Gjafir og stress.

Í dag er stressið í hámarki, undirbúningur jólanna í algleymingi, og margir um það bil að fá magasár af taugaveiklun. 

IMG_0874

Þetta er jólaskraut letingjans, eða þess sem tekur lífið ekki of alvarlega.  Manneskja sem hefur svona jólaskraut inn á heimilinu er annað hvort ekki viðræðuhæf eða einhver sem ekki stressar sig á aðstæðum.

Okey ókey ókey tekið inn í kúlunni, en veggurinn er líka tákn um manneskju sem annað hvort tekur lifið ekki of alvarlega, eða er ekki að stressa sig á hlutunum.  Sú manneskja er reyndar múrari, og tekur hlutina eins og þeir eru, og þetta er alveg jafnflott og hvað annað, enda sést mótatimbrið á veggnum, hann lýsir þvi sem gerðist, alveg eins og ljósin skýra út að hlutirnir eru ekki teknir mjög alvarlega á þessu heimili.

Ég frábið mér einhverja hreinsispekulanta með sjónvarpið í för.  Og ég vil segja við ykkur hin, sem annað hvort hafið ekki heilsu til að gera allt sem ykkur langar til, eða hreinlega hafi hvorki tíma né efni á því, að svona getur þetta verið hjá fólki sem hefur alveg efni á einhverju miklu flottara, en finnst bara einfaldleikinn bestur.  Það er ekki allt fengið með því flottasta og dýrasta sem til er, heldur skiptir mestu máli að maður sé ánægður með það sem maður hefur. 

Það skiptir heldur ekki máli hversu dýrar gjafir maður gefur, heldur skiptir máli að maður hafi lagt allt sitt í valið.  Til dæmis prjónaðir sokkar, einhver sem hefur lagt á sig nokkurra daga vinnu við að prjóna sokka handa þeim sem honum þykir vænt um, í hverri lykkju er kærleiksrík hugsun, er það ekki flott gjöf?  Eða maður semur smásögu með gjöf þyggjandans í stjörnuhlutverki, er það ekki hið besta mál ?  Þó maður gæfi einhverjum litabók, sem viðkomandi hefði lagt á sig að mála allar myndirnar í, þá er það merki um umhugsun og kærleika.  Því það er jú það sem mest og best er, að finna að viðkomandi hafi lagt á sig að gera eitthvað fyrir MIG, að finna að gjöfin er í einlægni eitthvað sem hefur kostað tíma og umhugsun þess sem gaf.  Haldið þið að það séu ekki bestu gjafirnar eftir allt saman, að vita að þið hafið þegið eitthvað frá ástvini, sem þið vitið að hann hefur lagt eitthvað á sig til að gefa ykkur.

Faðir minn sagði gjarnan þegar ég var barn, og spurði hvað hann vildi fá í gjöf frá mér, hann vissi náttúrulega að ég hafði engin fjárráð til að kaupa neitt, en spurði af stolti.  Ég vil bara fá teikningu frá þér, sagði hann, og svo fór maður og var alsæl með þessa vitnsekju, og setti allt sitt í að teikna eins fallega mynd og maður gat fyrir pabba. 

Gjafir eru tvíbent vopn.  En góð gjöf, gefin af góðum hug, hvort sem hún kostar fimmhundruð kall eða milljón skiptir bara ekki máli þegar upp er staðið.  Ef hugurinn fylgir ekki máli, eða gjöfin er gefinn í hugsunarleysi, þá skiptir verðlag hennar engu máli.

Þetta er vert að hafa í huga.  Og stundum getur besta gjöfin verið eitthvað sem "kostar" ekkert, nema ást og kærleika, umhyggu, bros eða faðmlag.  Höfum það líka í huga. 

 Í fyrrakvöld drakk yndislegur maður sig í hel, vísvitandi um hvað hann var að gera.  Þessi maður var tiltölulega ungur, og afskaplega listrænn, hann átti við áfengisvandamál að stríða, og hann hreinlega tók þessa leið út.  Sorglegt, en svona er þetta stundum.  Þegar menn gefast upp í lífsins ólgusjó,  þá getur enginn mannlegur máttur bjargað.  Félagar hans sem eru á svipuðu róli og hann, reyndu að koma honum á spítala og reyndu sitt í sínum félagslega vanmætti til að hjálpa, en allt fyrir ekki, hann var ákveðin í að enda þetta allt. 

Ég vil biðja fyrir sálu hans, og senda ættingjum hans mínar samúðarkveðjur.  Þessi öðlingur mun örugglega fara beint upp i himininn, því þar eru verk mannanna metinn eftir sálinni en ekki andlegri mammons auðlegð.  Hann þjónaði listagyðjunni af sínum vanmætti.  En svona er lífið stundum og dauðinn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég á svo gott að eiga góða dóttlu, sem að gefur mér nokk það sama, & þú gafst pabba þínum, & votta það bestu gjafirnar sem að pabbar fái, yfirleitt.

Veggfórða mitt vinnukames með slíku & strúktúra í kringum mig með hennar verkum, & núorðið lilla bróa hennar líka.  Diplómarnir mínir staflast ágætilega ofan í einni hornskúffu & eru lítils virði í samanburðinum.

Leitt að heyra af þessum unga manni, því miður gerist þetta alltof oft í okkar ríka samfélagi, sem að sífellt verður minna & minna mannlegra, að mér finnst alltént.

Því miður verður þessi árstími mörgum það erfiður að þeir kjósa þessa leið & oftlega er ekki einu sinni hægt að kenna félaga bakkusi um, eða finna einhverjar vitrænar skýríngar á.  Þekki það of vel til um að vitna.

Gangi hann vonandi keikur á sínum guða vegum ...

Steingrímur Helgason, 21.12.2007 kl. 01:05

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég er eiginlega orðavant en eins og tinnsl orðar svo snilldarlega þá ...Efnishyggjan týnir oft sálum ...

Það ætti að innramma þessa færslu þína og hengja upp á öllum stöðum.

Ég sendi samúðarkveðjur til þeirra sem syrgja og eiga um sárt að binda.

Knús á þig  á þig þar sem fjöllin gera skammdegið svo falllegt.

Solla Guðjóns, 21.12.2007 kl. 02:53

3 identicon

 Ásthildur mín,þér bregst ekki snildin,þegar þú vilt hafa það við.

Lífið getur verið dásamlegt.Erfitt getur það verið.Hörmung hvað Bakkus getur verið miskunnarlaus.

Hann svífst EINSKIS.

ÞAÐ ÞEKKTI ÉG, en er laus allra mála, í dag.

Ég sendi ykkur ÍSFIRÐINGUM kærar JÓLAKVEÐJUR.Og bara til allra sem ég þekki.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 05:14

4 Smámynd: kidda

Er viss um að ljósskreyting múrarans er virkilega flott þegar fer að dimma.  Allar seríur í gluggunum mínum liggja bara  í gluggakistunum vegna  leti.  En það kemur það flott út að hér eftir verður það líklega þannig.

Held að ég sé að mestu laus við jólastressið núna, þó það eigi eftir að koma alveg pottþétt. Fór í verslun í gær og reddaði nánast öllum jólagjöfunum á einu bretti. Það er búð út á Granda sem heitir Steinasteinn sem þýskur maður rekur sem er sko ekki að eltast við álagningu eða opnunartíma. Lokar 6 virka daga og gerir undantekningu á morgunn og hefur opið frá kl 12-16 og svo er lokað. 

Jólin í dag eru því miður orðin hátíð verslanaeigenda, allt annað týnist í kaupæði landans.

Sorglegt með þennan mann að hafa ekki fundið aðra leið. Sendi ættingjum og vinum samúðarkveðjur 

Knús fyrir daginn

kidda, 21.12.2007 kl. 09:06

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elskurnar mínar, mikið er gott að lesa svona falleg innlegg þegar maður skríður á lappir.   Já þessi peningahyggja og græðgi er að ná hámarki núna, mér segir hugur um að síðan fari hún aftur niður á við.  Og fólk fari að huga meira að því sem innra er.  Og gefa meiri gaum að sálinni og því einfalda og góða.

Ytri glamour er innantómur, og fólk hlýtur fyrr eða síðar að uppgötva það sjálft, þvílík gjá er í sálinni, ef maður er sífellt að teygja sig eftir tunglinu.  Reyna að fylgja þeim flottu og frægu

Hver einasta manneskja er sérstök, og við þurfum bara að finna þann innri samhljóm sem við eigum sjálf, og við það verðum við svo sterk að ekkert stendur þar í veginum. 

Þið eruð flottust. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.12.2007 kl. 09:33

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Kæra cesil, takk fyrir fallega færslu sem er notalegt að lesa það heimurinn er á fullu í kringum mig. er sjálf í rólegheitum. fæ litlar dömur í dag frá bekknum hennar sól, sem ætla að baka með okkur smákökur., góð hef hér á bæ.

takk fyrir alt gott á gamla árinu, hlakka til  árs.

AlheimsLjós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.12.2007 kl. 09:46

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mér finnst veggur múrarans soldið flottur og skreytingin með. Hrikalega einfalt að taka hana niður  Svona eru veggirnir í kjallaranum hjá mér.....Ég ætti kannski að fá múrara í að skreyta hjá mér kjallarann?

Leitt að heyra þetta með unga manninn. Sendi hans nánustu mínar samúðarkveðjur

Hrönn Sigurðardóttir, 21.12.2007 kl. 10:13

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

 Það er allt satt sem þú ert að segja Ásthildur mín  ég vil líka votta hans nánustu samúðarkveðjur.

Kristín Katla Árnadóttir, 21.12.2007 kl. 10:28

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk allar saman, ég ætla að segja múraranum frá því hve fólki líkar vel við vegginn hans og skreytinguna. 

Já ég óska ykkur líka gleðilegs undirbúnings jólanna, og rólegheita og friðar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.12.2007 kl. 11:20

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndisleg að vanda mín kæra. Ég er svo slök á gjöfunum, einu sem ég gleð eitthvað að ráði eru barnabörnin, þau eru 4 og amma fer sko ekkert yfir 10.000 (samtals) kaupi alltaf bland í pakka fyrir jólin handa þeim, þau kunna að meta það. Börnin okkar 7 fá svo það sem þau vantar helst, smá pening fyrir flugfari o.þ.h. og kallinn bara ekkert þetta árið, við þurftum að kaupa annan bíl um daginn, hinn bara dó, svo bíllinn verður jólagjöf. Við systur erum svo sniðugar að við gáfum pabba sýn og fjölvarp, einar 10 stöðvar og honum finnst voða gaman að kíkja á það og er alsæll með gjöfina, núna er hann mikið meira einn elsku kallinn. Samúðarkveðjur til aðstandenda unga mannsins, sorglegt að heyra þetta.  Kveðja vestur   Tangled Lights 

Ásdís Sigurðardóttir, 21.12.2007 kl. 11:56

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk báðar tvær.  Já Ásdís mín, það er alltaf best að gefa það sem gleður.  Og stundum er knús og koss meira virði en allir heimsins peningar.  Alveg er ég viss um að pabbi þinn hefur gaman af þessum stöðvum í sjónvarpinu, ég fór og heimsótti minn pabba í gær, var að bjóða honum að vera með okkur á aðfangadagskvöld, og þá var sjónvarpið á fullu og einhver rokklög sem drundu um íbúðina hehehehe.... Þetta var hann að horfa á blessaður. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.12.2007 kl. 12:11

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir innlitið Brynja Dögg mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.12.2007 kl. 15:34

13 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ótrúlaga listræn skreyting...alveg fínasta nútímalist!...var að klára að pakka inn gjöfum ...allt klárt í Kópavoginum. Fer að kaupa í matinn á morgun...jólakveðja.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.12.2007 kl. 21:46

14 Smámynd: www.zordis.com

Það er mikið rétt að kærleikurinn skiptir mestu máli því hann má gefa með svo mörgum hætti, getur kostað þúsundir eða gullið tár andans.

Guð geymi unga manninn og fjölskydlu hans. 

www.zordis.com, 22.12.2007 kl. 21:46

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir innlitið Zordís mín, já það er rétt kærleikurinn skiptir óendanlega miklu máli í samfélagi mannanna og alls sem lifir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.12.2007 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2020876

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband