Frá Tallin til Belgrad. Ísafjörður - Tallin fyrsti hluti.

Við lögðum af stað frá Ísafirði 27. júní á laugardegi. Litlu stelpurnar fóru með okkur og ætla að vera hjá pabba sínum, mamma þeirra kemur svo eftir þrjá daga.  En við dveljum hjá Bjarka pabba þeirra í húsi við Háteigsveg sem hann hefur tekið á leigu, meðan Bára dvelst á landinu.

IMG_2387

Þessi mynd er tekin í dag, sjáið samt hve snjórinn er mikill í fjöllum komin endaður júlí.

 

Picture 002

Á leiðinni suður, krían í árásarhug tekinn í Ísafjarðardjúpi.

 

 

Picture 024

Afi sækir snjó fyrir ungar dömur upp á Þorskafjarðarheiði.

 

 

Picture 028

Komin heim til pabba og hann búin að kaupa alvöruprinsessurúm.

 

 

Picture 035

Og þá var bara eftir að opna skartgripaskrýnið og skreyta prinsessurnar.

 

 

Picture 040

Svo þurfti að teikna... afi er góður leiðbeinandi.

 

Picture 043

Svo er að máta sig við skartgripinaLoL

 

Picture 045

Pabbi þarf svo að lesa fyrir dömurnar sínar.

 

 

Picture 049

Meðan afi fór út að prófa skrýtið hjól.

 

 

 

 

 

Við flugum svo út þann 29. mánudegi.  Við hittum ferðafélagana, en það er lúðrasveit Ísafjarðar sem er að fara.  Það fara þó einungis fáir með, þá langt sé síðan ákveðið var að fara.  Sennilega spilar efnahagsástandið inn í.  Matis sem er tónlistarkennari hér frá Eistlandi tók á móti okkur á flugvellinum í Helsinki, og við fórum með risastórri ferju yfir til Tallin. Það beið okkar rúta og bílstjórinn Arvi sem fylgdu okkur alla dagana í Eistlandi. 

Picture 125

Og nú get ég sýnt ykkur himnagalleríið frá öðru sjónarhorni.  Jafnfallegt fyrir því.

Picture 127

Ekki satt?

Picture 130

Komin til Helsinki.

Picture 133

Jamm hingað liggur leið.

Picture 155

Superstar risastór ferja flutti okkur frá Helsinki til Tallin.

Picture 134

Samt betra að fá sér að drekka fyrst.

Ekki samt og mikið því það kostaði skrifa og segi 5 evrur að pissa þarna.

Picture 149

Má bjóða ykkur Vana Tallinn?  Nei segir Baldi Geirmunds, því hann drekkur ekkert sterkara en kók, já sagðí ég og fékk mér sopa.  Tounge

Picture 143

Aðrir ferðafélagar fengu svona Titanic fíling hehehehe... Enda sumir hér stórleikarar.

Picture 151

Um borð voru margir veitingastaðir, við völdum einn sem var í ódýrarikantinum en vorum ánægð með matinn sem við fengum.

Picture 152

Tallin framundan.

 Picture 157

Komin til Tallin.

Eistland hefur verið við lýði í a.m.k. tíu þúsund ár og Eistlendingar með rótgrónustu þjóðum í heimi, með sitt eigið tungumál sem hefur fylgt þeim alla tíð, og nútímavæðst eftir því sem tímarnir líða.

Vilt dýr í Eistslandi eru m.a. Elgir, skógarbirnir, refir úlfar, hérar, hjartardýr, villisvín og bifur.

Fyrsta og lengstu lestarteinar í Evrópu lágu einmitt frá Tallin til St. Pétursborgar og voru lagðir 1870.

Tallin höfuðborg Eistlands komst á heimskortið um 1154 og fór í samstarf við Hansaverslunarsambandið 1300 - 1500.

 Matis var búin að panta fyrir okkur hótel út í sveit, sem var á virkilega fallegum stað.  Þegar við áttum að tékka okkur inn þar, kom í ljós að posinn virkaði ekki, svo enginn gat greitt fyrir herbergin. 

Endaði með því að Matis lagði fram vegabréfið sitt sem pant fyrir okkur.  Það kom svo á daginn að sumir voru ekki nógu ánægðir með rúmin sem í boði voru.  Og það var ekki morgunmatur innifalinn, og þetta var í sveit, og enginn matsölustaður. Svo Matis ákvað að finna annað hótel niður í Tallin.

Picture 159

Innrituninn gekk ekki vel, því posinn virkaði ekki og endaði með því að Matis þurfti að leggja vegabréfið sitt inn að veði fyrir okkur.

Picture 182

Sveitahótelið.

Picture 163

Hanna Sól og Brandur..... nei Aníta og Branda. LoL

Picture 178

En við áttum yndislegt kvöld í sveitinni, með pólskan mat og eistneskt vín og virkilega góðan félagsskap.

Matis ákvað því að finna annað hótel niður í bæ morguninn eftir.  Hann bauð okkur svo í morgunmat morguninn eftir, því hann hafði áhyggjur af því að við fengjum ekki morgunmat.

 

 

Við eyddum kvöldinu á þessu fallega sveitahóteli, sátum í stórri rólu sem virðist vera hér á mörgum stöðum.  Lech frá Póllandi sem einnig er kennari við tónlistarskólann var kominn ásamt konu sinni frá Warsaw, með allskonar pólskt góðgæti og Matis hafði komið með rauðvín og bjór.  Reynar keypti hann ósköpin öll af bjór í ferjunni, því hann sagði að það væri alveg ómögulegt að vera bjórlaus í rútunni.  Hann reyndist sannspár það, það var gott að fá sér öl sérstaklega þegar langt var ekið.  Við drukkum líka Vana Tallinn sem er líkjör sérlega bragðgóður.

 

 

Picture 185

Í morgunmat hjá Matis og hans góðu fjölskyldu.

 

 

Daginn eftir, var byrjað á morgunmat hjá Matis, hann býr í einni af þessum gömlu rússablokkum sem eru tákn fyrir gamla tímann.  Það var skrýtið að labba upp á sjöttu hæð og allt var eldgamalt hurðir og leiðslur og veggir.  En íbúðin var skemmtileg og sást vel yfir nágrennið.

 

Því næst var að skipta um hótel.  Þetta var gott hótel og auðvelt að komast í bæinn, en við fórum mest allt með rútunni og Arva sem alltaf var boðinn og búinn. 

Svo var haldið suður á bóginn til bæjar sem heitir Pärnu, en þar er stór og mikil strönd. 

Sigrún Viggós ein af ferðafélögunum og Elli syntu í Estrasaltinu en við hin létum okkur nægja að vaða, þarna er mjög aðgrunnt og þarf að fara langt út til að geta synt.

Í Tallin er Rússneskt hverfi þar sem rússar sem koma til að fá betra líf, fá íbúðir.  Þar er líka allt svolítið grátt og ljótt.  Það er greinilegt að Eistar hafa ekki mikla ást á Rússlandi og því sem því viðkemur.

Eistar hafa svo gert tilraun til að fríkka upp á ljótar rússablokkir með því að mála þær í glaðlegum litum og setja blóm á svalirnar.

 

Picture 187

 

Rútan sem flutti okkur hvert á land sem var á Eistlandi.

 

 

 

Picture 205

 

Á leið niður á strönd í Pärnu, Elli vildi endilega taka þessa mynd hehehe..

 

 

Picture 206

 

Ströndin var stórglæsileg, hér eru Lech og Elísabeth.Og Matis á milli.

 

 

Picture 207

 

Ströndin er gríðalega stór og mikil, en mikið aðgrunn.

 

 

Picture 214

 

Vatnið er um 18°.

 

 

Picture 199

 

Ef maður má ekki breyta útliti bæjarins, þá þarf bara að hafa framhliðina í stíl.  Það gera Parísarbúar líka.

 

 

Picture 200

 

Í Eistlandi var lengstu lestarteinar í Evrópu, þegar lestinn gat farið frá Tallinn til St. Pétursborgar.  Hér er gamla lestinn, barn síns tíma. Í dag er dýrara að ferðast með lestum en rútum, sem mér finnst skrýtið, því bílar nota jú olíu eða benzín, meðan lestarnar nota rafmagn og hljóta því að vera umhverfisvænni heldur en rúturnar.

.

 

Picture 223

 

Já það er ýmislegt skondið sem maður sér í útlöndum.

 

 

Picture 231

Skrýtnir gaurar líka LoL

 

Picture 232

Má bjóða ykkur appelsínur.

 

Við borðuðum svo góðan kvöldverð á hótelinu.  Við þurftum að vakna snemma eða kl. 7 að eistneskum tíma, en klukkan hér er þremur tímum á undan okkar.

 

Tallin 134

Hér er reyndar setið fyrir utan og smá bjórþamb í gangi.  Nema náttúrulega Kaja og Baldi, þau drekka bara kók og vatn. 

 

Vöknuðum kl. 6.30 til að borða morgunmat og síðan út í rútu til að fara til eyjarinnar Hiiumsaa, þar er frægur viti sem sum okkar fóru upp í, en ég sat bara og fékk mér rauðvín í góðum félagsskap Elisabethu hinnar pólsku eiginkonu Lech, reglulega yndæl kona.

Matis sagði okkur að þá um nóttina hefði verið svo mikið þrumuveður sunnar í landinu að það kom eldur í 10 hús og þrjú þeirra brunnu til kaldra kola.  Enginn dó þó en einhverjir voru fluttir á sjúkrahús með reykeitrun og fólkið fékk áfallahjálp eftir á.

  

Ferjan sem við fórum með til eyjarinar er sumum íslendingum að góðu kunn, því hún var í flutningum milli lands og eyja meðan Herjólfur var í viðgerð, nafn hennar er St. Ola.  Þeir sögðu að það gæti vel verið að þeir færu aftur til Íslands, því það stendur til að laga Herjólf aftur.  Það var stýrimaðurinn sem sagði Matis þetta og var ánægður með Íslandsdvölina.

 

Picture 248

Um borð í St. Ola.

 

 

Picture 252

 

Vestmanneyingar muna ef til vill eftir þessari ferju.

 

 

 

Við borðuðum hádegismat á skemmtilegri sveitakrá Tarvo Nömm, þegar við komum inn tók á móti okkur tónlist með Messoforte, Gardenpartý glumdi við þegar við gengum inn.  Þarna er líka skrifað á veggina, og sumt á íslensku, gaman að því. Enda dvelur eigandinn á Íslandi á veturna við kennslu í músikk við Mývatn. 

Kemur svo hingað á sumrin og rekur veitingakrá sína yfir blásumarið.  Þetta var yndisleg upplifun. 

En smá útúrdúr hér er spilað oft á dag í eistneska útvarpinu lagið hennar Jóhönnu “Is it true”.

 

Jää hefur skrifað bók um Ísland sem heitir Minu Ísland, þar sem hann segir frá upplifun sinni á Íslandi, fólki og áttúru.  Það væri gaman að fá hana þýdda á Íslensku.  Þetta er tíðkað hér að fólk sem fer í önnur lönd skrifi um þau þegar þeir koma heim.  Þetta er vinsælt og bókin um Ísland var með vinsælustu bókum þetta árið í Eistlandi.  Í bókinni eru mjög fallegar myndir af landi og þjóð.

 

 Á Hiiumaa ókum við fram hjá rússneskri herstöð sem var látinn grotna niður það var greinilegt á rödd fararstjórans að hann hafði andstyggð á þessum stað.  Þaðan voru sendar sprengiflugvélar í stríðinu.  Ef til vill ti Pforzheim, þegar bandamenn lögðu borgina í rúst eftir að stríðinu lauk og um 20 þúsund manns létu lífið á einni nóttu.  Saklausir borgarar konur og börn.  Þetta var hefnd bandamanna vegna þess að í Pforzheim voru hergagnaverksmiðjur. 

Fengum okkur svo kvöldverð um borð í St. Ola og vorum allþreytt þegar við komum heim á hótelið. 

Tallin 003

Kvöldverður um borð í St. Ola. 

 

Sváfum út morguninn eftir.   Nú var hátíðin að byrja.  Við ætluðum niður í miðborg Tallin, og allstaðar var prúðbúið fólk í þjóðbúningum.  Á hótelinu var finnsk lúðrasveit sem lék lög fyrir gestina út í hótelgarðinum. 

Við vorum upp á herbergi og Elli segir við mig, "ég er að horfa á rússneskar fréttir í sjónvarpinu".  Aha sagði ég, "en mikið eru þeir þjóðernissinnaðir, hafa bara lúðrasveit hersins að leika undir fréttirnar".  Svo uppgötvaði ég að blásturinn kom inn um gluggann en ekki úr sjónvarpinu.  Þá var finnska lúðrasveitinn að leika í garðinum.  Við hlóum eftir á yfir því að við skyldum hafa haldi þetta með fréttirnar og lúðrablásturinn.

 

Tallin 224

Finnskar eiginkonur lúðrasveitarmanna komnar í búninga tilbúnar í opnun hátíðarinnar.  Smá brandari, fór upp með lyftunni með nokkrum finnskum lúðrasveitarmönnum.  Þeir spurðu hvaða hæð ég færi á, og ég svarðaði þeim á sænsku, þeir töluðu það mál, að ég færi upp á sjöundu, já sögðu þeir þið segið shugv við segju sju, jamm sagði ég en það bíttar engu fyrir mig því ég er frá Íslandi.  Nú sögðu þeir, þá hlýtur þú að eiga fullt af peningum, og svo hlógu þeir rosalega.  Devil

 

Tallin iðaði öll af lífi og prúðbúnu fólki.  Það var mikil stemning í loftinu og veðrið var yndislegt.

Við fórum upp á hæð þar sem forsetahöllin er og heimili hinna ríku. Svo gengum við um bæinn og upplifðum stemninguna.

 

Tallin 044

 

Garðurinn bak við forsetahöllina.

 

Tallin 048

Höllin sjálf.

 

Tallin 052

 

Myndarlegur yfir 100 ára gamall pílviður í garðinum.

 

Vorum viðstödd opnunarsýninguna sem var á stóru sviði á torgi einu.  Þar sem allskonar hljómsveitir léku. 

Tallin 074

Stórt svið á einu torginu í miðbænum.

Tallin 063

Fólkið streymir allstaðar að, allir prúðbúnir og flestir í þjóðbúningum.

Tallin 082

Það er margt að skoða í Tallinn, hér er afar falleg kirkja og höll upp á hæð sem sést vel yfir Tallin.

Tallin 085

Þar uppi er milljón króna klósett, sem við urðum auðvitað að prófa hehehehe....

Tallin 087

Hér eru margar fagrar byggingar.

Tallin 089

Frá virkisveggnum sést vel yfir Tallin.

Tallin 094

Við þurfum einn svona ekki satt? Þessi smíðar mynt.

Tallin 095

Á ferð okkar gat að líta mörg skrýtin farartæki.

Tallin 100

Góð hugmynd að skreytingum svona á þessum síðustu og verstu.

Tallin 104

Og hátíðin í fullum sving, hér eru það nikkarar sem spila.

Tallin 105

Upplagt að fá sér að borða.

Tallin 111

Og menn eru uppábúnir.

Tallin 118

Konur geta líka stjórnað.

Tallin 119

Úr fíflum og sóleyjum festar hún batt.... þær voru margar sem höfðu svona falleg höfuðskraut.Heart

Tallin 124

Ekki árennileg þessi.

Tallin 125

Tallin var hluti af Hansakaupveldinu, það reyndist ekki vera neitt Bauggroup eða þannig.

Tallin 126

Já þessir koma ef til vill í staðinn fyrir mercedesbens og svoleiðis farartæki.

Tallin 128

Gamlar byggingar.

Tallin 130

Loks er gott að koma sér heim með strætó eftir viðburðarríkan dag.

 

Á föstudeginum fórum við að skoða safn frá síðustu öld.  Það var virkilega gaman að skoða hvernig alþýða Eistlands bjó fyrir löngu síðan, meðan við vorum í torfkofum.  Það er samt ótrúlega margt líkt af munum sem menn notuðu, matarílát, rokkar, vefstólar og svo framvegis.  Bróderingar og fallegur útsaumur.

 

Tallin 141

 

Verðirnir voru afskaplega þjóðlegir í sér.

 

Tallinogfer'6.juli 142

 

Gæti vel verið hér heima, nema bara við vorum í torfkofunum þegar þessi saga gerðist.

 

Tallinogfer'6.juli 149

Sumar eldhús.

 

Tallinogfer'6.juli 159

 

Tvær flottar.

 

Tallinogfer'6.juli 164

 

Flott herbergi.  Tók eftir því hve rúmin voru lítil fólk hefur sennilega hækkað eftir því sem árin líða og við höfum betra matarræði og meira úrval.  Það gæti verið að breytast núna, því matur virðist ekki hafa sama næringargildi nú og áður.

 

Tallinogfer'6.juli 172

Hér eru barnaleikföngin.

 

Tallinogfer'6.juli 160

 

Fallega fléttað, indíjánar í Mexico tvinna saman pálmablöð en hér nota þeir strá af akrinum.

 

Tallinogfer'6.juli 183

 

Þessi hleðsla gæti verið úr Skötufirðinum ekki satt?

 

Tallinogfer'6.juli 185

 

Og hér leikur Jón Jónsson og langspil. Tounge

 

Reyndar rugla ég hér saman tveimur söfnum.  Annað er gamalt sveitasetur sem upprunalegt og sama ættin sem hefur haft umsjón með því, hitt er Estonian Open Museum.

 

Það var stofnað árið 1957 við strendur Kopliflóa, það þekur um 60 ha lands og þar eru 72 byggingar frá 18 öld til 1930.  Því er svo skipt niður í vestur- norður- og suður Eistland og svo eyjarnar.  Og þangað hafa verið flutt hús og munir allstaðar að frá Eistlandi.

 

Á heimleiðinni komum við við í hljóðfærabúð, þar var margt að skoða. 

Um kvöldið fóru svo ferðafélagarnir í næsta þorp til að hlusta á lúðrasveitarkonsert, en ég var þreytt og ákvaðað vera heima. Horfði m.a. á sjónvarpið og sá þá Latabæ á Eistnesku.

 

 

 Tallinogfer'6.juli 218 

Ekkert smáúrval af hljóðfærum.

 

Skrúðgangan byrjaði svo kl. 14 þennan dag, endalaus röð af prúðbúnu fólki frá mörgum löndum.  Þessi hátíð er haldinn á 5 ára fresti og þykir mikill viðburður.  Hér mátti sjá fána frá Noregi, Danmörku, Finnlandi, Kanada Ítalíu og mörgum öðrum löndum.  Fólki kom í hópum og hafði hver hópur sinn fána, eða merki hvaðan þeir væru, skólum, héruðum og slíku. 

Tallinogfer'6.juli 235

Menn farnir að mæta á svæðið.

Tallinogfer'6.juli 246

Sumir komnir ansi langt að, þessir frá Perú.

Tallinogfer'6.juli 296

Glaðar göngukonur.

Tallinogfer'6.juli 234

Og líkt og á Austurvelli veifa menn spjöldum, nema þessi voru gleðispjöld.

Tallinogfer'6.juli 299

Endalaus röð í fleiri klukkutíma full af gleði og fegurð.

Tallinogfer'6.juli 304

Allstaðar að út heiminum, frá Finnlandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Kanada og miklu fleiri.

Tallinogfer'6.juli 305

Áfram áfram nú skal halda, syngja, spila og vera glöð.

Tallinogfer'6.juli 306

Valkyrjur og börn og bura.

Tallinogfer'6.juli 316

Flottar mæðgur með fánana sína.

Tallinogfer'6.juli 323

Þegar skrúðgangan hafði farið fram hjá okkur, fórum við heim á hótel og fylgdumst með öllu í beinni í sjónvarpinu.

Tallinogfer'6.juli 322

Og ef þið hafi haldið að þetta væri ekki mjög margt fólk, þá sést hér að það er heill hellingur alveg.

Picture 203

Hér eru margar fallegar byggingar.

Við fórum líka í listasafn Tallins.

Tallin 033

Nýlega opnuð glæsibygging.

Tallin 035

Húsið bak við stafina er dæmigert hús frá tímabili í Tallinn, mörg þeirra voru sprengd í stríðinu.

Tallin 028

Dálítið dæmigert fyrir okkur ekki satt??LoL

Við fylgdumst með skrúðgöngunni fara hjá, en nenntum ekki að fylgja þeim alla leið á enda, en þau enduðu niður við Leikvanginn frá Ópympíuleikvanginum,   skrúðgangan var endalaus frá því kl. 14 til 18.30, og þá fórum við heim og horfðum á útsendingu í sjónvarpinu þar sem fólkið var að safnast saman við endastöðina.

 

En næst mun ég segja frá dansinum á ólympíuleikvanginum þeirra og svo Konsertinum þar sem við hlýttum á 27 þúsund manna kór syngja. 

Vona að ykkur hafi ekki leiðst ferðalagið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Aldeilis gaman hjá ykkur, skemmtilegar myndir.  Takk fyrr og kær kveðja.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.7.2009 kl. 21:26

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Brandur er mikið flottari en Branda og Hanna Sól er líka flottari en þessi stelpa, það er ljótt að plata!

Jóhann Elíasson, 26.7.2009 kl. 21:43

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elskurnar. Já Jóhann minn ég veit

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.7.2009 kl. 21:54

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Velkomin heim Ásthildur!  Mikið er gaman að fá að ferðast með ykkur hér á síðunni þinni, þetta hefur aldeilis verið strembin en skemmtileg ferð, sem er rétt að hefjast þarna.  Hlakka til að vakna í fyrrmálið og halda áfram í leiðangri með þér og þínum. Kær kveðja til þín og hjartans þakkir fyrir þennan part.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 27.7.2009 kl. 00:43

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Lilja Guðrún mín.  Er að ræða málin við vini mína í Austurríki, og það er alveg sama sagan og alstaðar annarsstaðar, ekki ganga í ESB ekki borga Icesave segja þau.  Þau segja sama og þjóðverjar, ekki hlusta á þetta kjaftæði, þið getið bjargað Evrópu  með þvi að standa utan við þetta batterí.  Það virðist vera krafa alþýðufólks í Evrópu að við segjum NEI!!!.  Og það skulum við gera.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.7.2009 kl. 01:24

6 identicon

Sæl Ásthildur.

 Ekki bregst þú frekar en fyrri daginn. Þetta er mögnuð lýsing og myndirnar eru ftrábærar. Takk fyrir.

Kærleikskveðja

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 09:10

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús og takk Þói minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.7.2009 kl. 09:15

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er "skítt" að þurfa að borga fyrir að fara á "settið"!

Jóhann Elíasson, 27.7.2009 kl. 09:22

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehehe já það má eiginlega segja það. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.7.2009 kl. 09:46

10 Smámynd:

Velkomin heim   Ekki amaleg ferðasaga. Og frábærar myndir  Hlakka til framhaldsins

, 27.7.2009 kl. 10:46

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vá, takk fyrir þetta.  Alveg eins og að vera með í för.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.7.2009 kl. 11:10

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elskurnar mínar.  Það er gaman að segja frá. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.7.2009 kl. 11:52

13 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Frábært að geta setið heima og ferðast í gegnum svona skemmtilegar myndir og sögur hjá þér. Takk takk

Ragnhildur Jónsdóttir, 27.7.2009 kl. 13:08

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mín er ánægjan Ragnhildur mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.7.2009 kl. 16:13

15 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Takk fyrir flottar myndir og skemmtilega ferðasögu, hlakka til að fá  fylgjast með. Kv sirrý

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 27.7.2009 kl. 19:50

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús Sirrý mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.7.2009 kl. 20:46

17 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Velkomin heim. Gaman að sitja heima og ferðast með ykkur  Skemmtilegar myndir og saga.

Ég hefði nú frekar skilið að það kostaði skildinginn á milljónaklósettið  

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 28.7.2009 kl. 17:57

18 identicon

Takk fyrir fyrsta hlutann, les næsta þegar mér hefur hlýnað.

samt er best að þið eruð komin heim

Kidda (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2020986

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband