Aftur til fortíðar og svo inn í framtíðina.

Hef ekki fundið tíma fyrir blogghringinn minn ennþá, en ég fer hann seinna í dag. 

í morgunn hitti ég óvænt æskufélaga sem ólst upp í nágrenni við mig.  Hann kallaði til mín og spurði hvort þetta væri ekki Íja.  Jú og ég horfði á manninn með athygli.  Ég er Júlíus Arnarson sagði hann.  Ó Júlli sagði ég. Já sagði hann og brosti, eins og ég hefði sagt eitthvað gamalkunnugt, en ef til vill ekki notað lengi. Júlli var alltaf rosalegur gæji flottur og sjarmerandi. Ég var skotin í honum þegar ég var svona 9 ára.   Hann er íþróttakennari og hefur verið alla tíð.  En er hér núna að halda upp á 50 ára fermingarafmæli.  Það var virkilega gaman að hitta hann.  Við ólumst upp saman hér á Stakkanesinu ásamt Guðjóni Arnari og fleira góðufólki. 

 Svo var hringt í mig fyrir hádegið.  Það var forstöðmaður ferðamála hér á Ísafirði.  Hér eru staddir nokkrir blaðamenn frá Þýskalandi sagði hann.  Og einn þeirra hefur sérstaklega óskað eftir að fá að hitta þig.  Ég veit ekki hvað hún vill ræða um, það hlýtur að vera annað hvort garðar og gróður, eða álfar og tröll.  LoL

Svo nú bíð ég bara spennt eftir að fá að vita hvað þessi ágæti blaðamaður vill, og hvernig hún vissi af mér. 

Og svo í lokin veðrið í dag.

IMG_4973

IMG_4974

IMG_4976 Sólin er að brjótast fram og brosir við ísfirðingum.  Eigiði góðan dag.  Ég þarf að hlaupa upp á lóð, og svo að hitta þýskan blaðamann.  Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

spennandi! gangi þér vel og eigðu góðan dag heillin

Hrönn Sigurðardóttir, 18.5.2007 kl. 12:53

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

 Skemmtilegur dagur  eigðu góða dag mín kæra

Kristín Katla Árnadóttir, 18.5.2007 kl. 13:53

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Eða kannski vill blaðamður ræða við Úngfrú Áru 2007Smútsj

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.5.2007 kl. 13:55

4 Smámynd: Saumakonan

hmm... 50 ára fermingarafmæli segiru.... tengdamamma er að fara vestur í eitthvað fermingarafmæli líka en held að það sé bara 45 ára hehe

Saumakonan, 18.5.2007 kl. 14:00

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk stúlkur mínar allar sem ein.  Hún ætlar að koma hingað milli hálf fjögur og fjögur.  Já ef til vill er það áran mín sem gildir hehehe.... Iss tendamamma þín er bara baby Saumakona mín.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.5.2007 kl. 15:27

6 Smámynd: Katrín

Berðu Júlla kveðjur frá mér.  Hann kenndí leikfimi í Garðabænum (Garðahreppi) fyrir margt löngu.  Störfuðum einnig saman í Stjörnunni hér í den

Katrín, 18.5.2007 kl. 16:43

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skal skila því ég ég sé hann á undan þér.  Ég bauð honum í kaffi, en hann sagði að dagskráin væri mjög þétt.  Það er alltaf mikið fjör hér á svona fermingasamkomum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.5.2007 kl. 19:21

8 identicon

Voðalega er þessu veðri misskipt - Hér í höfuðstað Norðurlands er sagt að það hausti snemma, með norðangarra - arrrrggghhh  en að PollíÖNNU sið segi ég - það er gott að vita að aðrir hafa það svona bjart og gott

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 20:16

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Anna mín það er svo sem kallt þó það sé bjart.  En samt er alltaf eitthvað skemmtilegra við að hafa sólina. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.5.2007 kl. 20:54

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svona eftir á að hyggja þessi unga blaðakona er frá Berlín.  Hún er Íslandsvinur og hefur komið hingað oftar en einu sinni.  Í fyrra ók hún fram hjá húsinu mínu og ákvað með sjálfri sér að hafa samband við mig þegar hún kæmi næst.  Hún hefur áhuga á landinu og vættum þess.  Hefur sjálf orðið fyrir reynslu.  En ég kom upphefð minni að og hún tók mynd af mér með Áruborðann hehehehe.. Ætlar að senda mér myndina.  Veit ekki hvort ég má setja hana hér inn, fyrr en seinna.  Ef hun birtir greinina.  En hún er frílans blaðamaður og skrifar fyrir nokkur blöð, nefndi eitt sem virstist vera nokkuð virt blað þarna, man ekki nafnið.  En sjálf heitir hún sænsku nafni Alva, sem hún sagði að þýddi álfur á sænsku.  Það var virkilega gaman að spjalla við hana.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.5.2007 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 2021021

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband