Lognið á undan storminum.

 

Kl. 16.00 eða fjögur á mannamáli, geisist hópur af ungu fólki heim í kúluna, um 20 manns.  Þetta eru félagar, vinir og frændur stubbsins míns, hann á sem sagt afmæli í dag og verður 10 ára.  Það er búið að panta pizzur og gos, sælgæti bíður þess að vera sett í skál til að bera fram, og kökur og kex ef menn eru ennþá svangir eftir pizzuát.  Sum sé allt tilbúið.  En nákvæmlega núna ríkir ró og friður, svona einmitt góður tími til að setjast aðeins og setja nokkra stafi á skjáinn.

Það þarf kraftaverk til að breyta þessum ótrúlega skógi í foss lífsins; segir stubburinn og dæsir.

Ha hvaða foss? Spyr amma undrandi.

Ég meina hárið á mér.  Hann er sum sé að gera sig tilbúin fyrir veisluna. 

Og er að kemba sig með lúsakambi.  Hehehe.....  LoL

Ég þarf að hætta við að vera með húfu, það er bara svoleiðis heldur stubburinn áfram.  Og heldur áfram að greiða hárið búin að bleyta það svo óstýrilátir lokkarnir falli á sinn stað. 

 

Svona er nú það, og nú má ég rjúka til að sinna skildum mínum.

 

Bara eitt í lokin.  Verið góð við hana Guðbjörgu Kolbeins, hún gerði mistök og líður örugglega ekki vel.  Vonandi ber hún líka gæfu til að biðja stúlkuna og aðstandendur hennar afsökunar.  Við getum öll gert mistök, en það að biðjast fyrirgefningar er merki um þroska og gott siðferði.

 

Heyri í ykkur seinna í kvöld.  Bestu kveðjur.  Cesil.

P.S. Botti litli lifir ennþá, hann fór í aðra laxeringu í gærkvöldi, en virðist ekki ætla að ná sér á strik.  Prakkarinn er orðin frískur, svo einhver hefur notið góðs af Epsomsaltinu. 

Sjáumst Cesil.  Wizard


Var Össur nærstaddur ?

Þegar frú Ingibjörg hneig niður, þetta er farið að vera svona frekar venja en hitt, þá var hún gripinn af Össuri SKarphéðinssyni sem frægt var.  Ætli Össur hafi verið til staðar núna til að grípa Magnús ?

mbl.is Talið að sykurfall hafi orðið hjá Magnúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér datt þetta svona í hug.

Grímur J í gísling fór

í gleðikvennafansa.

“Klámhundar” þær kalla í kór

og karlinn fær að dansa.

 

Ekki líkar öllum par

sú eðalgræna klíka.

Netlöggum og nöktum þar

nördar vaskir flíka. 

 

Fylgið samt er feikigott

foringinn er glaður.

Ekki má þó do do dott.

dóni gerast graður.  

 

Svo er  þykir, spurning nær

sem í betur hugið.

Hvort það fylgið haldist fær

eða fatast flugið. 

 

Svo má líka segja hvort

sætir góðu lagi.

Að tala skírt og skorinort

sko sitt af hvoru tagi.

 

Faðmsins  bláa flýr hann til

flestir hafa á trúna.

Kaffi ekki korginn vil

ég kalla saman núna.

Bara svona til gamans InLove


Jibbý Jayj Cesil skal það vera !!!

Það var hringt í mig rétt í þessu frá Þjóðskránni.   Elskuleg kona var í símanum.

Ásthildur Cesil ?

Já það er hún. 

Ég ætla bara að láta þig vita að ég er búin að laga nafnið þitt.

Hehehe þannig að loksins verða glugga bréfin rétt stafsett.  En það er fleira sem hangir á spýtunni því báðar litlu sætu prinsessurnar mínar eiga að heita Cesil.  Önnur Hanna Cesil, og hin Evíta Cesil.  Svo nú Svo nú mun heimurinn verða mörgum Cesiljum ríkari.  Wizard


Jæja

Fegurðarsamkeppnin er aldeilis að vinda upp á sig.  Það var hringt í mig frá BBC áðan, og ég á að mæta í viðtal á morgunn sem væntanlegur keppandi.  Nú er bara að standa sig í enskunni.  W00t

Þetta verður örugglega alveg frábær og skemmtileg uppákoma og Matthildi og Möttu og LangaMangagenginu til sóma.  Það er einmitt málið, að hafa gaman af lífinu.


Taka tvö.

 

 

Hér er ég í öllu mínu fínsta pússi.  En fyrir nokkrum árum var haldið hér á Ísafirði konu Galakvöld.  Sigga Maja Gunnarsdóttir stóð fyrir því og fékk hún mig til að vera svona fyrir og eftir heiðursgest.  Mætti ég í upphafi í vinnugallanum og þóttist rífast við veislustjórann, fór síðan út í fússi, en var svo tekin, dubbuð upp, greidd máluð og klædd upp og mætti svo í lok kvöldsins til leiks sem svona glæsikvendi.

 

Ég er að rifja þetta upp núna, vegna þess að ég hef ákveðið að taka þátt í fegurðarsamkeppninni hennar Matthildar Helgadóttur,”óbeisluð fegurð” sem fram fer á Ísafirði á næstunni.  Og ég ætla að hafa rosalega gaman að henni.

 

Matta og LangaMangagengið eru alveg frábær.  Þeim dettur ýmislegt í hug, og þau framkvæma það líka.  Nú hafa þau farið af stað með þessa skemmtilegu keppni, þar sem allir geta verið með.  Keppnin er þvert á aðrar slíkar keppnir, þar sem engar útlitskröfur eru gerðar, heldur að fólk komið til dyranna eins og það er klætt.  Að það sjáist að hér er á ferðinni venjulegt lifandi fólk.

Ég tel mig alveg geta passað inn í þessa keppni, með öll mín ár, reynslu og hrukkur. Gleði og sorg.  Eins og Matthildur segir sjálf, af hverju ættum við að fela það sem hefur gert okkur að því sem við erum.  Við eigum að bera það með reisn og vera stolt af því sem við höfum. 

Ég er viss um að þessi keppni verður ljómandi skemmtileg og uppbyggileg, og sendir þar að auki þau skilaboð út í heiminn, að fegurðin kemur ekki endilega innpökkuð í siliconi og fegrunaraðgerðum.  Hún kemur frá okkur sjálfum, lífi, starfi og því sem við geislum frá okkur.   

Jæja ekki tókst vel til í fyrstu tilraun, vonandi kemur þetta núna.  Sorrrý kann ekki nógu vel á þetta system ennþá. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Veður!!!

Það snjóar úti.  Þá er gott að kúra sig inni og hafa það gott fyrir framan tölvuna, eða sitja með kaffibolla, bjór eða rauðvín við eldhúsborðið og ræða lífsgátuna við besta vin sinn, eiginmanninn.  Þá er gjarnan kveikt á kertum gott að setja góða músikk á gjarnan frá Latin Amerika, það eru glaðlegir tónar.  Eða jafnvel Argentískir tangóar.  Það er gott að láta hugann reika, þegar ljúfir tónar liðast saman við floktandi kertaljósin og manns eigin lágværu raddir.

Maður getur gleymt veðrinu sem geisar úti.  En samt, það er líka notalegt að vita að snjórinn sveipar hvítu teppi yfir kalda jörðina og hlýfir gróðrinum.  Allt er þetta spurning um afstöðu til lífsins, umhverfisins og sjálfs sín.  Við getum alveg ráðið hvað það er sem við viljum láta stjórna lífi okkar. 

Í kvöld er ég alveg tilbúin í svona kertaljós og notalegheit.  Smile


Fyrsta læknismeðferð Botta litla.

Jæja Þá fór Botti í sína fyrstu læknismeðferð fimm mínútna bað í Epsomsalti.  Hann var svolítið hræddur þegar ég setti hann í löginn, en var stilltur og góður.  'Eg er ekki frá því að hann hafi virst svolítið hressari eftir baðið.  En það sem er gott er að sárið á síðunni virðist vera að gróa.  Það er allavega góðs viti.  Það sem verra er, er að bróðir hans virðist vera að veikjast líka.  Og ég ætla að láta hann hafa sömu meðferð. Ég ætla að skíra hann Prakkarann í hausinn á doktor Jóni Steinari hehehe.... En svo er að sjá hvernig tekst til með Botta litla og Prakkarann bróður hans.  Ég á að vísu eftir að veiða hann upp úr tjörninni, en hann er allavega sprækur svona ennþá. 

Botti lifir enn.

Og ég setti hann á réttan kjöl í dag.  Hann er ótrúlega seigur þessi litli ræfill.  Hér eru myndir af því hvernig ég græjaði málin.  Cool


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Davíð Þór !

Davíð Þór!

 

Var að lesa viðtal við þig í Blaðinu í dag.  Veit ekki alveg hvar ég á að ná þér, þar sem ég reyndi á sínum tíma þegar þú úthúðaðir Frjálslyndum í Fréttablaðinu á baksíðu að fá að setja inn grein.  En nei það var ekki hægt, vegna þess að það var búið að svara þér, en það var samt sett inn á netmiðilinn. Þar bað ég um þína afsökunarbeiðni vegna rakalausra skrifa um meintan rasisma Frjálslynda flokksins og krafðist afsökunarbeiðni frá þér.

 Set þetta inn hér á Moggabloggið en geri mér grein fyrir að það mun ekki ná þínum augum, vegna þess að hér tróna mest einhverjir gæðingar sem eru stjórnendum þóknanlegir. Tróna þar burt séð frá hve innihaldsrík umræða þeirra er, eða hve mikið lesin.  En nóg um það. Mun sennilega líka setja þetta inn á Málefnin.com í þeirri von að þú getir lesið þetta.  Og bið þá sem kunna að sjá þetta bera það fyrir augu þín.

 

Þú ert í Blaðinu í viðtali að gagnrýna umfjöllun um klámiðnaðinnn, sem fyrrverandi ritstjóri Bleiks og Blás. Og ég er mjög svo sammála þér þar.  Þetta var svo sannarlega múgsefjun nokkurra aðila. 

En svo skriplaðir þú illilega á skötu með því að fara aftur að ræða um meintan rasisma Frjálslynda flokksins.  Þú talar um múgsefjun einstakra aðila sem hafa blásið upp lygi og óhróðri um klámiðnaðinn, og segir svo að það sé allt annað en þessi Le- Penis-mi frjálslyndra.  Ég verð að segja að því miður fyrir þig, þá hefurðu þarna alrangt fyrir þér.  Og þarna er um að ræða alveg sömu múgæsingu og meint umræða um klámið. Eða hvar finnur þú þessu stað í okkar málfluttningi eða í okkar stefnuskrá.  Það hefur margt komið fram sem sannar okkar málflutning, eins og ummæli Hildar Dungal við spurningunni hvað henni finnist um umræðuna um innflytjendamál.

"Margt af því sem Frjálslyndi flokkurinn hefur sagt er bara það sem almenningur er að hugsa. Ég er alltaf frekar á móti því að þegar fólk lýsir skoðunum sínum á þessum málum að því sé mætt með því að stimpla þær rasisma eða fordóma. Þá er verið að ýta umræðunni undir yfirborðið. Fullt af fólki er sammála þessu. Ef þú stimplar allt það fólk sem rasista eða sem fordómafulla þá klárast aldrei umræðan. Oft er hægt að mæta þessum með góðum rökum sem eru oftast heppilegri en notkun svona stimpla. Eða að það sé sannleikskorn í því sem haldið er fram og þá verður það ekki leyst með því að kalla það fordóma."

Og svo vil ég biðja þig um að segja okkur hvar þú finnur þessum rasisma stað í málefnahandbók flokksins eða ummælum málsvara flokksins.

Einnig vil ég benda á úttekt sem gerð var á málefnum erlends verkafólks á austurlandi þar sem fram kom að þau eru í algjörum ólestri. 

Meðan þú kemur ekki frem með nein fordæmi eða tilvitnanir í fullyrðingar þínar ertu sjálfum þér til skammar og maður að minni.  Og ég er ennþá að bíða eftir afsökunarbeiðni frá þér yfir tilhæfulausum fullyrðingum.  Og bendi þér áfram að lesa biblíuna þína,  og bendi þér á það sama og þú sagðir um Klámmúgsefjunina.  Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum.  Hvar er steinninn þinn? Ertu búin að reiða hann til höggs? Bíddu með að kasta honum þangað til þú hefur kynnt þér stefnu Frjálslynda flokksins og notaðu tímann til að skammast þín á meðan.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Mars 2007
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband