Niu sæta sófi.

Við Elli vorum boðín í kvöldmat hjá El Salvador fjölskyldunni okkar, þar sem Pablo blessaður er orðin 70 ára.  Þetta var yndæl kvöldstund með fjölskyldunni okkar, mikið hlegið, á borðum var hangikjöt með uppstúf, og ég sá ekki betur en þeim fyndist þetta afbragðs góður matur. 

Áður en við vórum spurði Úlfur afa sinn hvort hann mætti bjóða nokkrum vinum sínum heima að horfa á bíó.  Var það auðsótt. 

Þetta er alveg eins og hér um árið þegar börnin okkar voru lítil og alveg upp í táninga.  Þau voru alltaf að "draga inn" börn úr nágrenninu.  Af því að ég var eina mamman sem hleypti öllum skaranum inn, en ekki bara einum á barn.  Þess vegna var húsið oft fullt af ærslabelgjum, og mér fannst það bara notalegt.  Þegar þau urðu eldri, þá var sjónvarpið komið og þá komu þessir krakkar og horfðu á sjónvarpið, við sátum oft á annan tug, við Elli í miðjum sófanum, og svo var setið fyrir ofan okkur á sófabakinu, fyrir framan á gófinu og út um allt.  Við vorum alveg á því að það væri miklu betra að hafa krakkana hér heima, venja þau á að vera heima, heldur en á flakki einhversstaðar.  Sum þessara barna hafa minnst á þetta síðar, einn sagði við mig að heimilið að Seljalandsveg 77 hefði verið eins og félagsheimili.  M'er þótti vænt um þann titil.

En hvað um það þegar við komum heim í gær, voru þau ekki byrjuð að horfa á myndina, því þau voru að týnast inn, alls 8 stk, auk Úlfs.  Og þarna sátu þau öll í sófanum í hrúgu, rétt eins og í gamla daga, og horfðu saman á mynd, sem var frekar sorgleg og það var hlegið og grátið.  Hvað er yndislegra en unglingar sem þora að sýna tilfinningarnar í blönduðum hópi. 

Í dag er það þannig að við foreldrar drengjanna erum vinir og rétt eins og þá, höfum við sameiginlega verndartilfinningu gagnvart drengjunum okkar. Enda eru þeir góðír vinir, og eiga örugglega eftir að styrkja hvorn annan í lífinu.  Stelpurnar fylgja líka með og læra af þeim, að það er allt í lagi að vera maður sjálfur. 

Í fyrradag fór ég á skemmtikvöld karlakórsins Ernis, og ég ætla að setja inn nokkrar skemmtilegar mynfir af því kvöldi hér seinna. 

IMG_7939

Skemmtilegt kvöld. En nánar um það síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband