Grátkórinn byrjaður.

Já þeir eru bestir í að væla greifarnir sem þykjast eiga fiskinn í sjónum.  Ef fyrirtækin þeirra eru ekki betur rekin en svo að þeir fara á hausin við að tekið sé varlega til baka það sem þeir fengu upp í hendurnar ólöglega, þá fara þeir bara á hausinn.  Það vill svo til að fiskurinn hverfur ekki úr sjónum eða hættir að veiðast þó einhverjir stórkarlar leggi upp laupana.  Það verða bara aðrir sem nýta sér auðlind landsmanna allra og gera það vonandi skynsamlegar.  En til þess þarf að breyta miklu í kerfinu sjálfu.  Það er ekki nóg að fara fyrningarleiðina, það þarf að leiðrétta margt annað til dæmis að menn geti komið með allan afla að landi.  Og séu ekki gerðir að glæpamönnum við að henda smáfiski eða óæskilegum tegundum sem ekki er kvóti fyrir.  Þetta þarf að leiðrétta strax og þarf ekki neina fyrningarleið til.  Það er óþolandi er allt að 50 þúsund tonnum af fiski er kastað útbyrðis árlega vegna þess hve kerfið er illa hannað.  Það er líka óþolandi þegar sjórinn er fullur af síld og loðnu að binda hendur sjómanna svo þeir komist ekki í veiðarnar.  Eða eins og einn sjómaður sagði við mig í gær, firðir fyrir suðurfjörðum vestfjarða fullir af sýktri síld, og allir vita að þétt torfa hlýtur að auka smit, þannig að besta leiðin var að veiða sem mest til að grisja stofnin og minnka þannig hættuna á sýkingu stofnsins. 

Það er eins og fáráðnlingar stjórni fiskveiðum hér við land.  Og ekki vilja þeir hlýta ráðum manna eins og Jóns Kristjánssonar sem hefur með góðum árangri ráðlagt færeyingum í mörg ár með þeirra veiðar.

 Blessaðir hættið þessu væli.  Það myndu fáir sakna ykkar þó þið færuð til Miami eða eitthvað lengra. Það myndu bara aðrir fá að veiða í staðinn.  Greinin er hvort sem er í  milljarða skuld.   Vegna þess að menn hafa selt kvóta og komið sér út úr greininni.  Keypt sér m.a. hallir í útlöndum.  og sennilega feita reikninga einhversstaðar í skattaskjólum.  Sorrý en hér þarf breytinga við og nýliðun í greininni.  Og um fram allt frjálsar krókaveiðar.

Fyrning valdi gjaldþroti útgerða

Fyrning valdi gjaldþroti útgerða
Í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum.

Öll útgerðarfélög landsins verða orðin gjaldþrota eftir sjö ár verði fyrningarleið ríkisstjórnarflokkanna að veruleika. Þetta segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdarstjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum.

Ríkisstjórnarflokkarnir hafa lýst yfir vilja til að gera breytingar í sjávarútvegsmálum. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í gær að stefna flokkanna sé að kalla inn aflaheimildir í áföngum, það er að farið yrði svokölluð fyrningarleið.

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdarstjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, líst illa á hugmyndir ríkisstjórnarinnar. Fyrning upp á 5% myndi leiða til þess að sjávarútvegurinn í núverandi mynd verði gjaldþrota á 7 árum. Fólkið sem tali fyrir þessu geri sér enga grein fyrir afleiðingunum, segir Sigurgeir Brynjar. Þetta leiði til þess að bankakerfið hrynji aftur og eftir sitji fátæk þjóð sem hafi tapað öllu sínu. Fyrningarleið leiði auk þess til slæmrar umgengni við fiskistofna. Engin langtímasjónarmið verði í heiðri hjá þeim sem nýti fiskimiðin.

 

frettir@ruv.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Já, Ásthildur Grátkórinn er byrjaður, en hljómar frekar falskt.  Takk fyrir þennan pistil.

Sigrún Jónsdóttir, 7.5.2009 kl. 11:46

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Sigrún mín söngurinn hefur alltaf verið falskur hjá grátkórnum.  En það er fyrst núna sem svo margir eru farnir að heyra það.  Og það er vel.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2009 kl. 11:51

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég vil að menn fái bara að veiða eins og í den og allur afli komi á land.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.5.2009 kl. 13:14

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Svo sammála þér Ásthildur!

Rut Sumarliðadóttir, 7.5.2009 kl. 13:34

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það Rut.  Ásdís það er enginn spurning að síðan þessu kerfi var komið á hefur veiðin minnkað ár frá ári.  Þetta átti að vera verndarstefna en hefur verið alveg þveröfugt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2009 kl. 16:51

6 Smámynd:

Góður pistill Ásthildur mín og nú er bara að sjá hvort framvindan verður ekki þjóðinni í hag.

, 7.5.2009 kl. 19:02

7 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Já, það er leitt ef fólk hefur skuldsett sig í topp til að eignast auðlyndir sem ættu réttilega að vera í eigu landsmanna. En þetta mál var allt klúður frá upphafi.

Góð grein hjá þér.

Bryndís Böðvarsdóttir, 8.5.2009 kl. 00:04

8 identicon

Við eigum sem þjóð að eiga fiskinn en ekki einhver grátkór

Kidda (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 10:00

9 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Mér finnst þetta góð hugmynd að fyrna kvótann svona, við fólkið í landinu eigum að eiga fiskinn í sjónum ekki einhverjir nokkrir útgerðar risar sem mala gull

Guðborg Eyjólfsdóttir, 8.5.2009 kl. 10:04

10 Smámynd: Ragnheiður

ég vil fá arð af þessari eign minni...grátkór, það er réttnefni Ásthildur mín

Takk fyrir komuna mín megin, vináttu og hlýhug

Ragnheiður , 8.5.2009 kl. 12:34

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk allar fyrir innlitið. 

Já þetta er sannarlega grátkór, sá grátur byrjaði ef ég man rétt með Kristjáni Ragnarssyni, hann grét meira aðsegja krókódílatárum.   Ég vona bara að stjórnvöld beri gæfu til að laga þetta arfavitlausa kerfi, eða verði að víkja ella. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.5.2009 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 94
  • Frá upphafi: 2021012

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband