Æ.... júróvisjón og Pollapönk.

Og hvað? þetta er að verða hallærislegasta af öllu hallærislegu og ekki bætti nú um skák þegar Óttar og Skálmaldargaurinn allt í einu voru mættir. Hversu lágt getum við eiginlega lagst, bara spyr? Það er verið að reyna að koma þessu í eitthvað rosa spennandi dæmi, en það bara virkar ekki.   Pollapönkarar eru í sjálfu sér flottir gaurar, en þeir eru á leikskólastiginu, og eru flottir þar, og ég er viss um að Pollaplönk platan þeirra verður spiluð í tætlur í leikskólum landsins, og kynnigar þeirra á lögunum sínum eru flottar... miðað við leikskólabörn, enda er það einmitt málið sem þeir þekkja og kunna. Ég yrði afar hissa ef þeir næðu upp úr forkeppninni.  Í því felast engir fordómar til þeirra, heldur kalt mat á aðstæðum.  Ég get alveg sætt mig við að blessuð börnin fái sitt lag alla leið, en lengra nær það ekki.  

Ég verða að segja það, eins mikil júrómanneskja sem ég hef verið, þá er enginn spenna í gangi á þessum bæ, það verður ekki neitt júrópartý hér.  Og ofan á allt þá ætla blessaðir mennirnir að koma fram í matrósafötum, ég er að upplifa Silvíu Nótt upp á nýtt.  Erum við virkilega svona heillum horfin, að við höldum virkilega að þetta annars ágæta leikskólalag komist áfram í undankeppninni?

Í þessari færslu eru engir fordómar í gangi með Pollapönkið, heldur bara bláköld skynsemi þegar ég hugsa um hlustendur út í hinum Evrópska heimi.  Ég er alveg viss um að þeir eiga eftir að gjörsigra Ísland og ekki síst leikskóla landsins með plötunni sinni, og svo sannarlega eru þeir að segja eithvað sme skiptir máli fyrir börnin okkar.  En lengra nær það ekki.  

 

 

 


mbl.is Óttarr ekki með á æfingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég varð fyrir hrikalegum vonbrigðum,en eins og þú,hvað viljum við ekki gera fyrir börnin. en þetta er júró,þau skilja það. Söngvakeppni,upptelja tóna la,la,la,æ ég biðst forláts. En þeir sem völdu lagið til flutnings,hvað heyrðu þeir???

Helga Kristjánsdóttir, 1.5.2014 kl. 03:12

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þeir sáu krúttinn sem þessir drengir vissulega eru.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.5.2014 kl. 10:06

3 identicon

 Satt segirðu, Ásthildur. Ég hef líka verið mikil júrómanneskja til þessa, en ég lét það alveg eiga sig að kjósa nokkurt lag í keppnina í ár, því að mér fannst þau ekki nógu góð, ekkert þeirra. Ég var líka hissa á því, að þessir strákar skyldu hafa verið kjörnir sem fulltrúar Íslands, því að þetta lag þeirra er óttalega lélegt, finnst mér, og vantar allt í það, a.m.k. fyrir minn smekk, eintómar endurtekningar, og þeir eins og smákrakkar. Ekki að lögin hjá hinum löndunum séu eitthvað skárri. Þau eru misjöfn að vísu, en ég held að þetta lag okkar sé með þeim verstu í keppninni. Ég ætla að láta það vera að kjósa um lag, því að ég er í hálfgerðum vandræðum með að velja milli þessarra laga, sem ég hef verið að hlusta á í þáttum þeirra Reynis og Felix. Maður getur hlustað á lögin einu sinni, en vill gjarnan losna við að hlusta á þetta aftur og aftur. Svo að ég segi það sama og þú: þetta er ekkert til að skapa neina stemningu af neinu tagi. Þessi keppni þarna hefur mér líka fundist fara hnignandi að sumu leyti eftir því sem árin hafa liðið, miðað við það, sem áður var. Sovétlöndin finnst mér líka hafa eyðilagt keppnina að sumu leyti með sínum framlögum. Þetta var betra, meðan það voru aðeins Vestur-Evrópulönd í þessarri keppni og meiri metnaður ríkjandi varðandi lögin en nú er orðið. Þetta er orðin hreinasta hörmung. -  Gleðilegt sumar.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 1.5.2014 kl. 11:13

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það var reyndar ekkert lag í keppninni hér heima, sem mér fannst vera almennilegt.  Textinn við þetta lag hafði ágætis boðskap en þegar búið er að "svipta honum yfir á ensku" verður hann að einhverju bulli (vantar alla heildarmynd) þannig að lagið verður að einu allsherjar gríni og eins og þú segir það er svolítið eins og Silvía Nótt sé komin aftur.

Jóhann Elíasson, 1.5.2014 kl. 11:59

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Guðbjörg, ég svona frekar skammast mín fyrir vitleysuna í ár. Fannst reynda öll hin lögin betri og lagið Amore hefur unnið á, og hefði verið hægt að gera eitthvað skemmtilegt úr, en því miður þá vann þetta lag, sem raunar er ekkert hægt að gera betur, því eins og þú segir er lagið lélegt.

Jóhann, já því miður, ég hélt satt að segja að Sylvía Nótt hefði verið okkur "lærestreg" um hvað við erum stundum langt úti í vitleysunni, en því miður og nú er allt reynt til að skapa stemningu um lag sem allir vita að stendur ekki undir nafni hvað varðar gæði, þóp drengirnir séu skemmtilegir og flottir, þá dugar það einfaldlega ekki til.

Svo er annað mál, þátturinn alla leið, er svo klénn og leiðinlegur, þar er verið að gera grín að fólki sem ekki getur borið hönd fyrir höfuð sér, hlegið og dillað sér yfir hvað þessi og hinn sé hallærislegur. En svo kom að Íslandi, og Voila allt í einu var það svo frábært. Get svarið það, ég skammast mín fyrir þessa þætti.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.5.2014 kl. 15:15

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

AE, mikid lifandis skelfing er eg sammala ther Asthildur. Thetta er ottaleg froda. Ekkert illa hugsad gagnvart Pollaponkik eda guttunum thar, en thetta er bara eitthvad svo........."lame" og leidinlegt, fyrir utan nu kostnadinn, sem kemur ur vasa skattgreidenda, sem thvingadir eru til ad greida fyrir thetta. 

Kvedja ad sunnan og godar stundir.

Halldór Egill Guðnason, 1.5.2014 kl. 17:36

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

takk Halldór, já þetta er bara eitthvað svo hallærislegt, en á sama tíma eru þessir strákar flottir, en bara ekki í júróvisjón, það er heila máli, þeir eru á röngu róli á röngum tíma.....

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.5.2014 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 51
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 2020977

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband