Júróvisjón

Já mér finnst ekki hafa verið fjallað mikið um júróvisjónkeppnina mikið í ár.  Þarna hafa komið mörg frábær lög og þó megi segja að þetta sé fyrirbæri sem engin þykist fylgjast með eða horfa á, þá samt sem áður er nokkuð ljóst að það eru á ferðinni ýmsir laumufarþegar því að einhverjum ástæðum tæmast götur og skemmtistaðið meðan keppnin fer fram, svona eins og sykursætir framhaldsþætti bandarískir sem "enginn" horfir á eða þykist fylgjst með.

Nú er undankeppni lokið og sjö lög fara áfram og næsta laugardag mun verða skorið úr um hver fer fram fyrir okkar hönd.  Ég fyrir mitt leyti er búin að ákveða hvaða lag ég vil að fari áfram, auðvitað er ég hlutdræg, en söngurinn Hey! eftir Magnús Hávarðarson er framlag sem ég vil sjá fara fram.   Þar er rammíslenskur fimmundarsöngur og karlar í íslenskum sveitabúningum og rosalega bara þjóðlegt og flott lag.  http://www.ruv.is/frett/songvakeppni/hey

Hlutdræg vegna þess að þessir kappar eru að vestan.  En það er ekki bara málið.  Ég myndi ekki vilja að einhver kæmist áfram bara á því hverjum hann tilheyrði.  Heldur er lagið bara svo frábærlega íslenskt og kominn tími á að við sendum eitthvað út sem er rosalega þjóðlegt og flott. 

Sendum eitthvað öðruvísi í keppnina en eitthvað júrópopp, verum nógu sjálfstæð og stolt til að senda eitthvað sem er OKKAR.  Eitthvað öðruvísi en áður.  Ekki til að vinna heldur til að vekja athygli á því sem við höfum fram að færa.  Það gerir Hey svo sannarlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kidda

Verð nú að segja það alveg eins og er að ég hef ekki haft nokkurn áhuga að færa mig um set til að horfa á sjónvarpið og þessi lög en þetta lag er samt áheyrilegt og örugglega ekkert verrra en það sem hefur áður farið.

Kidda, 29.1.2012 kl. 12:27

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Kidda mín það eru þarna mörg góð lög, þetta er öðruvísi og þess vegna skemmtilegt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2012 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 93
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband