Tímamótadómur - en meira þarf til.

Þessi frétt vakti mér von um að loksins væri réttarkerfið að átta sig á því að það þarf að fara að endurskoða málefni fíkla og alkóhólista.  Að það þurfi aðra meðhöndlun en að setja þetta brotna fólk í fangelsil. 

Það vita þeir sem umgangast unga fólkið sem leiðst hefur út í neyslu að það er til einskis að setja það í fangelsi.  Að dæma þau í meðferð er rökrétta leiðin.  En það sem þarf að hyggja að fyrst er auðvitað að koma á fót lokaðri meðferðarstofnun.  Þar sem koma að sérfræðingar allskonar í málefnum fíkla.  Slíkar stofnanir eru starfræktar á öðrum norðurlöndum, og hugaði ég að því á sínum tíma að senda minn son í slíka stofnun. 

Ég tók saman með hjálp ættingja míns greinargerð sem ég sendi þingmönnum og öðrum sem og fleirum sem málið varðar.

 

Tillaga að stofnun lokaðrarar meðferðarstofnunar fyrir illa farna eiturlyfjaneytendur.

 

Full þörf er fyrir lokaða meðferðastofnun á vegum ríkisins. Skilgreina þarf hvað menn ætla að fá úr úr fangelsun einstaklinga. Er það til þess að koma fólki í geymslu og af götunni, eða er tilgangurinn að betrumbæta einstaklinginn?

Einnig þarf að samhæfa aðgerðir lögreglu, dómara, heilbrigðis stofnana og fangelsismálaftofnunnar.

 

Hvers vegna lokuð meðferðarstofnun?

Hluti síbrotamanna eru langt leiddir fíklar, sem ráða í engu um fíkn sína. Þeir eru ekki sjálfráðir gerða sinna. Oftast komnir með geðtruflanir og þurfa geðlyf. Þetta fólk veldur oft miklu tjóni hjá almennum borgurum og í fyrirtækjum. Fyrir þetta fólk er fangelsi enginn lausn. Þau eru inn og út af fangelsum með tilheyrandi kostnaði fyrir landsmenn alla. Það versta við þetta er að oftast enda þessir vesalingar með því viljandi eða óviljandi að svipta sig lífi.

 

Ég mun hér stikla á stóru í lífi sonar míns, til að gera mnnum ljósa stöðuna í þessum málum i dag. Raunar hefr að minu áliti ekkert gerst í málefnum þessa hóps síðan fyrir 1997.

 

Sonur minn var um 12 ára gamall þegar hann byrjaði í neyslu. Við vorum alls óviðbúin þessu vandamáli, en þegar okkur varð ljóst hvert stefndi var honum komið inn á Vog. Með fullri virðingu fyrir þeirri stofnun þá hafði hann einungis lært betur á allar pillur og efni þegar hann kom heim aftur.

Eftir það hrapaði hann æ lengra niður í neyslu. Hann hvarf vikum saman og setti allt heimilislíf í uppnám, ekki bara hjá foreldrum og systkinum, heldur líka afa, ömmu og móðursyskinum.

Svo kom að því að hann var dæmdur í fangelsi. Hann fór inná Litla Hraun 1992. þaðan koma út fullur af hatri, kominn með allskonar sambönd. Eftir það var þetta svona hjá honum, innhrot, yfirheyrslur hjá lögreglu, sleppt á götuna aftur, meðan beðið var eftir dómi, síðan fangelsi. Út aftur og í afbrot. Í millitíðiinni milli dóms og afplánunar, þá var tímaspursmál hvenær hann þyrfti að brjótast næst inn til að ná í fíkniefni, eða fjármagna kaup. Þessi tími sem leið frá því að hann var handtekinn og þangað til hann fór inn var mjög erfiður. Hvorki hægt að hafa hann heima eða á götunni, nema að reyna að loka augunum. Sem er ekki hægt.

 

1997 eignaðist hann son, þá vildi hann fara að breyta um líferni og komast upp úr neyslunni. En þá voru honum allar dyr lokaðar. Bæði hafði hann ekki styrk sjálfur til að vinna gegn vánni, og svo vantaði þarna inn aðila sem gæti gripið inn g aðstoðað. Hann lenti því aftur í hringrás innbrota og neyslu og í fangelsi. 2001 um vorið ætlaði hann að reyna að hætta. Hann gekk til lækna á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði og fékk þar lyf til að halda sér gangandi. Þetta gekk um tíma, en svo kom í ljós að hann þurfti meira og fór að brjótast inn aftur. Ég fór að reyna að koma honum í meðferð. Forstöðumenn meðferðastofnana sögðu að þeir þyrftu uppáskrifti læknis til að koma honum inn. En læknarnir vildu ekki skrifa upp á það. Sögðu að hann hefði ekkert í meðferð að gera. Þetta stóð í ströggli, að lokum stækkuðu þeir lyfjaskammtinn þangað til sour minn ranglaði um húsið, sprautandi sig í æð með þeim lyfjum sem hann fékk, og vissi hvorki í þennan heim né annann. Loks fékk ég pláss fyrir hann í Krýsuvík, en skilyrði var að hann færi í afvötnun á Geðdeild Landspítalans háskólasjukrahúss. Hann labbaði sig þaðan út eftir þrjá eða fjóra daga. Átti að vera tíu daga, en fékk óvænt bæjarleyfi á fjórða degi. Þá var útséð með Krýsuvíkina. Hann lagðist þá í innbrot. Daglega voru fréttir af honum í innbrotum. Hann var tekinn af lögreglu á nóttunni, stungið inn og út aftur um hádegið. Þetta gekk um tíma ég og systir mín margreyndum að fá lækna til að mæla með innlögn, en þeir vildu ekki. Að lokum var þrautarráð að við fórum fram á síbrotagæslu meðan mál hans væru í skoðun. Í síbrotagæslunni á Skólavörðustígnum reyndi hann að stytta sér aldur. Það skal tekið fram að sýslumaður hér og lögregla stóðu vel að málum, en þau geta ekkert gert þegar málið er í þessum farvegi. Að lokum var hann dæmdur í 10 mánaða fangelsi og þegar sá dómur var uppkveðinn, þá var honum einfaldlega sleppt. Hann kom heim, og var hér aftur settur á sterk lyf, ráfandi um. Að lokum kom ég honum inn á Vog og síðan fór hann á Staðarfell. Meðan hann var þar kom fangelsisdómurinn, hann átti að byrja að afplána í byrjum janúar. Ég reyndi að fá því breytt í meðferðarúrræði, en það var ekki hægt. Ég reyndi að fá því frestað, en því var heldur ekki sinnt. Hann fór svo í fangelsið, sem betur fór var tekið tillit til aðhann hafði verið í meðferð, og hann var settur inn í Kópavoginum. Þar var hann í geymslu þangaði til 1. ágúst. Kom þá heim fullur af bjartsýni og ætlaði að standa sig. Það stóð í mánuð, þangaði til að það var alveg ljóst að hann var komiinn í sama farið aftur. Hann byrjaði að brjótast inn í barnaskóla og einu sinni inn í heilbrigðisstofnun bæjarins. Þá var hann settur í síbrotagæslu aftur til að forða honum frá fleiri innbrotum og bæjarbúum frá meiri hrellingum.

Sýslumaður setti inn ákvæði um að ef annað úrræði fengist yrði síbrotagæslunni aflétt. Það varð úr að hægt var að koma honum inn í Krýsuvík. Þar er hann, þegar þetta er skrifað, en bíður dóms fyrir þessi þrjú innbrot. Ekki veit ég hvað verður, en ég veit að ef hann verður tekinn úr meðferðinni og settur inn í fangelsi þá byrjar sama ferlið upp aftur. Þannig að það er alveg ljóst að þau úrræði sem við höfum nú þegar, þjóna ekki tilgangi sínum ef við viljum aðstoða einstaklinga við að ná sér á strik eftir neyslu.

Viljinn er fyrir hendi en getan ekki. Ég mun styðja þetta bréf með bréfum og skjölum sem ég hef undir höndum.

 

Reynsla mín af ví að eiga dreng með fíkniefnavanda hefur í raun sannfært mig um eftirfarandi:

1a Fangelsisvist sérstaklega í upphafi neyslu hefur meiri skaðleg áhrif heldur en bætandi.

1b Leiðir þar að auki af sér meira tjón hjá fyrirtækjum og hinum almenna borgara með fjölgun innbrota.

  1. Óviðunandi er að sá biðtími sem er frá því að menn eru handteknir fyrir afbrot og þangað til einhverskonar úrræði finnst (fangelsi). Á þessum tíma eru neytendur komnir í mikla neyslu sem þeir þurfa stöðugt að fjármagna.

  2. Fangelsi er ekki viðeigandi úrræði fyrir fíkniefnaneytendur. Vegna þess að þau vinna frekar að því að taka þá úr venjulegu lífi(einangrun frá samfélaginu) og skerðir enn frekar hæfni þeirra til að takast á við lífið.

  3. Í dag er enginn stofnun sem tekur viðmjög langt leiddum neytendum í afvötnun og meðferð. Því er vonlaust fyrir aðstandendur að koma þeim í meðferð með þeirra samþykki og viljastyrk nákvæmlega á sama tíma og þetta er ekki fyrir hendi.

Meira að segja Geðdeild L.H. deild 33a hleypir sjúklingum út þrátt fyrir áhyggjur aðstandenda og vissu um að hann ræður ekki við neyslu.

Það mun borga sig að takast á við fíkniefnavandann með því að byggja upp traust úrræði, því það sparast mjög mikið fjármagn fyrir utan að mannslíf er ekki hægt að meta til fjár.

 

Það má benda á eftirfarandi kostnaðarliði:

Kostnað við heilsugæslu og lyfjagjöf.

“ við löggæslu, handtökur og dvöl í fangelsum.

“ vegna félagsþjónustu vegna styrkja og fjárhagsaðstoðar.

“ tryggingafélaga vegna bóta.

“ hins almenna borgara vegna þess að eigu hafa stundum persónulegt gildi.

“ tilfinningalegan kostnað aðstandenda sem þurfa að horfa hjálparlaus upp á neyð ástvinar.

“ mikil fíkniefnaneysla gerir fólk óvinnufært og þar tapast mannauður.

“ kostnaður við allar meðferðarstofnanir sem eru opnar og hafa ekki nægilegt aðhald fyrir illa farna neytendur.

 

Verðugt væri að athuga hversu langur tími líður frá handtöku og fangelsunar og hversu miklu tjóni fíklar valda á því tímabili og hversu margir brjóta af sér eftir að afplánun lýkur. Er fangelsisvist lausn á vanda fíkniefnaneytenda árið 2003.

Með virðingu Ásthildur Cesil Þórðardóttir.

 

Þetta er skrifað árið 2003. Eins og fram kemur til Fangelsisyfirvalda. Ráðalaus móðir kallandi út í tómið. Í þessu ferli svipti ég hann sjálfræðinu af því að mér var sagt að þannig gæti égbest hjálpar. En svo kom í ljós að enginn stofnun vildi taka við sviptum einstaklingi. Ég varð aftur á móti gerð ábyrg fyrir honum þann tíma sem hann var sviptur.

Sem betur fer náði þessi piltur sér á strik og er á góðum vegi í dag. Og fær heilmikla hjálp frá félagsmálayfirvöldum hér og svo móður sinni auðvitað. En meðan allt var í kalda koli var enga aðstoð að fá neinstaðar. Og ég veit að þar er fullt af foreldrum, ömmum og öfum enn í dag. Þetta á ekki að þurfa að vera svona. Við getum alveg breytt þessu með því að dæma menn í meðferð en ekki fangelsi. Ég veit til dæmis að Krýsuvík getur tekið inn fleiri einstaklinga ef þeir fá meiri fjárráð. Húsnæði er fyrir hendi. Það er góður staður og góður aðbúnaður. Falleg náttúra og samgangur við dýr. Stundum þurfa hlutirnir ekki að kosta svo mikið. Heldur þarf vilja til að leysa þá.

 

Svona var það.

Svo má bæta hér við þessu;

 

Íslensk yfirvöld hafa engan áhuga á að hjálpa fíklum á Íslandi. Að sögn Guðmundar Týs Þórarinssonar hjá Götusmiðjunni. Hann segir marga krakka enda á götunni vegna skeytingarleysis embættirmanna. Ef skorið verður niður hjá Guðmundi um áramótin gæti hann þurft að loka Götusmiðjunni.

 

Ungir fíklar á flæðiskeri.

 

Við höfum jarðar mörg ungmennin í gegnum árin og það er ekkert lát á því”

 

Kerfið bregst þessum krökkum kerfisbundið. Ég segi stundum Breiðavík hvað? Ofbeldið er núna komið meira í hendurnar á embættismönnum sem eru steinsonfandi og hafa lítinn áhuga á málaflokknum. Við höfum jarðað mörg ungmennin í gegnum árin og það er ekkert lát á því.” Segir Guðmundur Týr Þórarinsson, betur þekktur sem Mummi í Götusmiðjunn.

 

Útskrifuð á götuna.

 

Götusmiðjan er sérhæft meðferðarheimili fyrir ungt fólk á aldrinum fimmtán til tuttugu. Þangað sækja einna helst einstaklingar sem glíma við vímuefnafíkn og hafa brotið af sér. DV fjallaði um andlát Lísu Arnardóttur, 21 árs fíkniefnafíkils, um síðustu helgi. Móðir hennar er handviss um að dauðsfall hennar sé sakamál en lögreglan mun ekki rannsaka það. Lísa var hjá Mumma í Götusmiðjunni um tíma en hann getur ekki tjáð sig um mál hennar þar sem hann er bundinn trúnaði.

 

Hann segir að yfirvöld hafi lítinn sem engan áhuga á ungmennum sem heyja baráttu upp á líf og dauða við fíkniefnadjöfulijnn.

 

“Kerfið hefur engan áhuga á þessum krökkum. Embættismenn sem eiga að fylgja eftir lögboðnum skyldum sínum og sveitarfélögin sem fela sig alltaf í umræðunni. Allir horfa á félagsmálaráðherra og ríkið en sveitarfélögin eiga til dæmis að annast krakkana eftir meðferð. Við höfum útskrifað hér krakka beint út á götuna í orðsins fyllstu merkingu því við komum þeim ekki í hús.

 

 

Ættu að skammast sín.

 

Mummi segir að yfirvöld skipti sér ekki af krökkum þegar þau ná átján ára aldri.

“Ofbeldið fer nú fram í IKEA húsgöngum á einhverjum skrifstofum. Þetta er bara skeytingarleysi, áhugaleysi og við horfum á eftir börnunum okkar verða átján ára og daginn sem þau verða átján ára fríar kerfið sig algjörlega ábyrgð. Kerfið bregst þessum krökkum því stór hluti þessara krakka kemur frá ofboðslega brotnum fjölskyldum og á enga stuðningsmenn. Kerfið dæmir þessa krakka til dauða.”

Eins og menn muna var götusmiðjunni lokað af einhverjum sérkennilegum ástæðum, og sýnir svo ekki verður um villst að áhugi yfirvalda á ungu fólki í sárri neyð er nákvæmlega enginn.  Það sem þau hafa áhuga á er lagabókstafur, hygla sínum og láta óskilgreind sjónarmið ráða för.

'Eg tek undir orð Guðmundar þeir mega skammast sín.

En svo kemur þetta ljós, sem gefur von um að ef til vill hafi einhversstaðar kviknað ljós.  Látum gott á vita. Sonur minn er nú dáinn, en minning um hann lifir og ég er viss um að ef hér hefðu verið ráð sem dugðu fyrr, þá hefði hann verið lengur hjá okkur.  Hér þarf virkilega vakningu hugans hjá yfirvöldum. 


mbl.is Dæmdur til ársdvalar í meðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innilega til hamingju með afmælin krílin mín.

Meðan ég var á ferðalagi áttu nokkur af barnabörnunum mínum afmæli.

img_2790

Arnar Milos afmælisbarn.

img_2639

Til hamingju stubbur minn. Heart

img_5389

Evíta Cesil sem fæddist á Valentínusardaginn með ömmu Ásthildi viðstadda og ljósu sem heitir líka Ásthildur.

img_5603

 Til hamingju með afmælið prinesessan mín. Heart

img_3751_1011614

Og svo stóra stelpan mín Júlíana Lind.

img_4712_1017938

Til hamingu með afmælið Júlíana Lind mín. Heart

img_4746

Unglingarnir mínir í Fljótavík.

img_4881_1020962

Í dag á Hanna Sól svo afmæli.

IMG_7632

til hamingju með afmælið þitt elsku Hanna Sól. Heart

IMG_9767

Til hamingju afmælisbörn. Heart


Osló.... og heim.

Þá er ég komin að lokum þessa ferðalags.  Ég hef haft gott af því að skipta um umhverfi, gera aðra hluti og hitta mörg börnin mín og barnabörn, því miður þá hitti ég þau ekki öll, því elsku barnabörnin mín í Östra voru of langt í burtu til að heimsækja þau.  En það verður bætt upp síðar.

Það vorualdeilis viðbrigði að fara úr vorinu í Austurríki í vetrartíkið Noreg.

IMG_0001

Það var nokkuð ljóst að hér ríkir vetrarveröld.  Hér er Óðinn Freyr og Róbert að koma heim úr skólanum.

IMG_0002

Það má sjá að þeir eru með skíði, því það er erfitt að ösla snjóinn.

IMG_0005

Jamm þetta er bíll.

IMG_0007

Róbert Hagbarðsson og prinsinn á heimilinu Óðinn Freyr.

IMG_0008

Og litla manneskjan er að tala í símann, en það er voða gaman.

IMG_0009

Allir drengirnir mínir fjórir hafa og höfðu gaman af að elda og eru góðir kokkar.

IMG_0012

Og það er ósköp notalegt i litla eldhúsinu hjá þeim Skafta og Tinnu.

IMG_0013

Hæ mamma!

IMG_0017

Svo les pabbi fyrir stubbinn, þegar hann er búin að svæfa skottuna.

IMG_0018

Morgun í Nettersdal.

IMG_0023

ég keypti þennan bol á flugstöðinni í Vín, konan sem seldi mér hann var frá Tailandi hún var glaðleg og talaði mikið.  Margir blanda saman Ástralíu og Austurríki sagði hún og hló.  Þetta er bara fyndið.

IMG_0024

Húsið sem Skafti og Tinna búa í.

IMG_0027

Svona tryllitæki er á hverjum bæ í Noregsi.

IMG_0057

Enda bráðnauðsynlegt á svona tímum.

IMG_0030

Svo var að rölta í bæinn, hitinn var þetta frá 17 - 25° -, svo eins gott að vera vel dúðaður.

IMG_0037

Það er reyndar örstutt að rölta niður í verslunarkjarnan og veðrið var fallegt.

IMG_0038

Og við erum að tala um Oslóarumráðið, ekki norður Noreg.

IMG_0041

Þessi vekur upp minningar frá mínum barndómi, man eftir að mamma fór með okkur Nonna bróðir á svona farartæki niður í bæ, ég sat fyrir aftan með fætur aftur og Nonni framan í gærukerrupoka, og ég man meira að segja marrið í snjónum. 

IMG_0042

Jamm á göngu.

IMG_0045

Fallegt er þarna.

IMG_0061

Vitiði hvað það er dásamlegt að hlusta á tvo karlmenn ræða um matseld, matreiðslubækur og gourmemat.  Og að ákveða að hafa svona gourmekarlakvöld með matseld? Hrein unun.

IMG_0062

Vorum boðin í mat til Hagbarðar og Guðrúnar, hann eldar alltaf á föstudögum og ef til vill oftar, því hann elskar að elda mat, og er algjörlega flottasti kokkurinn, venjulega pizzur en í þetta skipti Mexicóskan rétt aldeilis frábæran.

IMG_0063

Hér er brugðið á leik fyrir ljósmyndarann LoL

IMG_0064

Konurnar huguðu að barnafötum en það á að fæðast barn um miðjan mars.

IMG_0065

Eins gott að fara að huga að smábarnafatnaði.

IMG_0066

Beðið eftir matnum.

IMG_0067

Sólveig Hulda elskar Rakel.

IMG_0069

Hún fór á kostum í matarveislunni, svona er hún með "falleg augu" LoLHeart

IMG_0076

Og við nutum matarins í botn.

IMG_0077

Kokkurinn sestur líka.

IMG_0080

Halli og Laddi, nei Sólveig HuldaHeart

IMG_0088

svo er bara að kósa sig, horfa á norsku júróvisjón og sjá þá klúðra algjörlega besta laginu.

IMG_0090

Ljúft kvöld góður matur og svo að ganga heim(að vísu ekki langt) í 20°frosti.

IMG_0096

Daginn eftir var litla stubban að fara í afmæli alveg sjálf, reyndar hjá dagmömmunni.

IMG_0097

Ótrúlega falleg mynd af þeim systkinum. Heart

IMG_0100

Jamm og amma bakaði pönnsur þannig er það baraWink

IMG_0102

Og þær voru étnar upp til agna, þó ég héldi í fyrstu að nú hefði ég gert allof mikið deig, en ... þetta var bara allt borðað upp til agna.

IMG_0105

Svo er verið að kósa sig, hér á árum áður lásum við fyrir börnin okkar sögur, Selurinn Snorri og þjóðsögur Jóns Árnasonar, lágum gjarnan öll upp í hjónarúminu og Elli las og við hlustuðum á, það var svo notalegtl, og börnin mín hafa haldið þeim sið öll að lesa fyrir börnin sín. 

IMG_0109

Svo neitaði litla skottið að fara í sturtu og það var ákveðið að setja hana bara í eldhúsvarkinn.

IMG_0111

Það var mörgum sinnum gert í kúlu, að setja þau í eldhúsvaskinn og það virkar bara vel.

IMG_0112

Og einnig í þetta sinn virkaði það mjög vel.

IMG_0119

Komin tími til að kveða Noregsi og halda heim, yndisleg stúlka Kristjana systir Guðrúnar skutlaði mér út á Gardemoen. Takk fyrir mig elskuleg.

IMG_0123

Í Reykjavík beið svo lítil fjölskylda hans Bjössa sonar okkar. Þetta er Davíð Elías.

IMG_0125

Stoltur afi.

IMG_0127

Afi og Arnar Milos. Og Arnar Milos elskar afa svoooo mikið.

IMG_0129

Þeir geta leikið sér saman.

IMG_0130

Og verið glaðir saman.

IMG_0138

Og þá er að koma sér heim.

IMG_0140

Hitti elskulega vinkonu mína Dísu Gríms áður en ég lagði í hann vestur.

IMG_0146

Og hér er mín endastöð.  Og ég mun berjast fyrir því að fá að vera hér áfram, mun leita allra leiða til að hnekkja þessu endemisskipulagi sem er alveg út fyrir allt velsæmi. Og ég mun enskis svífast til að sporna á móti þessum græðgis fyrirætlunum sem ég heiti Ásthildur Cesil.

En nú segi ég bara góða nótt Heart


Æ Æ Steingrímur!

Börnin í sandkassanum, af því að pabbi segir nei, þá á að taka hann úr umferð!

Það er með ólíkindum þankagangurinn í forystumönnum þjóðarinnar, þeir eru svo gjörsamlega úr takti við almenning í landinu, enda er Steingrímur búin að sitja og orna sér við eldinn í 28 ár, en það er langt yfir það hægt er að sætta sig við.  Maðurinn löngu búin að gleyma hverjir komu honum þangað sem hann er, og af hverju. 

Loforðalistinn er ansi langur og málflutningur fyrir kosningar með allt öðrum hætti en svo kom í ljós.  Hvernig var með AGS?  ESB inngöngu? Þjóðaratvæðagreiðslur? auðvitað allt meðan hann var í stjórnarandstöðu. Mér heyrist reyndar að út á þessa afstöðu sína hafi hann og flokkurinn verið kosin.  Hvernig bregst þessi alþýðuhetja svo við þegar samflokksmenn hans ætla að fylgja kosningaloforðum og sannfæringu sinni? Jú hann telur að þau ættu betur að koma sér úr flokknum. 

Forsetinn tekur af skarið, hlustar á fólkið í landinu og er trúr þeirri sannfæringu sinni að fólkið eigi að ráða svo viðamikilli kvöð sem Icesave er.  Og hvernig bregst "maður fólksins" þá við?   Jú það á að girða fyrir slíkar uppákomur í framtíðinni. 

En Steingrímur þú skalt athuga eitt, til þess að þú getir breytt þessari grein í stjórnarskránni, þarf að boða til nýrra kosninga hygg ég.  Og þú munt ekki lifa af slíkar kosningar sem pólitíkus.  Við þær aðstæður sem eru í dag og miðað við hvernig þú hefur hagað þér, verður það létt verk og löðurmannlegt að koma þér burtu úr stjórnarráðinu og jafnvel Alþingi líka. Held meira að segja að Jóhanna fái að fljóta með þér burt úr pólitíkinni.  Ég held að ég geti næstum lofað þessu, miðað við hvernig fólk talar, hræðsluáróðurinn um að þá komist vondu sjallarnir og framsókn að aftur eru hætt að bíta, því þó það sé hræðilegur kostur, þá get ég svarið að maður veit ekki hvort er verra.  Og nú erum við búin að finna okkur í mótmælum og skynja vald okkar.  Það á eftir að slípast til og verða beittara en leiðin er að verða ljós.  En til þess þurfum við öryggisventil, í dag er þessi öryggisventill hjá forsetanum.  Ef þið ætlið að voga ykkur að taka þann tappa úr þá mun fólkið krefjast þess að fá annan tappa sem virkar jafnvel. 

Það hefur líka vakið athygli að það er markvisst verið að þagga niður í fjölmiðlum sem hleypa almenningi að, svo sem eins og að loka fyrir svör fólks á Eyjunni, enda er hún hægt og bítandi að deyja, eina sem heldur henni á lífi núna er Egill Helgason og spurning hversu lengi hann hangir yfir síminnkandi heimsóknum.

það er nefnilega ekki bara í miðausturlöndum sem fer fram bylting alþýðunnar.  Þetta er hreyfing sem fer um heiminn allan.  Enda er ESB veldið dauðhrætt við þessa örþjóð og hvað hún muni gera. Þau vita sem er að ef við höfnum þessum samningi þeirra þá tekur við óánægjualda heima hjá þeim sjálfum, sem núna kraumar undir en mun rísa hátt. Þess vegna er fylgst vel með hvað við erum að gera og segja.

Að óreyndu hefði ég ekki trúað því að þú og fleiri á þingi mynduð blotta ykkur svona svakalega. 

c_documents_and_settings_erna_hjaltested_my_documents_blog_isl_faninn_713981[1]


mbl.is Vill breyta 26. greininni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Austurríki kvatt og halló Danmörk og Noregur.

Síðasta daginn í Ausurríki skruppum við til Eisenstad, en það er höfuðborgin í Burgenland.  Stundum líka kölluð Haydnstad, því þar fæddist Haydn.

IMG_9843

Svona byggingar eru á nokkrum stöðum ég held að þetta sé áningastaður fyrir vöruflutningabíla hótel og restaurant. Flott hús.

IMG_9844

Þetta er stærsta verslunarmiðstöð í Evrópu, risastór fleiri kílómetrar að flatarmáli og fólk getur ekið um í bílum og slíku milli staða.  Alltof stórt fyrir mig.

IMG_9846

Við erum á leiðinni til Vínar með viðkomu í Mary Ellend, hér má sjá hve stutt er í allar áttir og önnur lönd hér.

IMG_9848

Þorpið Mary Ellend, þar sem María mey á að hafa stigið á land frá Dóná.

IMG_9849

Hér sést svo í Maríukirkjuna.

IMG_9850

Hér sést húnbetur, einkar falleg lítil kirkja og reist til dýrðar Maríu Mey.

IMG_9851

Hér erum við komin á leiðarenda til Samúels, ég ætla að fara í meðhöndlun númer tvö til hans.  Og núna ætla ég að biðja hann að lækna mig af flughræðslu. 

IMG_9854

Skvísan tilbúin.

IMG_9859

Samúel var búin að baka þessa líka flottu köku með rjóma þegar við komum.

IMG_9860

Og stelpurnar þekktu sig vel þarna og allt dótið hennar Miriam var til reiðu, Goldie passar upp á allt, og Trölli missir af að hitta kærustuna, hann fór til Graz með "pabba sínum" til að járna hjá Peter sem er hrossakóngurinn í  Austurríki. 

Ég átti ljúfa stund með Samúel alveg ótrúlega upplifun, svo er að sjá hvort það virkar í raunveruleikanum hvort ég virkilega hef losnað við flughræðsluna.

IMG_9865

Nú erum við komnar til Vínar, við ákváðum að skilja bílinn eftir í bílageymslunni í Gasometer, því þaðan er svo auðveld leið til allra átta með underground.  Húsin þarna í bakgrunni eru reyndar fjögur, byggð sem gastankar, en síðan breytt í íbúðarblokkir. 

IMG_9866

Íbúðir og moll undir, og hljómleikasalur þar sem margar af frægustu hljómsveitum hafa haldið tónleika, til dæmis Ozzi Osbourn, Alice Cooper, Boney M, Þegar ég var hér síðast voru hér Oasistónleikar, það voru flutningabílar út um allt, sjónvarpsbílar og allskonar, ég sá þá svo fyrir utan bakdyrameginn strákana með lið í kring um sig, allt svona eins og út úr bíómynd.  Bára mín bjó nefnilega í einum tankinum um árabil.

IMG_9868

Í lestinni, við erum að fara á myndlistasýningu hjá Eriku.

IMG_9872

Og hér erum við komin.

IMG_9873

Sannarlega flott og glæsileg sýning.

IMG_9882

Leó frændi tók á móti gestunum með höfðingskap eins og hans er von og vísa.

IMG_9890

ég var rosalega hrifin af myndinni þarna á bak við mig. reyndar af öllum verkum Eriku, hún er frábær.

IMG_9893

Hér er listamaðurinn að skoða verk sem hún vann að rétt fyrir sýninguna og eru ekki í römmum.

IMG_9895

Og hér er Christina komin og ræðir við Eriku, en Christina er listfræðingur.

IMG_9896

Og stelpurnar fundu sína aðferð til að skemmta sérLoL

IMG_9897

ég held bara að gólfið hafi verið sæmilega vel bónað þegar við fórum.

IMG_9898

ég og Leó frændi og ættarsvipurinn leynir sér ekki. 

IMG_9902

Og svo var boðið upp á hlaðborð, þetta var aldeilis glæsilegt. Leó og Erika takk fyrir okkur. Heart

IMG_9906

Svo var ósköp notalegt að hygge sig þegar maður kom heim.

IMG_9908

Við erum komin til Eisenstad, það er aðalborgin í Burgenland.  Hér fæddist Haydn.

IMG_9911

Sú stutta sofnaði aðeins í bílnum, en nú erum við komin í miðbæinn.

IMG_9912

Austurríkismenn eiga mikið af höllum, enda voru smákóngar í hverju af þessum 9 fylkjum sem voru.

IMG_9913

Glæsileg höll hér í miðbænum.

IMG_9917

Central Evrópa bara svona fyrir Evrópuumræðuna.

IMG_9919

Nú hefur maður komist í kynni við Haydn, skoðað herbergið sem Mosart samdi sína níundu symphoníu og gengið fram hjá húsi Frans List, segið svo að maður sé ekki forframaður í músikinni. 

IMG_9920

Þetta er fallegur miðbær, í Fortchenstein er ekki neinn alvöru miðbær eins og hér.

IMG_9921

Hér eru örugglega svona tónleika hús fyrir Haydn.

IMG_9922

Vildi næstum óska að við skreyttum húin okkar eins og gert var í þá góðu gömlu daga.  þetta er glæsilegt.

IMG_9925

Nei þið eruð ekki drukkin, heldur er þetta dálítið á reikiLoL

IMG_9927

Við erum komin innfyrir patíóið í höllinni.

IMG_9928

Allstaðar sami glæsileikinn.

IMG_9929

Vínmuseum það verðum við að sjá ekki satt?

IMG_9931

Blau Fränkisch auðvitað.

IMG_9933

Og svo er auðvitað að mynda varðmennina í varðturninum.

IMG_9939

Og þá var komin tími á að hlaupa svolítið.

IMG_9941

Og skoða sig um.

IMG_9951

Koma við í bakaríinu, enda kökur eitt af kennimerkjum Austurríkis.

IMG_9953

Já það er rétt athugað ég er með rjómabollu!!!

IMG_9963

Svona súla er líka í Vínarborg, þetta er minnisvarði um svartadauða sem hrjáði Evrópu hér um árið.

IMG_9966

Svo fórum í í skranbúð, það er alltaf gaman að skoða allskonar skran.

IMG_9972

Og svo lá leiðin heim.

IMG_9977

Og svo var að kveðja, það var erfitt.  Þetta er amman í kjallaranum, yndisleg kona sem hefur lifað tímana tvenna.  Faðir hennar hvarf í fyrra stríði, missti ung mömmu sína, var send til Vínar ung stúlka að vinna við að safna saman múrsteinum eftir stríðið, og þurfti að berjast við rottur og að koma sér þaki yfir höfuðið sem var þá í uppsprengdum húsum.  Missti svo manninn, dóttir hennar lenti í alvarlegum veikindum og er með skerta greind eftir það, fyrir utan að hún og tendasonurinn misstu húsið, nema í Austurrískum lögum má ekki bera foreldra út úr húsum, bankinn á húsið núna og amma fylgir með.  Sonurinn var að flytjast til Þýskalands með kærustunni og þegar ég fór grét þessi elska, þó við gætum lítið talað saman, þá skildum við hvor aðra.  HeartSvo er hún svo dæmalaust góð við dóttur mína og fjölskyldu.

IMG_9978

En svo lá leiðin út á flugvöll.

IMG_9979

Dóttir mín ók mér þangað og nú er aðskilnaður í nánd.

IMG_9980

Elskulega stelpan mín takk fyrir yndislegan tímaHeart

IMG_9981

Flug og ég komst að því að flughræðslan var ekki fyrir hendi, það var ótrúlegt en svona var það bara. Takk Samúel. 

IMG_9985

Austurríki....

IMG_9989

Danamarka!!! Dálítið annað yfirbragð.

IMG_9991

Það var nokkurra klukkustunda bið á Kastrup, svo ég hafði hringt í systur mína Sigríði og hún kom út á flugvöll.  Það var yndislegt að hitta hana og við ræddum saman og áttum góða stund.

IMG_9992

Fengum okkur bjór og gammle dansk og svo auðvitað smorrebrod.  Það er algjört must í Danmörku.

IMG_9993

Systir mín er að læra til prests og er alsæl með lífið sitt.  Hún hafði nýlokið prófum og er að gera það sem hana langar til og gefur henni fullnægju í lífið, hvað er betra til en það.  Heart Hún bað að heilsa öllum og skila ég því hér með.

IMG_9994

Svo lá leið mín til Oslóar, því ég hafði fengið svo ódýrt flug heim frá Noregi.

IMG_9995

Þar kvað við svona heldur annar tónn... eða þannig.

IMG_9997

Þetta er Sólveig Hulda prakkari með meiruHeart Þið kannist við hana sum af myndum frá því í fyrra.

IMG_9998

En svona er lífið, lítið hér og mikið þar.

IMG_9999

En nærsta færsla verður frá Osló þessari sem stendur við Oslóarfjörðinn sem fréttirnar snúast um í dag.   En nú býð ég góðrar nætur.

 


Smá hugleiðing.

Nú hefur forsetinn sent Icesave til þjóðarinnar.  Mér sýnist að flestum sé létt, það var þrúgandi bið eftir því hvað hann myndi gera.  En eftir á sér maður að hann er samkvæmur sjálfum sér og hefur skorað hátt hjá stórum hluta þjóðarinnar.  Aðrir eru eins og skiljanlegt er bæði svekktir og reiðir. 

Ég hafði hugsað mér að reyna að taka því hvernig sem málin velktust, ekki gera sjálfri mér það að reiðast.  En mér líður afskaplega vel með niðurstöðuna eins og hún er. 
Viðbrögð fólks eru margskonar, flestir sem skrifa taka þessu vel, en svo eru einstaka sem skrifa í reiði og eina sem þeir gera er að skeyta skapi sínu á persónu Ólafs Ragnars, kalla hann öllum illum nöfnum.  Ég held að það fari betur á því að bíða með að skrifa, þangað til reiðin hefur aðeins vikið og skynsemin tekið við.

Við ávinnum nefnilega ekkert með því að uppnefna fólk.  Eina sem gerist er að við verðum okkur sjálfum til skammar. 

Það sem ég skil ekki er af hverju sumt fólk vill endilega greiða þessa skuld, því það hefur marg oft komið fram álitamál um hvort okkur yfirleitt ber að greiða, og líka álita mál um hvort þessi samningur sé hótinu betri en sá fyrri eða ekki.  Hvað er það sem kemur fólki til að þrífa upp veskið og borga?  Nei afsakið þrífa upp veski barnanna sinna og barnabarnanna og borga?

Ég vil sjá fyrst hvort ég yfir höfuð þarf að borgar skuldir milljónamæringa sem spiluðu rassinn úr buxunum, sérstaklega í ljósi þess að það er verið að afskrifa milljarða hjá þeim og margir þeirra halda auk þess öllu sínu.  Og það sem verra er eiga milljarða á einhverjum Tórtóla eyjum um heiminn.  Þeir eiga sínar hallir enn og sínar öldusundlaugar og alles.

Þeir sem fremstir eru í þessum björgunarleiðangri fyrir Bjögga þessa heims eru flestir fylgjandi einum stjórnmálaflokki, eða þeir eru mest áberandi allavega og hafa hæst.  Getur það verið að menn vilji fórna öllu til að komast inn í himnaríki ESB?

Ég hef verið í sambandi við fólk í nokkrum af þessum ríkjum, og ég verð að segja að fólk er yfirleitt hundóánægt með þátttökuna.  Bæði Þjóðverjar og Austurríkismenn sem ég hef talað við eru reiðir yfir hækkandi sköttum til að borga fyrir spánverja, gikki, íra og fleiri.  Sumir þeirra skilja ekkert í því af hverju við erum í viðræðum um að komast þarna inn, þið eruð miklu betur sett án sambandsins heyri ég oft. 

Ég hef áður talað um úrvalið í kjötborðunum, það er afskaplega rírt, maður getur keypt minnst 10 tegundir af mismunandi fíngerðu hveiti, allskonar gerðir af sykri, en í kjöti er ekki mikið úrval.  Allskonar svínakjöt beinlaust yfirleitt, nautastrimlar og sneiðar, nautahakk, svínahakk, kjúklingar, allskonar pylsur vantar ekki.  En þetta er úrvalið af kjöti.  Það var dásamlegt að koma heim á Ísafjörð og geta valið úr allskonar kjöti og fiski.  Auk þess finnst mér kjötið þarna ytra hálf bragðlaust.  Vantar þetta villibragð sem er af íslensku kjöti.  Ég er ef til vill að einhæfa þetta dálítið en það er samt þessi tilfinning sem ég hef. 

Ég held að hvert land hafi sinn sjarma og sérstöðu, kosti og galla.  Það er bara spurning um hvað það er sem maður sjálfur sækist eftir.  Og mér líður best á Íslandi.  Hér vil ég vera og ég vil að mér sé gert kleyft að vera hér.  Ég vildi líka hafa börnin mín nálægt mér og barnabörnin, ástandið hefur valdið því að þau eru farin til annara landa og þau koma ekki heim meðan ástandið er þannig hér að þau geta ekki framfleytt sér og fjölskyldunni. 

Þegar ríkisstjórnin talar um að allt sé svo gott og árangurinn frábær, þá nær það ekki út fyrir stjórnarráðið, það er önnur upplifun úti í samfélaginu. 

Ég efast ekki um að forystumenn hafa ætlað sér að standa við kosningaloforðin sem þau gáfu fólki, en þau hafa síðan heykst á því og hafa þess vegna misst traust fólksins, svo mjög að til vandræða horfir. Stærstu mistökin sem þau gerðu voru að fara af stað með ESB inngönguna.  Það klauf þjóðina í herðar niður, þegar þörfin var mest á að standa saman.   Þetta eru hrikaleg mistök og enn hamra þau þessu áfram.  Hafi einhverntíman verið von á því að Ísland gengi inn í þetta bandalag, þá held ég að nú sé það borin von.  Því íslendingar eru sauðþráir að eðlisfari og ef það er gengið of hart eftir þeim, þá spyrna þeir við fótum. 

Og þegar maður er farin að fá það á tilfinninguna að Icesave sé skiptimiði til að komast inn í ESB þá er fokið í flest skjól. 

Mér er búið að líða illa út af þessu æði Jóhönnu og Össurar, því ég vil alls ekki fara þarna inn.  Og ég skil ekki af hverju við nýtum okkur ekki það sem við höfum.  Við erum svo rík af náttúrlegum auðlindum, til dæmis gætum við rekið sjávarútveginn miklu hagkvæmar með því að auka strandveiðar og gefa handfæraveiðar frjálsar, það myndi strax lyfta litlu plássunum upp.  Það að láta undan frekjunni í mönnum sem fengu kvótann á silfurfati er af sömu gráðu og að borga Icesave, þessi hræðsla við að taka á frekjuhundum sem allt vilja eiga og öllu vilja ráða. 

Það er líka ömurlegt að hugsa til þess hvernig lögfræðingar og skiptastjórar maka krókinn að því er virðist, og öll þessi ofurlaun í bankageiranum, það er eins og bankar séu einhverskonar gullna hliðið sem ekki má hrófla við. 

Því miður spillir vald, og svo sannarlega er nafnið á þessari norrænu velferðarstjórn henni til háðungar.  Því hún hefur haldið þeirri stefnu til streitu sem fyrir var, hygla þeim ríku og taka af þeim sem minna mega sín.  Og að hæla sér af að hafa setir þarna 28 ár segir bara að menn eiga ekki að sitja of lengi, því þá eru þeir ekki lengur í neinum tengslum við hinn almenna borgara eins og hefur sýnt sit núna svo ekki verður um villst.

Þess vegna ætlast ég til þess að ríkisstjórnin geri mér og fleirum þann greiða að segja af sér, forsetinn skipi síðan utanþingsstjórn, af fólki sem hefur sýnt að það hefur dug og visku til að koma okkur upp úr þessum hjólförum.  Gæti nefnt nokkur nöfn. 

En þetta dæmi er einfaldlega ekki að ganga upp.


Síðustu dagar í Fortchenstein.

Það líður að lokum ferðalagsins míns til Austurríkis og Noregs.  Við Bára mín notuðum þá daga sem við áttum eftir saman vel.  Það var þungu fargi af henni létt og veðrið var orðið eins og að vori.

IMG_9751

Skólastúlkan okkar Hanna Sól.

IMG_9752

Þessa viku er hún í vetrarferíi, og ég er viss um að þau eru að gera eitthvað skemmtilegt saman litla fjöldskyldan mín.

IMG_9753

Þessar myndir eru úr leikskólanum hennar Ásthildar.

IMG_9754

Það er ýmislegt föndrað þar eins og hér heima.

IMG_9755

Enn einn dagurinn búin í skólanum.

IMG_9757

Svo þarf alltaf að prýla svolítið í girðingunni.

IMG_9759

Skóli og leikskóli.

IMG_9764

Og kl. rúmlega fjögur er dagurinn farin að styttast í annan endan.

IMG_9765

Myndar mjúka birtu sem leiðir inn í kvöldið og nóttina.

IMG_9771

Enda gengur fólk snemma til náða sem þarf að vakna kl. fjögur eða fimm á morgnana.

IMG_9767

Hér er búið að klæða Lille Fee í flottan búning, það endaði samt ekki vel, því hún var næstum búin að hengjast í þessu dóti.

IMG_9770

Aftur komin morgun og í skólann, en nú ætlum við að sækja stelpurnar snemma, því það verður farið til Mary Ellend sem er lítið þorp.  Ellend þýðir mærin sem kom frá hafi eða vatni.  Og Mary Ellend þýðir að María Mey hafi sést hér í þorpinu, hafi komið frá Dóná.

IMG_9773

Hér er morgunsólin glöð og býður góðan dag.

IMG_9774

Þorpið og akrarnir allt í kring.  Það er hægt að sjá að bændurnir eru farnir að huga að skikum sínum, plægja hlú að ávaxtatrjánum og svoleiðis.

IMG_9775

Þó má sjá dálitla föl í vegköntum, þar sem snjónum hefur verið mokað upp og hann síðan frosið og harðnað.  Hér eru nefnilega ekki mokaðar gangstéttir nema eigendurnir geri það sjálfir. Og þá er mokað með snjóskóflu út á kantinn.

IMG_9778

Við erum komnar út í hesthús og af því við erum tvær höfum við tíma til að fá okkur kaffi áður en við byrjum lónseringuna.

IMG_9779

Dýralæknir hofsins hefur verið kallaður til að laga auga á hesti.  Og hér eru því tveir dýralæknar.

IMG_9781

Ekki amalegt hjá þessari meri.

IMG_9782

En það var nákvæmlega hér og nú sem við fréttum að einn af aðalknöpum landsins hefði mjamagrindarbrotnað, og Sabína ein af eigendum staðarins fékk Báru til að senda honum SMS. 

IMG_9798

Þetta er Björt, Bára ákvað að lónsera hana úti.

IMG_9803

Tvær góðar saman.

IMG_9805

Merinni varð nú ekki mikið meint af og hér er eigandinn komin á bak.

IMG_9808

En það var líka verið að járna þennan morguninn.  Það eru allskonar græjur hér í járningum, slíkirokkar og ég veit ekki hvað, statíf undir fót hestsins og svo eru þeir tveir saman.

IMG_9809

Eins og sjá má hér.  Hestamenn hér eru flest ungar konur eða eldri konur, fáir karlmenn eru í hestamennsku hér.

IMG_9811

Austurríkismönnum þykir sumar aðferðir íslendinga við járningar frekar harkalegar, eins og að þreyta hestinn ef hann er mjög óþekkur, þá sprauta þeir hann bara.  Bjarki lenti í einum slíkum sem var bandvitlaus, hann batt um fætur hans og þreytti hann uns hann gafst upp.  Stelpurnar supu hveljur og voru alveg brjálaðar, en svo kom í ljós að eftir þetta hreyfist hesturinn ekki við járningu.  Hann einfaldlega lærði sína lexíu eins og til var ætlast.

IMG_9816

Þetta var síðasti dagurinn minn í hesthúsinu.  ég kvaddi með dálitlum söknuði.

IMG_9819

 Við erum komin til Mattersburg, á leið til Fortshenstein að sækja stelpurnar til að fara til Vínar.

IMG_9822

Mattersburg er í um 5km fjarlægð frá Fortchenstein og er aðalverslunarbærinn fyrir utan Eisenstat.

IMG_9823

Hér eru mollin, kringlurnar og Smáralindirnar.

IMG_9824

IMG_9828

Og ekki halda að það séu bara sólbaðstofur á Íslandi Wink

IMG_9829

Bless Mattersburg.

IMG_9830

Ávaxtatrén eru að byrja að bruma. 

IMG_9833

En nú sækjum við stelpurnar.  Hér er alltaf vörður fyrir kl. 8 á morgnana til að fylgjast með að börnin komist óhult yfir götuna.  

IMG_9834

Líka klukkan fjögur, en stundum þegar lögreglan hefur ekki tíma, grípa foreldrar inn í og skiptast á um að vera umferðarþjónar við skólann.

IMG_9842

Hér er ekki heil brú hehe.. en við erum á leiðinni til Mary Ellend þar ætlar Samúel að taka mig í gegn með sinni færni og síðan förum við til Vínar á sýningu Eriku.  En það verður næst.  Eigið góðan dag.  


Fólkið - forsetinn og forráðamenn.

Það er mikil ólga í heiminum í dag.  Það er að renna upp fyrir almenningi að stjórnvöld hafa tekið sér meiri völd en almenningur hefur veitt þeim.  Þetta má sjá í Egyptalandi, Túnis og jafnvel hjá Gaddafi í Lýbíu og fleiri löndum. 

Minnir dálítið á elfur í klakaböndum sem brýst um og reynir að brjóta af sér helsið.  Svo koma sprungur sem stækka og loks brestur stíflan og vatn og klakar þeytast niður farveginn í átt til sjávar með miklum bægslagangi og látum.

Við sjáum þetta sama í okkar samfélagi.  Veit ekki hvenær fyrst sprungan kom, ef til vill á Kvennafrídaginn, eða þegar nokkrar konur risu upp gegn yfirgangi Ólafs Skúlasonar biskups.  En ein stóra sprungan varð þegar Ómar leiddi 12 þúsund manns niður Laugaveginn.  Það var eins og fólk áttaði sig á því að það gat haft áhrif og látið til sín taka.  Því miður fór sú hreyfing út í pólitík og missti þar með marga af sínu fólki, og endaði sem lítil deild innan Samfylkingarinnar.  Ef hreyfing þessi hefði haldið áfram að vera ópólitísk og vinna að þjóðmálum í krafti óháðs afls, held ég að hún væri risastór og sterk í dag.  Og hefði verið góð undirstaða fyrir búsáhaldabyltinguna og jafnvel styrkt lýðræðið á kostnað stjórnvaldskúgunar.  En svo fór sem fór.

Svo er það þögguninn.  Það hefur alltaf verið sagt um Sjálfstæðisflokkinn að hann hafi gegndarlaust stjórnað á bak við tjöldin, viljað hafa umræðuna sér í hag og væru áróðursmeistarar.  Þetta er að mínu mati rétt.  En því miður er Samfylkingin ekkert skárri og snatar á hennar vegum sendir út til að þagga niður í óþægilegum röddum. 

Það hefur verið þaggað niður í mörgum þjóðfélagsþegnum sem hafa viljað tryggja rétt þjóðarinnar af stjórnvöldum bæði núverandi og fyrrverandi. 

Einn af þeim er Hörður Torfason.  Hann stóð á Austurvelli og bendi á það sem betur mætti fara.  Hann varð fyrir allskonar árásum á einkalíf og sem listamaður.  Ótrúlegt að fylgjast með.

Lára Hanna bloggari skelegg réttsýn manneskja sem bloggaði um samfélagsmálin, sýndi klippur úr samtölum og setti málin skilmerkilega fram var orðin hættuleg stjórnvöldum, hvað er hún nú?

Marínó G. Njálsson vildi sýna fram á hvernig heimili landsmanna voru leikinn af stjórnvöldum og bönkum.   Þeir voru fljótir að finna veika blettinn á honum og þagga þar með niður í hans málflutningi.

Og nú er það Frosti Sigurjónsson sem vogaði sér ásamt mörgu fleira fólki að hrinda af stað undirskriftasöfnun til forsetans um að neita að skrifa undir Icesave ólögin.  Nú á að hjóla í hann á allskonar óþverralegan og svívirðilegan hátt, þar eru fremstir í flokki ritsóðarnir Teitur Atlason og Jónas Kristjánson ásamt fleiri samfylkingarmönnum.

Eyjan er líka gott dæmi um þöggun, sama dag og dómur fellur í máli nímenninganna svokölluðu og icesave er samþykkt, tekur nýr ritstjóri við Eyjunni og viti menn, lokað er á allt kommentakerfið, og svo kemur í ljós að ristjórinn er ekki bara hvaða samfylkingamaður sem er.  Ég fór oft inn á Eyjuna ekki til að lesa fréttirnar, því þetta var nú Samfylkingarfjölmiðill fyrir, heldur til að skoða andsvör almennings.  Nú á ég ekkert erindi þangað lengur. 

Það vakti athygli að þegar í ljós kom að hafin var undirskriftasöfnun til forsetans um að hafna lögunum fór þingheimur í kapphlaup við tímann, en það var annað sem hékk líka á spýtunni skilst manni, málið var að það hefði frést að forsetinn ætlaði að fara úr landi, og þá var örugglega hugmyndin um að kýla þetta í gegn og skrifa undir meðan forsetinn var ekki heima, það hefur verið gert áður ekki satt.  En sem betur fer hætti hann við þá för.

Þau stjórnvöld sem nú eru á hraðferð undan þjóðaratkvæðagreiðslum hafa bæði verið annarar skoðunnar.  En það var meðan þau voru ekki við völd sjálf.  Hér segir til dæmis Steingrímur:

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2003/03/04/vilja_thjodaratkvaedagreidslu_um_alver/

Og ekki síðri er Jóhanna; 

http://www.althingi.is/johanna/greinar/safn/001301.shtml

Það er nefnilega ekki sama hvort þú situr við háborðið eða undir borðinu.  Skoðanirnar eru eitthvað til að klæða sig í á góðum degi, eða bera á annari öxlinni, til að skipta út eftir því hvernig vindurinn blæs.

Ég vona að forsetinn neiti að undirrita löginn.  Ég skil vel að honum finnist ábyrgðin mikil, en er hún það?  með neitun vísar hann einfaldlega ákvörðuninni til þjóðarinnar.  Og þá verður kosið um málið, það þýðir að stjórnvöld verða að sýna okkur fram á með rökum að þetta sé það besta í boði.  Ég er nefnilega viss um að það verður aldrei nein sátt um málið ef eins og Steingrímur orðar svo snyrtilega í sinni færslu um þjóðaratkvæði ef einfaldur meirihluti alþingis á að ráða svona afdrifaríku máli fyrir þjóðina. Ég bendi á að 30 þingmenn treystu þjóðinni til að taka þessa ákvörðun.

En nú fer að vora og þá losna klakabönd af ám og vötnum, sprungur koma og loks þeytist áfram af miklu offorsi bæði vatn og klakar, þjösnast niður farveginn til sjávar.  Það er hægt að komast hjá þessum gassagangi hjá mannfólkinu með því að leyfa þjóðinni sjálfri að taka ákvörðunina, ef ekki verður aldrei sátt um þetta mál.  Við verðum þá að hlíta niðurstöðunni hvernig sem hún verður.

c_documents_and_settings_erna_hjaltested_my_documents_blog_isl_faninn_713981[1]


Christina og Handarkrikakeppni í Vín.

Ég var búin að tala um að birta myndir og frásögn af keppni í háralagi undir höndum í stíl Nínu Hagen, sem varð til hjá ungu fólki í Vínarborg.

Til keppninar bauð vinkona mín Christina, sem er listfræðingur og vinnur við Kindermuseum í Vín og er auk þess í listaháskóla og kennir líka list.  Frábær stúlka og íslandsvinur.

091231_Nena_1_DW_Be_985652a

Jamm Nínu Hagen kvöld skyldi það vera.

IMG_9590

Við erum komnar frá Graz til Vínar og erum hjá Christinu.  ég ætla að gista það, því við ætlum að skoða katakomburnar í fyrramálið og svo er partýið á eftir.

IMG_9594

The girsl love Christina, becouse she always has some nice things to to drawings, colors and stuff.

IMG_9595

Það var teiknað og málað, they where drawing and painting, and tha´t what they love.

IMG_9596

A lot to do actually.

IMG_9598

Hello Kitty and so on.

IMG_9600

And mama likes it too.

IMG_9601

And so does Christina.

IMG_9603

Eftir að stelpurnar mínar fóru heim fórum við Christina á kínverskan matsölustað svona grænmetis, sem er með svona eftirhermukjöt, mjög gott.

We went to að chinese restaurand Vegetables but had make bealieve meet, it was very tasty.

IMG_9604

And good servise too.

IMG_9606

Heyja Christina.Heart

IMG_9608

This old sink is in Christinas building, which is old.

IMG_9609

Her gallery is on the ground floor, and apartment on first floor.

IMG_9610

And of course you have to keep your bycicles inside.

IMG_9611

In her stady everything is nice and at hand.  And of course we had to prepare for the party.

IMG_9621

Christina had to pot all things on there right places...

IMG_9616

And I came in handy making some more chairs LoL

IMG_9620

See that professional look Wink

IMG_9625

Bathroomkitchendaylyroom W00t

IMG_9651

Well there was to be að glögg, and I was asked to maki it, and dit að good job of it if the comment I got where trothful. Yea it was good.

IMG_9652

And now we start, I helped her do this fine decoration on her underarm.

IMG_9654

And the guest started to arrive one by one, two by two.

IMG_9656

It actually turn out to be að nice evening.  They are all more or less in art, some art students others teachers og working at the kindermuseum.

IMG_9669

And we had að great time, I of course sliped my self out of the compasition becouse Northen people don´t have much hair under the armHalo And I voluntered to be a photograper and control the compatition.

IMG_9670

When they should start we found out that everybody was so shy, nobody wanted to begin the game, so they took to the bottle, flöskustútinn og allt það LoL

IMG_9672

Take off your shirt I said, but even the guys where shy Tounge

IMG_9675

Oh we had a great laugh.

IMG_9676

Yes we had a great time.

IMG_9681

Some came quite prepeard.

IMG_9683

Others not.

IMG_9692

And some where brilliant Cool

IMG_9704

Then we counted the votes, everybody got five candies and we had taken pictures of everyone and they where lais on að board and then everybody laid candy on the pictures they liked best.

IMG_9707

And now is to see who are the winners three people gets prices.

IMG_9708

Yes this was fun.

IMG_9709

Everybody was happy though.

IMG_9714

Here are the wotes and the pictures.

IMG_9717

Good party.

IMG_9725

Signing the guestbook.

IMG_9726

Ljósmyndarinn og eftirlitið. 

IMG_9727

Jamm drawing is one of the thing these people can very well.

IMG_9729

Love is!!!Heart

IMG_9735

This one came a little bit too late.

IMG_9737

Watching the pictures.

IMG_9739

And having a good time.

IMG_9740

And of course a show off.

IMG_9741

And one of Christinas friend brought food, which came in handy.

IMG_9744

Smile

I have said all this in my bad english so you can read it, becouse I know you will.  Thanks a lot for að really good entertainment and party. 

And Christina Elli would like to have that cofanger from your car.  Love you love you love you. Heart

IMG_9748

Í neðanjarðarlestinni á leiðinni til Gasometer, þar sem Bjarki ætlaði að pikka mig upp.

IMG_9749

Vínarbúar eru frekar seinteknir og illa við að ókunnugir séu að abbast upp á þá, nema maður sé með hund í bandi, þá kjaftar á þeim hver tuska, þessi hjón voru samt voða glaðleg.

IMG_9750

Hér má sjá aðeins móa fyrir tönkunum í Gasometer.

preis 1

Þessi leikur verður örugglega endurtekinn og ef einhver vill vera með næst, þá er örugglega hægt að koma því við.

En eigið gott kvöld. Heart


Í gær hrundi veröld mín!

Í gærkveldi hrundi tilvera mín.  'Eg er dofin og veit eiginlega ekki hvað ég á að gera.  Ég hélt satt að segja að ég væri búin að fá minn skammt af leiðindum, sorg, sársauka og því sem fylgir, en í gær gjörsamlega brast heimurinn undan mér, þegar ég opnaði netblaðið bb.is og þetta blasti við mér; http://www.bb.is/?PageID=26&NewsID=160356

Í fyrsta lagi hefðu menn nú átt að sjá sóma sinn í að aðvara okkur um að þetta stæði til, því svo sannarlega hef ég ekki haft grænan grun um að verið væri að véla um að svifta mig heimili mínu og jafnvel fyrirtæki, fyrir nú utan að við hjónin höfum verið að dunda okkur í gegum áratugi að gróðursetja tré fyrir ofan húsið, erum með samning upp á það. 

En svo kemur þetta högg.  Ég sem var svo ánægð með hvað ég væri að ná góðum árangri í að ná mér eftir áföllin og hélt að nú lægi gatan greið framm.  Þá er ég sleginn niður með fjöður.  Það á að hrifsa af mér lífið.  Og það á þennan harkalega hátt.  Hvað eru menn eiginlega að hugsa?

Ég þarf að byrja upp á nýtt með allt mitt, þá er ég að hugsa um minn andlega status og hvernig ég tækla tilveruna. 

Því fyrir mér er kúlan ekki bara hús, hún er miklu meira en það.  Þó ég hafi þurft að berjast við græðgisöfl sem hafa viljað hrifsa hana af mér eins og Húsasmiðjuna og Sparisjóð Keflavíkur, þá hefði ég reynt að finna leið til að komast framhjá því.  En þessi dómur er þannig að ég get ekkert gert.  Hið opinbera hefur talað og dómurinn sennilega fallinn og það á að slíta mig burt með rótum.

Svona getur lífið leikið mann, og eina sem maður getur gert er að reyna að finna leið til að finna gleði og kjark. 

c_documents_and_settings_owner_my_documents_my_pictures_11_11_07_12_11_07_13_11_07_img_0396


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 2023453

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband