14.10.2009 | 14:16
Brot úr ævi.
Ég hef gegnum tíðina skrifað mig frá reiðinni og sett niður á blað það sem gerst hefur með brotnu börnin mín. Þetta er flest skrifað næstum jafnt því sem það gerist. Hér er brot úr því. Skrifað fyrir cirka 12 árum.
Fangelsisdvöl sonar míns var eins og við var að búast erfið fyrir þau bæði. Hann byrjaði með að fara of seint inn, vildi reyna eins lengi og hægt væri að njóta samvista við unnustu sína. Þau fengu sér herbergi á hernum og náðu sér í einhverja aukadaga. Þetta var auðvitað ekki vel séð af yfirvaldinu, þeir gátu ekki gert sér í hugarlund ungæðishátturinn sem lá að baki, enda er ekki verið að husa um óþarfa hluti á þeirri stofnun. Þau fundust svo auðvitað, hann var fluttur í járnum á Skólavörðustíginn. Þar þurfti hann svo að dúsa í u.þ.b. tvo mánuði. Hann hafði vonast til að fá að fara á Kvíabryggju og læknirinn hafði mælt með því. Í báðum skýrslum bæði frá lækni og sálfræðingi hafði staðið að andlegt ástand hans væri það slæmt að best fyrir hann væri að fara á Kvíabryggju. En það er nú ekki verið að taka tilliti til slíkra hluta hjá fangelsismálastofnun, eins og siðar kom í ljós. Þar á bæ er mönnum sama um ástand og framtíð þess fólks sem þeir hafa á valdi sínu. Hann var því settur á hraunið eftir þessa 2ja mánaða bið. Að vísu var hann settur þar á eitthvað sem heitir fyrirmyndargangur.
Ég ætla ekki að orða um dvöl hans þarna, en ég ætla þó að geta þess að á meðan hann dvaldi þarna, bað hann mig um að senda sér ýmsa hluti sem hann vildi fá inn, m.a. forláta dictafóók, myndir af unnustunni og karotínbætiefni þar sem hann ætlaði að fara að byggja upp líkama sinn.
Það er um þetta að segja að flest af því sem ég sendi mátti ekki fara inn til hans. T.d. bætiefnin þótt þau kæmu beint frá búðinni og væru sérstaklega merkt sem slík. Þó hafði eigandi stúdíósins sagt mér að hann hefði áður sent föngum þessi nákvæmlega sömu efni og þau hefðu komist í réttar hendur. Myndirnar af unnustunni fékk hann aldrei inn til sín. Þeir sögðu að þær hefðu aldrei komið til þeirra, en samt gátu þeir skilað römmunum. Annað tók langan tíma að fá til baka og sumt fékk ég aldrei í hendur aftur t.dl. dictafóninn fína, hann hefir aldrei sést síðan. Þetta varð ekki til að auka tiltrú mína á stofnun sem vinnur með fanga og á að því manni finnst að sýna gott fordæmi.
Unga konan hafði veriðbundin öðrum manni þegar þau byrjuðu saman og þegar hún var lagalega laus frá því sambandi vildu þau festa ráð sitt. Þau voru búin að ákveða giftingardaginn og fá alla appíra sem þau þurftu og tala viðsýslumann á Selfossi, en þá kom babb í bátinn. Fangelsisstjórinn vildi ekki hleypa brúðinni væntanlegu inn fyrir dyr á Litla Hrauni þar sem hún var fyrrverandi refsifangi. Það endaði með að ég hringdi í manninn og að lokum féllst hann á að lofa henni að koma og giftast, þetta voruhans orð; hún getur svo sem komið hér inn og gifst honum sen hún fer út strax að lokinni athöfn.
Ég hef hoft hugsað um þessa afstöðu síðan og það sem mér finnst einkennilegt er í fyrsta lagi, það er alltaf sagt að þegar manneskja sé búin að ljúka refsivist, þá sé það búið mál. Þetta hélt ég að gilti um alla, en greinilega ekki þarna.
Í öðru lagi virðist mér að eftir þessu að dæma, sé verið á einhvern hátt að hefna sín á mönnum, sem geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Eg skil ekki svona afstöðu. En þetta hefur sjálfsagt sínar ástæður þótt ég komi ekki auga á þær. Um þetta verður hver að dæma fyrir sig, en hvert orð er satt sem hér er sagt.
Þegar leið að því að tengdadóttir mín fæddi barnið fluttist hún heim til okkar. Það var ánægjulegt að sjá hve hún blómstraði. Og ég sá í henni góða og dugmikla stúlku sem var ákveðin í að standa af sér storma og hríð.
Við fórum að undirbúa jarðveginn að unnustinn fengi að koma heim og vera viðstaddur fæðinguna, því við töldum alveg víst að það yrði ekki vandamál. Við vorum sannfærðar um að það yrði litið á það sem gott innlegg í að gera hann að betri einstakling að fá að fylgjast með fæðingu barns síns. Við vorum með lög og reglur um fangelsismál frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu frá 1995. 5. kafli 38. grein. Um leyfi til dvalar utan fangelsis í sérstökum tilfelum. Þar segir orðrétt Heimilt er eftir beiðni fanga að veita honum leyfi til dvalar utan fangelsis í eftirfarandi sérstökum tilfellum, ef slíkt telst heppilegt sem þáttur í refsifullnustu eða til að búa hann undir að afplánun ljúki.
A) Til að heimsækja náinn ættingja sem er alvarlega sjúkur.
B) Til að vera viðstaddur jarðarför eða kistulagningu náins ættingja.
C) Til að vera viðstaddur fæðingu, skírn eða fermingu barns síns.
D) Til að gæta sérstaklega brýnna persónulegra hagsmuna sinna. Með nánum ættingjum í þessu sambandi er einungis átt við; maka, börn, foreldra, systkin, föður- eða móðurforeldra og barnabörn.
Þegar hún svo fékk hríðarnar þann 8. mars hringdi ég suður strax tiil að láta vita svo hann gæti náð flugi. En svörin voru þau að hann fengi ekkert að fara út til að vera viðstaddur. Í fyrsta lagi væri hann ekki búin að vera nógu lengi inni og í öðru lagi væri ekkert vistunarfangelsi á staðnum.
I fyrsta lagi af hverju var ekki hægt að ræða þetta við okkur á vinsamlegri nótum.
Í öðru lagi hvað með það þótt hann væri ekki búin að sitja nógu lengi inni, til hvers er verið að loka menn inni, sérstaklega menn sem eru mest hættulegir sjálfum sér? Er ekki verið að reyna að bæta þá, eða eiga bara hörkulegar reglur að gilda í öllum tilfellum, dæmi nú hver fyrir sig. Hvað varðar vistunarfangelsi, þá eru þau bara á örfáum stöðum í landinu, og hvað með jafnrétti borgara þessa lands án tillits til búsetu og fleira. Eg veit ekki betur en aðhann hafi verið geymdur í tvo mánuði á Skólavörðustígnum og ég veit að þar ekki ekki bjóðandi neinum að vera. Ég vil að fólk hugsi um þetta og spyrji sjálft sig þeirrar spurningar hvort þetta sé rétt stefna hjá Fangelsismálastofnun og hvort hér sé verið að fara þá leið að betrumbæta fólk sem er lokað inni, eða hvort þetta sé árangursrík leið til að koma í veg fyrir að þetta fólk haldi áfram í vitleysunni. Ég veit ekki hvort fangelsis- og dómsyfirvöld hafa sett sér afmarkaða stefnu um hvernig þau vilji reka fangelsi landsins, en ég get fullyrt að með svona framkomu við fólk þá er ekki furða að menn leiðist æ ofan í æ í sama farið. Ég vil leggja til að það verði strax farið í að endurskoða starfshætti þessarar stofnunar og hlutverk. Ég ætlast til að við foreldrar þeirra barna sem eru ofurseld þessari stofnun hreinlega heimti að þessu sé breytt. Það má bæta við að þarna eru engir skipulagðir faghópar í vinnu, sálfræðingar læknar og félagsfræðingar. Eftir því sem mér skilst þá mun vera einn sálfræðingur og einhver læknir sem er komin á eftirlaun, þótt hann sé auðvitað allra góðra gjalda verður, á er nú ef til vill full mikið til ætlast að hann sjái um öll fangelsi landsins. Þess vegna segi ég að þetta unga fólk á ekki að fara í fangelsi. Það á að loka það inni á stofnun þar sem allt er til staðar meðferð til að losna undan fíkniefnum, sálfræðingar til að lækna brotna sál og félagsfræðingar til að hjálpa þeim að komast út í lífið á ný, til að lifa í okkar heimi. Komast upp úr þessum svarta ljóta heimi sem eiturlyfjabarónarnir hafa skapað sér og sínum. Þeir passa upp á sitt. Og eg veit að þegar þetta unga fólk kemur út úr fangelsinu, þá bíður þeirra flestra ekkert annað en að lenda aftur í fanginu á þeim sem bíða handan við hornið með falskt öryggi og peninga.
Eftir allt sem á undan var gengið var það tengdamamman sem fór með ungu eiginkonunni upp á fæðingarstofuna og sat hjá henni og fylgdist með litla manninum koma í heimin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.10.2009 | 12:23
Er ekki komin tími til að breyta, laga og bæta?
Til að fólk skilji hvað hér er um að ræða þarf að koma fram samskipti milli fíkla og þeirra sem um þeirra mál sjá.
Ég verð að byrja á að taka fram að flestir sem vinna náið með fíklum skilja ástandið og þeim líður ekki vel yfir því hvernig málin eru. Því þeir þekkja meira til og vita að hér er verið að höndla með lifandi fólk. Lögreglan er sjálf oft ráðalaus þeir eru að framfylgja lögum. Flestir eru góðir og grandvarir menn, þó oft leynist þar innan um menn sem ættu ekki að vera í slíkum störfum. En það er svo allstaðar því miður einstaka svartir sauðir sem setja blett á alla hina.
Það eru ráðamenn fyrst og fremst sem sníða þessa stakka of þröngt og gefa of lítið svigrúm, þar sem sennilega er mest á því þörf að menn fái að beygja og teygja lögin til þess að bjarga því sem bjargað verður.
En hér eru nokkur bréf sem ég tel að eigi erindi inn í þessa umræðu.
2. 9. 2002.
Elsku mamma mín sterkasta kona í heimi mig langaði til þess að tala aðeins við þig í gegnum pennann. Ég gæti aldrei fundið nógu stóra afsökun fyrir þig gagnvart því sem ég hef reynst þér.
Ég virðist vera að versna það hefur kannski farið eitthvað í hausnum á mér.
Þú getur ekki hafa fundið neina reiði eða eithvað í þá veru frá mér vegna þessa sviptingamáls, því það skil ég ósköpð vel.
Það er erfitt að eiga litinn gosa þessa dagana, því ég get ekki annað en hræðst það að hann gæti líkst foreldrum sínum þ.e.a.s. slæmu hliðunum. En hann hefur þó forvörnina og vel veit ég að bæði ég og Jóhanna höfum margt til að bera. Það þarf bara að leiðbeina honum vel ég gæti aldrei sagt (ég vildi að ég ætti ekki barn) því hann er hjarta mitt og það sem ég lifi fyrir, því ég veit að hann er búinn að bjarga mér oft frá því er ég veit að ég á ekki að gera.
Læknirinn sem kom í gær var vægast sagt óheppilegur, ég haf einu sinni farið á stofuna til hans, sem endaði með rifrildi og ljótum orðum. Ég man ekki nafnið á honum, en ég gat séð er hann sat hér í klefanum, með lögregluþjón í gættinni (enginn trúnaður eða sjúkraleynd) að þetta var ekki leiðinlegt fyrir hann, að segja mér að ég væri ekki í lífshættu, svo hann ætlaði ekki að gera neitt mér til hjálpar. Ég gæti bara byrjað meðferðina strax. Eitthvað tiltal fékk hann þó, því eg fékk 30 mg af líberíum í staðin fyrir 150 sem ég var á niður á Skólavörðustíg og þar er annar svipaður læknir ögn skárri þó.
Jæja þetta var ekki ætlun mín að kvarta og kveina. ********* hringir í mig á eftir því hitt var eingöngu fyrir 1. dag. Mig langaði bara að þakka þér þína óbilandi þolinmæði líka styrk og segja þér að ég er stoltur af kjarnamömmu.
Gott finnst mér líka að þið krosstrjáasystur standið og vinið saman á við fimm fótboltalið þegar þig teljið nauðsyn.
Eitt er vont/gott hjá mér því ég má eki sjá tré né hellulögn því a hugsa ég um að þarna gæti ég ásamt fjölskyldunni verið við vinnu (áhugi!) mér finnst pabbi vera einstakur maður því sennilega væru þeir er hefðu unnið jafn hart og lengi orðnir eitt hrúgald, ég vildi bara að hann væri blóðfaðir minn líka.
Nú er ég orðin orðlaus enn enn og aftur. Þúsund þkkir og þúsund kossar. Júlli.
P.S. kyssið og knúsið litla maninn frá mér bless bless.
(Læknirinn hringdi svo aldrei. )
4. september 2002.
Varðstjórinn Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg.
Reykjavík.
Ég undirrituð skipaður forrðismaður Júlíusar K. Thomassen kl. 0807693269, fer hér með fram á að tekinn verði skýrsla af honum vegna samskipta hans við lækna frá heilsgugæslustöðinni á Ísafirði, meðan hann dvaldi í fangelsinu þar frá morgni mánudags 2. september til seinniparts 3. september er hann fór suður með kvöldvél. Ég vil fá fram hans hlið á öllum samskiptum við læknana og líðan hans á meðan hann dvaldi á Ísafirði. Þetta tekur til símtala til lækna og aðstandenda hans. Einnig heimsíma læknir og ástand hans þegar hann átti að fá son sinn í heimsókn.
Einnig vil ég fá skýrslu um þann atburð er hann reyndi að fremja sjáflsmorð í fangaklefa sínum fyrir stuttu. Ég þarf að fá þetta fljólega, vegna þess að verið er að vinna að undirbúningi þess hvernig best er að meðhöndla Júlíus eftir að dómur fellur í máli hans á miðvikudag í næstu viku.
Virðingarfyllst... Ásthildur Cesil skipaður forræðismaður.
Ísafirði 4. september 2002.
Varðstjóri Önundur Jónsson
Lögregluststöðinni ´
Ísafirði.
Ég undirrituð skipaður forræðismaður Júlíusar K. Thomassen fer hér með fram á að fá skýrslu frá lögreglunni á Ísafirði um öll samskipti og öll símtöl Júlíusar við lækna heilsugslustöðvarinnar á Ísafirði frá því hann kemur inn á stöðina með morgunvél á mánudag 2. september og þangaðð til hann fer suður með kvöldvél þriðjudaginn 3. september. Ég vil líka fá vitnisburð lögreglumanna sem urðu vitni að ástandi hans í bæði skipti sem hann átti að hitta son sinn og viðbrögðum mínum við því að læknar sinntu ekki umbeðinni læknisaðstoð. Ég vil einnig að það komi fram ef rétt er, að læknir sem heimsótti hann í klefa hafi haft lögregluþjón á vakt í dyrunum á meðan á heimsókn hans stóð. Einnig staðfestingu á því að sængurföt hans voru rennblaut af svita og ef satt er að þurft hafi að skipta á rúmfötum um nóttina.
Virðngarfyllst
ÁC.. Skipaður forræðismaður JKT.
Ísafirði 3. september 2002.
Eftirfarandi símtal átti sér stað þann 3. sept. 2002 kl. 13.30 Ásthildur hringir á heilsugæslustöð og biður um að fá að ræða við *******
Stúlka í móttöku. Hann er því miður ekki við.
Ásth. Ég er að hringja vegna sonar míns, út af símatíma.
St. Hann er á fundi eins á stofunni sinni eins og er og ég næt ekki sambandi viðhann og það hefursitthvað dregist meðað hann hringi út. En ég sé að Júlíus er hér á blaðinu hjá honum.
Ásth. Ég vil biðja þig þegar þú nærð sambandi við hann að biðja hann að hringja í Júlíus því honum liður illa og hann bíður eftir símtali frá honum.
St. Já alveg sjáflsagt ég skal gera það.
Kannski ekki orðrétt en aðalinntakið í símtalinu.
Staðfest hér með að samtalið gekk nokkurnveginn svona. Undirritað af starfsstúlku.
Ísafirði 7. nóvember 2002.
Fangelsismálastofnun ríkisins
b.t. Erlendar Baldurssonar
Borgartúni 7. 105 Reykjavík.
Varðar Júlíus K. Thomassen kt. 080769 3269.
Júlíus Kristján Thomasen var úrskurðaður í 10 mánaða fangelsi í september s.l. Júlíus á langan afbrotafeil að baki og hefur verið í fíkniefnaneyslu allt síðan um 12 ára aldur. Hann var kominn á gott ról í fyrra og fór í meðferð í byrjun þessa árs. Hann hefur sagt mér að hann vilji hætta þessu lífi. En vandamál Júliusar er að hann er orðin það veikur að mjög erfitt er fyrir hann að komast upp úr neyslu. Hann hefur aldrei farið í langtíma meðferð, heldur hætt þegar afeitrun er lokið. Þess vegna tók ég móðir hans það til braðgs í sumar aðsvipta hann sjálfræði. Það var gert í lok ágúst. Hann hafði farið sjálfivljugur í meðferð á Geðdeild Landstpítalans fyrir þennan atburð en vegna þrýstings frá mér. Þá hafði hann fengið pláss í Krýsuvík en skilyrðið var að hann færi í afeitrun. Af geðdeild 33a fékk hann svo bæjarleyfi tæpri viku eftir innlögn og þar með hófst sorgarsaga innbrota og botnlausarar neyslu, þar til hann var settur í síbrotagæslu að tilhlutan minni.
Hér eru auk mín allir sem til þekkja sammála um að Július þarfnist langtímameðferðar en ekki fangelsisvistunar. eftir símtal við Erlend Baldursson hjá fangelsismálastofnun um hvaða meðferðarúrræði stofnuninn telur fullnægja skilyrðum hennar, þá lagði ég inn umsókn um meðferð á Staðarfelli og afreitrun á Vogi.
Þriðjudaginn 29. október fór Júlíus inn á Vog til að byrja meðferð. Hann hefur ennþá staðið sig vel. Á fundi með fulltrúa skóla og fjölskylduskrifstofu og heimilislækni hans Hallgrími Kjartanssyni kom fram að þeir aðilar væru tilbúnir að vinna með mér að því að fangelsismálastofnun samþykkti að afplánun Júlíusar færi fram með neð langtímameðferð. Þetta hefur einnig komið fram í samtölum við sýslumann og lögregluna. Júlíus fékk heilablæðingu fyrir tæpum tveimur árum og hefur síðan átt við mikið þunglyndi að stríða og höfuðkvalir. Meðan hann afplánaði síbrotagæslu í fangelsinu á Hverfisgötu reyndi hann að fremja sjálfsmorð með því að skera sig á púls. Þrátt fyrir að varðmenn þar væru honum góðir. Július hefur tjáð mér að hann hafi miklar áhyggjur af því að þurfa að fara í fangelsi eftir meðferð, því hann segist hafa svo mikla innilokunarkennd að hann geti ekki setið inni ódeyfður.
Mitt álit er að ef hann lýkur langtímameðferð þá muni hann geta funkerað í samfélaginu okkar. Einnig myndi sú vitneskja hans að hann gæti lokið afplánun í meðferð staðfeseta hann ennfrekar í þvi að vinna sig út úr vandanum á þann hátt.
Ég fer því hér með fram á það við háttvitra fangelsismálastofnun að Júlíusi verði gefinn kostur á því að afplána fangavist sína að öllu leyti í meðferð á Vogi og á Staðarfelli. Til áréttingar þessu bréfi munu koma bréf frá Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar og bréf frá Ingvari Kjartanssyn settum yfirmanni á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði.
Virðingarfyllst ÁCÞ. Skipuð forráðamaður Júliusar K. Thomassen.
12. nóvember 2002.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Seljalandsvegi 100
Ísafirði.
Með bréfi, dags. 7. nóvember farið þér þess á leit að Júlíus K. Tomassen fái að afplána alla tildæmda refsivist á sjúkrastofnunum SÁÁ.
Dómur sá sem þér getið um í bréfi yðar hefur ekki enn borist Fangelsismálastonfun til fullnustu. Þegar hann berst stofnuninni verður Julíus boðaður til afplánunar með vísan til 2. gr. reglugerðar um fullnustu refsidóma nr. 29/1993.
Ákvörðun um langtímameðferð á afplánunartíma verður einungis tekinn eftir að Júlíus hefur hafið afplánun í fangelsi.
E.u. Erlendur S. Baldursson.
22. nóvember 2002.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Fangelsismalastonun hefur borist bréf yðar dags. 18 nóvember sl. varðandi afplánun Júlíusar K. Thomassen.
Dómur hefur enn eki borist til fullnustu en að öðru leyti vísast með svat til fyrra bréfs Fangelsismálastonfunar til ypar varðadi sama erindi, dags. 12., nóvember sl.
e.u.
Erlendur S. Baldursson.
Það skal ítrekað hér að þeir gáfu enga miskunn og létu sækja hann upp á Staðarfell til afplánunar. Það eina sem ég fékk út úr þessum bréfaskrifum ásamt því að fylgja drengunum í viðtal við Erlend, var að hann var settur inn í Kópavogsfangelsið en ekki Litla Hraun.
Það er nákvæmlega þetta sem ég er að tala um. Ekkert svigrúm gefið, þó fagaðilar ráðleggi annað og jafnvel skrifaðar skýrslur lækna og geðlækna um að þetta sé óheppilegt. Allt voru þetta smámál með 0.eitthvað af ólöglegum fíkniefnum í vasanum ásamt innbrotum til að ná sér í fíkniefni og pillur. Hringrásin ógurlega sem er daglegt brauð enn þann dag í dag, án þess að yfirvöld leiði hugan að því einu sinni að það sé eitthvað að þessu kerfi hjá þeim. Að það gæti verið hægt að bjarga mörgum einmitt með því að huga að hverjum og einum og hvað hentar best. Eins og til dæmis lokuð meðferðarstofnun myndi gera. Hefði sennilega gert kraftaverk í þessu tilfelli. Fer ekki að verða komið nóg?
Þess vegna lýsi ég yfir ábyrgð yfirvalda á mörgum af þeim ótímabæru dauðsföllum sem hafa orðið síðan fíkniefnadjöfullinn komst til valda í íslensku samfélagi. Og þó minn drengur sé fallin frá, þá eru aðrir þarna úti í sömu sporum ætla yfirvöld að horfast í augu við samfélagið og sjálfa sig áfram með það á bakinu að bera þá ábyrgð?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
12.10.2009 | 18:21
Bréf til allra alþingismanna í lýðveldinu Íslandi 1998 og bréf til sonar.
Árið 1998 sendi ég alþingismönnum þetta bréf. Ég geri mér grein fyrir að umgengni við fíkla er ekki auðveld, og það er oft erfitt að hafa þá inn á heimili sínu. En það gefur samt ekki rétt til að þau séu algjörlega hunsuð og fordæmd.
Það voru reyndar lítil viðbrögð við þessu bréfi mínu. Enda bara kerling út í bæ sem var þarna að skrifa eitthvað óþægilegt og um einhverja sem skipta hvort sem er engu máli... eða hvað?
Ísafirði 5. janúar 1998.
Ágæti þingmaður íslenska ríkisins.
Er það ekki rétt hjá mér að þú sitjir á Alþingi til að gæta hagsmuna allra þegna kjördæmis þíns?
Ég vil benda þér sérstaklega á hóp ungs fólks sem full þörf er á að kannað sé með sérstökum hætti, hvernig hægt sé að koma til hjálpra. Málið þolið enga bið.
Þetta eru fíkniefnaneytendur.
Ég er að tala um þá sem svo djúpt eru sokknir að þeir eru komnir í lögbrot. Ég er ekki að tala um unglinga, heldur ungt fólk alveg upp úr skalanum.
Í þjóðfélagi okkar er í dag litið á þetta fólk sem glæpamenn, en ekki sjúklinga og þeir meðhöndlaðir samkvæmt því í okkar réttarkerfi.
Ég álít að það þurfi að fara í saumana á dóms- og réttarkerfi Íslands í dag og færa þar hlutina til nútímalegra horfs.
Ef við ætlum að stefna að fíkniefnalausu landi árið 2002 þá er þetta eitt af veigameiri þáttum sem þarf að lagfæra.
Það gengur ekki lengur að þessu fólki sé stungið inn í fangelsi án tillits til hvar og hvernig það er statt í lífinu, það brotið niður og síðan sent út á götu aftur án neinnar raunverulegrar aðstoðar. Fangelsi á Íslandi eru heldur ekki í stakk búin að taka við þessu fólki, þar sem aðeins mun vera einn sálfræðingur starfandi við stofnunina, engir læknar og félagsfræðingar. Ekkert fagfólk sem meðhöndlar sjúklingana
Hér þarf líka að taka tillit til hvort fólkið sé að bæta sig og komið í nýtt líf, áður en það er rifið upp og sett í fangelsi fyrir brot sem það framdi í annarlegu ástandi löngu áður. Og hver er þá tilgangurinn með innilokuninni?
Til að sýna fram á fáránleika framkvæmda í málum þessa unga fólks ætla ég að senda hér með einstakt mál sem er mér tengt Eg vil taka fram að þetta einstaka mál verður að meðhöndla sem trúnaðarmál, því meiningin rauðvitað að þessi mál verði skoðuð í heild sinni og fundinn mannsæmandi lausn fyrir sjúklingana okkar.
Ung kona tengd mér var komin ansi langt niður í fíkniefnaneyslu hún var búin að komast oft í kast við lögin. Hún var búin að eignast nokkur börn sem öll eru í vörslu foreldra hennar. Henni hafði m.a. verið meinað að fara með ungt barn sitt í fangelsi sem varð til að böndin slitnuðu.
Þessi stúlka var búin að taka sig á ástfangin, búin að gifta sig og komin með barn. Maðurinn hennar var líka búinn að vera fíkill lengi, reikandi og festi ekki tilfinningabönd við nokkurn mann. Þessi tvö voru sem sagt búin að finna hvort annað og farin að feta veginn þrönga og mjóa saman. En yfir hvíldi einn skuggi, stúlkan átti yfir höfði sér 15. mánaða fangelsi. Hún var kölluð inn í ágúst s.l.
Ég gerði allt sem ég gat til að forða því að hún yrði sett inn ég var hrædd um að þetta áfall yrði framtíð þeirra svo þungt högg, að allt sem áunnist hefði í þeirra lífi væri í hættu. Ég fékk vottorð frá heimilislækni þeirra, vottorð frá sálfræðingi sem ræddi við þau í nokkrum samtölum og vottorð frá félagsfræðingi.
Ekkert tillit var tekið til umsagnar alls þessa fagfólks. Og ég segi hefði ekki verið heppilegra í þessu dæmi að breyta dómnum í skilorðsbundið fangelsi og sjá hvort unga fólkið stæði sig ekki til langframa, heldur en að rífa litlu fjölskylduna sundur og senda hana hvert í sína áttina og taka áhættu á að þau færu aftur í sama horfið og litla barnið til annara? Og ég segi enn og aftur hver er eiginlega tilgangur fangelsisvistunar á Íslandi í dag?
Á hinum norðurlöndunum er allstaðar til staðar lokaðar meðferðarstofnanir. Það er lífsnauðsynlegt að koma slíku á hér, þá er hægt að dæma fólkið í meðferð allt frá þrem mánuðum til árs eða svo.
Fangelsismálastofnun virðist starfa eftir mjög þröngt afmörkuðum reglum og ekkert svigrúm virðist gefið til mannúðar á þeim bæ.
Þessu verður að breyta.
Ágæti þingmaður! Ég bið þig að lesa þetta bréf og meðfylgjandi plögg vandlega og vita hvort þér finnst ekki ástæða til að skoða nánar aðstöðu og aðbúnað óhamingjusams fólks sem vegna veikleika og kjánaskaps en ekki glæpaeðlis hefur lent milli steins og sleggu og er hjálparlaust og vonlaust í okkar velferðarríki. Ég þekki nógu marga af þessu óhamingjusama fólki til að geta sagt að oftast er þetta yndælis fólk, en veikgeðja og hefur þess vegna látið glepjast þangað til ekki varð aftur snúið. Við höfum réttindi og skyldur gagnvart þessu fólki, viðhöfum ekki heldur efni á að missa það í dauðann, en þar enda allof oft margir ef ekkert verður að gert, annað hvort úr sjúkdómum eða fyrir eigin hendi. Það er margt sundurtætt foreldri úti ´þjóðfélaginu sem hefur engin ráð til bjargar.
Opin meðferðarstofnun hefur ekkert að segja, því flestir þessa hóps eru komnir of langt til að vistast þar sem það getur gengið út daginn eftir. Ég segi þetta vegna þess að ég hef upplifað þetta sjálf og vil engum svo illt að ætla honum að ganga í gegnum slíkt helvíti, þar sem alltblandast saman ástin á afkvæminu, sjálfsblekkingin, lygin og vonleysið, reiðin út í eiturlyfjasalana og ekki síst reiðin út í kerfið sem frekar slær á hverja veika tilraun til sjálfsbjargar en að vera til hjálpar reiðubúið.
Með virðingu Ásthildur Cesil Þórðardóttir, móðir, tengdamóðir og amma.
Bréf til sonar desember 2005.
Desember 2005.
Hæ Júlli minn.
Ég sendi þér þessar bækur til að lesa. Vonandi líkar þér þær. En ég finn ekki ljóðabókina sem þú baðst um. En ég sendi þér samt þessa bók, hún hefur að geyma mörg af ljóðunum í bláu bókinni. Ég ætlaði að kaupa eintak en það er ekki fáanlegt. Þessi bók er orðin algjört raritet.
Vona að þú hafir það gott og komist upp úr þessari vitleysu. Þú virðist vera ákveðin í að standa þig og það er gott. Það er eina pottþétta ráðið til að þokast upp úr þeirri lægð, að virkilega vilja halda áfram á beinu brautinni.
Úlf hlakkar mikið til að fara í ferðalagið. Hann er að skrifa jólasveininum og biðja um allskonar dót í skóinn. Ég veit ekki hver er að plata hvern. Held að hann sé meira að plata mig.
Hann er búin að vera órólegur undanfarnar vikur. Hann er það næmur að hann finnur að foreldrarnir eru óstabílir. En hann veit að mamma hans er mikil óreglumanneskja, hann stólar meira á þig nú orðið, svo þetta ástand á þér hefur orðið honum erfitt. Það hefur komið fram í skólanum og ýmsu öðru atferli. Þess vegna skiptir miklu máli að þú bregðist honum ekki og vinnir að því að ná fullri heilsu á ný.
Hann grét um daginn og sagðist hafa svo miklar áhyggjur af því að verða táningur ef hann færi að drekka og veðar fíkill. Við sögðum honum að það væri alveg undir honum sjálfum komið. Tíu ára guttar eiga ekki að þurfa að burðast með svona hugsanir. Hann er samt rosalega dugelgur og góður strákur.
Mér er mikið létt að þú skulir vera kominn í meðferð. Það var erfið biðin vitandi að þú fórst alltaf lengra niður, eftir allt uppbyggingarstarfið sem þú hefur verið í.
Jæja þá er jólaundirbúningurinn framunda. Ég lauk við síðasta jólakortið í gær og fer með þau í póstinn í dag. Það var rosaleg rigning hér í gær var feginin að það gerði ekki svona slæmt veður fyrr en eftir að þú varst farinn suður.
Hnífsdalsvegurinn var lokaður í alla nót vegna aurskriða. Hér eru allir lækir á fullu. Vonandi fer þessum lægðum að ljúka og komast á stabílla veður.
Jæja Júlli miinn, vona að þú hafir það gott og hugsaðu bara um það eitt að komast til heilsu. Okkur þykir öllum vænt um þig og viljum fá þig heilan heim, þó það taki tímann sinn. Um að gera að ljúka meðferðinni og hýða ef þeir ráðleggja eftirmeðferð.
Við sendum þér bestu kveðjur mamma Úlfurinn og pabbi.
Megi allir góðir vættir vaka með ykkur öllum og vernda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
12.10.2009 | 13:46
Tómleiki, en áfram heldur lífið.
Ég geri mér ljóst að nú fer í hönd ákveðin tómleiki. Nú þegar allt er um garð gengið og drengurinn minn kominn á sinn stað. Í gær var mikið um að vera, fólk að kveðja og fara. Einn sonur minn að fara til Noregs, elskulegir ættingjar og vinir að fara heim, eftir að hafa lagt á sig að koma Júlla mínum til heiðurs, í leiðinda veðri og ófærð. Einhverjir komust ekki sem eðlilegt var miðað við veðrið.
Ég er eiginlega hálf tóm í hjartanu. Þó býr það einhver innri gleði vegna þessarar fallegu athafnar og samhuganum sem ég fann svo vel, bæði hjá þeim sem voru að hjálpa til, þeirra sem tóku þátt og þeirra sem hafa sent mér kveðjur bæði hér og annarstaðar. Ég ætla mér að halda áfram að skoða og sýna fram á hve ranglega við erum að meðhöndla okkar öðruvísi börn. Og ég ætla mér að sýna fram á það með því að setja hér inn fleiri bréf. Það er ekki til enskis að ég hef geymt alla þessa pappíra svona langan tíma. Ég held ef til vill að ég hafi innst inni vitað að til þessa kæmi. Og drengurinn minn vissi það eflaust líka.
Nú er hann engill og tekur á móti öðrum öðruvísi börnum, eins og Guðrún vinkona mín sagði við mig. Og þá verð ég að sætta mig við að hafa hann ekki lengur hjá mér.
Sumir tóku ekki einu sinni eftir því að veðrið var rosalega vont á leiðinni. En sumir eru bara að eðlisfari bjartsýnir og láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna.
Margeir blessaður missti gleraugun sín í óveðrinu og skemmti bílinn. En hann kom samt.
Mamma Úlfs kom líka og stóð sig vel.
Sigrún mín og Áróra hér að kveðja.
Tími til að kveðja og halda áfram að lifa og vera til. Það er lífsins gangur. En mikið var gaman að hitta svona marga.
Skafti minn farin í atvinnuleit til Noregst, auðvitað óska ég honum góðs gengis, en vona samt að hann komi heim fljótt aftur.
Og það var ennþá til nóg meðlæti, takk allar bökunarkonur. Hér hjá mér eru nokkur föt sem hægt er að nálgast. Ég er ykkur innilega þakklát fyrir umhyggjuna.
Gamlar vinkonur hittast. Það er notalegt.
Við höfum svo sem alltaf verið góðir vinir, og synir mínir tveir Ingi Þór og Júlli, áttu heilmikið í þessum tveimur þegar þeir voru litlir.
Og nú er pabbi farin heim líka. Pabbi vinna, mamma í skóla. Það er dálítið erfitt fyrir litlar hnátur að skilja. En það er samt voða gott að vera hjá ömmu og afa. Og ég er upp á þær komin í dag, með fjör og glaðværð.
Afi les.
Feimin fyrirsæta.
Og önnur sem nýtur sín.
Og sumir vilja bara fylgjast með.
Aðrir eru bara professional.
Og alltaf jafn hugvitssöm.
Knús er það sem gildir í dag.
Má ég halda á henni.
ég get líka haldið á henni Sólveigu Huldu systur minni.
Lítill rauðhaus sem harðneitaði að fara úr kúlunni og af hestinum. En það er ekkert nýtt.
Ísafjörður er líka dálítið dapur.
Þegar við vorum búnar að skila mömmu á pabba á flugvélina, fórum við og keyptum púsl svona til að dreyfa huganum. Það er auðveldara fyrir hana en mig.
En svo líður tíminn og við lærum að lifa með reynslunni.
Eigið góðan dag mín kæru. Og innilega takk fyrir allar kveðjurnar, heimsóknirnar, alla vinnu sem lögð var í þessa fallegu athöfn og bara allir sem hugsa til okkar og senda góðar hugsanir. Það hefur verið mér ómetanlegt á þessum erfiðu tímum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
11.10.2009 | 10:44
Jarðarför Júlíusar míns.
Drengurinn minn var til foldar borinn í gær. Athöfnin var afar falleg og hjartnæm. Ég er barmafull af þakklæti til allra þeirra sem hjálpuðust að við að gera hana þannig. Allir sem lögðu á sig undirbúning og vinnu frá A til Ö. Þeir sem bökuðu kökur, hjálpuðu til við að uppvarta, þeir sem lögðu á sig langt og erfitt ferðalag til að fylgja honum, og allir sem mættu og vottuðu honum þannig hinstu virðingu. Presturinn flutti þessa fallegu ræðu, og Þorsteinn Haukur Þorsteinsson og Örn Árnason sungu fyrir hann, og Margrét Óskarsdóttir las upp ljóðið mitt. Þetta fór allt svo fallega fram. Mér líður svo vel með það.
En af því að það voru margir sem ekki komust, og aðrir sem eru svo langt í burtu en syrgja sárt. þá ætla ég að setja hér inn myndir af þessari fallegu athöfn. Ég veit nefnilega að það sárasta er að vera í burtu og geta ekki gert sér í hugalund, fylgt með i huganum, fyrst ekki er hægt að vera á staðnum. Ég verð samt að viðurkenna að tárin eru byrjuð að renna við að setja þetta hér inn.
Fyrstu myndirnar tók Halldór Sveinbjörnsson fyrir mig og ég vil segja innilega takk fyrir það.
En þessi mynd er tekinn um kl. ellefu og þá sá systir mín og vinkona að það var enginn kistuskreyting. Þær ruku því til þessar elskur og gerðu afskaplega fallega skreytingu mest frá garðskálanum það var alveg í anda Júlla míns. Einnig gerðu þær þessar tvær skreytingar hér fremst, önnur þeirra frá föður hans ömmu og systur frá Danmörku.
Það voru spiluð uppáhaldslög Júlla meðan fólkið var að ganga inn, það endaði svo á stairway to heaven, og síðan hófst þessi fallega athöfn.
Séra Magnús hefur staðið við hlið okkar sem klettur allann þennan dimma tíma. Ég veit ekki hvort allir prestar gera slíkt. En ég er honum afskaplega þakklát að vera mér innan handar, hann veit vel að ég er ekki kristinn og leyfði mér að blaðra út í eitt um mín hjartans mál og reyndi aldrei að troða neinu að mér.
Kirkjukórin söng tvö lög og gerði það afskaplega fallega. Ó faðir gjör mig lítið ljós og Í bljúgri bæn.
Hér sjást vel leirfuglarnir sem svo margir ísfirðingar og fleiri hafa gert og settir voru upp sem listaverk.
Haukur syngur. Hann útsetti öll lögin sjálfur, samdi lag við ljóðið mitt og söng svo lag og ljóð sem hann samdi sjálfur og tileinkaði Júlla á geisladiski sem hann hefur gefið út.
Og það var sungið með hjartanu, kærleikanum til Júlla míns og af þeirri einlægni sem einkennir þennan frábæra mann.
Örn söng lag og ljóð sem hann samdi í minningu Júlla og föður síns sem nýlega er látinn, þeir Júlli, Örn og faðir hans voru allir góðir vinir.
Það hljómar svona.
Það er búið að gerast aftur.
Það er búið að taka frá okkur
enn einn af þeim góðu.
Týndu ógæfufólki.
Með hjartað úr skíra gulli.
Spyr engann, bara tekur.
Of stór skammtur
herjar á alla
smitberi sorgar
þetta er sjúkdómur.
sjúkur dómur.
Þessi yndislegi drengur söng með öllum tilfinningaskalanum.
Og Margrét las upp ljóðið mitt. Hún kom meira að segja í vitlausu veðri alla leið frá Þorlákshöfn til að gera það fyrir okkur Júlla.
Og hún las það inn í öll hjörtu í kirkjunni.
Moldunin er sár, en um leið er hún tákn um endurnýjun. Eins og blómið sem fellur að hausti mun vakna í moldu að vori og blómstra jafnvel fegurra.
Vinir hans báru kistuna úr kirkju.
Þarna áttu að vera fleiri sem ekki komust. Og fyrir þá og fleiri hef ég sett þessar myndir inn.
Það sýnir okkur bara að það kemur allaf maður í mannsstað.
Úlfur litli stóð sig eins og hetja. Og hér er Ólöf Dagmar, hún þekkti Júlla sem annan föður.
Kirkjan var full af fólki sem vottaði Júlla mínum virðingu sína.
Sorgin er sár.
Barnsmæður hans báru báðar kistuna ásamt systkinum hans og systkinum mínum.
Myndirnar hér á eftir tók elsklega frænka mín Sunneva Sigurðardóttir, sem var á fullu allan tíman að gera allt mögulegt og jafnvel ómögulegt. Takk elsku Sunna mín.
Jóhanna blessunin móðir Úlfs lagði það á sig að koma í jarðarförina. Og stóð sig með sóma.
ef til vill finnst einhverju óþægilegt að ég setji svona myndir inn. En ég held að það sé gott fyrir fólkið sem missti af. Elsku drengurinn minn hugsaði alltaf fyrst um aðra og svo um sjálfan sig.
elsku pabbi minn.
Það hefur stundum runnið í gegnum hugaminn um nokkurn tíma, og áður en Júlli dó setning sem Jesús sagði einu sinni. Hann sagði Leyfið börnunum að koma til mín bannið þeim það ekki því þeirra er Guðsrsíki.
Börnin löðuðust alltaf að honum.
Hvíldu í friði sonurinn bjarti, hlýji og fagri.
Það er brosað gegnum tárin, það hefur verið allt að 200 manns sem komu og heiðruðu hann í erfidrykkjunni. Þar voru líka lögreglumenn sem höfðu haft af honum afskipti. Ég kem vegna þess að mér þótti alltaf vænt um hann sagði einn, ég hef haft afskipti af honum síðan hann var 14 ára. En ég gat ekki annað en fylgt honum í dag.
Sunna frænka hans hafði unni upp slidesmyndasýningu sem var sýnd í erfidrykkjunni. Fallegar myndir af góðum dreng.
Krakkarnir í kúlu.
Ólöf Hildur les upp ljóðið sitt um Júlla.
Knúsírófurnar mínar.
Og það voru endalaust af kökum og tertum af öllum gerðum. Og nóg af öllu þó allt þetta fólk kæmi.
Úlfur hafði líka gert slidemyndasýningu með aðstoð kennara síns, og við hofðum á það líka. Virkilega flott hjá snáðanum mínum.
Stoltir feður með frumburði sína. Systkinabörnin í minni fjölskyldu hafa alltaf verið mjög náin, og góðir vinir. Við viljum líka að börnin þeirra haldi því áfram. Þau eiga stuðning hvort hjá öðru og það getur örugglega hjálpað þeim í brjáluðum heimi. Að eiga hvort annað að.
En ég er full af þakklæti til ykkar allra sem hafið gert svo mikið og hugsað svo fallega og sent kveðjur og gert svo margt gott og fallegt.
Nú vil ég biðja alla um að sameinast í því að biðja fyrir brotna og öðruvísu fólkinu okkar. Að þau fái úrræði sem duga. Lokuð meðferðarstofnun gæti verið byrjunin. Hún er undirstaðan til að halda áfram og gera betur. Fangelsi á ekki að vera þar inn í myndinni.
Eigið góðan dag mín kæru. Og megi allir góðir vættir vaka yfir ykkur öllum og vernda. Og innilega takk fyrir mig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (49)
10.10.2009 | 01:18
Sonur minn - til minningar.
Mig langar að setja hér inn nokkur orð um elskulega drenginn minn sem ég verð að horfa eftir ofan í jörðina á morgun. Því ég veit að ég mun ekki geta skrifað neitt þá. En langar til að minnast hans á viðeigandi hátt. Það er allt orðið klárt fyrir fallega athöfn á morgun. Þar hafa margir lagt hönd á plóg, allir verið boðnir og búnir til að hjálpa til. Börnin mín og tengdabörn syskini og systkinabörn gert allt sitt og svo vinir bæði mínir og drengsins míns og bara fólk út í bæ sem hefur komið, sent okkur kveðjur og sent blóm og hlýjar kveðjur.
Allt svona hjálpar mér í sorginni. Ég er innilega þakklát öllu því góða fólki sem hefur lagt á sig að hjálpa okkur að gera þessa athöfn eins flotta og verða má, og öllu því fólki sem hefur komið, og knúsað mig og bara gert allt.
Eg vil líka þakka fyrir allar bænirnar og hugsanirnar sem hafa verið með okkur, og ég bið ykkur sem senda kærleika upp í ljósið að muna eftir þeim sem ennþá eru í sporum þeim sem drengurinn minn var í fyrir tíu árum síðan. Biðja fyrir því að þau fái þá hjálp sem þarf til að þurfa ekki að fara þessa þrautargöngu.
En hugleiðing mín er svona:
Sonur minn var í heiminn borinn þann 8. júlí 1969. Hann var fallegt barn en uppátækjasamur, fjörkálfur hinn mesti. Ég þótti vera með einhverskonar frjálst uppeldi á börnunum mínum. Þannig að þeim var ekki skapaður þröngur rammi. Mér finnst einhvernveginn að um leið og við elskum og virðum þá sem í kring um okkur eru, verðum við að geta treyst.
Ég er glöð að sonur minn valdi mig sem móður. Ég er nefnilega alveg viss um að hann fæddist í þennan heim til að láta að sér kveða og hjálpa þeim sem hafa lent út af sporinu. Þannig var hann alla tíð. Og þess vegna þurfti hann að ganga þessa þrautargöngu.. En mamman þurfti þess líka.
Ég hef gert mörg mistök um ævina, og eflaust hef ég getað verið betri móðir. En það er bara einhvernveginn ekki hægt að taka það til baka sem gert er.
En eitt get ég yljað mér við. Hvað sem á gekk með drenginn minn, þá stóð ég alltaf með honum, v arði hann með því sem ég átti til. Og krafðist þess að hann nyti þeirra mannréttinda sem hverjum og einum er tryggt í stjórnarská. Þó ég talaði oft við veggi og steina. Og ekki hlustað á mig þá, dropinn holar steininn og nú vona ég að rödd mín hljómi um allt.
Það er nefnilega langur vegur frá því að börn sem hafa lent út af sporinu njóti þeirra mannréttina sem þeim ber. Og ekki bara í kerfinu, heldur hef ég fengið ótrúlegar sögur af því sama inn á meðferðarstofnunum. Nefni Vog í því sambandi. Það ætti sennilega að rannsaka hvernig því fé er varið sem ríkið setur í slíkar stofnanir. Það ætti líka að skoða hvaða stofnanir hafa besta einkunn um þá sem komast út úr fíkniefnum. Það þarf að fylgjast með þeim ekkert síður en Breiðuvík og öðrum stofnunum hér í gamla daga. Það er mín tillaga.
Í öllum niðurskurði þá þarf að velta hverri krónu og þá gengur ekki annað en að veðja á þær stofnanir sem besta útkomu hafa. Í tilfelli Júlla míns var það Krýsuvik sem varð örlagavaldur í hans lífi. Ég mæli því sterklega með þeirri stofnun. Enda kemst Krýsuvík næst því að vera lokað meðferðarheimili þar sem það er ekki í alfarabraut.
Ég hugsa að í dag hefði Júlíus verið greindur ofvirkur með athyglisbrest, en þegar hann var lítill drengur þótti skólayfirvöldum og nágrönnum hann einfaldlega óþekkur, og meðhöndlunin var eftir.því. Honum var kennt um allt sem gert var slæmt í skólanum, og endanlega rekinn þaðan aðeins 12 ára gamall. Hann gekkst upp í athyglinni sem hann fékk sem aðaltöffarinn í skólanum. En við þurftum að senda hann í aðra skóla, um tíma í Klúku i Bjarnarfirði og að Núpi. Í báðum þessum skólum leið honum vel og gekk vel. Einnig þegar hann þurfti að yfirgefa Gagnfræðaskólann og ég fór með hann að Laugum í Aðaldal. Þar brilleraði hann.
Ég hef ekki orku til að segja margt um drenginn minn. Margt hafið þið lesið á þessum síðum mínum. Margt annað liggur í gleymsku, en er samt þarna ennþá.
Júlíus var alltaf ljúfur og góður og mátti ekkert aumt sjá, þó hann væri uppátækjasamur og fyrirferðarmikill krakki. Glaðsinna var hann og stutt í brandara. Alltaf var hann vinmargur og oftar en ekki var fullt hús hjá okkur af vinum Júlla, og reyndar barnanna allra. Vinir hans voru jafnvel komnir í heimókn áður en hann kom sjálfur heim og sátu þá bara í herberginu hans og biðu eftir honum. Þessir félagar hans fylgja honum enn þann dag í dag, og margir þeirra fylgja honum til grafar, eða sakna hans úr fjarlægð. Nokkrir eru dánir.
Ljúflingurinn minn var ekki alltaf auðveldasta barn í heim. Hann bar með sér stolt Hornstrendingins og vissi hvað hann vildi og það var ekki auðvelt mál að telja honum hughvarf.
Fyrstu æviár hans bjuggum við hjá mömmu minni og pabba, drengirnir mínir tveir urðu einskonar bræður systkina minna og þau voru aalla tíð náin þeim báum. Og svo börnin þeirra þegar þau fæddust eitt af öðru. Það var sterkur vinskapur með öllum barnabörnunum hennar mömmu.
En hann dó sáttur við Guð og menn. Og hann var svo sannarlega virtur af því fólki sem þekkti til hans elskaður af vinum sínum og fjölskyldu. Og núna þegar hann er farin mun ég reyna að nota sögu hans til að vekja fólk til umhugsunar um það óréttlæti sem fólk eins og hann hefur þurf að þola af hendi þeirra sem áttu að gæta réttar og hlutleysis. Vegna þess að ég veit að hann hefði vilja það og líka vegna þess að nú nær enginn til að særa hann eða gera illt.
Hef ekki orku til að segja meira en læt myndirnar tala.
Barn sinnar móður.
Pabbi hans, sem er sorgmæddurr alveg eins og ég, og dvelur nú hjá móður sinni henni til huggunar, rúmlega níræð þessi elska sem alltaf sendi honum jóla og afmælisgjafir og síðan Úlfi litla.
Með Siggu systur heima hjá mömmu, þar sem við áttum heima fyrsta árin hans.
Barnsfaðir minn sem heillaði mig upp úr skónum og vinkona mín sem bjó hér.
Afi hans og amma í Danmörku, Elly og Christian þaðan kemur Kristjánsnafnið
Um leið og ég og Elli minn giftum okkur skírðum við allan krakkaskaran, Inga Þór Júlíus og Báru mína.
Afi Þórður er hér Guðfaðir Júlla míns. Og strákurinn orðin þetta stór.
Reyndar reyndist Elli minn drengjunum mínum báðum besti faðir og gerði aldrei greinarmun á börnunum sem við áttum saman og börnunum sem ég kom með í búið. Drengjunum mínum tveimur.
Knúsírófan mín.
Fallegi drengurinn minn.
Fallegi táningurinn minn.
Alltaf jafn hjálpsamur.
Úlfur stubbur og pabbi hans, þeir voru ofboðslega góðir vinir.
Ekki síðri vinir voru Sigurjón Dagur og pabbi hans.
Synir hans voru hans stolt, en líka börnin sem komu með barnsmæðrum hans. Þeim Arnari, Önnu Lilju og Aroni frá Jóhönnu og svo Ólöfu Dagmar systur Sigurjóns. Þau elskuðu Júlla og áttu sínar yndislegu stundir með honum.
Bestu vinir.
Pabbi og synir. Hann fékk nokkur yndisleg ár með þeim. Sem hann var þakklátur fyrir.
Það má ýmislegt spjalla í stiganum.
Og það má hlæja saman.
Eða bara njóta góða veðursins.
Ég þori að fullyrða að þetta voru hans fyrstu skref við að búa til fiskana, fjörusteinana sem hann lagði við kúluna, og fékk alla fjölskylduna til að vinna þar með sér. Og fór svo fram á að hver og einn teiknaði með steinum rósir í "fjöruna".
Fljótavíkin var hans griðarstaður á jörð fyrir utan kúluna. Hér átti hann sínar unaðsstundir.
Þrjár sýningar hélt hann á list sinni. Þetta var sú fyrsta. Og hér vann hann síðustu stundirnar í sínu lífi, lagaði allt umhverfi Neðsta Kaupstaðar setti þar upp listaverk sem standa þar enn honum til dýrðar. Og svo sagði hann við mig: mamma mín ég ætla að bjóða ykkur pabba í mat í tjöruhúsinu þegar þið viljið. Og við fórum og komumst að því að við áttum inni veislukost á hans kostnað. Allt út af hans hjálp og vinnu þar fyrir vini sína. Elsku Júlli minn takk fyrir okkur pabba þinn þar.
Sæluhelgi á Suðureyri þar lét hann sig ekki vanta með drengina sína, í mansaveiðikeppni og bara að vera til.
Stoltur að stýra bátnum til Fljótavíkur.
Fjölskyldan sem hann elskaði svo mikið og við elskuðum hann.
Ætli megi ekki segja að ég sé myndaóð. En þær ylja mér í dag myndirnar af þessum ljúfling.
Jól og mamma saumaði alltaf fötin sjálf á börnin sín, því ekki voru til peningar til að kaupa slíkt.
elsku elsku drengurinn minn, sem ég fæ ekki lengur að hlusta á, tala við eða knúsa.
Hér er hann með Hönnu Sól hreinn og flottur frá Krýsuvík.
Í ættingja hópi á sínum uppáhaldsstað Fljótavík.
En á morgun verður hann jarðsettur frá Ísafjarðarkirkju kl. 14.00 Það verður falleg athöfn og þar hafa margir lagt hönd á plóg. Honum verða sungnir sálmar bæði honum tileinkaði, samdir fyrir hann sérstaklega og lesin upp ljóð samin um hann. Fyrir utan allt annað mun þessi ljúflingur minn hljóta útför sem mun svo sannarlega vera okkur báðum til sóma.
Ég er innilega þakklát öllu því góða fólki sem hefur lagt á sig vinnu og sýnt kærleika okkur öllum til handa. Við að gera þennan sorgaratburð sem léttastan og bestan. Auðvitað er sorgin sár. En að finna slikan hlýjug og kærleika gerir svo sannarlega kraftaverk og lætur manni líða betur.
Ég er svo innilega þakklát ykkur öllum, og svo innilega stolt af syni mínum og elska hann svo mikið og trúi því að við munum hittast aftur. Annað er bara óhugsandi, óbærilegt.
Elsku vinir mínir, vandamenn og þið þarna úti sem nennið að lesa þessa langloku, munið að enginn er vonlaus, og sá sem er fyrirlitinn og smáður í dag, getur verið upphafinn á morgun. Það er bara þannig. En aðalmálið er að enginn getur troðið sér upp fyrir annan. Við erum öll jöfn, fæddumst öll nakin inn í þenna heim, og þó sumir hafi fæðst með gullskeið milli tanna, þá hefur það ekkert að segja á hinsta degi. Eða eins og ég sagði við sérann okkar hann Magnús sem er algjör öðlingur; Jarðarförin er hinn hinsti dómur hvers manns um hvernig hann hefur gengið brautina. Sá sem hefur verið kærleiksríkur og miðlað af sér mun vera í fjölmenni á sinni jarðarför, vegna þess að fólk vill sýna honum þá virðingu að fylgja honum alla leið. Sá hins vegar sem hefur allta tíð notað tímann til að hygla sjálfum sér, getur ekki átt von á fjölmennri jarðarför eða einlægum vinarþel og kærleika. Þannig virkar lögmálið.
En mín elskuleg ég sit hér og syrgi son sem ég hef þurft að bera á höndum mér alla tíð. Ég sé ekki eftir neinu, og reyndar man ekkert nema það góða og fallega.
Nema bara þegar ég les það sem ég hef geymt og sparað, vegna þess að innst inni vissi ég að ég þyrfti að standa í þessum sporum og hrópa á torgum; Þér hræsnarar sem haldið að þér getið komið hvernig sem er fram við brotnu einstaklingana okkar, munið að lokum skilja að við foreldrar og ættmenni munum rísa upp og krefjast réttlætis og hjálpar. við viljum að samfélagið skilji og viti að þetta gengur ekki lengur. Það þarf að breyta um kúrs og fara að huga að réttlátari aðferðum til bjargar okkar öðruvísi barna.
Megi allir góðir vættir vaka með ykkur og vernda.
Ég ætla að skríða í holuna mína og syrjga látinn son.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (42)
9.10.2009 | 13:40
Á síðustu stundu.
Svona er þetta sennilega enn þann dag í dag:
Sýslumaðurinn á Ísafirði
Hafarstræti 1
400 Ísafirði.
Júlíus Kristján Thomassen Ísafirði 6. september 2000.
Stórholti 17.
Ísafirði.
Með sektargerð dagsettri 17. maí 200 var yur boðið að ljúka máli yðar vegna meintrar vörslu og neyslu fíkniefna þann 4. september 1999 kl. 159. Sektargerð var ítrekuð þann 8. júní 2000. Hvorki sekjtargerðinni né ítrekun sektargerðarinnar var sinnt.
Með þessu brefi er þér gefinn kostur á að mæta á skrifstsofu sýslumannsins á Ísafirði kl. 14.45 þann 14. september 2000 til að ljúka máli þessu með sektargerð. Rétt er að benda yður á að ef þér verðið ekki við þessum tilmælum sýslulmannsins á Ísafirði mun mál yðar sett í ákærumeðferð.
F. h. Sýslumannsins Unnur Brá Konráðsdóttir. ( Sem nú er alþingismaður nótabene.)
Svona bréf til fíkils hefur afskaplega lítið að segja, ef fíkillinn er í neyslu þá opna þeir ekki svona bréf. Og varla heldur þó þeir séu að reyna að koma sér upp úr fíkn eins og minn drengur var að reyna á þessum tíma. Eftir langan neysluferil brestur hæfnin til að takast á við svona mál. Þau kunna ekki einu sinni að fara út í banka til að greiða reikninga. Þau lifa nefnilega í allt öðrum heimi en við hin.
Af hverju er þetta bréf svo sent í almennum pósti, þannig að það sé ekki vitað hvort manneskjan hafi fengið það eða ekki. Kerfið bara malar áfram sinn veg. Og þarna stendur vegna "meintrar vörslu og neyslu fíkniefna". Fólk sem yfirleitt á ekki bót fyrir boruna á sér, er hundelt út af "meintri" geymslu og neyslu á fíkniefnum. Ef þetta er málið þegar lögreglan braust inn í hús þeirra hjóna og hafði húsleit án leitarheimildar og fann skaf innan úr einni pípu. Þá verð ég að segja að það eru ansi harkaleg sem þarna koma fram. Á þessum tíma var Júlli að reyna að lifa heiðarlegu lífi, en var undir smásjá og hver yfirsjón gerð að stórmáli. Hann var hundeltur um allt og mátti ekki gera neitt sem gat talist á einhvern hátt út af sporinu.
Þetta er því alveg fyrirfram vonlaust dæmi. Hann hefur örugglega ekki átt fyrir sektargreiðslu, og því hefur fangelsið blasað við. Á þessum tíma er hann með lítið barn þriggja ára og er að koma sér upp heimili og fjölskyldu af veikum mætti.
Hvort ætli það hafi nú verið ódýrara fyrir kerfið að sleppa þessu ataviki og láta nægja að ræða við hann á föðurlegum nótum um að þetta gengi ekki, eða hundeltan manninn og enda svo á að stinga honum inn í fangelsi fyrir meinta neyslu og vörslu á fíkniefnum, sem mig minnir að hafi verið um 0.3% innn úr einni pípu.
Nei meðan kerfið malar svona áfram, þá er engin von að hægt verði að minnka eða uppræta neyslu.
Ég vil að stofnuð verði lokuð meðferðarstofnun fyrir illa farna eiturlyfjaneytendur.
Full þörf er fyrir lokaða meðferðarstofnun á vegum ríkisins. Skilgreina þarf hvað menn ætla að fá út úr fangelsun einstaklinga. Er það til þess að koma fólki í geymslu og af götunni, eða er tilgangurinn að betrumbæta einstakinginn?
Einnig þarf að samhæfa aðgerðir lögreglu, dómara, heilbrigðisstofnana og fangelsismálastofnunar.
Hvers vegna lokuð meðferðarstofnun?
Hluti síbrotamanna eru langt leiddr fíklar sem ráða í engu um fíkn sína. Þeir eru ekki sjálfráðir gerða sinna, oftast komnir með geðtruflanir og þurfa geðlyf. þetta fólk veldur oft miklu tjóni hjá almennum borgurum og í fyrirtækjum. Fyrir þetta fólk er fangelsi engin lausn. Þau eru inn og út af fangelsum með tilheyrandi kostnaði fyrir landsmenn alla. Það versta við þetta er að oftast enda þessir vesalingar með því viljandi eða óviljandi að svipta sig lífi.
Ég mun hér stikla á stóru í lífi sonar míns til aðgera mönnum ljósa stöðuna í þessum málum í dag. Raunar hefur að mínu áliti ekkert gerst í málefnum þessa hóps síðan fyrir 1997.
Sonur minn var um 12 ára gamall þegar hann byrjaði í neyslu víns. Við vorum alls óviðbúin þessu vandamáli en þegar okkur varð ljóst hvert stefndi var honum komið inn á Vog. Með fullri virðingu fyrr þeirri stofnun þá hafði hann einungis lært betur á allar pillur og efni þegar hann kom heim aftur. Eftir það hrapaði hann æ lengra niður í neyslu. Hann hvarf vikum saman og setti allt heimilislíf í uppnám, ekki bara hjá foreldrum og systkinum, heldur líka afa ömmu og móðursystkinum.
Svo kom að því að hann var dæmdur í fangelsi. Hann fór inn á Litla Hraun 1992. Þaðan kom hann út fullur af hatri kominn með allskonar sambönd. Eftir það var þetta svona hjá honum, innbrot, yfirheyrslur hjá lögreglu, sleppt á götuna aftur, meðan beðið var eftir dómi, síðan fangelsi. Út aftur og í afbrot. Í millitíðinni milli dóms og afplánunar þá var tímaspursmál hvenær hann þyrfti að brjótast næst inn til að ná í fíkniefni eða fjármagna kaup. Þessi tími sem leið frá því að hann var handtekinn og þangað til hann fór inn var mjög erfiður. Hvorki hægt að hafa hann heima eða á götunni, nema að reyna að loka augunum. Sem er ekki hægt.
1997 eignaðist hann svo son, þá vildi hann fara að breyta umlíferni og komast upp úr neyslunni. En þá voru honum allar dyr lokaðar. Bæði hafði hann ekki styrk sjálfur til að vinna gegn vánni og svo vantaði þarna inn aðila sem gæti gripið inn og aðstoðað. Hann lenti því aftur og aftur í hringrás innbrota og neyslu og í fangesi. 2001 um vorið ætlaði hann að reyna að hætta. Hann gekk til læknis á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði og fékk þar lyf til að halda sér gangandi. Þetta gekk um tíma en svo kom í ljós að hann þurfti meira og fór að brjótast inn aftur. Ég fór að reyna að koma honum í meðferð. Forstöðumenn sjúkrastofnana sögðu að þeir þyrftu uppáskrift læknis til að koma honum inn. En læknarnir vildu ekki skrifa upp á það. Sögðu að hann hefði ekkert í meðferð að gera. Þetta stóð í ströggli, að lokum stækkuðu þeir lyfjaskammtin þangað til sonur minin ranglaði um húsið sprautandi sig í æð með þeim lyfjum sem hann fékk, og vissi hvorki í þennan heim né annanl. Loks fékk ég pláss fyrir hann inn á Krýsuvík, en skilyrði var að hann færi í avötnun á Geðdeild Landspítal háskólasjúkrahúss.
Hann labbaði sig þaðan út eftir þrjá eða fjóra daga. Átti að vera tíu daga, en fékk óvænt bæjarleyfi á fjórða degi. Þá var útséð með Krysuvíkina. Hann lagðist þá í innbrot. Daglega voru fréttir af honum í innbrotum. Hann var tekinn af lögreglu á nóttunni stungið inn og út aftur um hádegi. Þetta gekk um tíma, ég og systir mér marg reyndnum að fá lækna til að mæla með innlögn en þeir vildu ekki. Að lokum var þrautarráð að við fórum fram á síbrotgæslu meðan mál hans væru í skoðun. Í síbrotagæslunni á Skólavörðurstígnum reyndi hann að stytta sér aldrur. Það skal tekið fram að sýslumaður hér og lögregla stóðu vel að málum, en þau geta ekkert gert þegar málið er í þessum farvegi. Einnig að vel var hugsað um hann á Skólavörðustígnum. Að lokum var hann dæmdur í 10 mánaða fangelsi og þegar sá dómur var uppkveðinn. Þá var honum einfaldlega sleppt. Hann kom heim og var hér aftur settur á sterk lyf, ráfandi um. Að lokum kom ég honum inn á Vog og síðan fór hann að Staðarfelli. Meðan hann var þar kom fangelsisdómurinn hann átti að byrja afplánun í byrjun janúar. Ég reynd að fá því breytt í meðferðarúrræði, en það var ekki hægt. Ég reyndi að fá því frestað en því var heldur ekki sinnt. Hann fór svo í fangelsið, sem betur fór var tekið tilliti til þess að hann hafði verið í meðferð og hann var settur í Kópavoginn. Þar var hann í "geymslu" þangaðtil 1. ágúst. Þá kom hann heim uppfullur af bjartsýni og ætlaði að standa sig. Það stóð í mánuð, þangað til það var alveg ljóst að hann var komið í sama farið aftur. Þá var hann settur í síbrotagæslu aftur til að forða honum frá fleiri innbrotum og bæjarbúum meiri hrellingum. Sýslumaður setti inn ákvæði um að ef annað úrræði fengist, yrði síbrotagætlunni aflétt. Það varð úr að hægt var að koma honum inn í Krýsuvík. Þar er hann nú, stendur sig ennþá, en bíður dóms fyrir þessi þrjú innbrot. ekki veit ég hvað verður, en ég veit að ef hann verður tekinn úr meðferðinni og settur inn í fangelsi þá byrjar sama ferlið upp aftur. Þannig að það er alveg ljóst að þau úrræði sem viðhöfum nú þegar, þjóna ekki tilgangi sínum ef við viljum aðstoða einstaklinega viðað ná sér á strik eftir neyslu. Viljinn er fyrir hendi en getan ekki. ég mun styðja þetta bréf með bréfum og skjölum sem ég hef undir höndum.
Reynsla mín af því að eiga afkvæmi með fíkniefnavanda hefur í raun og veru sannfært mig um eftirfarandi:
1a Fangelsisvist sérstaklega í upphafi neyslu hefur meiri skaðleg áhrif heldur en bætandi.
1b Leiðir þar að auki af sér meira tjón hjá fyrirtækjum og hinum almenna borgara, með fjölgun innbrota.
2. Óviðunandi er að biðtími sem er frá því að menn eru handteknir fyrir afbrot og þangað til einhversskonar úrræði finnst (fangelsi) Á þessum tíma eru neytendur komnir í mikla neyslu sem þeir þurfa stöðugt að fjármagna.
3. fangelsi er ekki viðeigandi úrræði fyrir fíkniefnaneytendur. Vegna þess að þau vinna frekar að því að taka þá úr úr venjulegu lífi (einangrun frá samfélaginu) og skerðir frekari hæfni þeirra til að takast á við lífið.
4. Í dag er enginn stofnun sem tekur við mjög langd leiddum neytendum í afvötnun og meðferð. Því er vonlaust fyrir aðstandendur að koma þeim í meðferð með þeirra samykki og viljastyrk nákvæmlega á sama tíma og þetta er ekki fyrir hendi.
Meira að segsja Geðdeild HL deild 331, hleypir sjúklingum út þrátt fyrir áhyggjur aðstandenda og vissu um að hann ræður ekki við neyslu.
Það mun borga sig að takast á við fíkniefnavandann með því að byggja upp traust úrræði, því það sparast mjög mikið fjármagn fyrir utan að mannslíf er ekki hægt að meta till fjár.
Það má benda á eftirfarandi kostnaðarliði.
Kostnað við heilsugæslu og lyfjagjöf.
" við löggæslu, handtökur og dvöl í fangelsum.
" vegna félagsþjónustu vegna styrkja og fjárhaagsaðstoðar.
" tryggingafélög vegna bóta.
" hins almenna borgara vegna þess að eigur hafa stundum presónulegt gildi.
" tilfinningalegan kostnað aðstandenda sem þurfa að horfa hjálparlaus upp á neyð ástvinar.
" mikil fíkniefnaneysla gerir fólk óvinnufært og það tapast mannauður.
" kostnaður við allar meðferðarstofnanir sem eru opnar og hafa ekki nægilegt aðhald fyrir illa farna neytendur.
Verðugt væri að athuga hversu langur tími líður frá handtöku til fangelsunar og hversu miklu tjóni fíklar valda á þvi tímabili og hversu margir brjóta af sér eftir að afplánun lýkur. er fangelsisvist lausn aa vanda fíniefnaneytanda árið 2003?
Með virðingu Ásthildur Cesil Þórðardóttir.
Þetta er sent eins og sjá má 2003. Það má líka velta fyrir sér hve mikið hefur breyst í þessum málum nú árið 2009. Og hvort það sé í farvatninu að huga betur að þessum málum í nánustu framtið?
Ég vil benda á þá staðreynd að þrátt fyrir að elskulegur sonur minn væri svona langt komin árið 2002, og væri svona illa haldinn þá. Þá náði hann að reisa sig við á vist sinni í Krýsuvík. Hann náði því að fá hreint sakarvottorð fyrir nokkrum vikum, og var afar glaður með það. Hann afrekaði að halda í alla sína vini, sem ekki eru dánir. Og hann afrekaði að endurreisa mannorð sitt í litlum bæ, þar sem ég finn að hans er sárt saknað, og að hann hafði allstaðar verið með ljúfa lund og hjálpandi hönd. Þetta er ótrúlegt að upplifa og ég var sem betur fer búin að segja honum nokkrum sinnum að ég væri stolt af honum.
Ég má ekki heldur til þess hugsa hvernig mér liði í dag ef ég hefði ekki alltaf staðið með honum, og reynt það sem ég gat til að hann fengi manneskjulega meðhöndlun af kerfinu. Í dag er ég þakklát sjálfri mér fyrir að hafa staðið í lappirnar, jafnvel þegar fólk var að hvetja mig til að láta hann eiga sig, gleyma honum, hann væri ekki þess virði að eyðileggja líf sitt fyrir.
Það er enginn vonlaus, það er enginn munur á þrælnum eða keisaranum, við fæðumst öll jöfn, og það er bara mannleg fáfræði að halda að einhver sé meira virði en annar. Það er líka dæmalaus kjánaskapur að halda að menn geti gert orð dauð og ómerk. Við búum í kjánaheimi, sem menn hafa talið sér trú um allskonar vitleysu eins og þá sem hér kemur fram.
Málið er að við verðum að læra að vera bljúg og hægversk. Við þurfum að kunna að finna til með náunganum og láta hjartað ráða för. Það er farsælast þegar til lengdar lætur. Það er manns eigin sálarheill sem skiptir mestu máli, og ef maður gerir gott, líður manni vel, ef maður gerir vont, þá líður manni ekki vel. Þetta er lögmálið.
Upphafið af ferlinum hófst hér með því að setja fjörugrjót við kúluna, og svo áttu allir að mynda rósir, hann stóð fyrir því og gerði þá fyrstu. Síðan fór hann að byrja að móta steinana.
Fljótavíkin var honum alltaf jafn kær.
Nudda bakið. Öll börnin elskuðu Júlla og voru honum góð. Eins og hann var þeim.
Tilbúin til landtöku.
Elskaða Fljótavíkin.
Að fara með krakkana yfir í Julluborgir var mesta skemmtun, og þangað fóru þau öll og skemmtu sér.
Og hann skemmti sér jafn vel og börnin.
Stoltur að opna sína fyrstu sýning á steinum. Og mamma hans var líka stolt.
Elsku drengurinn minn ég vildi svo gjarnan að þú hefðir fengið að vera lengur hjá okkur. Og ég er viss um að ef hér hefði verið lokuð meðferðarstofnun þegar þú þurftir mest á aðstoð kerfisins að halda. Þá hefðir þú aldrei farið svona djúpt. Mannkostir þínir og þrautseigja hefðu notið sín lengur og meira. Nú er genginn góður drengur, og við verðum að sjá til þess að þeir sem á eftir koma, sem eru í sporunum þínum fái betri meðhöndlun og verði bjargað.
Ég elska ykkur öll jafnmikið börnin mín. Þessi einstaki drengur tók einfaldlega mestan tímann og orkuna frá mér. En ég hef nú meiri tíma fyrir ykkur hin. Hann gaf mér líka ótrúlega mikið. Og nú hef ég gleymt öllu því vonda. Það er bara þegar ég rifja það upp með að lesa gamlar skýrslur og bréf að ég man. Í dag man ég bara allt það góða og fallega sem þú gerðir, og fæ á hverjum degi margar staðfestingar frá fólki sem þótti vænt um þig, og segir mér hvað þú ert frábær og hvað þú hafir alltaf verið hugulsamur hjálpsamur og kærleiksríkur. Betra veganesti getur enginn fengið upp í eilífðina. Ekki þó hann titli sig biskup Páfa eða kóng. Þar er nefnilega enginn greinarmunur gerður á mannlegum titlum, heldur hve sálin er falleg. Og þú hefur þá fallegustu sem ég þekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
8.10.2009 | 22:19
Kistulagning, sorg, fegurð og kærleikur.
Í dag var kistulagningin. Hún fór fallega fram, það var erfitt en við vorum öll saman fjölskyldan og það er gott að vera í kærleika og umhyggju. Það er það besta sem til er í raun og veru úr því að svona er komið.
Haukur kom í eftirmiddaginn og söng fyrir okkur lagið við ljóðið mitt. Og það var svo yndislega fallegt. Það var eins og Júlli. Enda eru allar bænir og kærleikur sem umvefja okkur öll á þessum erfiða tíma.
VestfjarðarHaukurinn setur inn bakspil. Yndisleg músik sem verður frumflutt á Laugardaginn.
Lítil skotta gleðigjafi.
Það var ákveðið að öll börnin settu eitthvað frá sér í kistuna. Þessi þrjú eru að teikna myndir.
Með ástarkveðju til pabba.
Næstu myndir eru ef til vill ekki fyrir viðkvæma, en mér finnst ég verði að setja þær inn. Pabbi hans hringdi frá Danmörku. Hann var niðurbrotinn maður og var staddur hjá móður sinni ömmu Júlla míns. Hann á líka vini á mörgum stöðum í Noregi og fyrir sunnan og allstaðar. Sem syrgja og sakna. Þannig að ég vil gefa þeim hlutdeild í þessari fallegu athöfn sem fór fram í dag. Reyndar fengu svo vinir hans að kveðja hann þegar við vorum farin. Mér fannst það skipta máli fyrir þá að fá líka að kveðja kæran vin. Því það er ákveðin léttir að fá að kveðja og knúsa.
Við erum mörg í fjölskyldunni eða yfir 50 manns, og þar mættu allir sem gátu.
Hann er svo fallegur þessi elska.
Það er hræðilegt að kveðja barnið sitt og bróður sinn en verra er að kveðja barnabarn eins og elskulegi pabbi minn þurfti að gera í kvöld. Elsku karlinn minn stóð sig eins og hetja. Þeir voru svo nánir og góðir vinir.
Móðir og sonur.
Úlfur stóð sit líka eins og hetja.
Elsku pabbi minn.
Elsku pabbi minn, ég ætla að reyna að muna þig. Úlfur mun hjálpa mér til að muna allar skemmtilegu stundirnar sem við þrír áttum saman. Veiða, týna grjót og fara í fjallaferðir, týna krabba.
Það eru ekki allir sem fá lestur yfir sér bæði á spænsku og íslensku. En Það þarf ekkert minna fyrir Júlla minn. Enda var kærleika hans engar skorður settar.
Fallegur og friðsæll mínir kæru vinir og vandamenn. Hér getið þið séð að hann fór með friði og kærleika. Það er gott að geta grátið og það er gott að geta fundið til.
Umvafin ást og söknuði var drengurinn minn í dag.
Samhugur ást og kærleikur. í dag var allt það sameinað sem sundraði áður. Í dag ríkti kærleikurinn.
Lítill drengur ljós og fagur og yndisleg manneskja sem valdi sér það hlutverk að vera prestur.
Versu kærleiksríkt getur andrúmsloftið orðið. Drengurinn minn sefur, þó vakir hann.
Og himnagalleríið er opið í dag.
Yndislegar manneskjur buðu okkur í súpu eftir kistulagninguna. Og annað yndislegt fólk lánaði tjöruhúsið, vettvanginn sem Júlli minn elskaði svo mikið til að við gætum hist og sameinað sorgina. Hvar var meira tilhlýðilegt að hittast nema einmitt þar.
Tveir litlir karlar sem misstu pabba sinn alltof fljótt. En minningin mun lifa hjá þeim báðum um ástríkan föður.
Hér eru þær þessar óbeisluðu konur sem buðu okkur upp á súpu í dag. Innilega þökk fyrir okkur elskurnar mínar.
Bára frænka og stubbur.
Fjölskyldan okkar var sameinuð og sterk í dag.
Afi gamli kom líka. Hann er líka hetja.
Krakkarnir voru glaðir og þeim fannst gaman í súpuveislu.
Rauðhausar og kjarnakonur.
Ef ykkur finnst ég væmin í kvöld, þá er það af því að ég er barnafull af kærleika og stolti. Stolti yfir því hve vel liðin drengurinn minn var og hve allir eru boðnir og búnir til að gera allt fyrir okkur. Glöð yfir því hve allir bera mann á höndum sér. Og þakklát fyrir allt það sem fólk um allan bæ og allt landið er að gera fyrir okkur.
En nú er ég búinn á því elskurnar. Þetta hefur verið bæði erfiður dagur en þó svo yndæll. Þetta er sennilega allt spurning um hvernig við sjálf tökumst á við sorgina og þá sem nærri okkur eru. Þó sorgin sé sár, þá þurfum við að meðtaka það góða sem að okkur er rétt. Og vera þakklát bljúg og viðkvæm. En fyrst og fremst muna að lífið heldur áfram. Ég ætla að setja ljóðið mitt aftur hér inn. Ég er reyndar dálítið stolt af því ef satt skal segja.
Sorgin er sár
svíður hjarta.
Tómleiki og tár
tilfinning svarta.
Samt lifir sú von
að góð sé þín köllun
minn elskaði son
á Ódáinsvöllum.
Ljúflingur og ljósið mitt
leggðu á veginn bjarta.
Löngunin og lífshlaup þitt
liggur mér á hjarta.
Í dýpstu sorg um dáinsgrund
döprum hug mig teymdir.
en fórnfýsi og fagra lund
í fylgsnum hugans geymdir.
Ekki barst þú mikið á.
Elsku sonur mildi.
Varst samt alltaf þar og þá.
Þegar mamma vildi.
Í mér sorgin situr nú
sárt er upp að vakna.
Hér ég vildi að værir þú
vinur þín ég sakna.
Englarnir nú eiga þig.
engan frið það lætur.
Við það sætta má ég mig
móðirin sem grætur.
Elsku Júlli ástin mín.
yfir þér nú vaka.
Allir vættir. Ævin þín
er óvænt stefnutaka.
Ég veit að elsku mamma mín
miðlar með þér gæsku.
Hún var æðsta ástin þín.
öll þín árin æsku .
Nú gráta blessuð börnin þín.
bestur alltaf varstu.
alltaf setja upp í grín.
alla tilurð gastu.
Sendi ég þér sátt og frið.
með söknuði í hjarta.
held þú eigir handan við,
hamingjuna bjarta.
.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
8.10.2009 | 14:51
Tvö bréf og kúlulíf.
Tvö bréf. Ég hef sagt frá því áður að ég sendi bæði syni mínum og þáverandi tengdadóttur oft bréf meðan þau dvöldu í fangelsi. Ég held að fólk sem hefur lent á rangri braut í lífinu þurfi á því að halda að vita að það er einhver þarna úti sem þykir vænt um þau. Þetta er auðvitað ekki algilt frekar en annað í þessum heimi. Mér leið alla vega betur sjálfri og líðu ennþá betur í dag vegna þessa.
Ég ætla að birta hér núna tvö bréf sem ég skrifaði, annað til Júlla míns hitt til vinar hans.
Ísafirði 19. desember 1997.
Sæll Máni minn.
ég vona að þú hafir það bara gott. Þrátt fyrir allt. Ég veit að það er alltaf erfitt þegar þessi tími nálgast að vera einn. En þú skal muna samt að það eru margir sem þykir vænt um þig og hugsa til þín þannig að maður er raunverulega aldrei einn. Það er alltaf einhver þar til staðar fyrir mann, ef maður bara réttir út hendina. Mérr finnst það gott mál að þú ætlir að gera eitthvað í þínum málum. Eins og ég sagði áður, þú átt svo sannarlega margt gott að hverfa til ef þú bara kemst upp úr vitleysunni. Og það er sannarlega þess virði. ég er líka alveg sannfærð um að þrátt fyrir allt þá er þetta kjörið tækifæri til að vinna bug á sjálfum sér. En mundu að þú verður að sættast við sjálfan þig og læra að elska sjálfan þig. ef þú getur það ekki, þá getur þú ekki ætlast til að aðrir geri það heldur. þess vegna skaltu þegar þú horfir í spegilinn segja við sjálfan þig "Máni mér þykir vænt um þig". Þú skal segja það alveg þangað til þú trúir því sjálfur.
Talaðu líka við líkamann þinn og segðu honum að þið ætlið sameiginlega að sigrast á fíkninni. Ég veit Máni minn að þetta er hægt. Og hugur manna er svo sterkur að hann sigrar allt. Þú þarft bara að temja huga þinn. Þess vegna er kanske góður tími þarna til að nota einmitt til þess. Þú getur sest niður alltaf á sama tíma og hugsað upp í ljósið og kærleikann. Biddu um styrk og þrek til að standa þig. Ég get lofað þér því að þú munt finna þína leið út úr þeesssu þannig. Gerðu þetta bara fyrir sjálfan þig.
Það er alveg með eindæmum hve veðrið er gott þessa dagana, maður trúir því varla að það skuli vera 19. desember það er alveg auð jörð og hlýindi. Þetta styttir óneitanlega skammdegið fyrir manni. Enn og aftur hafðu það gott Máni minn og líði þér ve. Kær kveðja Ásthildur.
Ísafirði 24. mars 1997.
Halló elsku Júlli minn. Hvað segirðu í dag? Allt gott vonandi. Héðan er allt gott að frétta. Veðrið er gott. Setning Skíðavikunnar fór vel fram í gær. Svo voru tónleikar um kvöldið með Emilíönu Torrini, Stefáni Hilmars og K.K. Jóhanna fór með Arnar son sinn þangað og amma og afi voru að passa litla prinsinn. Hann var dálítið óþekkur í nótt og Jóhanna greyið sagði " vildi óska að Júlli væri heima, þá myndi ég láta hann vaka með hann". Ég sagði að það myndi hann örgglega vilja gera. Hjúkrunarkonan sem kom og skoðaði hann um daginn sagði að það væri eðlilegt að þau tækju svona dillur þegar þau væru 2ja vikna. Þá tækju þau vaxta kipp og þyrftu alltaf að vera að borða. Hvolparnir eru líka farnir að borða. Þeir eru komnir fram í garðskála og Tinna er ekkert ánægð með aað þurfa að sofa frammi hjá þeim. Hún vill bara komast inn í hlýjuna. Hvolparnir eru ágætir þeim finnst gott að fá volga mjólk á morgnana. Jæja elskan nú sendum við þér myndirnar af litla manninum. Ég er viss um að þér finnst dálítið skrýtið að eiga svona lítið krýli. En þú átt nú eftir að kynnst honum betur. Hann er óttalegt flón ennþá, gerir sér takmarkaða grein fyrir umhverfinu. Ég held að hann skynji bara mömmu sína og þá af því að hann þekkir af henni lyktina og hún gefur honum að borða. En þetta kemur furðufljótt. Ég ætla ekki að hafa þetta engra núna elskan. Ég vona bara að þér lði vel. Líttu á þetta sem prófstein á þolinmæði. Ef þér tekst að takast á við sjálfan þig og vinna sigur ertu nokkuð öruggur um að standa þig þegar þú kemur út aftur.
Mundu að okkur þykir vænt um þig. Og það verður gaman þegar þú kemur heim.
Bless elskan. Mamma.
Á góðri stund í Kúlu.
Synir með pabba sínum.
Litla fjölskyldan. Þau og Úlfur er það besta sem henti Júlla minn.
ég týni saman fiskana sem voru í íbúðinni hans og setti þá í þennan glerskáp, þar verða þeir þangað til drengirnir okkar komast til vits og ára.
Fiskarnir hans.
Þessi er nýlegur.
En það er ekki bara sorg í kúlunni. Mamma er komin heim og tvær litlar telpur eru svo glaðar.
Það var gaman að taka upp úr töskum og skoða hvað mamma hefði meðferðis.
Margt fallegt kom í ljós. Flott föt og fleira skemmtilegt.
Og svo er það knúsírúsínan mín.
Mamma er alltaf það besta sem maður á.
Þrjú á einum hesti.
Töffaraskvísa.
Og nú er það mamma sem matar, pabbi kemst ekki lengur. En hann fylgir syni sínum alveg örugglega.
Alltaf jafn flott.
Í nýjum fötum á leið í leikskólann í morgun.
Hún kann þetta ennþá.
Og litla skottið og Músin. Sem reyndar er rotta. En það má ekki segja það. Þetta er nefnilega músin.
En í dag förum við öll saman í kistulagninguna. Drengurinn okkar tilbúin til að fara sína hinstu ferð í kirkjuna. Og við að reyna að vera sterk og kveðja með reisn. Í dag kom Haukur. þ.e. Þorsteinn Haukur vinur okkar og flutti okkur lag sem hann hefur samið við ljóðið mitt. Ég bað hann um að flytja lög í kirkjunni. Þetta er yndislega fallegt lag. Maður heyrir allt sem var Júllí í því. Hafið, öldurnar og fjöllin. Ég er svo ánægð með það. Ég fæ disk og mun setja þetta hér inn eftir jarðarförina. Það verða fleiri að fá að njóta þess sem Haukur hefur fram að færa.
Eigið góðan dag elskurnar og megi allir góðir vættir vaka með ykkur og vernda. Bréfin hér að ofan set ég inn til að hvetja aðstandendur til að muna að skrifa nokkur hughreystandi orð til sinna sem sitja inni. Þó allt virðist vonlaust, þá er það bara ekki þannig. Saga Júlla míns sýnir þrátt fyrir allt að hann gat risið upp og dó með reisn, með hreint sakarvottorð. Það er alltaf von. Þeirri von verðum við að hlú að, og með öllum ráðum blása í glæðurnar bæði með því að elska okkar brotnu börn, og gæta þess að þau njóti þeirrar verndar sem stjórnarskrá landsins gefur okkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
7.10.2009 | 16:03
Lífið er upp og niður, svo er það okkar að vinna úr því.
Ég er innantóm í dag. Var með fólkinu mínu og vinum að ganga frá dótinu hans Júlla mín. Fara yfir þau föt sem hann átti og skoða hvað við eigum að klæða hann í á morgun fyrir kistulagninguna. Þetta tekur á og er slítandi.
Ég hef því ekki mikla orku eins og er. En það er gott að finna allan hlýhug sem okkur er sýndur hvarvetna. Og hve vinir hans eru alveg jafn aumir og ég sjálf. Það er ljóst að Júlli minn var ljúflingur sem allir bera góða sögu. Margir sem tala um að hann hafi verið þeim góður þegar þeir áttu bágt. Og alltaf virtist hann vera nálægur ef einhver þurfti á hjálp hans að halda.
Fallegasta kveðjan sem ég hef fengið og eru þær margar fallegar, er þegar ein vinkona mín hringdi í mig og sagðist hafa dreymt hann. Hann var með vængi, sagði vinkona mín og hann gekk á vatninu, kring um hann voru jarðarlitirnir, brúnn, og blár eins og hafið.
Og gegnum huga minn streymdu orð sem voru kveðja til þín, sagði hún. Og kveðjan er svona;
Þegar Jesú talar, var eins og öll veröldin þagnaði. Hann talaði til hafsins fjallanna og tindanna sem við trúum fyrir draumum okkar.
Hann talaði til englanna handan við móðuna miklu, og orð hans blunda í brjóstum okkar eins og ástaróður sem brýst inn í hjörtu okkar gegnum þokuna inn í hug okkar.
Þetta er bara svo fallegt og jákvætt, hljóðlátt alveg eins og sonur minn var alltaf. Innilega takk fyrir þetta.
En á morgun verður kistulagning, og þá kveðjum við hann öll fjölskyldan, systkin foreldrar börn, systkinabörn og allir sem eru í fjölskyldunni.
Og á laugardaginn kl. tvö verður jarðarförin, þá verður hann kvaddur í hinsta sinn í þessu lífi. En hann lifir meðal okkar, minningarnar um fallegan góðan töffara mun lifa með okkur áfram. Og ég vona að fyrir hann og dökku minningarnar sem ég hef reynt að setja hér niður vakni fleiri upp og það verði hugarfarsbreyting til öðruvísi barnanna okkar, og að fólk átti sig á því að bak við hvern fíkil er fjölskylda, mömmur pabbar afar ömmur systkini börn og unnustur.
Það hefur enginn maður leyfi til að setja sjálfan sig ofar annari manneskju. Hverjir eruð þið að dæma? Sá sem upphefur sjálfan sig á kostnað annara, lítillækkar sig gagnvart almættinu. Ó þér hræsnarar sem þykjast vera betri en aðrir. Þið megið skammast ykkar fyrir fáfræði ykkar og vesaldóm.
svona hljómar tilkynningin.
Ástkær sonur okkar, faðir, bróðir, barnabarn, frændi og vinur
Júlíus Kristján Thomassen er látinn.
Jarðarförin fer fram í Ísafjarðarkirkju laugardaginn 10. október kl. 14.00.
Fyrir hönd annara aðstandenda
Ásthildur Cesil Þórðardóttir Elías Skaftason
Þórður Alexander Úlfur Júlíusson Sigurjón Dagur Júlíusson
Ingi Þór Stefánsson Matthildur Valdimarsdóttir
Bára Aðalheiður Elíasdóttir Bjarki Steinn Jónsson
Skafti Elíasson Tinna Óðinsdóttir
Arinbjörn Elvar Elíasson Marijana Cumba
Þórður Júlíusson
Á góðum degi, síðustu árin hans var hann hamingjusamur og átti fjölskylduna sína að og var sjálfur að gefa svo mikið af sér. Átti nægan tíma handa öllum.
Elsku drengurinn minn þú lifir svo sannarlega í minningunni. Og jarðarförin þín mun verða falleg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.5.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar