19.3.2013 | 14:07
Landsfundur Dögunar samtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Þegar stórt er spurt er lýðræði svarið.
Eins og ég sagði áður þá var haldinn landsfundur Dögunar á síðustu helgi. Það var afar gott að vinna með félögum framboðsins. Mikil vinna hefur verið núna allt undanfarið ár í að vinna málefnavinnu og hefur sú vinna farið fram í málefnahópum og einnig á sérstökum vinnufundum, þar sem félagar hafa komið saman og unnið að ýmsum brýnum málum. Einnig hafa verið haldnir fræðslufundir sérfræðinga sem hafa útskýrt hin ýmsu fólknu málefni svo sem eins og í fjármálum og slíku sem ekki er ef til vill augljóst hverjum venjulegum manni.
Yfirskrift fundarins var; Þegar stórt er spurt er lýðræði svarið.
Landsfundur var því mikill vinnufundur við að samræma vinnu málefnahópanna og samþykkja hana.
Ég fann svo glöggt þann góða anda sem þarna sveif yfir vötnum og ákveðni félaga minna til að vinna sem best fyrir land og þjóð ef við fáum til þess umboð frá þjóðinni.
Hér liggur mikil vinna að baki, það er víst.
Og hér eru oddvitar að undirbúa sig fyrir ræðurnar.
Hér ríkti gleði og vinátta.
Það var margt sem gladdi mig á þessum fundi, en ég er sérstaklega ánægð með tvær ályktanir sem samþykktar voru á síðasta degi fundarins á sunnudeginum, þær eru að mínu mati tímamóta ályktanir stjórnmálaafls á Íslandi í dag og löngu tímabærar.
En þær hljóma svo:
Dögun vill stefna að því að opna lokaða meðferðarstofnanir fyrir langt leidda vímuefnaneytendur.
Verði hlutverk stofnananna af tvennum toga. Annars vegar þar sem hægt er að vista langt leidd börn eða einsaklinga sem hafa verið sviptir sjálfræði og hins vegar fyrir þá sem misst hafa algjörlega tökin á lífi sínu og hafa leiðst út á braut glæpa, verði dæmdir í slíka meðferð. Einnig geti einstaklingar sem telja sig þurfa á langtíma meðferð að halda notið þessa úrræðis.
Að meðferðin taki í það minnsta eitt til tvö ár, og síðan fylgi eftirmeðferð til að hjálpa sjúklingum að komast aftur á rétt ról. Auk þessi verði húsnæðisúrræði í boði fyrir þá sem eiga ekki í nein hús að venda að meðferð lokinni.
Meðfram þessu þarf að stofna sérstakt embætti með sérstöku fagfólki, sem metur ástand viðkomandi sjúklings og skoðar hvort árangur náist með slíkri meðferð og tryggi eftirfylgni.
Og svo þessi hér:
Dögun mun vinna að því við fyrsta tækifæri að halda stóra alþjóðlega ráðstefnu um vímuefnamál.
Þar myndi verða skilgreindur árangur í meðferðarmálum vímuefnaneytenda, a.m.k. sl. þrjátíu ár, og einnig hugað að hvernig þessum málum er betur komið í framtíðinni.
Á þessa ráðstefnu yrðu boðaðir helstu sérfræðingar í vímuvarnarmálum erlendis frá, til dæmis frá löndum sem hafa farið nýjar leiðir í slíkum málum. Einnig yrði boðið vímuefnaneytendum, aðstandendum þeirra, fulltrúum félagsmála og heilbrigðisgeirans, dómurum, lögreglu og lögfræðingum, tryggingafélögum, almenningi sem hefur orðið fyrir tjóni af völdum innbrota og líkamsmeiðinga og öllum þeim aðilum sem vimuefnaneysla kemur inn á borð til.
Tilgangur ráðstefnunnar yrði fyrst og fremst að leita nýrra leiða til að eiga við þann vanda sem sífellt virðist aukast á neyslu ungs fólks á Íslandi.
Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn. Ég hvet alla sem vilja leggja þessum málum lið að láta í sér heyra og segi álit sitt á málinu.
Einn af okkar bestu baráttujöxlum og nýji framkvæmdastjórinn okkar að skoða málin.
Ég ætla mér að ræða meira um Dögun og landsfundinn síðar, sem og ákvarðanir sem þar voru gerðar. Vegna þess að ég er sannfærð um að málefnin okkar eiga erindi við alla íslendinga sem á annað borð vilja réttlæti, sanngirni og lýðræði. Eigið góðan dag elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.3.2013 | 10:51
Drengur fæddur í fjölskyldunni.
Ég er svo rík, í gær fæddist lítill drengur í Noregi, hann hefur fengið nafnið Elías Skaftason, og er sonur Skafta míns og Tinnu, innilega til hamingju öll með hann, Júlíana, Daníel, Óðinn og Sólveig. Og hann er svo fallegur.
Hér er pilturinn. Myndirnar fyrir neðan eru af Sólveigu Huldu.
Ný mynd af þeim systkinum.
Þetta er Sólveig Hulda nýfædd.
Fallegu börnin mín
Mikið held ég að þér sé létt elsku stelpan mín. Þvílík sæla. <3
En ég fékk líka aðra ömmustelpu um daginn. Hún kom í heimsókn fyrir nokkru með mömmu sinni og svo hringdi hún í mig og spurði mig hvort ég vildi vera amma sín og hvort afi vildi vera afi sinn, og við sögðum auðvitað já
Lilja mín þú ert líka velkomin í hópinn minn Flotta stelpa.
Var á landsfundi hjá Dögun, og ætla mér að segja meira frá honum síðar.
Glæsilegir frambjóðendur okkar í Dögun úr öllum kjördæmum, eins og sést eru konurnar fjórar og tveir karlar. Svo hér má segja að við séum vel stödd gagnvart kynjakvóta, þó það skipti ekki máli, heldur að allt þetta fólk er svo frambærilegt og flott.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
14.3.2013 | 18:29
Gott hjá þér Margrét Tryggvadóttir.
Margrét mín þú ert snillingur. Og nú tafsa menn og kjafsa á málinu. Vitandi að þeir geta ekki lengur leynst undir fyrri málflutningi. Með þessu kemur í ljóst hverjir samþykkja stjórnarskrárfrumvarpið, hverjir verða "veikir og mæta ekki" og hverjir hafna því. Það hefur komið í ljós að meirihluti er fyrir samþykkt frumvarpsins ef menn standa við orð sín. En svo er þetta með efndirnar, sumir vilja hafa klæðin á báðum öxlum og halda öllum góðum. Með þessari breytingartillögu eru þeir knúðir til að standa og falla með sínum orðum.
![]() |
Stjórnarskrárfrumvarpið lagt fram sem breytingartillaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
14.3.2013 | 12:48
Hvað er til ráða?
Þegar maður les svona fréttir þá er fyrsta hugsun þvílíkur lýður. En svo fer maður að hugsa áfram, af því að ég kannast við margt í þessari frétt. Það er nefnilega ekki bara um ungafólkið að ræða, heldur er fólk á bak við þau sem líður illa, mamma, pabbi, afi, amma syskini, maki og aðrir aðstandendur líða fyrir þetta allt.
Fólk sem hefur horft upp á ættingja sinn leiðast út á galeiðuna og geta ekkert gert til að laga ástandið. Veit jafnvel ekki hvert er hægt að leita.
Þetta er það þarf að taka á. Það gengur bara ekki lengur að unga fólkið okkar sem hefur leiðst út í neyslu sé bara afskipt og helst vilji enginn af þeim vita. Þau eru komin niður í undirheimana og eiga þaðan varla uppreisnarvon, nema eitthvað komi til sem kemur þeim aftur á lappirnar.
Þess vegna þarf lokaða meðferðarstofnun, þangað sem hægt er að dæma fíkla í, þar sem þau fá faglega umönnun og þeim hjálpað út úr helvíti fíknarinnar. Þetta fólk er nefnilega ekki glæpamennirnir, þó það virðist vera svo, þau eru fórnarlömb fíknar sem þau ráða ekki lengur við. Eru föst í því neti.
Það hefur því ekkert upp á sig að setja þau í fangelsi, þar sem þau kynnast ennfrekar hinum dökka heimi. Og ef þau eru ekki enn komin með samböndin, þá fá þau þau einmitt þar.
Því er borið við að fjármagn skorti, en ef við hugsum um þann kostnað sem verður af því að hafa fíkla afskiptalausa í samfélaginu, þá er hægt að sjá að sá kostnaður gæti komið til baka ef hægt væri að fækka afbrotum.
Það er nefnilega rándýrt að hafa unga fólkið okkar svona ósjálfbjarga og villuráfandi eftirlitslaust.
Fyrst eru þar ættingjarnir, sem margir eru komnir á róandi lyf, vegna sífelldra áhyggna af börnunum sínum, mikill tími lögreglu fer í að eltast við innbrot líkamsmeiðingar og margt annað, dómar kosta sitt, Allt kostar þetta bæði peninga og tíma. Svo er það heilbrigðisstofnanir, félagsmálastofnanir, geðlæknar, sálfræðingar, almenningur sem verður fyrir eignatjóni, þjófnaði og árásum. Ég þekki til fólk sem lendir í slíku og það er erfið reynsla, fíklar eru inn á borði þarna allstaðar.
Þetta er svo fyrir utan þá sorg sem fólk upplifir þegar fíklarnir annað hvort gefast upp á lífinu, eða deyja af of stórum skammti eða jafnvel eitruðu efni.
Það er erfitt fyrir fólk að skilja það ástand sem ríkir þegar unglingur leiðist út á erfiða braut, en þetta vandamál getur skollið á hvar sem er, í hvaða fjölskyldu sem er og þá ber sorgin að dyrum.
Við höfum hreinlega ekki efni á að missa allt þetta unga fólk niður í myrkrið. Við höfum ekki leyfi til að láta sem þau séu ekki til, og við einfaldlega getum ekki boðið upp á gera ekki neitt.
Nú finnst örugglega mörgum að ég sé að reyna að verja gjörðir þessara ungmenna, ég er alls ekki að því, en ég segi bara það sem gerði þetta fólk að því sem þau eru í dag er beint fyrir framan augun á okkur. Meðan öll orka lögreglu fer í að leita að nokkrum grömmum í vasa fíkla á götunni, er enginn tími virðist vera til að leita að þeim sem standa fyrir óskapnaðinum, flytja inn og fjármagna til að græða sem mest.
Og þegar hugsað er til þeirra sem líða fyrir þessar aðstæður er komin tími til að hugsa þessi mál upp á nýtt. Þessi leið er ónýt og hefur ekkert í för með sér nema sorg og óhamingju sem alltof oft endar með ótímabærumdauða.
Eigið góðan dag
![]() |
Ungir síbrotamenn í fangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.3.2013 | 15:19
Breytt hugsun í fíkniefnabaráttunni.
Loksins er eitthvað jákvætt að gerast í málefnum fíkla. Loksins er farið að rumska með að þau eru fólk en ekki dýr, og að fíknin er sjúkdómur en ekki glæpaeðli.
http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=2013130319851
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2013 | 19:57
Skrípaleikur? Eða reiði vegna svikinna loforða?
Jamm þetta sýnir svo ekki verður villst um afstöðu Steingríms til stjórnmála. Hann reynir að gera grín og eins lítið úr Þór Saari eins og hann getur. Og hvernig? Jú hann er orðin málamaður hjá Davíð Og að með þessari vantraust tillögu sé hann orðin yfirkórstjóri Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Það hvarflar ekki að þessum allt múlig ráðherra, sem svo sannarlega hefur mokað undir sig titlum og ráðuneytum, að Þór sér reiður og sé að fara eftir sannfæringu sinni um að það sé nú þegar búið að drepa Stjórnarskrármálið. Það er ljóst að það var meirihluti fyrir málinu á Alþingi, það varð ljóst í könnun sem var gerð. En Árni Páll knúði málið út úr því ferli og náði ásamt Katrínu Jakobsdóttur og Guðmundi Steingrímssyni að gera eitthvað allt annað úr málinu. Þeir sem á annað borð hugsa út fyrir ramman gera sér grein fyrir því hvað Þór Saari er að fara og hvað það er sem hann er reiður yfir, hann gerði alveg skýra grein fyrir sér í dag, hann óttast að með þeirri tillögu sem þríflokkurinn hefur nú lagt fram, verði stjórnarkrármálið eitthvað allt annað en sú niðurstaða sem fólkið í landinu bað um. Að ef svo vill til að þetta fólk fái til þess tækifæri eftir kosningar, sem vonandi verður ekki, þá geti þeir vélað um það eftir sínu höfði.
En það er svo sem augljóst að þau þrjú Katrín, Árni Páll og Guðmundur eru tækifærissinnar par exelance.
Prinsippin eru enginn, bara von um upphefð og góð jobb inni eftir næstu kosningar. Því fyrr sem fólk áttar sig á þessu, því betra. Við getum ekki haft fólk við stjórnvölin sem hleypur eftir skoðanakönnunum og vinsældum hverju sinni. Það má þó segja um Jóhönnu að hún var algjörlega laust við slíkt. Það er líka hægt að segja um Valgerði Bjarnadóttur, sem hefur reynst klettur og vinnuþjarkur í Stjórnarskrármálinu, og hefur svo sannarlega verið niðurlægð af formanni sínum, með þessu frumvarpi sínu.
Fyrir mér varð Katrín Jakobsdóttir ómerkingur þegar hún laug í sinni ræðu að Þór Saari hafi nánast verið með vikulega vantrausttillögu á stjórnina. Ef þú lýgur um eitt atriði, hvernig er þá hægt að trúa því að þú ljúgir ekki í því næsta?
Og Jóhanna er alsæl með niðurstöðuna, það er gott og blessað, en trúir hún því virkilega að lausn þessa máls sé sigur fyrir hana og ríkisstjórnina?
Það er nóg að líta til nýrra framboða til að skilja að þessi ríkisstjórn er ekki að gera sig. Aldrei í okkar sögu er þvílíkg magn af framboðum, eða að nálgast annan tug. Og af hverju ætli þetta sé nú? Jú það er algjörlega ljóst að almenningur í þessu landi er búin að fá nóg, búin að fá upp í kok af fjórflokknum, þess vegna hefur tvennt greinilega gerst; í fyrsta lagi að framagosar hafa séð ljósið og farið fram með framboð til að ota sínum tota, en einnig að almennt fólk hefur leitað til þeirra sem það treystir til að fara fram og leiða framboð.
Fólk með skynsemina í lagi getur alveg séð hvað er hvort.
En hvað sem tautar og raular, ég fagna öllum þessum 20 framboðum, það gæti farið svo að einhver af þessum framboðum næðu eyrum almennings og fengju brautargengi, og vonandi fleiri en eitt þeirra. Heyrði í dag í manni sem þekkir kosningalögin, að það gæti farið svo að ef þrjú framboð næðu með tána í 5% múrinn, þá gætu þessi framboð fengið alla uppbótarþingmennina, þannig að hvert þeirra sem fengi einn kjördæmakjörinn mann, fengju jafnvel tvo uppbótarþingmenn.
Nú er málið þannig að í skoðanakönnunum þá er ansi stór hópur sem ekki gefur upp afstöðu sína, það má geta leiðum að því að þeir sem ekki hafa gefið upp skoðanir sínar séu að bíða eftir framboði sem höfðar til þeirra.
Það er í fyrsta lagi afar skynsamlegt og sýnir mikla framþróun í kosningum almennings, því það hefur verið allof oft þannig að fólk hafi bara kosið flokkinn sinn sama hvað. Nú virðist sem betur fer vera kaflaskipti í því, og kjósendur að fara að taka meiri ábyrgð á atkvæði sínu. Það er löngu kominn tími til þess.
![]() |
Tvíeykisstjórn Davíðs og Þórs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
10.3.2013 | 18:59
Þungur lýðræðis straumur, bara spurning hvert hann leitar fyrir rest.
Það verða mörg framboð í vor. Og enn eru að bætast ný framboð í hópinn. Ef málið væri ekki svona alvarlegt þá væri það í rauninni frekar fyndið.
En það er ljóst að það er eitthvað mikið að gerast í íslenskum stjórnmálum, það er eins og stífla hafi brostið og framboðsfljótið streymir fram. Ég verð að segja að ég hef lengi vonað að eitthvað slíkt myndi gerast. Það er nefnilega óþolandi að nokkrir pólitíkusar sem hafa komið sér vel fyrir við kjötkatlana hafi með sér bandalag um að halda völdum þá er ég að tala um svokallaðan fjórflokk. Þau hafa með sér samstöðu um að blokkera alla sem þeim eru ekki þóknanlegir og þar með koma í veg fyrir að almenningur fái þann draum sinn til að rætast að búa við jafnræði, réttlæti og að kjörnir fulltrúar vinni fyrir almenning í landinu en ekki klíkubræður og peningaöfl.

Og öll ætla þau auðvitað að bjarga okkur vesælum almenningi frá allskonar hrellingum. Nema að um leið og þau sverja okkur hollustueið sjá þau um leið til þess að reisa himinháar girðingar fyrir ný framboð, það er gert til dæmis með 5% reglunni og svo að sjá til þess að ekki verði nú of mikil umfjöllun um þá einstaklinga sem vilja breyta. Þetta má til dæmis augljóslega sjá þegar maður spáir í hvernig komið er fram við Lilju Mósesdóttur, þetta upplifði ég líka sterkt þegar ég tók slagin með Frjálslyndaflokknum.
Og nú vilja allir gera allt til að breyta öllu okkur í hag. Bæði þeir sem nú hafa haft fjögur ár til að laga ástandið og hafa gert lítið meira en að reisa skjaldborg um banka og peningaöfl, en líka þeir sem höfðu þetta tækifæri bæði í síðust ríkisstjórn og þeirri þar á undan. Nú vita þau allt í einu hvernig á að gera hlutina. Nú hafa þau öll séð ljósið og vita og geta, nú skal ég.

Ekki efast ég eitt augnablik um að allt þetta góða fólk vill vel og er búið að fá nóg af fjórflokknum. Og ég er líka klár á því að fólkið á gólfinu hefur hvatt þetta fólk til dáða með að fara fram. Þvílíkt er ástandið orðið að almenningur er alveg búin að fá sig fullsatt af þessum svokallaða fjórflokki. Menn segja líka að Össur hafi þegar gert sér grein fyrir þessu, refurinn sem hann er, og þess vegna sé Björt Framtíð varaskeifa Samfylkingarinnar.
Ég er líka búin fyrir löngu síðan að fá nóg, og þess vegna fagna ég þessum hræringum, og vona jafnframt að þessi gerjun skili sér í breyttu ástandi á alþingi. Að þar komi í meira mæli inn fólk með nýjar hugmyndir og ný sjónarmið. Ég er nefnilega þannig gerð að mér er sama hvaðan gott kemur, bara ef það er trúverðugt og heiðarlegt.
En svo er það að sá flokkur sem ég hef unnið með undanfarið hefur lagt áherslu á að reyna að fá alla með. Þau hafa alltaf haft allt opið og boðið öllum að vera með. Og nú hafa þau komið þessu á framfæri á heimasíðu sinni www.xdogun.is þar sem framboð eru hvött til að taka þátt í kosningabandalagi.
Þannig að það væri ef til vill einfaldara fyrir öll þessi nýju framboð að sameinast í einu stóru kosningabandalagi, þar sem þau kæmu sínum málum fram undir tt eða ttt eða eitthvað álíka, þá væri það tryggt að enginn atkvæði féllu "dauð" eins og alltaf er verið að tala um.
Dögun hefur nú unnið í yfir heilt ár að sínu framboði og landsfundur verður um næstu helgi, þar hefur allt verið unnið af heilindum og reynt að koma til móts við alla og haga málum þannig að allir geti verið sáttir.

En við skulum vona að út úr öllu þessu komi eitthvað gott og okkur öllum til hagsbóta. En það er alveg ljóst að úrslit kosninga eru alls ekki ljós og það gæti komið verulega á óvart hvernig þau mál æxlast. Það er alveg ljóst að það er gerjun í gangi og fólk búið að fá alveg nóg af því sem hingað til hefur gengið með gömlu flokkana og það fólk sem svo sannarlega er næstum rótgróið í stóla alþingis, og er löngu hætt að skynja almenning í landinu.
Þess vegna hvet ég almenning til að skoða málin vel, kynna sér nýju framboðin og virkilega rýna í hvað hentar þeim best, og gefa gömlu spilltu pólitíkusunum frí, það er löngu ljóst að þeir eru fyrst og fremst að hugsa um stólana og sitt eigið egó. Því miður.
P.S. ef fólk er að undra sig á tengingunni við þessa ágætu konu ömmu Guðmundar Steingríms, þá er það þannig háttað, að flokkur sem hefur afskaplega lítið fram að færa, með þingmönnum sem hafa verið með í meirihluta þingsins og reyndar unnið afskaplega slaklega fyrir almenning, þá sýnist mér að hérna sé verið að skreyta listann sinn með skrautfjöðrum eins og elsta íslendingnum í framboði, rokkstjörnu í heiðurssæti og svo farmvegis. Þetta að mínu mati er hið eina og sanna lýðskrum. Það er nefnilega betra að reyna að komast áfram á baráttumálum en að skreyta sig með fjöðrum. Slíkt á til að fjara út þegar fólk fer að hugsa málið til enda. Þess vegna þarf fólk fyrst og fremst að huga að málefnunum en ekki skreytingum á listum. Að hafa eitthvað til framboðs, þó gott fólk sé, sem er einungis hugsað til að flagga skrautrósum en ekki alvöru baráttumálum er ekki eitthvað sem við þurfum á að halda í dag.
![]() |
Elsti frambjóðandinn 103 ára? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2013 | 14:32
Farið til Volda og Örsta og hlustað á Sóley Ebbu syngja.
að getur líka gert hret í Noregi eins og hér heima.

Andrés Bóndi er með traktor svo hann mokar heimreiðina annars væri ekki gott að komast lönd eða strönd.

Jamm það snjóaði bara þónokkuð.

Það er einhver fjandinn að hjá mér, því ég get ekki birt bloggið mitt á vafranum sem ég nota alltaf, og þarf að notast við þennan, og þá get ég ekki klippt mynd út. Svo það verður að hafa það að sama myndin komi tvisvar.

Þeir sem sakna þess að aka Óshlíðina geta skroppið til Noregs og rifjað upp leiðina. En það verður ekki lengi, því norðmenn eru duglegir við að bora og brúa, og brátt mun þessi vegur tilheyra sögunni rétt eins og Óshlíðin.

Norðmenn hugsa ekki eins mikið um klossaðar og ljótar raflínur og við. Ég er ánægð með okkar afstöðu að hafa rafmagnsstaura eins lítið áberandi og hægt er. En þeir geta örugglega ekki "grafið" svona línur í jörð, þeir gætu svo sem reynt að sprengja fyrir þeim, en það myndi valda miklum náttúruspjöllum.

Við erum sem sagt komin til Volda.

Jæja nú má ég ekki gera fleiri mistök, því ég virðist ekki geta deletað þeim myndum sem koma hér inn, skil ekki alveg hvað er í gangi.

Hér er svo auglýsingin. Þetta er svona svipað og Samfés hér, fyrst er keppt í heimabyggð, svo í kommúnunni og svo í landskeppni. Spennandi fyrir stelpuna okkar.

Ferjan að fara. Mér er sagt að það hafi fækkað mikið bílaflutningar í ferjunum eftir að göngin komu, og sennilega fækkar líka ferðunum hjá þeim, því norðmenn eru duglegir við að bora og brúa. Svo alltaf styttast leiðirnar.

Og hér er herra Aasen, komin með blómvönd. En hann fann upp nýnorskuna, og er því hetja í sínum heimabæ Örsta.

Og svo er enn eitt einkennið hjá norðmönnum, þessir skúrar niður við vötn og firði. Þeir eru miklir siglingamenn og margir eiga skútur eða smábáta. Og norskir drengir eru ekki gamlir þegar þeir hafa fengið sinn fyrsta veiðihníf. En ég veit ekki um stelpurnar, held að það séu aðallega drengirnir sem fá veiðihníf, þetta er veiðimannasamfélag.

En þá var komið að því að fara og hlusta á Sóley Ebbu. Hún söng tvö lög, þetta var generalprufa og hljóðprufa og ég var voða spennt að hlusta á hana.

Hér er ein stúlkan að spreyta sig. Það er frekar erfitt að koma fram á svona prufum, því það vantar allt feedback frá áhorfendum.

Okkar stelpa var líka dálítið nervus, hún syngur tvö lög, annað er eftir Sigurrós "illgresi" og hitt er eftir hana sjálfa og heitir "Inner Scars" afskaplega falleg melódía og hún syngur eins og engill.

Þetta var æðislegt, vona að hún komist áfram og þetta fari inn á youtube. Úlfurinn var líka að spila á Samfés hér með hljómsveitinni sinni, þeir spiluðu fyrir tvo aðila og önnur stúlkan komst í annað sætið. Nú er hann að semja tónlist og þeir eru að æfa sig fyrir að spila á Aldrei fór ég suður. Hann söng líka í kirkjunni um daginn meðan ég var úti, og tók þá lagið Skyfall, afi hans var afskaplega hrifinn af söngnum hans.

Og þá var tími komin til að halda heim á leið. norðmenn klæða klettana með neti til að varna skriðum held ég.

Sækja börnin á leikskólann og svona.

Þetta var síðasta kvöldið mitt í Austfjorden, og okkur boðið að borða geitakjöt hjá Andrési bónda. Kunni ekki við að taka myndir af kjötinu, en það smakkaðist bara vel, bóndinn sagði mér að kjötið væri að 6 mánaða gömlu kiði, þegar þau væru orðin 8 mánaða, dökknaði kjötið, en eftir tveggja ára aldur væri það orðið bragðmeira. Hann eldaði sjálfur, það var yndælt að koma þarna inn til fjölskyldunnar sem hefur verið syni mínum og fjölskyldu svo góð og hjálpsöm.

Og hér er Sunneva að leika við börnin. Þessi færsla er búin að taka mig óratíma, því af einhverjum orsökum get ég ekki notað vafran sem ég er vön og eins ekki klippt út myndir sem ekki eiga að vera. Vonandi lagast þetta allt samt sem áður, því svona veseni nenni ég bara ekki.
En eigið góða nótt elskurnar.
Bloggar | Breytt 10.3.2013 kl. 00:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.3.2013 | 02:13
Þór Saari og vantraustið frá mínum sjónarhóli.
Þetta kemur svo sem ekkert á óvart, þar sem forseti alþingis virðist vera andvíg því að stjórnarkráin verði samþykkt. Málið er svona... í fyrstu var einkar lítill áhugi almennings á stjórnarskránni af einhverjum ástæðum, en með þessari togstreitu og fyrst og fremst baráttu þórs Saari og margfalt fleiri á málefninu Þá er áhugi almennings vakin. Og þá kemur í ljós tvískinnungur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, því þeir þjóna fyrst og fremst höndinni sem gefur þeim að éta....sem setur peninga í kosningasjóðinn, sem svo sannarlega skiptir máli, því þannig er það bara að þeir sem nenna ekki að kynna sér málin, hlusta bara á auglýsingar, sem svo sannarlega eru byrjaðar hjá sjöllum um hve allt verði nú gott þegar þeir komast til valda..
En í sambandi við þessa vantrauststillögu Þórs, þá auðvitað vilja menn ekki koma henni á dagskrá, hún er auðvitað alltof erfið að takast á við, svona á síðustu dögum stjórnarinnar. Svo þá er um að gera að í fyrsta lagi að reyna að gera þessa tillögu viðsjárverða og með annarlegri ætlun, og menn fengnir til að skrifa þannig, og þar er mest talað um útlit Þórs og gert grín að hæð hans, eins og það skipti einhverju máli, hæð mannsins. Og það er reynt að gera hann tortryggilegan að hann ætli sér eitthvert sæti í væntanlegri starfsstórn sem ráðherra. Maður sem er ekki í neinu formáli í framboði, þar sem hann er í fimmta sæti, sem er samkæmt væntingum langt frá einhverju þingsæti. Mikið þurfa margir að biðja Þór afsökunar á ummælum sínum.
En ég segi og skrifa mikið held ég að kosningaúrslit muni koma á óvart í vor. Ég held nefnilega að fólk... almenningur sé að vakna upp og skoða málin, ungt fólk er að taka yfir þetta gamla viðhorf: ég hef alltaf kosið flokkinn minn, sama hvað og hvað.... Sem betur fer hugar ungt fólk á annan veg í dag, mun gagnrýnna á flokka, loforð og efndir, það eru nýjir tímar í farvatninu, og vonandi skilar það sér í því að nýju framboðin hljóti framdrátt og muni koma vel út úr þessum kosningum, því það er einfaldlega nú eða aldrei.
....
En ég ætlaði að ræða um vantrausttillöguna, auðvitað vilja gerendur ekki koma þessu máli á dagskrá vegna þess að hún er óþægileg og almenningur hefur ekki sýnt stjórnarskármálinu nægan áhuga sem er synd, því hér er um að ræða réttarbót fyrir okkur þjóðina og með þessari stjórnarskrá verður réttur okkar almennings tekin úr höndum sérréttingaelítunar og færður í hendur okkar sjálfra. Þannig að auðvitað vilja þessir menn sem eru varðhundar elítunar og peningavaldsins ekki að þessi stjórnarská verði að veruleika. En látið ekki blekkjast, þessi nýja stjórnarskrá er fyrst og fremst til hagsbóta fyrir okkur öll almennings. Þeir sem berjast á móti henni með öllum tiltækum ráðum eru nákvæmlega þeir sem eru handbendi klíkunnar sem vilja hafa allt í sinni hendi, segi og skrifa Sjálfstæðisflokkur, Framsókn, Samfylking og núna líka Vinstri græn. Þið sem viljið breytingar endilega þorði að kjósa eitthvað annað en þetta spillingardæmi. Þorið að kjósa ný framboð og látið slag standa, það getur einfaldlega ekki versnað, en gæti aftur á móti batnað verulega.
![]() |
Vantrauststillaga ekki á dagskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
6.3.2013 | 12:20
Mikið er ég fegin...
Að við drifum okkur vestur í gær við Elli minn. Það var frekar slæmt veður og færð samkvæmt upplýsingum, en það reyndist miklu minna en áhorfðist, þó var veðrið afar slæmt á Steingrímsfjarðarheiði og í Bitrufirði, þar sást ekki út úr augum og við urðum að aka eftir stikum og stundum stoppa algjörlega.
Við höfðum ætlað vestur daginn áður, en það var vonskuveður og bæði Steingrímsfjarðarheiðin og Þröskuldarnir ófær.
Mér gafst þá tækifæri til að hitta félaga mína í Dögun í húsnæði þeirra við Grensásveg, hlusta þar á erindi um efnahagsmál, og taka þátt í vinnu þeirra í málefnavinnu. Það er mikið lagt upp úr því að gera málefnin eins vel og heiðarlega úr garði og kostur er.
Sat líka með Guðjóni Arnari við að hringja út í fólk og ræða málin. Það var tíma vel eytt að mínu mati. Ég er afskaplega ánægð með það fólk sem leggur mikla vinnu og tíma í undirbúning að framboðinu okkar. Heiðarlegt og gott fólk, sem virkilega vill breyta til og vinna með þjóðinni í að breyta þeim hlutum sem ekki eru í lagi. Og ég er virkilega ánægð með að geta lagt mitt lóð á vogarskálina þá.
En sem sagt ferðin vestur.
En mér datt í hug að leyfa ykkur að koma með í bíltúrinn.
Við erum komin upp í Borgarfjörð og færðin er búin að vera bara góð sumarfærð.
Já ég er viss um að þetta lítur ekki svona út í dag, en svona var þetta í gær.
Holtavörðuheiðin var létt og laggóð.
Við urðum að fara strandirnar, þar sem Þröskuldar voru ekki færir.
Sjórinn var úfinn.
Frá Ennishálsi og alla leið að Hólmavík var fjúk og oft þurfti að stoppa til að bíða færis. Það er rosalega þreytandi að horfa endalaust út í sortan.
Sumstaðar létti til, en annarsstaðar vofði yfir þung ský.
Jamm það er ósköp þreytandi svona útsýni.
Sem betur fer birti til á milli. Og sjávarsíðan hér fyrir norðan er afskaplega falleg og myndræn.
Sjórinn úfinn, en fuglarnir greinilega nutu sín bæði í öldurótinu og svo að láta sig svífa í vindinum.
Í næsta firði var eins og hendi veifað, sást ekki út úr augum, og þá getur þetta gerst. Þetta voru víst vörurnar sem áttu að vera til sölu í Samkaupum í dag.
Þær verða víst ekki í hillunum þar í dag.
En það er ekki mikill snjór hér norðanmeginn.
En sumstaðar var meira að segja sólarglæta.
Við vorum alltaf að bíða eftir þæfingnum sem átti að vera hér.
En vegirnir voru bara svona fínir.
Og sjórinn ólgaði áfram.
Þrútið var loft og þungur sjór.
Fyrsti snjórinn var á Hólmavík.
Og sólin reynir að komast í gegn, en það gengur bara afar illa.
Þá erum við komin að versta kaflanum. Þó það sé ekki mikill snjór á Steingrími, þá var blint vegna snjófoks yfir veginn, og oft svo blint að það sást rétt milli stika.
Einhvernveginn svo endalaust.
Við erum komin í Ísafjörðin.
Hér er Svansvíkin hennar Dísu vinkonu minnar.
Erum að komast inn í Skötufjörðinn.
Sólin spilaði skemmtilega á skýin og skreytti ferðina.
Já Skötufjörðurinn, og ennþá enginn þæfingur, en hér var hálka.
Og sem betur fer var skyggnið orðið gott.
Já litirnir eru stundum fallegir.
Í Hestfirðinum eru alltaf svona fallegir skúlptúrar á veturna.
Skemmtilegt sjónarhorn á Hestinum.
Vigur hvít og falleg. En nú erum við á háhæðinni í Seyðisfirðinum.
Kofrinn glæsilegur og nýja þorpið í S'uðavík.
SKemmtilega hrímaðir klettar á Súðavíkurhlíðinni.
Og hamarinn, fyrstu göng á Íslandi held ég.
Í Arnardal.
Og þá blasir Ísafjörður við.
Og þá erum við komin heim. Nú sit ég hér hlusta á óveðursfréttirnar, og fer yfir ferðina okkar í gær, og er rosalega ánægð með að við skyldum þrátt fyrir allskonar illspár leggja í hann í gær. Þæfingurinn fannst ekki, en fjúk var mikið á köflum og sérlega erfitt að komast yfir Steingrímsfjarðarheiðina vegna lélegs skyggnis.
Eigið góðan dag elskurnar og ekki vera að fara mikið út í þessu leiðindaveðri nema brýna nauðsyn beri til
![]() |
Flestar leiðir ófærar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 70
- Frá upphafi: 2024180
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar