Neita að láta þagga niður í mér.

Vísir er með skoðana könnun um hvaða flokk menn ætla að kjósa. Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndirðu kjósa?

Bjarta framtíð

Framsóknarflokkinn.

Pírata

Samfylkinguna

Sjálfstæðisflokkinn

Viðreisn

Vinstri græna

Óákveðin/nn

Skila auðu

Ætla ekki að kjósa

 

Við nokkur í Dögun reyndum að mótmæla þessari útlistun með því að senda Email, og svarið sem við fengum var:Delivery to the following recipient failed permanently:

Og ekki bara ég heldur allir sem sendu mótmæli. Er ekki allt í lagi heima hjá þessu fólki, eða hræðast þau afdráttarlausar yfirlýsingar Dögunar um að rútta algjörlega til?

Svona burt séð frá hvað flokk þið ætlið að kjósa eruð þið sátt við svona þöggun um önnur framboð, því þarna er ekki aðeins um Dögun aö ræða heldur fleiri framboð sem ætla að bjóða fram.  Þetta heitir á manna málið að ætla að stýra umræðunni og ákveða fyrir fólk hvað það á að kjósa.  

Ég er bara ekki sátt við það og mótmæli algjörlega hlutleysi fjölmiðla HVAÐ?

c_documents_and_settings_erna_hjaltested_my_documents_blog_isl_faninn_713981


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Reyndar verð ég að segja að Hringbraut var í upphafi með Dögun inni í sínum skoðanakönnunum og þar vorum við með allt upp í 13% en skyndilega var hætt að hafa Dögun með og það var algjörlega árangurslaust að reyna að spyrja af hverju Dögun var tekinn þar út.  Þannig að ég áætla að afstaða okkar til sjávar og svetia sé svo "hættuleg" elítunni að það sé best að þagga hana niður algjörlega.  Enda hafa samtökin haldið nokkra afdrifaríka fundi um landsmálin, eins og um TÍSA, Samfélagsbanka, málefni aldraðra, verðtryggingu og annað rosalega hættulegt elítu þessa lands.  En við munum svo sannarlega halda áfram ótrauð þó þessu þöggun sé í gangi.  Enda eru forsvarsmenn Dögunnar bara venjulegt fólk sem lifir og hrærist í samfélaginu og er ákveðið í að breyta öllu til betri vegar.  Þöggunin er því skýrt dæmi um óttann sem þetta fólk lifir í og vill þagga niður.  Og það er fjöldans að sjá til þess að það gerist ekki.  jafnvel þó þeir hinir sömu ætli ekki að kjósa Samtökin, þá treysti ég á réttlæti fólks til að hafna því að láta slíka þöggun líðast. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.8.2016 kl. 23:48

2 Smámynd: Steindór Sigurðsson

Já var ekki líka til flokkur heimilana. Ég hef líka lent í því að þegar ég segi umbúðalaust sannleikann um ýmis málefni hér á moggablogginu, þá er það blokkerað strax og byrtist aldrei.

En gangi ykkur vel.

Steindór Sigurðsson, 14.8.2016 kl. 01:15

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það vantar þarna líka Íslensku þjóðfylkinguna, sem er þó búin að fá formlega úthlutað listabókstafnum E og verður með framboð í öllum kjördæmum.

Er Vísir/Fréttablaðið að reyna að hafa áhrif á skoðanakönnunina?

Jón Valur Jensson, 14.8.2016 kl. 05:08

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo minni ég á útifund Íslensku þjóðfylkingarinnar á Austurvelli á mánudaginn (á morgun) kl. 15-17, þar sem nýju, óframsýnu og óábyrgu útlendingalögunum verður mótmælt með þöglum mótmælum.

Jón Valur Jensson, 14.8.2016 kl. 05:12

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég tel að það sé verið að reyna að útiloka flokka sem þessu fólki eru ekki þóknanleg af einhverjum ástæðum.  Annað hvort á að nefna öll framboð eða ekkert og spyrja einfaldlega hvað ætlar þú að kjósa?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.8.2016 kl. 09:52

6 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Svokallaður fjórflokkur á ekkert inni hjá mér. En það er alveg furðulegt að fólk skuli kjósa "fjórflokkinn" aftur og aftur. Vona að ykkur í Dögun vegni vel. 

Sigurður I B Guðmundsson, 14.8.2016 kl. 14:48

7 identicon

Er fólk í dögun eitthvað tækniheft? Netfangið sem allir sendu á var augljóslega ekki til og þess vegna kom villumelding um að afhending tölvupóstsins hefði mistekist.

Hefur ekkert með þöggun að gera.

Prufið að senda næst á netfang sem er í notkun.

Runólfur (IP-tala skráð) 14.8.2016 kl. 15:19

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takkk fyrir Sigurður.  

Kurteisi kostar ekkert Runólfur.  Og þó sum okkar séu ekki alveg með á nótunum með .is eða .com þá skrifast það varla á allann flokkinn eða hvað?  Það kallast þöggun þegar bara sum framboð eru kynnt til sögunnar en önnur ekki.  Annað hvort að telja upp öll framboðin sem hafa gefið út að ætli að bjóða fram eða ekkert.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.8.2016 kl. 21:38

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sammála þér, Ásthildur.

Jón Valur Jensson, 14.8.2016 kl. 22:03

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.8.2016 kl. 10:18

11 Smámynd: Jens Guð

Gott hjá þér,  Ásthildur Cesil,  að standa vaktina!

Jens Guð, 16.8.2016 kl. 05:55

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jens minn, já við sem erum í þessum slag að vilja breyta og laga ástandið verðum að vera vel á verði. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.8.2016 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband