Icesave NEI TAKK!

Þá er ég komin heim aftur.  Hér er veðrið gott sól og blíða og næstum enginn snjór.  Það er gott að koma heim, mér líður auðvitað vel hjá börnunum mínum og svo sannarlega er ég uppfull af góðum tilfinningum að hafa umgengist þau svona lengi. 

Ég fór í kjötborðið í Samkaupum og mikið er ég glöð að sjá allt úrvalið sem þar er.  Fékk mér súrsaðarð bringur og keypti mér lambaframhryggssneiðar sem ég ætla að matbúa í kvöld, nammi namm.

Ég ætla að byrja á að benda fólki á að skrifa undir áskorun til forsetans um að neita að undirrita Icesave samninginn, okkur ber enginn skylda til að greiða þetta. http://kjosum.is/

Ég set hér inn ling frá bloggi Völu Andrésdóttur Withrow  http://vala.blog.is/blog/pistlar/entry/1142548/#comment3100803

En þar segir hún m.a:

En Icesave málið hefur aldrei komist svo langt að vera lögfest en samt er ríkið til í að skrifa undir samning um fullar skaðabætur vegna ótta við dómsmál reist á tilgátum sem aldrei hafa verið vefengdar fyrir rétti og er allskostar óvíst að haldi nokkru vatni.  Þetta þykir mér með þvílíkum ólíkindum.  Svona réttaróvissa í málum þar sem málsatvik eru opinber eru oft ávísun til hins stefnda á brunaútsöluafslátt af heildarskaðabótum.  Í Icesave á hins vegar að innheimta heildarupphæð og varla samið um annað en smáatriði varðandi greiðslutíma og -skilmála.  Ef ég ætti að koma með sleggjudóm í þessu máli myndi ég segja að annaðhvort er samninganefnd Íslands lygilega vanhæf þegar kemur að sáttasamningum eða verið er að leyna upplýsingum eða semja undir borðið.  Allt mjög ósæmilegir kostir og ekki til þess fallnir að leggja til grundvallar þessari tröllvöxnu skuldbindingu.

Vala er lögfræðingur og segir hér: Sem lögfæðingur sem starfar við meðhöndlun sáttasamninga og gerðardóma á erlendri grund er frá mínum bæjardyrum séð hvorki eðlilegt né ráðlegt að aðilar semji um "skaðabótagreiðslu" í máli þar sem réttarstaða er jafn ótrygg og málsatvik eru jafn opinber og raun ber vitni í Icesave.

 Það er því alveg ljóst að þeir sem bera fyrir sig að við VERÐUM AÐ BORGA!  Fara annað hvort með rangt mál eða vita ekki betur. Hvort heldur sem er, þarf að hætta að hlusta á slíkar raddir.  Þeir annað hvort eru vísvitandi að vinna gegn þjóðarhag af pólitískum leik, til dæmis drauma um ESB, eða þá að þeir trúa því sem ráðamenn segja.

Þegar þetta er skrifað hafa þegar um 20.674 skrifað undir áskorunina.  Það heyrist líka að ráðamenn séu á hraðferð með málið gegnum þingið til að losna við að þurfa að taka tillit til fólksins sem þeir ætla að láta borga þetta.

Það er eitthvað sem hangir á spýtunni, eitthvað sem ekki þolir dagsljósið, því það er auðsætt að það á að troða þessu í gegn á móti vilja meirihluta þjóðarinnar.  Og annað við vorum búin að hafna þessu samkomulagi áður, það var ekki spurt um einhverjar dúsur eða ekki, við neituðum að greiða. 

Ég segi nú bara, stöndum saman um að koma af okkur þessari ánauð.  Látum á það reyna fyrir dómstólum hvort okkur ber að greiða eða ekki.  Það er komið nóg af lyginni, óróðrinum og undirferlinu í ráðamönnum.  Hingað og ekki lengra, sýnum þeim raunverulegt vald meirihlutans.   


Katakombur - Nina Hagen keppni og Júróvisjón.

 

Það var tvöfaldur skammtur af júróvisjón hjá mér í gær, þar sem við horfðum á þá norsku og síðan íslensku.  Við vorum boðin í æðislegan mat til Hagbarðar vinar okkar Valssonar, og síðan var horft á Júróvisjón. Ég var ekki alveg sátt við niðurstöðuna, en þar sigraði hún Stella frá Afríku, dökk á brún og brá.  Í undanúrslitum þar sem fjórir aðilar komust í undanúrslit, voru krakkar frá norður Noregi, ungir samar sem voru að mínu mati frábær, einhverjir fífla hillybillys, og svo gamlir rokkarar.  En svona er þetta, það er sem betur fer misjafn smekkur manna. ´

Við horfðum svo á þá Íslensku þegar við komum heim og ég get svo sem alveg verið sátt við niðurstöðuna, þó ég hefði viljað sjá aðra vinna.  Skil samt ekki hvernig Magni komst svona hátt, miðað við aðra að mínu mati miklu betri söngvara og lög.  En það er svona misjafn smekkur manna.

En ég er búin að vera að tala um Katakomburnar og Nínu Hagen keppnina.

IMG_9629

Á leiðinni í Katakomburnar.  Þær eru undir dómkirkjunni á Stefansplatz, en við förum með neðanjarðarlestinni, því það er miklu fljólegra og auðveldara en að fara á bíl.

IMG_0391

Kirkjan á Stefansplatz, undir henni eru katakomburnar.  Þar eru allir biskupar, prestar og annað svoleiðis fólk, á sérstökum stað, í kistum í löngum röðum, biskupar, kardinálar og slíkir, svo eru skápar þar sem prstarnir hvíla.  Á einum stað er svo hvelfing þar sem hvílir Rudolf sá sem grundvallaði kirkjuna og nágrenni, þar liggur hann og hans fjölskylda, á sama stað eru krukkur með líkamsleifum ýmissa framámanna fyrri tíma, þá var ekki brennd lík, en teknir úr þeim líkamspartar og settir í svona krukkur, með nafni og númeri.  Annað hvort hjartað, hausinn eða nú það allra heilagasta.  ´

Þegar neðar er komið hvarf öll fínheitin og við tóku langir dimmir hlaðnir gangar með kompum þar sem gat að líta bein sem var staflað upp í hrúgur.  Því miður var bannað að taka myndir, en þetta minnti mig óneitanlega á skreiðarstafla, dálítið óhugnanlegt reyndar því þarna sáust líka hauskúpur.  Þetta var grafreitur alþýðufólksins.  Því öfugt við aðra, þá báru þeir líkin ekki út fyrir borgina, heldur inn í hana og í þessar hvelfingar undir kirkjunnni. Þegar hvelfinginn var orðin full var hrært í öllu og síðan kastað niður um holu í hvelfingunni, til að rýma fyrir nýjum viðskiptavinum.  Þarna var hægt að fá að koma með ættingja sína gegn vægri greiðslu.  Á öðrum stað voru þeir settir sem dóu úr plágunni miklu.  Þetta er dálíltið öðruvísi veröld en við þekkjum.  En þarna var svo greinileg stéttarskipting þegar maður gekk um garð.

Anna konan í kjallaranum hjá Báru, við köllum hana ömmuna, vann þarna eftir stríðið, hún hafði unnið í hergagnaverksmiðju í stríðinu, sem var svo sprengd upp og þá var allt fólkið sent til Vínar til að taka til, safna saman múrsteinum og skafa þá og laga til að endurbyggja.  Þeim var ekki útvegað húsnæði en fengu klæðí, einn umgang á ári, þá hugsaði maður ekki um fínheitin sagði Anna heldur var hugsað um að fá sterk og endingargóð föt.  Hún og tværi vinkonur hennar voru þarna og reyndu að tjasla yfir sig einhverjum húsaleifum upp á annari hæð í sprengdum húsun, því þarna var allt fullt af rottum, þær komu meira að segja upp á aðra hæð til að reyna að ná sér í gott kjöt.  Katakomburnar þar sem mér skilst að steinarnir hafi verið endurrunnir voru líka fullar af rottum, raka, kulda.  Þær voru notaðar sem sprengjuskýli í stríðinu.  En allt þetta er þaggað niður og menn vilja ekki ræða þennan tíma. 

IMG_9636

Þessi hér var bara af inngangnum og ég hélt að það væri nú saklaust, en greinilega ekki. Jú hún kom inn eftir að ég var búin að taka ákvörðun um að láta hinar myndirnar eiga sig.  Ég get svarið það. 

Það er bannað að taka myndir þarna niðri, en ég var búin að taka nokkrar, og ætlaði að sestja þær hér inn, en þetta bann nær víst út fyrir gröf og dauða, því þær einfaldlega birtast ekki, fyrir utan að tölvan mín er með allskonar mótþróa, ég er búin að sitja í fleiri klukkutíma og reyna að setja þessar mundir inn, en allt við það sama, fékk að fara í aðra tölvu borðtölvu, en hún hrundi, svo eitthver er nú krafturinn í þessum andskotum þarna niðri. Hvað um það ég er hætt við að reyna að setja þær hér inn. Vonandi gengur þá betur að halda áfram.

IMG_9640

Komin út á Stefanaplatz, og allt í lagi með það.

IMG_9643

Kirkjan er rosalega flott og staðsett á miðju Stefansplatz, katakomburnar eru undir henni og torginu.

IMG_9648

Jamm nú gengur allt eins og í sögu, ótrúleg upplifun alveg.

IMG_0390

Gamla brýnið.

IMG_0403

Við Christína.  En nú er komin tími til að fara heim til hennar og undirbúa seventíespartýið sem þau kenna við Ninu Hagen.  En ég held að ég komi inn á það seinna, þessi barátta við presta og preláta er búin að taka úr mér orkuna. 

Ætli það sé ekki best að koma sér út í norskan fallegan ískaldan vetrardag í smá göngutúr að vísu er hér 25°frost, svo það er ekki gott að vera of lengi úti. 

En eigið góðan dag elskurnar.

Ætla svo að minna ykkur á að skrifa undirr áskorun til forsetans um að neita að samþykkja Isesave  ólögin. Hér http://www.kjosum.is/

Heart

 


Ferðin til Graz

 

Ég sit hér við eldhúsgluggann í Nettersdal og horfi út í snjóinn, sólina húsin sem kúra sig, sumir bílar alveg á kafi í snjó rétt bara móar fyrir þeim eins og einhverskonar snjómynstri.   Í morgun var ekta íslenskt vetrarveður snjókoma og rok, það er að vísu ennþá vindur, en sólin gerir sitt til að mýkja myndina.  Þetta er samt falleg sjón.

En við ætlum að bregða okkur aftur til Austurríkis, til Graz og Vínar. 

 

IMG_9478

Við erum lagðar af staði til Graz, þar býr frændi minn Leo Jóhannsson, Graz er í um það bil tveggja klst. akstur frá Vín, er upp í fjalllendi og landslagið virkilega fallegt.  Veðrið lék við okkkur.

IMG_9479

Himininn heiður og blár nema einstöku ský sem voru skemmtileg í laginu. 

IMG_9475

Brautin er bein og greið.

IMG_9481

Sérkennileg fjöll einhverskonar sandsteinsfjöll gæti ég trúað.

IMG_9487

Snjórinn liggur ennþá yfir sumstaðar upp í hæðunum.

IMG_9489

Það var mikill fjöldi bíla á leiðinni upp í fjöllinn, dóttir mín sagði að þetta væru fjölskyldur að fara á skíði, hér er skíðanotkun almenn og allir eiga skíði og fara oft á þau.  Auk þess eru núna vetrarfrí í skólum og fólk að nota sér að fara í smáferðalög með börnin.

IMG_9493

Svo kúra þorpin inn á milli skógarbletta og akra. Þetta eru svona hótel og þjónusta fyrir langferðabílana.

IMG_9494

Þegar komið er hærra upp í fjöllinn sést snjór liggja yfir ökrunum.

 

IMG_9498

Þegar við tölum um undirlendi í sveitunum heima þá eigum við örugglega ekki við svona "undirlendi" þetta er svona frekar slétt hér miðað við annað, og austrríkismenn láta hallann sér ekki fyrir brjósti brenna.

IMG_9499

Þetta er samt vinalegt umhverfi þó það sér snjór á því.

IMG_9503

Bóndabæirnir allt í kring.

IMG_9511

Hér má sjá heyrúllurnar standa í röðum.

IMG_9512

Og sum býlin eru bæði reysuleg og flott.

IMG_9517

Yfirlistmynd yfir skóginn og fjöllinn.

IMG_9518

Og hér eru líka gróðurhús, veit eki hvað er ræktað hér, sennilega tómatar.  En við erum komin í Grazhéraðið.

IMG_9521

Og heim til Leós og Eriku þetta er höllinn sem er þeirra næsti nágranni.

IMG_9523

Bærinn sem þau búa í er lítill og vinalegur.

IMG_9526

Hér er svo höllin þeirra Leós og Eriku.  Og okkur er boðið inn.

IMG_9528

Okkur er tekið opnum örmum af húsráðendum.

IMG_9538

Við vildum samt aðeins kíkja á lóðina fyrst, þarna voru fasanar afar skrautlegir sem eru í eigu greifans í höllinni.

IMG_9539

Stelpunum fannst gaman að hlaupa í garðinum, en brattinn er mikill, svo það er sins gott að fara varlega.

IMG_9541

Gaman að ganga um húsið þeirra sem er miklu frekar listagallerí en íbúð, enda sögðu þau að þau hefðu einu sinni opnað húsið sitt sem gallerí og þar var straumur fólks, enda mikið að skoða hér.  Margt afskaplega fallegt, og tilfinningaríkt.

IMG_9545

Hér er stofan sem Erika vinnur í, og hluti af borðstofunni, við fengum æðislegan kjúklingarétt, sem ég gleymdi að fá uppskriftina af.

IMG_9546

Hluti af aðstöðu Eriku. Hún hefur undanfarið unnið að þessari sýningu sem nú stendur yfir í Vín.

IMG_9552

Hér erum við Leó frændi sæt saman.  við erum bræðrabörn.

IMG_9554

 

Og stelpurnar alveg á réttum stað, eru strax farnar að mála.

 

IMG_9565

Þessi mynd er alveg mögnuð, hún var tekinuð af uppáhaldskisu sem dó.

IMG_9567

Þetta er skip sem Leó hefur gert en hann afar liðtækur módelsmiður, smíðar flott flugvélamódel, hann var einn af stofnendum slíks klúbbs á Ísafirði.  Auk þess að vera það ljósmyndari í mörg ár.

IMG_9569

Þeir sem vilja sá meira verða að fara á sýninguna eða skoða myndirnar þaðan sem ég mun setja inn síðar. 

IMG_9571

Erika gerir rammana líka sjálf, og sumir þeirra eru ekki síður listaverk en teikningarnar og grafikin.

IMG_9572

Hér er Erika með Patton á Ísafirði, en þau bjuggu nokkur ár heima áður en þau fluttu til Austurríkis þaðan sem hún er ættuð.

IMG_9575

Hér er hún við eitt verka sinna.

IMG_9577

Hér eru nokkrar myndir.

IMG_9580

Kjallarinn er samt stúdíóið hans Leós, þar sem hann er með sitt tölvudót, prentara, myndavélar og svo grípur hann líka í pensilinn.

IMG_9581

Og Leó er snillingur með myndavélina, og líka pensilinn.  Þessi fallega mynd er prentuð með sérstakri tækni á 100¨% bómull, og er ekki bara afar falleg heldur sérstök viðkomu.  Hann var með margar myndir svona og er að vinna með þessa tækni.

IMG_9582

Hér er potrett mynd eftir hann.

IMG_9585

Þessa líka, þetta mun vera frægur Austurrískur leikari.

IMG_9583

Þessa myndavél gaf Jón Klæðskeri Leó, en hann fékk hafa af gamalli enskri konu.  Þessi myndavél er afar gömul, Leó hefur samt tekið myndir á hana. 

IMG_9584

Já nú fer að styttast í þessari heimsókn, en mikið er gaman að koma hér og hitta þau yndælu manneskjur sem þau eru.

IMG_9586

Hér er mynd af höllinni sem er í næsta nágrenni.

 

Og þessi dúkka var alveg dolfallinn yfir sjónvarpinu.

 

IMG_9588

En þeim sem eru í nágrenninu segi ég að kíkja endilega við á sýningu Eriku G. Jóhansson .  Heiti hennar er   "Ich bin, was ich bin."

Sýningin er haldinn í R" Galerie, Pholosophisch Werkstaqqtt & Verein Artes Liberales.  Opin í dag frá 13 til 18.30 og á morgunn laugardag frá 11.00 - 15.00.  Virkilega þess virði að skoða.

P.s. það er búið að taka mig hálfan daginn að setja myndirnar inn, því tölvan er svo sein eitthvað. En vona að þið njótið þeirra, og á meðan ég horfi út í vetrarmyndina, snjó upp að mitti, og sólin að hníga til viðar, getið þið spókað ykkur í 17 ° hita og sól á vegum Austurríkis og hitt yndislegt fólk sem kann svo sannarlega að bjóða fólki heim til sín. 

Eigið góðan dag. Heart

 


Næsta stopp.

Er komin til Noregs, fór í dag í yndislegu veðri frá Vín, þar er vorið komið.  Flaug til Kastrup og lenti þar um hálf tvö.  Var búin að hringja í systur mína Siggu og hún kom út á völl, en flugið mitt til Oslóar var ekki fyrr en 18.30.  Við sátum og ræddum saman allan tíman, og ég var nærri búin að missa af vélinni til Oslóar.  Það bjargaðist samt allt og nú sig ég hér hjá Skafta og Tinnu.  Hér er snjóhæð á annan meter.  Svo mér var aldeilis kippt niður á jörðina með veturinn.

Ég á eftir að setja inn fullt af myndum, ætla að gefa mér tíma á morgun til að setja inn myndirnar frá Leó og Ericu og Christine og félögum hennar. 

Segi bara góða nótt.  Heart

IMG_9477

 Hér er ein tekin á leiðinni til Graz.


Hugleiðing inn í nóttina og ferðalagið mitt.

Vorið er eiginlega komið hér í Austurríki, bændur eru að plægja akrana og allstaðar má sjá einyrkjana vinna á sínum ökrum, það eru ávaxtatré, eða grænmetis og ávaxta akrar eins og jarðaberja og paprikuakrar.  Ávaxtatrén eru að byrja að bruma, fuglarnir syngja sinn vorsöng, spætan heyrist með bor í nefi og íkornar skjótast milli trjáa.  Hitinn hér hefur verið um 17° yfir daginn og þó frjósi á nóttunni, þá lifnar allt við að morgni, þegar sólin nær að bræða allt. 

Og nú er ég farin að huga að heimferð.  Hlutverki mínu lokið hér í bili.  Kvaddi hestana í morgun, ég finn að þeir eru farnir að þekkja mig og vilja vinna með mér.  Þeir reka snoppuna til mín og leggja hausinn að mér, þegar ég set á þá beislið og gjörðina til að fara að vinna, þeir eru fúsir að gera æfingarnar sínar og  vita að á eftir fá þeir brauð og fóðurbætir og síðan að fara út í sólina með hey og vatn.  Fullkomið samband milli dýrs og manns.

Við Bára mín höfum farið saman í hesthúsið eftir að hún lauk prófunum sínum, við vöknum vekjum litlu ungana okkar og gefum þeim að borða, klæðum og greiðum og svo förum við niður í skóla og leikskóla með þær svo er haldið í hesthúsið, eftir að Bára mín bættist í hópinn, getum við aðeins slakað á, fengið okkur kaffisopa og rabbað við Sabínu sem á hofið, og aðrar áhugaverðar manneskjur sem hér eru á stjákli. 

En sem sagt nú skiptir um, ég fer í flug um hádegið á morgun og flýg fyrst til Kaupmannahafnar, þar sem systir mín sem þar býr mun koma út á flugvöll, þar sem ég stoppa nokkra klukkutíma svo við höfum tækifæri til að spjalla, síðan flýg ég til Oslóar þar mun ég hitta allavega yngsta soninn og fjölskylduna hans.  Svo er vetrarríkið Ísland eftir helgina.

Myndirnar bíða betri tíma, og annað slíkt.  En ég vil benda fólki sem er í nágrenni við Vín að fara og kíkja á sýninguna hennar Ericu Jóhannsson hún er afar flott og fjölbreytileg. Það má kíkja á hana hér, ég er líka með myndir sem ég ætla að setja hér inn seinna. 

http://www.leolab.at/folder/

 

En svona er lífið, það er að koma og fara.  Hingað til hefur mér alltaf þótt erfitt að kveðja og fara, ég held samt núna að ég hafi fengið ótrúlega hjálp hjá vini mínum Samúel, hjálp sem ég er ákveðin í að vinna úr.  Og mér finnst ég vera svo frjáls einhvernveginn á ótrúlegan hátt.  Mér finnst eins og allar dyr hafi opnast, og ég sé sjálfa mig gera nákvæmlega það sem ég þarf að gera fyrir mig.  Það er ekki þar með sagt að ég ætli bara að hugsa um sjálfa mig.  Gleðin er einmitt í því fólgin að gera eitthvað fyrir þá sem maður elskar, og með því að gleyma ekki sjálfum sér verður ánægjan af því að gera ástvinum sínum gott ennþá betri þegar maður tekur sjálfa sig inn í myndina. 

Ég veit að ég mun sakna þessara litlu fiðrilda sem ég þekki svo ótrúlega vel, samt veit ég að mín bíður að takast á við annað, sjálfa mig og ástvini mína annarsstaðar.  Og þó maður sakni einhverra þá er alltaf þessi nýja ákvörðun og tilfinningin um að næsti áfangi bíði handan við hornið.  Áfangi sem gaman er að takast á við og vinna úr.  Ég er afskaplega ánægð með dvölina mína hér, og þakklát mínu fólki hér, sem ég hef lært mikið af og átt góða daga hjá.  Ég er líka svo glöð að hafa getað verið dóttir minni stuðningur við það sem hún er að gera.  Reyndar vona ég að ég geti verið öllum mínum börnum stoð og stytta á einhvern hátt.

Þegar krýsur koma og maður á ekki mikið milli handa af fé, skilur maður hve litlu máli skipta peningar.  Það er auðvitað gott að eiga fyrir salti í grautinn og það er líka gott að vera svo rúmur á því að geta sparað til að heimsækja börnin sín.  En þegar aurana skortir, þá tekur við það sem næst manni er, fjölskyldan, vinirnir og allt sem er í kring um það.  Kærleikurinn og þörfin á að standa saman og vinna saman að því sem máli skiptir.  ég held satt að segja að við eigum að vorkenna útrásarvíkingum því þeir komast ekki nálægt því að upplifa þessa innri gleði, umhyggju og kærleika.  Því þeir þurfa að kaupa þetta allt, ekki bara frá öðrum í busines heldur líka frá sínum nánustu.  Allskonar væntingar eru gerðar til þeirra um að gera þetta og hitt, og þó þeir hafi auðvitað efni á slíku, þá er alveg viðbúið að þeir tími því ekki, því græðgin er nú einu sinni þannig að hún ríður ekki við einteyming og í því tilfelli er máltækið gott Æ sér gjöf til gjalda. 

Þetta er orðið alltof langt en bráðum verð ég ekki í sambandi lengur í einhvern tíma, og það er svo margt sem mig langar til að sýna ykkur, en það kemur smátt og smátt.  Núna er ég bara á kafi í að sinna fólkinu mínu hér og upplifa kveðjustundina með þeim. 

En afsakið allt þetta, það er bara svoleiðis að þetta kom, á morgun verður nýr dagur með nýja áfanga og nýjar áherslur.

Knús á ykkur öll inn í nóttina. Heart 


Hæ!

Ég er lifandi og hef það gott.  Það er bara svo mikið að gera í hóglífinu, partý gleði gaman og líka andlegar upplifanir, listalíf þ.e. annara.  Allt fest á filmu og mun koma hér inn fljótlega.

Að vísu er ég að undirbúa mig í að fara héðan, sem verður afar erfitt, því ég er orðin háð litlu stelpunum mínum aftur.  En ég hef fengið hjálp, sem ég mun ef til vill segja ykkur frá,  Veit ekki hvað það heitir á íslensku en heitir eitthvað sem sándar eins og kinologi, þ.e. samtal við innra sjálfið.  Búin að fara tvisvar til góðs vinar míns hér í svoleiðis therapy og hef fengið alveg ótrúlegar úrbætur á mínu sálarlífi og svör sem enginn gat sagt mér nema ég sjálf.  Ég veit ekki hverstu mikið ég get farið út í það hér, en ætla samt að reyna að gefa ykkur smáhint, því ég tel að þetta sé eitthvað sem við þurfum öll virkilega á að halda.

Þetta er eins og að fara niður í rót mannlegrar visku og gera sér grein fyrir hver maður er í raun og veru, og hvað er hægt að gera til að laga hlutina, hvers vegna hlutirnir eru eins og þeir eru.

Stórkostleg upplifun. 

En sem sagt ég mun segja ykkur frá þessu öllu, smátt og smátt, listsýningu Ericu eiginkonu frænda míns Leó Jóhannssonar, stórkostleg listamanneskja, þau eru það reyndar bæði, hún var að opna listasýningu í Vín, þau búa í Graz, seventys partý, þar sem Nína Hagen er í fyrirrúmi listræns ungs fólks í Vín, og keppni um mest spennandi flottasta handarkrikan, rosalega skemmtilegt.  Einnig myndir frá sveitinni, mest teknar myndir út um glugga bíls dóttur minnar á um 100 km hraða, en svona er lífið bara.

Hlakka til að hafa tíma til að setja þetta hér inn.

Nú á ég bara einn dag eftir hér og á fimmtudag fer ég til Oslóar til að heimsækja yngsta sonin og fjölskyldu hans, hefði viljað hitta elsta soninn líka, hef ekki alveg misst vonina um að hann geti komið til Oslóar yfir helgi til að hitta mömmu sína.  Svo verður haldið heim.  Hér er vorið komið, 17°hiti og allt að vakna, heima eru vetrarhörkur sem aldrei fyrr.  En svona er lífið.  Ísland kallar ég verð alltaf íslendingur, hefðí svo sem getað dvalið hér lengur því það er lítið sem kallar á mig vinnulega séð.  En þetta er búið að vera yndislegur tími og svo kemur að því að fara HEIM.

Ætla að setja eitthvað inn á morgun, þangað til eigið góðan dagHeart


Afmæli og ýmislegt fleira skemmtilegt.

Í dag héldum við upp á afmæli Ásthildar Cesil, þegar hún átti afmælið var mamma hennar í prófum og enginn tími til neins, svo varð hún lasin svo enn var frestað.  En í dag var sem sagt haldið upp á afmælið hennar.

Ég morgun fer ég með Báru minni til Gras að hitta Leó frænda minn og Ericu eiginkonu hans, en þau eru bæði listamenn, ljósmyndarar, málarar, grafík og skúlptúrlistamenn. 
Leó frændi bjó lengi á Ísafirðí og var það með ljópsmyndastofu, en þegar Erica kom til Ísafjarðar á námskeið í myndlist, ef ég man rétt var þá kennarinn Sigurður Th.  Man ekki alveg nafnið hans, en hann er látinn.  En þá kviknaði ástin sem enn brennur hjá þessum tveimur.

Eftir Gras fer ég svo til Vínar og gisti hjá vinkonu minni Christinu Gobbi, við ætlum að gera eitthvað skemmtilegt saman, og á sunnudaginn förum við svo í Katakomburnar og síðan er partý hjá Christine, svona sixties sem kallast með hár undir höndum hehehe...
Síðan verður farið á myndlistasýningu Ericu í Vín, svo það verður nóg að gera hjá mér um helgina. 

IMG_9354

Þetta byrjaði allt mjög sakleysislega.  Mamma þeirra keypti handa þeim svona handarmálningu, og þær áttu svona teiknisspjöld hehe....

Og svo vildu þær fá að prófa, mamma og pabbi farin í partý!!!

IMG_9355

Aldrei að vanmeta svona uppákomur.  En ég var að passa litlu dömurnar mínar.  Mamma þeirra og pabbi fóru í útskriftarpartý með skólafélögum Báru.

IMG_9356

Svo smám saman æstist leikurin, rétt si svona, ég var ekki alveg sátt við framvinduna, en hvað er hægt að gera?

IMG_9358

Annað en að slá þessu upp í kæruleysi?

IMG_9359

Því þó það sé ár og dagur síðan ég var svona lítil, þá man ég hvað það gat verið gaman að gleyma sér í allskonar.... þó svona væri ekki til þá.

IMG_9362

Lengi vel reyndi ég samt að halda andlitinu, en ég bara gat ekki annað en hlegið...

IMG_9364

Þetta var nefnilega ósvikin gleði, sem við ættum stundum að leyfa okkur líka fullorðna fólkið.

IMG_9365

En Palli heimalningur var heima, þeir voru reyndar að fara í partý líka drengirnir, Reinhard hinn heimagangurinn og skólafélagi þeirra.  Reinhard hvíslaði r eyndar út um annað munnvikið að svona ætti bara að gera á sumrin út í garði LoL

IMG_9366

Anyway... þá leit dæmið svona út...

IMG_9367

Eða jafnvel svona hehehe...

IMG_9369

En svo tók Palli af skarið, lét renna í bað og bar bæði villidýrin þangað og setti í bað.

IMG_9370

Og þá var eftir að þrýfa heheheLoL

IMG_9371

Jamm duglegir strákar ekki satt!!! Tounge

IMG_9372

Einhver þurfti jú að baða stelpurnar og koma þeim í náttföt og í rúmið ekki satt!!!

IMG_9373

En strákagreyin voru sem sagt á leið í partý, voru búnir að kaupa þessa flottu körfu og setja allskonar ofan í hana bjór, osta og snakk til að gleðja einn skólafélagan sem átti afmæli, svo ég sagði rétt si sona hvort það væri ekki tilhlýðilegt að setja kort með.  Það var auðvitað ekki til neitt kort, svo ég sagði þið getið bara teiknað kort, og lét þá hafa blað.   Og já Palli fór að teikna, og hér er fyrirmyndin.

IMG_9374

Félagarnir horfuð áhugasamir á...

IMG_9375

Og ég hafði gaman af öllu saman.

IMG_9376

Já þetta gengur bara vel hjá stráksa.

IMG_9377

Hver segir að Helló Kittý geti ekki heillað jafn unga pilta sem litlar stúlkurLoL+

IMG_9380

Og karfan tilbúin og strákarnir til í tuskið.

IMG_9382

Hér eru svo partýljóninn tilbúinn líka, búin að opna freyðivín og alles.

IMG_9384

Svo sæt samanHeart

IMG_9385

BINGÓ!!!!

IMG_9390

En barnapían var dálítið slöpp og reyndar ætlaði að leggja sig aðeins hjá stelpunum, sem hún hafði plantað upp í ömmuholu með ávaxtaskál og mynd, og sofnaði á undan pæjunum InLove Það gerði samt ekki til , því ég á svo dugleg barnabörn.

IMG_9393

En það var sum sé haldið upp á afmæli Ásthildar í dag, og nágrannabörnunum boðið, þessi tvö eru alveg rosalega stillt... heima hjá sér, en bæta það upp þegar þau koma annarsstaðar LoL Get sagt þetta því enginn skilur.

IMG_9394

Mín auðvitað búin að klæða sig uppá og svona.

IMG_9396

Svo var sest inn í stofu, og hér eru pakkarnir.

IMG_9398

´Það var eftirvænting í loftinu hjá krílunum.

IMG_9399

Setja upp kórónuna sem við Hanna Sól útbjuggum um daginn.

IMG_9401

Svo var sunginn afmælissöngurinn á ensku í þetta skipti og Ásthildur varð svolítið feiminn.

IMG_9404

Og þá var farið í að opna pakka, hér er gjöfin frá ömmu í kúlu, syngjandi Barbie, ég sver það, það var ekki mín hugmynd, heldur vissi ég að það var einmitt svona sem hún vildi.  Barbie syngur samt klassik en ekki dægurflugur. LoL

IMG_9406

Það er alltaf gaman að taka upp pakka.

IMG_9412

Hún fékk líka þennan flotta prinsessukjól frá pabba og mömmu.

IMG_9420

Aldeilis fín lítil stúlka.

IMG_9422

Svo var farið í að skreyta kökuna, jamm það var ákveðið vegna tímaskorts að það væri bara sniðugt að börnin fengju öll að hjálpast að við að skreyta, og þau voru alsæl.  Ég bakaði skúffuköku og pönnukökur.

IMG_9423

Ég er alveg klár á að þessi blessuð börn með allar fyrirmyndarmömmurnar hafa aldrei fengið að skreyta kökurnar í afmælinu sínu, hvað þá annara krakka kökur, enda leyndi áhuginn sér ekki.

IMG_9425

Já og bara svona rosalega flott.

IMG_9427

Og það er gott að hjálpast að.

IMG_9429

Þetta er allt að koma.

IMG_9438

Svo var farið út að hoppa á trampólíninu.

IMG_9440

Og hver segir að álfaprinsessur geti ekki flogið.

IMG_9443

Jamm flottar systurHeart

IMG_9448

Flott og fín.

IMG_9450

Litla prinessan mín

IMG_9456

Og þá var kakan klár og allir inn að fá sér í gogginn.

IMG_9460

Og það var tekið hraustlega til matarins.

IMG_9462

Svo var hægt að halda áfram að leika sér.  Það voru öll börnin himinlifandi og skemmtu sér mjög vel.

IMG_9463

Hver á sinn hátt.

IMG_9471

Meira að segja Tölli átti sín móment.

En þessu er lokið í bili, ég fer eins og ég sagði til Vínar á morgun, tek ekki tölvuna með, en örugglega myndavélina.  ´Ég hlakka til að sjá katakomburnar og hitta Leó elskulegan frænda minn.

En ég býð ykkur góða nótt. Heart

 

 


Má bjóða ykkur í ökutúr?

Sæl hér er ágætis veður sól en frekar kalt.  Ég var að lesa skrif eftir ágætann mann á netinu þar sem hann tekur úrskurð hæstaréttar og sýnir fánýti dómsins á mannamáli, svo jafnvel ég skil hvað er um að tefla, og þar kemur svo sannarlega í ljós að þessi úrskurður dómaranna er þeim sjálfum til mikils vansa, sjúsk og óvönduð vinnubrögð.   Það hlýtur að þurfa að kæra þennan dóm, til að fá úr því skorið hvort þjóðin ætli að una því að pólitískir varðhundar gamals kerfir geti framið slíkan gjörning.  Við hljótum að þurfa að fá úr því skorið hvort hér ríki algjör Mugabeismi og vitfyrra eða hvort hér á að ríkja sæmilegt lýðræði.

http://www.dv.is/blogg/tresmidja/2011/2/2/urskurdur-haestarettar-maladur-melinu-smaerra/

Hvet ykkur til að lesa þennan pistil og segja svo hvort hér sé ekki eitthvað á ferðinni sem þarfnast gaumgæfilegrar skoðunar ef við viljum telja okkur upplýsta lýðræðisþjóð, sem við viljum gjarnan telja okkur trú um að við séum.

Að svo loknu ætla ég að bjóða ykkur í bíltúr, ég fór í hesthúsið í morgunn og hafði myndavélina með. Mér datt svo í hug að taka myndir á leiðinni upp götuna sem við búum víð.  Vona að enginn lögga sé að lesa þetta.

IMG_9318

Fyrst er það höllin böðuð sól.

IMG_9323

Og svo út í sveitinni.

IMG_9325

Þar sem enn er allt hvítt af snjó.

IMG_9326

Og nú náði ég mynd af lestinni hverrar brautar ég er alltaf að aka yfir.

IMG_9327

Leiðist að fara þarna yfir.

IMG_9328

Þetta kallast gluggaveður heima.

IMG_9329

En nú leggjum við í hann upp alla brekkuna. Vinsamlegast spennið sætisólar og munið að reykingar eru stranglega bannaðar, líka á klósettinu. LoL

IMG_9330

IMG_9331

IMG_9332

IMG_9333

IMG_9334

IMG_9337

IMG_9338

IMG_9340

IMG_9342

IMG_9343

IMG_9344

IMG_9346

IMG_9347

IMG_9348

IMG_9349

IMG_9350

 

 

IMG_9351

IMG_9352

CoolOg þá erum við lent, gjörið svo vel að hafa sætisólar spenntar uns ökutækið hefur stöðvast.

Takk fyrir samfylgdina. 


Ýmislegt úr Austurvegi.

Í dag er hér glaða sólskin en frekar kalt, á helginni er spáð 17 ° hita. Frændi minn Leó Jóhannsson og eiginkona hans Erica Johannsson eru að fara að setja upp sýningu í Vín, en þau eru bæði listamenn, þau búa í Gras, ég ætla að  reyna að heimsækja þau áður en ég fer heim, ætla líka á sýninguna og hitti þau þá þar.  Ef einhver er hér í nágrenninu þá er auglýsingin hér;

http://www.leolab.at/folder/

Annars höfum við mæðgurnar gott, Bára mín er auðvitað eftir sig eftir átökin við prófin, og þarf að hvílast eins og hægt er. 'Asthildur litla hefur verið lasin í gær og í dag vonandi verður hún frísk á morgun til að fara í leikskólann sinn. 

IMG_9224

Hér er svo fyrsta embættisverkið sem hún vinnur eftir að hún er orðin doktor.  LoL

IMG_9225

Og ekki er nú verra að hafa hjálparkokk við saumaskapinn. 

IMG_9226

Segi ykkur það satt, þetta er alveg týpisk ég, er að tala við Ella minn og rauðvínsglasið ómissandi.  Tounge

IMG_9231

Litli tónlistarmaðurinn. 

IMG_9257

Mömmukoss. Heart

IMG_9259

Auðvitað erum við rosa sætar saman. LoL

IMG_9234

Hér eru kostgangararnir okkar, einn bættist í hópinn í gær, en það er bara tímabundið, það er Haraldur hann er ljósmyndari, tónlistarmaður og eiginlega allt múligmann eins og það heitir upp á hreina íslensku.  Svo er Reinhard og Poul.  Þetta eru allt prýðisdrengir og finnst grjónagrautur góður.  H'er eru þeir að skoða ljósmyndabók frá Íslandi.

IMG_9262

Hér er svo Poul að tefla við Hönnu Sól.  Den hún ætlar að verða glúrin skákmanneskja.

IMG_9263

KJúlli upp á Íslensku, meira að segja með frönskum og kocktailsósu.  Strákarnir voru ánægðir með kocktailsósuna.

IMG_9266

Hér fær maður svo hárgreiðslu, voða notalegt.

IMG_9267

Já Sunna mín þetta hefur hún örugglega frá þér. Heart

IMG_9268

Þegar maður er heima veikur, þá er maður að dunda sér við eitthvað, hér eru lesgleraugun hennar ömmu.

IMG_9270

Það átti að halda upp á afmælið hennar í dag, bjóða nágrannakrökkunum og svoleiðis, en var hætt við vegna þess að hún var lasin.  Þær voru samt búnar að finna dress fyrir morgundaginn og við Hanna Sól bjuggum til þessa fínu kórónu, því kórónulaus getur prinsessa ekki verið í veislu.

IMG_9273

Ég fór í göngutúr með Trölla í góða veðrinu í dag. 

IMG_9274

Svona lítur gilið út á veturna, á vorin er þetta allt grænt með blómum líka.

IMG_9275

Hér er svo skólabíllinn, krakkarnir voru að koma heim úr skólanum.

IMG_9276

Hér má sjá húsin lengst niður í dalnum, og ávaxtatrén í forgrunni.

IMG_9277

Hér má sjá þau standa í beinum og fallegum röðum sennilega eplatré.

IMG_9278

Ef maður stækkar sjónarhornið má sjá byggðina hinu meginn.

IMG_9279

H'er eru allstaðar snarbrattar brekkur bæði upp og niður. 

IMG_9280

Alveg í stíl tréð og húsið, sennilega ávaxtatré sem er klipp svona til að auðveldara sér að týna ávextina.

IMG_9282

Sum húsin eru virkilega falleg og nostrað við skreytingar á þeim.

IMG_9284

Önnur gnæfa yfir eins og risar.

IMG_9285

Grunnurinn er líka gerður á ýmsan máta, eins og þessi hér, eins og grjótvarnirnar á Óshlíðinni.

Neðra húsið er svona týpiskt fyrir fjölskyldurnar hér, þegar börnin fara að búa, þá er einfaldlega byggð hæð ofan á húsið.  Og pabbi og mamma búa áfram í húsinu, sem er þá orðin kjallari.

 

Já svona er þetta hér.

 

´

IMG_9286

Veit ekki alveg hvað íslenskir iðnaðarmenn myndu segja um svona frágang.  Ég veit bara að minn maður myndi aldrei láta sjá svona eftir sig.

 

 IMG_9288

 

Það´sést ekki nógu vel á myndum hve brattinn er í raun og veru mikill.

 

 IMG_9287

Vonandi fer eitthvað af þessum snjó á helginni þegar hitin fer yfir 17 °

IMG_9289

Sumar innkeyrslunar eru hrikalega brattar.

IMG_9290

Ekki vanamál að útbúa svalir fyrir frúna.....

IMG_9291

Ég þyrfti samt ofan í hálfa rauðvín til að njóta þess að sóla mig á svona svölum. LoL

IMG_9292

Ekki svalir fyrir mig.

IMG_9294

Sum húsin gnæfa við himinn.

IMG_9295

Loksins sést Trölli.

IMG_9298

Hér sést þetta flotta hús betur.

IMG_9299

Byggðin hinu megin.

IMG_9301

Hér er Trölli með mömmu sinni og systur.

IMG_9303

Hér er verið að kenna honum að gelta og þegja.

IMG_9308

Koma svo Trölli.

IMG_9310

Og leika sér......

IMG_9314

 

Duglegur strákur.

IMG_9317

Og með þessum fjörugu myndur af Heimilishundinum og flottasta hundinum Trölla kveð ég í bráð.  Eigið gott kvöld. Heart

 


Smáhugleiðing ekki í kristilegum anda, því viðkomandi er ásatrúar.

Var að panta mér flugfar heim, þann 14 febrúar, fékk farið fyrir tæpar 18 þúsund krónur með SAS, þetta er svipað verð og ég myndi greiða fyrir fullt gjald Ísafjörður Reykjavík.  Af hverju þarf allt að vera svona dýrt?

En það er margt sem leitar á hugann, ég var að hugsa í dag hvernig fólki liði, þá er ég að tala um fólk sem hefur átt eitthvað undir sér og otað sínum tota, og komið sjálfu sér til góða með aðstöðu sem það hefur haft til að hygla sér og sínum, þegar flett er ofan af framferði þeirra.  Ætli það sé ekki dálítið erfitt að horfa í spegilinn á morgnana vitandi að það sem stendur í blöðunum, öllum til aflestrar sé það sem leynt átti að fara og ekki átti að tala um?

Það eru sífellt fleiri tilfelli að koma upp, og þar hefur DV verið iðnast við að koma upplýsingum á framfæri um svona tilvik, hafi þeir þökk fyrir það, þó stundum hafi þeir barkað upp við röng tré.

Við fólkið í landinu sem erum bara venjulegt fólk skiljum ekki af hverju þetta getur gerst, eins og sparisjóðsstjórar geti bara upp á sitt einsdæmi afskrifað fleiri milljóna skuldi sona sinna eins og ekkert sé, eða slíkir geti bara sest niður við tölvuna og samið starfslokasamning sjálfum sér til handa upp á milljónir og komist upp með það.  Þessi sparisjóður ætlaði sér að bjóða mig upp, og vildi fá 25 milljónir fyrir ónýtt hús.  Það var ekki hægt að koma neinni vitrænni skynsemi þar að og þó væri fenginn óhlutdrægur tæknimaður til að meta húsið, sem kostaði okkur nokkra tugi þúsunda, sem við þurftum að greiða helming á móti bankanum, létu þeir sér ekki segjast heldur buðu upp húsið, þeim var slegið það á átta milljónir, sem þeir reiknuðu sér að væri skuld okkar við íbúðarlánasjóð og svo áhvílandi veð sonar okkar.  Sem reyndar var í skilum með allt sitt. Komust svo að þeirri niðurstöðu sem við höfðum reynt að segja þeim að húsið var ekki þess virði sem þeir töldu og gengu þar af leiðandi frá tilboðinu. 

Svo eftir allt þetta les maður að bankastjórinn hafði óvart hyglað syni sínum með að afskrifa ekki bara einhverjar átta milljónir, heldur fimmhundruð eða meira.  Mér býður við svona fólki. 

Eins er með Húsasmiðjuna, þetta fyrirtæki sem nú er í ríkiseign,  það var 700 hundruð þús. króna skuld sem hvíldi á mér vegna fyrirtækis sem sonur minn átti.  Í dag eru þetta orðnar 5 milljónir, og Húsasmiðjan bauð upp húsið mitt, en enginn frá þeim mætti á uppboðið, og þegar sparisjóðurinn hafði farið sína feigðarbraut með sitt uppboð, kom Húsasmiðjan, sem ég veit ekki betur en sé ríkiseign og höfðaði aftur uppboðsmál.  Svona er okkur haldið í spennitreyju sem við ætlum okkur ekki að láta hanka okkur á.  Ef fram fer sem horfir þá förum við frekar út og leyfum þessu húsi okkar að fara til andskotans, því það er nokkuð víst að miðað við ástandið á því og úttektina er það tæknilega ónýtt, og ef enginn býr í því um skeið, þarf ekki að spyrja að endalokunum. 

Og meðan á þessu stendur er Húsasmiðjan og Blómaval að gera allt sitt til að drepa niður garðplöntusöluna sem ég hef verið með í um 30ár

Er þetta ekki ríkiseign eða hvað.  Og mér er spurn hvað eru stjórnvöld að hugsa að gefa veiðileyfi á fyrirtæki á landabyggðinni til að koma ríkisreknum fyrirtækjum þar inn.  Væri nú ekki heillavænlegra að leyfa þeim fáu fyrirtækjum sem eru rekinn af heimamönnum að njóta vafans.  Ókey það má alveg tala um samkeppni, en það er bara ekki þannig.  Því með aðstoð ríkisins fyrir þessi risafyrirtæki er nákvæmlega enginn réttlát samkeppni.  Húsasmiðjan og Blómaval geta alltaf undirboðið alla sem eru að reyna að halda sínum litlu heimareknu fyrirtækjum á floti. 

En ég byrjaði á að ræða um þessa forkólfa sem hafa milljónir til að eyða og leika sér með, og sífellt dregur nær að þjóðin verði upplýst um sporslur þeirra og forgang, í því sambandi langar mig að nefna öldusundlaug í kjallara eins slíks.  Hvernig líður þessu fólki, þegar öll þeirra forréttindi eru borin upp á torg, og þau hljóta að finna fyrirlitninguna og andstyggðina sem fólk hefur á þeim. Með réttu því gróði þeirra hefur áunnist með því að vinna öðrum tjón.  Hvernig líður þessu fólki að lesa fréttir um langar biðraðir fólks eftir mat, þegar það gæti auðveldlega satt allt fólkið um langa tíð. 

Þetta er alveg ömurlegt og ömurlegast af öllu er að ríkisstjórnin, sem lofaði öllu fögru og var kosin út á skjaldborg og ekkert Icesave ekki alþjóðlega gjaldeyrissjóðinn og ekki ESB að hluta til skuli sitja áfram og þverskallast við að segja af sér og biðja forsetann um að koma á utanþingsstjórn.  Þjóðin er búin að segja sitt álit, hún vill ekki fjórflokkinn.  Þjóðin að því er virðist er búin að fá alveg nóg af núverandi alþingi eins og það leggur sig, og vill nýtt og betra Ísland.

Ef þið ágætu stjórnmálamenn sem nú sitjið á þingi hafið snefil af sómakennd þá vinsamlegast farið frá og gefið borðið laust fyrir nýtt fólk, nýjar hugmyndir og nýtt Ísland.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 2023453

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband