Vor vor og meira vor.

Héðan er allt gott að frétta, veðrið leikur við okkur. 

IMG_7956

Hanna Sól fór í afmæli í gær.  Takið eftir fótaburðinum.  Hún ætlar sér að læra ballett.  Þráir það mjög heitt.  Heart

IMG_7957

Veðrið var mjög fallegt bæði í gær og í dag.

IMG_7958

Og snjórinn hefur hopað mikið.

IMG_7959

Geislasópurinn fallegur núna, og hunangsflugurnar byrjaðar að suða á fullu, ég bjargaði tveimur upp úr tjörninni í dag.

IMG_7965

Og auðvitað bregða börnin sér á leik.

IMG_7971

Við lítið hús við lygnan fjörð voru Litla Gunna og Litli Jón LoL

IMG_7973

Má bjóða þér inn?

IMG_7974

Og svo er gott að hlaupa.

IMG_7977

Já það er margt hægt að gera.

IMG_8000

Og gaman.

IMG_7985

Ærsl og læti vorfiðringur.

IMG_7996

Frumskógurinn kallar.

IMG_8004

Svo má líka dunda við að pússla.

IMG_8009

Hjálpa afa með vorverkinn er líka gaman.

IMG_8013

ég var nefnilega að fikta, hellti niður neskaffi, þegar amma kom að, þá sagði hún að ég yrði að þrýfa allt sjálf.  Svo kom hún með ryksuguna og sagði að ég yrði að ryksuga, ég var fyrst dálítið smeyk við suguna, en svo fannst mér þetta bara gaman, og ég sugaði allt kaffið upp af gólfinu, é e dulleg, sagði ég svo við ömmu.  Og henni fannst það greinilega líka. Heart

IMG_8016

Mjá mjá segir kisa.

IMG_8019

Afi þarf að snýta oft þessa dagana.

IMG_8020

Veðrið í dag.

IMG_8022

Það er líka farið að vora úti.

IMG_8025

Líka freisting fyrir litla putta að slíta upp blómin hennar ömmu.

IMG_8026

Trén byrjuð að bruma.

IMG_8027

Lindifuran mín kemur vel undan vetri eins og flest annað.

IMG_8028

 

Bergfuran er líka flott.

IMG_8030

Páskarósin að blómstra.

IMG_8031

Afi og skottið.

Hinir krakkarnir fóru í fjöruferð með Júlla.

IMG_8032

Svo var grillað og lesið.

En ég segi bara góða nótt. Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Skjótt skipast veður í lofti, mig minnir að það hafi allt verið á kafi í snjó fyrir nokkrum dögum það var nú reyndar fyrir kosningar ennþá höfum við sömu ríkisstjórnina en ég get ekki betur séð en það sé komið sumar hjá þér með blóm í haga.  GLEÐILEGT SUMAR!!!!!

Jóhann Elíasson, 3.5.2009 kl. 22:27

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir mig  Knús í Kúluhús

Sigrún Jónsdóttir, 3.5.2009 kl. 23:25

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frábærar myndir.

Það hlýtur að vera ævintýri líkast að leika sér þarna við kúluna (og uppá henni).

Úff.

Ég finn vorið seytla um æðarnar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.5.2009 kl. 23:26

4 identicon

Sæl Ásthildur.

Mér finnst þetta frábærar myndir og alltaf skynja ég eitthvað sérkenni yfir Engidalnum.

Takk fyrir og kærar kveðjur.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 07:22

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll sömul.  ALveg rétt Jóhann minn, snjórinn hefur horfið eins og dögg fyrir sólu.  Gleðilegt sumar minn kæri.

Knús á móti Sigrún mín.

Ég er alveg viss um það Jenný mín að þau una sér vel hvort heldur inní kúlunni utan á henni eða ofaná henni.

Þói minn það býr gyðja í kubbanum.  Ég held að henni sé sama orðið núna þó ég segi frá því.  Hún er mjög kröftug og von að þú skynjir mátt hennar.  Knús á þig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.5.2009 kl. 08:42

6 Smámynd: Laufey B Waage

Er loksins að vora hjá ykkur. Hér syðra er allt orðið grænt og laufgað .

Laufey B Waage, 4.5.2009 kl. 09:40

7 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Alltaf svo fallegt hjá ykkur og mikið líf í fjörkálfunum þínum Dásamleg vorstemning!

Ragnhildur Jónsdóttir, 4.5.2009 kl. 10:38

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Laufey mín, ég veit,,, ég veit vorið er aðeins seinna á ferðinni hér, en alveg jafn velkomið fyrir því

Takk Ragnhildur mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.5.2009 kl. 10:51

9 identicon

Það koma greinilega allir vel undan vetri hjá ykkur Ásthildur mín.Menn,konur,börn,málleysingar og gróður.Dásamlegt.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 14:26

10 Smámynd:

Æ hvað er gott að ylja hjartaræturnar með innliti til ykkar kúlubúanna. Takk fyrir

, 4.5.2009 kl. 17:12

11 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Gaman að sjá allt þetta líf og fjör í krökkunum. Greinilega komin vorstemming í hópinn  Hanna Sól er flott ballerína og á örugglega framtíð fyrir sér í því. Það er sami krafturinn í Ásthildi eins og ömmu hennar, hún er seig að bjarga sér

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 4.5.2009 kl. 17:53

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Alltaf sama gleðin hér, takk fyrir mig.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.5.2009 kl. 18:00

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásthildur mín veistu að þegar ég sé allar þessar myndir og börnin að leik þá hlýnar mér um hjartaræturnar, það væru nefnilega ekki allir sem mundu hugsa svona vel um barnabörnin sín og annarra börn þú ert engill elsku vinkona
Kærleik til ykkar allra
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.5.2009 kl. 20:41

14 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Falleg hún Hanna Sól ég sé ekki betur en að hún standi á blátánum eins og alvöru prima ballerína, eða eðal álfamær.  - Mikið er flott myndin af börnunum að leik ofaná kúluhúsinu,  lífið í myndinni er svo hrífandi, eins og staðan hjá drengnum, alveg mögnuð mynd. Er þetta ekki annars Úlfar sem hefur þessa líka flottu hreyfingu. Myndin er heill heimur útaf fyrir sig.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 5.5.2009 kl. 00:54

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jú einmitt Lilja mín þetta er ÚLfurinn í leikrænni tjáningu, svei mér ef hann verður ekki leikari drengurinn.   Hanna Sól stóð einmitt á tánum: amma þú verður að taka mynd af tánum sagði hún og stóð upp á tærnar, nokkrum sinnum meðan amma mundaði myndavélina.  Takk fyrir mig.

Takk elsku Milla mín, ég verð svo glöð að fá svona komment frá ykkur

Takk sömuleiðis Ásdís mín

Ásthildur er ótrúlega dugleg lítil stúlka, það er Hanna Sól reyndar líka Sígrún mín.  Hvor á sinn mátan.  Takk mín kæra.

Takk fyrir innlitið Dagný mín.

Einmitt Ragna mín, það vorar vel í kúlunni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.5.2009 kl. 09:02

16 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Hún Hanna Sól á áræðanlega eftir að verða Ballettdansari. Takk fyrir myndasýninguna, hún er frábær. Kærleikskveðja.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 5.5.2009 kl. 11:34

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kær kveðja til þín líka Ólöf mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.5.2009 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 94
  • Frá upphafi: 2021012

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband