Nýr flötur eða allavega stungið undir stól. Þurfum við svona stór lán?

Stórmerkileg samantekt hjá Frosta Sigurjónssyni í dag.  Ég vil gera orð hans að mínum og birta greinina hér hjá mér líka.

AGS lánin til óþurftar

thorlindurÞórlindur Kjartansson hagfræðingur vakti athygli á því í vikuni að frekari AGS lán væru gagnslítil. Ég mæli sterklega með grein hans "Ólán í láni" sem birtist á Deiglunni. Hér eru nokkrir punktar úr henni:

1. Ef við tökum það ekki mun erlend skuldastaða ríkisins áfram vera mjög góð í samanburði við önnur lönd, þótt innlend skuldastaða verði verulega slæm.

2. Ef við tökum það þá stendur ekki til að nota það til þess að verja gengi krónunnar, þótt vafasamt sé að treysta stjórnmálamönnum til að standast þá freistingu.

3. Lánaloforðið hefur verið notað til þess að þrýsta á Íslendinga að gangast undir hrikalega ósanngjarna samninga um Icesave skuldbindingarnar og með því að fá ekki lánið ættum við að geta rétt úr bakinu í þeirri deilu.

4. Lánaloforðið hefur haft í för með sér að ekki hefur verið unnt að lækka vexti - og í ofanálag hafa verið sett hér gjaldeyrishöft sem virka eins og fótlóð á hina þreyttu fætur íslensks athafnalífs. Hvernig stuðlar það að "endurreisn íslensks efnahagslífs?" má spyrja.

5. Niðurstaða þess að taka lánin munu líklega verða til þess að með einum eða öðrum hætti (til dæmis með innspýtingu fjár í bankana eða gervi-gengishækkunum) mun stærri hluta kostnaðar af gjaldþroti íslensku einkabankanna verða velt af erlendum áhættufjárfestum og yfir á íslenska skattgreiðendur.

Aðspurðir hafa fleiri hagfræðingar tekið undir sjónarmið Þórlinds.

Eyjan.is leitaði álits Jóns Steinssonar, lektors í hagfræði við Columbia háskóla í Bandaríkjunum, og hafði hann meðal annars þetta að segja:

Ég held að það sé alltof mikið gert úr mikilvægi þess að við byggjum upp stóran gjaldeyrisvaraforða við núverandi aðstæður. Eins og Þórlindur bendir á hafa stjórnvöld þráfaldlega tekið fyrir það að þennan gjaldeyrisvaraforða eigi að nota til þess að styðja við gengi krónunnar. En til hvers er hann þá? Jú, hann skapar ákveðið öryggi varðandi ýmsa erlenda fjámögnun á næstu misserum. En hættan er - eins og Þórlindur bendir á - að stjórnmálamenn og/eða Seðlabankinn freistist til þess að sóa honum í vitleysu eins og stórkostleg gjaldeyrisinngrip til þess að halda í falskt gengi.

Í viðtali við Fréttastofu Stöðvar 2 sagði Jón Daníelsson hagfræðiprófessor við London School of Economics meðal annars þetta:

Ef við setum þetta í samhengi, þá eru þessi lán hærri upphæð en allur Icesave-pakkinn. Ef við höfum ekki efni á að taka Icesave á okkur, þá hlýtur að liggja ljóst fyrir að við höfum ekki heldur efni á að eyða þessum peningum í að styrkja krónuna. Þetta vita allir sem fylgjast með gjaldeyrismörkuðum.

Gjaldeyrisvaraforði, sem ekki má eyða, hefur engan tilgang.

Hin hlutlausa fréttastofa RÚV náði greinilega ekki sambandi við Þórlind Kjartansson, Jón Daníelsson né Jón Steinsson vegna málsins en tók hinsvegar viðtal við Vilhjálm Egilsson doktor í hagfræði og framkvæmdastjóra Samtaka Atvinnulífsins. Spurning RÚV virðist hafa verið sú hvort "gjaldeyrisvarasjóður af þessu tagi sé óþarfur eða hafi ekki tilgang". Vilhjálmur gat auðvitað ekki svarað öðru en að betra væri að hafa stóran gjaldeyrisvarasjóð. Sjá umfjöllun RÚV um málið.

Í tilefni af þessu ritaði Ólafur Arnarson, hagfræðingur og MBA pistil á Pressuna og kemst að eftirfarandi niðurstöðu:

Þess vegna er óhætt að fullyrða að við þurfum ekki að ganga frá Icesave og fá lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Norðurlöndunum til að byggja hér upp gjaldeyrisvarasjóð.

Sá sjóður verður vitagagnslaus og mun ekkert gera annað en að ala á falskri öryggistilfinningu þeirra, sem ekki skilja alþjóðlega fjármálamarkaði.

Þetta er allt mjög merkilegt því fram til þessa hefur það verið viðtekinn stóri sannleikur að við þurfum að taka gríðarleg erlend lán frá AGS og víðar til að málin gangi upp.

Reynist það á misskilningi byggt þá kallar það að sjálfsögðu á endurmat á aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar og það tafarlaust. 

Hvernig skyldi ríkisstjórnin bregast við?

 

Ég set hér inn líka góða grein frá Ögmundi Jónassyni sem hann ritar í Fráttablaðið,  þar kemur han ninn á svipaða hluti. 

Uppgjöf Fréttablaðsins Umræðan Ögmundur Jónasson skrifar um Icesave-samningana Dauft var yfir leiðarasíðu Fréttablaðsins á laugardag.UmræðanÖgmundur Jónasson skrifar um Icesave-samninganaDauft var yfir leiðarasíðu Fréttablaðsins á laugardag. Uppgjafartónn í leiðara, og litlu betri var Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, sem virðist helst sjá það aðfinnsluvert í íslenskum stjórnmálum að ríkisstjórnin skuli "sitja uppi" með "andóf og tafleiki" af hálfu nokkurra stjórnarþingmanna og ráðherra í Icesave-málinu. Þar er m.a. átt við undirritaðan.Steinunn Stefánsdóttir kallar leiðara sinn "Það er búið sem búið er". Þar er viðkvæðið svipað og hjá Þorsteini, búið sé að semja og síðan er því slegið fram að "hver dagur" sé dýr sem líði án þess að gengið sé frá ríkisábyrgð á Icesave-samningnum. Hvers vegna skyldi hver dagur vera dýr? Vegna þess að okkur séu ella allar bjargir bannaðar hér innanlands og vegna tafa á gjaldeyrislánum. En hversu mikill á gjaldeyrisforðinn að verða og hve mikils er til kostandi? Eru þau Steinunn og Þorsteinn sammála Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um að þessi þrjú hundruð þúsund manna þjóð þurfi 5,2 milljarða Bandaríkjadala forða, sem kemur til með að kosta okkur upp undir 20 milljarða kr. árlega í nettóvexti? Gæti dugað helmingi minna? Er ef til vill meira um vert í þröngri stöðu að leggja höfuðáherslu á lækkun vaxta og fara hægara í sakirnar með slökun gjaldeyrishafta? Ég sakna þess að fréttaskýrendur reyni að taka þátt í gagnrýninni umræðu og velti vöngum yfir valkostum Íslands.En það krefst úthalds að gefast ekki upp, loka augunum; segja að við séum búin að fyrirgera öllum rétti okkar og verðum að leggja allt traust á AGS.Staðreyndin er sú að enn höfum við ekki gengist í ríkisábyrgðina þótt sumir hafi verið til þess albúnir að undirgangast hana án þess að gera minnstu tilraun til að kynna sér samninginn! Okkur ber skylda til að tryggja okkur eins vel og hægt er inn í framtíðina. Ef við leikum af okkur þá þurfum við að hafa styrk til að endurmeta stöðuna - svo lengi sem það er hægt.Í Icesave-samningnum er okkur gert að greiða vexti frá síðustu áramótum af meintri skuld við Breta og Hollendinga enda þótt Evróputilskipunin kveði ekki á um að slík kvöð vakni fyrr en undir júlílok. Þetta gera 100 milljónir á dag. Það munar um hvern dag Steinunn. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu fékk 500 milljóna skuldabagga í arf út úr þenslutímanum. Það jafngildir vöxtum af Icesave yfir verslunarmannahelgina. Það getur orðið okkur dýrkeypt að búa við fjölmiðla sem hafa ekki hugrekki og staðfestu til að horfast í augu við vanda okkar og þora aldrei að endurmeta það sem gert er. Ég ætla að vona að menn gangi ekki til viðræðna við Evrópusambandið með þá uppgjöf í farteskinu sem birtist okkur í Fréttablaðinu sl. laugardag.Höfundur er heilbrigðisráðherra.

 

Þessi sjónarmið hafa kraumað lengi niðri í þjóðarsálinni, en verið keyrð í kaf af stjórnovöldum sem ætla sér hvað sem það kostar að þröngva ábyrgð upp á íslenska þjóð.  Og ég spyr eigum við ekki að skoða möguleika sem þennan?  Áður en  við gerum eitthvað sem við getum engan veginn staðið við.  Þurfum við allt þetta lá?

Ég krefst þess sem íslenskur ríkisborgari og þar sem mér er ætlað að taka þátt í að greiða skuldina, og ég krefst þess líka fyrir öll mín börn og barnabörn að þessir hlutir verði endurskoðaðir og geri lokaorð Frosta að mínum:

 Þetta er allt mjög merkilegt því fram til þessa hefur það verið viðtekinn stóri sannleikur að við þurfum að taka gríðarleg erlend lán frá AGS og víðar til að málin gangi upp.

Reynist það á misskilningi byggt þá kallar það að sjálfsögðu á endurmat á aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar og það tafarlaust. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Ég er hrædd

, 10.8.2009 kl. 22:26

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku Dagný mín þú ert örugglega ekki ein um það.  En við verðum að styðja hvort annað  Og sérstaklega reyna að láta forystumennina skilja að við viljum ekki þetta.  Ef þess er nokkur kostur að við getum bjargað okkur sjálf.  Þá eigum við að gera það.  Og ég er alveg viss um að við getum það. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.8.2009 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 83
  • Frá upphafi: 2020991

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband