleysi, eða jafnvel áhugaleysi á að gera eitthvað til að koma til móts við þennan gríðarlega vanda.

Ég gat ekki vel beitt mér meðan hann var á lífi.  En í hans minningu skulu köll mín heyrast hærra, og menn skulu fá að horfast í augu við sannleikann.

Ég reyndi líka að fá því frestað að drengnum yrði stungið inn svona rétt fyrir jól. En það hlustaði heldur enginn á slíkt. 

Eftir að hann var komin inn, sendi ég honum ýmislegt sem hann bað mig um.  M.a. fæðubótaefni, sem hann ætlaði að nota til að byggja upp líkama sinn.  Sá sem seldi mér það, gekk þannig frá því að það var augljóst að innihaldið var sem það var sagt og augljóslega ekki hróflað við neinu.  Hann fékk þetta samt ekki.  Ég sendi honum myndir af syni sínum og unnustu.  Ég fékk rammana endursenda, en hann fékk aldrei myndirnar.  Ég sendi honum diktafón, sem aldrei kom fram og fleira sem hvarf úr þeirri sendingu, sem ég fékk aldrei skil á hvað varð um. 

Það er til umhugsunar hvort ástandið sé orðið betra í dag.  Hvort svona sálfræðiúttektir séu gerðar, og hvort farið sé eftir ráðum sérfræðinganna.   Ég held ekki.  Og ef menn eru að tala um að það vanti fé eða pláss.  Þá bendi ég á á móti, að líf barnanna okkar eru ómetanleg í fjárhagslegu tilliti.  Þau eru meira virði en regluverk sem er handónýtt og hjartalaust fólk sem á að vera þeim innan handar.  Þetta heitir nefnilega betrunarvist ekki satt?

Júlli minn.

Inn í Reykjanesi á ættarmóti.

Júlli minn. með syslkinum

Fallegu börnin mín.

IMG_4182

Myndir fyrir Báru mína og Bjarka og fjölskyldu.

IMG_4185

Mágkona mín Badda að hjálpa Ásthildi í snjónum.

IMG_4188

Hanna Sól og Ásthildur bjuggu til snjókarl.  Amma má ég fá aðra gulrót, Ásthildur át nefið af karlinum, kom svo.

IMG_4189

Sæt saman.

IMG_4190

Ljósaengillinn er endalaus uppspretta ánægju.

IMG_4193

Solla stirða komin í heimsókn.

IMG_4194

Hanna Sól og hinn engillinn.

IMG_4197

Flottar dömur.

IMG_4199

Listaverk frá Júlla mínum.

IMG_4204

Ásthildur að leika sér úti.  Hanna Sól er í gistingu hjá Tinnu og Skafta.

IMG_4205

Það er fallegt veður í dag.

IMG_4206

Með Ásthildi litlu kveð ég í dag.

Innilegar þakkir elskulega fólk sem hringir, kemur og hugsar til mín.  Það er svo gott fyrir sálina.  Og eins svörin ykkar hér og stuðningur við okkur.  Innilega takk og megi allir góðir vættir vaka með ykkur öllum.Heart


Til þeirra sem málið varða.. og smá mömmó.

Sálfræðileg athugun.

Dagsett 13.12.1996.

Til þeirra sem málið varðar. 

Varðandi Júlíus Kristján Thomassen k. 080769.3269.

 

Júlíus kom á stofu til undirritaðs í tengslum við fyrrihugaða afplánun tíu mánaða faneglsisdóms, sem á að taka gildi þann 16. desember í fangelsinu á Litla Hrauni.  Júlíus Kristján hefur tvisvar áður afplánað fangelsisdóm.

Júlíus Kristján er fíkniefnaneytandi og alkahólisti og hefur komist í kast við lögin í tengslum við fíkniefnaneyslu.  Fíkniefnaneyslan á sér sögu frá 13 - 14 ára aldri.

Í viðtali við Júlíus Kristján kom fram að fyrir hendi er eindreginn vilji og ásetningur til að hætta fíkniefnaneyslu.  Í þessu sambandi skiptir máli hvaða fangelsisúrræði er valið þegar til afplánunar kemur þann 16. desember 1996.

Að sögn Júíusar Krístjáns er vistun á Litla Hrauni ekki vænlegur kostur fyrir hann, með hliðsjón af vilja hans og ásetningi að hætta fíkniefnaneyslu.  Fyrri reynsla hans af fangelsisvist á litla Hrauni var með þeim hætti að neysla hans jókst og vara andlegt ástand hans að eigin sögn og móður hans verra eftir að afplánun lauk en fyrir hana.  Júlíus Kristján verður faðir í fystra skipti eftir 6. mánuði.

Júlíus Kristján telur að Kvíabryggja sé sá afplánunarstaðru sem vænlegastur er í sínum huga til að efla vilja sinn og hætt afíkniefnanotkun.  Í þessu sambandi nefnir Júlíus Kristján m.a. þá vinnuaðstöðu sem Kvíabryggja hefur fram yfir fangelið að Litla Hrauni.

Hegðun í viðtali.

Júlíus Kristján virtist spenntur og kvíðinn í viðtali, átti erfitt með að tjá sig og myndaði ekki aungkontakt.  Við töku prófsins var Júlíus Kristján samvinnufúr og fór í öll eftir fyrir mælum prófanda.

Sálfræðileg próf.

Eftirfarandi próf voru lögð fram.

Vitræn próf.

RPM(Raven Pregressive Matrices)

Persónuleikapróf.

NNPI(Minnesota Multiphasic Personality Inventory)

Niðurstaða sálfræðilegs mats.

Vitræn geta Júlíusar Kristjáns telst innan eðlilgera marka.  Úrlausn MMPI prófsins telst réttmæt. Einstaklingar með þessa úrlausn réttmætirkvarða MMPI prófsins, hafa venjulega brotakennda og neikvæða sjálfsmynd og gera sér vel grein fyrir að þeir þurfa á aðstoð að halda.  Sálræn vandamál eru fyrir hendi og eru einstaklingar með þessa niðurstöðu réttmætiskvarða oft unglyndir, ostöðugir og mótþróafullir.  Einstaklingar með þessa niðurstöðu réttmætiskvarða MMPI prófsins hafa glatað eðlilegum varnarháttum persónuleikans og upplifa sjálfan sig varnarlausa og auðsæranlega. 

 

Niðurstöður.

Vitræn geta Júlíusar Kristjáns eru innan eðlilegra marka.  Einstaklinar með þessa úrlausn MMPI prófs eru oft mjög kvíðnir og þybnglyndir.  Sjálfsmyndin er brotakennd og neikvæð., tilfinningaleg tjáning er heft og erfileikar með að mynda tengsl við aðra eru áberandi. Tilhneygingar gætir til að einangra sig og forðast samskiti við aðra.  Undir álagi er oft leitað á náðir fíkni- og deyfiefna, til að slaka á.  Aðgerðarleysi áhugaleysi oghliðrun við samskiptum við aðra eru helstu einkenni hegðurnar.

 

Mat. 

Í ljósi ofangreinds má álykta að það umhverfi sem skapar sterkan mannúðlegan og öruggan ramma utan um líf Júlíusar Kristjáns, sé líklegast til að stuðla að því að honum takist að sigrast á vímuefnaneyslu sinni. Í slíku umhverfi er líklegast að Júlíus Kristján læri að þekkja sínu réttu tilfinningnar og viðurkenna þær, og ennfremur að hann læri að treysta fólki sem er grundvöllur þess að mynda náin tilfinninaleg bönd við aðrar manneskjur.  Slíkur ávinningur myndi að öllum líkindum gera Júlíus Kristján hæfari til að takast á við spennu, kvíða, þunglyndi og fíkn í vímuefni.

 

Júlíus Einar Halldórsson, B.A.MSc., Cand. Psych.

 Þetta er merkt trúnaðarmál.  Sá trúnaður brast þegar sonur minn dó.  En þar sem einnig stendur; til þeirra sem málið varðar.  Lít ég svo á að málið varði alla fíkniefnaneytendur og aðstandendur þeirra. 

En ætli þetta hafi nú orðið til þess að fangelsismálayfirvöld teldu að það væri heppilegra að leyfia drengnum að afplána á þeim stað sem hann lagði til í ljósi aðstæðna.  Nei sú stofnun er bara fyrir hvítflibba og alþingismenn.

Hann var því sendur beint inn á Litla Hraun.  Þannig var nú það.  Það er þetta sem ég vil benda á, í öll þessi ár hef ég reynt að berjast til að fá menn til að hugsa upp á nýtt.  Hrópa að fíkniefnaneytendur eru fólk, en ekki skepnur.  Því miður hafa hróp mín alltaf kafnað í fordómum og hugsunarleysi, eða jafnvel áhugaleysi á að gera eitthvað til að koma til móts við þennan gríðarlega vanda.

Ég gat ekki vel beitt mér meðan hann var á lífi.  En í hans minningu skulu köll mín heyrast hærra, og menn skulu fá að horfast í augu við sannleikann.

Ég reyndi líka að fá því frestað að drengnum yrði stungið inn svona rétt fyrir jól. En það hlustaði heldur enginn á slíkt. 

Eftir að hann var komin inn, sendi ég honum ýmislegt sem hann bað mig um.  M.a. fæðubótaefni, sem hann ætlaði að nota til að byggja upp líkama sinn.  Sá sem seldi mér það, gekk þannig frá því að það var augljóst að innihaldið var sem það var sagt og augljóslega ekki hróflað við neinu.  Hann fékk þetta samt ekki.  Ég sendi honum myndir af syni sínum og unnustu.  Ég fékk rammana endursenda, en hann fékk aldrei myndirnar.  Ég sendi honum diktafón, sem aldrei kom fram og fleira sem hvarf úr þeirri sendingu, sem ég fékk aldrei skil á hvað varð um. 

Það er til umhugsunar hvort ástandið sé orðið betra í dag.  Hvort svona sálfræðiúttektir séu gerðar, og hvort farið sé eftir ráðum sérfræðinganna.   Ég held ekki.  Og ef menn eru að tala um að það vanti fé eða pláss.  Þá bendi ég á á móti, að líf barnanna okkar eru ómetanleg í fjárhagslegu tilliti.  Þau eru meira virði en regluverk sem er handónýtt og hjartalaust fólk sem á að vera þeim innan handar.  Þetta heitir nefnilega betrunarvist ekki satt?

Júlli minn.

Inn í Reykjanesi á ættarmóti.

Júlli minn. með syslkinum

Fallegu börnin mín.

IMG_4182

Myndir fyrir Báru mína og Bjarka og fjölskyldu.

IMG_4185

Mágkona mín Badda að hjálpa Ásthildi í snjónum.

IMG_4188

Hanna Sól og Ásthildur bjuggu til snjókarl.  Amma má ég fá aðra gulrót, Ásthildur át nefið af karlinum, kom svo.

IMG_4189

Sæt saman.

IMG_4190

Ljósaengillinn er endalaus uppspretta ánægju.

IMG_4193

Solla stirða komin í heimsókn.

IMG_4194

Hanna Sól og hinn engillinn.

IMG_4197

Flottar dömur.

IMG_4199

Listaverk frá Júlla mínum.

IMG_4204

Ásthildur að leika sér úti.  Hanna Sól er í gistingu hjá Tinnu og Skafta.

IMG_4205

Það er fallegt veður í dag.

IMG_4206

Með Ásthildi litlu kveð ég í dag.

Innilegar þakkir elskulega fólk sem hringir, kemur og hugsar til mín.  Það er svo gott fyrir sálina.  Og eins svörin ykkar hér og stuðningur við okkur.  Innilega takk og megi allir góðir vættir vaka með ykkur öllum.Heart


Tvö bréf.

Ísafirði 5. desember 1996.

 Nú er í umræðunni hjá stjórnvöldum að einbeita sér að úrræðum gegn fíkniefnaneyslu. 

Um leið og ég fagna því framtaki vil ég jafnframt lýsa því yfir að þessi mál hafa alltof lengi fengið að þróast ranga leið, án afskipta stjórnvalda og enn er langt í land.

 Ég er eitt þeirra foreldra sem hafa þurft að horfa upp á barnið sitt fara neðar og neðar.  Hvert hálmstrá sem sá unglingur hefur gripið hefur reynst fúið og feykst.  Samfélagið hefur ekki heldur farið vel með hann.  þetta fólk dettur milli þils og veggjar allstaðar í kerfinu og foreldrar standa ráðþrota því enginn haldbær úræði eru fyrir hendi.

 

Það þaf að byrja á að sortera úr þá afbrotamenn sem eru einungis í afbrotum til að fjármagna neyslu eiturlyfja, það er óþolandi öllu lengur að þeir séu settir inn með raunverulegum glæpamönnum.  Þessir menn eru sjúklíngar en ekki glæpamenn.  Allstaðar í norðurlöndum annarsstaðar en hér eru komin meðferðarheimili sem eru lokuð þ.e. menn fara þar inn í 4-6 mánuði lágmark.  Eru sóttir aftur ef þeir strjúka.  Þessi heimili eru byggð upp á Minnessotakerfinu eins og Vogur - Til að fyrirbyggja allan misskilning þá tel ég Vog góða stofnun sem þjónar sínum tilgangi, en menn eins og sonur minn eru komnir langt framhjá því að "opin" stofnun leysi vanda þeirra.  Þó er hann alltaf að klóra í bakkan og reyna að ná sér út úr þessum vítahring.  Fyrir hann dugar ekkert minna en lokuð stofnun þar sem menn eru byggðir upp og hjálpað- út í lífið aftur, og að bjarga sér með einföldustu hluti eins g að sækja um vinnu og umgangast venjulegt fólk.  Þetta er hægt og þess vegna er sárt að vita að ekkert er gert.  Við höfum ekki efni á að missa allt þetta unga fólk hreinlega í dauðann.  Í Skandinavíu er farið aðdæma menn í svona meðferð í staðin fyrir fangelsi.  'Eg sé fyrir mér að opna slíkt heimili t.d. á Reykjanesi ið Djúp, eða Núp í Dýrafirði Þar eru skólar sem myndu henta mjög vel og standa auðir.  Væri nú ekki hægt að koma upp meðferðarheimili fyrir eiturlyfjasjúklingana okkar þar sem þeim væri hjálpað út úr viðjum eiturs og kennt að takast á við lífið á ný með langtíma vistun.  Auðvitað er ekki hægt að bjarga öllum, en ég er vissum að þetta er miklu heppilegri leið en sú forbannaða aðferð að fylla fangelsin af mönnum sem í raun eru fangar eigin fíknar og sjúkir á líkama og sál og þurfa hjálp en ekki refsingu. 

 

 

 Ísafirði 23  september 2003.

 

fangelsismálastofnun ríkisins.

b.t. Erlendar Baldursonar

 

Blessaður Erlendur.  Mig langar að biðja þig að senda mér upplýsingar um Júlíus K. Thomassen son minn.  Kennitalar hans er 080769-3269.

Ég þarf upplýsingar um hve oft og hvaða ár hann hefur setið í fangelsi frá upphafi.  Tilefni þessa er að ég ætla að beita mér fyrir því að sett verði á stofn lokuð meðferðardeild.  Þangað sem hægt verður að dæma illa farna áfengis- og fíkniefnaneytendur í staðin fyrir fangelsi.  'Eg ætla mér að nota líf sonar míns og mitt til að sína fram á þörfina til þessa máls.  Ég álít að þetta sé mjög brýnt verkefni og hef fengið vilyrði fyrir því að þessu máli verði fylgt eftir á alþingi.

Það er að segja af drengnum mínum, að hann er eins og er í Krýsuvík og líkar vel.  Hann fór þangað inn með aðstoð sýslumannsins hér, sýslufulltrúa og lögreglumannsins Hlyns Snorrasonar.  ef eitthvað getur bjargað honum þá er það einmit þetta.  Enginn veit það samt ennþá.

Með vinsemd og virðingu.  Ásthildur Cesil Þórðardóttir. 

 

Ég á fleiri svona bréf.  Fékk samt ekkert svar frá Erlendi við minni fyrir spurn, enda hvað eiga svona menn með að vera að svara kerlingum út í bæ með svona spurningar.  Og um pakk sem ekkert þarf að gera fyrir. 

Ónei en ætlum við að láta bjóða okkur þetta endalaust?  ekki bara börnunum okkar, heldur okkur sjálfum sem sitjum varnarlaus og illa haldinn og skömmumst okkar, látum allt yfir börnin okkar ganga.  Fordómarnir á fullu og okkur talin trú um að best sé að gleyma þessum einstaklingum.  Þau séu hvort eð er ekki þess virði að vera andvaka yfir þeim.  Við getum þrátt fyrir að afneita fíklinum, staðið vörð um mannréttindi barnsins.  Ekki láta yfirvöld segja okkur neitt annað.  Þó þau séu í bullandi neyslu og ömurlega á sig komin, þá eiga þau rétt á því að vera meðhöndluð sem manneskjur en ekki skepnur.


Við fengum að sjá drenginn okkar í gær.

Við fengum að sjá drenginn minn í gær.  Séra Magnús ráðlagði okkur að fara og sjá hann, taka Úlfin með.  Það myndi létta pressunni af þegar kistulagningin fer fram.  Hann er svo fallegur og mikill friður yfir honum.  Það vottar fyrir brosi á munni hans.  Það var gott að fá að sjá hann.

IMG_4127

Okkur líður betur á eftir.  En við vitum að hann er ekki þarna lengur, heldur meðal okkar.

IMG_4136

Og mikið held ég að hann hafi orðið hreykin af Úlfi litla, þegar hann sagðist vilja leiða bæn yfir pabba sínum.  Hann bað þess að englar vektu yfir öllum sem syrgja pabba hans, ættingjum og vinum.  Þetta var falleg bæn og Séra Magnús var með honum í þessu, séra Magnús er sérstök perla. 

Á eftir fórum við öll heim í kúlu og tengdadæturnar elduðu pizzur, og allir hjálpuðust að, nema mamman sem var hálf frosin.

IMG_4123

Símon Dagur ljúflingur.

IMG_4139

Hann sagði hátt og greinilega afi. Ingi Þór pabbi hans hefur nefnilega verið að segja okkur að hann hafi sagt pabbi og við bara hlóum að honum.  En svo heyrðum við í gær að drengurinn sagði hátt og skýrt nokkrum sinnum afi, og meira að segja afi minn einu sinni. 

IMG_4142

Tinna að undirbúa pizzuveislu. Hanna Sól hjálpar til.

IMG_4144

Alveg í anda Júlla míns fullt hús af börnum.

IMG_4147

Það er gott að vera saman og deila sorginni.

IMG_4154

Við erum öll vinir það er gott.

IMG_4156

Svo var farið í fatakistuna hjá ömmu og farið í búninga.

IMG_4159

Prinsessur af báðum kynjum.

IMG_4160

Stóru börnin voru þó sýnu alvarlegri.

IMG_4165

Heart

IMG_4170

Þeim finnst ótrúlega gaman að fara í allskonar búninga og leika sér þannig öll saman.

IMG_4171

IMG_4172

Pizurnar voru mjög góðar og við áttum yndislega kvöldstund saman.

IMG_4178

Verst þykir mér hvað þessi litli stubbur missir af að kynnast pabba sínum.

IMG_4180

Úlfur ætlar samt að segja honum frá pabba og rifja upp með honum sögur af fjöruferðum, veiðiferðum og öðru skemmtilegu sem þeir voru alltaf að gera saman.

Hér eru nokkrar myndir sem ég tók af bloggi Guðrúnar vinkonu Júlla míns.

9135_159456487358_599867358_3650009_5850696_n

Júlli í góðum félagsskap, Guðrún og vinur hans Ásgeir. 

9135_159456497358_599867358_3650011_3312653_n

Fallegi drengurinn minn.

9135_159456592358_599867358_3650024_3421811_n

 

Með æskuvini sínum Símoni, sem nú er látin fyrir nokkrum árum.

Megi allir góðir vættir vaka með ykkur og vernda.


Laugardagskvöld. nóv. 1988.

Laugardagskvöld nóvember 1988.

 

Til mömmu og pabba frá svarta sauði famelíunnar.

 

Ég ákvað að skrifa bréf en veit ekkert kvað ég á að skrifa.

 

Ég gæti sennilega talið á annari hendi þau bréf sem ég hef skrifað yfir allt mitt líf.

 

Með þessu kroti er ég sennilega líka að spekulera í mínum vandamálum sem mig langar mest af öllu í heiminum til að leysa.  Þá meina ég eins og þið vitið hvers vegna.  Ég hef frá því ég var tólf – þrettán ára dottið í það nærri því á hverri helgi og í síðustu ár gerst má segja dópari.(hassisti)

 

Mig langar miklu meira til þess að vera heima hjá mér hjá ykkur, heldur en hírast meira og minna má segja á götunni hér í Reykja vík.  Ég ætlaði mér aldrei að fara suður og vera svona lengi.  Reyndar aldrei.  Láta aldrei vita af mér. Það er eins og ég límist fastur í einhverju einhvernveginn og ég loka mig burt frá öllum. 

Ég á bestu fjöldkyldu í þessum heimi og ég elska ykkur meira en orð geta lýst og hef brugðist ykkur svo mikið og það kvelur mig mest.  Ég hef fengið svo mörg tækifæri, svo marga sjénsa en alltaf sama sagan aftur og aftur.  Ég er inn á Síðumúlanum þegar ég skrifa þetta, fyrir ávísanafals og þegar ég slepp út, ætla ég að reyna og ég meina virkilega reyna allt sem ég mögulega get til þess að stoppa þetta HELVÍTI.

 

Ég ætla mér það og ég skal geta það og þið viljið hálpa mér ég veit það.

 

Inga Bára sendi mér sígarettur, tannbursta, skrifblokk og penna á miðvikudag, og þetta er það fyrsta sem ég skrifa og ég búinn að vera með pennan í höndunum síðan þá, svona nærri því og spekulera  í því hvað ég ætti að krota niður og nú get ég varla hætt.

 

Jón Ólafur spurði mig hvort ég vildi fara inn á Vog eða fara vestur.. Ég veit það ekki.  Ég meika varla að fara í meðferð eftir fyrri kynni en mundi þá sennilega taka þessa tólf daga sem er Vogurinn og sleppa eftirmeðferðinni.  Xxxx xxxxx xxxxxx og Xxxxx Xxxxx voru síðast þegar ég vissi báðir á leið í meðferð.  Ég er ennþá að spá í það.

Áður en ég klára allt blekið úr pennanum hennar Ingu þá ætla ég að hætta þessu mér líður svo miklu betur eftir að hafa skrifað þetta.  Mér þykir vænt um ykkur öll og bið að heilsa öllum.

 

Júlli.

 

Júlli l tán. 

Heart 

Júlli táningur 

 

Unglingurinn minn.   

Júlli lítill 001

Barnið mitt.

Júlli lí faðmi fjölskyldunnar2

Í faðmi fjölskyldunnar.

 Júlli lí faðmi fjölskyldunnar1

Giftingarmyndin okkar allra.

 Júlli dýravinur

Alltaf góður við alla. 

 Júlli lí snjó

Alltaf hjálpsamur.

 Júlli lí faðmi fjölskyldunnar

Í faðmi fjölskyldunnar á gamlársdag 98.

 Júllí skírn Úlfs

Á hamingjudegi að skíra litla Þórð Alexander Úlf, og pabbi heldur barninu undir skírn, enda nafni hans Þórður Júlíusson

Júlli á sjúkrahúsi

Hann var alltaf hrakfallabálkur þessi elska.  Þegar hann datt og meiddi sig var hann farin að segja mamma ekki láta sauma.  Í baksýn má sjá Óla, sem var dúkka sem fylgdi krökkunum lengi vel ef eitthvað bjátaði á, þá var Óli bestur.   Set inn þetta bréf hans.  Þar sést svo ekki verður um villst að börnin okkar vilja EKKI vera í þessu HELVÍTI, það er ekki rétt að hengja sig í svona mýtur sem eru hreinlega ekki réttar. En nú er ég orðin algjörlega orkulaus og þarf að fara út og hressa mig við.  Þetta tekur á allstaðar.  Heart 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband