20.9.2012 | 22:11
Heimför og ýmislegt annað með Richard Clayderman.
Ég á eftir að skrifa hér um vínarferðina, og sitthvað fleira. En núna langar mig til að tala um heimförina. Sig hér og hlustar á Clayderman og hugljúfa tónlist og líður vel.
Notó í Austurríki.
Þegar aðrir voru farnir að sofa var notalegt að sitja og skrifa.
Ég er svona frekar næturdýr... eða þannig.
Við erum svona frekar samrýmdar mæðgurnar það er líka voða notalegt.
Já það þarf að sinna tölvunni... líka
Síðasta kvöldið og það er alltaf jafn erfitt að segja bless.
Flugið var 8.35 og við þurftum að ganga frá barnakörfunni sem átti að fara til Tinnu og Skafta.
Þar sem hún var það að auki full af barnafötum þurfti að vefja hana með sellofan.
Sem betur fer er flugvöllurinn í Vín frekar lítill á okkar mælikvarða. Svo allt gekk fljótt og vel fyrir sig.
Við Elli flugum saman til Kaupmannahafnar, en þaðan fór ég heim en hann til Osló.
Skýjum ofar með Niki Austrian airlines.
Stórabeltisbrúin.
Dálítið draumórakennd mynd.
Systir mín og mágur Sigga og Ragnar hittu okkur á flugvellinum, þau vildu bjóða okkur eitthvað í snarl og bjór. Við ókum talsvert um en fundum ekki neitt slíkt nálægt flugvellinum. Jæja sagði Ragnar við förum þá bara í mollið. Svo hló hann, þeir segja að þetta sé stærasta mollið í Skandinavíu, en þeir hafa víst hvorki séð Kringluna né Smáralind.
En sem sagt við fórum í mollið, ég var orðin svöng hafði bara borðað eina brausneið síðan um morguninn.
Fundum okkur góðan stað og tókum okkar tíma í að velja á matseðlinum. Pöntuðum rauðvín, ég smakkaði og það var reglulega gott rauðvín.
Jamm það var ákveðið að panta kjúklingasalad sem hljómaði bara ansi vel.
Ég var rétt búin að smakka rauvínið og fá mér tvo bita af kjúklingasaladi þegar bjalla hringdi og rödd hvað við; Its a fire in the building please leave the building emidially. Og allir þurftu að koma sér út, verðir sáu svo til þess að fólk færi rétta leið út. Sá mest eftir að hafa ekki gripið flöskuna góðu með mér
Og fólki streymdi eins og foss niður alla ganga og út.
Sáum engan reyk en á neðstu hæðinni fundum við brunalykt.
Og þegar út var komið komu brunabílarnir. Jamm enginn matur þarna. Og þá var bara að koma sér út á flugvöll því það var klukkutími í brottför. Sigga systir mín hafði miklar áhyggjur af þessu öllu, en ég sagði henni að það væri alltaf gaman að lenda í smáævintýrum. Og svo var hægt að borða í flugvélinni.
tengdadóttir mín Marijana sótti mig út á flugvöll, ég hafði geymt bílinn hjá þeim, en þau eru flutt í Reykjanesbæ, og ég gisti hjá þeim um nóttina, því ég var frekar þreytt eftir ferðina.
Þetta eru litlu gaurarnir mínir í Reykjanesbæ
Yndislegir, þeir eru í leikskóla upp á velli, þar er hjallastefnan á fullu. Leikskólinn rosaflottur, frá tímum herliðsins risa garðskáli með allskonar flottum leiktækjum. Og amma varð að koma með að aka þeim á leikskólann morguninn eftir
Ofboðslega duglegir og flottir strákar.
Þeir eru líka rosalegir afakallar báðir tveir. Ég á samt meira í þessum hér.
Svo þurfa svona strákar að tuskast aðeins og stundum er mamma alveg uppgefinn þessi elska.
En svo var bara að koma sér af stað heim, taka bensín á bílin, fara upp í Lífland og taka hænsnafóður og koma sér áleiðis heim.
Sem betur fer hafði ekkert frost verið hér svo blómin mín sem voru úti ennþá voru í lagi.
Smá snjór í efstu toppum, svo ég hef ennþá tíma til að ganga frá.
En næsta sunnudag fæ ég konur í heimsókn og ætla að kenna þeim að skipta plöntum, en það lærði ég hjá Herdísi minni í Fornhaga þeirri elsku.
En hér var Ísafjarðardeil Garðyrkjufélagsins endurvakinn í vikunni. Vilhjálmur Lúðvíksson formaður G.Í. mætti með okkur og hélt heilmikin og fræðandi fyrirlestur.
Kosin var ný stjórn og er Harpa Kristjánsdóttir formaður.
Sem sagt á sunnudaginn kl. 15.00 koma félagar út garðyrkjufélaginu til mín í kúlu og ég rölti með þeim um garðinn og sýni svona hvernig er best að skipta plöntum. Það eru allir félagar velkomnir, bæði nýjir og gamlir.
Af því að ég var nú komin út á annað borð, stoppaði ég aðeins hjá henni Sædísi vinkonu minni til að spjalla.
Tók mynd af þessari elsku fyrir mömmu sín. Til hamingju með hana Beta mín
Og Sædís nýtur sín við barborið, alltaf jafn flott þessi elska.
Doppa litla er flutt að heiman, Matta mín Jónu og Helgadóttir kom hingað með dóttur sinni ætluð að fá sér högna, en snarsnérust á punktinum þegar þær sáu Doppu, núna heitir hún Sigurrós held ég. En þessa tvo vantar ennþá heimili, þeir eru flottir og þrifnir. Snúður
Og gleði, heilbrigðir fallegir og ljúfir
Eigið góða nótt elskurnar.
Bloggar | Breytt 8.2.2013 kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
19.9.2012 | 17:03
Batnandi mönnum best að lifa.
Gott mál. Þetta segir okkur ágætu íslendingar að við getum haft áhrif með samstöðu og einurð. Þetta var algjört glapræði og gott að það var leiðrétt. En við skulum ekkert velkjast í vafa um það að vegna viðbragðanna var þetta dregið til baka. Það hefði einfaldlega ekki gerst nema af því.
Hins vegnar segi ég batnandi mönnum er best að lifa, og gott að menn hafi kjark til að bregðast við á réttan hátt. Sýnir bara að Björn hefur samvisku gagnvart ábyrgð sinni á Landspítalanum. Hins vegar má Guðbjartur Hannesson vel við una að vera þannig skorin niður úr snörunni. þá getur hann ef til vill komið aftur fram í dagsljósið.
En við skulum áfram halda vöku okkar og fylgjast með því sem betur má fara. Sameinuð stöndum vér sundruð föllum vér.
![]() |
Björn afþakkar launahækkunina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
17.9.2012 | 14:12
Stjórnarskrár málið og það sem í kring um það er.
Það er mikið rætt um kosningu stjórnvalda um tillögur Stjórnlagaráðs og sýnist sitt hverjum. Ég verð að segja að ég er á báðum áttum. Ég held að fólkið sem vann þessar tillögur hafi gert það af heilum hug og reynt að gera sitt besta. Ég vil ekki taka undir að þetta fólk hafi setið á svikráðum til að plotta okkur inn í ESB.
En það er sumt í þessum tillögum sem orkar tvímælis eins og 111 greinin um framsal tímabundið til annara. Þó Illugi og fleiri hafi reynt að telja okkur trú um að þetta sé til bóta, þá er það bara svo að þó tilgangur ráðsins hafi verið góður, þá ber ég ekkert traust til ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms plús Össurar. Framkoma þeirra hingað til hefur reynst full af rangtúlkunum, þöggun og hálfsannleika. Þess vegna get ég ekki treyst því að þegar og ef þjóðin samþykkir þessar "nokkrar" tillögur ekki allar, þá telji þessi ríkisstjórn sig þess umkomna að breyta í lauf. Mér þykir leitt og tætandi að geta ekki treyst kjörnum fulltrúum ríkisvaldsins til að gæta hagsmuna þjóðarinnar en sporin hræða svo sannarlega.
En hvað kemur stjórnarskrármálið ESB við? Jú hér hefur verið reynt leynt og ljóst að koma þjóðinni til skilnings um að fara inn í ESB, og þar hafa öll meðul verið notuð.
Nú þegar komið er í ljós að hér er ekkert til að semja um, einungis tilskipanir upp á yfir 1000 bls. um hvenær skulu opnaðar og samþykktar, þá eru þessar svokölluðu samningaviðræður algjörlega marklausar. Því þetta eru aðlögunarviðræður, sem eru EKKI UMSEMJANLEGLAR:
Björn Bjarnason fór til Brussel og Berlínar til að kynna sér afstöðu ráðamanna ESB.
Í sérstökum bæklingi sem Evrópusambandið hefur gefið út til að útskýra stækkunarferlið er kafli sem heitir Aðlögunarviðræður. Kaflinn hefst á þessum orðum: Fyrst er mikilvægt að undirstrika að hugtakið samningaviðræður getur verið villandi. Aðlögunarviðræður beinast að skilyrðum og tímasetningum á inngöngu umsóknarríkis, framkvæmd og beitingu ESB-reglna, sem eru upp á 90.000 blaðsíður. Og þessar reglur (líka þekktar sem acquis, sem er franska yfir það sem hefur verið ákveðið) eru ekki umsemjanlegar. Fyrir umsóknarríki er þetta í grundvallaratriðum spurning um að samþykkja hvernig og hvenær eigi að framkvæma og beita reglum ESB og starfsháttum. Fyrir ESB er mikilvægt að fá tryggingu fyrir dagsetningu og skilvirkni innleiðingar umsóknarríkis á reglunum.
Og enn segir Björn:http://bjorn.blog.is/blog/bjorn/entry/1213504/
Og svo hér:http://www.bjorn.is/pistlar/nr/6090
"En þar segir m.a.:Þegar ég hafði á orði í Berlín að einhverjir á Íslandi teldu að með því að stofna til kynningarstarfs af þessu tagi bryti Evrópusambandið gegn íslenskum lögum var mér snarlega bent á að þetta væri gert að tilmælum ríkisstjórnar Íslands. Hún hefði snúið sér til ESB og farið þess á leit við framkvæmdastjórnina að hún tæki að sér að fræða Íslendinga um ESB. Vissu íslensk stjórnvöld ekki hvað væri heimilt eða óheimilt í þessu tilliti væri það vandamál annarra en þeirra sem hefðu tekið að sér að framkvæma verkefnið á grundvelli útboðs í krafti samnings milli ríkisstjórnarinnar og ESB."
Og hér talar Jón Bjarnason sem var ráðherra og tók þátt í viðræðum við ESB og var látinn víkja vegna andstöðu sinnar við aðildina:http://jonbjarnason.blog.is/blog/jonbjarnason/entry/1221345/
Og enn hér: http://esbogalmannahagur.blog.is/blog/esbogalmannahagur/entry/1224926/#comment3283269
Að lokum hér frá Jóni Bjarnasyni: http://jonbjarnason.blog.is/blog/jonbjarnason/entry/1221566/
Hér tala þrír menn sem hafa kynnt sér þessi mál vel og ítarlega Jón var í miðri hringiðunni, uns honum var bolað burt af því innlimunarsinnar gátu ekki hugsað sér að hafa þar mann sem var á móti málinu. Og það þrátt fyrir að mikill meiri hluti þjóðarinnar hafi verið og sé ennþá andvígur ESB aðild. Þá skal samt hamrað járnið.
Ég óttast að þessi atkvæðagreiðsla sé í beinu samhengi við þessa viðleitni örfárra aðila til að þvinga þjóðina inn í þetta samband. Þar hefur margt verið reynt eins og þessir þrír aðilar benda á og svo ótal ótal fleiri reyndar.
Þess vegna mun ég skoða þessi mál vel, og alls ekki flana að því að jánka tillögum stjórnlagaráðs, fyrr en ég fæ fullvissu fyrir því að þetta ákvæði og einhver fleiri verði ekki notuð af ótryggri ríkisstjórn til að koma okkur inn í ESB á fölskum forsendum.
Ég hallast því að því að það hafi verið rökrétt hjá forsetanum þegar hann sagði að það ætti ekki að semja nýja stjórnarskrá í bullandi ágreiningi. Um hana ætti að ríkja sátt, en fyrst og fremst traust þjóðarinnar til þeirra aðila sem um hana ættu að fjalla. Því er ekki til að dreyfa í dag, þar sem um 10% þjóðarinnar treysta alþingi og ennþá færri þessari ríkisstjórn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
16.9.2012 | 13:50
Kisur- sem þarfnast heimilis.
Það líður að því að litlu kisurnar mínar þurfi að fá ný heimili. Lillý Rósalind er flutt að heiman og er ánægð með nýja heimilið sitt. Hin þrjú þurfa að fara að komast að heiman til fólks sem verður þeim gott og gefur þeim knús og umönnun. Kisurnar mínar hafa gott upplag, þau eru vön því að litla fjölskyldan sé samhent, og Blesi elur kettlingana upp rétt eins og mamman.
Snúður að borða.
Pabbi að passa Lillý Rósalind.
Hann gætir líka Doppu.
Og þarna leikur hann við Gleði, og Doppa fylgist með.
Eða er hann ef til vill að kenna honum góða umgengni
Lillý er orðin rosa fín með rauða ól um hálsinn sinn.
Já hann heldur utan um litla ungann sinn, ég er ekki viss um að mörg fress séu svona dugleg við að leika við afkvæmin sín.
Snúður og mamma.
Svo er að fá sér að borða. Þau eru öll orðin kassavön og enginn vandamál með slíkt.
Já Blesi tekur fullan þátt í uppeldinu.
Pabbaknús.
Snúður litli vill fá að komst í góðar hendur.
Hér eru báðir foreldrarnir að borða Murr kattamat.
Nammi namm, yfirleitt fá þau bara þurrfóður, en stundum til hátíðarbrigða fá þau Murr kattarmat sem þeim finnst alveg gríðarlega góður.
Doppa litla er alveg jafn falleg og mamma sín.
Notalegt að kúra hjá mömmu.
Kisuhrúga.
Það er líka notalegt að kúra hjá pabba.
Gleði er feimnastur af þeim, þess vegna eru fæstar myndir af honum.
En það má fá hann í gjafapakkningu
Þeir eru algjörir kúrikettlingar.
Og þau eru öll góð hvort við annað.
Uppáhaldsstaður fjölskyldunnar.
Pabbi að passa meðan mamma fer út að leika sér.
Þegar hún kemur inn er hún blaut og þá þarf að þurrka henni.
Já þetta er voða notalegt.
Svo þið sjáið að það er gott upplag í þessum yndislegu litlu verum.
Snúður litli bíður eftir eiganda.
Og litli Gleði líka. 'Eg vildi gjarnan halda þeim öllum, en því miður er alveg nóg að hafa tvær kisur á heimilinu.
Er ekki einhver þarna úti sem er til í að taka að sér þessa litlu anga og vera þeim góður?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
14.9.2012 | 14:37
Ferðin til Maribor - Fræðandi ferðasaga.
Einn af kostum Austurríkis er að héðan er stutt í margar spennandi borgir og lönd. Pragh, Bratislava, Sopron, og bara nefna það.
Við ákváðum hjónin að smella okkur til Slóveníu. En það er einungir um tveggja tíma ferðalag með lest frá Mattersburg. Ætluðum að dvelja eina nótt í borginni Maribor sem er ein af menningarborgum Evrópu 2012.
Við lögðum af stað frá Mattersburg kl. 15.53. Við ókum frá Forchtenstein og vorum frekar sein, þegar til Mattersburgh kom voru enginn bílastæði laus við brautarstöðina, svo Elli tók það til ráðs að leggja á einkabílastæði ljósabekkjafyrirtækis. Ég var hálf smeik um að bíllinn yrði horfinn þegar við kæmum aftur eða með einhvern stálhlunk festan við eitt tekkið, eins og við höfðum lent í í Prag um árið.
En við náðum sem sagt lestinni. Þá uppgötvaði ég að ég hafði gleymt myndavélinni heima. Svo ég gat ekki tekið myndir af hinni gífurlega og á stundum hrikalega fallegu leið upp og yfir Alpafjöllinn. Reyndar tók ég myndir þegar við fórum svipaða leið til Búgarðsins sem ég sagði frá áður. Við þurftum að skipta um lest í Wiener Neustadt, þaðan lögðum við af stað kl. 16.32. Fórum inn í öftustu vagnana, en þegar við sýndum eftirlitsmanninum miðana, sagði hann okkur að við þyrftum að fara fram um tvo vagna, þar sem þessir tveir öftustu myndu verða skildir eftir í Graz. Eins gott að hann leiðbeindi okkur, ef við hefðum orðið eftir í Graz, en þá hefði ég bara heimsótt frænda minn Leó og hana Eriku mínasem sagt framar í vagninn fórum við. Leiðin lá gegnum nokkra bæi upp í fjöllunum: Mürzzushlag, Kapfenberg, Bruch af Mur, sem liggur við ána Mur sem ég sagði áður frá. Graz Hbh, Leibnitz, Spielfeld straB sem er landamæra bær milli Slóveníu og Austurríkis, og svo ´fórum við úr í Maribor þá var kl. 19.55. Lesti hélt svo sínu striki alla leið Til Króatíu. Ég var orðin svöng og sendi Ella til að finna matarvagninn. En hann fannst ekki í fyrstu lotu hehe.. Svo sá ég fólk koma með kaffi og kökur, svo ég sendi manninn minn af stað aftur og hann kom með tvo bjóra og samlokur. Sem var alveg ágætt.
En þegar við komum út á járnbrautastöðina í Maribor var aðeins farið að rökkva, svo við ákáðum að rölta og finna hótel. Rákumst fljótlega á eitt voða fínt, Hótel City, þar var elskuleg stúlka og Elli spyr hvað herbergi kosti yfir eina nótt. 140 segir stúlkan. Hvað er það mikið í evrum? spyr Elli. Hún horfir á hann undrandi og segir þetta er í evrum.
Of dýrt fannst okkur svo við ákáðum að röltla aðeins lengra. Rákumst þá á hótel Pýramída 4* sem okkur leist prýðilega á. Spurðum um verð, þar sat hnellin glaðleg stúlka, jú sagði hún flest hótel hér kosta um 14o evrur.... en ég skal gera ykkur tilboð, þið fáið herbergið fyrir 88 evrur. Við gleyptum auðvitað við því. Þetta var Það sem kallaðist þarna Hótel fyrir viðskiptamenn. Herbergið var bara ansi flott einkonar tvö hálfherbergi annað með svefnaðstöðu og svo smá setustofa. Þið þurfið ekki að borga fyrr en þið farið sagði hún glaðlega, ef þið þurfið að komast í Minibarinn.
Og ég hugsaði með mér, þarna skiptir sköpum starfsmaðurinn. Á hinu hótelinu var flott stúlka, en annað hvort hafði ekki döngun eða leyfi til að gefa afslátt. Þarna greinilega fékk stúlkan af ráða hvernig hún dílaði við viðskiptavinina. Auðvitað keyptum við svo á minibarnum. hahah
Gamla brúin.
Háskólaborgin Maribor er önnur þýðingarmesta borg Slóveníu og höfuðborg Stajerska Region. Borgin kúrir undir hinni grænu Pohorjehæð og breiðir sig yfir báða bakka árinnar Drava. Borgin er mikil samskiptaborg rík af vínmenningu. En líka þekkt fyrir viðskipti, skóla, sport, viðburði lista og menningar og ferðamennsku. Hún er kölluð Borg hinnar gömlu vínmenningar.
City of the old wine, sem hefur tíðkast hér í yfir 400 ár.
En mér fannst alveg ómögulegt að vera myndavélalaus, svo ég keypti mér ódýra "austantjaldsvél" Nikon, allar leiðbeiningar voru á tungumálum austur Evrópu. En hún dugði mér ágætlega.
Það er afar skemmtilegur ferðamáti að fara með lestum.
Væri óskandi að það væru slíka hér.
Eitt af minnismerkjum Maribor er gamla lestin. Og þetta græna auga er eitt af merkjum borgarinnar í tilefni af Menningarborgarstimplinum.
Þegar við vorum búin að koma okkur fyrir á hótelinu, fórum við í bæinn, hér er allt við hendina, og ekkert mál að rata um allt. Við fengum okkur ungverska gúllassúpu á ítölskum matsölustað, hér er mikið um pizzeríur og pastastaði allt ítalskt, komum svo við á nokkrum vínveitingastöðum sem voru allstaðar úti því veðrið var yndislegt, og að síðust fórum við á barinn á hótelinu. Þar voru þrír viðskiptajöfrar, þið vitið þessir í jakkaförunum, blankskónum með svörtu handtöskurnar. Einn þeirra var samt frekar glaðlegur náungi og þegar ég pandaði mér lókal rauðvín, og fékk líka þetta afbragðsgóða vín, lyfti hann glasi og spurði hvaðan við værum. Frá Íslandi sagði ég.. Já haha þar hef ég verið sagði hann. Mér líkar vel við íslendinga, ég ætti ef til vill ekki að tala svona út af Icesave sagði hann og hló. Af hverju ekki svaraði ég, við erum bara venjulega fólkið og eigum ekki í neinum illdeilum við látum bara stjórnvöld um það.
Ég ætlaði að stríða honum með því að tala um að prinsinn hefði verið myndaðu buxnalaus. Þá sagði hann veistu að ég þekki strákinn, hann er einn af bestu stuðningsmönnum knattspyrnuliðsins sem ég er í forsvari fyrir. Hann er dálítið viltur en algjör öðlingspiltur.
Svo ræddum við um lok Ólympíuleikana hann spurði hvernig mér hefði fundist. Mér fannst það nú frekar yfirdrifið svaraði ég, og er algjörlega ósammála því að einhver gella hefði verið látin syngja lag Freddy Merkuri, þá hló hann, já ég er sammála sagði hann, ég var einmitt ungur og viltur þegar Freddy var upp á sitt besta. Besta atriðið sagði ég var samt þegar drottningin fór fallhlífarstökkið. Hahaha já það var frábærlega gert hjá þeim sagði hann.
Satt að segja hef ég grun um að þessi ágæti maður sé frekar skoti en englendinur, því englendingar eru að mínu mati frekar þurrir, aftur á móti eru skotar með skemmtilegra fólki og afar opnir fyrir ókunnugum Wher abut are ye from Hen?
Hér hefur verið byggð frá síðari bronsöld og járnöld.
Gamla höllin er eitt minnismerkið líka, hún er afar gömul, kallaður Marchpurg, Marskastalinn hennar er fyrst minnst í sögunni á 12 öld. Borgin fékk stöðu borgar um 1254. Barátta og saga borgarinnar hefur skilið eftir sig mörg sár í aldanna rás.
Borgin styrkti sinn efnahag verulega 1846 þegar þeir byggðu járbrautarlínu til Vínar með fyrstu þjóðum Evrópu. En eins og ég hef komið inn á áður voru Eistar fyrstir þjóða til að byggja járnbrautarlínu niður Evrópu.
Framtíð Maribor var byggð aðallega á tveimur mönnum, Biskupi Anton Martin Slomsek, sem flutti Lavantine Diocese frá St Andraz to Maribor, og skáldið og hershöfðingin Rudolf Maaister, sem tokst a verja boggina og norðurhluta Slóveníu eftir fyrstu heimstyrjöldina.
Hér má sjá styttu af biskupnum.
En aftur að kastalanum, hér er marmarastigi, þetta er virkilega flott hús að innan, en það hefur gengið í gegnum svo margar breytingar síðan upphaflegi kastalinn var byggður að hann lítur varla út eins og kastali í dag, hér er þó skemmtilegt safn sem er opið daglega.
Hér er greinilega apótek frá því í hina gömlu daga.
Líkan af húsi frá fyrri tímum.
Og í öllum köstulum er vopnabúr mismunandi gamalt. Það var alltaf barátta um völd, þess vegna eru flestir kastalar byggðir hátt upp í fjallahlíðum eða hamrabeltum, til að sjá óvininn nálgast.
Og þá er að rata út... sem betur fer voru þarna stúlkur sem sýndu fólk hvar það átti að fara út.
Ekki mjög glæsilegur útgangur, en eitt af trixum fyrri tíma var að það væri hægt að komast út bakdyrameginn.
Hér má svo sjá hann að utan, ekki mjög kastalalegur í dag. Í baksýn er svo Fransikukirkjan.
Allskonar skemmtileg plaköt voru víða, ég fór auðvitað í steinabúð.
Ef við bara hefðum verið svona tveimur dögum lengur í Austurríki hefðum við farið seinna til Maribor og hlustað á Sigurrós þann 5. september.
En það er verið að setja upp pallana bæði hljómsveitarpall og áhorfendastúku á þessu torgi.
Einhverjar græjur komnar á staðin líka.
Plakötin voru um alla borg.
Við vorum komin á ról um níu leytið, það var vel útilátinn morgunverður og svo var haldið af stað að skoða borgina.
Þessi litlu leirhús minntu mig á fuglana í Ísafjarðarkirkju. Hér var greinilegt að börn höfðu búið til þessi litlu hús og svo var þeim raðað hér allstaðar afar skemmtilegt.
Það hafa verið hér þetta árið yfir 1000 uppákomur allskonar, bæði menningarviðburðis, sport, vín og matarfestar og bara að nefna það. Og þessu líkur ekki fyrr en um næstu áramót, það er því upplagt að drífa sig á þennan glæsilega stað og bara njóta.
Fórum á sögusafnið, þar var margt merkilegt að sjá.
Það var endalaust gaman að rölta í góðu veðri setjast og fá sér rauðvín eða bjór, og mat ef maður var svangur.
Verð að segja það að vínin hér eru með þeim betri sem ég hef smakkað.
Svo má skoða kort af borginni.
Húsin eru flest gömul og afar falleg, en því miður mörg í niðurníðslu eins og sjá má. En þetta er auðkennandi fyrir flest fyrrum austantjaldslöndin.
Dregur hugan að skólunum, Maribor er mikill háskólabær og hingað sækja stúdendar allstaðar að.
Og allstaðar voru skemmtilegar skreytingar sem börnin hafa fengið að gera.
Allstaðar hér um slóðir er mikið um hengipelagoníur í öllum litum og setja skemmtilegan svip á umhverfið.
Skemmtilegar litlar krár inn í þröngum skotum.
Skemmtileg saga um þetta merki. Ég sá þetta merki þar sem ég sat fyrir utan Vatnstankinn gamla, nei sagði ég þetta er illy magasýnið það er hér líka. Svo vantaði mig að pissa og ég fór inn í búð og spurði stúlku þar hvar hægt væri að komast á klósett. Hún benti mér þá á þetta merki, og sagði að allstaðar sem þetta merki væri væru klósett. Nú hugsaði ég með mér, þetta er þá ekki keðjan eins og ég hélt.
Nema ég fór þarna inn, og þar voru auðvitað almenningssalerni.
Þar sem hin venjulegu alþjóðamerkingar eru ekki þarna, þá er þetta herraklósett.
Og kvennaklósett. Bara svona ef þið ákveðið að fara þangað.
Þegar ég var svo í Vín að ruslast með vinkonu minni, sagði ég henni frá þessum nýfengnu upplýsingum um merkingar á almenningsklósettum í Maribor. Hún horfði á mig smá stund og sagði svo, Ásthildur þetta merki Illý er nafn á verslunarkeðju, og þeir sem versla með mat eru skyldugir til að hafa aðgang að klósetti.
Minnismerki um að hér er framleitt elsta vín í heiminum.
Skemmtileg götumynd.
Minnir dálitið á Pragh.
En það virðist vera skortur á múrurum hér.
En þetta er nú bara bakhliðin, að framan var allt nýtt og fínt hehehe
Þarna á bak við glittir í dómkirkjuna og Fransiskukirkjuna.
Það var mikið mannlíf og notalegt að þvælast svona um.
Hér er svo dómkirkjan.
Háskólinn.
Skólarnir voru einmitt að byrja á þessum tíma.
Sum hús voru með svolítið groddaralegar skreytingar í gluggum.
Gott að setjast niður og fá sér rauðvín. Við áttum að mæta á lestarstöðina kl. 18.19, en klukkan var ekki orðin neitt margt, svo við ákváðum að rölta niður að Drövu og skoða Vatnsturninn og Sinagóguna.
Fórum niður Títóstræti, hann er ekkert gleymdur hér blessaður.
Klukkan var orðin meira en hádegi og hitinn var orðin ansi mikill yfir 30 °
Fyrir utan einn bankann var her lögreglumanna og þrír lögreglubílar, þeir voru með hlífar fyrir öllum gluggum meira að segja framrúðunni, ég þorði samt ekki að taka mynd svo beint fyrir framan þá, því þeir voru búnir öllum tækjum og tólum.
Mikið af hjólreiðafólki hér.
Ó mæ allar útsölurnar, eins gott að ég er ekki mikið fyrir að versla.
En Elli fékk sér allavega ís.
Hér eru það konur sem eru í garðyrkjustörfunum og hreinsunum á almennum svæðum, en ekki karlar eins og víðast annarsstaðar. Það gæti þýtt að hér er ekki mikið atvinnuleysi, því alltaf bitnar slíkt fyrst á konum.
Hér er aðaltorgið, og þetta minnismerki er eins og í Vín, en þar er merkið til minnis um þá sem létust í svarta dauða.
Eins og ég sagði er hér mikið um hjólreiðafólk og og þar af leiðandi góðar og breiðar hjólabrautir, veit ekki hvort kom fyrst hjólin eða brautirnar.
Við erum á leið niður að Drövu.
Meðfram Dröfu má vel sjá gamlan varnarmúr. En áin hefur auðveldað ræningjum að komast að fólki hér.
Við ána eru elstu húsin, þar hefur uppbyggingin byrjað, í gamla daga fleyttu menn trjám niður ána, og hún hefur verið mikil uppspretta nausynja.
Hér eru líka þröngar götur, of þröngar meira að segja fyrir hestvagna.
En það er gaman að skoða þessar eldgömlu þröngu götur.
Og við erum komin niður að á.
Hér er vatnsturninn.
Virkilega fallegt að ganga meðfram ánni.
Veit ekki hvar hún endar, gæti verið í Adriahafinu.
Óhugnanlegt hús, veit ekki alveg hvað þetta er. Þó þeir segi að hér sé mikið um ferðamenn, þá hafa þeir ekki gefið út bækur um borgina, eins og í flestum öðrum borgum, þar sem hægt er að lesa sér til um söguna. Bara einn pésa með takmörkuðum upplýsingum.
Þessi hús eru að niðurlotum komin, en það hefur verið búið í þeim, því hér eru loftnet á þaki en engar rúður og þakið að falla inn. Sennilega má ekki rífa þau, því þau eru bygg ofan á múrinn gamla.
Hér segir af þeim sem fleyttu timbrinu niður ána, Maribor var fyrsta stóra borgin sem þeir komu til á leið sinni til Belgrad fluttu sem sagt timbrið frá Drava til Dónár og þaðan til Belgrad.
Fallegt útsýni.
Mikið sérkennilegar byggingar.
Merki.
Europark, fórum ekki þangað vegna tímaskorts.
Það er allstaðar hægt að setjast niður, hér er vínkjallarinn... held ég.
Allavega vel varinn hehehe.
Ef til vill hefðum við átt að setjast hér niður og næra okkur.
Þessi líka flotti grátviður sem prýðir árbakkann.
Svanahjón á sundi.
Svo voru svona skemmtileg skilaboð til manns.
Og svona. Öll erum við listaverk.
Hvað er meiri friðsæld en að sitja og veiða í friði og ró.
Og hér er gamla brúin yfir Drövu.
En við vorum orðin svöng og það var komin tími til að finna sér góðan matsölustað og fá sér í gogginn áður en haldið yrði út á járnbrautarstöð.
Við vorum búin að ákveða að fara ekki á ítalskan stað, heldur finna ekta slóvenskan mat.
Eftir mikla leit fundum við svo... staðinn sem við höfðum byrjað á að fá okkur bjór og rauðvín, rétt við hótelið
En einhvernveginn leist okkur ekki á matseðilinn það sem við skyldum, svo við fengum okkur ... hamborgara En þetta er sá besti hamborgari sem ég hef smakkað það get ég sagt ykkur bæði kjötið og brauðið.
Og lókal rauðvín afar gott. Vínin þeirra eru afar bragðmikil og þykk afskaplega bragðgóð. Við ættum ef til vill að flytja meira inn af vínum frá Slóveníu og Ungverjalandi, þar sem vínin eru afar góð.
Þá var þessi dagur farin að styggast í annan endan og við þurftum að fara að snúa nefinu í átt að brautarstöðinni.
Það var farið að skyggja.
Og tími komin á lestina.
Lestinn átti að fara kl. 18.19 okkur var sagt að það myndi standa á skiltinu Win Meidling.
Við sátum því afar róleg ... og horfðum á lestina fara framhjá
Svo áttuðum við okkur á að við vorum búin að missa af lestinni, og þá voru góð ráð dýr, við fórum inn í miðasöluna og spurðumst fyrir, nei enginn lest fyrr en á morgun, svaraði miðasöludaman, og vildi greinilega losna við okkur. Við fórum út, en ég var ekki búin að gefast upp fór inn aftur, og fékk svömu svör, en fór í þriðja skiptið og spurði hvort það væri þá enginn önnur leið? Jú sagði hún þið getið tekið leigubíl til Spilfeld-straB og náð lest þaðan kl. 19.o9
Það var hlaupið út og hóað í leigubíl, og bílstjórinn reyndist vera kona. Við spurðum hvað kostaði að aka okkur til Spilfeld - StraB, 25 evrur sagði hún og við hoppuðum upp í. Það var dálítið spennandi að vita hvort við myndum ná lestinni, því við áttum eftir að skipta í Wiener Neustadt og taka þaðan lest til Mattersbugh og hvort yfirleitt það yrði einhver lest það kvöldið til Mattersburgh.
En hún kom okkur á áfangastað og fékk 30 evrur og var afar ánægð.
En við komumst í lestina þó það skeikaði klukkutíma og við vorum ekki með neinn síma til að láta vita af okkur.
Í þetta skipti fórum við framar í lestina, en var þá sagt að við þyrftum að færa okkur aftar því þessi frampartur héldi annað. Svo var okkur vísað til sætis aftar. Þá var að koma sér út í Wiener Neustadt og komast í lestina til Mattersburgh og fara út á réttum stað, því lestin stoppaði á þremur stöðum í Mattersburgh. Sem betur fer þekktum við aftur staðinn og fórum út á réttum stað. Þá var að vita hvort bíllinn væri enn á sínum stað.
Jú sem betur fer, en eitthvað béf var fest við þurrkurnar hehehe.
Já þeir eru kurteisir Austurríkismenn.
Þetta mannvirki er á Pohorjehæðinni og heitir: Adrealín Park hefur einhver löngun til að prófa
En nú er þetta orðið alltof langt, og ég vona að einhver nenni að lesa, því ég er búin að eyða heilmiklum tíma í þessa færslu. En eigið góðan dag elskurnar og ef þið hafið ekki ennþá ákveðið hvert þið viljið fara í fríinu þá er Maribor algjörlega upplögð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
13.9.2012 | 12:14
Spyr sú sem ekki veit.
![]() |
Björn Valur formaður fjárlaganefndar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
12.9.2012 | 12:55
Tunnurnar kalla á þig og mig og nafnlausu aumingjana.
Gott framtak. Ég hvet fólk sem býr á svæðinu að fara niður á Austurvöll og láta í sér heyra.
Hér er athyglivert blogg einnar af frumkvöðlum Tunnanna; http://raksig.blog.is/blog/raksig/
Þar er vísað í skrif forsætisráðherra, sem virðist sigla ofar skýjum í skilningi á högum almennings í landinu. Eða að það sé hægt að tala hlutina upp eins og Davíð forðum um krónuna. Raunveruleikin blasir aftur á móti við hinum almenna manni á Íslandi, ekki síst öryrkjum, öldruðum og langveikum, þar sem oft er enga aðstoð að fá. Þarna eru líka nokkrar sláandi sögur af raunveruleikanum.
Tunnurnar sendu nokkrum alþingismönnum 3 bréf tvö undir nafni kurteis og málefnaleg eins og þær segja sjálfar, þ.e. tunnurnar.
Bréf eitt: http://tunnutal.blog.is/blog/tunnutal/entry/1256841/
Bréf tvö:http://tunnutal.blog.is/blog/tunnutal/entry/1256978/
Bréf þrjú:http://tunnutal.blog.is/blog/tunnutal/entry/1257154/
En líkt og Jóhanna og Steingrímur hafa sumir alþingismenn gleymt því hvaðan þeirra umboð kemur og hverjir greiða þeim launin sín. Og Sumir þykjast hafa efni á að kasta hnútum og dónaskap í fólk sem er að reyna að benda á það sem betur má fara:
http://www.dv.is/frettir/2012/9/12/thrainn-kallar-motmaelendur-nafnlausa-aumingja/
Alþingi hefur logað af illdeilum undanfarin ár, og sennilega aldrei verið jafn slæmt og síðasta vetur, og enn hyllir í verri útreið og dónaskap hjá því fólki sem er ætlað að vera okkur fyrirmyndir, setur okkur hinum m.a. lög og reglur. Þess vegna fannst mér það tímabært og afar gott hjá forsetanum að tala yfir hausamótunum á þessu liði sem virðist ekki kunna almenna kurteisi, hvað þá að þau muni í hverra umboði þau starfa.
Hann ræddi þetta einmitt á sínum kosningafundum um landið, svo það átti ekki að koma neinum á óvart hans afstaða og áhyggjur af málefnum alþingis og algjörum skorti á virðingu á stofnuninni. Hann var m.a. kosin út á þessi viðhorf sín.
En ég vil hvetja hinn almenna aumingja bæði nafnlausan og með nafni að mæta á Austurvöll í kvöld og láta í sér heyra þegar forsætisráðherrann flytur exelræðu sína, sem er byggð á tölum eins og tvisvar tveir eru fimm og álíka.
Við verðum að sýna alþingismönnum og ráðherrum hvaðan sem þeir koma að við erum búin að fá nóg, við viljum málefnalegar umræður, samstarf og baráttu þeirra í þágu almennings, en ekki endalausa þjónkun þeirra við klíkubræður, ota sínum tota, hygla sínu byggðarlagi og svo framvegis.
Það er komin tími til að þetta fólk átti sig á því að þau starfa þarna í umboði þjóðarinnar sem kaus þau til að vinna að hag okkar allra, ekki bara sumra og mest sjálfra sín. Það er mál að linni.
![]() | Ljóð fíflsins | ![]() |
![]() |
|
![]() |
Hvetja til mótmæla við Austurvöll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.9.2012 | 21:19
Sópron Ungverjalandi.
Elli minn og Bára skruppu til Sópron meðan við dvöldum í Austurrík, Sópron er rétt um klukkustundaferð frá Vín. En ennþá fljótar í lest. Þau völdu þess vegna lestina.
Sópron er gömul falleg borg, hef reyndar talað um hana áður hér á blogginu.http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/1124996/
Þau höfðu Jón Ella með.
Upplagt að taka lestina til Sopron.
Já Sopron er skemmtileg borg hún er eldgömul og var á sínum tíma helsta aðsetur Rómverja vegna legu sinnar, þar sem vegir látu til allra átta. Hún var um tíma höfuðborg Ungverjalands, en þetta kemur allt framm í blogginu sem ég vísa í.
Bára mín og pabbi hennar voru samt ekki jafn heppin með matinn og þegar við vorum hér síðast, þau pöntuðu sér mat, en komu honum ekki niður og fóru án þess að borða hann, fóru á annan matsölustað og fengu slarkfæran mat. Svona getur þetta verið.
Þau áttu ósköp notalegan dag í Sopron.
Það er mikið lagt upp úr skreytingum á húsum í fyrrverandi austur Evrópu, þó mörg þeirra séu dálítið illa farinn í dag, þá sést að þau hafa verið afar glæsileg.
Jón Elli var líka glaður með ferðina.
Borgin er líka frekar ódýr miðað við löndin í kring og þarna eru einhverjar mestu rómverskar rústir á þessu svæði.
Allskonar sérkennilega byggingar er hægt að líta hér.
Og menningu.
Já þau höfðu greinilega gaman að ruslast í Sópron feðginin, ég sat aftur á móti heima í sólinni og naut mín í botn við að ráða krossgátur
Ég held að litli maðurinn hafi bara verið komin í vinnu þarna hehehe.
Má ég rétta þér einn
Og þá er að borga... Það þarf víst alltaf, annars er ég hálf leið á þessu endalausa tippsi, þó ég skilji vel að fólk þarf að fá eitthvað fyrir sinn snúð. því ekki er þeim svo vel borgað þarna í Evrópunni framreiðslufólkinu.
Nóg af kirkjum hér allstaðar, enda katólskan alls ráðandi í þessum heimshluta.
Og svo eru náttúrlega Virðuleg hús, skólar, stjórnarráðsbyggingar og hallir.
Flott öll saman.
Auðvitað voru skoðaðar kirkjur og sona.
Það er mikið af svona þröngum götum með flottum húsum, þær voru örugglega byggðar fyrir tíma bíla.
Mamman og ungi litli.
Það vantar ekki flottheitin í byggingarnar, enda er miklu skemmtilegra að hafa svona hús í kring um sig en þessa kassa allstaðar.
Lítill maður orðin þreyttur.
Enda örugglega komin tími til að halda heim.
Báðir þreyttir afgarnir eftir sólríkan og viðburðarríkan dag. Og heim í lestinni er nefnilega akkurat tíminn til að lúra.
Subbinn lítill stúfur.
En við tvær höfðum öðrum hnöppum að hneppa
Þannig leið þessi dagur í rólegheitum og yfir 34° hita.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.9.2012 | 15:50
Peningaprinsipp á alþingi.
Tel að aðrir flokkar mættu taka sér þetta til fyrirmyndar. Það munar nú um þessar 12.5 mill. kr. á ári. Þó þetta sé í rauninni prinsippmál.
Þór Saari afþakkar formannsálag
Einnig verða formannsskipti í Hreyfingunni sjálfri en þá mun Þór Saari taka við hlutverki formanns í stað Birgittu Jónsdóttur. Formennska í Hreyfingunni er fyrst og fremst til að uppfylla ákveðin formsatriði en er ekki hefðbundin valdastaða pólitískrar hreyfingar eða flokks. Þór Saari, mun líkt og fyrrverandi formenn Hreyfingarinnar afþakka formannsálag á þingfarakaup sitt en þeir formenn stjórnmálaflokka sem ekki eru ráðherrar þiggja yfirleitt laun frá Alþingi vegna þess starfs auk þingfararkaupsins, segir í tilkynningu þingmannanna.
Umrætt álag, álag vegna starfa í þágu frjálsra félagasamtaka sem engin ástæða er til að greiða fyrir af almannafé, er hálft þingfararkaup, eða kr. 305.097,- á mánuði eins og þingfararkaupið er núna. Í upphafi kjörtímabilsins var hálft þingfarakaup kr. 260.000,- á mánuði. Samtals sparast því á bilinu 12,5 mkr. - 14,6 mkr. á kjörtímabilinu sökum þess að þingmenn Hreyfingarinnar afþakka formannsálagið, segir í tilkynningunni.kkar ættu að taka sér þetta til fyrirmyndar.
![]() |
Þingmenn skipta um stöður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
10.9.2012 | 14:51
Er ekki komin tími á lýðræði?
Veðrið hér er rysjótt í dag, reyndar bjóst ég við meira roki, en fjöllin skýla gróðri, dýrum og fólki.
Nú fer í hönd kosningavetur, þingið verður sett á morgun einmitt á afmælisdaginn minn. Þingmenn óttast eggjakast og mótmæli. Alla vega vona ég að margir mæti og sýni þessu fólki að við munum lengra en nokkrar mínútur aftur í tímann. Við munum ef til vill mörg ár aftur í tíman, margir meira að segja fram undir 2007. Við flest okkar sem ekki erum með flokksgleraugu fyrir augunum, munum líka hvernig ýmsir ráðamenn hafa hagað sér, bæði fyrrverandi ríkisstjórn, "Guð blessi Ísland" og hvernig það fólk svo hagaði sér sem tók við, lofaði öllu fögru en lítið hefur orðið úr efndum. Við skulum ekki láta blekkja okkur með því að hér sé allt bara að rísa og á góðri leið, sem er kosningaáróður einmitt vegna kosningaveturs. Andstæðingarnir hamra svo á öllu því versta og segja allt sé á vonarvöl.
Sannleikurinn er einhversstaðar þarna á milli. En það er ekki þessum núverandi stjórnvöldum að þakka, heldur ef til vill þrátt fyrir þeirra aðgerðarleysi og rugling fram og til baka.
Nú fylkist hver þingmaðurinn fram af öðrum og ætlar sér stóra hluti á alþingi. Fólk sem flestir íslendingar líta til sem miður æskilegs fólks til að vera til fyrirmyndar og sitja og setja öðrum lög og reglur, en hafa á margan hátt þverbrotið þær reglur sjálf. Þetta á líka við um ráðherra bæði núverandi ríkisstjórnar og þeirrar fyrri. Og alla leið aftur til Framsóknar, það sitja bankamálin efst, kögunarmál og Finnur Ingólfsson, svo ekki sé talað um Halldór Ásgrímsson.
All þetta fólk er gróðrarstía spillingar að mínu mati. Og verð að segja að þeir nýliðar sem komu inn síðast hafa ekki megnað að draga úr því drullusvaði, annað hvort sokkið sjálf með þeim sems fyrirvoru, verið þæg og látið hafa sig í allskonar drullumall eins og Núbo málið og Magmamálið.
Eða raddir þeirra hafa einfaldlega koðnað niður. Þó er það nokkuð ljóst af atkvæðagreiðslum á þingi að langflestir þingmenn og ráðherrar, með örfáum undantekningum fylgja foringja sínum í blindni og greiða því atkvæði sem stjórnin vill hverju sinni. Þó samviskan segi þeim að þeirra fyrsta og fremsta skylda sé við almenning í landinu.
En því hafa forkólfar fjórflokksins löngu gleymt. Þeirra mottó er að halda fjórflokknum á floti og sjálfum sér í klíkunni við eða nálægt kjötkötlunum.
En ég skynja að fólkið í landinu er ekki ánægt. Þjóðinni finnst flestum að þau hafi verið svikin, endar ná ekki lengur saman og afborganir eru að verða óyfirstíganlegar, hvað sem "útreikningum" hagfræðinga
líður. Málið er að fæstir þeirra eru hlutlausir ekki frekar en "stjórnmálafræðingar" eða háskólaprófessorar sem eru meira og minna að reyna að hafa áhrif á fólk með allskonar fræðimennsku sem er lítið annað en áróður fyrir sínum málstað. Þetta er mín tilfinning. Enda eru margir af þessum svokölluðu "sérfræðingum" með öllu rúnir trausti og ég einfaldlega tek ekki mark á því sem þeir segja.
Það er það versta við þetta allt saman, þegar hver keppist við að fegra sinn málstað, með því að annað hvort ljúga, eða mistúlka sannleikann þá verður það einhvernveginn svo að almenningur missir sjónar á markmiðunum og verður reitt og vantreystir allri stjórnsýslunni - fjórflokknum.
Fólk vill, sumir allavega, breyta til, veit ekki hvort það dugir fram að kjörborðinu þegar höndinn leitar að sínum uppáhalds bókstaf, af því að þeir hafa alltaf kosið flokkinn sinn, eða þeir vilja ekki þennan eða hinn við völd. Þetta heitir ekki lýðræði heldur leiðitami og undirlægjuháttur.
En fyrir þá sem virkilega vilja leita að fýsilegum kost, þá bendi ég á alla vega fjóra flokka sem eru í framboði.
Þar má fyrst nefna Hægri Græna, sem er frekar íhaldsamur róttækur flokkur með skýr stefnumál, ef fólk vill halda í það sem var. Þetta framboð er með ákveðna stefnuskrá og algjörlega mótfallið aðild að esb Góður möguleiki fyrir hægri menn sem eru á móti esb og óánægð með Sjáflstæðisflokkinn. http://www.afram-island.is/
Svo er það Björt Framtíð, flokkur sem er sá eini ásamt Samfylkingunni sem er ákveðin í að ganga í esb. http://www.bjortframtid.is/alyktun/. Þessi flokkur er upplagður fyrir Samfylkingarfólk sem vill refsa sínum mönnum. Gæti samt gengið til liðs við Samfylkinguna að loknum kosningum.
Samstaða. http://www.xc.is/grundvallarstefnuskra Flokkur Lilju Mósesdóttur og fleiri. Ég tel að það hafi verið lögð mikil vinna í þessa stefnuskrá og þau hafa notið liðsinnis fólks sem þekkir til, flokkurinn ber auðvitað merki áherslna Lilju á þingi, sem oftar en ekki voru skynsamar og vel ígrundaðar.
Að lokum bendi ég á Dögun. http://www.xdogun.is/kjarnastefnur/ Þar sem ég þekki best til þessa framboðs, vegna þess að ég hef fengið að vera með í ákvörðunum og þar að auki eru flestir mínir menn og konur þarna fremst í flokki Frjálslyndi flokkurinn, veit ég að hér hefur verið vandað vel til verka. Og eins og með Samstöðu leitast við að fá ráð og hygmyndir frá sérfræðingum og fólki sem vel þekkir til.
Ég myndi vilja sjá að þessi tvö framboð Samstaða og Dögun leiddu saman hesta sína og skoðuðu hvort ekki væri betra að fara í framboð undir sama merki. það ber ekki mikið í milli þeirra í stefnumörkun. Fólkið sem mest og best hefur unnið að þessum tveimur framboðum hefur verið framarlega í mótmælum, bæði tunnuslætti, borgarafundum, búsáhaldabyltingunni og fleiri uppákomum. Þau hafa því skoðanir sem liggja mjög nálægt hvor annari. Nú þegar Lilja hefur gefið út að hún ætlar ekki að vera í forsvari fyrir Samstöðu, ætti ef til vill að finnast flötur á því að þessi tvö framboð gætu starfað saman, því ég veit að það hefur verið í umræðunni, og að Lilja hafði ekki áhuga á því.
Málið er nefnilega það kæru landsmenn að það erum við sjálf fyrst og fremst sem berum ábyrgð á því að lýðræðið virki. Það er í okkar höndum að hrósa og refsa. Þegar við kjósum alltaf yfir okkur sömu spillinguna, burt séð frá því hvernig þingmenn og ráðherrar hafa unnið, þ.e. í stað þess að huga að heill almennings, hugsar fyrst og fremst um sinn eigin frama og hygla sér og klíkubræðrum. Þá erum við ekki að vinna lýðræðinu framgang.
Flokkur sem svikið hefur flest sín kosningaloforð til að komast í ríkisstjórn á ekki heima í ríkisstjórn.
Flokkur sem hlustar ekki á þjóðina í einu stærsta máli hennar, og hefur klofið bæði þjóð og flokka í herðar niður, og bægslast áfram með hausinn undir sér, jafnvel sett allt sem átti að vera upp á borðum undir það, og skjaldborg sem aldrei varð á ekki heima á alþingi.
Flokkur sem býður fram fremst á sínum listum menn og konur sem hafa sýnt ótrúlegt dómgreindarleysi og óráðsíu sjálfum sér til framdráttar, og bíður þess að gefa höndinni sem gefur þeim, auðlindir þjóðarinnar hefur svo sannarlega ekkert að gera í ríkisstjórn.
Flokkur sem hefur svo án þess að blikna verið með í því að gefa sínum mönnum fjármagnið og fyrirtækin í landinu hlýtur að vera vafasamur til að stjórna landinu. Sporin hræða.
Nei nú þarf að hafa kjark til að breyta, veita þessum nýju framboðum atkvæði sitt, og láta á það reyna hvort ekki breytist eitthvað. Það hefur einfaldlega ekki verið reynt áður að neinu marki.
Er ekki komið nóg af spillingu, klíkuskap og einkavinavæðingu? Er ekki komin tími á að breyta til og gefa þessum framboðum tækifæri til að sýna hvað í þeim býr?
Lillý Rósalind er komin á nýtt heimili, hún fór með stórri flugvél suður í gær. 'Eg sakna hennar, en ég veit að hún fer á gott heimili, þar sem verður hugsað vel um hana.
En hér eru þrír kettlingar eftir, öll voða ljúf og sæt. Doppa bíður eftir að það verði hringt og spurt eftir henni af manneskju sem hafði áhuga á að fá hana. Steggirnir tveir eru svo voða spenntir eftir að komast líka á gott heimili. Það er gott upplag í þessum litlu dýrum, því báðir foreldrarnir eru einstaklega ljúfir og mikil gæludýr, enda hafa þau hjálpast að að ala upp ungviðið sitt.
En eigið góðan dag í þessu leiðinda veðri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 77
- Frá upphafi: 2024187
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar