Plús til Pírata.

Nákvæmlega Helgi Hrafn, þarna skilur að Pírata og fjór-fimmflokkinn, sem telja aðalmálið að ríkisstjórnin komist ekki upp með slíka sigra.  

Þetta er nefnilega aðalmálið, við erum öll í samab báti og þurfum að standa saman í þessu máli sem öðrum.  Hvað sem pólitíkinni vindur fram.  Það er vilji fólksins, almennings í þessu landi, sem er orðið langþreytt á helgreipum pólitíkusa sem standa sveittir hver í sínu horni og reyna að reka hnífasettið í bakið á pólitískum andstæðingum.  

Ég hef einmitt grun um að þannig sé málinu háttað hjá stjórnarandstöðunni, annara en pírata, að þvælast fyrir í kjarasamningum svo hægt sé að leggja stein í götu stjórnarinnar.  

Þetta er ekki mín óska stjórn, og vissulega hef ég miklar áhyggjur af ýmsum áherslum hennar, eins og sjávarútvegsmálunum, náttúruverndarmálunum og tilhneygingu til að hygla stórgrósserum og útvegsgreifum.  En heldur þetta fólk eiginlega að við séum búin að gleyma hinni norrænu velferðarstjórn?  Afhendingu Steingríms á bönkunum og sparisjóðunum?  Eða þrengingu þeirra og niðurskurði á öryrkja og aldraða? Eða stirfni Jóhönnu til að leita samráðs við stjórnarandstöðuna?

Nei, það er nákvæmlega þess vegna sem fylgið til fjór-fimm flokksins fer jafnmikið dvínandi og ríkisstjórnarflokkana, skýr krafa um eitthvað annað.  

Hlustaði á drottningar viðtal við Guðmund Steingrímsson í morgun og er ennþá með æluna upp í háls.  

Nei fólk vill breytingar og það held ég allavega að þær breytingar eru ekki með Viðreisn sama graut í sömu skál og Sjálfstæðisflokkurinn bara með smá ESB ívafi.  Ó nei.  Fólk vill sanngirni, lýðræði og jöfnuð.  Hvert það framboð sem lofar slíku og stendur við það mun hljóta brautargengi.  

Fólk er einfaldlega búið að fá nóg.  

Látum eins og fólk og leysum þann hnút sem verkfallið er og er að sliga sjúklinga sem eiga allt sitt undir því að fá meðferð sem eykur þeim lífslíkur.  Við erum nefnilega að gambla með líf og limi fólks sem á sér ekki aðra von en að fá meðferð.  Allt annað skiptir minna máli.  Þetta fólk er hetjur að mínu áliti og ég óska þess að þetta verkfall leysist sem fyrst svo fólkið sem virkilega þarf sárlega á aðstoð að halda fái hana.  

Í því sambandi verður plott Samfylkingarinnar um að koma þessari ríkisstjórn frá afskaplega lítilfjörleg og andstyggileg. 


mbl.is „Við erum öll í sama bátnum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. júní 2015

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2020876

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband