Nokkur bréf.

Það eru endalaus bréf sem ég hef undir höndum.  Ég hugsa að innst inni hafi ég skilið að okkur Júlla væri ætlað erfitt hlutverk.  Þess vegna passað upp á flest af því sem fram fór.  En svona er lífið.

Samt vil ég taka fram að drengurinn minn var laus úr öllum leiðindamálum þegar hann dó.  Komin með hreint sakarvottorð sem var honum mikils virði.  Og skildi eftir sig tvo yndislega drengi öll listaverkin sín og góðar minningar hjá svo mörgum. 

 En ég held að þetta geti gefið dálitla innsýn í heim sem við þurfum að glíma við aðstandendur og foreldrar.  Því börnin okkar eru of brotin til að gera neitt í sínum málum sjálf.  Þau vita auk þess að það er hvorki hlustað á þau né tekið mark á þeim hvort eð er.                                                                                                    

 Ísafirði, 18. nóvember 2002.    

Fangelsismálastofnun b.t. Erlendar Baldurssonar.

Borgartúni 7,105 Reykjavík.                  

Ég vil þakka bréf þitt dag. 12. nóvember 2002.  En ég vona að það verði hægt að vinna þetta mál áður en drengnum er gert að fara í fangelsi.  ‘Eg undirrituð móðir hans og forráðamaður tel að það verði einungis til að eyðileggja það uppbyggingarstarf sem þegar hefur áunnist með hann, að loka hann inni í fangelsi.  Þess vegna bið ég um að málið verði kannað betur áður en gengið verið að honum til að setja hann í fangelsi.  Öll brotin sem hann framkvæmdi voru gerð í vímu og ölæði.  Þar áður var hann búin að standa sig vel í nokkra mánuði.  Júlíus hefur aldrei áður farið í langtímameðferð, og nú held ég að hann sé ákveðinn í að standa sig.  Hvort það reynist rétt getur aðeins tíminn leitt í ljós.  En það er alveg víst, að ef honum tekst að ganga í gegnum langtímameðferð og komast út úr vítahringnum, þá er það hvorki honum eða samfélaginu til góðs að hann verði svo settur inn í fangelsi, þar sem hann jafnvel myndi falla og öll fyrirhöfnin verða til enskis.   Eins og komið var fyrir Júliusi þá myndi hann frekar flokkast undir heilbrigðisvandamál en lögreglumál.  ‘Eg ber þá einlægu ósk fram að þessi mál verði könnuð og unnin út frá því hvað er best fyrir hann og samfélagið.                                                                                        

Virðingarfyllst,                                                                                  __________________________________                                                                            

Ásthildur Cesil Þórðardóttir.       

Afrit sent: Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar

.Hallgrími Kjartanssyni heimilislækni Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði.

Meðferðarfulltrúum sjúkraheimilinu Vogi Stórhöfða 45, 110 Reykjavík.

 

                                                                                  

Ísafirði 2. janúar 2003.      

Fangelsismálastofnun ríkisins

b.t. Hafdísar Gunnarsdóttur Borgartúni 7

105 Reykjavík.                   

Varðar Júlíus Kristján Thomassen kt. 080769-3269.                

 Samkvæmt bréfi yðar frá 18. desember hefur Júlíusi verið gert að mæta í Hegningarhúsið að Skólavörðustíg 9, Reykjavík miðvikudagin 8. janúar nk.                

Þar sem Júlíus er sviptur forræði og undirrituð hef með höndum forræði hans, vil ég tilkynna að hann er í meðferð á Staðarfelli, búinn að vera í meðferð síðan 29. október.  Honum hefur gengið vel og ég mun reyna að vinna að því öllum árum að hann verði þann tíma í meðferð sem hann þarf.  Ég mun einnig reyna að vinna að því að hann fái að afplána dóm sinn í meðferð, þar sem ég er fullviss um að fangelsisvist muni einungis brjóta niður alla þá uppbyggingarstarfssemi sem áunnist hefur með hann undanfarna mánuði.                 

Þetta tilkynnist yður hér með.                                                                                                

Virðingarfyllst,                                                                 ______________________________________                                                                                 Ásthildur Cesil Þórðardóttir.

 

 

                                                                                                                     

Ísafirði, 2. janúar 2003.    

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið

Arnarhváli101 Reykjavík.                  

Varðar Júlíus Kristján Thomassen kt. 080769-3269 v/dóms nr. 96/2002                 

Ég undirrituð forráðamaður Júlíusar K. Thomassen, óska hér með eftir að sakarkostnaður að fjárhæð 346.490.- ferði felldur niður.  Til rökstuðnings þessa vil ég tilgreina að Júlíus, hefur ekki haft neina vinnu í marga mánuði, hann er búinn að vera lengi í fíkniefnaneyslu, og hefur enginn tök á að greiða þessa fjárhæð, í nánustu framtíð.  Brotinn sem hann framdi voru flest framinn á stuttum tíma til að fjármagna fíkniefnaneyslu.  Hann er nú staðráðinn í að taka sig á og er búinn að vera í meðferð síðan 29. október.  Fyrst á Vogi en síðan á Staðarfelli.  Fjárhæð eins og þessi gæti átt sinn þátt í að gera að engu þá fyrirætlan hans að verða nýtur þjóðfélagsþegn.  Því nógu  erfitt er að koma skikki á líf sitt, og ná sér á strik.                                                                                             

Virðingarfyllst,                             

                      __________________________________________                                                        

  Ásthildur Cesil Þórðardóttir, kr. 110944-4469.

 

 

   

                                                                                                                    Ísafirði, 7. janúar 2003.
 

  Elsku Júlli minn.  

              

  ‘Eg er búinn að vera í sambandi við marga í morgun, það er víst enginn leið að komast hjá fangelsi, en það er samt sem áður allt frekar jákvætt í kring um þig núna.  ‘Eg talaði bæði við Margréti Geirs og Sigríði sýslumann.  Þær höfðu báðar samband við Erlend og hann lofaði þeim báðum að það yrði allt gert til að hjálpa þér.  Einnig  sögðu þær að ‘Olafur hefði gefið þér góða umsögn til Erlendar, og það mun vega þungt að þú kemur inn hreinn.  Margrét sagði að þau hjá fangelsismálstofnun hefðu sagt að ef þú værir jákvæður sjálfur þá yrði allt gert til að hjálpa þér, það væri til aðstoð innan fangelsis stofnunarinna, og það yrði tekið til fullt tillit til aðstæðna. Þannig að nú er bara að halda ró sinni og vera jákvæður.  Mig er búið að dreyma mömmu svo mikið undarfarið, ég vissi að hún vildi segja mér eitthvað og láta mig vita að hún væri með mér. Einnig amma og afi.  Þannig að ég veit að allar góðar vættir eru með þér.  OG eftir að þú ert búinn að ganga í gegnum þetta allt, og ef þú kemur heill út úr því þá liggur heimurinn opinn fyrir þér.  Þú verður að trúa því.  Ég ætlaði að rjúka af stað í fyrramálið til að koma með ‘Ulfinn, en þeir á Staðarfelli ráðlögðu mér að koma ekki fyrr en á Sunnudag.  Þá komum við Úlfur og pabbi, við ætlum að hitta þig og megum dvelja a.m.k. tvo tíma.  Elsku strákurinn minn þetta fer nú senn allt að komast í betra horf.  Og allt veltur þetta á þér sjálfum.  Ef þú ert jákvæður þá verður allt jákvæðara í kring um þig.  Þú þarft að nota eðlilegan sjarma þinn á kerfiskallana, það virkar örugglega.  Þú verður líka að byggja sjálfan þig upp og láta ekkert spilla því sem áunnist hefur.  Ég veit að þér tekst þetta.  Ég ætla ekki að gera neitt sem getur spillt fyrir þér.  En ég fylgist vel með og stend með þér, meðan þú vilt sjálfur láta hjálpa þér.  Upp með góða skapið vinur og þetta líður allt saman hjá.  Hugsaðu um þegar þú getur loks verið frjáls maður og laus við eitrið og vanlíðanina.  Laus við alla fjötra og getur verið eins og hinir.  Tekið bílpróf, keypt þér bíl og leigt íbúð, unnið eins og maður og lífið brosir við þér.  Þetta er allt saman bara rétt handan við hæðina, en það er þar örugglega.  Það er það sem þú þarft að hafa í huga.  Bless í bili vinur og hér biðja allir að heilsa.  Knús og koss frá mömmu. 

Já það er margt mannana bölið.  Ég vil að það sé hugað að framtíðarstefnumörkun í málefnum barnanna okkar sem hafa lent á hliðarspori og geta ekki komist þaðan sjálf.  Það þarf að taka tillit til aðstæðna og kanna hvaða möguleika er hægt að bjóða upp á.  Svona bara gengur ekki lengur.  Þetta er ekki leiðin. 

Eigið góðan dag mín kæru og megi allir góðir vættir vaka með ykkur öllum.   Heart

angel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Þú hefur barist eins og ljón elsku Ía mín- það er magnað að sjá þetta og mér hollt í þeim sporum sem ég er í í dag. Júlli er að hjálpa öðrum, vertu viss.

En samt er svo sárt að sjá að þetta varð honum ekki til lífs, öll baráttan en þvílík dásemd að hann var kominn á mun beinni braut áður en hann lést.

Knús eða öllu heldur Klús eins og Himmi minn sagði alltaf

Ragnheiður , 15.10.2009 kl. 12:10

2 Smámynd: IGG

Bréfin þín Ásthildur mín hræra við hjarta mínu og mér finnst með ólíkindum að viðbrögðin við þeim skuli ekki hafa verið jákvæðari en raun bar vitni.  Það er mikið verk að vinna í þessum málum svo mikið er víst. Kærleikskveðja,

IGG , 15.10.2009 kl. 12:25

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ragnheiður mín og Ingibjörg.  Ég er eitthvað svo lítil í mér þessa dagana.  En finnst einhvernveginn að þessi reynsla mín geti varðað veginn áfram, bæði fyrir foreldra og ef til vill lagt pressu á ráðamenn að fara að huga að framtíðarstefnu í þessum málaflokki.  Það er komin seinnihluti árs 2009 og það er einfaldlega ekki boðlegt að hafa þessi mál ekki í betri farvegi en nú er. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2009 kl. 13:12

4 identicon

ÞAð væri óskandi að ráðamenn færu að bretta upp ermar og sjá til þess að fíklarnir okkar komist í raunhæfa meðferð. Meðferð sem skilar einhverju. Er komin með svo mikla vantrú á td. á Vogi. Kannski hentar það sumum að fara þangað í meðferð.

Kannski er það gott mál að biðlistinn er langur í fangelsin núna í trausti þess að búið verði að gera bragarbót á málefnum fíkla sem brjóta af sér. Lausn sem fælist í lokaðari meðferð sem fólkið væri dæmt í ef það færi ekki þangað sjálfviljugt. 

Peningana má finna með því að gera alvöru í því að ná þeim sem fjármagna og selja. Það eru fleiri tugir milljóna sem eru í neðanjarðarhagkerfinu vegna fíkniefnasölu. Í þeim málaflokki er ýmislegt sem mætti koma upp á yfirborðið eins og í sambandi við td framkoma kerfisins við okkur og fíklana.

Knús í kærleikskúluna

Kidda (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 14:51

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Alveg rétt sem þú segir Kidda mín, það er hægt að finna heilmikið af peningum þarna úti ef viljinn er fyrir hendi.  Það er umhugsunarefni af hverju er ekki gengið harðar í að finna þá sem trónar þar á toppi. 

En við verðum fyrst og fremst að krefjast þess að fíklarnir okkar fái mannsæmandi meðferð og fái bót sinna meina á lokaðri meðferðarstofnun. 

Knús til þín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2009 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 2021022

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband