Fundur í Iðnó í kvöld. - Þið eruð þjóðin.

Hvet fólk til að fara á fund í kvöld.


Dogun_logo_200

  • Þið eruð þjóðin - Borgarafundur í Iðnó mánudagskvöld
  • Ný gögn vegna vafasams samráðs
  • Frumvarp um afnám verðtryggingar
  • Lögsókn gegn verðtryggingu í farvegi
  • Fleiri félagsmenn, öflugri samtök
  • Prófkjör, stjórnmálaflokkar og komandi Alþingiskosningar

Þið eruð þjóðin -Borgarafundur í Iðnó á vegum Dögunnar

Formaður HH flytur erindi á borgarafundi Dögunnar í Iðnó mánudaginn 11. febrúar kl. 20:00. Sjá nánar hérog hér. Félaghsmenn HH eru velkomnir á fundinn sem og aðrir borgarar. Erindi formanns er um "hernaðinn" gegn heimilunum.

Vildi að ég kæmist, en fjarlægði gerir fjöllin blá og mennina mikla.  Hvet fólk til að fjölmenna og hlusta. 


Helgarferð og þorrablót í Reykjanesi.

Enn eitt þorrablótið hjá mér var á síðustu helgi.  Og það í hinu yndæla Reykjanesi, með kajakklúbbnum sem Elli minn er félagi í og er algjörlega frábær félagsskapur.

IMG_8271

Eitt af aðal aðdráttarafli Reykjaness er lauginn, fyrir utan elskulegt fólk og góða þjónustu.

IMG_8273

Það er bara svo notalegt að sitja í stærsta heitapotti landsins og þó víðar væri leitað LoL

IMG_8277

Enda notfæra gestirnir sér laugina ómælt.

IMG_8275

En þetta var auðvitað í og með kajakaferð, og nú er verið að klæða sig upp á til að fara út á sjó. Það var sólskyn en töluvert kalt, svo eins gott að vera í góðum hlífðarfatnaði.

IMG_8279

Já þetta er allt að koma.

IMG_8280

Dísa mín var að fara í laugina, og riddarinn við hliðina á henni er Hilmar Pálsson.

IMG_8282

Ég get alveg upplýst um að það er sko ekkert grín að að klæða sig í þessa búninga, því þeir eru vatnsheldir og níðþröngir á ýmsum stöðum.

IMG_8284

Hér sjáum við tvo heima, en samt bara fjörður á milli, grasið og hitinn hérnamegin og ískaldur vetur á Snæfjallaströndinni, enginn tilviljun á því nafni.

IMG_8285

Já ég veit ég sting dálítið á stúf LoL En ég ætlaði að taka nokkrar myndir og það var kalt.

IMG_8291

Tilbúinn í slaginn.

IMG_8292

Og einn af öðrum týndust kajakræðararnir niður að sjávarmáli eins og litlir gæsaungar.

IMG_8297

Og þá þurfti að veita vatninu úr kajökunum, því það hafði rignt um nóttina.

IMG_8303

Þennan morguninn var róið inn í Reykjafjörð en í gærkveldi í kolniða myrkri réru þeir út í Borgarey.

IMG_8304

Með í för voru nemendur í háskólasetrinu, sem koma allstaðar að úr heiminum, þau hafa verið að róa á kajak í vetur með klúbbnum og stóðust ekki mátið að koma með inn í Reykjanes á þorrablót og róður.

IMG_8306

Fjörugir og skemmtilegir krakkar, eða ungt fólk.

IMG_8310

Svo var aðeins sest niður til að gleðja sig fyrir þorrablótið, á þessum diski var rúgbrauð með skötustöppu og hún var ekki lengi að klárast.

IMG_8317

Rokkbændur, sem er hljómsveit hjóna sem stunda búskap, spilaði fyrir dansi, hér er rokkbóndinn.

IMG_8318

Hér er svo frúin ásamt Dísu og gamla klárnum Valda, sem hélt uppi fjörinu langt fram eftir kvöldi.

IMG_8321

Það þurfti margt að spjalla.

IMG_8324

Og það var ekki á kot vísað, hér svignuðu borð undir gómsætum kræsingum, bókstaflega.

IMG_8328

Það var fullbókað, því fólki finnst gott að skreppa inn í Djúp og gista og komast á vinsælt þorrablót, öllu verði haldið í hófi, og þjónustan öll til fyrirmyndar.

IMG_8333

erlendu nemendurnir, þeir voru held ég fjórtán sem komu og skemmtu sér afskaplega vel.

IMG_8334

Og það eru líka prinsessur í Reykjanesinu með pabba og mömmu.

IMG_8341

Rafn skútueigandi gerir sér gott af hlaðborðinu.

IMG_8343

Það nýjasta á boðstólum voru reykt svið, Elli borðar þau með bestu lyst.

IMG_8344

Já svo sannarlega gerðu gestirnir sér gott af matnum. 

IMG_8348

Og svo þurfti að spjalla.

IMG_8350

Og gestir voru á ýmsum aldri, sá stutti horfir í forundan á allt þetta prúðbúna fólk og alla litadýrðina.

IMG_8351

Hér er Jói flottur nýkomin frá Thailandi sólbrúnn og sætur.

IMG_8355

Ekki frímúrarar heldur bara múrarar og ekki verri fyrir það.

IMG_8358

Og fólk fór upp og skemmti hvort öðru hér er veislustjórinn og gestir. Valdi og Sigríður að segja skemmtisögur.

IMG_8360

Halldór á BB er nú vanari að vera fyrir aftan myndavélina, enda mundar hann hana hér.

IMG_8361

Já þær voru nokkrar prinsessurnar á þessu balli.

IMG_8367

Og rokkhjónin voru svo sannarlega í stuði, og voru frábær, og allir í stuði með þeim á ballinu, sem haldin var á Baldursbrá(Baldursbar) stundum kallaður eftir ákveðnum öðlingi sem þótti sopinn góður.LoL Þjóðsagnapersónunni séra Baldri í Vatnsfirði.

IMG_8369

Elli í góðum félagsskap.

IMG_8370

Og gamli gráni stóð þeim snúning þeim yngri.

IMG_8374

Já það var sannarlega skemmtileg helgi.

IMG_8387

Frændi minn á Laugalandi Þórður Halldórsson yngri með sinni ektakvinnu.

IMG_8405

Og þeir skemmtu sér vel Háskólasetursnemendur.

IMG_8407

Glaður og skemmtilegur hópur, og það hefur örugglega verið heilmikil upplifun hjá þeim að fara á ekta íslenskt þorrablót og svo í risastóra heita laug.

IMG_8430

Og vertarnir taka snúning eftir vel heppnaða veislu.

IMG_8432

Já svo sannarlega skemmtu þau sér vel.

IMG_8436

Ég held að þau hafi komið alla leið frá Siglufirði.

IMG_8442

Æringjar.

IMG_8453

Og virðuleg hjón á besta aldri Þór og Álfhildur.

IMG_8464

Og Guðni Páll og Jón (Nonni Búbba) að hygge sig.

IMG_8468

Þessi ungi maður er að búa sig undir að sigla á Kajak kring um landið á aðeins tveimur mánuðum, og safna áheitum fyrir Samhjálp. Eins gott að fylgjast með honum. Hann verður einn á sjó allan tímann, en kemur í land á nóttinni. Frábært af ungum manni. Það mættu vera fleiri svona frábært ungt fólk eins og hann og heimskautafarinn okkar.

IMG_8471

Í bók um Viggó Viðurdan dönsuðu ljósastaurarnir, hér leggja þeir sig bara, ef til vill eftir dansLoL

IMG_8473

Og svo var gott að komast út á sjó á sunnudaginn og hrista af sér slenið og matinn.

IMG_8476

Ég hef aldrei prófað, búið að marg reyna að koma mér út á sjó. 'Eg held að ef hægt væri að troða mér ofan í einn svona, kæmist ég ekki upp úr aftur fyrr en eftir hálfsmánaða sveltiW00t

IMG_8478

Og að landi koma allir litlu gæsarungarnir aftur.

IMG_8483

Halldór er einn af fremstu kajakræðurum landsins og þó víðar væri leitað. Hann hefur verið að kenna útlendingunum og mörgum öðrum að róa, og gerir það afar vel. Fyrir utan að vera ein af driffjöðrunum í Sæfara kajakklúbbi Ísafjarðar.

IMG_8485

Og hér er hann einmitt að kenna einum nemanda að velta sér á kajak.

IMG_8490

Ákveðin tækni en margar aðferðir við að velta sér og best að æfa sig í lauginni.

IMG_8491

Lagt upp þetta er ein aðferðin.

IMG_8492

Þarf ákveðna nákvæmni.

IMG_8493

Svo er rúllað yfir.

IMG_8494

Á hvolf.

IMG_8495

Og komið upp á hinni hliðinni.

IMG_8496

Og rétta. Sannarlega flott að sjá þetta.

En nú var komin tími til að halda heim, þetta var búið að vera yndislegur tími með góðum vinum og öðru góðu fólki. 'Eg segi bara innilega takk fyrir migHeart

IMG_8507

Falleg mynd í Djúpinu að lokum. Og eigið gott kvöld. Smile


Hinn nýji formaður Samfylkingar - jafnaðarmannaflokks Íslands.

Árni Páll

Sigurviss Árni Páll.

Já blessaður karlinn, hann kom sá og sigraði á landsfundi Samfylkingar. Hann hélt svo sína sigurræðu eins og vera ber.  Þar sem hann talar mikið um frið og að koma á nýjum stjórnarháttum og breyta gömlu hjólförunum.  Ég er viss um að hann meinti hvert orð, það verður ekki af honum tekið.  Svo þvert ofan á það sem hann ætlaði sér er hann nú kallaður friðarhöfðinginn og það honum til háðungar.  Hann gaf þarna skotleyfi á sjálfan sig með því að vera svo barnalegur að halda að hann gæti bara si sona breytt úr laufi í Spaða með einni sigurræðu.  Hann sagði að nú væri bara að snúa bökum saman og vinna saman að því að taka á vandamálum Íslands og sameinast um að leysa þau vandamál.

Málið er bara að hans lausn á lausn á vandamálum Íslands eru þau ein að ganga inn í ESB.  Hann þekkir enga aðra leið og mun tala eingöngu fyrir henni ef marka má það sem hann hefur látið út úr sér í allskonar viðtölum undanfarið.

Hann gleymdi bara í sigurvímu sinni, að Samfylkingiin bæði sú litla og stóra eru einu flokkarnir með það á dagskrá eitt mála að halda áfram inn í ESB.  Allir hinir flokkarnir vilja annað hvort slíta viðræðum, eða fá kosningu um hvort íslendingar vilja ganga þarna inn.  Sem er eina raunhæfa leiðin til að meta hvort íslendingar eru reiðubúnir til þessa eða ekki.  Þetta skynja aðrir flokkar, svo sem eins og Sjálfstæðisflokkur, Framsókn,Hægri grænir, meira að segja VG er á þeirri línu, þó þau dansi beggja meginn og beri alltaf klæðin á báðum öxlum.  Dögun er frekar klofin í þessu máli, en flestir eru þó á því að þjóðaratkvæðagreiðsla um málið sé það eina rétta, enda kennir sá flokkur sig við   farmboð um sanngirni, réttlæti og lýðræði, og vill hlusta á grasrótina og það sem þjóðin vill sjálf á hvorn veginn sem er. Nýr flokkur í bígerð er svo Alþýðufylkingin sem er eins og flestir alfarið á móti ESB.

En víkjum nú að friðarhöfðinganum.

Hann sem sagt sigraði í formannskjöri með miklum glæsibrag.  Flestir sem eitthvað fylgjast með vita að hann var ekki kandidat Jóhönnu, það var Guðbjartur, meira að segja voru margir í ríkisstjórn búnir að lýsa yfir stuðningi við Guðbjart.

Það var því ljóst að klíkan var ekki ánægð.  Enda hefur komið á daginn að hann ræður ekki við ástandið, þvert ofan á yfirlýsingar um að hann ætlaði að skoða málin og hrókera.

Las DV í morgun, þar er ein fyrirsögnin á forsíðu: Sagður gefa skotleyfi á Jóhönnu.   Inn í blaðinu er svo fyrirsögnin: Ólga vegna Árna Páls, stefnuræðan mælist misvel fyrir, litlar líkur á ráðherrastól strax.

Þó þetta sé auðvitað ekki vottfest, né staðfest, þá er nokkuð ljóst að blaðamenn sérstaklega á DV leggja sig fram um að hlusta á þá sem eru innanbúðar og vilja tjá sig um óvinsæl mál.

Þegar lesið er milli línanna kemur í ljós ákveðin saga.  Sum sé sú að Jóhanna og hennar lið hafi ekki verið par ánægð með frammistöðu nýkjörins formanns, enda talaði hann niður störf þeirra og gerði lítið úr þeim. 

Hann taldi sig hafa umboð til að skáka Jóhönnu úr forsætisráðherrastóli og taka hennar stað.  En komst að því að formaður í stjórnmálaflokki þó í ríkisstjórn sé, hefur ekkert vald til að rótera ríkisstjórn nema með samvinnu við ríkisstjórnina sjálfa.

Það er líka ljóst að þó svo Jóhanna hefði gefið eftir sætið sitt (sem mér finnst ekki í hennar anda)  Þá hefði upphafist valdabrölt milli flokkanna tveggja og VG hefðu ekki sætt sig við slík býtti,  þeir hefðu þá jafnvel gert tilkall til forsætisráðherrastólsins. 

Þannig er nú komið fyrir friðarhöfðingjanum, hann er fastur í pitti sem hann stökk ofan í sjálfviljugur.

Það er nefnilega svo að ef þú vilt frið, þá byrjar þú ekki á því hella olíu á eld, eða ætlast til að allir hlýði því sem þú trúir á.  Friður felst nefnilega einmitt í ákveðnu lítillæti, og að hlusta og gera málamiðlanir.

Það er einmitt það sem Árni Páll þarf nú að læra meðan hann býður eftir upphefðinni, að átta sig á að það er ekki nóg að hafa vissu fyrir einhverju, og telja að það sé hin eina og sanna vissa.  Heldur þarf heilmikið af lítillæti, umburðarlyndi fyrir skoðunum annara og að læra að hlusta á hvað aðrir vilja.

En vonandi fer hann í sjálfshugleiðingu og naflaskoðun, en festist ekki í því að það sem hann vill sé nafli alheimsins og það sé það eina rétta. 

En sennilega þarf hann að lúta í dufti fyrir drottningu sinni, því hún er bæði viljaföst og ákveðin kona sem lætur sitt ekki svo auðveldlega af hendi.


mbl.is „Ekki ástæða til breytinga á ríkisstjórn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forystumenn sem trúa ekki á landið sitt og þjóðina.

DV1302018168_23_1_jpg_960x960_q99 Árni Páll mænir til himins.

Árni Páll flýgur þessa dagana með himinskautum, breiðir út faðmin og segir að nú verði allt gott, hann ætli að breyta öllu, nú geti allir orðið vinir og einhent sér í að ganga saman með englasöng inn í ESB.

Eins og alþjóð veit, þá er það fullvissa Árna Páls að það sé eina von Íslands að ganga þar inn.  Við eigum okkur sem sagt ekki viðreisnar von sem sjálfstæð þjóð. Enda erum við svo skyni skroppin að hans mati að við skiljum alls ekki hvað hann er klár.

Í MBL í gær voru þrjár fréttir, sem ekki létu mikið yfir sér, og verða örugglega ekki tíundaðar í Speglinum, hjá Agli Helga, né neinum af fréttamiðlum ESB.

Sú fyrsta segir að Evran hafi lækkað gagnvart Bandaríkjadollar. http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2013/02/05/mikil_laekkun_i_hong_kong/

Á var það, er þetta ekki alveg pottþéttur gjaldmiðill, traustatæki okkar til að lifa af?  Getur hún þá líka lækkað?

Annað er frétt um að Kýpur sé of lítið til að bjarga. http://www.mbl.is/frettir/erlent/2013/02/04/kypur_of_litil_til_ad_bjarga/

Sem sagt litlu ríkin sem ekki ógna veldi ESB mega bara eta það sem úti frýs.  Kýpurbúar eru um milljón, við erum 360.þúsund.  Ætli það taki því nú að bjarga slíkri þjóð.  Enda er það bjargföst trú mín að kommissararnir í Brussel ágirnist eingöngu gæði landsins og við megum bara dingla með, áhrifalaus og svipt auðlindum okkar, í þágu Evrópu, sem þarf á þessum auðlindum að halda fyrir sig og sína.

En síðast og ekki síst er fréttin um að ESB kommissarar ætli að fara út í að setja á stofn netlöggu, þeir ætla nú í vor að fara að þjálfa upp fólk til að sinna þessu verkefni, og það á að kosta litlar tvær milljónir punda.  http://www.mbl.is/frettir/erlent/2013/02/04/vill_taka_a_gagnryni_a_esb_a_netinu/

Þeir eru nefnilega svolítið viðkvæmir blessaðir fyrir andmælum og andstöðu við gullkistuna þeirra.  Því er eina ráðið að koma í veg fyrir alla gagnrýni.  Hvernig byrjaði nú aftur netskoðunin í Kína?  Eða Rússlandi?

En mín skoðun er sú á Samfylkingunni og Bjartri Framtíð sem eru svo til sami flokkurinn, að það sé næstum óþolandi að forystufólk stjórnmálaflokka á Íslandi reyni að komast til valda, með það eitt að leiðarljósi að leiða þjóðina inn í ófrelsi eins stærsta einkahagsmunabákns sem finnst í vestrænum heimi.  Því mér sýnist þetta ekkert vera annað en yfirtaka á réttindum fólks, eignum þess og frelsi.  Og allt til að maka eigin krók.  Enda eru þeir verðlaunaðir með feitum embættum í Lúxemburg, Brussel og Berlín sem harðast ganga fram í landráðunum.  Þetta eru ef til vill harkaleg orð, en þetta lítur svona út í mínium augum, og allar nýjustu upplýsingar sem eru betur fer smátt og smátt að koma fram, m.a. vegna dagblaða sem leita sannleikans í þessum málum, þ.e. erlendra, því okkar fjölmiðlar dansa bara með bákninu að því er virðist.

Þess vegna er eina von okkar að við sjálf verðum enn og aftur að grípa til okkar ráða til að hafa vit fyrir stjórnvöldum.  Við höfum sýnt að við getum það. 

skjaldborg

Stal þessari skemmtilegu mynd af netinu, man ekki hvaðan, vona mér fyrirgefist það.


Þorrablót á þorrablót ofan.

Ég er að fara á þorrablót inn í Reykjanes á morgun og verð þar yfir helgina.  Það verður frábært með Sæfara á Ísafirði, þeim frábæra kajakklúbb ásamt mínum ektamaka.

543996_4666252967069_1990007931_n

En ég er aldeilis búin að vera á þorrablótum undanfarið, get svo svarið það.

IMG_8169

Fór á þorrablót hjá Frjálslyndaflokknum á síðustu helgi, hér eru systkini úr Kristjánshúsi frá Ísafirði. Hilda, Laufey og Jakob.

IMG_8171

Og hér er einn bróðirinn, skólabróðir minn Guðjón Arnar að sýna eina afurð bróður síns doktor Jakobs sem er ekta íslenskur fjallagrasnafs.

IMG_8173

Einhvernveginn varð þessi flokkur eitthvað meira en bara framboð, þar réði vinátta, virðing og barátta allt í senn. Og það verður aldrei frá okkur tekið.

IMG_8175

Þó óvandað fólk reyndi að klína á okkur rasisma og allskonar illvirki, þá var það einungis andstyggðar áróður sem sumt fólk sem telur sig málsmetandi fólk, en hefur í mínu tilfelli hratað niður í ruslflokk eins og samkvæmt Moodies, eins og til dæmis Illugi Jökulsson, Kolbrún Bergþórsdóttir, Baldur Þórhallsson, Davíð Þór, eða hvað sá ágæti klerkalærdómsmaður nú heitir, ásamt öllum forystumönnum stjórnmála fjórflokksins. Sem þvert gegn sannfæringu sinni og vitneskju tóku æruna af því besta fólki sem ég hef þekkt í stjórnmálum fyrr og síðar. Og ég er reyndar að tala um félaga um allt land, en ekki bara þá sem hér höfðu aðstöðu til að mæta. 

IMG_8176

En auðvitað á þetta að vera gleðifærsla, því hér erum við jú að skemmta okkur, eins og sannri fjölskyldu sæmir, því svo sannarlega er eins og góð fjölskylda sé að hittast þegar við hittumst öll sem eitt, og það er góð tilfinning.

IMG_8177

Hér er Addi að skenkja þennan frábæra fjallagrasadrykk til fólksins, sem var vel þegin.

IMG_8180

Þó fólk hafi þannig séð ákveðið að fara aðrar leiðir, þá er Frjálslyndi flokkurinn með sterkt aðdráttarafl.

IMG_8182

Sem segir bara eitt; vinátta og samhyggð nær yfir alla pólitík, þannig flokkur var Frjálslyndi flokkurinn, einstakur og frábær.

IMG_8183

Byggður á föstum grunni, með frábæru fólki sem má ekki vamm sitt vita.

IMG_8185

Hér er okkar ágæti Sægreifi hinn eini og sanni, sem kom á þorrablótið beint frá spítala, til að gleðjast með sínu fólki, hér að skera niður reyktan ál.

IMG_8186

Það er nefnilega þannig að þessi stjórnmálaflokkur var byggður á allt öðru en hreinni pólitík, hann var fyrst og fremst byggður á vináttu svo margra og málefnum og viljanum til að gera jákvæðar breytingar fyrir fólkið í landinu, og það er bara þannig og verður áfram.

IMG_8189

Þessa eiginleika leggjum við inn í hinn nýja flokk Dögun. Þá hreinskiptni, vináttu og virðingu fyrir öllum, og það er einmitt það sem ég er svo stolt af að tilheyra.

IMG_8190

Við komum allstaðar frá, erum ólík og höfum algjörlega ólíkan bakgrunn, en við erum bara Frjálslynd og þykir vænt um hvort annað.

IMG_8191

Og það er nákvæmlega það sem við leggjum til í púkkið með þeim félögum okkar sem við höfum ákveðið að vinna með í næstu kosningum.

IMG_8192

Og hér var góður matur á boðstólum frá Múlakaffi hvað annað?

IMG_8198

Elsku Dísa, Steini og Pétur þið eruð sko flottust.

IMG_8200

Já doktor Jakob sem hefur hannað fjallagrasalíkjörinn, sem svo sannarlega er hollur og líka ótrúlega bragðgóður.

IMG_8203

Þeir tveir Addi og Kobbi eru tveir bræður og svo eru 7 systur ef ég man rétt. Engin smá barnahópur þeirra Jóhönnu og Kristjáns.

IMG_8205

Þetta vakti líka athygli mína hehehe ef þið nennið að lesa hvað þarna stendur, þá er ekki allt sem sýnist.

En að lokum með þetta ágæta þorrablót, þá vil ég að lokum segja að ég held að Frjálslyndi flokkurinn hafi einfaldlega verið og gott mál til að endast, þarna var heiðarleiki og vilji til að gera vel í fyrirrúmi, en það var bara ekki tíminn til þess þá. En ég segi bara þetta leggjum við inn í Dögunarbankann og ég er viss um að þar munum við blómstra, vegna þess að þar er fólk sem hefur sömu væntingar og við, og sömu nálgun með vináttu, baráttu og þann kærleika sem þarf til að gera góða hluti.

IMG_8209

Öflugur baráttumaður, einn af mörgum.

IMG_8215

Þar sem Frjálslyndi flokkurinn er, er aldrei langt í harmonikku eða fjöldasöng.

IMG_8216

Og allir skemmtu sér vel.

IMG_8220

Og þarna voru gamalmál höfð um hönd

IMG_8221

Grétar Mar með skemmtilega brandara. Og Guðmundur vinur okkar talaði út frá hjónabandinu það var mikið hlegið að því.

IMG_8223

Bara allt svo gaman.

IMG_8224

Sægreifin kvaddur með virktum, heiðursgestur og frábær stuðningsmaður.

IMG_8225

Og svo er sungið eins og vera ber.

IMG_8235

Málið er að ég myndi aldrei þrífast í pólitík sem væri bara valdabrölt, en þar sem ég hef verið með þá er það bara þannig, vinátta og virðing, þessa eiginleika finn ég nákvæmlega líka í Dögun, þó tekist sé á um mál, þá er gagnkvæm virðing og talað sig niður á ásættanlega niðurstöðu, enda er enginn foringi sem getur tekið af skarið, þar eru menn bara allir jafnréttháir og það er notalegt.

IMG_8239

Ef einhverjum finnst þetta væmið, þá þarf hinn sami að fara í naflaskoðun og spá í hvað hann vill í pólitík, hvort hann vill foringjaræði, þar sem ákveðin forysta varðar veginn og sá þarf bara að aðlaga sig að því, eða hvor menn eru eiginlega ginkeyptari fyrir að fá að leggja sitt af mörkum, og segja sína skoðun, eina sem þarf er að nenna að mæta og tala.  Ekkert voða flókið.

Hér er svo annað þorrablót í þetta sinn fjölskylduvænt, tengdafólk dóttur minnar.

IMG_8247

Ég var svo heppin að nákvæmlega meðan ég var í höfuðborginni, átti dóttir mín frá Austurríki erindi á heimaslóðir eiginmannsins, og nákvæmlega þá var mér boðið í þeirra árlega þorrablót.

IMG_8248

Dóttir mín og mágkona hennar. Hún er reyndar afar heppin með tengdafólk, því þau eru afskaplega yndæl og fjölskylduvæn.

IMG_8250

Raunar alveg yndislegt fólk.

IMG_8254

Mamma, pabbi, dætur og barnabarn.

IMG_8257

Og við kerlurna góða saman.

IMG_8258

Yndislegt fólk sem stendur að dóttur minni.

IMG_8260

Og hér er hún í fjölskyldunni frá hinni hliðinni.

En svo á ég eftir tvö þorrablót ég get svo svarið það. Á morgun ætlum við Elías inn í Reykjanes með Sæfara kajakklúbb og dvelja þar yfir helgina, og svo er annað þorrablót 16. febrúar Sléttuhreppsmót.

Þannig að ég má hafa mig alla við að skemmta mér Smile Talandi um þjálfun... er þetta ekki líka góð þjálfun.

En það sem ég vil segja að lokum er þetta: Ég tel min nokkuð þroskaðan einstakling, og reyndar ágætlega færa um að velja mér félagsskap við hæfi.  Og þess vegna elsku vinir sem hafið áhyggjur af því að ég sé að velja rangan félagsskap, þá get ég sagt að það er bara alls ekki rétt.  Ég er nákvæmlega í þeim frábæra og góða félagsskap sem ég hef valið mér bæði hvað varðar vini, fjölskyldu og stjórnmálaafl.  Svo ekki hafa áhyggjur af mér.  Ég hef nefnilega plummað mig ágætlega gegnum lífið, og er alveg dómbær á hvar finna má kærleika, umhyggju, réttlæti og allt það góða sem hægt er að hugsa sér.  Það er svo annað mál hvort þið skynjið það og meðtakið, því ég er viss um að við öll viljum gera Ísland betra.  Þá þarf aðeins að hugsa hvernig, og hvað við viljum leggja á okkur.

Og svo segi ég bara góða nótt elskurnarHeart


« Fyrri síða

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Feb. 2013
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 2024180

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband