31.12.2012 | 14:58
Gleðilegt ár.
Ég get ekki verið heima hjá mér um áramótin eins og ég vonaðist til. 'Eg er hálf leið yfir þessu, sérstaklega þar sem barnabörnin mín ætluðu að vera þar með okkur. Við verðum bara að hafa annan tíma til að fagna.
En ég óska ykkur gleðilegra jóla Og farsæls komandi árs.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
30.12.2012 | 14:38
Í Austurríki til Danmerkur.
Ferðin mín er ennþá á dagskrá. Við vorum nokkra daga í Osló hjá syni mínum og fjölskyldu.
ég kom með lambalæri að heiman, og það var eldað og etið með ánægju.
Það var líka virkilega gaman að fá þau heim um jólin. Afi saknar hennar sárt, litlu Sólveigar Huldu, en þau voru mestu mátar í Noregi. Hún er líka svo yndæl og skemmtileg, það er líka stóri bróðir Óðinn Freyr.
Og enn einn sonurinn í eldhúsinu.
Litla snúllan hennar ömmu sín
Hún verður einhverntíman leikkona sennilega, því hún hefur ótrúlega mikil svipbrigði sem hún setur upp.
Austurríki heilsaði með snjókomu.
Svona getur það verið.
Og hér er JónElli litli karl með mömmu sinni. Hann er farin að hlaupa út um allt, klifra upp á allt.
Ásthildur og Trölli.
Nú ætlar hún að baka pönnukökur.
Þá þarf að brjóta egg og svoleiðis. Hún er svaka dugleg að baka.
Afi leikur við stubbinn og stelpurnar.
Og svo fór snjórinn.
Prins í höllinni sinni.
Með varðhundinn og köttinn.
Meö ömmu.
Og mömmu.
Já komið þið bara ég er viðbúin!
Og kisurnar á heimilinu láta sig hafa ýmislegt.
Með pabba.
Ásthildarnar tvær.
Og snjórinn kom aftur og þá var gaman að fara úr.
Nammi namm.
Jamm það þarf að smakka allt.
Svo tók afi fram klarinettið.
Það þurfti að prófa það líka.
Hanna Sól er í tónlistaskóla og lærir á píanó, hún er voða dugleg.
Ásthildur á gítar sem hún semur lög á. Sólveig Hulda fékk líka gítar í jólagjöf, hún á örugglega eftir að nota hann vel. Og Evíta semur líka falleg lög og texta.
Þetta heitir örugglega samspil
Og þetta líka.
Hér er verið að búa til pizzur.
Skógarkisa.
Svo voru búnar til jólaseríur úr jógúrtdollum.
Það kom bara ljómandi vel út.
Mest gaman er auðvitað að hafa búið þetta til sjálfur.
Og ánægjan sýnir sig.
Svo eru kanínur á heimilinu, En þær verða að vera frammi í garðhýsinu.
Þessi ungi maður er að vinna hjá Bjarka, Steinn heitir hann afskaplega ljúfur og góður drengur.
En allt tekur enda og við erum hér komin til Kaupmannahafnar, þar var bara snjókoma og leiðinda veður.
Við gistum í miðbænum og fórum í Tívolí, en meira um það síðar.
Eigið góðan dag elskurnar, ég vona svo sannarlega að ég fái að fara heim í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.12.2012 | 21:41
Vetraróveður fyrir vestan.
Ég vil bara láta vita af mér, er búin að vera á vergangi s.l. tvo daga, fengið gistingu hjá systrum mínum.
Hér er búið að vera þvílíkt óveður að annað eins hefur varla verið síðan 1995 að minnsta kosti.
Það er nú samt verið að moka. Við erum búin að vera rafmagnslaus síðan kl. 11 í morgun, en nú er rafmagnið loksins komið, hve lengi sem það verður.
Kúlan komin á kaf.
Hér má sjá Ella minn berjast við að koma sér út.
Það er ekkert gamanmál að komast þetta.
Sendi bara hlýjar kveðjur út vetraróveðrinu hér á Ísafirði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
25.12.2012 | 17:20
Ferðin mín - Austfjorden.
Já þá var ég komin til Inga Þórs míns og fjölskyldunnar þar, þau búa í Austfjordin, sem er nálægt Örsta ekki langt frá Álaborg.
Þetta er Símon Dagur algjör töffari, hér er hann að dansa GangamStyle Wúbb Wúbb....
Yndislegt að hitta þau öll, að vísu var Sóley Ebba ekki heima, en ég hitti öll hin börnin, þau búa í gömlum bóndabæ, bóndinn sjálfur býr í næsta húsi hann er geitabóndi og bæði börnin og Ingi Þór eru dugleg við að hjálpa honum með geiturnar.
Það er svo merkilegt við Evítu Cesil og Ásthildi Cesil að það er svo margt sameiginlegt með þeim, þó þær hafi ekki þekkst nema meðan þær voru ómálga börn, báðar skapmiklar skessur, en svo blíðar og góðar, vilja hels bara vera á naríonum eða þaðan af minna. Hér spilar Evíta á Píanó eins oghún ein kann. hehhe.
Og stubbur gerir allt eins og stóra systir
Kristján Logi er orðin svaka stór og flottur strákur.
Og Aron Máni líka. Þeir eru frábærir báðir tveir. Og eru á Íslandi hjá pabba sínum yfir jólin, svo vonandi koma þeir heimsókn í Kúluna.
Það er ekkert leyndarmál en í þessari fjölskyldu eru það strákarnir sem elda besta matinn. Bjössi, Ingi Þór, Skafti, Júlli minn var líka eðalkokkur og svo Úlfur. Allir elska að elda góðan mat. Hér er verið að elda lærið sem ég druslaði með mér að heiman. En maður á ekki að kaupa lærið í fríhöfninni, þau eru löng og mjó, það er eins og það sé verið að hugsa, útlendingar vita ekki hvernig góð læri eiga að vera og henda ruslinu á völlinn, og svo eru þau þar á ofan helmingi dýrari en í Bónus.
Það er svo notalegt hjá pabba.
En eins og ég sagði þá var Sólveig Hulda mín ekki heima. Hún er frábær listamaður bæði spilar hún á allskonar hljóðfæri, mest á píanó og gítar, hún er líka farin að semja sjálf, reyndar löngu byrjuð á því, því þegar Evíta var skírð þá spilaði hún frumsamið lag á orgelið í gömlu kirkjunni í Unaðstal.
En svo teiknar hún líka svo fallega, hún hefur nú tvö síðastliðin ár tekinað forsíðumyndina á ævintýrabókunum sem ég sem fyrir börnin.
Hér eru líka nokkur sýnishorn.
Hér sjáum við Kurt Cobein
Bob Marley, hugsið ykkur þetta er 15 ára gömul stúlka og eina sem hún hefur lært í teiknun er skrautskrift hjá honum Jens okkar Guði.
Hér er mynd af Júlla mínum, í hans minningu.
Hér er föðurbróðir hennar Sverrir Karl, í hans minningu.
Þú ert svo flott Sóley Ebba mín Mig langaði virkilega að hitta þig.
Það er voða notalegt að kúra hjá pabba sínum.
Flott skotta hún Evíta Cesil.
Svo er líka notalegt að vera með mömmu. Símon á vin sem heitir Carl minnir mig, hann er kring um 12 ára og leikur oft við, Carl hjálpar honum líka oft. En það sér engin Carl nema Símon.
Í sveitinni koma bændur og banka upp á til að selja afurðir sínar.
Í þetta skipti eplabóndi að selja epli og epladjús.
Mamma meiri epladjús!
Strákarnir mínir sá elsti og sá yngsti.
Landslagið er gríðarlega fallegt hér fyrir norðan.
Fjöllin há, Elli var að segja vini sínum frá, hann sagði þeir binda baggana ferkantaða, annar myndur þeir rulla niður fjallið og alveg niður í sjó
Það er snjór á fjallatoppum.
Já hér er virkilega fallegt og þegar maður kemur heim virka háu fjöllin hér svona svipað og Himmelbjerget.
Vestfirðingar kannast vel við svona manngerð göng, en við ökum ekki lengur um þau, þar sem Óshlíðinn er ekki farin lengur. Annars er vegagerð hér svona frekar á eftir. Þó eru þeir mikið í gagnagerðum, hér hafa verið byggð 6 ný göng frá því ég var hér síðast og stóru göngin á leiðinni þau eru um 6 km löng og færa Austfjorden töluvert nær Örsta. En svo eru byggðar brýr og ferjur, mig minnir að það þurfi að fara í tvær ferjur til að komast til Ålesund og ótal göng á leiðinni og brýr. En flestir vegir eru frekar þröngir og krókóttir og ökuhraði um 60 km.
En mikið var gaman að koma og hitta blessuð barnabörnin mín.
Flestir norðmenn eiga skútur eða annarskonar fleytur, þeir eru miklir veiðimenn, og börnin eru ekki gömul þegar þau fá veiðihníf í beltið.
Svo var þessi allof stutta heimsókn á enda, og Ingi minn skutlaði mér á flugvöllinn. Hér þarf að fara gegnum öryggishlið í innanlandsflugi.
Gleðipinnar. En þar sem ég sat á flugvellinum og beið eftir flugvélinni tók ég eftir því að enginn karlmaður komst gegnum leitarhliðið nema að taka af sér beltið. Og allir karlmenn eru jú með belti. Svo ég var að hugsa hvort tæknin ætti ekki að koma hér að og spara þessar beltislosanir. Eða hanna belti sem fara gegnum leitarhlið. En svo var kveðjustund og þá að koma sér upp í flugvélina og fljúga til Oslóar.
Flogið yfir Örsta. Flogið í faðm fjölskyldunnar í Osló.
Þar var svo stoppað í tvo daga, síðan í átt að Austurríki.
Eigið góðan dag og gleðilegan jóladag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
24.12.2012 | 13:35
Jólakveðja til ykkar allra.
Kæru vinir, vandamenn og bloggvinir, ég vil senda ykkur öllum bestu óskir um gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár. Og þakka innilega fyrir góð samskipti, samskipti sem ég hef lært mikið af og glaðst yfir.
Það er ómetanlegt að eignast svona marga vini og taka þátt í uppbyggilegum samræðum, skiptast á skoðunum við fólk sem maður hefur jafnvel aldrei séð, en finnst þekka alveg í gegn.
Kúlan mín.
Jólabörnin mín, myndin annars tekin í Tívólíinu í Kaupmannahöfn.
Fékk svo fallega kveðju frá Hegranesgoðanum og læt hana fylgja hér með.
Gleðileg jól
Íslendingar hafa haldið jólin hátíðleg frá því að land byggðist. Eflaust hefur rauði þráðurinn í hátíð ljóssins verið sá sami frá upphafi þ.e. að fagna birtunni og þeim góðu gjöfum sem almættið gefur okkur mönnunum. Vissulega hafa siðir og formerki jólanna breyst í aldanna rás, en fögnuðurinn er sá sami og verður á meðan jörð hverfist um sólu.
Rætur jólanna liggja djúpum rótum í sið vorra Norrænna manna, en engu að síður hafa straumar og lífssýn seytlast í þúsundir ára á milli menningarheima, en þó ekki með þeim hraða og straumi sem fylgir netvæddum nútímanum. Sumir sjá skýra hliðstæðu í hinum góða ási Baldri hinum hvíta og frelsaranum frá Nasaret. Augljós eru áhrifin í hina áttina þ.e. áhrif Rómverja, sem ástunduðu keimlík trúarbrögð og vor siður er, á kristnina, sem tók sín bernskuspor í ríki Rómar. Skýrasta birtingarmynd áhrifanna er í sjálfu jólahaldinu, sem heiðrað var með því að gera hátíðina sömuleiðis að fæðingarhátíð frelsarans.
Á þarsíðustu öld varð jólatréð liður í jólahaldinu hér á landi og hefur vegur þess farið vaxandi. Það á skýra samsvörun í okkar Norræna sið sem lífsins tré, Askur Yggdrasills. Tréð stendur upp í gegnum heiminn allan og er sameiningartákn lífsins og ólíkra krafta heimsins.
Boðskapur jólanna er nýtt upphaf og tilhlökkun yfir bjartari tíð. Helgisaga jólanna er falleg ástarsaga þeirra Freys og Gerðar Gýmisdóttur. Freyr frjósemisgoð er bróðir Freyju, en þau eru af ætt Vana, en Gerður, sem fegurst er allra kvenna, er af ætt jötna. Með Brúðkaupinu, sem fram fór á jólunum náðist sátt á milli myrkursins og birtunnar, sem tryggði hringrás árstíðanna. Brúðhjónin, sem voru af gjörólíkum uppruna, náðu vel saman og elskuðust á jólunum í níu daga og níu nætur, á meðan á brúðkaupinu stóð.
Það fer því vel á því að gera vel við sig og sína á jólunum í mat og drykk og gleðjast yfir því jákvæða sem tilveran hefur upp á að bjóða. Boð og veisluhöld eru góð leið til þess að koma saman og rækta andann og efla tengslin við frændgarðinn. Að lokum er hér falleg og skýr mynd úr Völuspá, sem segir frá nýju upphafi. Ég óska lesendum ástríkra jóla og birtu og gleði á nýju ári.
Sér hún upp koma
öðru sinni
Jörð úr ægi
iðjagræna;
falla fossar,
flýgur örn yfir,
sá er á fjalli
fiska veiðir.
Sigurjón Þórðarson, Hegranesgoði
Gleðileg jól öll sömul og hjartans þakkir fyrir allt að liðna gamalt og gott.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
22.12.2012 | 20:22
Viðtal af Útvarpi Sögu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
21.12.2012 | 19:44
Heill þér Óðinn, Heill þér Freyja. - Vetrarsólstöður.
Ég lagði leið mína á Silfurtorg í kvöld klukkan sex, þar sem félagar mínir út Ásatrúarfélaginu blótuðu vetrarsólstöðum.
Frá upphafi voru vetrarsólstöður einn af heilögustu tímum ársins, þegar sól byrjar að hækka á lofti. Á þeim tíma var siður að gefa gjafir, vera með sínum nánustu og fagna sólstöðum. Litur Ásatrúar á þessum tíma var grænn og rauður, þeir fluttu inn í hýbýli sín greni eða annað sígrænangróður til að vernda verur, þeir skreyttu með rauðum lit til dæmis eplum.
Það má líka syndga aðeins, eins og að fá sér að reykja áður en athöfn byrjar, þó það sé... já synd eða þannig.
Þessi athöfn var látlaus en samt mikil helgi yfir henni. Helgi landsins, helgi vætta, fánu og flóru og alls þess sem lifir. Hringurinn eini og sanni. Blót til ása og gyðja og landvætta.
Það var nefnilega ekki bara Trölli sem stal jólunum, heldur gerðu hinir kristnu það líka. Til að reyna að fá heiðna menn til fylgilags völdu þeir heilögustu tíma heiðinnar trúar til að vera kristnar og hafa reynt að útmá þá siði sem heiðninni fylgja. Það hefur aldrei heppnast almennilega og nú færist fjör í bæ.
Á þessum sama tíma var blótað víða um land af Ásatrúarfólki.
Verð að viðurkenna af ýmsum ástæðum er ég frekar hrærð á þessum tíma, en það hefur líka haft sín áhrif að ég var inn í kirkjugarði að setja ljósakross á leiði sonar míns. Og hitti aðra móður í svipuðum kringumstæðum. Það á ekkert foreldri að þurfa að grafa börnin sín. við eigum að fá að fara á undan þeim sem við bárum í þennan heim. Það á að vera lögmálið.
Blaðaljósmyndarinn Halldór vinur minn á staðnum. En ég vil láta grafa mig að Ásatrúarsið. Hér gefur Anska fólki piparkökur. Síðan vorum við leyst út með mandarínum að sið Ása að leysa fólk út með gjöfum á þessum tíma.
Þetta var yndisleg stund og háheilög full af kærleika sem nær langt út fyrir mannheima. Svífur yfir allri náttúru landsins og alls þess sem þar býr.
Yndisleg stund og nú fer sól að hækka á lofti, og það er merki kærleikans og ljóssins fyrir okkur öll.
Mig langar að fá mér svona flottan búning, því hann er svo vel við hæfi. Ég var aftur á móti með jólasveinahúfu... eða þannig.
Goðin okkar hún Laufey og Annska báru hitan og þungan af þessari fallegu athöfn. Heill þér Óðinn, heill þér Freyja, heill þér Freyr. Heill öllum ásum og ásynjum, gyðjum og öðrum vættum, heill landi voru og þjóð og heill öllu því sem lifir, heill þér sól og heill þér máni.
Athöfnin endað svo á því að lesið var upp úr Hávamálum, enda eru þau ríkulega notuð í þeirri trú sem kallast Ásatrú, en er í raun og veru trú á allt það góða, bjarta og fallega sem er með umburðarlyndi til allra að leiðarljósi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
20.12.2012 | 16:35
Ferðalagið mitt. Reykjanesbær - Austfjorden.
Ég hef verið svo upptekin við að búa til jólakort, kaupa jólagjafir og pakka inn, svo er alveg eftir að taka húsið í gegn, en það snarlá á að senda jólapakkana. Barnabörnin mín vilja fá söguna sína á jólunum. Þau eru endalaust að spyrja hvort ég sé búin að semja söguna. Nýja sagan heitir: Ævintýrið um Bóseindina og er sannleikskorn í henni.
En sem sagt við vorum komin til Njarvíkur eða Reykjanesbæ.
Litlu ömmustubbarnir sem þar búa, eru miklir fjörkálfar.
Þeir eru í leikskóla á vellinum, og þar er Hjallastefnan ráðandi.
Hér eru þeir hjá einni af ömmunum, en þeir eru svo ríkir að eiga þrjár ömmur. Þessi amma er frá Serbíu og kemur af og til í heimsókn, en því miður má hún ekki flytja hingað, má bara vera í 3 mánuði í senn. Vonandi hittir hún einhvern góðan mann í slíkri heimsókn, sem myndi vilja taka hana að sér svo hún fengi dvalarleyfi. Því það er sárt fyrir hana að vera svo langt í burtu frá strákunum.
Það var logn í Reykjanesbæ bæði þegar ég kom og fór, og yndislega fallegt veður.
Við gerðum ýmislegt okkur til skemmtunnar við þrjár, tengdadóttirinn, móðir hennar og ég. Fórum m.a. í Bláa lónið, nei við fórum ekki ofan í, bara kíktum inn og skoðuðum.
Flottar mæðgur.
Ég kann ekki serbnesku og hún ekki íslensku, en kærleikurinn er þarna til staðar, og hann þarf engin orð.
Já það er gaman að leika sér frjáls og frír.
Á meðan við rusluðumst eldaði sonurinn dýrindis máltíð.
Davíð Elías ætlar líka að verða góður kokkur, því hann fylgdist vel með pabba sínum.
Litlu ærslabelgirnir og mamma.
Svo var leikið smá áður en farið var í náttaföt og rúmið.
Svo þarf að lesa fyrir svefnin og amma var fengin í það.
Og þá gátum við farið að hafa það næs. Það voru lakkaðar neglur, litað hár og allt til að hygge sig.
Það þarf engin orð, það er alveg hægt að eiga góð samskipti án þeirra. En samt sem áður er hægt að læra svona smátt og smátt. Vru´ca Kafa þýðir til dæmis heitt kaffi.
Yndislegt að hitta gott fólk.
Og sorgin sár að verða að fara og yfirgefa fjölskylduna, þó við eigum nóg pláss, og nóg hjartarúm, þá vilja opinberir aðilar takmarka svo mjög að fólk geti komið og verið að það er sorglegt.
En svo var það flugið til Oslóar, hún kom líka með þangað, þar sem hún þurfti að millilenda áleiðis til Belgrad.
Fjölskyldan í Osló.
Skottan mín þar Sólveig Hulda.
Stóri bróðir.
Og litli bumbubúinn.
Svo þurfti að aka ömmu út á flugvöll, því ég þurfti að taka flug til Örsta, þar sem Ingi Þór sonur minn og fjölskyldal búa.
Það var einmitt hér sem þeir tóku af mér smjörstykkið. Vissuð þið að smjörstykki er stórhættulegt sprengistuff sem ekki má fara með í handfarangri í flug, ekki einu sinni innanlands.
Við vorum soldið... mikið of sein á flugvöllinn, ég hljóp flugvöllinn á enda, það er nefnilega þannig að ég tafðist svo í security, ég var æst og reyndi að segja þeim að ég væri að missa af flugvélinni, en þau horfðu bara á mig og héldu áfram sínum seinagangi. Loks komst ég í gegn, smjörlaus hmpfr Er viss um að stúlkan sem tók smjörið ætlar að nota það á jólunum.
Þá tók við hlaup á enda flugstöðvarinnar, gate 1 var nefnilega alveg hinu meginn í flugstöðinni, ég stoppaði samt á leiðinni og spurði hvort flugvélin væri ennþá þarna, en fékk þá að vita að hún var farin og hafði farið of snemma. En sem betur fer var önnur vél tveim tímum seinna, en ég þurfti að fara aftur í gegn og kaupa mér nýjan miða á 2000 kr. norskar.
Það var því sveitt, reið og tætt kerling sem komst alla leið upp í flugvélina.
En það er ekki hægt að vera reiður lengur þegar fallegt umhverfið blasir við í norður Noregi og vonin um að hitta börn og barnabörn.
Miðað við norður Noreg virka fjöllin hér heima eins og Himmelbjarget.
Já frábært alveg.
Og þá er ég komin til Austfjorden, það verður meira sagt frá því aðeins seinna.
Eigið góðan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
20.12.2012 | 10:29
Sjávarútvegsstefna Dögunar samþykkt á félagsfundi.
Svohljóðandi bókun er að finna á www.xdogun.is :
by lillo

Á fjórða tug fundarmanna sátu félagsfundinn og atkvæðagreiðslur hátt í tuttugu. Á myndinni eru hjónin Helga Þórðardóttir og Gunnar Skúli Ármannsson.
Á fjölmennum og góðum félagsfundi Dögunar í Grasrótarmiðstöðinni í gærkvöldi (18. des.) var samhljóða samþykkt stefnumörkun í sjávarútvegsmálum. Fundurinn gerði nokkrar breytingar á tillögu sem kom frá málefnahópi um sjávarútvegsmál og lokaafgreiðsla fundarins var svona:
Stefna Dögunar í sjávarútvegsmálum grundvallast á nýrri stjórnarskrá þar sem kveðið er á um þjóðareign á auðlindum og nýtingarrétti þeirra. Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi og hámarka verðmætasköpun nytjastofna. Gagnger endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu mun byggjast á:
1) Að fullt jafnræði verði í aðgengi að veiðiheimildum.
2) Að greitt verði auðlindagjald fyrir afnotin sem renni til ríkis og sveitarfélaga.
3) Að framsal, framleiga og veðsetning veiðiheimilda verði óheimil.
4) Að aflahlutur sjávarbyggða sé tryggður og hluti veiðileyfa svæðisbundinn.
5) Að öllum nýtanlegum afla sé landað og enginn hvati verði til brottkasts m.a. með því að kvótasettum fisktegundum verði fækkað.
6) Að fjárhags- og rekstrarlegur aðskilnaður sé tryggður milli veiða og fiskvinnslu, allur afli fari á markað og verðmyndun sé 100% bundin fiskmörkuðum.
7) Að veiðiráðgjöf verði endurskoðuð og fleiri aðilar komi að ráðgjöfinni.
8 ) Að handfæraveiðar verði frjálsar.
9) Að settar verði framfylgjanlegar reglur um umgengni við auðlindina og hafsbotninn til að stuðla að endurnýjun, sjálfbærni og notkun umhverfisvænni veiðarfæra og aðferða við veiðar.
10) Að boðað verði til þjóðfundar sem fjalli um framtíðarkerfi fiskveiðistjórnunar og ráðstöfun arðs af auðlindum og tilnefni fulltrúa í nefnd til útfærslu á stefnunni.
Niðurlag:
Dögun er opin fyrir þeim leiðum í fiskveiðistjórn sem samrýmast ofangreindum markmiðum.
Einnig var samþykkt ályktun um málefni hátæknisjúkrahússins fyrirhugaða við Hringbraut og er hún svofelld:
Horfið verði frá þeirri miðstýringarstefnu sem nú ríkir í heilbrigðismálum og kerfið byggt upp með minni og manneskjulegri einingum þar sem megináherslan verði lögð á alhliða grunn- og neyðarþjónustu fyrir alla landsmenn í heimahéraði.
Landspítali verði þannig áfram miðstöð lækninga á Íslandi og kennslusjúkrahús en hætt verði við byggingu nýs Landspítala að sinni.
Þess í stað verði bætt kjör heilbrigðis- og umönnunarstétta sem sinna grunnþjónustu um land allt.
oOo
Ég er afskaplega ánægð með þessa sjávarútvegsstefnu, og bara skil ekki af hverju það er ekki fyrir löngu komið á réttlæti í sjávarútvegi á Íslandi allri þjóðinni til hagsbóta, en ekki einhverjum örfáum aðilum sem hafa fengið óveiddann fiski í sjónum á silfurfati.
Ég er líka ánægð með þá stefnu að hætta við þessa risabyggingu, sem örugglega myndi verða til þess að öllum fjórðungssjúkrahúsunum um landið yrði annað hvort lokað, eða yrðu einhverskonar neyðarskýli og geymslustaðir. Því það þarf mikið fé í byggingu sjúkrahússins, og hvar á að taka þá peninga?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
19.12.2012 | 17:45
Leikritið sem leikið er á Íslandi í dag.
Að mínu mati er landsleikrit í gangi. Það er þungur áróður frá hendi þeirra sem vilja ofurselja landið inn í ESB. Það er líka mitt mat að þetta beri vott um örvæntingu. Örvæntingu ESBforkólfanna, um að það gangi illa að kristna þjóðina til fylgilags. Þar er sennilega ástæðan að þeir þola ekki að þessi útkjálka þjóð dragi þá á asnaeyrunum, og vilji ekki inn í fyrirheitna landið. Það er EKKI UMHYGGJA FYRIR LANDI OG ÞÓÐ SEM ÞAR RÆÐUR FERÐ. heldur einhverskonar ótti um að ef þessi litla þjóð afneitar batteríinu, muni fleiri koma á eftir, eins og Bretland til dæmis, sem virðist tvístígandi um hvað skuli gera. Fólkið vill út, en forystumenn þora ekki, eða eru undir þrýstingi Merkel og fleiri ráðstjórnarmanna.
Örvænting utanríkisráðherra og forystu Samfylkingarinnar, sem sjá fyrir sér að komist ekki hreyfing á málið þeim til hagsbóta, muni flokkurinn bíða afhroð í næstu kosningum.
Örvænting VG er af öðrum toga. Þeim er lífsspursmál að þæfa málið og kæfa það fyrir kosningar, til að eiga sér líf eftir þær.
Rúvdæmið er mér til umhugsunar. Er þar um að ræða fé sem sett er inn í stofnunina, annað hvort beint eða sem kostun, af þeim peningum sem nú streyma inn í landið frá ESB í allskonar ímyndunarferli, fyrir innlimun. Þar er hver sjórafturinn dreginn fram af öðrum frá Sambandinu til að telja okkur trú um hvað það sé nú gott við kjötkatla ESB.
Sérstaklega sker í augun endalaus áróður í Speglinum og kvöldfréttum ríkisútvarpsins, með Sigrúnu Davíðsdóttur í fararbroddi.
Svo er svoköllu Evrópustofa með allskonar uppátæki og gylliboð.
Ég vona innilega að almenningur láti ekki blekkja sig. Því hér er einungis um blákaldan útspekuleraðan áróður að ræða, með hræðslu og gylliloforðum. En ekki umhyggju fyrir landi og þjóð.
Gylliboðum um að hér muni drjúpa smjör af hverju strái á landsbyggðinni ef við bara segjum já.
Við eigum sem sagt að leggjast í eymd og volæði og láta sambandið hugsa um okkur og fyrir okkur.
Þess vegna er þetta leikrit sett á svið. Það er sýnt á ýmsum stöðum, af ýmsum aðilum, sem hafa það eitt að leiðarljósi að gabba þjóðina inn í gyllt búr, sem mun gleypa okkur að fullu og öllu.
Það er verið að tala um "kynningu" á þessu sambandi, hvenær er það kölluð kynning, þegar einhliða áróður er viðhafður. Ekki kostir og gallar. Nei almáttugur það gæti verið hættulegt að við fengjum smjörþefinn af þeim ágöllum sem eru á þessari vegferð.
Já utanríkisráðherra gerist nú vígreifur og talar hátt og mikið, "Guðsgjöf fyrir landsbyggðina" kallar hann þetta. Hann er nefnilega búin að átta sig á því að andstaðan er mest á landsbyggðinni, þar sem menn þekkja til landbúnaðar og sjávarútvegs á eigin skinni, og vilja ekki yfirtöku erlendra aðila á þeim gæðum sem við eigum þar.
Það er búið að kristna flesta prófessora og lattelepjandi sértrúarsöfnuði í 101 Reykjavík, sem ekkert vita um hvað heldur þessu landi í rauninni á floti. Margir halda að peningarnir verði til í Kringlum og Smáralindum, eða með froðufé.
Við getum náð okkur á strik, við þurfum bara stjórnvöld sem vilja byggja upp samfélagið á eigin forsendum, við erum stolt fólk, og við viljum ekki ölmusu. Við viljum fá að bretta upp ermar og vinna okkur út úr vandanum á eigin forsendum, en ekki undir fölskum "verndarvæng" yfirráðaseggja sem sá hvað þetta land hefur upp á að bjóða í allskonar gersemum sem hér eru hjá fámennri þjóð.
Ég vona innilega að einhvern daginn verði Össur Skarphéðinsson og fleiri ráðamenn dregnir fyrir dómstóla og dæmdir sem landráðamenn, samkvæmt stjórnarskrá þar sem segir að hver sá sem vinnur að því að leggja landið undir erlend yfirráð sé landráðamaður.
Ég á flest mín börn og barnabörn erlendis. Mín heitasta ósk er sú að þau geti komið heim og átt hér gott líf. Það gerist ekki nema við fáum stjórnvöld sem setja fólk í forgang. Ekki banka, ekki fjármagn, ekki eigin sjálfsmynd. Forystu sem skynjar að það er fólkið í landinu, heimilin og fjölskyldurnar sem er mesta auðlindin sem landið á. Það gerum við ekki með því að flýja inn á faðm stórveldis, sem sífellt sækist eftir meiri yfirráðum yfir þeim þjóðum sem gangast undir ægivaldið, allt undir yfirskyni lýðræðis og umhyggju fyrir þjóðum, svo kjánalega sem það nú hljómar þegar við lítum yfir sviðið og sjáum ekkert nema fátækt og örvæntingu þeirra þjóða sem verst standa innan ESB. Allar góðar vættir forði okkur frá slíkum helfaðmlögum.
![]() |
Tafarleikir Jóns tefja fyrir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 3
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 72
- Frá upphafi: 2024182
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar