Svo líða dagar....

Jólin að baki og senn koma áramótin.  Litlu prakkararnir mínir eru farnir til ömmu og afa á Hellu.  Það ríkir því kyrrð og friður í húsinu.  Þeirra er reyndar sárt saknað af okkur öllum.

IMG_4480

Það var mikið dansað hér.

IMG_4483

Stóra systir og sú litla dansa af hjartans list og stóri strákurinn okkar spilar á ukelele, sem hann fékk í skóinn, fyrir að vera aðstoðarmaður jólasveinsins.

IMG_4489

Allir dansa með.

IMG_4520

Dansað hátt og lágt.

IMG_4563

Og enn er dansað...

IMG_4553

Með stæl ....

IMG_4559

Og tilþrifum..

IMG_4595

Svo er hægt að fara út að ná sér í ís.

IMG_4596

Hér eru þau frændkinin að leika sér með púsl sem Júlli gerði úr steinum.

IMG_4598

Þau eru bæði mjög áhugasöm.

IMG_4601

Notalegheit í eldhúsinu.

IMG_4616

Og ærsl og skemmtilegheit.

IMG_4634

hér er líka spilað vestfirska kvótabraskspilið.

IMG_4638

sumir vilja skreppa í garðskálann.

IMG_4661

það er líka rosalega gaman að púsla.

IMG_4664

allt púsl komið á sinn stað!!!

IMG_4672

Allt klárt til að fara í bílinn og keyra á Hellu.

IMG_4679

Við vorum svo boðin í alþjóðlegt súpukvöld hjá þýskum vinum okkar. 

2008.12.28. jóladagur.boð hjá Abrecht044

Virkilega skemmtilegt jólaboð, frá öllum heimshornum, eða frá Þýskalandi til El Salvador.

2008.12.28. jóladagur.boð hjá Abrecht045

Súpan var alveg einstaklega góð.

2008.12.28. jóladagur.boð hjá Abrecht050

Hér má sjá Leon Abrecht og mömmu hans.  Leon hefur ákveðið að reyna að fá vinnu á ísafirði í sumar, hann þarf að vinna einhverskonar samfélagsþjónustu í skólanum sínum.   Ég vona að Heilsugæslustöðin á Ísafirði taki honum vel.  Leon er duglegur drengur. 

2008.12.28. jóladagur.boð hjá Abrecht054

Hér var líka Alejandra mín.

2008.12.28. jóladagur.boð hjá Abrecht056

Úlfur og Ísaac Logi.

2008.12.28. jóladagur.boð hjá Abrecht064

Það var spilað.

2008.12.28. jóladagur.boð hjá Abrecht072

Knúsast.

2008.12.28. jóladagur.boð hjá Abrecht073

og kitlað.

2008.12.28. jóladagur.boð hjá Abrecht077

Hér er verið að spila Hornstrandaspilið, heimagert af okkar þýsku íslandsvinum.  teiknað á blað og málaðir litlir fjörusteinar sem taflmenn.

IMG_4603

Svo er það veðrið.  Ég get alveg sagt ykkur það að ég hef ekki gert neitt við þessar myndir.

IMG_4631

Þó veðrið hafi verið rysjótt undanfarið, þá hefur það líka verið fallegt.

IMG_4632

Með þessum fallegu myndum sendi ég ykkur kveðjur inn í daginn. Heart 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk fyrir mig

Hrönn Sigurðardóttir, 29.12.2008 kl. 11:30

2 Smámynd:

Æ það er alltaf svo notalegt að koma í heimsókn á bloggið þitt. Gaman að sjá glöðu fjölskylduna þína í kúluhúsinu og sniðugt alþjóðlega súpuboðið. Og ég er þér sammála - birtan þessa dagana er óviðjafnanleg. Meira segja á Selfossi þótt við sjáum líka sólina  Eigðu góðan dag mín kæra - þótt stelpuskottin séu ekki heima

, 29.12.2008 kl. 11:59

3 identicon

Yndislegt að sjá englana þína stóra og smáa. Það eru litlu atriðin sem skipta okkur máli að vera saman og borða saman og þarf ekki að vera svo dýrt. Ég get ímyndað mér að dottið sé logn á hús milli heimsókna þegar prinsessurnar eru farnar í bili. En indælt fyrir þær að geta verið með pabba og mömmu og notið þess áður en þau hverfa svo aftur. Eigðu yndislega hátíð mín elskulega vinkona og vonum að næsta ár verði okkur betra. Þó auðveldlega megi finna margt gott í því sem er á enda eins og daginn okkar í september. Stefnum fram, en yljum okkur af og til við minningarnar, við vitum að Ísland er gott ef við finnum réttan takt og rétt fólk til að stýra.

Dísa (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 12:02

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er á smá innlitsferð, kærleikskveðja á þig og þína 

Ásdís Sigurðardóttir, 29.12.2008 kl. 13:01

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús til þín Líka Ásdís mín

Dísa mikið rétt, það er margt gott að gerast þó hitt yfirgnæfi allt.  Það er gott að geta horft fram á veginn og vonast eftir betri tíð og blóm í haga.  Það er bara þetta sem þarf að gera fyrst, að koma spillingaröflunum frá, svo hægt sé að byrja endurreisnina.  Já mín kæra hvíldin er góð, dálítið leiðigjörn samt, því ég finn að ég er hundlög þegar enginn er að rekast í mér

Takk Dagný mín og kærleikskveðja til þín líka

Knús á þig líka Búkolla mín

Knús á þig líka Hrönn mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.12.2008 kl. 13:50

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Yndislegar myndir. Prinsessurnar flottar eins og venjulega og ég alveg kolféll fyrir flottu kjólunum. Úlfur er flottur þar sem hann er að spila. Himnagalleríið er flott hjá ykkur.

Njóttu áramótana, ekki veitir af fyrir þig að hvíla þig og safna krö0ftum fyrir næstu barnavertíð.

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.12.2008 kl. 14:09

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir þessa ljúfu og skemmtilegu myndasögu  Njóttu hvíldar

Sigrún Jónsdóttir, 29.12.2008 kl. 14:13

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er mikið búinn að velta þessu Vestfirska kvótaspili fyrir mér, stórsniðug hugmynd, hvar er hægt að nálgast það?  Það hefur sko ekki "væst" um litlu prinsessurnar yfir hátíðarnar og nú er stutt í flugeldana, þá verður sko örugglega fjör hjá þeirri stuttu.  Hafið það sem allra best.

Jóhann Elíasson, 29.12.2008 kl. 14:46

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég held að það hafi bara verið selt hér fyrir vestan.  En þú gætir haft samband við fjölskyldu höfundarins hans Palla, Ernir Ingason heitir faðir hans, þau hafa séð um söluna að einhverju leyti allavega.  Og það er örugglega bara einn Ernir Inga á Ísafirði.  Takk fyrir mig Jóhann minn og sömuleiðis.

Takk Sigrún mín. 

Takk Rósa mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.12.2008 kl. 15:00

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Falleg og skemmtileg myndasaga kærleikskveðja til þín og þinna.

Kristín Katla Árnadóttir, 29.12.2008 kl. 16:35

11 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég þakka þér kærlega fyrir ábendinguna.  Ég hringdi í Erni og hann sagði mér að  spilið væri löngu uppselt og það væri bara svo dýrt að endurútgefa það að Páll legði ekki í það, því það þyrfti að selja svo mikið af því til að útgáfan borgaði sig.

Jóhann Elíasson, 29.12.2008 kl. 20:37

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef ég sé einhversstaðar spil sem er falt, skal ég láta þig vita Jóhann minn.

Kærleiksknús til þín líka Katla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.12.2008 kl. 21:37

13 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér kærlega fyrir Ásthildur það þigg ég með þökkum.  Ég held að það sé enginn annar Jóhann Elíasson í símaskránni, allavega ekki á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu.

Jóhann Elíasson, 29.12.2008 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 93
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband