Plús til Pírata.

Nákvæmlega Helgi Hrafn, þarna skilur að Pírata og fjór-fimmflokkinn, sem telja aðalmálið að ríkisstjórnin komist ekki upp með slíka sigra.  

Þetta er nefnilega aðalmálið, við erum öll í samab báti og þurfum að standa saman í þessu máli sem öðrum.  Hvað sem pólitíkinni vindur fram.  Það er vilji fólksins, almennings í þessu landi, sem er orðið langþreytt á helgreipum pólitíkusa sem standa sveittir hver í sínu horni og reyna að reka hnífasettið í bakið á pólitískum andstæðingum.  

Ég hef einmitt grun um að þannig sé málinu háttað hjá stjórnarandstöðunni, annara en pírata, að þvælast fyrir í kjarasamningum svo hægt sé að leggja stein í götu stjórnarinnar.  

Þetta er ekki mín óska stjórn, og vissulega hef ég miklar áhyggjur af ýmsum áherslum hennar, eins og sjávarútvegsmálunum, náttúruverndarmálunum og tilhneygingu til að hygla stórgrósserum og útvegsgreifum.  En heldur þetta fólk eiginlega að við séum búin að gleyma hinni norrænu velferðarstjórn?  Afhendingu Steingríms á bönkunum og sparisjóðunum?  Eða þrengingu þeirra og niðurskurði á öryrkja og aldraða? Eða stirfni Jóhönnu til að leita samráðs við stjórnarandstöðuna?

Nei, það er nákvæmlega þess vegna sem fylgið til fjór-fimm flokksins fer jafnmikið dvínandi og ríkisstjórnarflokkana, skýr krafa um eitthvað annað.  

Hlustaði á drottningar viðtal við Guðmund Steingrímsson í morgun og er ennþá með æluna upp í háls.  

Nei fólk vill breytingar og það held ég allavega að þær breytingar eru ekki með Viðreisn sama graut í sömu skál og Sjálfstæðisflokkurinn bara með smá ESB ívafi.  Ó nei.  Fólk vill sanngirni, lýðræði og jöfnuð.  Hvert það framboð sem lofar slíku og stendur við það mun hljóta brautargengi.  

Fólk er einfaldlega búið að fá nóg.  

Látum eins og fólk og leysum þann hnút sem verkfallið er og er að sliga sjúklinga sem eiga allt sitt undir því að fá meðferð sem eykur þeim lífslíkur.  Við erum nefnilega að gambla með líf og limi fólks sem á sér ekki aðra von en að fá meðferð.  Allt annað skiptir minna máli.  Þetta fólk er hetjur að mínu áliti og ég óska þess að þetta verkfall leysist sem fyrst svo fólkið sem virkilega þarf sárlega á aðstoð að halda fái hana.  

Í því sambandi verður plott Samfylkingarinnar um að koma þessari ríkisstjórn frá afskaplega lítilfjörleg og andstyggileg. 


mbl.is „Við erum öll í sama bátnum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl, Ásthildur og takk fyrir plúsinn.

Mig langar aðeins að nefna eitt varðandi stjórnarandstöðuna og kjaradeilurnar. Það var stjórnarandstaðan sem vildi einbeita sér að kjaradeilunum en hinsvegar meirihlutinn og ríkisstjórnin sem vildu það alls ekki. Allir í stjórnandstöðunni - ekki bara Píratar - óskuðu eftir því í næstum því þrjár vikur að setja kjaramálin á oddinn, en því var jafn lengi hafnað af forseta þingsins og meirihlutanum. Það voru stjórnarflokkarnir en ekki stjórnarandstöðuflokkarnir sem hindruðu það að kjaramálin yrðu rædd.

Þingmenn allra stjórnarandstöðuflokka gerðu ítrekaðar tillögur um að kjaradeilan yrði tekin á dagskrá frekar en rammaáætlun:

http://www.althingi.is/altext/raeda/144/rad20150522T100233.html

http://www.althingi.is/altext/raeda/144/rad20150521T104800.html

http://www.althingi.is/altext/raeda/144/rad20150520T100122.html

http://www.althingi.is/altext/raeda/144/rad20150519T185700.html

Því var hafnað jafn oft af meirihlutaflokkunum, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Allir utan þeirra flokka greiddu atkvæði með því að ræða kjaradeilurnar frekar.

Vildi bara halda þessu til haga vegna þess að stjórnarflokkarnir reyndu að láta það líta út eins og að stjórnarandstæðan væri að þvælast fyrir umræðu um kjaradeilurnar. Það var akkúrat þveröfugt.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.6.2015 kl. 18:02

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ekki kalla neitt svona "sigur" fyrr en þú hefur fengið að sjá frumvarpið!

Fyrir þetta þing var lofað frumvarpi um verðtryggingu.

Þegar það var lagt fram kom í ljós að það fól í sér lögleiðingu verðtryggingar miðað við erlenda gjalmdiðla (gengistryggingu).

Því miður er maður það brenndur af stjórnarháttum þessa fólks að þegar heyrist að afgreiða eigi mikilvægasta mál þessa þings í kyrrþey fyylist maður óhjákvæmilega skelfingu.

Fyrst að hinn ágæti þingmaður Helgi Hrafn er hér á sveimi í kommentakerfinu, gæti hann þá kannski upplýst hvers vegna vefur Alþingis liggur niðri nú á þessari ögurstundu?

Guðmundur Ásgeirsson, 7.6.2015 kl. 19:16

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Tek undir með Guðmundi, að maður er orðinn brenndur vegna reynslu af spilltum stjórnsýsluháttum. Þeir sem stjórna bak við leiktjöldin í þessu hirðfíflagangsleikhúsi, (sem stundum er kallað alþingi Íslands), koma ekki fram undir réttu nafni ennþá, í lok hverrar leiksýningar. En það mun koma í ljós með tímanum, hverjir raunverulega stjórna.

Íslandsbanki er tilbúinn í næsta bankarán um leið og höftunum verður aflétt. Eða hvað heldur fólk eiginlega að sé í gangi?

Góður Guð og allar góðar vættir hjálpi þessu fólki, við að forða þessari þjóð frá enn einu bankaráninu.

Við höfum ekkert lært af hruninu (ráninu).

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.6.2015 kl. 19:35

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sum okkar hafa reyndar lært heilmikið af hruninu. Verst að á þann lærdóm er enn allt of sjaldan hlustað af neinu viti.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.6.2015 kl. 19:38

5 identicon

Ætlaði líka að hrósa Helga en svo er hann bara meða sama trúverðuleikann og klækina og hinir

"óskuðu eftir því í næstum því þrjár vikur að setja kjaramálin á oddinn" en ekki minnast á að það var með því skilyrði að umræðunni um Rammaáætluna yrði fleygt út - LÉLEGT Helgi og fallegu orðin þín í byrjun eru orðin einskis verð

Grímur (IP-tala skráð) 7.6.2015 kl. 19:47

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll fyrir innlegginn. Helgi Hrafn takk fyrir færslun þína, og ég vil að þessi afstaða blómstri og þið eruð svo sannarlega í okkar sannleiksnefnd.  En þar eru líka félagar mínir í Dögun, sem reynt er að þagga í hel.

Guðmundur mikið er ég sammála þér að allof margir hafa nákvæmlega EKKERT LÆRT AF HRUNINU. Og eru ennþá í sömu hjólförunum og alltaf, algjörlega óþolandi.

Tek algjörlega undir með þér Anna Sigríður, allir góðir vættir forði okkur frá öðru hruni, og þar þarf að standa saman um að stöðva þessa ríkisstjórn 

Nú þurfum við öll að standa saman sem þjóð og setja réttlætið og okkur sjálf í fyrsta sæti. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.6.2015 kl. 21:23

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Áshildur. Einmitt. Það hefur alla tíð verið mikilvægt í mínum huga, að gera sitt besta til að standa saman sem þjóðarheild. Vandi eins er vandi allra, í góðum samfélögum. Eða þannig ætti það allavega að vera. Ég er alltaf að læra það betur og betur, að illu öflin fá að ráða í Mammonsfeigðarflani okkar, ef við biðjum ekki andana miklu og góðu að leiðbeina okkur í ákvarðanatökum. Það þarf ekki trúarbrögð til þess, heldur einlægan góðan vilja í hjarta sínu.

Mammonsandar eru illt afl, sem ekki bíður eftir að verða spurt um ráð, heldur veður yfir allt og alla, með blekkingum inn í allar aðstæður.

Andarnir miklu og góðu gefa okkur ekki leiðbeiningar og ráð, nema vera spurðir ráða af einlægni hjartans. Þeir eru ekki yfirgagnssamir.

Sameinuð stöndum við gegn Mammon-bönkum/lífeyrissjóðum og öðru illu, og sundruð föllum við með þeim Mammonsdjöflaöflum.

Heimurinn allur þarf frið. Einhversstaðar þarf að byrja. Og byrjunin kemur frá hjartans vilja hvers og eins.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.6.2015 kl. 21:49

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Veistu það Anna Sigríður í þessu er ég svo algjörlega sammála þér.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.6.2015 kl. 22:13

9 identicon

Grímur: Vá, ekki þarf nú mikið til að fara í taugarnar á þér! Í innleggi mínu sagði ég orðrétt: "Þingmenn allra stjórnarandstöðuflokka gerðu ítrekaðar tillögur um að kjaradeilan yrði tekin á dagskrá frekar en rammaáætlun:"

Síðan birti ég fjóra tengla með dagskrártillögum og atkvæðagreiðslum um þetta þar sem rammaáætlun var *ekki* á dagskrá, einmitt því við vildum hana burtu eins og við margtuggðum í pontu og ég útskýrði sjálfur í innleggi mínu. En athugaðu að rammaáætlun kemur því ekkert við sem við vorum að tala um hérna, heldur var stungið upp á því að stjórnarandstaðan þvældist fyrir í kjaradeilunni og ég var að benda á þá staðreynd að svo var ekki. Rammaáætlun þvældist fyrir kjaradeilunni. Það lá ekkert á rammaáætlun og við hefðum alveg getað rætt hana síðar. Ég bendi á sirka þrjár vikur af upptökum á www.althingi.is máli mínu til stuðnings. Mér er fyrirmunað að skilja hvernig þér tekst að líta á þetta sem "klæki". - Að lokum þetta; ef þú fordæmir fólk svona hratt, þá hættir það að reyna að gera þér til geðs. Ég skal reyna áfram, en það er mikill ósiður að dæma fólk svona hratt. Ég minntist bara víst á það í mínu innleggi að við vildum rammaáætlun af dagskrá. Ég tengdi líka beint í 4 tillögur nákvæmlega þess efnis. Með fullri virðingu hefurðu einfaldlega rangt fyrir þér.

Guðmundur Ásgeirsson: Nei, veit ekki, en mér dettur í hug að þetta hafi hreinlega verið álag á vefinn vegna heimsókna erlendis frá. Ég lenti í sömu vandræðum og fór bara niður eftir þegar ég gafst upp á www.althingi.is. Mér finnst líklegt að rosalega, rosalega margir erlendir aðilar hafi verið að fylgjast grannt með. - Enda bjóst fólk við einhverjum heimsfréttum en það kom í ljós að svo var ekki.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.6.2015 kl. 00:28

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Enn eitt hrós í píratahnappagatið Helgi Hrafn.  Það er bara svo gott að finna að þið eruð í samfélaginu okkar en ekki yfir það hafin.  Svo sannarlega skilur það ykkur að frá hinum flokkunum. smile

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.6.2015 kl. 09:45

11 identicon

Sæl Ásthildur Cesil æfinlega - líka: sem og aðrir gestir þínir !

Ásthildur: mætur síðuhafinn !

Þarna: hlýt ég að vera þér algjörlega ósammála / Helgi Hrafn Gunnarsson, sem og Birgitta Jónsdóttir, hafa gert sig ber,, að fullkomnum vesaldóm og aumingjaskap í afstöðu, gagnvart Múhameðsku villimönnunum og Heimsvaldasinnunum - Helgi Hrafn fyrr í Vetur, með því að smjaðra fyrir Salmanni Tamimi í einum þátta Lóu Pindar Aldísardóttur, á Stöð 2 / svo og Birgitta á dögunum, fyrir að agnúast út í Feneyinga: og þá Ítali almennt, að loka fyrir fíflagang Sverris Agnarssonar, og Svissneska vitleysingsins:: Cristophs nokkurs Buchler, sem hefir dvalið í skjóli Seyðfirðinga, með sína Kóran þjónkun, unz hann startaði óþverra- og háðungar uppákomunni, suður í Feneyjum.

Við höfum EKKERT: með svona mannskap að gera / fremur en önnur þjóðfélög Ásthildur mín, svona lið - sem að ofan frá greinir, er bezt geymt í SÓÐABÆLINU Saúdí- Arabíu og nágrenni hennar, þar sem það getur skemmt sjálfu sér, og hinum ofur trúuðu handklæða hausum, þar um slóðir, með sínum ómerkilega fíflagangi.

Hindúar - Bhúddatrúarmenn - Shintóistar (Japanskir), auk annarra óáleitinna, ættu miklu fremur að vera velkomnir hingað / á sama tíma og við ættum að kappkosta, að reka Múhameðska packið af höndum okkar, til sinna réttu heimkynna (Saúdí- Arabíu og nágrennis).  

Þér að segja: Ásthildur Cesil, ber ég meira traust til kattanna minna, en ómerkinga, eins og Helga Hrafns og Birgittu, algjörlega !

Með beztu kveðjum samt, - af Suðurlandi / ekki hinum minnstu, til Pírata liðsins: fólks, sem virðist ekki vita, hvort það sé að koma eða fara //   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.6.2015 kl. 12:34

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir innlitið Óskar minn.  Já sem betur fer höfum við misjafnar skoðanir.  Aðal málið er auðvitað fólgið í því að leyfa öðru fólki að hafa sínar skoðanir í friði.  Ég er reyndar sammála því að fólki frá Asíu ætti að gera auðveldara að koma hingað og setjast hér að.  Þegar opnað var fyrir óheftan flutning frá Evrópu, lokaðis gátt til austurs.  Til dæmis hafa bæði Thailendingar, Víetnamar og Filipseyjingar reynst afar dugandi fólk og seig að bjarga sér í íslensku samfélagi.   

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.6.2015 kl. 13:04

13 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Allar skoðanir eiga rétt á umræðu á siðferðislega sanngjörnum grundvelli. Fræðsla um raunveruleikann frá ólíkum sjónarhornum er grundvöllur umburðarlyndis, skilnings og friðar.

Því miður hafa opinberlega skoðanamótandi og valdaráðandi Evrópu/Bandaríkja-fjölmiðlar of mikið vald til að stýra stjórnsýslu og umræðu, samkvæmt hönnunarplani siðlausra og guðlausra embættistoppa og valdagræðis-glæpasamtaka heimsins.

Frelsi opinberra fjölmiðla er gífurlega mikilvæg. Frelsi fylgir gífurlega mikil siðferðisleg ábyrgð.

Tilgangur fréttaflutnings opinberra fjölmiðla verður að byggjast á siðferðislegum mannréttindagrundvelli. Tilgangur fréttaflutnings má alls ekki byggjast á skammsýnum fréttasölugróða siðlausra sérhagsmuna glæpamanna heimsveldisins-stjórnendanna ábyrgðalausu.

Í landi tjáningarfrelsis er ábyrgð almennings gífurlega mikil.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.6.2015 kl. 18:00

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir það með þér Anna Sigríður að í landi tjáningafrelsis er ábyrgð almennings gífurlega mikill.   Og þess vegna er frábært að margir taka þátt í umræðunni og hafa sínar skoðanir á málum.  Með tilkomu internetsins hefur opnast gífurlegt tækifæri til að tjá sig og eiginlega miklu meira en við áttum okkur á. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.6.2015 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2020876

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband