Það er töff að vera sjötug.

Yndislegur dagur hjá mér í dag.  Mér líður eins og drottningu.  

Ég ætla að birta greinina mína í heild sinni hér, því hún var auðvitað allof löng til að birta í Morgunblaðinu.

 

Það er töff að verða sjötug. Það er frekar erfitt að koma á blað 70 ára ævi, en þá er bara að stikla á stóru. Ég fæddist á Ísafirði þann 11. September 1944. Móðir mín er Aðalheiður Bára Hjaltadóttir og faðir Þórður Júlíusson. Ég er að mestu leyti alin upp hjá móðurömmu minni og afa, Ásthildi Magnúsdóttur og Hjalta Jónssyni, en samt í sama húsi og foreldrar mínir. Ég á 7 systkini, yngsti bróðir minn dó aðeins 7 mánaða gamall, en ég átti þá líka son, aðeins hálfum mánuði á eftir bróður mínum. Við mamma áttum margar góðar samverustundir báðar óléttar. Ég var svona strákastelpa, við krakkarnir í hverfinu Stakkanespúkarnir lékum okkur mikið saman í allskonar leikjum, því við vorum eins og við værum í sveit. Foreldrar okkar flest norðan frá Hornströndum og samkennd mikil milli fjölskyldna. 17 ára fór ég í lýðháskóla í Svíþjóð, er eiginlega ennþá hissa á að foreldrarnir þorðu að senda mig, en ég býst við að ég hafi suðað eins og býfluga þar til undan var látið. Fór svo tveimur árum seinna til Skotlands, þar tók á móti mér maður frá útlendingaeftirlitinu og spurði mig hvað ég væri að gera, og ég svaraði um hæl: „Ég ætla að fá mér vinnu“ Ertu með atvinnuleyfi? „Nei“ Þá verðum við að senda þig heim aftur, svaraði þessi litli skeggjaði gaur. Ég fer ekki fet, sagði ég ákveðin. Ég fer þá bara til Svíþjóðar. Nei við sendum þig beina leið heim aftur, sagði karlinn. Ég komst inn, en frétti síðar að flugvélin hefði beðið eftir „vargnum“ í tvo klukku tíma. Þegar ég kom svo heim tveimur árum seinna, fór ég að vinna með Litla Leikklúbbnum, sem er leikfélag hér, það var virkilega gaman. Síðar fór ég að syngja með hljómsveitum, hafði að vísu komin nokkrum sinnum fram með frændum mínum í BG Baldri og Kalla Geirmundssonum. Fyrsta hljómsveitin var Hljómsveit Ásgeirs Sigurðssonar, þar var Rúnar Þór að stíga sín fyrstu skref og bassaleikarinn Örn Jónsson. Svo kom Aðild og Ásthildur, Ásgeir og félagar, Gancia, Sokkabandið, kvennasveit og síðast gömlu brýnin. Ég vann á bæjarskrifstofunni frá árinu 1966, með smá hléum til ársins 2011. Var garðyrkjustjóri í 30 ár. Þar þurfti ég oft að sýna „vargin“ í mér til að fá einhverju áorkað, það hefst víst ekkert öðruvísi. Ég stofnaði Ísafjarðardeild garðyrkjufélagsins 1974, ásamt góðu fólki. Ég hef alltaf haft áhuga á gróðri, og þegar við fluttum inn í eigin húsnsæði sem við byggðum sjálf, 1971, fór ég að panta inn ýmiskonar gróður vegna þess að hér var ekki til nein gróðrarstöð. Húsmæðurnar í kring um mig fóru svo að biðja mig um að panta fyrir sig líka, og svo koll af kolli, svo fór ég að panta aðeins meira, ef einhver skyldi nú vilja fá, og eftir að ég flutti í nýtt hús, kúluhúsið varð úr að ég stofnaði garðplöntustöð fyrir ofan hana. Hún er starfrækt enn þann dag í dag. Ég sé að ég þarf eiginlega að skrifa ævisöguna mína, því ég hef komist í svo margt á langri ævi. Mest megnis hef ég átt góða ævi, en sorgin hefur bankað upp hjá mér eins og öllum öðrum. Það var erfitt þegar ég missti 7mánaða gamlan bróður minn, við mamma áttum drengina okkar með hálfsmánaða millibili. Það var áfall að missa ömmu, fóstru mína og afa, líka pabba og mömmu, en sárast af öllu var að missa elskulega drenginn minn árið 2009. Það tók mig langan tíma að komast yfir þá sorg. En svona er lífið. Við þurfum að taka því sem að höndum ber og reyna að gera það besta úr öllu. Ég tók að mér son hans þegar hann varð sex ára, hann er núna er 17 ára að verða 18. Það var aldrei nein spurning um að við Elli minn myndum taka hann að okkur, þegar foreldrar hans gátu ekki sinnt honum lengur. Það var samt erfitt að þurfa að vinna að því að fá drenginn. Svona barátta við móðurina sem var ekki sátt, oft varð ég að segja sjálfri mér að ég yrði fyrst og fremst að hugsa um drenginn, allt annað yrði bara að hafa sinn gang. En þannig er lífið, stundum þarf maður að taka afstöðu og vera sjálfum sér trúr og því sem maður trúir á. Ég á 23 barnabörn, þ.e. börn sem kalla mig ömmu, sama hvaðan þau koma, og það er frekar erfitt að kaupa gjafir fyrir svo marga, þannig að fyrir sex árum ákvað ég að skrifa ævintýri árlega, þar sem barnabörnin mín taka þátt. Þetta hefur mælst vel fyrir hjá þeim og við erum öll ánægð. Oft hefur verið hringt í ömmu á aðfangadag til að spyrja hvort þau megi opna pakkann frá ömmu á hádegi, þá er ekki hægt að bíða lengur með lesturinn. En nú er þetta örugglega orðið alltof langt. Þegar ég var um tíu ára, fannst mér fólk um tvítugt vera orðið eldgamalt, og þar væri eiginlega ekkert eftir af lífinu. Þegar ég varð svo tvítug, fannst mér það besti aldurinn, þrítug líka, fertug á hátindi, fimmtug ennþá skemmtilegra, sextug vá algjört æði, og nú verð ég bráðum sjötíu ára og lífið blasir við mér, ég hlakka til að takast á við það sem að höndum ber, hef reyndar aldrei haft meira að gera. Þannig að meðan heilsan er góð og lífið leikur við mann, það er auðvitað undir manni sjálfum komið, þá er lífið skemmtilegt. Eitt að lokum þegar ég finn að sorgin er að yfirtaka mig, eða áhyggjur og reiði, þá hef ég komið mér upp möntru sem ég fer með, þangað til mér líður betur. Hún er svona,“ ljós, friður, kærleikur“ og það er ótrúlegt hvað þessi þrjú fallegu orð lyfta öllu erfiðu frá mér, og ég hef þurft á því að halda.

Sokkaband

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á Aldrei fór ég suður.  í fyrra það var afar skemmtilegt.

Skaftabörn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Börnin hans Skafta míns.

1530584_10152108533338713_2075124056_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Inga Þórsbörn.

307921_10151236163304047_471696887_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Börn Rolando.

 

Alej

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Alejandra mín.

Úlfur trommari

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Úlfur á Aldrei fór ég suður.

 

IMG_5143

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stelpurnar hennar Báru minnar.

1375022_733023863381675_616998675_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og stubburinn.

Amma og Davíð

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við Davíð Elías að gera kjötbollur.

IMG_7586

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og stóri bróðir Arnar Milos að greiða Lottu.

IMG_7704

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Að matast í kúlunni.

IMG_8035

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sigurjón.  

 Það vantar tvö börn í myndirnar, Ólöfu Dagmar og Lilju Aletu.  Báðar flottar stelpur, en ég er ekki heima og myndefni því takmarkað Smile

 En svona er þetta bara eigið góðan dag elskurnar, ég ætla að njóta mín, og svo ætla ég að hafa opið hús á laugardaginn fyrir þá sem vilja heilsa upp á okkur Ella Frá kl. 16 - 19.  <3


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Já, hjartanlega til hamingju á þessum tímamótum. Vonandi verður nýi áratugurinn þér farsæll og góður. Einu sinni fannst mér sjötugt fólk svo eldgamalt, en hef komist á þá skoðun með tímanum, að aldur er afstæður, eins og sést nú á síðari tímum, enda heldur fólk sér almennt betur núna en áður fyrr á öldum.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 11.9.2014 kl. 15:56

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Guðbjörg mín, já það er mikið rétt, aldur er í alvörunni afstæður, og fer eftir hugsunargangi fólks.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.9.2014 kl. 16:03

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég sendi þér innilegar hamingjuóskir á stórafmælinu, Ásthildur.   

Kolbrún Hilmars, 11.9.2014 kl. 16:15

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Fjölbreitt og skemmtileg lesning mín kæra.  Ég var búinn að óska þér til hamingju með daginn en góð vísa er aldrei of oft kveðin og óska ég þér innilega til hamingju þá sé ég sé að lukkan hefur leikið við þig með öll þessi flottu barnabörn og vonandi heldur lukkan áfram að vera þér góð..............

Jóhann Elíasson, 11.9.2014 kl. 18:00

5 identicon

Hjartanlega til hamingju með daginn og þessi merku tímamót. Fallegar myndir eins of endranær.

Erlendur (IP-tala skráð) 11.9.2014 kl. 20:37

6 identicon

Sæl Ásthildur Cesil æfinlega - sem og aðrir gestir þínir !

Beztu árnaðaróskir til þín: sem fjölkyldunnar allrar - í tilefni dagsins.

Lifið heil.

Með góðum kveðjum af Suðurlandi - sem endranær /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.9.2014 kl. 20:46

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Mínar allra bestu afmælisóskir til þín.- Svona í uppryfjun af fyrstu kynnum mínum af þér á síðum Bloggsins,leyfi ég mér að gantast með að líklega velji vinir þínir ekki afskorin blóm til að gleðja þig með,þau hefurðu ræktað allt um kring með rótum.

Helga Kristjánsdóttir, 11.9.2014 kl. 22:05

8 identicon

Ég óska þér til hamingju með afmælið.Nú ertu búin að ná mér!

Kveðja frá Erlu

Erla Sv. (IP-tala skráð) 11.9.2014 kl. 22:39

9 identicon

Hjartanlega til hamingju með tímamótin

Afmæliskveðjur

Jón Bjarnason 

jón Bjarnason (IP-tala skráð) 11.9.2014 kl. 23:03

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Kolbrún mín.

Mikið rétt Jóhann, góð vísa er aldrei of oft kveðin.

Takk fyrir mig Erlendur minn.

Takk minn ágæti Óskar.

Mikið rétt Helga mín, já það er ofgnótt af slíkum og sóun á peningum.

Takk elsku skólasystir, já nú er ég búin að ná þér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.9.2014 kl. 23:25

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það Jón Bjarnason.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.9.2014 kl. 12:48

12 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Konur er það besta og fallegast í mannheimi.  Þær nenna og þær gera og þær hugsa allt öðruvísi en við karlar og hafa aðlögunarhæfni langt umfram okkur. 

Enda erum við karlar frekar sérhæft tæki, til þess eins smíðaðir að vernda og afla til handa konum.  En konur eru lífið, börn framtíðin og við karlar skástífa við líf.

Ég fylgist ævinlega með þínu stússi Ásthildur, hér á blogginu, þó ekki nenni ég alltaf að gagnrýna mál þitt, enda förum við karlar að jöfnu halloka í orðræðum við konur.

Talfæri kvenna eru svo allt öðruvísi grundvölluð en okkar karla og konan mín getur saltað málmitt á augabragði hvessi í henni.

Til hamingju Ásthildur Cesil og ég vænti þér heilla þína ævirest, en við erum sama árgerð.       

Hrólfur Þ Hraundal, 12.9.2014 kl. 12:48

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Hrólfur minn, og til hamingju sjálfur með þennan góða áfanga. Sem betur fer eldumst við hægar í dag, þegar matarræði hefur batnað og umbúnaðurinn og getum átt góð ár allavega áratug enn. Við eigum að gera okkar besta til að njóta þess.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.9.2014 kl. 13:17

14 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Til hamingju vinkona með stor afmælið,kær kveðja

Haraldur Haraldsson, 14.9.2014 kl. 23:58

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Haraldur minn og fyrir alla þína vináttu gegnum tíðina.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.9.2014 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband