Áskorun - sýnum stjórnvöldum rauða spjaldið á Austurvelli í dag. Burt með Icesave og burt með ESB.

Það liggur eitthvað í loftinu þennan dag.  Eitthvað sem er að gerast sem gæti skipt sköpum í okkar þjóðfélagi.  Ef til vill er það bara stormur í vatnsglasi, en ef til vill er það eitthvað sem er að gerjast og gæti orðið okkur til góðs, vonandi.  Þegar alþingi frestar æ ofan í æ atkvæðagreiðsu og þingfundi á alþingi, þá þýðir það að eitthvað er að gefa sig.  Stíflan ef til vill að bresta.  Ef svo er, þá er það eingöngu fyrir tilstilli sívaxandi þunga frá íslenskum almenningi.  Réttmæt krafa um heiðarleika og sanngirni. 

Ef loksins ráðamenn sjá að þeir eru ekki bara að eiga við refi og pólitíska andstæðinga á þingi, heldur 70% íslensku þjóðarinnar.  Vonandi hafa þeir áttað sig á því að það gengur ekki upp. 

Það er líka með ólíkindum ef Samfylkingin (sem oftar en ekki hefur hlaupið eftir skoðanakönnunum) þorir að ganga gegn vilja svo stórs hluta landsmanna, og til hvers? jú bara til að eiga fyrir miðanum inn í ESB. 

Leiðin þangað er alls ekki greið.  Þó sumir séu tilbúnir til að fórna öllum okkar auðlindum og mannauði, þá dugar það ekki til, eins og staðan er í dag.  Því mikill meirihluti þjóðarinnar vill ekki þangað inn, þó margir vilji sjá hvað er í boði.  Reyndar hefur tala þeirra sem þannig hugsa snarlækkað, þegar þeir sjá hvernig bretar og hollendingar koma fram við okkur.  Skynsamt fólk vill ekki spila við þá sem svindla við spilaborðið.

Það sem er að koma í ljós núna á hverjum degi, segir okkur líka að stjórnvöld hafa ekki verið heiðarleg í upplýsingum eða framgangi sínum við samningaborðin.  Þar hafa ríkt önnur sjónarmið en þau að vinna Íslandi sem best.  Ef til vill góðir hægindastólar í Brussel.

Venjulegir kjósendur stjórnarflokkana hafa dregið sig í hlé og hugsa sitt, bíða, meðan gapuxarnir reyna að gapa um að við verðum að samþykkja Icesave og inngöngu í ESB, þetta hljómar í mínum eyrum eins og kall í eyðimörkinni.   Verður sífellt meira hjáróma, eftir því sem hugsandi fólk dregur sig meira í hlé og vill sannleika og heiðarleika og allt upp á borðið.

Versta við þetta er að þetta sama fólk treystir heldur ekki Sjálfstæðismönnum og Framsóknarmönnum, til þess hafa þeir nógu mikinn skít á sinni könnu, sem þeir hafa ekki nýtt tíma sinn í að hreinsa og moka út.  Það treysta þeim því afar fáir til að fara með stjórn landsins, og flestir eru á því að þó núna sé ekki mikið gert af því að hreinsa til í stjórnsýslunni, þá muni það allt stöðvast ef þeir komast að völdum aftur.  Því er nú verr.

Þess vegna verður stjórnarkreppa í landinu ef þessi ríkisstjórn fer frá.  Þó hún sé slæm þá virðist hinn kosturinn ennþá verri.

Hvað er þá til ráða?  Jú það þarf að ráða fólk til að stjórna landinu, sem er ekki í pólitík. Fólk sem hefur vit og þekkingu til að takast á við það sem gera skal.  Til dæmis eins og Gunnar Tómasson, Láru Hönnu Einarsdóttur Marnínó Njálsson, Vilhjálm Bjarnason og marga fleiri sem hafa verið að tala hér af skynsemi, fá svo Evu Joly til að stjórna hópnum.  Meðan á þessu stendur þarf að senda flesta alþingismenn heim, það eru örfáir einstaklingar inn á þingi sem hafa staðið af heilindum með þjóðinni, þeir eru taldir á fingrum annarar handar, eða næstum því.  Hina á alla að senda til síns heima og gera þeim að lesa og kynna sér hvað heilindi, traust og virðing er.  Því þeir hafa greinilega löngu gleymt því meðan þeir hafa yljað sér við kjötkatlana, gripið það sem þeir hafa getað náð, og hyglað sér og sínum á kostnað annara.

Það er mín ósk að okkur auðnist að vinna að þessu einhvernveginn svona.  Skipta út spillingunni fyrir hugsjónir og þekkingu.  Byrja á að hætta að greiða pólitískum flokkum fé til stafseminnar, og líka má hugsa sér að skera niður allar þær pólitísku nefndir og ráð sem sumar eru löngu úreltar og hafa engan tilgang, en menn sitja og maka sinn krók í skúmaskotum.  Taka í gegn bankana sem mér skilst að séu að fara ránshendi um eigur almennings, og afskrifa skuldir peningamanna og stjórnmálamanna í milljörðum, meðan hert er að venjulega jóni með hótunum um eignaupptöku og skuldafangelsi. 

Hvar erum við eiginlega stödd Íslenska þjóð?

Ég skrifa þetta sem mitt rauða ljós á Austurvelli, þar sem ég kemst ekki, og það er til lítils fyrir mig að standa á Silfurtorgi þar myndi ekki rödd mín hljóma. 

Hér dreg ég því upp rautt ljós og rauða spjaldið á íslensk stjórnvöld, sem ég tel að hafi algjörlega brugðist öllu því sem þau lofuðu okkur fyrir kosningar.   Og lít því á sem svo að þau hafi sjálf fyrirgert sínum rétti til að kalla sig ráðamenn landsins.  Þetta á líka við um flest alla í stjórnarandstöðu.  Þó þeir eigi gott skilið fyrir að standa fast á bremsum í Icesave af hvaða ástæðum sem svo það er.

En Íslandi allt.  Megi okkar fallega land og fólkið okkar endurheimta virðingu sína og velferð.

safe_image

Því miður er ég ekki með mynd af fánanum í þessari tölvu.  En þetta flagg stendur fyrir sínu. 

c_documents_and_settings_erna_hjaltested_my_documents_blog_isl_faninn_713981

 

http://raksig.blog.is/blog/raksig/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Og segjum okkur úr EES því það er grundvöllur alls ills hér á landi.

Fjórfrelsið er okkur ofviða eins og dæmin sanna.

Gróðapungar fá ekki bundist og stela og flytja allt sem áður voru sjóðir þjóðarinnar, svo sem tryggingasjóðir Sjóvár, VÍS Samvinnutrygginga og fleirri.

Njóttu hátíðar þó ljúfsárt sé að þessu sinni.

Mibbó

Bjarni Kjartansson, 30.12.2009 kl. 12:19

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já fjórfrelsið er með samasem merki spillingar og duldar. 

Takk Bjarni minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.12.2009 kl. 12:24

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Mætti gallhörð á Austurvöll, þar loguðu blys en það var býsna fámennt þó vissulega góðmennt. Er að leita að myndavélasnúrunni til að setja inn myndir!

Jóhanna Magnúsdóttir, 30.12.2009 kl. 13:04

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hlakka til að sjá myndirnar Jóhanna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.12.2009 kl. 13:11

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Tek undir með Bjarna Kjartanssyni og er mikið niðri fyrir!

Árni Gunnarsson, 30.12.2009 kl. 13:45

6 identicon

Mikið er ég sammála þer um að eitthvað liggi í loftinu og það byrjaði í gær. Það er eins og það hafi opnast einhver flóðgátt ef miðað er við þær fréttir sem maður fær. Því miður mætti ég ekki á Austurvöll eins og virðist vera meirihluti þjóðarinnar. En það er ekki þar með sagt að ég styðji það sem er í gerjun núna. 

Núna er hægt að segja að allir fjórflokkarnir hafi drullað upp á bak. Það er virðist vera að engum sé treystandi sem situr á þingi eða í ríkisstjórn nema örfáum hræðum.

Aldrei þessu vant er ég að spá í að hlusta á hræsnina sem kemur út úr Jóhönnu og Órg um áramótin.

Knús í kærleikskúlu 

Kidda (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 14:15

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir innlitið Árni.

Já ég hugsa að ég hlusti líka, en ég er ekki viss um að ég muni trúa henni.  Sennilega segir hún af sér konan. Þetta hefur örugglega reynt mikið á hana, það er erfitt að standa í hennar sporum, þó hún geti fáum öðrum en sjálfri sér kennt um.  Hún hefur ekki staðið á sinni eigin merkingu heldur haldið á blysi annara, það er aldrei gott upp á trúverðugleika.  Hún átti að vita það áður en hún tók að sér að gerast forvígismaður jafn skoðanabreiðs hóps og Samfylkingin er.  Ég held að innst inni vorkenni ég henni og vona að hún komist til betra lífs.  Get samt ekki fyrirgefið henni ESBáráttuna og það sem hún hefur gert í ríkisstjórninni, samnber skjaldborgina og að bjarga heimilum, það mál er erfitt að finna, og vegna aðgerðarleysis hennar og Steingríms er ég að missa mín börn úr landi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.12.2009 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2020871

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband