Helgarferð og þorrablót í Reykjanesi.

Enn eitt þorrablótið hjá mér var á síðustu helgi.  Og það í hinu yndæla Reykjanesi, með kajakklúbbnum sem Elli minn er félagi í og er algjörlega frábær félagsskapur.

IMG_8271

Eitt af aðal aðdráttarafli Reykjaness er lauginn, fyrir utan elskulegt fólk og góða þjónustu.

IMG_8273

Það er bara svo notalegt að sitja í stærsta heitapotti landsins og þó víðar væri leitað LoL

IMG_8277

Enda notfæra gestirnir sér laugina ómælt.

IMG_8275

En þetta var auðvitað í og með kajakaferð, og nú er verið að klæða sig upp á til að fara út á sjó. Það var sólskyn en töluvert kalt, svo eins gott að vera í góðum hlífðarfatnaði.

IMG_8279

Já þetta er allt að koma.

IMG_8280

Dísa mín var að fara í laugina, og riddarinn við hliðina á henni er Hilmar Pálsson.

IMG_8282

Ég get alveg upplýst um að það er sko ekkert grín að að klæða sig í þessa búninga, því þeir eru vatnsheldir og níðþröngir á ýmsum stöðum.

IMG_8284

Hér sjáum við tvo heima, en samt bara fjörður á milli, grasið og hitinn hérnamegin og ískaldur vetur á Snæfjallaströndinni, enginn tilviljun á því nafni.

IMG_8285

Já ég veit ég sting dálítið á stúf LoL En ég ætlaði að taka nokkrar myndir og það var kalt.

IMG_8291

Tilbúinn í slaginn.

IMG_8292

Og einn af öðrum týndust kajakræðararnir niður að sjávarmáli eins og litlir gæsaungar.

IMG_8297

Og þá þurfti að veita vatninu úr kajökunum, því það hafði rignt um nóttina.

IMG_8303

Þennan morguninn var róið inn í Reykjafjörð en í gærkveldi í kolniða myrkri réru þeir út í Borgarey.

IMG_8304

Með í för voru nemendur í háskólasetrinu, sem koma allstaðar að úr heiminum, þau hafa verið að róa á kajak í vetur með klúbbnum og stóðust ekki mátið að koma með inn í Reykjanes á þorrablót og róður.

IMG_8306

Fjörugir og skemmtilegir krakkar, eða ungt fólk.

IMG_8310

Svo var aðeins sest niður til að gleðja sig fyrir þorrablótið, á þessum diski var rúgbrauð með skötustöppu og hún var ekki lengi að klárast.

IMG_8317

Rokkbændur, sem er hljómsveit hjóna sem stunda búskap, spilaði fyrir dansi, hér er rokkbóndinn.

IMG_8318

Hér er svo frúin ásamt Dísu og gamla klárnum Valda, sem hélt uppi fjörinu langt fram eftir kvöldi.

IMG_8321

Það þurfti margt að spjalla.

IMG_8324

Og það var ekki á kot vísað, hér svignuðu borð undir gómsætum kræsingum, bókstaflega.

IMG_8328

Það var fullbókað, því fólki finnst gott að skreppa inn í Djúp og gista og komast á vinsælt þorrablót, öllu verði haldið í hófi, og þjónustan öll til fyrirmyndar.

IMG_8333

erlendu nemendurnir, þeir voru held ég fjórtán sem komu og skemmtu sér afskaplega vel.

IMG_8334

Og það eru líka prinsessur í Reykjanesinu með pabba og mömmu.

IMG_8341

Rafn skútueigandi gerir sér gott af hlaðborðinu.

IMG_8343

Það nýjasta á boðstólum voru reykt svið, Elli borðar þau með bestu lyst.

IMG_8344

Já svo sannarlega gerðu gestirnir sér gott af matnum. 

IMG_8348

Og svo þurfti að spjalla.

IMG_8350

Og gestir voru á ýmsum aldri, sá stutti horfir í forundan á allt þetta prúðbúna fólk og alla litadýrðina.

IMG_8351

Hér er Jói flottur nýkomin frá Thailandi sólbrúnn og sætur.

IMG_8355

Ekki frímúrarar heldur bara múrarar og ekki verri fyrir það.

IMG_8358

Og fólk fór upp og skemmti hvort öðru hér er veislustjórinn og gestir. Valdi og Sigríður að segja skemmtisögur.

IMG_8360

Halldór á BB er nú vanari að vera fyrir aftan myndavélina, enda mundar hann hana hér.

IMG_8361

Já þær voru nokkrar prinsessurnar á þessu balli.

IMG_8367

Og rokkhjónin voru svo sannarlega í stuði, og voru frábær, og allir í stuði með þeim á ballinu, sem haldin var á Baldursbrá(Baldursbar) stundum kallaður eftir ákveðnum öðlingi sem þótti sopinn góður.LoL Þjóðsagnapersónunni séra Baldri í Vatnsfirði.

IMG_8369

Elli í góðum félagsskap.

IMG_8370

Og gamli gráni stóð þeim snúning þeim yngri.

IMG_8374

Já það var sannarlega skemmtileg helgi.

IMG_8387

Frændi minn á Laugalandi Þórður Halldórsson yngri með sinni ektakvinnu.

IMG_8405

Og þeir skemmtu sér vel Háskólasetursnemendur.

IMG_8407

Glaður og skemmtilegur hópur, og það hefur örugglega verið heilmikil upplifun hjá þeim að fara á ekta íslenskt þorrablót og svo í risastóra heita laug.

IMG_8430

Og vertarnir taka snúning eftir vel heppnaða veislu.

IMG_8432

Já svo sannarlega skemmtu þau sér vel.

IMG_8436

Ég held að þau hafi komið alla leið frá Siglufirði.

IMG_8442

Æringjar.

IMG_8453

Og virðuleg hjón á besta aldri Þór og Álfhildur.

IMG_8464

Og Guðni Páll og Jón (Nonni Búbba) að hygge sig.

IMG_8468

Þessi ungi maður er að búa sig undir að sigla á Kajak kring um landið á aðeins tveimur mánuðum, og safna áheitum fyrir Samhjálp. Eins gott að fylgjast með honum. Hann verður einn á sjó allan tímann, en kemur í land á nóttinni. Frábært af ungum manni. Það mættu vera fleiri svona frábært ungt fólk eins og hann og heimskautafarinn okkar.

IMG_8471

Í bók um Viggó Viðurdan dönsuðu ljósastaurarnir, hér leggja þeir sig bara, ef til vill eftir dansLoL

IMG_8473

Og svo var gott að komast út á sjó á sunnudaginn og hrista af sér slenið og matinn.

IMG_8476

Ég hef aldrei prófað, búið að marg reyna að koma mér út á sjó. 'Eg held að ef hægt væri að troða mér ofan í einn svona, kæmist ég ekki upp úr aftur fyrr en eftir hálfsmánaða sveltiW00t

IMG_8478

Og að landi koma allir litlu gæsarungarnir aftur.

IMG_8483

Halldór er einn af fremstu kajakræðurum landsins og þó víðar væri leitað. Hann hefur verið að kenna útlendingunum og mörgum öðrum að róa, og gerir það afar vel. Fyrir utan að vera ein af driffjöðrunum í Sæfara kajakklúbbi Ísafjarðar.

IMG_8485

Og hér er hann einmitt að kenna einum nemanda að velta sér á kajak.

IMG_8490

Ákveðin tækni en margar aðferðir við að velta sér og best að æfa sig í lauginni.

IMG_8491

Lagt upp þetta er ein aðferðin.

IMG_8492

Þarf ákveðna nákvæmni.

IMG_8493

Svo er rúllað yfir.

IMG_8494

Á hvolf.

IMG_8495

Og komið upp á hinni hliðinni.

IMG_8496

Og rétta. Sannarlega flott að sjá þetta.

En nú var komin tími til að halda heim, þetta var búið að vera yndislegur tími með góðum vinum og öðru góðu fólki. 'Eg segi bara innilega takk fyrir migHeart

IMG_8507

Falleg mynd í Djúpinu að lokum. Og eigið gott kvöld. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm þetta er svona maraþonsýning.  En vonandi njótið þið að skoða elskurnar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.2.2013 kl. 22:56

2 identicon

Yndislegt að komast á heimaslóðir sitjandi á rassinum. Mér hlýnaði að sjá laugina og langaði útí . Frábært að sjá fjörið hjá ykkur

Dísa (IP-tala skráð) 8.2.2013 kl. 09:04

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Dísa mín svo sannarlega er þessi laug alveg einstök.  Og þú bjóst einmitt þarna rétt í nágrenninu, þið hafið örugglega nýtt ykkur laugina meðan þú bjóst þarna

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.2.2013 kl. 10:25

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ja hérna stelpa, þú ert sko búin að djamma fyrir okkur báðar, ég hef ekkert farið á mannamót, en það stendur nú til bóta, Húsavíkurkvöld í Kaplakrika 22.feb. á vegum Völsunga, hlakka mikið til.  Hafðu það gott yndið mitt og takk fyrir myndirnar.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.2.2013 kl. 11:31

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ásdís mín, flott hjá þér að skella þér á Húsavíkurkvöld.  Sömuleiðis mín kæra

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.2.2013 kl. 15:21

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 8.2.2013 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 2021018

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband