Forsetaframboð.

Nú er mikið spáð í forsetaframboðin.  Ég ætlaði mér ekki að taka þátt í þeim skoðanamyndunum, en svo bara allt í einu sá ég eitthvað þarna.

Það er talað um að baráttan standi milli Þóru og Ólafs.  En ég er á annari skoðun.

Málið er að Þóra toppaði of snemma, og nú er þessi elska á niðurleið. 

Ólafur byrjaði sína kosningabaráttu á að kasta sprengju inn í samfélagið.   Þetta var held ég vísvitandi gert til að ná athygli.  Og svo sannarlega tókst honum það.  Ólafur er klár og flottur, og með hann sem forseta höfum við manneskju sem bæði vill og kann að koma okkar málum fram.  Við ættum svo sannarlega að sjá tækifæri í því að nýta okkur bæði hans skilvirkni og ekki síður þau tengsl sem hann hefur við útlönd.

Það sem kemur til með að vinna gegn Þóru er samtenging hennar við Samfylkinguna.  Bæði hefur komið í ljós að Jóhanna Sigurðardóttir leitaði með logandi ljósi að góðum mótframbjóðanda á mót Ólafi og meira að segja var gerð skoðanakönnun á vegum Samfylkingarinnar um frambjóðanda þar sem sem Þóra brilleraði, heldur vekur líka athygli núna þegar aðrir frambjóðendur eru loksins að skila inn meðmælendum, að það tók bara nokkra daga fyrir Þóru að fá undirskriftir, eða eins og bent hefur verið á, að svona væri bara á færi vel skipulagra stjórnmálaflokka að gera.  Þannig að allt bendir til að Samfylkingin hafi þarna sett sína kosningamaskínu í gang.

Lárus Jónsson hefur hætt sinni kosningabaráttu,vegna þess að hann fékk ekki nægilegar uppá skriftir, maður sem mér sýnist vera réttlátur og með ákveðnar skoðanir sem virðast vera ofaná í okkar samfélagi. 

Annar er Hannes sem ég kann ekki skil á hefur ekki gefist upp, en hefur ekki hlotið þá umfjöllun sem hann ætti að fá samkvæmt lýðræðislandinu Íslandi. 

Herdís mæt kona hefur ekki fengi neitt start, enda ekki starfsmaður ríkisútvapsins og nýtur ekki góðvildar þeirrar stofnunar.... útvarpi allrar þjóðarinnar eins og þau gjarnan nefna sig.

Ástþót lætur ekki buga sig og krefst hlustunar, gott hjá honum.

Ari Trausti nýtur mikils traust akademíunar, og svo er hann líka skáld og honum virðist ganga bara vel miðað við að kosningabaráttan er ekki almennilega byrjuð.

En... eins og Villi nagbítur segir í sínum bráðskemmtilegu sunnudagsþáttum Hættu nú alveg segir, Það er ein manneskja sem ég hef ekki talað um, en það er Andrea og nú kemur það sem ég vil segja.

Ég prívat og persónulega vil halda fram að það sé einfaldlega ekki rétt að það verði Þóra Arnórsdóttir sem verði sú manneskja sem velgi Ólafi undir uggum, heldur Andrea.

Þetta byggi ég á því að Þóra toppaði of snemma, og í þessum töluðu orðum er hún á niðurleið.

Það sem verður henni fyrst og fremst að falli er að hún leyndi því í upphafi að hún var við stofnun Samfylkingarinnar og líka stofnandi þeirra sem vilja inn í ESB. Hún hefur ekki tjáð sig um þessi mál, en þeim verður svo sannarlega komið til skila í kosningabaráttunni sem nú fer að hefjast.  Það er hennar lík í lestinni sem er voða erfitt að komast undan.  Einnig þessi saga um slagsmál eiginmannsins, sem var komið af stað, svona a la pr stunt pólitíkusa að hætti Samfylkingarinnar.

Þess vegna segi ég og ætla mér að skoða hvort ég hafi rétt fyrir mér, að hinn raunverulegi andstæðingur Ólafs verði ekki Þóra heldur Andrea.  Ég tel að hún muni koma sterkar út þegar farið verður að skoða hvað við höfum í boði.

Það er aldrei gott að toppa of snemma.  En ég tek fram að mér finnst Þóra Arnórsdóttir frábær kona og hæfileikarík og vona að við fáum að njóta starfskrafta hennar áfram í sjónvarpi eða á öðrum vettvangi.  En forseti verður þessi elska ekki að mínu mati.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Emilsson

Ásthildur. Gott hjá þér sem ætið. Þessar forsetakosningar eru bara forleikur að því sem koma skal. Spurningin er einfaldlega um sjálfstæði Lýðveldisins Islands, stofnað á Þingvðllum 1944.

Að islenska þjóðin þurfi nú að heyja sjálfstæðisbaráttu á ný, hefði engan órað fyrir. Að til skuli vera fólk sem er tilbúið að selja sjálfstæðið til valdagráðugra nýlenduherra Þýska Stórríkisins!

Hvað er hér að baki?

Björn Emilsson, 16.5.2012 kl. 01:24

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góður pistill hjá þér Cesil.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.5.2012 kl. 02:07

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Góður pistill Ásthildur. Auðvitað ætti Andrea að vera ofar á listanum, hún hefur sýnt hvað hún stendur fyrir, ólíkt því sem Þóra hafur gert. Þóra hefur einungis sýnt fallegt andlit, en það þarf fleira til.

Þá er Ari Trausti ákaflega frambærilegur frambjóðandi. Aðra get ég ekki nefnt, þeir hafa ekki fengið að láta ljós sitt skína ennþá. Þökk sé honum svokölluðu "óháðu " fjölmiðlum.

Persónulega þykir mér þó mestur hagur í að Ólafur verði áfram forseti. Hann hefur sýnt í því starfi að konum má treysta, þjóðin veit hvar hann stendur. Ég sé ekkiástæðu til að kjósa nýjan forseta núna, þegar svo margt er í húfi og þá sérstaklega sjálfstæði þjóðarinnar.

Gunnar Heiðarsson, 16.5.2012 kl. 02:22

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er sammála þér, Þóra tapar á því að hafa logið að fólki.  Þóra reynir að sverja af sér að vera fulltrúi Samfylkingarinnar í forsetakjöri.  Núna eru allskonar upplýsingar um annað að koma fram.  Ég er ekki búin að ákveða mig en mun velja milli Andreu, Herdísar og Ólafs þegar nær dregur kosningum og maður hefur skoðað hvað þau hafa að segja...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.5.2012 kl. 02:24

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég veit að Ólafur verður áfram forseti og vil það. það er rétt að ég get klárað þetta og saagt kveðja til ykkar,tölvan er eins og baldið hross,hleypur útundan sér,skrallar upp og niður.....

Helga Kristjánsdóttir, 16.5.2012 kl. 02:34

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Asthildur sammál þessu að vanda/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 16.5.2012 kl. 04:10

7 identicon

Fróðlegt væri að vita hvern menn veldu sem næstbesta kostinn, í skoðanakönnunum.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 06:50

8 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þó að Þóra sé laglegri, þá má vel finna með þeim samlíkingu, landakaupandanum mikla og henni.  Hann nýtur stuðnings Kínverskra stjórnvalda en hún Íslenskra stjórnvalda. 

Kínversk stjórnvöld njóta svo aðstoðar Íslenskra stjórnvalda við að finna bakdyra leið að þessum óskuðu landakaupum Kínverja. 

Hrólfur Þ Hraundal, 16.5.2012 kl. 06:58

9 identicon

Fínn pistill hjá þér Ásthildur, eins og þín er von og vísa.

Erfiðast finnst mér að lesa skítkastið sem kemur frá andstæðingum forsetans. Mér finnst Þóra glæsileg kona fær í sínu starfi.

Hún fær ekki svona meðferð hjá stuðningsmönnum hinna frambjóðendanna. Ólafur Ragnar forseti hefur sýnt að hann víkur ekki fyrir fet fyrir neinum sem ekki hugsar um þjóðarhag. Kveðja.

Jóhanna (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 07:27

10 identicon

Takk fyrir greinargóðan pistil Ásthildur.

Ég held að þetta sé rétt hjá þér að hún toppaði allt of snemma og þessi skrum auglýsingamennska fjölmiðlana sem eru henni augljóslega handgengnir leynir sér ekki og fólk sér í gegnum þettqa sjónarspil og er ekkert hrifið af svona löguðu.

Það er líka ljótt að sjá hvernig þessir sömu fjölmiðlar og margir æstustu stuðningsmenn Þóru eru fullir af heift og hatri í garð forseta okkar.

Bera á hann lygar og þvætting og kalla hann öllum illum nöfnum eins og "forsetaræfilinn".

Það mun líka bara skemmir fyrir þeim þegar fram liður.

Þóra er að mörgu leyti frambærileg, en nú á þessum víðsjár verðu tímum og hún með þetta ESB lík í lestinni og þessa æstu stuðningsmenn sína sem etja henni á foraðið.

Þá er hún ekki rétta svarið fyrir íslenska þjóð.

Þegar búið verður að jarða þessa ESB áráttu og þetta lið hættir þessu ESB ofsa trúboði sínu og fer að vinna aftur fyrir land sitt og þjóð þá kæmi vel til greina af minni hálfu að kjósa og styðja Þóru Arnórsdóttur í embætti forseta Íslands.

En alls ekki eins og málin standa núna.

Nú er Ólafur Ragnar enn rétta svarið í síðasta skiptið reyndar.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 10:03

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll fyrir innlitið og svörin.  Ég er eiginlega alveg viss um að Ólafur sigrar.  Það er eins og við hugsum öll, baráttan um sjálfstætt Ísland sem kristallast þar.  Allt þetta fólk er verðugir fulltrúar landsins.  En þegar kemur að ESBmálinu þá sortum við einfaldlega úr. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.5.2012 kl. 10:10

12 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Tek undir með hinum Átthildur. Gott og rétt. Við getum líka hjálpað Þóru að sjá sannleikann en hún hefir ekkert að gera í Forseta embættið. Aldrei. 

Valdimar Samúelsson, 16.5.2012 kl. 10:17

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt Valdimar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.5.2012 kl. 10:25

14 identicon

Góður pistill hjá þér. Ég er nú bara á þeirri skoðun að það verði bara Ólafur sem mun leiða þetta til enda, enda í rauninni ekkert annað í stöðunni eins og málum er háttað í okkar þjóðfélagi í dag. Ég þekki engan sem ætlar að kjósa einhvern annan kandidat en Ólaf. Þóra á bara að halda sig við sjónvarpið og barnauppeldi, þar er hennar vettvangur að ólöstuðu. Hins vegar tek ég undir sem fram hefur komið, að það er alveg með ólíkindum skítkastið á forsetann okkar frá hans andstæðingum og í rauninni til háborinna skammar.

M.b.kv.

Sigurdur Kristjan Hjaltested (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 11:35

15 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ættin hans Hannibals er ekki það sem þjóðin vill hvorki á þing né til Forseta...

Vilhjálmur Stefánsson, 16.5.2012 kl. 17:01

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sigurður ég er sammála með að dónaskapurinn er algjör, þetta er það sem Jóhanna og Steingrímur hafa leitt inn, skítkast á lágu plani, það sem höfðingjarnir hafast að hinir halda þeim leyfist það.

Æ ég á nokkra góða félaga og vini út frá Hannibalsættinni, þetta er margt hvert besta fólk. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.5.2012 kl. 18:59

17 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég verð ekki leið að fá Dorrit áfram, en ætla ekki að kjósa eiginmann hennar. Tek heilshugar undir með Andreu, enda er hún eini forsetaframbjóðandinn sem ég hef skrifað undir hjá. (Þarf sitjandi forseti 1500 undirskriftir líka?).

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 16.5.2012 kl. 19:57

18 identicon

Ég er sammála þér að Andrea vekur eftirtekt og áhuga. Hún kemur inn með punkt sem skiptir máli og bendir á misrétti í samfélaginu á eftirtektarverðan hátt. Ég held að fylgi hennar muni vaxa - en hún kom mjög seint fram á sjónarsviðið. Varðandi Þóru þá átta ég mig ekki á gagnrýninni sem beinist að því að hún hafi skrumað og toppað of snemma. Hún er að mínu mati skipulögð og las stöðuna hárrétt. Hún vissi að hún þyrfti að fara í barneignarfrí í maí og ákvað því að hefja baráttuna snemma og leggja grunninn að henni. Þetta gerði hún fyrst og fremst með því að nota samfélagsmiðla. Það þarf hugrekki til að fara fram gegn sitjandi forseta sem hefur eðli málsins mikið forskot á aðra frambjóðendur. Það er stórt skref hjá öllum sem ákváðu að fara fram sem ég tel að sé lýðræðinu hollt og ég kann að meta það hugrekki. Ég átta mig heldur engan vegin á fullyrðingunni um að skítkastið komi frá ráðherrum. Forsetinn hefur látið gamminn geysa undanfarna daga og notað taktík sem mér er lítt að skapi. Forseti gegn ríkisstjórn, þjóð gegn þingi, landsbyggð gegn 101 - ég held að það sé mál að linni og við snúum okkur að því sem sameinar okkur.

Anna Hildur (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 20:02

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það held ég Anna mín.  Já Andrea hlýtur að komast langt með alla sína vinnu í þágu almennings, ég trúi ekki öðru. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.5.2012 kl. 20:22

20 Smámynd: Jens Guð

  Ég get að uppistöðu tekið undir þennan pistil.  Ara Trausta þekki ég að góðu einu.  Gáfaður maður, víðförull útivistamaður, listunnandi mikill, skáld, vandaður til orðs og æðis og vel ættaður.  Erró er bróðir hans, svo dæmi sé nefnt.  Ari Trausti býður af sér góðan þokka.  

  Herdís og Andrea eru báðar mætar konur.  Þannig mætti áfram telja.  Mér heyrist samt á fólki eins og búið sé að stilla upp vali á milli Þóru og Ólafs/Dorittar.  Mér segir svo hugur að þannig muni "slagurinn" þróast og á kjördegi verði kosið á milli þeirra tveggja.

  Ég vann árum saman í auglýsingabransanum, við markaðssetningu á öllu frá stjórnmálaflokkum til hljómplatna.  Ég þekki hvað þarf til að ná árangri á þessum vettvangi og sé ekki betur en batteríin á bak við Þóru og ÓRG/Dorriti séu með þannig stöðu að aðrir eigi ekki möguleika.     

Jens Guð, 16.5.2012 kl. 22:47

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Við skulum sjá Jens minn, það er eitthvað sem segir mér að þannig verði það einmitt ekki.  En það er bara hugboð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.5.2012 kl. 22:50

22 identicon

„Pólitískir flokkar gera ekkert annað en að ala á sundrungu“, skrifar Svanur Gísl Þorkelsson . Og þar hefur Svanur lög að mæla. En hvað gerist svo? Forseta ræfillinn sér ástæðu til að bæta um betur og auka á þá sundrungu sem þegar tröllríður þjóðfélagið. „Nú er mælirinn fullur, – og skekinn“, skrifar Eiður Guðnason, fyrrverandu ráðherra. Og Eiður heldur áfram. „Forsetinn hefur storkað formönnum stjórnmálaflokka, ríkisstjórn landsins og þingmönnum á þann hátt að algjörlega fordæmalaust er.“

Já, það var svo sannarlega ólukku dagur fyrir Ísland, þegar strigakjafturinn hann Óli var kjörinn í æðsta embætti landsins. Þessi pólitíkus, sem talaði mikið um skítlegt eðli andstæðinga sinna, hefði aldrei átt að stíga fæti inn fyrir dyr á Bessastöðum. Langt í frá að vera þess verðugur, langt í frá. Samt er hann búinn að vera þar í hvorki meira né minna en 16 ár.

Einkennandi fyrir meðvirkni og lítt gagnrýna hugsun Íslendinga. En gagnrýnin hugsun hefur aldrei einkennt innbyggjara og er ein af megin ástæðum hrunsins og þeirra erfiðleika, sem við glímum við. Íhaldssemi, meðvirkni og hjarðaeðli  er afar ríkt hjá mörgum og stjórnar hugsunum þeirra. Þetta á einkum við um sjálfstæðismenn.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 11:49

23 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Ég er farin að hallast að því sama Ásthildur mín. Þau eru bæði að verða of umdeild og því væri best að Andreu eða Ara Trausta, sem er að mínu mati Kristján Eldjárn týpa og myndi þá færa embættið til fyrra horfs með rólegheitum og án átaka og því að stuða menn og annan eða valda sundrung og látum. Forseti á að vera sameingingartákn okkar og stuðla að samvinnu og friði í samfélaginu.

Andrea er sá frambjóðandi sem kom mér mest á óvart að biði sig fram og ég held að hún leyni helling á sér. Það sem maður hefur séð til hennar lofar góðu. Það sem væri helst gegn henni, er að hún er ekki sprenglærð ( svo ég viti til)  né í fínni stöðu í dag. En ég vona að fólk upp til hópa sé ekki með mennta-eða stöðu hroka. Það er fullt af fólki sem vinnur með Forseta, svo sá sem verður kosinn þarf ekki að hafa 5 háskólagráður uppá vasann.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 17.5.2012 kl. 16:05

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Haukur ég tek nákvæmlega ekkert mark á Eiði Guðnasyni, honum ferst að tala um aðra.  Svanur er oft málefnalegur, en það er alveg ljóst að Ólafur fer afar illa í hann, hann hefur stundað niðurrifsskrif um forsetann núna stöðugt í marga daga. 

Ég held Hjördís mín að forsetaembættinu verði ekki breytt til baka.  Ólafur hefur markað þau spor að ekki verður aftur snúið.   Þess vegna er ennþá meiri ástæða til að vanda valið.  En eins og G. Tómas Gunnarsson segir á sínu bloggi, myndi ég kjósa sambandssinna sem forseta?  http://49beaverbrook.blog.is/blog/49beaverbrook/entry/1240264/ 

Þóra er ekki bara umdeild, heldur er hún sambandssinni og á línu Samfylkingarinnar, svar Jóhönnu við framboði Ólafs. 

Ég tel að nú verði allir frambjóðendur krafnir um afstöðu sína til ESB og Icesave.  Og það er bara ágætt.

Ég er sammála þér með að Andrea er góður kostur, að mínu mati er lærdómur einskis virði ef menn kunna ekki að beita honum.  Próf eru bara skrautsýning ef ekki fylgir tilfinningagreind með. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.5.2012 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 2020864

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband