Ein lauflétt á laugardegi. Aldrei að abbast upp á gamlar konur.

Gömul kona er stöðvuð af mótorhjólalögreglu fyrir of hraðan akstur.

Gamla konan: Er eitthvað að hr. lögregluþjónn?

Löggan: Já frú mín, þú ókst allt of hratt!

Gamla konan: Þú segir ekki?

Löggan: Get ég fengið að sjá ökuskírteinið?

Gamla konan: Nei, ég hef það ekki, þið eruð með það.

Löggan: Erum við með það?

Gamla konan: Já þið tókuð það af mér fyrir fjórum árum, fyrir ölvunarakstur.

Löggan: Ég skil, get ég fengið að sjá skráningarskírteinið?

Gamla konan: Nei það getur þú ekki.

Löggan: Af hverju?

Gamla konan: Af því að ég stal bílnum.

Löggan: Ha, stalstu bílnum?

Gamla konan: Já og ég drap eigandann og brytjaði hann niður.

Löggan: ÞÚ GERÐIR HVAÐ?

Gamla konan: Drap hann og búkurinn af honum er niðurbrytjaður í plastpoka í skottinu, ef þú vilt sjá hann.

Lögregluþjónninn horfir smástund rannsakandi á gömlu konuna og kallar að því búnu eftir liðsauka, greinir frá aðstæðum og bíður svo átekta.  5 mínútum síðar koma fimm lögreglubílar á útopnu á svæðið og víkingasveitin undir alvæpni umkringir bílinn. Fyrirliði þeirra kemur að bíl gömlu konunnar.  

Víkingasveitarforinginn:

Gjörðu svo vel að stíga út úr bílnum kona góð!     

Gamla konan stígur út úr bílum: Er eitthvert vandamál ungi maður?

Víkingasveitarforinginn: Lögreglumaðurinn hér á vettvangi segir að þú hafir stolið bílnum og myrt eiganda hans.

Gamla konan: Jæja segir hann að ég hafi stolið bílnum og myrt eigandann? Hann er ekki með öllu mjalla maðurinn.  

Víkingasveitarforinginn: Já hann segir það og að eigandi bílsins sé niðurbrytjaður í skottinu, vildir þú vera svo væn að opna skottið?

Gamla konan opnar skottið, sem reynist galtómt og segir: Og hér er skráningarskírteinið og  ökuskírteinið mitt.

Víkingasveitarforinginn: En lögreglumaðurinn fullyrðir að þú hafir ekki ökuleyfi,  ekkert skráningarskírteini og hafir stolið bílnum og sért með niðurbrytjað líkið af eiganda bílsins í skottinu, getur þú útskýrt það?

Gamla konan: Nei það get ég svo sannarlega ekki, en það kæmi mér ekki á óvart að fíflið héldi því líka fram að ég hafi ekið of hratt. laughing 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

Hehehe!  Þessi er magnaður laughing 

Jens Guð, 17.1.2015 kl. 18:43

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hann er það svona frekar hahaha...

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.1.2015 kl. 20:35

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Langur og góður!! laughing

Gleðilegt nýtt ár, Ásthildur og Jens maður, en ekki mús og ennþá síður Guð!

Jón Valur Jensson, 17.1.2015 kl. 22:05

4 identicon

Ásthildur þessi var frábær.ég helt að Guð væri alstaðar ekki síst i Jens enda Skagfirðingur

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 17.1.2015 kl. 22:49

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Góður þessi hahahahahahah laughing laughing

Jóhann Elíasson, 17.1.2015 kl. 23:44

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gleðilegt ár sömuleiðis Jón minn.  

Takk fyrir innlitið Helgi, já hann Jens er allstaðar. smile

Takk Jóhann minn. cool

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.1.2015 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 2020844

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband