Fiskarnir mínir.

Þegar ég kom heim úr ferðalaginu komst ég að því að elsku fiskarnir mínir voru allir dánir.  Það var sorglegt, því þeir hafa gefið mér og barnabörnunum mikla gleði núna í mörg ár.  Í dag ákvað ég að veita þeim hinstu hvílu í garðskálanum mínum.  

IMG_8916

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var með eftirsjá og sorg í hjarta.

Því núna í mörg ár hafa þessar elskurveitt mér og barnabörnunum mínum mikla gleði, bæði að njóta þess að horfa á þokka þeirra og fegurð að synda í tjörninni og svo þegar við hjálpuðumst að við að veiða þá upp til að hreinsa tjörnina, þá varð að velja stund þegar sem flest þeirra voru viðstödd, svo þau gætu tekið þátt í því.

IMG_8920

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En því miður var ekkert annað að gera en að veita þeim hinstu kvílu.

Í gröf í garðskálanum mínum.  Elsku bestu vinirnir mínir.

IMG_8919

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta var erfitt verk og sorglegt.

IMG_8917

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En stundum koma tímar sem við missum, mismunandi hvað við söknum, en samt það er samt alltaf tilfinningalega erfitt þó það séu bara fiskar.

IMG_8921

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og hvað er meira viðeigandi ofan á gröfina en að setja einn fallegan steinfisk frá syni mínum. 

IMG_8922

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En mitt í þessu sorgarferli sá ég fallegu jólarósina mína í fullum blóma, þannig að hvernig sem okkur líður, þá er allaf eitthvað fallegt bara rétt handan við hornið. 

Það er nefnilega það sem við verðum alltaf að muna. að lífið heldur áfram og þó það sýnist svart þá er alltaf eitthvað fallegt og uppbyggilegt rétt handan við hornið.  Við verðum bara að taka eftir því og láta okkur þykja vænt um það.  Því vissulega heldur lífið áfram og við verðum að taka á móti því með gleði og opnum örmum. 

Með þessum orðum býð ég ykkur góða nótt elskurnar og knúsa ykkur öll með þeim kærleika sem ég á til.  <3


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mikið var þetta sorglegt.  Ég votta þér og ykkur öllum samúð mína......

Jóhann Elíasson, 21.3.2015 kl. 15:11

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jóhann minn, Veistu að þeir voru svona hluti af fjölskyldunni, sérstaklega barnanna.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2015 kl. 15:23

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég þekki þetta, öll gæludýr og þá meina ég öll, verða hluti af fjölskyldunni og það er alltaf sárt þegar einhver hluti af fjölskyldunni hverfur.  Það er bara þannig að allir eiga sinn samastað og þegar hann eða hún hverfur, skilur sá hinn sami eftir sig tómarúm, sem erfitt getur erfitt getur verið að fást við og dýr eru þar engin undantekning.  Ég man að mamma átti páfagauk og páfagaukurinn sat á öxlinni á henni og þá var alveg sama hvað hún var að gera, alltaf sat páfagaukurinn á öxlinni á henni.  Ég var farinn að kalla hana mömmu sj´rænigja en hún lét sér það í léttu rúmi liggja.  Svo kom að því að páfagaukurinn dó og mamma var ekki mönnum sinnandi í margar vikur á eftir og alla tíð, meðan hún lifði eftir þetta, þá talaði hún mikið um páfagaukinn.  Ég skildi ekki fyrst hversu náin hún var páfagauknum en ég held ég skilji það í dag...... 

Jóhann Elíasson, 21.3.2015 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 2020815

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband