Austurríki kvatt og halló Danmörk og Noregur.

Síðasta daginn í Ausurríki skruppum við til Eisenstad, en það er höfuðborgin í Burgenland.  Stundum líka kölluð Haydnstad, því þar fæddist Haydn.

IMG_9843

Svona byggingar eru á nokkrum stöðum ég held að þetta sé áningastaður fyrir vöruflutningabíla hótel og restaurant. Flott hús.

IMG_9844

Þetta er stærsta verslunarmiðstöð í Evrópu, risastór fleiri kílómetrar að flatarmáli og fólk getur ekið um í bílum og slíku milli staða.  Alltof stórt fyrir mig.

IMG_9846

Við erum á leiðinni til Vínar með viðkomu í Mary Ellend, hér má sjá hve stutt er í allar áttir og önnur lönd hér.

IMG_9848

Þorpið Mary Ellend, þar sem María mey á að hafa stigið á land frá Dóná.

IMG_9849

Hér sést svo í Maríukirkjuna.

IMG_9850

Hér sést húnbetur, einkar falleg lítil kirkja og reist til dýrðar Maríu Mey.

IMG_9851

Hér erum við komin á leiðarenda til Samúels, ég ætla að fara í meðhöndlun númer tvö til hans.  Og núna ætla ég að biðja hann að lækna mig af flughræðslu. 

IMG_9854

Skvísan tilbúin.

IMG_9859

Samúel var búin að baka þessa líka flottu köku með rjóma þegar við komum.

IMG_9860

Og stelpurnar þekktu sig vel þarna og allt dótið hennar Miriam var til reiðu, Goldie passar upp á allt, og Trölli missir af að hitta kærustuna, hann fór til Graz með "pabba sínum" til að járna hjá Peter sem er hrossakóngurinn í  Austurríki. 

Ég átti ljúfa stund með Samúel alveg ótrúlega upplifun, svo er að sjá hvort það virkar í raunveruleikanum hvort ég virkilega hef losnað við flughræðsluna.

IMG_9865

Nú erum við komnar til Vínar, við ákváðum að skilja bílinn eftir í bílageymslunni í Gasometer, því þaðan er svo auðveld leið til allra átta með underground.  Húsin þarna í bakgrunni eru reyndar fjögur, byggð sem gastankar, en síðan breytt í íbúðarblokkir. 

IMG_9866

Íbúðir og moll undir, og hljómleikasalur þar sem margar af frægustu hljómsveitum hafa haldið tónleika, til dæmis Ozzi Osbourn, Alice Cooper, Boney M, Þegar ég var hér síðast voru hér Oasistónleikar, það voru flutningabílar út um allt, sjónvarpsbílar og allskonar, ég sá þá svo fyrir utan bakdyrameginn strákana með lið í kring um sig, allt svona eins og út úr bíómynd.  Bára mín bjó nefnilega í einum tankinum um árabil.

IMG_9868

Í lestinni, við erum að fara á myndlistasýningu hjá Eriku.

IMG_9872

Og hér erum við komin.

IMG_9873

Sannarlega flott og glæsileg sýning.

IMG_9882

Leó frændi tók á móti gestunum með höfðingskap eins og hans er von og vísa.

IMG_9890

ég var rosalega hrifin af myndinni þarna á bak við mig. reyndar af öllum verkum Eriku, hún er frábær.

IMG_9893

Hér er listamaðurinn að skoða verk sem hún vann að rétt fyrir sýninguna og eru ekki í römmum.

IMG_9895

Og hér er Christina komin og ræðir við Eriku, en Christina er listfræðingur.

IMG_9896

Og stelpurnar fundu sína aðferð til að skemmta sérLoL

IMG_9897

ég held bara að gólfið hafi verið sæmilega vel bónað þegar við fórum.

IMG_9898

ég og Leó frændi og ættarsvipurinn leynir sér ekki. 

IMG_9902

Og svo var boðið upp á hlaðborð, þetta var aldeilis glæsilegt. Leó og Erika takk fyrir okkur. Heart

IMG_9906

Svo var ósköp notalegt að hygge sig þegar maður kom heim.

IMG_9908

Við erum komin til Eisenstad, það er aðalborgin í Burgenland.  Hér fæddist Haydn.

IMG_9911

Sú stutta sofnaði aðeins í bílnum, en nú erum við komin í miðbæinn.

IMG_9912

Austurríkismenn eiga mikið af höllum, enda voru smákóngar í hverju af þessum 9 fylkjum sem voru.

IMG_9913

Glæsileg höll hér í miðbænum.

IMG_9917

Central Evrópa bara svona fyrir Evrópuumræðuna.

IMG_9919

Nú hefur maður komist í kynni við Haydn, skoðað herbergið sem Mosart samdi sína níundu symphoníu og gengið fram hjá húsi Frans List, segið svo að maður sé ekki forframaður í músikinni. 

IMG_9920

Þetta er fallegur miðbær, í Fortchenstein er ekki neinn alvöru miðbær eins og hér.

IMG_9921

Hér eru örugglega svona tónleika hús fyrir Haydn.

IMG_9922

Vildi næstum óska að við skreyttum húin okkar eins og gert var í þá góðu gömlu daga.  þetta er glæsilegt.

IMG_9925

Nei þið eruð ekki drukkin, heldur er þetta dálítið á reikiLoL

IMG_9927

Við erum komin innfyrir patíóið í höllinni.

IMG_9928

Allstaðar sami glæsileikinn.

IMG_9929

Vínmuseum það verðum við að sjá ekki satt?

IMG_9931

Blau Fränkisch auðvitað.

IMG_9933

Og svo er auðvitað að mynda varðmennina í varðturninum.

IMG_9939

Og þá var komin tími á að hlaupa svolítið.

IMG_9941

Og skoða sig um.

IMG_9951

Koma við í bakaríinu, enda kökur eitt af kennimerkjum Austurríkis.

IMG_9953

Já það er rétt athugað ég er með rjómabollu!!!

IMG_9963

Svona súla er líka í Vínarborg, þetta er minnisvarði um svartadauða sem hrjáði Evrópu hér um árið.

IMG_9966

Svo fórum í í skranbúð, það er alltaf gaman að skoða allskonar skran.

IMG_9972

Og svo lá leiðin heim.

IMG_9977

Og svo var að kveðja, það var erfitt.  Þetta er amman í kjallaranum, yndisleg kona sem hefur lifað tímana tvenna.  Faðir hennar hvarf í fyrra stríði, missti ung mömmu sína, var send til Vínar ung stúlka að vinna við að safna saman múrsteinum eftir stríðið, og þurfti að berjast við rottur og að koma sér þaki yfir höfuðið sem var þá í uppsprengdum húsum.  Missti svo manninn, dóttir hennar lenti í alvarlegum veikindum og er með skerta greind eftir það, fyrir utan að hún og tendasonurinn misstu húsið, nema í Austurrískum lögum má ekki bera foreldra út úr húsum, bankinn á húsið núna og amma fylgir með.  Sonurinn var að flytjast til Þýskalands með kærustunni og þegar ég fór grét þessi elska, þó við gætum lítið talað saman, þá skildum við hvor aðra.  HeartSvo er hún svo dæmalaust góð við dóttur mína og fjölskyldu.

IMG_9978

En svo lá leiðin út á flugvöll.

IMG_9979

Dóttir mín ók mér þangað og nú er aðskilnaður í nánd.

IMG_9980

Elskulega stelpan mín takk fyrir yndislegan tímaHeart

IMG_9981

Flug og ég komst að því að flughræðslan var ekki fyrir hendi, það var ótrúlegt en svona var það bara. Takk Samúel. 

IMG_9985

Austurríki....

IMG_9989

Danamarka!!! Dálítið annað yfirbragð.

IMG_9991

Það var nokkurra klukkustunda bið á Kastrup, svo ég hafði hringt í systur mína Sigríði og hún kom út á flugvöll.  Það var yndislegt að hitta hana og við ræddum saman og áttum góða stund.

IMG_9992

Fengum okkur bjór og gammle dansk og svo auðvitað smorrebrod.  Það er algjört must í Danmörku.

IMG_9993

Systir mín er að læra til prests og er alsæl með lífið sitt.  Hún hafði nýlokið prófum og er að gera það sem hana langar til og gefur henni fullnægju í lífið, hvað er betra til en það.  Heart Hún bað að heilsa öllum og skila ég því hér með.

IMG_9994

Svo lá leið mín til Oslóar, því ég hafði fengið svo ódýrt flug heim frá Noregi.

IMG_9995

Þar kvað við svona heldur annar tónn... eða þannig.

IMG_9997

Þetta er Sólveig Hulda prakkari með meiruHeart Þið kannist við hana sum af myndum frá því í fyrra.

IMG_9998

En svona er lífið, lítið hér og mikið þar.

IMG_9999

En nærsta færsla verður frá Osló þessari sem stendur við Oslóarfjörðinn sem fréttirnar snúast um í dag.   En nú býð ég góðrar nætur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Fallegar myndir og ég bara táraðist með þér á kveðjustund, en heim ertu komin alsæl með þennan tíma dúllan mín

Knús í kúlu:):):)

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.2.2011 kl. 22:12

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já svo sannarlega kem ég heim alsæl og breytt manneskja. Takk Milla mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2011 kl. 22:28

3 identicon

Gæti ferðast með þér endalaust, vonandi heldurðu þessu efni og myndum saman. Það er of gott fyrir glatkistuna.

Dísa (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 23:04

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Velkomin heim,,, sem ég fletti niður myndunum,varð mér að orði er ég sá þig í fjólu (eða lillabláum jakka og   leððer stígvélum :SKVÍSAN.  Síðan sá ég að þú hafðir skrifað einmitt  það. Góður félagsskapur að spjalla svona í myndum. KV

Helga Kristjánsdóttir, 21.2.2011 kl. 23:50

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég held þessum myndum saman og svo er þetta geymt hér á blogginu, þarf bara að passa upp á að taka afrit reglulega Dísa mín.

Hehehe Helga já skvísa var það heillin 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2011 kl. 09:08

6 Smámynd: Kidda

Alltaf jafngaman að ferðast með skvísunni hvort sem það er innanlands eða utan.

Kidda, 22.2.2011 kl. 14:45

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Kidda mín  mín er ánægjan.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2011 kl. 16:33

8 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Alltaf  gaman að koma hér og lesa hjá þér.

Valdís Skúladóttir, 22.2.2011 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 2020878

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband