Erum við ekki komin út í fen, sem taka verður á um laun landsmanna?

Get alveg tekið undir að þetta eru óásættanleg laun fyrir alla þessa vinnu.  Og satt að segja ótrúlegt að stjórnvöld skuli skálka í því skjólinu að lögreglumenn hafa ekki verkfallsrétt. 

Þessi ungi lögreglumaður og fleiri slíkir eiga alla mína samúð.  

Málið er hins vegar að innan um lögregluna eru svartir sauðir sem setja blett á lögregluna í heild.  Menn sem haga sér þannig að fólk fyllist reiði og vonbrigðum með mennina sem eiga að vernda okkur og verja. 

Til að lögreglan geti unnið traust, verður að sigta þessa menn út og láta þá fara.  Sumir virðast vera þarna inni vegna valdsins sem þeir hafa í búning.  Þetta eru örugglega örfáir sauðir, en þeir setja svartan blett á alla góða menn þarna inni.

Sérstaklega þegar yfirmenn hilma yfir með þessum mönnum.  Þó þetta eigi ekki beint við um laun lögreglunnar, þá er hluti af vandanum einmitt þessir menn og að ekki skuli tekið strax á þeim þegar þeir verða uppvísir að of mikilli hörku.  Það þurfi annað hvort myndbönd og viðbrögð almennings til að taka á þeim málum. 

 

Svo vil ég bara óska lögreglunni að hún fái betri laun, þessi launaseðill sýnir að þetta einfaldlega gengur ekki upp.  Verður ef til vill til þess að einhverjir fara í lögregluna af öðrum ástæðum en að halda uppi lögum og reglum. 


mbl.is Eigandi launaseðilsins bugaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er hverju orði sannara hjá þér.  Fólk hefur upplifað að vera lítilsvirt af lögreglu og beitt ósanngirni og ekki getur fólk leitað réttar síns því þar á bæ virðast allir hylma yfir með öllum, svona svipað og læknar gera innan sinna raða.

Jóhann Elíasson, 5.10.2015 kl. 13:22

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er nú einmitt meinið.  Lögreglan þarf að gera sér grein fyrir því að með því að hylma yfir með dólgunum eru þeir að missa trúverðurleika stofnunarinnar. Og Það er alvarlegt mál.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.10.2015 kl. 19:32

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það er svo einfalt að kasta steinum úr glerhýsum, að engu tali tekur.Misjafn sauður í mörgu fé og allt það déskotans kjaftæði. Vissulega eru svartir sauðir á meðal okkar allra. Þar eru læknar, lögmenn og annað langskólagengið lið engin undantekning. Að ala á skömm heillrar stéttar, umfram aðrar, er lúalegt högg, neðan beltisstaðar, kæra vinkona.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 6.10.2015 kl. 01:47

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Áshildur mín. Þetta er svo sannarlega spillingarinnar fen.

Í dómstóla/kerfisspilltu og stofnanaeftirlits-spilltu/snauðu landi verður ekki mögulegt að halda uppi lögum og reglum, samkvæmt siðmenntuðum, stjórnarskrárvörðum og réttlætanlegum kröfum og rétti almennings.

Eftir Hæstaréttar-dómstólaspillingarhöfðinu dansa lögfræðandi/verjandi limirnir limlestandi.

Meðan dómstóla/lögmanna-toppar landsins sinna banka/lífeyrissjóða-mafíunni af einstakri ofurgreiðslu-tryggð og alúð, þá er Ísland án siðferðislegs og lagalegs réttarkerfis.

Semsagt: Ísland er ekki réttarríki siðmenntaðs samfélags, og þrælar bankanna hlaupa sig heilsulausa í hamstrandi okurbankahjólinu kúgandi!

Löggurnar geta ekki endalaust treyst á að geta selt eitthvað svartagull á svörtum markaði, til að framfleyta sér og sínum.

Heiðarlegar löggur eiga sér ekki neina von á Íslandi, eins og staðan er í dag.

Hvað er til ráða, þegar barnaverndarnefndar-forstjórar, og siðblindu-gegnumsýrðir meðferðarblekkinga-meistara-dómsstólar bankaræningjanna og mansals-braskaranna eru valdameiri en lögregluyfirstjóri og gildandi stjórnarskrá landsins?

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.10.2015 kl. 02:34

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Halldór minn geturðu útskýrt fyrir mér hvar í þessum texta ég dæmi heila stétt manna? 

"Málið er hins vegar að innan um lögregluna eru svartir sauðir sem setja blett á lögregluna í heild.  Menn sem haga sér þannig að fólk fyllist reiði og vonbrigðum með mennina sem eiga að vernda okkur og verja. 

Til að lögreglan geti unnið traust, verður að sigta þessa menn út og láta þá fara.  Sumir virðast vera þarna inni vegna valdsins sem þeir hafa í búning.  Þetta eru örugglega örfáir sauðir, en þeir setja svartan blett á alla góða menn þarna inni"

Ég er ekki að segja neitt þarna nema það sem almenningur upplifir og hefurm marg oft komið fram, að þarna innan um eru menn sem setja blett á þessa annars ágætu stétt.  Menn sem hylmað er yfir hvað eftir annað.  Það er einfaldlega staðreynd en ekki bull.  wink

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.10.2015 kl. 10:04

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Anna Sigríður mín, já spillingin er landlæg og þó einhverjir vildu nú hreinsa borðið, þá vefst örugglega fyrir þeim hvar á að byrja.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.10.2015 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband