Ást er....

tumblr_mnf5r2sVWU1qcpir6o1_500

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Að leyfa hvert öðru að vera til og anda.  'Eg sit hér ein í kotinu og nýt mín vel, meðan elskan mín skrapp til Valensía.  Hann bauð mér með, en ég er svoddan kálfur að ég vil bara njóta mín þar sem ég er.  Hann vill þvælast hingað og þangað og þá má hann það bara.  

Það er búið að vera frekar kalt hér undanfarið, en sólin kemur þó oftast fram allavega um tíma.  Við höfum unað okkur vel hér undanfarin mánuð meðan allt er vitlaust heima, en svo hef ég séð Ísafjörð einstaklega fallegan undanfarið í sól og fallegu veðri, ekkert er fallegra en þegar bærinn minn skartar sínu fegursta.  

Við höfum svo sem komið víða við, þökk sé Elínu Þóru og Jóni, því þau hafa verið ótrúlega duglega við að fara með okkur um svæðið og sýna okkur, það á eftir að koma síðar með myndum.

En við fórum og heimsóttum Þórdísi og Dúdda um daginn, og það var virkilega gaman.

IMG_2450

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þau seldu húsið sem þau áttu í fjöllunum og leiga þetta yndælishús nálægt Torriviega.

IMG_2452

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Öllu vel fyrirkomið og yndælt hjá þessum vinum mínum 

IMG_2454

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Elín og Þórdís að njóta sín í sólinni.

IMG_2458

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Elli og Nonni á góðri stund.

IMG_2461

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Allt í góðu kiss

IMG_2462

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og Rúnar Þór Pétursson minn, ég knúsaði karlinn frá okkur báðum. 

IMG_2463

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Flottara en Urðarvegurinn og betra veður hahahaha....

En þegar aðalvandamálið er orðið hvar maður á að snæða næsta dag, þá má segja að allt sé frekar léttvægt.  Við förum venjulega út að borða í hádeginu, en eldum eitthvað létt um kvöldið, svo er kveikt á kertum og spjallað, nuddaðar ræt og bara haft það kósí, það er verulega yndælt, þó raunar mér finnist alltaf best að vera heima hjá mér í kúlunni, þá verð ég að viðurkenna að þetta er yndælt og ljúft líf.  Vitandi að allt er í góðum málum heima, þökk sé systrum mínum og sérstaklega Ingu Báru og Jóni.

Það er ómetanlegt að eiga góða fjölskyldu.  Og svo tilhlökkunin að fara til Austurríkis og Noregs að hitta barnabörnin mín þar áður en við höldum heim í frost og snjó.

En elskurnar eigi notalegt kvöld, það ætla ég að gera, þó elsku karlinn minn sé í Valensía og ég hér í notalegheitum með kertaljós og að leika mér í tölvunni.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 2020867

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband