31.8.2012 | 22:53
Smá hugleiðíng um framtíð okkar.
Ég hef svona verið að hugsa um málin af fullri alvöru. Ég er stundum alveg ofboðslega reið yfir hvernig stjórnvöld höndla málin. Var einmitt oft þannig áður, meðan Sjálfstæðísmenn og Framsókn og síðan Sjálfstæðisflokkur og Samfylking réðu málum. En málið er að meðan þessir flokkar ríktu, þá vissi maður að þeir væru slíkir tækifærissinnar og vissi jafnframt að maður yrði að þreyja Þorran og Góuna. Þess vegna var ég svo vongóð um að minn flokkur myndi hljóta brautargengi í kosningum síðast, en nei það varð ekki þannig við duttum út af þingi. Þó var þessi flokkur með heilsteypta stefnuskrá vel unna af fullt af fólki, fólki sem þekkti til og vissi hvernig best var að haga hlutum. En það sem varð ofaná var að óvinir flokksins klíndu á hann rasisma sem var svo algjörlega langt frá stefnu og virkni flokksins.
Síðan þá eru nokkrir "Álitsgjafar, stjórnmálaspekingar og forystumenn stjórnmálaflokka" að mínu mati algjörlega ómarktækir í þjóðmálaumræðunni. Þar er af mörgum að taka og skal ég nefna nokkra. Fyrst kemur upp í hugann Steingrímur nokkur J. Sigfússon, sem gegn betri vitund samþykkti að Frjálslyndi flokkurinn væri rasistaflokkur, þá Ingibjörg Sólrún, Geir Haarde talaði um að fiska í gruggugu vatni. Þórhallur Baldursson, Kolbrún Bergþórsdóttir, Davíð Þór lögðu svo sitt af mörkum, veit ekki í þágu hverra þau tóku þessa afstöðú sem var alveg út úr kú. En reyndust afdrifarík flokknum.
En að málum dagsins. 'Eg held að forystumenn flokkanna í dag séu ekki beinlínis vont fólk, en þau eru gjörsamlega veruleikafyrrt. Hafa verið alltof lengi að hrærast í pólitík sumir allt upp undir 30 ár eða meira. Og það þarf góð bein til að þola góða daga. Þau einfaldlega eru orðin gjörsamlega farin út um víðan völl, og spillingin orðin þeim svo samofin að þau sjá hana ekki.
Þó forystumenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar séu ungir menn, þá eru þeir samt afsprengi af gömlu spillingar liði, þar sem feður og forfeður hafar gert það gott á kostnað þjóðarinnar
Draumaprinsar gamla spillingarliðsins.
Og svo þegar ný öfl vilja vinna að því að koma á betra siðferði og koma spillingunni frá, fer allt í gang til að varna því. Áróðurinn og viðtekinn venja er ungum framboðum erfið, auk fordómanna sem reyndar fjórflokkurinn kyndir undir af alefli, því vissulega vilja þeir ekki að bátnum sé ruggað, og þeirra forréttindi sé í hættu.
Það sem er mest óþolandi er að fólki í landinu kýs að ala upp í þessum fjórflokki og veita honum endalaust brautargengi þó hann hafi svo sannarlega sýnt að hann axlar enga ábyrgð og stendur enganveginn undir væntingum, því það eina sem þau hugsa um er að halda einhvernvegin völdum, og samtryggingin er algjör. Þetta segi ég vegna þess að það er mín upplifun.
Ég held að ráðamenn séu ekki vont fólk, alls ekki, en þau eru búin að vera alltof lengi við stjórnvölin og eru þess vegna orðín algjörlega veruleikafyrrt um kjör og hugsunargang almennings í landinu. Þau búa í sínum fílabeinsturnum og hugsa um það eitt hvernig þau eigi að leika næsta leik til að halda völdum. Þess vegna er samtrygging þeirra nauðsynleg. Hvernig á það annars að vera með fólk sem er búið að starfa á þessum stað í yfir 30 ár. Ég var garðyrkjustjóri úti á landi í þennan tíma, og veit að það er erfitt að gefa eftir, en ég bar gæfu til þess að hætta að skipta mér af þegar ég ákvað að hætta, en ég þekki verulega til hvað það er erfitt að hætta að ráðskast með menn og hluti eftir svo langan tíma, það þarf þroska og vit til að hætta og sleppa.
Við kjósendur þurfum að taka okkur á og virkilega spá í hvort við viljum þessa spillingu og eiginhagsmunapot áfram eða hvort við eigum að veita öðrum framboðum brautargengi. Mér virðist af nógu að taka það, því í næstu kosningum munu ekki færri en rúmur tugur framboða standa okkur til boða. Og endilega ekki hlusta á þá vitleysu að við séum að henda atkvæðí okkar með því að kjósa það sem hjartað bíður. Það er nú eða aldrei sem okkur tekst að snúa vörn í sókn. Nákvæmlega núna er akurinn plægður og undirbúin undir nýja sáningu og betri uppskeru. Ekki hugsa í gömlum frösun, heldur kynnið ykkur það sem er í framboðí, spáið í loforð og efndir núverandi flokka og hafið kjark til að refsa þeim fyrir svik sem þeir lofuðu ykkur fyrir síðustu kosningar.
Stundum þarf að vera grimmur til að vera góður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
30.8.2012 | 12:18
Vinir og vandamenn í Austurríki.
Ég hef aldrei verið í Austurríki á þessum tíma, hef annað hvort verið seint að hausti okt. nóv, eða snemma árs janúar, febrúar. En hér er dýrðarveður upp á hvern dag.
Austurrísku vinkonurnar hennar Hönnu Sólar.
Jón Elli litli karl, ekki langt þangað til hann fer að labba.
Eða í sandkassanum.
Mömmurnar kynnast svo gegnum börnin.
Hanna Sól dugleg að passa litlabróður.
Ungi litli
Frumskógar Mowgli.
Svo er það Trölli stóri bróðir.
Gólda tík vina okkar var hér í pössun. Myndin blekkir því þau eru afar góðir vinir Trölli og Gólda.
Christína vinkona mín frá Vín kom í heimsókn og hér er verið að undirbúa grillveislu.
Og Dora og annar vinur okkar komu líka.
Veðrið eins og best var á kosið og maturinn æðislegur.
Skemmtileg stund með góðum vinum. Reyndar hafa þau öll komið til Íslands og gistu hjá mér nokkra dag.
Christina og Heidi, Heidi og fjölskylda stefnir á að koma til Íslands eftir tvö ár.
Yndislegt fólk.
´Sæt saman, þar sem Dora er alin upp á Ítalíu, er hún hér að blanda sérstakan ítalskan drykk fyrir mannskapinn.
Samúel maður Heidi með Jón Ella og Goldie sem er hundurinn þeirra.
Garður Önnu ömmunnar sem er kölluð svo amman í kjallaranum. Hún er mikið fyrir blóm og runna, en hún gerir fleira, hún á skika hér neðan við götuna sem hún hugsar vel um. Þar vaxa plómu- og eplatré, svo er hún með allskonar grænmeti sem hún nýtir vel, sultar saftar og býr til allskyns marmelaði. Hún hefur svo sannarlega lifað tímana tvenna, þurfti að þræla við endurreisn Vínar þegar hún var ung, upp á mat og fatnað, einn vinnufatnað á ári. Hér vill enginn tala um þetta nema sú gamla.
Hér er bílhúsið hennar Christíne, hún á samskonar pallbíl og við, og hefur keypt sér þetta fína hús á hann. Kom með hann til íslands í fyrra.
Skemmtileg hönnun.
Hér rétt hjá, svona fimm mínútna akstur er vatn sem hefur verið gert að baðströnd fyrir íbúana. Hér eru margir þegar veðrið er eins heitt og það er núna.
Úbbs Bára mín tekur flugið.
Heidi, Samúel og Mirijan dóttir þeirra komu með okkur í fjörið. Eða við fórum raunar með þeim.
Hanna Sól, þær stelpurnar njóta þess nú að hafa haft sundlaugina á Suðureyri meðan þær voru hjá okkur, langt á undan jafnöldrum sínum að synda. Ekki sakar að Hanna Sól fór á sundnámskeið á Ísafirði.
Feðginin á sundi.
Hér stekkur Hanna Sól.
Þægilegt að vera þegar hitinn er um 37° og notalegt að setjast eftir á í skugga trjánna.
Flottur staður og ekkert borgað inn.
Systkinin.
Nafna mín.
Og við nöfnur.
Afi fúlskeggjaður.
Þeir eru góðir saman afgarnir.
Svo þurfti að skipta um vatn í lauginni. Í þessum hita er gróðurinn fljótur á sér.
Amman kemur oft upp og færir okkur eitthvað góðgæti. Þegar ég er ein heima ræðumst við saman hún á þýsku og ég á íslensku hahaha...
Er hún ekki amma fín?
Maður getur nú verið gella þó nálgist sjötugt
Þrjár fallegar merar sem þau eiga Bjarki og Bára, þær eru allar fylfullar þessa og það þarf að smyrja þær og gefa daglega, smurningin er vegna fluguásókna.
Hér vaxa brómberin villt og alveg fullþroska.
Við nöfnurnar týndum upp í okkur alveg heilmikið.
Og eikurnar svigna undan eplunum.... eða þannig, er ekki sagt að sjaldan falli eplið langt frá eikinni hahahaha.
Og auðvitað þarf að týna líka af þeim, aðallega til að gefa hestunum, en líka borða sjálf.
Vinkona mín frá því í fyrrahaust, Birta, ég var að lónsera þeim öllum í fyrra.
Sætar saman.
Bára mín er dugleg við að sinna öllu þessu, hrossum, heimili, börnum og öllu því sem þarf að gera, því húsbóndinn má hafa sig allan við að vinna fyrir þessu öllu með járningum.
Ég tel það góðan árangur að eiga börnin mín og barnabörnin fyrir bestu vini. Það er fjársjóður sem engir peningar geta keypt.
Trölli elskar mig líka, en ef til vegna þess að í hvert skipti sem ég kem í heimsókn fær hann gómsætt bein að naga
Algjör krútt.
Sólblóm og flestir ávextir og grænmeti eru alveg tilbúin til týnslu.
Og það er notalegt að sitja í fanginu á afa sínum.
Jæja þetta er maraþon sýning, en það er bara svo margt fallegt og skemmtilegt að gerast og mig langar að deila því með ykkur vinir mínir. Eigið góðan dag, ég er á leið út í sólina sennilega að ráða krissgátur, við erum hér einar heima Hanna Sól, Ásthildur og ég, afi og Bára fóru til Sopron og höfðu Jón Ella með sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.8.2012 | 20:47
Fleiri myndir úr ferð.
Ég veit að ég er ekki mjög duglega við að blogga þessa dagana. En hér eru samt nokkrar myndir frá mér.
Kristján sætastur fékk að gista hjá ömmu nokkra daga.
Og auðvitað þurftu vinirnir að koma í heimsókn.
Sú gamla í sólinni.
Og sú stutta líka.
Enda er veðrið búið að vera frábært í sumar.
Og beðin mín fín.
Mæðgurnar saman. Vona að þú hafir samband sem vildir fá doppu.
Fórum í mat til fjölskyldunnar okkar frá El Salvador, sem eru komin aftur, því hér er auðvitað best að vera.
Stelpur að hlaupa.
Næstu myndir eru af strákum að skemmta sér og fíflast.Boys will always be boys.
Og þau létu sitt ekki eftir liggja Blesi og Lotta.
Jæja drengir þið hélduð að þið kæmust upp með þetta og amma myndi ekki fatta neitt, en tókuð samt allar þessar myndir
Og þá styttist í heimför hjá pæjunum.
Ásthildur marg bað um að fá að hafa kettlingana með sér heim. Hef ekki þorað að segja henni að þeir eru sennilega allir gengnir út.
Þá var að leggja af stað heimleiðis.
Og veðrið var eins og í allt sumar frábært.
Mystikin ein við Snæfellsnes.
Ömmu langaði í kjúkling svo við komum við á kjúklingastað.
Í Mosó auðvitað.
Og allir ánægðir með það.
Hittum afa og ömmu á Hellu við Kringluna.
Sem var auðvitað frábært.
Því það var komið að því að kveðja.
Það er nefnilega afskaplega erfitt fyrir afa og ömmur að vita að barnabörnunum sínum í öðrum löndum, þar sem langt er á milli heimsókna.
Þess vegna er um að gera að njóta þess sem best og mest þegar tækifærin gefast.
Og hér skemmta stelpurnar sér vel.
Það var beint flug til Vínar, en ekki farið fyrr en eftir miðnætti, fengum við að dvelja hjá Þóru frænku það sem eftir lifði dagsins við gott atlæti. Þær féllu algjörlega fyrir henni og hún fyrir þeim
Og þá var komið að því að fara í stóru flugvélina.
Á flugvellinum var hægt að dunda sér við ýmislegt meðan beðið var eftir brottför.
Og loksins var komið að boarding.
Langur dagur fyrir litlar stúlkur, enda sofnuðu þær strax þegar komið var í loftið.
Ó ég missti af þessu sagði Hanna Sól, þegar hún sá myndina.
Og þá er það Vín.
Mamma og Jón Elli heilsa.
Og allir frekar svangir.
Afi og litli stubburinn.
Hann er svo flottur eins og öll hin
Flugstöðin í Vín.
Og stelpur komnar heim. En meira seinna. Eigið góðan dag elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
26.8.2012 | 23:34
Málamiðlanir hvað?
Teljast það málamiðlanir að svíkja öll sín kosningaloforð? Sérstaklega ef það er rétt sem Atli Gíslason sagði að þegar í kosningabaráttunni hefðu VG og Sf gert með sér samning um stjórnarsamstarf og að umsókn inn í ESB væri hluti af því.
Það er alveg sama hvernig Vinstri grænir reyna að koma þessu burt þá stendur eftir að þeir sviku sína kjósendur í öllum þeim málum sem þeir lofuðu. Vonandi gleyma kjósendur þeirra því ekki og fara annað.
Mig langar mikið til að okkur auðnist að stofna grasrótarflokk sem hefur það á dagskránni að vinna að því að koma þessum fjórflokki frá. Vinna að þjóðþrifamálum almennings. Taka á sérhagsmunagæslu fjórflokksins og samtökum þeirra um að halda völdum hvað sem það kostar. Byrja á því að skera niður þann kostnað sem er af sérréttindum elítunnar að þetta lið geti ekki verið á fullum launum, eftirlaunum og allskonar bitlingum eftir að þau eru hætt á alþingi, það á að jafna út eftirlaunin, þannig að allir hafi sama rétt. Það þarf að stofna sannleiksnefnd og yfirfara gjörðir stjórmálamanna síðastliðin 20 ár eða svo og leggja gerðir þeirra fyrir landsdóm. Það þarf að yfirfara öll ráð og nefndir ríkisins og skera niður þar sem óþarfi er. Það þarf að gera svo margt til að svipta þetta lið kóngablæti sínu. Við höfum einfaldlega ekki fjárráð þessi 350 þúsund manns til að halda þessu liði á ofurlaunum jafnvel löngu eftir að þau eru sest í helgan stein. Þetta lið hefur sóað, sólundað og eytt fjármunum almennings í allskonar sukk og svínarí sem þarf að fara í gegnum og láta þau standa sjálf við þær skuldbindingar með því að svipta þau áunnum launum langt umfram það sem þau hafa lagt inn.
Hér þarf róttækni og áræði til að gera alvöru úr því að knésetja þessar afætur og láta verkin tala. Þora að segja sannleikan og þora að breyta til hins betra fyrir almenning í landinu.
Við erum flest komin með upp í kok af þessari valdafíkn og brjálæði, gæluverkefnum til handa vinum og vandamönnum og í kosningasmölun.
Það er eiginlega hingað og ekki lengra að mínu mati. Komið nóg og það er okkar þjóðarinnar allrar að stöðva þessi ósköp og segja stopp. Auðvitað getum við það með samtakamætti og því að kjósa ekki bara af gömlum vana það sem við höfum alltaf kosið. Kjósa af því að við höldum að "okkar menn" séu betri en hinir, þó þeir hafi sýnt eitthvað allt annað. Að þora að refsa stjórnmálamönnum hlýtur að vera það sem þarf til að skapa meiri staðfestu og betri stjórnmálamenn. Það alversta sem við gerum er að alþingismenn og ráðherrar séu áskrifendur að atkvæðum sínum. Við getum bara litið í eigin barm og séð hverslags ráðslag það er. Það er skiljanlegt að í þannig samfélagi láti menn vaða á súðum og séu kærulausir um verkslag sitt, því þeir vita sem er að þeir eru samt sem áður kosnir endalaust út í eitt. Við þurfum að vakna til vitundar um að allt þetta ráðslag er í raun okkur kjósendum að kenna, við höfum skapað þessi skrímsli og það eina afl sem getur eytt því er samtakamáttur atkvæðanna um að kenna þeim lexíu sem þeir gleyma ekki.
Til þess þarf að stofna flokk fólksins, grasrótarinnar, og það þarf að vera heildstæð fylking með alveg gjörsamlega skiljanleg sjónarmið og ætlanir, það má ekkert hálfkák vera eins og um aðild að ESB eða eitthvað annað. Það gengur bara ekki að allt sé hangandi í lausu lofti svo allir geti fundið sig í þessu lausa lofti. Hér þarf einmitt skýr skilaboð um hvað við viljum, hrein og skýr skilaboð sem allir skilja. Þannig að þeir sem ekki vilja gegna því haldi sig fjær en hinir standi með.
Hér dugar ekkert andskotan hálfkák, eða að geðjast öllum sjónarmiðum, algjörlega eins og ég er búin að fá upp í kok af slíku og raunar flestir sem ég umgengst. Þetta hálfkák til að halda öllum innanborðs er búið að ganga sér til húðar.
Það sem ég og mínir líkar vilja eru skýr og skiljanleg skilaboð um það sem við viljum standa fyrir og ekkert múður eða mas.
![]() |
Samstarf kallar á málamiðlanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
26.8.2012 | 11:50
Nokkrar kúlumyndir.
Sumarið er búið að vera bæði annasamt og ljúft. Veðrið með afbrigðum gott og sólríkt. Mörg af barnabörnunum mínum hafa komið í heimsókn og það er alltaf svo yndælt.
Það er rosalega þörf á að vökva tjörnina.
Vinkonur Hönnu Sólar létu sjá sig, það var fagnaðarfundur með Snæfríði og Hönnu Sól.
Þeim fannst gaman að koma í kúluna, margt þar sem heillar.
Við fórum svo með Atla frænda að borða í Tjöruhúsinu, það bregst aldrei gæðin þar.
Hanna Sól og Ásthildur Cesil við geimveruna hans Júlla míns.
Og nornin fellur vel inn í landslagið
Tveir fiskar á grein.
Fiskarnir hans Júlla míns bera merki hans á þessum frábæra stað.
Ég held að þetta sé elsta húsaþyrping á landinu, og það er búið í tveimur þeirra.
Himnagalleríið opið.
Og allstaðar á Atli vini hehehe..
Engin smápæja sko!!!
Höfðinginn sjálfur mætir á staðinn.
Skottan mín
Hér er alltaf mikið að gera, enda maturinn frábær og einstakur.
Stóra skotta mín
Þau Maggi Hauks og Ranka hafa svo sannarlega sett Ísafjörð á kortið. Ég hef talað við fólk frá Sviss sem kom beinlínis til að upplifa að borða á þessum frábæra matstað og voru afar hrifin.
Þau hjón eru ekki bara frábærir kokkar heldur eru þau svo yndæl og þjónustan er frábær í Tjöruhúsinu.
Virkilega gaman að bjóða útlendum gestum í mat þarna.
ALveg einstök stemning.
Svo var alveg upplagt að fara með Atla frænda og kaupa ís.
Pæjan mín.
Og strákarnir fengu að lana. Það var skemmt sér vel held ég bara og allt fór vel fram. Það er miklu betra að vita af þeim í heimahúsi en að þvælast niður í bæ yfir helgar. Þó ég viti að þessir drengir eru allir mjög flottir og skemmtilegir.
Svo eru það kisurnar mínar. Nú þurfa þeir að fara að eignast heimili.
Ég er að vísu ekki heima eins og er, en það er allt í lagi að hugsa.
Þeir eru hver öðrum skemmtilegri og uppáfinningarsamari.
Hér er Lillý Rósalind að klifra út úr kassanum.
Úbbs já það er alveg að hafast.
Deppla og Gleði.
Snúður og Lillý Rósalind.
Og hjá mömmu sinni.
Þeir eru örugglega að spá í hvað er þarna úti. En eru þeir ekki mikil krútt?
Þessi ungi maður kom í heimsókn til að spjalla um álfa. Hann er frá Ungverjalandi en hefur verið að vinna hjá Halla bæjó í sumar við ferðafyrirtæki hans í Ögri. Skemmtilegur strákur og ætlar að skrifa bók. Ég verð sennilega í henni
En ég hef það gott í Austurríki, hér hefur verið afskaplega heitt allt upp undir 40° Núna er rigning langþráð hér skilst mér. Gott fyrir gróðurinn. Hér eiga flestir smáskika sem þeir rækta á, jarðarber, tómata, kálmeti, epli eða plómur eða bara hvað sem er. Þetta fólk hér í þorpinu hefur unnið við þetta um langan aldur, enda eru flestir hér í kring komnir yfir miðjan aldur, en svo er yngar fólki líka hér innan um, því hér tíðskast að börnin flytja ekki að heiman, heldur er byggð hæð ofan á húsið, og eldra fólkið er áfram á neðri hæðinni. Það er ein amma hér niðri, en hún fylgir húsinu. Tengdasonur hennar missti húsið til bankans!!!! já það gerist líka í Austurríki. En málið er að gamla fólkið er verndað þannig að það má ekki setja það út á klakan. Þau fá að dvelja í sinni íbúð svo lengi sem þau geta verið þar af heilsufarsástæðum. Þetta mættu íslendingar huga að.
En það kemur meira af myndum seinna. Eigið góðan sunnudag elskurnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
24.8.2012 | 19:40
Ef þú trúir öllu ruglinu sem þú hrærist í.
Ég held í alvöru að hún trúi þessu sjálf. Sýnir bara hversu úr takti þetta stjórnarlið er. Reynir að peppa hvort annað upp í vonlausri stöðu. Megi þau algjörlega trúa þessu og ganga til kosninga með þá fullvissu að þau hafi gert svo mikið gott og allt sé hér á uppleið. Að vísu er margt á uppleið, en mín skoðun er sú að það sé ÞRÁTT FYRIR ÞESSA RÍKISSTJÓRN en vegna hennar.
Látum oss sjá þegar nær dregur kosningum og þetta vinstra lið þarf að útskýra svik sín við stefnu flokksins, þar er þessi smástelpa algjörlega með í öllu svindlinu og ein af þeim sem hafa svikið kjósendur tína.
![]() |
Mitt svar er NEI |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
15.8.2012 | 10:32
Að styrkja gott málefni.
Ég hef sagt ykkur frá tearschildren, Rosemary og hennar eiginmanni sem eru að safna fyrir leikskóla, skóla og ýmsu fleira í Kenía, hér til dæmis: http://asthildurcesil.blog.is/admin/blog/?entry_id=1247390
Nú gefst almenningi kostur á að leggja sitt af mörkum til að hjálpa þessu yndæla fólki að hjálpa öðrum. Paul Ramses ætlar að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu og það er hægt að styðja við söfnun þeirra með því að senda sms í ákveðin símanúmer.
1912 er hlaupanúmer Pauls, ef einhver vill styrkja um 1000 kr. þá sendið á 9011000, eða 1912 901 2000 með 2000 kr.
Það er líka hægt að skoða þetta á tearschildren.wordpress.som og á hlaupastyrkur.is
Þetta er frábært framtak hjá hjónunum, sem vilja láta gott af sér leiða í heimalandinu, og eru að byggja upp skóla og allt á eigin frumkvæði, allt sem safnast fer beint til verkefnisins og til að hjálpa einstæðum mæðrum í þessu hrjáða landi.
Svo má segja að ég sé orðin dálítið fræg í Þýskalandi, þar sem grein hefur birst í einu virtasta tímariti þar um slóðis, sem sérhæfir sig í ferðamennsku. Síðasta ritið er um Ísland.
Hér er blaðamaðurinn og ljósmyndarinn hennar.
Hér er svo kerlan í öllu sínu veldi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
13.8.2012 | 17:31
Fljótavík - ferðalok.
Hér er þvílík blíða, það rigndi í gær mikið en var komin sól og blíða aftur í dag. Það hentar mér vel því ég er að þvo af kappi eftir ferðalagið okkar. Og þurrkarinn er bilaður svo allt þarf að fara út á snúru. Ekki það að ég þurrka alltaf allt úti þegar það er hægt. Það kemur svo góð lykt í þvottinn.
Villibörn..
Gott að hafa slönguna þarna, en svo er auðvitað hægt að fara í sturtu inni ef manni er kalt.
En fyrst þarf að skola sandinn burtu.
Silungur bæði steiktur og grillaður, börnin sáu um grillið en fullorðna fólkið amma um steikinguna inni.
Annað sem börnin elskuðu var hvönnin, hún var bæði skjól, bardagatæki og felustaður. Hér er ein flugvél á einum af þremur flugvöllum í Fljótavík.
Og hvönnin er risavaxin eins og sjá má.
Sullum bull....
Þó maður sé bara fjögurra ára má maður sulla alveg sjálfur.
Svo má veiða seiði en það þarf að skila þeim aftur. Því við viljum hafa silung áfram. Hér er komið eitthvert óargadýr sem leggst á seiðin flundra, einskonar koli, sem er nýr hér á svæðinu og ekki vinsæll.
Svo er tuskast eins og gengur en allt í góðu.
Þarna sést í sumarbústaðinn hennar Boggu Fljótavíkurmóru, hún er hér allt sumarið og passar upp á að allt sé samkvæmt reglum. Ómissandi þessi elska.
Á góðri stund.
Systkinin í eltingarleik.
Gaman gaman...
Já það má nota hvönnina í ýmislegt.
Strandaflug stendur fyrir flutningum til Fljótavíkur og fleiri staða, hér fara Sigga mín og börnin, þau eru á leið til Danmerkur svo þau þurftu að fara aðeins fyrr.
Og dótið flutt á bílnum. Hvalurinn sem við sáum í fyrra er komin langt upp í vatn.
Hér er ég að borða grafsilung
Verið að fara í göngutúr, það er hægt að ganga hér um á alla vegu og afar fallegar gönguleiðir hvert sem farið er. Eins gott að vera vel skóaður, því mýrlendi er hér mikið.
Þessi börn eiga eftir að koma hér oft og mörgum sinnum og þess vegna er mikilvægt að þau læri að umgangast náttúruna og Fljótavíkina af virðingu og trausti.
Yngsti stubburinn undir sér afar vel hér hjá timbrinu, það var spennandi.
Ásthildi fannst það líka gaman.
Einn af fáum stöðum sem þessum skæruliða er treyst fyrir hamri
Og þessum líka...
Það rigndi einn dag, en það var samt svo hlýtt.
Úlfur er rétt eins og pabbi hans algjör barnagæla, og hefur gott lag á börnunum.
Arnar Milos og Davíð Elías eru ekki bara tvítyngdir heldur þrí, því þeir eru íslendingar, króatar og serbar.
Amma það þarf að flétta hárið mitt á kvöldin svo ég sé ekki alveg eins og villisvín á morgnana segir þessi unga dama og veit alveg hvað hún vill.
Þvílík kyrrð og þvílíkur friður. Hér er faðir minn alinn upp, hér var hann til 17 ára aldurs. Við erum öll mótuð af þessu landi frá föður okkar rétt eins og hin frændkyn okkar eru mótuð í sama stein. Við erum hreykin af uppruna okkar.
Börnin virðast ekki hafa erft áhugan, en aftur barnabörnin munu bera hefðina áfram.
Læri á grilli og eitt í holu, frábært og ómissandi.
Þarna var notalegt að sitja.
Og lífið gekk sinn yndæla vana gang.
Og það var spjallað um ýmislegt, veiði, flugur, gönguferðir og hvaðeina.
Meðan sólin gekk sinn gang.
Meðan hún gekk til viðar á friðsælum stað, sem getur samt verið svo harðneskjulegur á stundum að menn undrast í dag hvernig fólk gat lifað og starfað hér á þessum útkjálka. En ætli þeim hafi liðið nokkuð betur í meira þéttbýli?
Já kyrrð og friður er það fyrsta sem kemur upp í hugann.
Börnin finna þetta líka og elska þennan stað.
Þau munu landið erfa að því er sagt er. Og þess vegna þarf að kenna þeim að umgangast svona stað með tilskiliinni virðingu. Og gæta þess að enginn óprúttinn ættingi selji einhverjum fjárfestum sinn hlut, því við viljum ekki fá neina græðgi hingað.
Hingað eru samt allir velkomnir til að njóta með okkur bara á þann hátt að njóta þess sem þessi paradís hefur upp á að bjóða.
Á svona tímum er það eina sem heyrist er þungt brim niður við ósinn, sem alltaf er og gaggið í tófunni, smá tíst í fugli annars algjör ró.
Ég er afar stolt af því að vera í þeirri aðstöðu að geta boðið börnunum mínum og barnabörnum upp á svona líf. Svo þau kynnist því hvað raunveruleg hamingja er, hún er ekki fólgin í peningum, völdum eða upphefð, hún er nákvæmlega fólgin í því að finna sjálfan sig á svona stað, og læra að meta náttúruna í sinni fegurstu mynd.
Að læra að kynda upp í kamínunni, læra að ganga vel um og passa fötin sín. Finna sig í óbyggðum.
Læra að elska þennan stað.
Marijana hnýtti henni þennan krans. Og hún fann orma í fíflunum og ákvað að safna slíkum til að fara með heim og selja í gæludýrabúðina í Austurríki.
Og auðvitað hjálpast allir að.
Hér er verið að skoða flugnabókina af mikilli athygli með Atla frænda.
Alltaf nóg að borða í svona ferðalögum, því börn eru sísvöng í útilegu.
Svo er gaman að lesa líka.
Á svona stöðum eru draugasögur nauðsynlegar, og sérstaklega vinsæl er sagan hans Atla um pitty pittý puff puff.... en amma sagði eitt barnið taktu mynd af geimverunni.
Og Atli er bara einn af öfunum, þannig er það bara.
Óðinn Freyr kom alla leið frá Noregi til að fara til Fljótavíkur.
Sólbrot.
Og enn sitja þeir "gömlu" á rabbi.
Allt hefur sinn tíma.
Þessar elskur vöskuðu upp í flestum tilfellum.
Kerti og spil kerti og spil.
Og svo þau litlu, mega ekki vera með kerti
En stundum er maður rosa þreyttur og gildir þá einu hvar maður sefur
Afarnir þrír...
Það þarf nefnilega að brenna rusli og það er gert síðasta kvöldið og er afar spennandi fyrir börnin.
Þau hreinlega elska þessa bálför í lokin.
En Fljótavíkin er dyntótt, og það kom í ljós að bátur kæmist ekki að næsta dag, því ölduhæð í Djúpinu var um tveir og hálfur meter, svo ekki yrði sjófært, þá var eina leiðin flug ef það væri þá flugfært.
Fallegu börnin mín.....
Öll sem eitt...
Hér er grafíkerenn Haukur að teikna listaverk í gestabókina sem við ætlum öll að skrifa í á morgun til að þakka fyrir okkur.
Í raun leið þessi vika alltof fljótt, en góðar minningar munu geymast meðal okkar allra.
Þá er bara að pakka saman og reyna að gera sem minnst úr öllu, því flugvélin tekur ekki sama magn og bátur.
Og þá var bara að bíða, flugvélin kom ekki fyrr en seinni part dagsins og sumir voru orðnir dálítið óþolinmóðir, en veðrir var dásamlegt svo allt gekk þetta vel.
Við áttum ennþá nægan mat svo enginn þurfti að vera svangur.
Áttum meira að segja efni í pizzur, Úlfur og Júlíana sáu um að gera pizzur á grillinu.
°Sem var vel þegið af öllum.
Eins og ég sagði börn eru botnlaus í útilegum.
Úlfur ætlar að verða kokkur, hann eldaði þessa fínu fiskisúpu hér einn daginn. Og Hrönn mín ég er ekki búin að gleyma að þú vilt fá uppskriftina hjá honum, ég á einfaldlega eftir að króa hann af úti í horni og fá hann til að gera hana upp
Three grumpy old men hehehe, þeir voru reyndar yndislegir, en gaman að hlusta á þá fóstbræður Atla og Hauk, þegar þeir tóku sig til allt í góðu samt minnti mig á myndina two grumpy old men.
Allt tekur enda, en þegar manni líður vel skilur minningin eftir góðar tilfinningar og hjálpa manni áfram.
Eina af þeim minningum tekur maður með sér frá Fljótavík þetta sumarið.
Hahaha þarna stakk geitungur mig í handlegginn, en ég fann auðvitað sára lítið til. Annars fórum við svo til berja þennan dag og týndum fullt af berjum, sem við átum svo daginn eftir í skyri með rjóma.
Fengum líka gesti eins og gengur.
Og þá var tími til að fara.
Allir í berjamó fyrir brottför. En nú er tími til að hætta þessu, ég veit að þetta eru allof margar myndir, en ég gat ekki stillt mig. Vissi ekki hvar átti að hætta.... eða þannig. En eigið góðan dag elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
12.8.2012 | 17:07
Fljótavík.
Það var algjört logn og blíða þegar við sigldum til Fljótavíkur.
Afi og Davíð Elías um borð.
Siglt fyrir Ritinn.
Arnar Milos alvörugefinn að sjá.
Og Ásthildur var voða stillt í bátnum líka.
Séð inn í Fljótavíkina.
Svo þarf að fara í land á sodiak. Litlir stubbar voru dálítið þreyttir en samt forvitnir.
Hér er öryggið alltaf sett á oddinn og allir í björgunarvestum. Þetta er voða spennandi.
Þetta gekk afar vel.
Við þurfum að ganga dálítinn spöl, en hér er smábíll og kerra sem flytja farangurinn, hér fer Arnar úr stígvélunum, hann hljóp nefnilega á harðaspretti yfir ána og blotnaði.
Hún var svo þreytt að hún fékk að sitja í smástund.
Og loks komin á áfangastað, það þurfti samt að fara fleiri ferðir því við vorum svo mörg.
Og sólin skein þó kvöldið væri nærri.
Gott að fá sér smákvöldverð.
Það var glampandi sól mest allann tímann.
Fánin blakti varla, og kvöldsólin litað allt bleikt.
Séð yfir vatnið.
Og máninn brosti fullur.
Þá var að koma öllu dótinu fyrir, mat og fatnaði og því sem við átti að éta.
Blautbúningar eru nauðsynlegir hér, og auðvitað þarf að skola sandinn af með vatnsslöngu utanhúss.
Já vatnið er ómótstæðilegt mínum börnum.
Stóru krakkarnir voru duglegir við að hjálpa þeim minni.
Það er mikið spilað í Fljótavíkinni á kvöldin.
Svo þurfa veiðimennirnir að brýna kutana. (veiðihnífana)
Hvað ungur nemur gamall temur.
Svo þarf að gera að veiðinni, mæla og skrá allt niður í veiðibækur.
Já Atli mælir. Börnin mín læra af þessum eldri bæði handtökin og hefðirnar og þau munu viðhalda því sem þau hafa lært, og þegar þau koma hingað með sín barnabörn þá vita þau að það þarf að kenna þeim réttu handtökin og hugsunina.
Svo er flakað og gert að. Sumir fiskarnir verða grafnir aðrir steiktir að Fljótavíkursið.
Ég er afar ánægð með að Bjössi er með, því annars kæmi það í minn hlut að flaka
Það þarf ekki bara að læra að beita veiðistöng og hníf, það þarf líka að læra að höggva í eldinn, Úlfur kenndi Daníel þessi handbrögð sem pabbi hans kenndi honum.
Hér má fá smánammi og snakk á kvöldin, af því að hér má næstum allt.
Og svo er leikið sér í kvöldhúminu.
Hahaha skemmtilegt.
Sæt saman
Þessi stubbur festist yfirleitt ekki á mynd.
En þetta er bara rosastuð.
Og hér er verið að hnýta flugur. Atli frændi gaf Úlfi og afa hans fluguhnýtingasett með öllum græjum, og þeir bjuggu til flugur og veiddu heilmikið á þær.
Stóru börnin pössuðu gjarnan þau minni, svona til að foreldrar afar og ömmur fengju smá frið líka.
Það er verið að undirbúa veiðiferð.
Óðinn Freyr að koma frá vatninu.
Sumar veiðistangir þurfti að yfirfara, þá var gott að hafa snillinga og gamla skáta til að aðstoða, því skáti er alltaf viðbúinn.
Það er að mörgu að hyggja í svona útilegu.
Og eins gott að fara varlega því stundum setur maður öngulinn í eitthvað annað en fisk og þá þarf aftur að fá smáhjálp.
En þá eru þessir tveir að verða klárir í Reiðánna.
Aðrir vilja bara hafa það notalegt heima.
Hér er verið að tálga. Allir strákar í Noregi fá hníf og læra að tálga. Þeir eru allir verðandi veiðimenn.
En við kveðjum að sinni, með framhald í huga. Eigið góðan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
11.8.2012 | 11:37
Krakkar í kúlu.
Þá erum við komin úr Fljótavíkinni okkar mögnuðu. Fengum yndislega daga gott veður og skemmtilega samveru.
Nöfnu minni fellur sjaldan verk úr hendi, og ef ekki þarf að vökva blómin vökvar hún bara tjörnina og fiskana.
Hanna Sól á þegar nokkrar vinkonur sem koma til hennar í heimsókn til að skoða allt sem hér er að skoða.
Snæfríður er samt besta vinkonan, enda voru þær afar samrýmdar þegar Hanna Sól átti heima hér.
Hún er sjaldan svona á svipinn litla Ásthildur Cesil.
Systir mín, bróðir, mágkona og Atli frændi. Við erum að fara að undirbúa ferðina en það er svo notalegt að sitja og spjalla í góðu veðri.
FLottar stelpur.
Og gaman saman.
Afinn og prinsessan fara út með ruslið.
Hann er örugglega að sýna henni hvar tröllin búa svo hún geti varað sig.
Og hér er hún björt og brosandi.
Hluti af gamninu í kúlu er kista full af allskonar fötum, sem litlar pæjur og meira að segja stórar líka og strákar vilja gjarnan klæðast.
Við vorum boðin í mat til Dadda bróður og Guðbjargar. Þau eru sannkallaðir matgæðingar.
Takk fyrir okkur
Og ferðalangarnir koma hver af öðrum til að fara í Fljótavíkina hér er Bjössi sonur með Arnar Milos og Davíð Elías.
Hér er líka Sigurjón Dagur.
Hann elskar líka tjörnina.
Já það fjölgar í kúlunni. Og undirbúningur undir Fljótavíkina á fullu.
Tengdadæturnar Marijana og Sigga.
Loks er allt tilbúið og lagt af stað á Loga bátnum hennar systur minnar og hennar ektamaka Sævars. Þarna er fólk að veiða makríl.
En ekki meira í bili. Held áfram í næstu færslu. Í gær var hér 24°hiti og sól, það var samt mikill vindur, en steikjandi hiti.
En nóg í bili, eigið góðan dag elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 77
- Frá upphafi: 2024187
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar