11.5.2007 | 12:47
Búa tvær þjóðir í þessu landi ?
Alþýðukonan vinkona mín kom í dag með pistil sem hún bað mig að birta fyrir sig.
Hér kemur hann:
Ég landsbyggðarmanneskjan velti því stundum fyrir mér hvort höfuðborgarbúar geri sér grein fyrir því, að við landsbyggðarfólk búum viði annan veruleika heldur en það. Ég held ekki !
Við erum hins vegar neydd til þess daglega að horfa upp á þennan blákalda veruleika, þegar við göngum í gegnum þorpin okkar, og lítum yfirgefin hús, auðar götur, lokaðar búðir og tóm fiskvinnsluhús.
Fólk hefur misst vinnuna, tapað aleigunni og glatað voninni.
Ef þetta hefði gerst á einum degi, hefðu allir áttað sig strax. En þannig var það ekki. Þetta læddist aftan að okkur, eins og öll lymska gerir.
Ég spyr - Hver tók sér það vald á hendur að koma okkur í þessa stöðu ? Ég trúi því ekki að þjóðin sé samþykk svona valdníðslu. Hafið það í huga, það erum við í dag en röðin gæti komið að ykkur á morgun.
Við erum fiskveiðiþjóð, því megum við aldrei gleyma.
Nýtum auðlind okkar af skynsemi, en ekki af græðgi.
Núna á laugardaginn 12. maí er hugsanlega okkar síðasta tækifæri til þess að snúa þessari óheilla þróunn við. Látum það ekki úr greipum okkar ganga. Söfnum liði og kjósum rétt.
Að lokum langar mig að vapra framm einni spurningu: Er það ekki hættulegt lýðræðinu, þegar tveir of líkir flokkar fara með völdin. erum við þá ekki farin að hallast að einræði oog hagsmunagæslan stefnir öll í eina átt.
Í lýðræðiþjóðfélagi er það skylda okkar að hafa skoðanir, o gbera saman bækur okkar. Annars höfum við ekkert með þetta lýðræði að gera.
Fisk á diskinn minn í dag á Silfurtorgi kl. þrjú. Sjáumst !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.5.2007 | 11:00
Fiskur í soðið frá Frjálslyndum i dag.
Þá er komið að því. Við ætlum að halda uppteknum hætti og gefa fólki í soðið á Silfurtorgi í dag milli klukkan þrjú og sex, eða á fínu máli 15.00 til 17.00.
Set hér með nokkrar myndir sem teknar voru fyrir nokkrum árum við sama tilfelli.
Fólk safnast saman til að fá sér í soðið.
Hér er gamla kempan Addi Kitta Gau að gefa einni dömu í soðið.
Hann tekur sig vel út í flökuninni.
Hér erum við bæði að flaka. Sýnist þetta vera steinbítur.
Jamm maður kann nú handtökin. Þegar ég var 17 ára þurfti ég að fara í stóra tannaðgerð í Reykjavík, ég réði mig í frystihúsið á Kirkjusandi meðan ég var hjá honum. Og ég fékk karlmannskaup, (þá var það þannig) af því að ég kunni að flaka og ég var að Vestan, þannig var nú standardinn. Ég verð að viðurkenna að hinar konurnar voru ekki par ánægðar með þetta fyrirkomulag. Og að stelputryppi nýkomið í bæinn skyldi fá meira kaup en þær sem voru búnar að vinna í mörg ár. Já lífið er stundum skrýtið.
Enn er flakað og gefið í soðið.
Hér eru tveir þekktir hér fyrir vestan, Guðjón Ólafsson kennari leikari og skríbent, og höfðinginn Finnbogi Hermannsson, sem nýlega hefur látið af yfirmennsku á RuvVest. Hann er spekingslegur eins og sjá má. Og þarna sjást líka fiskibollur sem við höfðum útbúið og gáfum líka.
Núna verður vonandi fjör í dag. Og ekkert er hollara en glænýr fiskkur upp úr sjó.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.5.2007 | 00:18
Hingað og ekki lengra.
Ég á ekki til orð, bloggvinur minn Jakob Kristinsson sem er öryrki tjáði sig um Kompásþáttinn á bloggi sínu um daginn. Hann sagði sína sögu af kvótasvindli. Og allt í einu er hann komin milli tannanna á kerfinu. Þeir eru að spá í hvort þeir eigi að kæra hann eða ekki. Ég segi nú bara HINGAÐ OG EKKI LENGRA. Þessir ofstopamenn gerðu útgerðamann að öreiga á Patreksfirði þegar hann ákvað að uppljóstra um brottkast. Hann var dæmdur fyrir brottkast á fimm eða sjö fiskum.
Núna eftir Kompásþáttin, þá fara þessi stjórnvöld með aðför að þeim sem segja frá glæpunum. Og þar ber hæst öryrki sem viðurkennir og segir réttilega frá því ástandi sem ríkir í þessu arfavitlausa kerfi sem hér er.
Hér er hann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.5.2007 | 22:30
Breytir þetta Evrovision.
Já ég yrði ekki hissa. Það hefur stundum komið fram að austru Evrópa væri að taka yfir Evrovision. Það sannaðist heldur betur í kvöld. Ég held að þjóðir vestur Evrópu hafi héðan í frá minni áhuga á að keppa. Við erum bara mannleg og það sem gerðist í kvöld undirstrikar þær raddir sem heyrst hafa alveg frá því að Selma tók þátt síðast að austantjaldsríkin séu hreinlega að taka keppnina yfir. Þessar raddir hafa orðið háværari síðan. Annað hvort dettur þetta upp fyrir, eða keppninni verður skipt í Austur og Vestur. Skrýtið að hugsa til þess með tilliti til kaldastríðsins. En það er næsta ljóst að hér eigast við ólíkir menningarheimar, og Vestur Evrópa sat í mörg á að keppninni ein. Man eftir kjánalegum sovétmönnum að taka þátt með óperusöng og slíku, sem aldrei var eitt né neitt. En núna allt í einu þá erum við sett til hliðar og engir komast að nema austurblokkin, með fullri virðingu.
Ég var svona að vona að við ættum sjens, af því að austurblokkinn hefur fært sig nær vestri hvað varðar tónlistina, þar er minna um þjóðernislega tónlist, meira um evrópskt og amerískt popp. En þeir virðast bara halda með sínum nó matter what.
Svona er þetta bara. Við sitjum eftir, og ekkert við því að gera. Ég var afskaplega ánægð með flutning Eiríks á íslenska laginu. Ég er svo sem ekkert voða svekkt, en ég sé bara að þetta getur ekki gengið. Eitthvað þarf að koma til nýtt, eða hún verður ekki söngvakeppni Evrópu heldur söngvakeppni AustuEvrópu ef fram heldur sem horfir. Þannig er nú það.
![]() |
Ísland komst ekki í úrslit Eurovision |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
10.5.2007 | 13:56
Kaffibandalagið.
Nú er farin af stað hræðsluáróður Sjálfstæðismanna um ömurlega vinstri stjórn. Söngur sem oft hefur hljómað og gefist vel. Hið ömurlega og illræmda Kaffibandalag skrifar Einar Kristinn. Hann mætti líta sér nær og skoða sín eigin verk og áhrif þeirra á æskustað hans. Vonandi verða áhrif hans þar "tímabundinn".
Það kom kunningi minn inn á skrifstofuna í gær. Þetta er gamall eðalsjalli, var þar innstki koppur í búri í mörg mörg ár og öllum hnútum þar vel kunnugur. Hann er fyrir nokkru genginn til liðs við Frjálslyndaflokkinn.
Ég skil ekkert í þessu hræðsluvæli manna um vinstri stjórn ef Kaffibandalagið kemst á koppinn, sagði hann. Við erum engir vinstrimenn.
Og það er einmitt málið. Kaffibandalag sem yrði myndað með Frjálslyndum, Vinstri grænum og Samfylkingu yrði einmitt blönduð stjórn. Þar eru Vinstri græn til vinstri, Samfylkingin í miðju og við til hægri. Þetta er góð blanda að mínu mati. Og í fyrra þegar þessir þrír flokkar ákváðu að slá saman og mynda heild í kosningabaráttunni hér á Ísafirði, þá var þar sleginn tónn sem reyndist vera mjög hreinn og tær. Samstarfið gekk vonum framar. Og þar hefur aldrei borið skugga á. Málefnin voru mjög lík í þessum þemur flokkum, og við stóðum saman sem einn maður í kosningabaráttunni.
Því miður tókst okkur ekki að ná að sigra, það munaði ekki nema um 80 atkvæðum. Sem stjórnarflokkarnir náðu með allskonar óheiðarlegum vinnubrögðum. Loforðum um allt frá byssu, til þess að fá leyfi til að vera í friði með kindurnar sínar. Og hræðsluáróðri um að ef Í-listinn kæmist að yrði Langa Manga eina vínveitingakaffihúsinu í bænum lokað og svoleiðis. Við erum hreinskiptið fólk og dettur ekki í hug að notaðir séu svona rassaleikir. En sumum finnst allt leyfilegt í kosningum.
Ég vona bara að núna gerist það sem átti að gerast þá. Að þessir þrír flokkar nái þeim árangri að geta myndað starfhæfa ríkisstjórn. Ég er alveg viss um að það yrði fyrsti kostur þessara þriggja flokka ef sú yrði niðurstaðan. Samstarfið hér hefur sýnt að við getum starfað saman af heilindum. Og unnið að þeim góðu málum sem er innbyggt í alla þessa flokka.
Ég er líka sannfærð um það að með því að gefa fólki skýrt val á laugardaginn, þá mun fólk velja rétt. Þ.e að gefa þessari þreyttu og óbilgjörnu spilltu ríkisstjórn frí frá völdum. Koma inn nýrri hugsun og nýjum áherslum, nýrri forgangsröðun. Það er komin tími til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
10.5.2007 | 10:54
Vangaveltur kjósanda.
Það kom til mín kona í gær, og bað mig að birta þessar vangaveltur fyrir sig. Enn ein alþýðukonan.
Hér kemur svo greinin hennar.
Af hverju höfum við kosningarrétt ? Kosningaréttur er lýðræði. Þannig getum við valið og hafnað.
Þá er það spurningin um hvað stendur valið ? Og hvað á ég að velja ? Hver á að fá mitt atkvæði ? Sé ég í einhverjum vafa hlýt ég að setjast niður og skoða stöðuna og kanna hvað er í boði. Því á laugardaginn stendur mér til boða að nýta þennan rétt minn.
Best er að skoða stöðuna hér í þessu samfélagi bæði fyrr og nú. Er hún betri eða verri en hún var fyrir t.d. 15 árum síðan?
Það þarf ekki glöggskyggna manneskju til að sjá, að hér hefur heldur betur hallað undan fæti á flestum sviðum.
Hvað er að ? Af hverju er þetta svona ? Er þetta okkur að kenna ? Erum við svona löt?
Það er talað um okkur sem byrði á samfélaginu - við erum orðið Gettó á Íslandi?
Ég vil ekki hafa þetta svona, þetta er niðurlægjandi.
En við höfum haft okkar fulltrúa í ríkisstjórn.
Hvar hafa þeir verið sem áttu að standa vörð um okkar hag ?
Sem voru til þess kjörnir. Hafa þleir brugðist okkur ? eða gleymdu þeir okkur ? (eða ef til vill höfum við gleymt að borga þeim laun, það vinnur enginn kauplaust)
Ég hef tekið ákvörðun þetta gengur ekki svona, ég vil ekki hafa þessa menn á launaskrá lengur, svo í hagræðingarskyni vil ég segja þeim upp.
Ráða aðra dugmeiri!
Á laugardaginn mun ég gangi í það verk og nota til þess atkvæðið mitt.
Aðeins einn dag á fjögurra ára fresti er valdið hjá kjósendum. Nýtum það vel, kjósum rétt. Ekki þá sem misnota vald sitt alla hina dagana!
Bloggar | Breytt 11.5.2007 kl. 15:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.5.2007 | 22:10
Lúðrasveit Tónlistaskóla Ísafjarðar - Yndislegir tónleikar.
Ég var á frábærum tónleikum Lúðrasveitar Tónlistarskólans og Skólahljómsveitinni, sem nefndist Vorþytur. Þarna voru spiluð óhefðbundinn lúðrasveitarlög eins og Proud Mary, King of the road Guantanamera og Alexander ragtimeband.
Krakkarnir spiluðlu Itsy Bitry Teenie Weenie, Twist and Shout og svoleiðis. Þetta var sko alvöru sving og rock og það í kirkjunni. Á eftir var svo boðið upp á snakk osta og gos.
flott eru þau. Elías minn þarna fyrir miðju.
Krakkarsveitinn, var mjög flott líka.
Hér sjást þrír ættliðir öll að spila í lúðrasveitinni.
Hrólfur Vagnsson og Íris Kramer þau mætu tónlistarhjón.
Og svo smá skýjamyndir, svona var veðrið þegar við fórum heim eftir tónleikana.
Yndislegt kvöld og frábærir tónleikar. Takk fyrir mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.5.2007 | 17:22
Stóriðja og stóriðja, loforð og svikin loforð.
Af því að Framtíðar/Íslandshreyfingin er búin að stimpla okkur stóriðjuflokk. Þá er ágætt að bera saman stefnu okkar í Umhverfismálum.
Hér er stefna hreyfingarinnar:
![]() | ||||
| ||||
Nóg komið af álbræðslu
Okkar er svo hér fyrir neðan. Þar er ekki mikill munur á. Nema okkar er víðtækari. Umhverfismál. Óbyggðir. Óbyggðir Íslands þar með talið miðhálendið, eru sameign íslensku þjóðarinnar. Virðing fyrir þeirri eign er grundvöllur umhverfisstefnu Frjálslyndaflokksins. Viðhorf þjóðarinnar til óbyggðanna hafa breyst mjög á liðnum árum. Það sem áður var álitið ónýtanlegt land og óarðbært er nú talið til helstu eigna þjóðarinnar. Framkvæmdir á hálendinu. Framkvæmdum á hálendinu ber að halda í lágmarki, því öll röskun dregur úr gildi þess. Vanhugsaðar framkvæmdir nú geta reynst óbætanlegur skaði síðar. Leggja ber aukna áherslu á virkjun háhitasvæða í framtíðinni. Friðlýsa skal fleiri svæði og stærri á hálendinu. Ástæða er til að móta hugmyndir um friðlýsingu fleiri og stærri náttúruverndar- og útivistarsvæði á hálendinu. Íslendingar gætu eignast stærsta friðlýsta þjóðgarð Evrópu með slíkri friðun. Endurskoða skal áætlanir og hugmyndir um virkjanir fallvatna. Endurskoða þarf hugmyndir um virkjanir fallvatna í samræmi við breytt sjónarmið í umhverfismálum. Ekki er lengur sjálfgefið að raforkuframleiðsla með slíkum virkjunum sé hagkvæmast kosturinn til lengri tíma litið, enda mælir þjóðin hagkvæmni slíkra framkvæmda ekki lengur í krónum einum. Náttúran verður að fá að njóta vafans. Virkjanaleyfi skulu háð umhverfismati. Geri áætlanir um vatnsaflsvirkjanir ráð fyrir að stór landsvæði fari undir uppistsöðulón, fossar hverfi o.s.v.f. skal ekki veita leyfi fyrir framkvæmdum nema að undangengfu lögformlegu umhverfismati Sjónarmið umhverfisnefndar höfð að leiðar ljósi. Sjónarmið umhverfisverndar skulu höfð að leiðarljósi við uppbyggingu atvinnuvega sem tengjast nýtingu óbyggðanna. Ferðaþjónustan er vaxandi atvinnugrein sem sækir sífellt meira í ósnortna náttúru landsins. Vistvæn umhverfisstefna. Móta þarf stefnu um umhverfisvernd í þéttbýli. Taka þarf á sorpmálum, útblæstri og hávaðamengun. Flokkurinn leggur áherslu á að umbuna fólki fyrir það sem það leggur af mörkum og gera því auðvelt fyrir að breyta í samræmi við nýtt hugarfar umhverfisverndar. Hafið. Fátt er íslendingum mikilvægara í umhverfismálum en verndun hafsins Umgengni um hafsvæði hefur breyst til batnaðar á liðnum árum, en brottkast afla í hafið felur í sér umhverfisspjöll og öllum mislíkar slík umgengni við fiskistofna. Einnig er nauðsynlegt að koma í veg fyrir skemmdir á hafsbotni og botngróðri af völdum veiðarfæra og vísast þar til stefnu flokksins í sjávarútvegsmálum, sem felur í sér stuðning við vistvænar veiðar. Þá er nauðsynlegt að fylgst verði grannt með förgun spilliefna í skipum bæði hér við land og á alþjóðavettvangi. Flokkurinn mótmælir kjarnorkuendurvinnslustöðvum vegna mengunaráhrifa þeirra í heimshöfum. Breyting veðurkerfa, hafstrauma og sjávarhita við landið og ísbráðnun á Norðurhvelinu eru allt hættumerki vegna breytinga á verðurkerfum veraldar. Lofthjúpurinn. Ísland verði öðrum þjóðum gott fordæmi. I kjölfar breyttra viðhorfa þjóðarinnar til umhverfisverndar fylgir samstarf hennar við aðrar þjóðir, sem bera hag náttúru jarðar og mannkyns fyrir brjósti. Ísland styðji eindregið aðgerðir ti að draga úr loftlagsbreytingum. Enginn ástæða er til að íslensk stjórnvöld veigri sér við að gangast undir sömu skilyrði og aðrar þjóðir hvað varðar aðgerðir til að draga úr loftlagsbreytingum. Landvernd. Frjálslyndi flokkurinn vill hafa sjálfbæra landnýtingu, landvernd og landgræðslu að leiðarljósi. Sjálfbær landnýting felur það í sér að við nýtum landið þannir að það mæti þörfum okkar, án þess að stefna í voða möguleikum komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum í framtíðinni. Íslendingar eiga enn langt í land hvað varðar sjálfbæra landnýtingu og það er sérlega mikilvæt að tryggja sjálfbæra nýtingu afrétta. Landeyðing er eitt mesta umhverfisvandamál okkar í dag. Mikilsverður árangur hefurnáðst í landgræðslu, en betur má ef duga skal. Leggja ber áherslu á verndun birkiskóga landsins. Taka ber sérstakt tillit til birkiskóga varðandi beitarálag, því 60% birkiskóga í landinu eru beittir, en þeir þekja nú einungis um 1% landsins. Menningarlandslag nær til þeirra svæða sem bera með sérstökum hætti vott um athafnir mannsins á ýmsum tímabilum við mismunandi aðstæður. Menningarlandslag hefur því menningarsögulegt gildi, í því felst sögulegt umhverfi okkar og ber okkur því að gera áætlanir varðandi verndun þess. Ferðaþjónusta. Ferðajónusta er vaxandi atvinnugrein á Íslandi og hefur ferðamönnum fjölgað um tugi þúsunda árlega síðastliðin ár. Ásókn í ósnortna náttúru eykst stöðugt og sífellt fleiri ferðamenn hafa efni á ferðum til framandi staða. Mikilvægt er að varðveita óspillta náttúru lalndsins því náttúran er fjöregg íslenskrar ferðaþjónustu. Frjálslyndi flokkurinn vill efla ferðaþjónustu með verndun og varðveislu menningarminja. Vinna þarf að ferðamannaleiðum, vegagerð, bryggjugerð, stígagerð og fleiru sem lítil fyrirtæki í ferðaþjónustu geeta ekki sinnt. Auk þess þarf að styðja sérstaklega við ferðaþjónustufyrirtæki vegna þess að stuttur ferðamannatími hér á landi skapar erfið rekstrarskilyrði. Mikil nauðsyn er á að dreifa auknum fjölda ferðamanna sem víðast um landið. Gefa þarf ferðamönnum kost á auknum ferðum í náttúruskoðun við strendur Íslands og lífríki sjávarspendýra, sjófugla, fiska og annarra lífvera á grunnsvæðinu. Ø Óbyggðir Íslands eru sameign íslensku þjóðarinnar. Ø Ráðstsöfunarréttur óbyggðanna verði ekki tekinn af þjóðinn. Ø Stærri náttúruverndar og útivistarsvæði. Ø Sjálfbær landnýting. En ég vil segja það hér að mér þykir margt skrýtið í kýhausnum. Í haust var Margréti Sverrisdóttur falið sem framkvæmdastjóra flokksins að fá húsnæði undir kosningavöku flokksins, menn vildu vera stórtækir og biðja um Hótel Borg. Mínir menn vissu svo ekki annað en að þetta stæði. En svo í fyrradag, þegar ganga átti frá lausum endum, kom í ljós að frúin hafði pantað húsnæðið í eigin nafni, og í ár verður það Íslandshreyfingin sem skemmtir sér þar á vöku. Ég segi nú ekki margt. Kemur svo sem ekki á óvart reyndar. En skondið samt. Frjálslyndir fengu þó sem betur fer húsnæði fyrir kosningavöku sína, þó stuttur væri fresturinn, og munu eiga góða góðar stundir í Rúgbrauðsgerðinni. Sem er reyndar ansi huggulegt og flott hús. |
En ég veit bara að ég myndi aldrei gera svona lagað. Það er örugglega mörgum sem finnst þessi vinnubrögð vera allt í lagi. En hefði nú ekki verið hreinlegra Margrét mín að tilkynna fyrrverandi félögum þínum að þú hefðir sjálf tekið húsið á leigu og ætlaðir þeim ekki að fá þar inni?
Ég tel hreinskipti og heiðarleika vera helstu dyggðir hverrar manneskju. Fyrir utan kærleika og væntum þykju. Þessvegna þykir mér leitt að sjá að þú er ennþá full af heift. Eða svo lítur út fyrir. Mér hefur alltaf þótt vænt um þig. En vinnubrögðin líkar mér ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.5.2007 | 12:52
Þá er það komið í ljós.
Að Framtíðarlandið er í pólitíkinni. Ég var að rekast á auglýsingu frá þeim. Þar sem flokkum er skipt í grænt og grátt.
Það sem truflar mig í þessu er að þar er Frjálslyndi flokkurinn skilgreindur með ríkisstjórninni sem grár flokkur. Ómar fullyrti þetta fyrir nokkrum dögum. Það sanna er að Frjálslyndi flokkurinn vill fara sér hægt í virkjunarmálum. Það hefur marg komið fram, þeir hafa sagt að þeir muni ekki setja sig upp á móti virkjum við Húsavík, vegna atvinnuástandsins þar. En eru að öðru leyti alls ekki samþykkir fleiri virkjunum í bili. Þar ganga þeir í takt við Samfylkinguna.
Ég gekk í samtökin og var virkilega ánægð með þau. En þegar Ómar fór í framboð þá runnu á mig tvær grímur. Og ég sendi Framtíðarlandinu póst þar sem ég spurði út í skörun milli Framtíðarlandsins og Íslandshreyfingarinnar. Ég hef ekki fengið neitt svar.
Það sem mér finnst ógeðfellt þarna er að Frjálsyndi flokkurinn er skilgreindur sem stóriðjuflokkur, sú hugsun er kominn frá Ómari Ragnarssyni og Margréti Sverrisdóttur. Og sýnir mér að þau beina kröftum sínum að því að komast að í okkar stað.
Ég set hér inn samskipti mín af Framtíðarlandinu. Mér er eiginlega orðavant. Allt í lagi að vera grasrótarhreyfing, en það er ekki í lagi að taka einhverja út úr og snúa út úr málfluttningi þeirra. Hér er til dæmis kafli okkar um umhverfismál:
Umhverfismál.
Óbyggðir.
Óbyggðir Íslands þar með talið miðhálendið, eru sameign íslensku þjóðarinnar. Virðing fyrir þeirri eign er grundvöllur umhverfisstefnu Frjálslyndaflokksins.
Viðhorf þjóðarinnar til óbyggðanna hafa breyst mjög á liðnum árum. Það sem áður var álitið ónýtanlegt land og óarðbært er nú talið til helstu eigna þjóðarinnar.
Framkvæmdir á hálendinu.
Framkvæmdum á hálendinu ber að halda í lágmarki, því öll röskun dregur úr gildi þess. Vanhugsaðar framkvæmdir nú geta reynst óbætanlegur skaði síðar.
Leggja ber aukna áherslu á virkjun háhitasvæða í framtíðinni.
Friðlýsa skal fleiri svæði og stærri á hálendinu.
Ástæða er til að móta hugmyndir um friðlýsingu fleiri og stærri náttúruverndar- og útivistarsvæði á hálendinu. Íslendingar gætu eignast stærsta friðlýsta þjóðgarð Evrópu með slíkri friðun.
Endurskoða skal áætlanir og hugmyndir um virkjanr fallvatna.
Endurskoða þarf hugmyndir um virkjanir fallvatna í samræmi við breytt sjónarmið í umhverfismálum. Ekki er lengur sjálfgefið að raforkuframleiðsla með slíkum virkjunum sé hagkvæmast kosturinn til lengri tíma litið, enda mælir þjóðin hagkvæmni slíkra framkvæmda ekki lengur í krónum einum. Náttúran verður að fá að njóta vafans.
Virkjanaleyfi skulu háð umhverfismati.
Geri áætlanir um vatnsaflsvirkjanir ráð fyrir að stór landsvæði fari undir uppistsöðulón, fossar hverfi o.s.v.f. skal ekki veita leyfi fyrir framkvæmdum nema að undangengfu lögformlegu umhverfismati
Sjónarmið umhverfisnefndar höfð að leiðar ljósi.
Sjónarmið umhverfisverndar skulu höfð að leiðarljósi við uppbyggingu atvinnuvega sem tengjast nýtingu óbyggðanna. Ferðaþjónustan er vaxandi atvinnugrein sem sækir sífellt meira í ósnortna náttúru landsins.
Vistvæn umhverfisstefna.
Móta þarf stefnu um umhverfisvernd í þéttbýli.
Taka þarf á sorpmálum, útblæstri og hávaðamengun. Flokkurinn leggur áherslu á að umbuna fólki fyrir það sem það leggur af mörkum og gera því auðvelt fyrir að breyta í samræmi við nýtt hugarfar umhverfisverndar.
Hafið.
Fátt er íslendingum mikilvægara í umhverfismálum en verndun hafsins
Umgengni um hafsvæði hefur breyst til batnaðar á liðnum árum, en brottkast afla í hafið felur í sér umhverfisspjöll og öllum mislíkar slík umgengni við fiskistofna. Einnig er nauðsynlegt að koma í veg fyrir skemmdir á hafsbotni og botngróðri af völdum veiðarfæra og vísast þar til stefnu flokksins í sjávarútvegsmálum, sem felur í sér stuðning við vistvænar veiðar. Þá er nauðsynlegt að fylgst verði grannt með förgun spilliefna í skipum bæði hér við land og á alþjóðavettvangi.
Flokkurinn mótmælir kjarnorkuendurvinnslustöðvum vegna mengunaráhrifa þeirra í heimshöfum.
Breyting veðurkerfa, hafstrauma og sjávarhita við landið og ísbráðnun á Norðurhvelinu eru allt hættumerki vegna breytinga á verðurkerfum veraldar.
Lofthjúpurinn.
Ísland verði öðrum þjóðum gott fordæmi.
I kjölfar breyttra viðhorfa þjóðarinnar til umhverfisverndar fylgir samstarf hennar við aðrar þjóðir, sem bera hag náttúru jarðar og mannkyns fyrir brjósti.
Liðin er sú tíð að þjóðin einblíni á stóriðju, hvað sem það kostar. Íslensk stjórnvöld virði alþjóðasamninga um varnir gegn loftmengun. Í umhverfismálum eru Íslendingar huti af heiminum öllum.
Ísland styðji eindregið aðgerðir ti að draga úr loftlagsbreytingum.
Enginn ástæða er til að íslensk stjórnvöld veigri sér við að gangast undir sömu skilyrði og aðrar þjóðir hvað varðar aðgerðir til að draga úr loftlagsbreytingum.
Landvernd.
Frjálslyndi flokkurinn vill hafa sjálfbæra landnýtingu, landvernd og landgræðslu að leiðarljósi.
Sjálfbær landnýting felur það í sér að við nýtum landið þannir að það mæti þörfum okkar, án þess að stefna í voða möguleikum komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum í framtíðinni. Íslendingar eiga enn langt í land hvað varðar sjálfbæra landnýtingu og það er sérlega mikilvæt að tryggja sjálfbæra nýtingu afrétta.
Landeyðing er eitt mesta umhverfisvandamál okkar í dag. Mikilsverður árangur hefurnáðst í landgræðslu, en betur má ef duga skal.
Leggja ber áherslu á verndun birkiskóga landsins. Taka ber sérstakt tillit til birkiskóga varðandi beitarálag, því 60% birkiskóga í landinu eru beittir, en þeir þekja nú einungis um 1% landsins.
Menningarlandslag nær til þeirra svæða sem bera með sérstökum hætti vott um athafnir mannsins á ýmsum tímabilum við mismunandi aðstæður. Menningarlandslag hefur því menningarsögulegt gildi, í því felst sögulegt umhverfi okkar og ber okkur því að gera áætlanir varðandi verndun þess.
Ferðaþjónusta,
Ferðajónusta er vaxandi atvinnugrein á Íslandi og hefur ferðamönnum fjölgað um tugi þúsunda árlega síðastliðin ár. Ásókn í ósnortna náttúru eykst stöðugt og sífellt fleiri ferðamenn hafa efni á ferðum til framandi staða. Mikilvægt er að varðveita óspillta náttúru lalndsins því náttúran er fjöregg íslenskrar ferðaþjónustu.
Frjálslyndi flokkurinn vill efla ferðajónustu með verndun og varðveislu menningarminja. Vinna þarf að ferðamannaleiðum, vegagerð, bryggjugerð, stígagerð og fleiru sem lítil fyrirtæki í ferðaþjónustu geeta ekki sinnt. Auk þess þarf að styðja sérstaklega veið ferðaþljónustufyrirtæki vegna þess að stuttur ferðamannatími hér á landi skapar erfið rekstrarskilyrði. Mikil nauðsyn er á að dreifa auknum fjölda ferðamanna sem víðast um landið.
Gefa þarf ferðamönnum kost á auknum ferðum í náttúruskoun við strendur Íslands oglífríki sjávarspendýra, sjófugla, fiska og annarra lífvera á grunnsvæðinu.
Ø Óbyggðir Íslands eru sameign íslensku þjóðarinnar.
Ø Ráðstsöfunarréttur óbyggðanna verði ekki tekinn af þjóðinn.
Ø Stærri náttúruverndar og útivistarsvæði.
Sjálfbær landnýting
Þið viljið ef til vill svara því, hvort þetta flokkast undir stjóriðjuflokk ?
Ég hef sent Framtíðarlandinu tvo tölvupósta. Hér eru þeir.
Ég kemst því miður ekki. Og ég vil vekja athygli á því að ef Framtíðarlandið ákveður að fara í pólitík og framboð, mun ég verða að segja mig úr því, vegna þess að ég er nú þegar félagi í öðrum stjórnmálaflokki, og samkvæmt reglum þar má ég ekki vera í öðrum flokki. Ég vona því að þið haldið áfram að vera grasrótarhreyfing og vinnið ykkar góða starf þannig. Þá er ég til í að leggja hönd á plóg. Með bestu kveðjum Ásthildur Cesil Þórðardóttir.
-----Original Message-----
From: Framtidarlandid [mailto:fr.land.postlisti@internet.is] On Behalf Of Framtidarlandid
Sent: 5. febrúar 2007 11:31
To: Framtidarlandid
Subject: {Spam?} 4. tbl 2007
Kæru meðlimir á póstlista Framtíðarlandsins.
Út er komið 4. tölublað www.framtidarlandid.is 2007. Smellið hér til að sjá efnisyfirlit tölublaðsins:
http://framtidarlandid.is/t-lubl-/19
Vakin er sérstök athygli á fundarboði miðvikudagskvöldið 7. febrúar, klukkan 20:00 á Hótel Loftleiðum, en þar verður lögð fyrir fundinn tillaga um framboð til Alþingis. Samþykkt tillögunnar krefst aukins meirihluta. Bogomil font leikur jafnframt létta tóna. Lesið meira um málið hér:
http://framtidarlandid.is/dagskra-fundarins-7-feb
Framtíðarlandið vonast til að sjá sem allra flesta félagsmenn á öflugum og fjölmennum fundi.
Með góðum kveðjum,
Framtíðarlandið
Framtíðarlandið - skrifstofaÓðinsgötu 7 | 101 Reykjavíks. 517 4012framtidarlandid@framtidarlandid.iswww.framtidarlandid.is
28. 3. 07
Ágætu félagar í framtíðarlandinu, ég gekk í samtökin vegna þess að ég heillaðist af þeim krafti og góðu málefnum sem þau börðust fyrir. Þegar svo var farið að tala um framboð leist mér ekki alveg á blikuna, vegna þess að þó ég sé alveg á því að vernda náttúru landsins og mér hafi algjörlega ofboðið framganga stjórnvalda í Kárahnjúkavirkunarmálunum og öðrum stórvirkjunum og álversæðis, þá er ég í stjórnmálaflokki sem ég hef valið mér út af öðrum góðum málefnum. Ég sá því fram á að þurfa að segja mig úr samtökunum. Sem betur fer varð ekkert úr því. En síðan hafa verið að heyrast raddir um skörun milli ykkar og Íslandshreyfingarinnar lifandi lands. Meðal annars hef ég séð að félagar í þeirri pólitísku hreyfingu segja að sá flokkur byggi á kenningum Andra Snæs.Þetta hefur sett bakslag í mig. Ég vil spyrja ykkur í einlægni hvernig þessum málum sé háttað.
Hvar skarast Íslandshreyfingin og Framtíðarlandið ?Eru félagar í Framtíðarlandinu að vinna sem félagar í hreyfingunni fyrir Íslandshreyfinguna ?
Er Framtíðarlandið nokkurskonar óformleg bakland Íslandshreyfingarinnar ?
Er það tilviljun að Framtíðarlandið fór af stað með sína undirskriftaherferð um leið og Ómar kynnti sitt framboð ?
Úr þessu þarf ég að fá skorið svo ekki verði um villst. Ég er pólitískur andstæðingur Íslandshreyfingarinnar, og þau hafa opinberlega sagt að þau vilji ekkert með minn flokk hafa, svo þetta þarf þetta að vera á hreinu fyrir mér.Það þarf auðvitað líka að vera alveg á hreinu gagnvart öðrum landsmönnum sem eru í hreyfingunni, en eru í öðrum stjórnmálaflokkum. Til þess að eyða allri svona óvissu verðið þið að gefa út yfirlýsingu um að Framtíðarlandið sé ekki á nokkurn hátt tengt Íslandshreyfingunni. Ef það er ekki gert, mun ég líta svo á að hér sé á ferðinni laumuspil sem ég get ekki sætt mig við. Með bestu kveðjum Ásthildur Cesil Þórðardóttir. Framtíðarlandið - skrifstofa Óðinsgötu 7 | 101 Reykjavík s. 517 4012 framtidarlandid@framtidarlandid.iswww.framtidarlandid.isTek það fram að það kom ekkert svar. En ég tel þessu svarað með auglýsingunni. Þar sannast að samtökin eru pólitískt bakland Íslandhreyfingarinnar. Og skoðast því af minni hálfu sem slík héðan í frá. Því miður, því það var virkilega þörf á grasrótarhreyfingu til varnar náttúrunni. Það fer einfaldlega ekki saman pólitík og grasrótarsamtök.
Þetta kalla ég EKKI að koma hreint fram.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.5.2007 | 12:09
Stubbur leggur land undir fót.
Stubbur leggur land undir fót fyrir örfáum árum. Hann fór í það skiptið til Danmerkur. Hér er hann í baði á leiðinni suður. Þetta er bara svona til skemmtunnar á vordegi, þegar allt er á fullu stressi fyrir kosningar.
Það var auðvitað farið í dýragarðinn.
Þetta er Palli einn í heiminum.
Froskar eru á hverju strái í Danmörku.
Og á skytterí vonast eftir vinning.
Og á leið heim aftur. Eins gott að vera vopnum búinn á þessum síðustu og verstu tímum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.7.): 12
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2023476
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar