Búa tvær þjóðir í þessu landi ?

 

 Alþýðukonan vinkona mín kom í dag með pistil sem hún bað mig að birta fyrir sig. 

Hér kemur hann:

Ég landsbyggðarmanneskjan velti því stundum fyrir mér hvort höfuðborgarbúar geri sér grein fyrir því, að við landsbyggðarfólk búum viði annan veruleika heldur en það.  Ég held ekki !

Við erum hins vegar neydd til þess daglega að horfa upp á þennan blákalda veruleika, þegar við göngum í gegnum þorpin okkar, og lítum yfirgefin hús, auðar götur, lokaðar búðir og tóm fiskvinnsluhús.

Fólk hefur misst vinnuna, tapað aleigunni og glatað voninni.

Ef þetta hefði gerst á einum degi, hefðu allir áttað sig strax.  En þannig var það ekki. Þetta læddist aftan að okkur, eins og öll lymska gerir.

Ég spyr  -   Hver tók sér það vald á hendur að koma okkur í þessa stöðu ?  Ég trúi því ekki að þjóðin sé samþykk svona valdníðslu.  Hafið það í huga, það erum við í dag en röðin gæti komið að ykkur á morgun.

Við erum fiskveiðiþjóð, því megum við aldrei gleyma.

Nýtum auðlind okkar af skynsemi, en ekki af græðgi. 

Núna á laugardaginn 12. maí er hugsanlega okkar síðasta tækifæri til þess að snúa þessari óheilla þróunn við. Látum það ekki úr greipum okkar ganga.  Söfnum liði og kjósum rétt.

 Að lokum langar mig að vapra framm einni spurningu: Er það ekki hættulegt lýðræðinu, þegar tveir of líkir flokkar fara með völdin.  erum við þá ekki farin að hallast að einræði oog hagsmunagæslan stefnir öll í eina átt.

Í lýðræðiþjóðfélagi er það skylda okkar að hafa skoðanir, o gbera saman bækur okkar.  Annars höfum við ekkert með þetta lýðræði að gera.   

PIC00005[1] Fisk á diskinn minn í dag á Silfurtorgi kl. þrjú.  Sjáumst !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heyr, heyr og verði ykkur að góðu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.5.2007 kl. 14:01

2 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Takið endilega þátt í æsispennandi kosningagetraun: http://sigfus.blog.is/blog/sigfus/entry/207012/

Sigfús Þ. Sigmundsson, 11.5.2007 kl. 14:20

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skoða það Sigfús minn. Takk Jenný mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.5.2007 kl. 15:53

4 identicon

„Er það ekki hættulegt lýðræðinu, þegar tveir of líkir flokkar fara með völdin“ JÚÚÚ!!!! og sérstaklega þegar þeir gera það í áratugi eins og er raunin núna - þessum ætlum við nefnilega að breyta á morgun

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 16:12

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Yess!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.5.2007 kl. 16:53

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já þetta er vandamálið í hnotskurn!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.5.2007 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 2020877

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband