Nú er nóg komið Gylfi Arnbjörnsson.

Alltaf þegar maður heldur að Gylfi Arnbjörnsson og Samfylkingin geti ekki lotið lægra, þá gera þau það samt. 

Já það er horft til Brussel og ekkert getum við sjálf.  Krónan þessi sem hefur að mati þeirra sem hvað mest vit hafi á, og sem hefur bjargað okkur út úr kreppunni fær þann dóm að hún eigi sér ekki viðreisnar von.  Og nú á að ganga bónarveginn inn í Brussel. 

Ég skammast mín fyrir fólk eins og þig Gylfi Arnbjörnsson, ef þú sérð enga aðra lausn fyrir verkalýðshreyfinguna aðra en að troða okkur inn í ESB, nú!  eða falast eins og betlari um að fá að taka upp Evruna, ættir að segja þig frá embætti forseta ASÍ.  Þú ættir eiginlega að vera löngu búin að þvi, með Icesave á bakinu og fleiri slíkar atlögur að þjóðinni og landinu okkar.  Og ef þú ferð ekki sjálfviljugur ætti verkalýðshreyfingin að kjósa þig burtu.  Þ.e.a.s. ef einhver dönkun er eftir í hinum vinnandi mönnum.

Í fyrsta lagi þá gerist ekkert kraftaverk þó við tækjum upp Evru, hvað þá ef við myndum ganga í Evrópusamandið.  Þá þyrftum við nú aldeilis að borga fyrst í hítina sem hrjáir ESB þessa dagana, og það yrðu engir smápeningar skal ég segja þér.

Í öðru lagi þá er gjaldmiðill hvers lands besta hagstjórnartæki hans á allann hátt.  Þá er í raun gengið í höndum íslenskra aðila. 

Það sem háir okkur í dag eru of margar afætur á kostnaði hins vinnandi manns, og margir ríkisstarfsmenn sem hafa fengið góða vinnu út á frændsemi eða vinskap, of margar nefndir og ráð sem hafa sömuleiðis verið búnar til fyrir velvildarmenn, of margar óheyrilegar eftirlaunabætur elítunnar, of há laun þeirra sem eru í bönkunum, en fyrst og fremst ríkisstjórnin á hverjum tíma.

Of mikill eftirlátssemi við frekjuhópa í samfélaginu sem ekki vilja deila með þjóðinni heldur drottna.  Við erum bara 300.000 og það eru takmörk fyrir því hvað þeir sem vinna geta brauðfætt margar afætur.  Til dæmis má fækka þingmönnum um helming, og minnka en ekki fjölga aðstoðarmönnum. 

En fyrst og fremst það að huga að atvinnuuppbyggingu, Frjálslyndi flokkurinn og fleiri aðilar hafa tl dæmis bent á að það er HÆGT AÐ GEFA HANDFÆRAVEIÐAR FRJÁLSAR strax í dag.  Það má ekki vegna þess að þá æpa þeir sem gefa mest í kosningasjóðina, og hafa plantað sínu fólki inn á alþingi til að verja stöðu sína. 
Einu sinni voru tekinn aðstöðugjöld af fyrirtækjum, þegar kreppa varð og vinna minnkaði, þá var ákveðið að afnema þessi aðstöðugjöld til að auka áhuga fólks á að stofna fyrirtæki.  Það mætti gera eitthvað slíkt núna í formi þess að minnka álögur á nýjum fyrirtækjum í fimm ár eða svo.

Það vantar ekki hugvit, áræðni eða framkvæmdagleði íslendinga.  ÞAÐ VANTAR AÐSTÖÐUNA TIL AÐ FÁ AÐ BYGGJA UPP.  Meðan þessi ríkisstjórn heldur öllu föstu í skattaokri og einræði yfir öllu, þá hreinlega hafast menn ekkert að, þeir bíða EFTIR ÞVÍ AÐ NÝJIR AÐILAR TAKI VIÐ, SEM HAFI BETRI SKILNING Á ÞVÍ HVE ÞAÐ ER NAUÐSYNLEGT AÐ HAFA FYRIRTÆKI GANGANDI.  Og þá er ég ekki að tala um að sóa háum fjármunum í bankaeigandi fyrirtæki sem hafa raðað gæðingum sínum þar fremsta hvort sem þeir geta rekið fyrirtæki eða ekki.  Þá er ég að meina hina duglegu einstaklinga sem kunna, þora og vilja reka sín fyrirtæki, og það án þess að ríki og bankar séu að ráðast að þeim og koma þeim á kné með óheiðarlegri samkeppni. 

Það getur enginn einyrki staðið í samkeppni við einkavinavædd fyrirtæki eða ríkisfyrirtæki sem hafa jafnvel verið tekinn af fólki og aðrir settir þar inn, sem kunna eða nenna ekki að halda þeim á floti af sjálfsdáðum.

Þú ættir ef til vill að horfa inn á við Gylfi bónbjargarmaður, og hætta þessu niðurlægjandi tali um krónuna okkar og landið. 

Það er ef til vill gott að þegar þú opnar á þér munninn þá minnkar sem því nemur áhugi fólks á að láta troða sér inn í báknið sem ER Á HAUSUNU, EN EKKI Í TÍMABUNDNUM ERFIÐLEIKUM.

Ég skammast mín fyrir þig, og ég skammast mín fyrir þessa ríkisstjórn, og ég skammast mín fyrst og fremst fyrir að við höfum ekki getað komið í veg fyrir þessa fjandans aðilögunarumsókn, sem er ekki bara óheiðarleg vinnubrögð og lygi, heldur líka til skaða fyrir okkur í framtíðarsamskiptum við Evrópu.  Því þeir í Evrópu hafa allan tíman haldið að meirihlutavilji væri fyrir umsókninni, en ekki eins og reynt hefur verið að telja okkur trú um að við MYNDUM FÁ AÐ KÍKJA Í PAKKANN OG KJÓSA SVO.  Það er LYGI OG ÁRÓÐUR FÓLKS SEM VISSI ALLAN TÍMANN AÐ VIÐ VORUM Í AÐLÖGUNARFERLI EN EKKI AÐ KÍKJA Í NEINN PAKKA.

Eins og sjá má á þessum skrifum mínum er ég öskureið, svo öskureið að mig langar til að brjóta eitthvað, en ég læt þetta nægja til að lýsa yfir fyrirlitningu minni á þér.  Gerðu þjóðinni greiða og segðu af þér embætti forseta verkalýðsins.  Þeir eiga ekki skilið að hafa þvílíka grenjudós sem þeirra fremstu röð.   

Svei ykkur bara, svei attan!!!

c_documents_and_settings_erna_hjaltested_my_documents_blog_isl_faninn_713981[1]


mbl.is Biðja á um aðstoð vegna krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, svei

Ásdís Sigurðardóttir, 26.10.2011 kl. 11:46

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Já er öskureiður með þér út í Gylfa. Hann hefir ekkert umboð frá ASÍ að tala svona. þakka góða grein .

Valdimar Samúelsson, 26.10.2011 kl. 12:07

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir innlitið bæði, nei Valdimar, hann sagði að verkalýðshreyfinginn hefði samþykkt árið 2000 að skoða aðild, en þar er enginn vilji fyrir aðlögunarferli, það hef ég ekki trú á.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.10.2011 kl. 12:15

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Er ekki nokkur leið til að stöðva þetta lið, áður en það kemur hérna á "alkuli"???????????????

Jóhann Elíasson, 26.10.2011 kl. 12:17

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er bara staðreynd að krónan er mikill skaðvaldur og hún hefur spila stórann þátt í því að færa fjármuni frá almenningin í vasa fjármagseiganda í formi verðtryggingar og gengsitryggðar lána.

Svo bæti ekki úr skák að almenningur á Íslandi þarf að borga margfallt hærri vexti til fjármálaelíturnar en í nágrannalöndunum.

Það er alveg ótrúlegt að heyra fólk verja þetta ástand.

Sleggjan og Hvellurinn, 26.10.2011 kl. 12:29

6 identicon

Ætli Gylfi hlusti aldrei á fréttir?  Sbr. afspyrnuvondar fréttir allsstaðar að, af gengi evrunnar, sem er líklegast á leiðinni ennþá  neðar en krónan .  Það er gersamlega hræðilegt að hafa þessa forystu í ASÍ að maður nefni nú ekki pólitíkusana !!!

Með kærrikveðju vestur

Margrét (IP-tala skráð) 26.10.2011 kl. 12:39

7 identicon

Heil og sæl Ásthildur Cesil; sem og aðrir gestir, þínir !

Sleggju/Hvellir !

Tortóla- jöfurinn Gylfi Arnbjörnsson - og hans líkar, eru SKAÐVALDARNIR, ekki Krónan, svo ég leiðrétti ykkur nú.

Gylfi - Vilhjálmur Egilsson; einka vinur hans, og stjórnmála illþýðið, eru hér mestu sökudólgarnir - ekki rótgróinn Lögeyrir landsmanna, sem stórskaddur er, af völdum gróða- og bjálfa aflanna, hérlendra.

Með beztu kveðjum - sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.10.2011 kl. 12:45

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ertu að segja að það eru hærri vextir í ESB en á íslandi?

Sleggjan og Hvellurinn, 26.10.2011 kl. 13:21

9 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Þetta lið verður ekki stöðvað nema með nýu framboði af hæfu fólki sem þjóðin getur treyst. sukkið og svínaríið er orðið svo inngróið í þessu þjóðfélagi að það verður að snúa algerlega við blaðinu, og vonandi finnast einhverjir sem hægt er að treysta. Annars er þetta búið spil. Það verður að hætta að láta örfáar hendur þræla sér út á lúsar launum, til að halda uppi þjófahiskinu.

Eyjólfur G Svavarsson, 26.10.2011 kl. 13:28

10 identicon

Mikið er ég sammála þér Ásthildur. Manni langar til að brjóta eitthvað. En takið eftir því að plottið er byrjað til að halda í völdin og hinn dulbúni "Samfylkingarflokkur" Guðmunds Steingrímssonar, verður til staðar til að tryggja meirihlutastjórn VG og Samfó. Það er alveg auðséð út á hvað hans framboð gengur.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 26.10.2011 kl. 14:58

11 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Hvort sem fólki líkar betur eða verr þá er íslenska krónan handónýtur gjaldmiðill og hefur verið um langa hríð. Virði hennar er einungis 1% af upphaflegu virði. Hún var eyðilögð með pólitík, gengisfellingum og ekki síst....verðtryggingu! Hávaxtastefna SÍ, í verðtryggðu hagkerfi, sogaði til sín erlent fjármagn hraðar en öll vatnsföll Íslands renna til sjávar, sem gróf nýjustu gröf krónunnar. Við getum einfaldlega ekki haldið uppi virði hennar. Öll aðföng stóriðju eru greidd í dollurum, þar með talið rafmagnið.

Tilbeiðsla Gylfa á evru er hinsvegar algjör tímaskekkja eins og staða hennar er í dag. Enda er rætt um að sterkustu ríkin hverfi frá evrunni til að bjarga henni.

Tími Gylfa í forystu ASÍ er löngu kominn og liðinn.

Erlingur Alfreð Jónsson, 26.10.2011 kl. 15:17

12 identicon

Sammála þér um Gylfa, það er skrítinn verkalýðsleiðtogi sem aldrei getur verið í réttum takti ;-)

Þetta með krónuna er svo lítið merkilegt.  Vissulega var hún misnotuð til að búa hér til falskt góðæri sem endaði með hruni og fylgifiskum þess og vissulega er hún að hjálpa í dag með því, að við sem þjóð náum að spara innflutning og lækka laun almennt til að geta flutt út verðmæti og greitt skuldir. 

Allt gott um það að segja.   En við erum ekki ein í heiminum.  Ef Bandarískur almenningur fer að átta sig á hvað er í gangi þá breytist margt. Í dag soga t.d. Kínverjar og Indverjar störf frá Bandaríkjunum (og Evrópu) með því að halda sínum gjaldeyri lágum, þ.e. undirbjóða vestrænu hagkerfin.  Þetta hentar vel í bráðina,þessu eina prósenti t.d. í Bandaríkjunum sem hefur hreðjartak á hagkerfinu og pólitíkusunum.  Viðskiftamódelið er samt ekki sjálfbært, þ.e. að framleiða neysluvarning ódýrt í Kína og selja dýrt í Bandaríkjunum, því þar verður brátt enginn til að kaupa þegar millistéttin er horfin.

Ef Bandaríkin ætla að leysa þennan vanda og gera það einhliða þá felst það í því að mæta undirboðum í formi lágs gjaldeyris með því að tollverja eigin framleiðslu (svona eins og gert er í landbúnaði hérlendis).  (Síðan þurfa þeir að skattleggja hressilega þetta eina prósent sem allt á, en það er nú önnur saga.)

Þetta á líka við um Evrópu og evruna þ.e. ekki dugir að evran sé alltaf með svarta Pétur og önnur hagkerfi lækki sig niður fyrir hana, þetta munu Evrópubúar sjá fyrr eða síðar líka.      Framtíðin er semsagt miklar tollahindranir inn á Evrópu og Bandaríkjamarkað með tilheyrandi vandræðum og hruni í Kína    og/eða alþjóðleg mynt þar sem einstökum ríkjum verður óheimilt að undirbjóða með lágu gengi.

Það verður semsagt vonandi gengið í að snúa frá því rugli sem heimsviðskiftin eru í dag!

Þetta er sú framtíð sem bíður þeirra ríkja er við skiftum mest við (ef þau ætla að leysa sín efnahagsvandræði) og í þeirri framtíð þurfum við að spila rétt úr okkar málum , en þangað til skulum við Íslendingar endilega halda áfram að nýta okkur kosti krónunnar og hlusta ekki á bull í mönnum eins og Gylfa.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 26.10.2011 kl. 15:45

13 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Takk fyrir greinina Ásthildur, svolítið skemmtilegt að "pæla" í því að oftast skrifar þú betri texta en í staðinn finnur maður hvað þér er mikið niðri fyrir með þetta mál.  Ég er algjörlega sammála þér ég veit ekki til að Gylfi hafi fengið leyfi umbjóðenda sinna til að rembast við að koma verkalýð landsins undir ægivald Evrópusambandsins, reyndar hefur enginn samþykki þjóðarinnar fyrir því að eyða milljörðum í þessa steypu.

Kjartan Sigurgeirsson, 26.10.2011 kl. 16:15

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þakka ykkur öllum innlitið.  Já ég viðurkenni að ég varð bara svo öskurreið að lesa þessa vitleysu sem kemur út úr manninum og að þetta skuli vera sá sem leiðir verkalýðshreyfinguna.

Bjarni innleggið þitt er frábært inn í þessa umræðu.  Það mættu fleiri lesa það sem þú skrifar þarna.  Þið eruð reyndar öll frábær.

Dropinn holar steininn, við verðum að vera dugleg við að stinga á kýlunum og helst líka að styðja við þá sem rembast við að opna fleiri gáttir. 

Það er alveg rétt sem sagt er að STJÓRNARANDSTAÐAN Á ÞINGI ER DAUÐ.  þAÐ SEM HELDUR FORRÉTTINDASTÉTTINNI OG RÁÐAMÖNNUM Á TÁNUM ER ÍSLENSKUR ALMENNINGUR GEGNUM NETIÐ, BLOGG, SPJALL OG FACEBOOK OG FLEIRI SLÍK.  það verður ekki aftur snúið, nú skal kné fylgja kviði og koma böndum á spillinguna, við skulum ekki láta okkar eftir liggja í þeirri alheimshreyfingu sem komin er af stað. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.10.2011 kl. 16:26

15 Smámynd: Óskar

Guð minn góður, sjá hérna þjóðremburugludallana hvern á fætur öðrum dásama krónuræfilinn sem er í lægri metum erlendis en latabæjarmyntin eða jafnvel matadorpeningar.  Sorglegt lið.

Óskar, 26.10.2011 kl. 19:48

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hefur það hvarflað að þér Óskar minn að það sé þvert á móti þú sem ert sorglegur?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.10.2011 kl. 20:19

17 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Nafni minn; Haraldsson !

Ef; söguþekking þín - sem önnur möguleg, nær ekki lengra, en rétt fram fyrir nasir þínar, nafni minn, munt þú sjálfur sorglegur mega kallast, ágæti dreng ur.

Jú; jú, mikil mistök fóru fram, árin 1873 - 1875, þega Ríkisdalir og Skildingar voru frá okkur teknir, nafni minn - og Krónur og Aurar, fram sett, þeirra í stað.

En vita skaltu; hversu lengi, sem þér endist örendið til nafni, að kenna mynt þessa lands, eða annarrs um ásigkomulag hennar, skyldir þú athuga, hvers lags fábjána öfl það eru, sem ekki kunna að halda um þær myntir, sem þeim ber skyldan til.

Óþarft er þér; að kalla vini mína, hér ofar, þjóðremburugludalla, ágæti drengur, því að ég hygg þau vilja fremur, landi og lýð og fénaði öllum, alls hins bezta - samanborið við það lið, sem leggjast vill, eins og slytti ein, fram fyrir fætur þeirra Barrosó´s og Rumpuy´s, suður á Brussel völlum, nafni minn góður.

Sjálfur; hefi ég lagt frá mér alla þjóðerniskennd, hvar; ég á jú ættir að rekja, til austanverðrar Asíu, að hluta - og get því ekki staðsett mig annarrs staðar, í mannlífsflórunni, en óbreyttan Alþjóða sinna, nafni minn; Haraldsson. 

Með; ekki síðri kveðjum - en öðrum, fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.10.2011 kl. 20:23

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott svar hjá þér Óskar minn og ágætt. Mér finnst nöfninn á þessum mönnum svolitið lýsandi fyrir það sem þeir standa fyrir.  Rumpurass, eða ragur er sá er við rassinn glímir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.10.2011 kl. 20:48

19 identicon

Heil; á ný, gott fólk !

Ásthildur Cesil !

O; mín var nú bara ánægjan, að sljákka aðeins rostanum, í honum nafna mínum, við höfum áður, tekist á, svo sem.

Rumpurass; er fágætt hnossgæti, í íslenzka viðurnefna flóru, yfir skrifræðis flónin, suður á Brussel völlum, Ásthildur mín.

Með; sömu kveðjum - og seinustu / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.10.2011 kl. 20:52

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Rumpurassar skulu þeir heita hér eftir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.10.2011 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2020871

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband