Mikið var þetta falleg stund.

Engin getur sett sig í annara spor nema hafa upplifað svipað.  Þetta var falleg stund í kvöld á Grímunni og þessi kjarkmikla konar geislaði af fjöri og kátínu meðan sonur hennar las upp bréfið.  

Svo sannarlega hefur Edda Heiðrún Backmann gefið okkur bæði gleði og sorg gegnum leiklist sína, en ekki síður gegnum lífsferli sitt.  Æðruleysi og þrautsegja koma upp í hugann.  Hún átti allt sem hægt var að eiga, glæsileika, fegurð, leikni, upphefð og hvað sem nöfnum tjáir að nefna.  Og svo allt í einu þarf hún að takast á við sjúkdóm sem er versti óvinur allra, erfiðasti og ósanngjarnasti óvinur sem læðist að manni eins og þjófur að nóttu.  En hún gefst ekki upp, hún finnur sé stað til að takast á við það sem að höndum ber.  

Hún er svo sannarlega okkur öllum gott fordæmi um hvernig við getum brugðist við því sem við þurfum að upplifa.  Kennir okkur að taka einfaldleikann kjarkinn og andlegan styrk á málið.  Hún Edda er leiðarljós ein af mörgum sem varðar okkar veg og við þurfum að meta og elska og taka mark á.  Því þessar hetjur sýna okkur svo sannarlega að lífið er ekki búið þó okkur finnist svo.  Við þurfum bara annað sjónaarmið og önnur viðmið til að mæta hamingjunni.

Innilega til hamingju með þessi verðlaun Edda mín og takk fyrir að vera til. 

Edda Heiðrún Backman


mbl.is Lítur á sjúkdóminn sem hlutverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. júní 2015

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 2020877

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband