Umhverfisstefna Dögunar.

Já er það Katrín. Eina framboðið sem setur umhverfismál á oddinn.  Ég er hér með eitt framboð allavega, og man ekki betur aðrir flokkar hafi sett þessi mál á dagskrá. 

http://xdogun.is/stefnan/umhverfisstefna-dogunar/

Þetta segir bara að það er ekki orð að marka sem frá ykkur kemur.  Eða er það vegna þess að þið hafið svikið öll hin loforðin svo mikið að þið getið ekki notað þau aftur eins og ekki AGS, ekki ESB og svo framvegis. 


mbl.is Engin risaloforð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er bara reið í dag, en líka sár og vonlaus.

Þið ágætu bloggarar sem hér hafið skrifað á móti stjórnarskrárfrumvarpinu hljótið að fagna í dag, þið getið örugglega tekið undir orð þeirra sem hafa niðurlægt Birgittu Jónsdóttur, hlegið að henni og fundist hún hallærisleg, hafi talað illa um Margréti Tryggvadóttur og Þórs Saari, nú hlýtur ykkur að líða afskaplega vel að hafa lagst á sveifina með Samfylkingunni, Bjartri framtíð, Vinstri grænum, Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. 

Þið létuð plata ykkur illilega með því að þessi nýja stjórnarskrá væri aðför að þjóðinni og lýðræðinu.  Þegar ferlið var alla tíð opið og unnið af mörgum aðilum í þjóðfélaginu, margir þeirra algjörlega fráhverfir ESB. Þið létuð hræðsluáróðurinn blinda ykkur og genguð þar með í bandalag við hræðsluöflin sjálf, Sjálfstæðisflokk og Framsókarflokk, sem vinna markvisst fyrir þá aðila í þjóðfélaginu sem vilja engar breytingar, engar tilslakanir til handa almenningi, þeir vilja sjálfir sitja að kjötkötlunum án afskipta þjóðarinnar.  Þið sáuð heldur ekki í gegnum hina svikarana, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn voru ekkert að dulbúast, þeir unnu gegn stjórnarskránni með oddi og egg, hinir sem "þóttust" ætla að vera með en biðu eftir tækifærinu til að stinga atgeirnum í bakið á þjóðinni eru reyndar helmingi verri, þau Árni Páll, Katrín Jakobsdóttir og Guðmundur Steingrímsson.

En sem sagt ég óska ykkur til hamingju með þann sigur sem þið unnuð í gær.  Það er reyndar ekki víst að börnin ykkar og barnabörnin verði stolt af þessum stuðningi ykkar, en það er önnur saga.

Og auðvitað kjósið þið svo Sjálfstæðisflokkinn, það er ekkert annað í stöðunni samkvæmt ykkar skilgreiningu á lýðræði og sjálfstæði þjóðarinnar. 

Það getur vel verið að einhverjir hafi haft drauma um að nota þessa stjórnarskrá sem stökkpall inn í ESB, en það voru miklu fleiri sem voru að hugsa um allt hitt, meiri að komu fólksins að valdinu, meiri ákvörðun um eigin málefni og að koma í veg fyrir þessa endalausu spillingu og eiginhagsmunapot.

Þið ættuð að hlusta á ræðuna hennar Birgittu og spyrja ykkur sjálf hvort hér fer kona sem vill vinna að því að koma okkur inn í ESB.  Og fyrir suma sem hafa hér hneykslast á því að hún sagði frá leyndarhyggju svikara á þingi, þeir ættu aðeins að hugsa sinn gang og hverjum þeir eru að þjóna.  Og ekki síst hvað þeir vilja sjá í framhaldinu.  Það er sorglegt að sjá og vita að fólk getur haft svona mikla rörsýn og hjálpað til að viðhalda spillingunni, rottuskapnum og ömurleikanum sem þessir leikarar leikhússins við Austurvöll hafa sýnt okkur grímulaust núna undanfarið. 

Ég er farin að hallast að því að Þráinn hafi haft rétt fyrir sér, þegar hann sagði að meirihluti þjóðarinnar væru fábjánar.  Meðan hugsunarhátturinn er svona þá breytist ekki neitt því miður. 

Og ég sem hélt að almenningur vildi breyta pólitíkinni, vildi sjá eitthvað nýtt og ferskt, sjá hreinsun og spúlun út af alþingi.  Því miður þá er ekki að sjá svo.   Og það svíður ótrúlega mikið. 

Þið verðið að afsaka þessi hörðu orð, en ég er sár yfir því hve fólk getur stundum hlaupið upp og látið plata sig endalaust upp úr skónum.  Ég sé þetta eins og brúðuleikhús, þar sem hinir raunverulegu stjórnendur peninga- og græðgisöflin sitja baksviðs með alla þræðina í hendi sér og spila fram því sem þeir vilja.  Koma á framfæri því sem þeir vilja, leika á óttann og óöryggið og vita nákvæmlega hvernig þeir eiga að fara að því.  Þeir hafa jú allt fjármagnið, fjölmiðlana og alþingismennina í vasanum.  Alla nema örfáa. 

Ég á reyndar eitt orð yfir þetta sem gerðist í gær og það er HEIMASKÍTSMÁT.

http://www.dv.is/frettir/2013/3/28/thessi-dagur-er-miklu-afdrifarikari-og-orlagarikari-fyrir-thjodina-en-flestir-gera-ser-grein-fyrir/

Blogg Láru Hönnu líka hér. http://vefir.pressan.is/ordid/2013/03/28/svik-vid-nyja-island/


mbl.is Mál sem varða almannahag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær færsla hjá Hrannari Baldurssyni um verðtrygginguna.

Tók þessa færslu hjá Hrannari Baldurssonar. (Don Hrannar De Breiðholt9

Mér finnst hún algjörlega frábær með tilliti til fólks eins og mín sem ef til vill skilur ekki mikið í svona dæmum.

Stríðið um verðtrygginguna

Ég sé tvo hópa á vígvellinum, ennþá rauðum eftir miskunnarlausa slátrun á íslenskum heimilum.

Nokkur skuldug heimili standa þó eftir. Þeim til varnar standa örþreyttar hetjur, vopnaðar bogum, sverðum og skjöldum. Örmagna reyna þeir að mynda skjaldborg, til að vernda þá sem minna mega sín.

Hinumegin á vellinum eru þeir sem eiga peninga og vilja vernda þá. Þeir hafa þegar eytt miklum fjármunum í fallbyssur, dróna og sprengjur sem ættu auðveldlega að sprengja hinu veikburða skjaldborg í loft upp.

Fjármagnið fyrir vopnakaupin eru beintengd í verðtryggingu. Báðir hóparnir fjármagna vopnakaup auðmanna, hinir skuldugu með því að borga skuldir sínar, og hinir sem vald hafa yfir auðnum, með því að krefjast greiðslu á skuldum.

Skuldugu heimilin vilja verðtrygginguna burt, því þau vilja ekki fjármagna árásir á þá fáu sem enn vernda þau. Hinir vilja vernda verðtrygginguna, þar sem hún ekki aðeins fjármagnar vopnakaupin, heldur gefur þeirra hópi kost á að lifa áhyggjulausi lífi.

Hagsmunaöfl takast á. Sagan segir okkur að þeir sem eru betur vopnaðir og grimmari, vinni sigur í styrjöldum, þó eru til undantekningar.

Endar stríðið um verðtrygginguna sem hreinn sigur ofbeldisafla, eða mun réttlætið sigra í þetta skiptið?Það er lítil von í dag fyrir hin varnarlausu heimili, og útlit fyrir að valtað verði algjörlega yfir þau og þar með næstum heila kynslóð Íslendinga.

Er eitthvað sem getur komið í veg fyrir algjöran sigur þeirra sem vilja græða áfram á hinni grimmu verðtryggingu? Munum við þurfa 50 ár eða meira til að hörmungin sem verðtryggingin leiðir af sér verður meðvituð á meðal almennings?

Af hverju er svona erfitt að sýna illskuna í nútímanum, sem augljóslega verður fordæmd sem hin mesta grimmd, sambærileg við þrælahald, þegar framtíðarkynslóðir okkar líta yfir farinn veg?

c_documents_and_settings_erna_hjaltested_my_documents_blog_isl_faninn_713981


Vinir, vinátta, Gúttó og Sokkabandið.

Páskarnir nálgast, og veðrið er yndislegt og spáð góðu yfir páskana hvað er hægt að biðja um meira.

Það er gott að eiga góða félaga.  Fyrir utan æskufélaga mína, þá hef ég átt yndælar stundir með fólki sem ég hef verið samferða, bæði í músikinni og Litla leikklúbbnum, þetta fólk eru vinir mínir þó við tölumst ekki við daglega, þá finnur maður þá vináttu og hlýhug sem við eigum sameiginlega og ef maður þarf aðstoð þá eru allir reiðubúnir til að hlaupa til. 

Enn af þessum hópum eru félagar mínir í Frjálslynda flokknum alveg frá því að við unnum saman að fyrsta framboðinu og gegnum tíðina hef ég eignast fjöldan allan af vinum í frábæru fólki í Frjálslyndaflokknum og þó við hittumst ekki árum saman, þá skiptir það bara ekki máli, við erum alveg jafngóðir vinir eins og við hefðum hist í gær.  Svona vinátta úr ýmsum áttum auðga lífið og einhvernveginn öryggistilfinning að vita að þarna úti allstaðar er fólk sem þykir vænt um mann.  Og það fyrir utan mína elskulegu fjölskyldu.

Einn af þessum hópum eru stelpurnar í Sokkabandinu.  Fyrir tveimur árum ákváðum við að koma fram á Aldrei fór ég suður.  Þetta var stór ákvörðun því við höfðum ekki spilað saman í 30 ár eða meira, og bjuggum sitt á hvorum stað á landinu.  En við ákáðum að hella okkur í þetta.

Það var algjörlega frábært, að hittast æfa upp gömlu lögin okkar og rifja upp skemmtilega minningar.  Því miður gátu ekki allar komið, til dæmis Ingunn Björgvinsdóttir.  En Bára Elíasdóttir ekki dóttir mín kom og hitti okkur á hátíðinni og það var gaman að hitta hana.

390762_317712694924152_718229560_n

Algjört æði. Og gaman að rifja þetta upp á þessum tímapunkti, þegar undirbúningur að Aldrei fór ég Suður stendur sem hæst.

386657_317712421590846_65023620_n

Á laugardeginum hittumst við allar hér heima í kúlunni og höfðum okkur til Sunna frænka mín greiddi okkur og málaði þær sem vildu. Það var gríðarleg stemning og fjör hjá okkur.

384893_317712161590872_984200559_n

Og það besta við þetta allt voru viðtökurnar. Það var alveg meiriháttar elsku ísfirðingar nýjir, gamlir brottfluttir og þeir sem aldrei fóru suður, þetta var sannarlega skemmtilegt. Og nú er fólk að spyrja hvort við ætlum ekki að endurtaka leikinn.

555352_4171992541622_1079544416_n

Hér erum við með gigg í Sjálfstæðishúsinu á Ísafirði fyrir rúmum 30 árum.

32166_4694660597117_1150685352_n

Hér er svo fyrsta hljómsveitinn sem ég tók þátt í, en ég hafði oft fengið að koma fram og syngja með BG.

Þær hljómsveitir sem ég tók þátt í, spiluðu oft í Gúttó, gamla IOGT húsinu, það var því gaman að því þegar Halla formaður LL hringdi í mig og bað mig að rifja upp endurminningar frá skemmtunum í Gúttó.

Ég sagði frá því sem mér var efst í huga eftir öll þessi ár, eitt atriði sem hefur verið í mínu minni frá því að ég fór í fyrsta skipti á Þorrablót með manninum mínum. Við vorum bara kærustupar þá og hann tiltölulega nýkomin inn í fjölskylduna. Pabbi, mamma, Jói föðurbróðir minn og Gréta konan hans sátu með okkur við borðið og þeir bræðurnir sem áttu til að vera mestu stríðnispúkar, höfðu gaman af að ota hákarli að strákanganum, sem var ný fluttur að sunnan og hafði aldrei séð neitt þvílíkt, hann varð líka að vera kurteis við nýja tengdapabban og át því það sem að honum var rétt, og fékk sér svo vænan slurk a brennivíni með, eins og á að gera. Nema hann varð ansi drukkinn elsku karlinn minn, svo ég þurfti að aðstoða hann við að komast heim. Þegar þangað var komið, vildi ég fara að láta vel að honum. Þá reis hann upp og sagði þessa óborganlegu setningu: Við getum ekki gert neitt hér, við erum í fatahenginu í Gúttó.

Ég get alveg lofað ykkur því að þetta var notað. Cool

Ég skemmti mér rosalega vel, hvet fólk til að fara og skemmta sér á góðu kvöldi og rifja upp góðu gömlu dagana í Gúttó, eða upplifa hvernig pabbi og mamma, afi og amma skemmtu sér.  Þarna spilar frábær hljómsveit Gúttóbandið, og þetta er algjört stuð.

guttoaefing

Hér er "Villi rakari" að klippa viðskiptavin og spjalla. En á skemmtuninni koma fram nokkrir þekktir ísfirðingar. Og ýmislegt rifjað upp.

Elsku LL félagar innilega takk fyrir mig. Ég skemmti mér alveg konunglega. Hvað er betra en hlátur stuð og músik.  


Hvergi nærri hættir að tísta.

Lögreglan tvittar og tístir,

tjáir sig, ekki  eru sístir.

Gott er og gaman,

að gleðjast þar saman.

á netinu eins  og þá lystir. 

Tounge


mbl.is Hvergi nærri hættir að tísta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilhjálmur Óli Valsson - mottumars.

Mestu hetjur mannkyns eru þær sem taka með æðruleysi því sem að höndum ber. Sætta sig við það sem koma skal.  Og gefa þar með öðrum gleði og framtíðarsýn. 

Vilhjálmur Óli Valsson er einn af þessum hvunndagshetjum.  Bara að hlusta á hann í viðtali í dag, hvernig hann bar sig og það sem hann hafði fram að færa snart mig inn að hjartarótum. 

Vissulega er engin von úti fyrr en kallið kemur, og alltaf geta gerst kraftaverk.  Þannig er bara lífið. 

En þetta æðruleysi og geðprýði fyllir mann einhvernveginn trú á mannkynið og það góða í okkur öllum.

Um leið og ég óska þér til hamingju með þennan verðskuldaða sigur Vilhjálmur Óli, sem raunar segir allt sem segja þarf um þig og stuðningsnetið þitt, það kemur ekki af sjálfu sér, heldur af því hvernig þú sjálfur hefur komið fram, þá sendi ég þér virðingu mína og góðar óskir um að þú og þín fjölskylda geti notið lífsins eins og hægt er meðan kostur er. 

Ég lýsi þig hér með mína hetju í dag.  Takk fyrir að vera til.

image001


mbl.is „Síðasti séns fyrir mig að taka þátt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hef ákveðið að taka baráttuna með Dögun.

Ég verð að viðurkenna fyrir ykkur lesendur mínir að ég er í framboði fyrir Dögun.  Ég ætlaði mér reyndar ekki að standa í því, var bara alveg til í að ýta vagninum því málefnið er gott, og ég hef fengið að taka þátt í málefnavinnunni og leggja mitt af mörkum.  Þóttist enda vera orðin of gömul til að standa í þessu.  En svo er málið bara að það er svo asskoti erfitt að fá konur til að taka þátt í framboðum.  Þessar elskur, ekki skortið þær vitið né hæfileikana, en þær eru bara einhvernveginn ekki tilbúnar til að stíga fram af ýmsum ástæðum. 

Mér líkar afar vel við mannskapinn sem ég hef starfað með, það ríkir einurð og ákveðni í að gera allt það besta fyrir land og þjóð. Á landsfundi var þeirri leið hafnað að hafa ákveðna talsmenn eða kjósa stjórn.  Við vildum frekar hafa þetta allt lýðræðislegt og vinna það saman.  Það hefur ákveðna ókosti í för með sér, svo sem að ef einhver fréttamaður vill ná tali af forystumönnum Dögunar, þá þarf að skoða hvern á að hringja í.  En svo er það, að með þessu þá eru fleiri ábyrgir og það verða fleiri bök sem bera þá ábyrgð.

Það hefur líka tekið tíma að setja saman málefnin sem við viljum vinna að eða um eitt ár.  En um leið verða málefnin einmitt vandaðri og ábyrgari, þegar allir þurfa að leggjast á eitt, og menn þurfa að tala sig niður á eina niðurstöðu.  

Allt hefur það gengið vel og þó við séum ólíkar manneskjur, þá hefur virðingin fyrir hvert öðru leitt okkur á endanum að þeirri niðurstöðu sem liggur nú fyrir eftir velheppnaðan landsfund. 

Já ég sagðist vera komin í framboð.  Ég hef ákveðið að þiggja fjórða sætið í Norðvesturkjördæmi.  Það var gert að vel athuguðu máli og eftir að ljóst var að enginn önnur kona sóttist eftir því sæti.

Það er nefnilega þannig í okkar ágæta lýðræðisríki, þá er það ekki lýðræðislegra en svo að fólk hugsar sig um tvisvar áður en það tekur sæti á lista, sem er ekki í gömlu flokkunum.  Í sumum tilfellum veit ég að fólki hefur verið hótað að ef það taki slíkt sæti geti það sagt bless við vinnuna sína. 

Þetta er gömul saga og ný.  Þegar við vorum að berjast í Frjálslyndaflokknum urðum við áþreyfanlega vör við þetta, sér í lagi ef það voru sjómenn sem vildu vinna með flokknum.  Einhverra hluta vegna var útgerðargreifum afskaplega illa við þann flokk, Wonder WhyDevil  En það má auðvitað ekki ræða þetta frekar en svo margt annað í okkar "lýðæðislega" þjóðfélagi.

En sem sagt ég ætla ekki að vera leiðinleg, og ákvað að segja ykkur þetta strax, svo þið getið undiðbúið ykkur undir áherslur mínar, þar sem ég geri mér grein fyrir því að með því að vera komin í framboð þá taka menn allt öðruvísi því sem ég segi og geri.

Ég er samt og verð alltaf sú sama sem ég er.  Get bara ekki annað.  Það sem ég er að gera með þessu flandri mínu á gamals aldri er að ég hef fulla trú á landinu mínu og þjóðinni, ég er alveg viss um að við getum unnið okkur út úr þeim vanda sem við erum í, og að við eigum bjarta framtíð fyrir okkur ef við högum okkur skynsamlegar en við höfum gert undanfarið. 

Ég vil fá börnin mín heim, og ég vil fá að sjá það samfélag sem við getum öll verið í með reisn og átt mannsæmandi líf. Það á enginn að þurfa að svelta eða vera borin út af heimili sínu.  Börnin okkar eiga að geta sótt skóla allt frá grunnskóla til æðri menntaskóla án tillits til fjárhags foreldra. 

Og útlendingarnir okkar sem hafa flúið landið vegna aðstæðna vil ég fá heim aftur til að byggja upp velferðarþjóðfélag með okkur sem eftir sátum. 

En nú er ég örugglega farin að hljóma eins og "frambjóðandi"LoL

En eins og Guðjón Arnar segir svo oft: ef þú hefur sannfæringu fyrir því sem þú ert að gera, verður þú aldrei rekin á gat með málefnin.

Það var einhver að hafa áhyggjur af því að Dögun hefði enga framtíðarsýn aðra en stjórnarskrármálið, ég ætla því að setja hér inn áherslur framboðsins í aðgerðum í þágu heimilanna.   

Öflugar aðgerðir í þágu heimila – samþykkt drög 30.10.201

Dögun vill tryggja réttlæti og samfélagslega sátt með öflugum aðgerðum í þágu heimila landsins og stuðla að betra lánakerfi til framtíðar með því að:

  • Afnema verðtryggingu á neytendalánum
  • Leiðrétta húsnæðislán
  • Fjölga valkostum í nýju lánakerfi
  • Setja þak á vexti
  • Afnema stimpil- og uppgreiðslugjöld
  • Tryggja að veð takmarkist við veðandlag
  • Lögfesta lágmarkslaun sem miðast við framfærsluviðmið

Sjá hér nánar: http://xdogun.is/oflugar-adgerdir-i-thagu-heimila/ 

Málefnin voru samþykkt á landsfundi og héðan í frá verður unnið að því að upplýsa fólk um hvað við ætlum að gera og hvernig.

 Ég ætla mér að upplýsa ykkur um þau málefni, svona á milli þess sem ég býð ykkur í ferðalög. 

Fyrst og fremst þurfum við að þora að skoða þau framboð sem bjóða fram í næstu kosningum.  það hefur aldrei verið meira framboð á framboðum en einmitt nú, þó svo ef til vill einhver þeirra ná ekki markmiði sínu, þá held ég að viljinn til að gera vel sé til staðar hjá þeim öllum, bara spurning um hvernig þau hyggjast nálgast markmið sín og hvort þau markmið séu raunhæf. 

Sem sagt hér er ég og get ekki annað.Smile

IMG_7359


Fíflagangurinn leynist nefnilega víða Ólöf Nordal.

Tómur fíflagangur og ég veit ekki hvað Ólöf.  En þú gerir þér sennilega ekki grein fyrir því frekar en aðrir þarna sem vilja ekki og skynja ekki vilja þess meirihluta fólks sem kaus um nýja stjórnarskrá að þeir sjá fíflaganginn á báðum endum.  Við sjáum fíflagang ríkisstjórnarinnar að hafa ekki gengið fram með þetta mál fyrr og af meiri festu, sem mann fer að gruna að sé af því að fólk þar innandyra vill ekki nýja stjórnarskrá, þó þeir "þykist" hafa á því áhuga.  Þess vegna þora þau ekki að láta reyna á atkvæðagreiðslu á þingi, af því að þá þurfa þeir annað hvort að segja já við stjórnarskrárfrumvarpinu eða sýna sitt rétta eðli gagnvart kjósendum sínum svona rétt fyrir kosninga.

Á hinn bóginn er líka aumkvunarvert hvernig þið Sjálfstæðismenn og Framsókn reynið allt sem þið getið til að koma í veg fyrir þessa nýju stjórnarskrá.  Þið gerið ykkur ekki grein fyrir því að gamla lógikin gengur ekki lengur, fólk fylgist meira með myrkarverkum ykkar og yfirgangi gagnvart kjósendum.  Þið eruð því ekki að skora neitt hjá almenningi, en örugglega stórt meðal ykkar dyggustu kjósenda, enda ef til vill ekki vanþörf á því í minnkandi gengi flokksins.  Framsókn þorir ekki að rugga bátnum með allt sitt stækkandi fylgi, sem þeir vonast eftir að halda fram yfir kosningar.  Þó ég efist um það.

Endalaust raus um að það sé ekki hægt að samþykkja nýja stjórnarskrá, sem þjóðin samdi með þeim aðferðum og ferli sem fór í gang, í bullandi ágreiningi er orðin þreytt.  Með ykkar gömlu hunda á þingi verður aldrei hægt að samþykkja stjórnarskrá sem minnkar völd ykkar og frelsi til að svíkja endalaust þjóðina og plotta um valdið í bakherbergjum hvort sem þau eru reykfyllt eða ilmandi.

Ykkar tími er reyndar liðinn og vonandi verður stórsigur nýrra framboða það sem koma skal.  Ef fólk virkilega vill endurnýjun og hreinskiptari stjórnmál, þá ætti enginn að leggja sitt dýrmæta atkvæði á ykkar reikning, þá er ég að tala um fjórflokkinn.

Það er komin tími á breytingar, það er komin tími til að reyna eitthvað nýtt.  Nýtt fólk með ferskar hugmyndir og kjark og þor til að takast á við klíkurnar sem bíða með vasa fulla af peningum til að kaupa ykkur, klíkur eins og L.Í.Ú. er að mínu mati.  Þeir virðast hafa allan fjórflokkinni í vasanum, eða ég get ekki séð annað en að það sé ekki hægt að ræða um sjávarútvegsmál án þess að þeir rjúki upp með andfælum og öskri; hafið ykkur hæg þarna á þingi við borgum vel fyrir þjónustuna! Þetta er allavega mín upplifun af þessum mönnum, rétt eins og aðrar klíkur t.d. bankamafían sem ekki er hægt að taka á með réttum handtökum og fleiri aðilar sem virðast vera skuggastjórnendur í fjórflokknum.  Þannig er það bara. 

Svo ég segi nú bara fyrir mig; venjulegir íslendingar farið að skoða hvað er í boði, lesið það sem nýju framboðin hafa fram að færa og ræðið við forystumenn framboðanna og spyrjið og fáið heiðarleg svör um hvað þeir séu að huga og hver stefna framboðanna er.  Og varist hræsnina og lygina sem leitar oft upp á yfirborðið, lygarnar sem koma svo upp á yfirborðið eftir kosningar, þegar þarf ekki lengur að reiða sig á ykkur næstu fjögur árin. Munið svik VG, látið þau svik ykkur að kenningu verða. 

c_documents_and_settings_erna_hjaltested_my_documents_blog_isl_faninn_713981

dogun

Ég veit að ég má ekki nota þetta lógó, en mér finnst það bara svo fallegt, og oft geri ég bara annað en ég má.  Cool


mbl.is „Tómur fíflagangur á Alþingi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjólkurflutningar og sláturhús. Hvað er hægt að kalla hagræðingu?

Það má spyrja hvað er hagræðing þegar tekið er tillit til búsetu á landinu.  Það er til dæmis algjörlega óásættanlegt að hafa ekki mjólkurbú á Ísafirði.  Þegar tekið er tillit til vegalengda sem þarf að aka mjólkinni, og hvenær ákveður þetta einokunarfyrirtæki að það svari ekki kostnaði að sækja mjólkina alla leið vestur á firði?  Hvar er þá atvinnuöryggi bænda sem langt eiga til næsta mjólkurbús.

Það þarf að fara að hugsa meira um hag allra landsmanna, en einhverjar örfáar krónur í vasa.

Svo er líka með sláturhús, það er enginn hemja að það sé ekkert sláturhús á vesturlandi og vestfjörðum, það þarf að aka sláturdýrum nánast yfir landið þvert og endilangt í sláturhús.  Fara yfir margar sauðfjárveikivarnagirðingar, fyrir utan að það er ekkert nema dýraníð að flytja skepnurnar svona langar leiðir, á tveimur til þremur hæðum og með annað eins í aftanívagni.  Hvar eru dýraverndunarsamtök þá?  Það er ekki verið að spá í hvernig farið er með blessuð dýrin á leið í slátur húsin.

Hér þarf að fara nýjar eða öllu heldur gamlar leiðir og annað hvort sjá til að það sé sláturhús í hverjum fjórðungi, eða leyfa bændum að reka sín eigin sláturhús á hjólum eins og mér er sagt að sé gert mikið í Noregi.  Þá fyrst getum við farið að tala um "beint frá býli"  og bændur geta unnið sitt efni sjálfir og þá myndast raunveruleg samkeppni umbesta hráefnið. 


mbl.is Lækkuðu kostnað um tvo milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er bara mín sýn á málin.

Lýðræðsvaktin er að skora flott þessa dagana og bara gott mál.  En svona blasir þetta víð mér, þó ég ætti ekki að tjá mig um það þannig séð, þegar ég hef ákveðið að fara í framboð fyrir Dögun.  En ég hef samt sem áður málfrelsi, þar sem ég tala bara fyrir mig og engan annann.  Lýðræðisvaktin reis upp í gegnum stjórnarskrármálið, fyrst í stað vildu sumir þarna fara fram með Dögun, en eftir því sem ég skil það og er þó frekar involveruð í það framboð, þá þóknaðist ekki þeim félögum okkar þau vinnubrögð sem þar voru.  Þeir vildu svona frekar fara í menn en ekki málefni.  Og það er núna að skila sér stórt í þeirra framboði, sem eru að líta dagsins ljós.  Ekki þannig að ég hafi neitt á móti því góða fólki sem þar má sjá á framboðslistum.  En svona þar fyrir utan sýnist mér að hér sé framboð fræga fólksins, sem mun væntanlega erfa landið, hversu vel þau skynja almenning í landinu, svona burt séð frá því að vera fræg og vinsæl veit ég ekki.  það getur vel verið að þau geti sett sig í spor Jóns og Gunnu og samsamað sig þeirra kjörum.  Hvað veit ég.

Ég er búin að brosa smá yfir kandidötum Bjartrar Framtíðar sem flagga elsta og yngsta frambjóðenda á sínum lista, og svona algjörlega gert að flagga flottu og frægu fólki, til að vekja athygli á málstaðnum, sem er reyndar afskaplega bara rétt eins og hjá Samfylkingunni svo ekki sker þar á milli.

Og svo að horfa á það sem er að birtast hjá Lýðræðisvaktinni að gera nákvæmega það sama, nema að flagga ennþá frægara fólki, og enn þá meiri elítu til að fá nautheimskan almenning til að klappa saman lófum og hrópa húrra og amen þá get ég bara ekki þagað.  Þetta sem ég segi hér er bara hreint frá mínu brjósti og ég veit að það á ekki al ræða svona mál þegar maður sjálfur er í baráttu, en samt sem áður ég væri ekki sú sem ég er, með kjaftin opin ef ég segði ekki meiningu mína.

Og svo eru öll hin nýju framboðin sem bara vilja leiðrétta mál íslendinga á þeirar forsendum, vilja vinna þjóðinni gagn og vilja breyta málunum, með venjulegu fólki, jóni og gunnu, þó sum þeirra hafi sýnt að þau hafi unnið að þjóðarhag með vinnu á hinum ýmsu verkefnum til þjóðarhags.

Ég segi nú bara mín kæru, hvort viljið þið leggja fjöreggið í hendur fólks sem fer á lista vegna frægðar sinnar, til að tryggja framgang manna eins og Þorvaldar Gylfa og Guðmundar Steingríms, eða spá í framboð eins og til dæmis Dögun eða annara framboða eins og Pírata, humanista, eða bara annara framboða sem eru ekki að flagga stjörnum, þurfa þess ekki því að það eru málefnin sem skipta máli en ekki frægð viðkomandi frambjóðenda.

Viljum við virkilega leggja fjöreggið í hendur þess ágæta fólks sem við elskum til að skemmta okkur, eða viljum við heldur leggja það sama fjöregg í hendur fólks sem hefur í heilt ár unnið að því að skoða og skipuleggja velferð landans í þeim málum sem brenna á? Erum við virkilega svo grunnhygginn að halda að velferð komi með frægðinni einni saman?


Næsta síða »

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Mars 2013
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 2024180

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband