Við sem viljum segja NEI við Icesave.

Sól skín í heiði og allt er hulið hvítum hreinum snjó, nema fjöllinn efst ég kalla þessa tússfjöllin, því þau eru eins og fallegar tússlitamyndir við svona aðstæður.

Ég er að hugsa um Icesave og allt sem er að gerast í þeim málum.  Ég er að hugsa um skyndilega breytingu hjá bretum, sem hingað til hafa ekkert verið nema heimtuferkjan og hótanir.  Og allt í einu núna eins og lömb sem vilja brauð úr lófa.  Það sem breyttist var.... já nefnilega bara eitt það var þjóðaratkvæðagreiðslan væntanlega núna í mars. 

Og af hverju skyldu þeir óttast hana svo mjög?  Jú fólk sem ég þekki erlendis og ég tek mark á hefur undanfarin ár varað mig við ESB og hvernig það bákn starfar.  Þetta fólk hefur líka sagt mér, og það fyrir löngu síðan að aðildarlönd ESB óttuðust ekkert meira en að Litla Ísland sýndi þeim fingurinn og neitaði ESBaðild.  Þeir vita fullvel um alla ónægjuna sem grasserar í þeirra eigin löndum vegna báknsins sem þeir hafa enga stjórn á lengur.  Sama heyri ég í Austurrík, Danmörku og fleiri löndum. 

Það er líka sagt við mig.  Þeir (ESBstjórnin) Nota þá aðferð að finna út lykilmenn í landinu, þetta fólk er svo reynt að kaupa með embætti í Brussel eða góðri stöðu í heimalandinu.  ESB er nefnilega ekki góðgerðarsamtök eins og sumir virðast halda, sem ætlar að koma þjóðum til aðstoðar. 

Þær þjóðir sem hafa verið hvað lengst í sambandinu eru hundóánægðar með hvernig þeir þurfa sífellt að borga hærri skatta sem fara svo til ráðstöfunar í Brussel.  Og sífellt er verið að troða þeim meira saman í eitt ríki, eina ríkisstjórn einn fána og eitt yfirvald. 

Þó þetta fólk sem ég tala við sé ef til vill ekki alveg með allt á hreinu varðandi þetta, þá er umræðan svona í ýmsum löndum ESB.  Þau sögðu mér líka í fyrra sumar að Evran myndi hrynja á þessu ári.  Svo það sýnir að ýmislegt hefur síast út í samfélagið um ástand og horfur. 

Sem betur fer er hér meirihluti fyrir því að ganga ekki inn í ESB.  Þó er áróðurinn stanslaus og Jóhanna búin að fara bónleið til Brussel til að biðja um flýtimeðferð.  Hvað sem henni gengur til og Össur getur heldur ekki á sér setið.  Það er einmitt þetta atriði sem hefur gjörsamlega rústað trúverðugleika þessara tveggja hjá mér.  Ég hafði mikla trú á Jóhönnu í upphafi, en það er horfið veg allrar veraldar.  Og það er mest fyrir þessa þráhyggju hennar, þegar þjóðin er í sárum að vera endalaust að baka ESBvandræðabollur. 

Steingrímur endaði sinn traustferil hjá mér með Icesave.  Ekkert meira um það að segja.

Nema að þegar fólk er að segja að þjóðarkosningin um Icesave sé óþörf og það eigi að hætta við hana, þá segi ég, þið sem þannig talið hafið ekki hundsvit á mikilvægi lýðræðis.

Það er einmitt svo að þessi kosning verður að fara fram.  Það er réttur fólksins að fá að kjósa, eftir neitun forsetans.  Að stjórnvöld séu reyna að koma í veg fyrir atkvæðagreiðsluna er svo mikil lágkúra að ég á ekki orð.  Á hvers bandi eru þeir eiginlega. 

Það er næsta víst að fólk (NEI) kýs eftir því sem því líður, sumir vegna þess að þeir vilja fara dómstólaleiðina, aðrir vilja ekki binda sig og allt sitt klan á klafa þrælkunnar, enn aðrir vilja einfaldlega ekki láta beygja sig í duftið fyrir erlendum yfirgangi og svo eru margir sem ekki vilja borga skuldir óreiðumanna. 

Það er með ólíkindum að loksins núna viðurkennir Steingrímur að það liggi ekki fyrir ábyrgð ríkisins á þessari skuld.  Meðan allan tímann hefur hann hamrað á því að við verðum að borga, og þessi glæsilegi samningur sem félagi hans kom með heim, var sá besti í stöðurnni og átti að þvinga gegnum alþingi helst án þess að alþingismenn fengju að lesa hann yfir.

Nei gott fólk, við höldum okkar þjóðaratkvæðagreiðslu, og þau okkar sem hugsa þannig mætum öll og segjum NEI, ég er reyndar búin að fara og segja mitt álit.  Ef við viljum lýðræði og réttlæti í landinu þá mætum við á kjörstað og kjósum.  Svo er að sjá svart á hvítu hvað þjóðin vill gera. 

Nú er komin í gang hræðsluáróður um að við verðum að athlægi um allan heim ef aðeins mæti 10 - 15% á kjörstað. 

Það eru endalaus hræðsluáróður búin að vera í gangi af fólkinu sem hvorki þorir né vill. Þeir hrekjast frá einum hræðsluáróðrinum til annars.  Fólk sem situr eins og strúturinn og þorir ekki að vera til. 

Látum þau ekki hafa áhrif á okkur hin.  Mætum öll á kjörstað og segjum okkar álit.  Það hefur komið í ljós að augu heimsins hvíla á þessari örþjóð í miðju Atlandshafinu.  Og við skulum ekki valda þeim vonbrigðum.  Látum rödd okkar berast hátt og lengi; við viljum lýðræði, réttlæti og sanngirni,  við látum ekki kveða okkur í kútinn og binda á okkur þrælaklafa sem við eigum engann þátt í að hafa komið af stað. 

c_documents_and_settings_erna_hjaltested_my_documents_blog_isl_faninn_713981

 

c_documents_and_settings_owner_my_documents_my_pictures_cesil_img_3810_293710

Í þessum töluðu orðum brýst sólin fram yfir Erninum og beint í augu mér.  Það er góð tilfinning.  Eigið góðan dag. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vóó æðisleg mynd, takk fyrir pistilinn sólskinskveðja vestur

Ásdís Sigurðardóttir, 1.3.2010 kl. 13:15

2 Smámynd: Kidda

Það sem ég óttast er að það mæti fáir á kjörstað af því að fólk skilur ekki mikilvægi þess að við kjósum.  SKilaboðin sem umheimurinn og stjórnvöld hér heima og bretar og hollendingar fá eru svo mikilvæg ef við mætum á kjörstað og segjum nei.

Fólk talar um að það þýði ekkert að kjósa í þessum kosningum af því að það er von um að betri samningur fáist og það sé í rauninni úrelt að kjósa um þessi lög sem forsetinn vísaði til þjóðaratkvæðagriðslu.

Við verðum öll að vera dugleg að hvetja fólk til að mæta á kjörstað á laugardag.

Knús í kærleikskúluna

Kidda, 1.3.2010 kl. 13:23

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk stelpur mínar  Já við verðum að smala fólki á kjörstað það er enginn spurning.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.3.2010 kl. 14:05

4 Smámynd: Guðný Guðmundsdóttir

Ég mæti og segi nei. Knús og kærleikur vestur til ykkar. kv Guðný

Guðný Guðmundsdóttir, 1.3.2010 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 2020903

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband