Umræðan á Íslandi í dag. Bólusetningar.

Það er alveg með ólíkindum hvernig umræðan getur þróast hér á landi.  Það sést til dæmis vel í sambandi við bólusetningar á börnum.  Þar er fólk bæði með og á móti, en reynt er eins og hægt er að þagga niður raddir sem hafa efasemdir um bólusetningar. 

Nú vil ég segja að ég lét bólusetja börnin mín, þau fengu þó bæði mislinga, mislingabróður, hlaupabólu og rauða hunda kíghósta og slíkt.  Nú tel ég að það séu sjúkdómar sem þarf að bólusetja við, eins og stífkrampa og jafnvel kíghósta.  

En vandamálið er bara að í okkar steriliseraða samfélagi í dag er hreinlætið orðið of mikið, þannig að börnin fá ekki nægilega mikið af bakteríum og veirum sem herða ónæmiskerfi þeirra.  Það er hlaupið til ef þau fá hitavott og rekið í þau hitalækkandi stílar.  Ef þau hósta er rokið til og keypt hóstameðal.  

 

En það er umræðan sem ég er að hneykslast á.  

Sjá til dæmis hér: Vill vita hvort foreldrar séu upplýstir um að óbólusett börn gangi í skóla með börnum þeirra.

http://www.dv.is/frettir/2015/2/27/vill-vita-hvort-foreldrar-seu-upplystir-um-ad-obolusett-born-gangi-i-skola-med-bornum-theirra/

Eða: 

Óbólusett börn fái ekki að ganga í skóla Fimm til tólf prósent barna ekki bólusett hér á landi – Áhyggjuefni segir heilbrigðisráðherra http://www.dv.is/frettir/2015/2/22/obolusett-born-fai-ekki-ad-ganga-i-skola/

 Spurning hvernig Kristján Þór ætlar að útfæra þetta, þegar það er skólaskylda á Íslandi, og ekki veit ég til þess að neinar hættulegar pestir séu í umferð á landinu, nema flensan sem kemur alltaf á hverju vori. 

 

Ég setti inn í þessa umræðu eftirfarandi: 

 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir ·  Virkur í athugasemdum Mikið skil ég foreldra vel sem ekki vilja láta bólusetja börnin sín. Ég álít að líkami barna sem ekki eru bólusett sé betur varinn náttúrulega en börn sem eru endalaust bólusett fyrir öllu sem nöfnum tjáir að nefna. Og hvað er að því að börn fái mislinga, hlaupabólu og skarlatssót? þau mynda ónæmi í langan tíma náttúrulega. Ég hef til dæmis aldrei látið bólusetja mig gegn flensu, þó endalaus áróður sé fyrir því. Enda fæ ég ekki flensur sem ganga, því ég held að líkami minn sé búin að verja sig sjálfur gegnum tíðina. Og fjandinn fjarri mér ef það ætti að banna að ég kæmist á elliheimili af því að ég vildi ekki láta bólusetja mig.

Er ekki í lagi heima hjá þér Kristján Þór. Hvað ætlarðu að gera við börnin sem eru óbólusett? Hefurðu nú hugsað þetta dæmi til enda? Eða ertu bara rétt eins og aðrir sem valdið hafa, hugsa nákvæmlega ekkert fram yfir daginn á morgun, ef þú getur sýnt fram á valdsvið þitt?

 

Nokkur dæmi um svör: Smá dæmi... ebóla verður að faraldri en það tekst að þróa mótefni/bólusetningu, á að bólusetja börnin þín já eða nei?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir ·  Virkur í athugasemdum Karl Lúðvíksson Karl, við erum ekki að tala um Ebólu, lömunarveiki, HIV eða svartadauða. Hér er verið að tala um flensur og slíkt. Ég hugsa að enn sé bólusett gegn bólusótt, og stífkrampa sem eiga rétt á sér, en veiki eins og mislingar, hlaupabóla, skarlatssót og slík eru bara allt annar handleggur.

Og auk þess er ég á því að svona aðgerðir eins og heilbrigðisráðherra er að tala um, geti leitt til vandræða, því hvað ætlar hann að gera ef foreldrar hafna algjörlega að láta bólusetja börnin sín? Vegna trúleysis á bólusetningar, eða vegna trúar eða annars. Ætlar hann að handtaka foreldrana og færa börnin til bólusetningar án þeirra leyfis, eða heldur hann virkilega að hann geti bannað börnum að ganga í skóla? Getur þú svarar því?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir ·  Virkur í athugasemdum Svo langar mig til að benda á að sagt er að á misjöfnu þrífast börnin best. Og þau lönd sem lengst ganga í þrifnaðaræði vegna smábarna eiga við mestan vanda ofnæmi og asma, til dæmis hef ég lesið að það er vandamál í Sviss. ég sjálf var að passa barn þegar ég var ung, í Glasgow, barn læknishjóna og það vor sex pelar og allir soðnir fyrir næstu notkun. Þegar þau fólu mér að gæta barnsins, því móðirinn var nervus vegna hjartagalla sem barni var fætt með, þá hætti ég þessu dekri, átti þá þegar 4 systkini fyrir og fór að með hana eins og ég hafði fyrir mér heiman að. Og þegar ég fór átta mánuðum seinna, var ekkert að barninu. Og hvort sem það var nú sannleikurinn og uppeldið eða hvað, þá þökkuðu þau mér það. Börn verða einfaldlega að vinna úr áreiti utanaðkomandi og mynda mótefni úr náttúrunni. Ef þau fá aldrei tækifæri til þess eru þau bara einfaldlega ekki í góðum málum.

 

Smá Háð. Svo sammála þér Ásthildur! Sjálfur hefði ég óskað að fá mislinga, hettusótt og mænusótt. Finnst þvílík synd að ég hafi verið bólusettur. Mislingar drepa bara um 400 börn á dag í heiminum, sem er sama og ekkert! Hverjum er líka ekki sama um börn sem hafa veikt ónæmiskerfi og því sérstaklega viðkvæm fyrir öllum sjúkdómum eins og hlaupabólu, mislingum og þess háttar. Þau geta bara verið heima hjá sér! Helst vildi ég bara að bóluefni hefðu aldrei verið uppgötvuð, allir hefðu nú gott af smá bólusótt! Sumir hafa aðra sýn.

 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir . . . þessi áróður fyrir bóluefnum og skyldubólusetningar eru hugsanlega hluti af kröfum sem fylgja imf láninu . . . næst er að allir verða að borða gmó rusl og bann við mat úr náttúrunni . .

Sumir hafa áhyggjur af öllum heiminum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir http://www.who.int/mediacentre/factsheets/fs286/en/ Skv. þessu þá deyja 16 manns á hverri klukkustund í heiminum vegna mislinga... og 145 700 t.d. árið 2013. Til samanburðar má geta þess að 9442 dóu vegna Ebola í fyrra. Ég veit ekki um þig en þrátt fyrir gamla málshætti þá er ég ekki tilbúin til að leggja líf barnsins míns í hættu.

 

Og svo eru það þeir sem eru svo miklir besservisserar:

Erna Árnadóttir ekki vera reyna að tala fyrir um svona kjánalingum, spurning hvort þetta sé ekki leið náttúrunnar til að fækka okkur áður en við skemmum meira á plánetunni, s.s. þegar næg prósenta er orðin of heimsk til að þyggja góða gjöf frá vísindum þá fer þetta fólk að deyja, verst að einhver prósenta af saklausum fórnarlömbum þyrftu þá að deyja eða veikjast alvarlega líka. helv hart en spurning hvort þetta borgi sig til lengri tíma litið.

 

Svo eru það reynslu boltarnir.

Ásthildur, þú manst greinilega ekki þá tíma þegar börn og fullorðinir dóu úr mislingum. Það man ég og þekki. Og Ásthildur það er eimmitt ekkii verið að tala um flensusprautur. Það er verið að tala um sprautur sem börn fá við mænusótt, mislingum, rauðum hundum, skarlatsótt og kíghósta. Nei það er langt síðan það var hætt að bólusetja gegn bólusótt. Ég fékk kíghósta sem ungabarn, lifði hann af, en hef verið með astma alla æfi vegna þess. Það er ágætt að lesa um það sem verið er að ræða, áður en maður tjáir sig.  

 

Ég ætla bara að segja þetta sem talið svona niður til mín. Þetta er einfaldlega mín skoðun og ég skil alveg fólk sem vill ekki láta bólusetj börnin sín. Það hefur líka komið fram að einhver hafa fengið drómasýki einmitt vegna bólusetningar. Ég bólusetti mín börn fyrir rúmum 60 árum, en ég er ekki viss um að ég myndi gera það í dag. Og þetta með fækkun í náttúrunni vísa ég beint til föðurhúsanna. Ég var svo ekki að tala um allan heiminn þar sem allskonarsjúkdómar ríkja fátækt og hungur, þið hljómið eins og þið eigið biafrabörn sem þola ekki sjúkdóma og þurfa að lifa í bómull. En aðal inntakið í þessu hjá mér er að gagnrýna heilbrigðisráðherran fyrir að ljá máls á því að börn fái ekki að ganga í skóla ef þau eru ekki bólusett. Ætli það stangist nú ekki á við mannréttindi og persónuvernd fyrir nú utan mismunun á þegnum landsins. Ég held aö allir foreldrar vilji það besta fyrir barnið sitt, það eru bara mismunandi áherslur sem þau hafa á hvað eru heilbrigðir hættir eða ekki. Og þið sem svona talið viljið greinilega forræðishyggjuna fram yfir einstaklingsfrelsið.

 

Og svo þetta: Ásthildur Cesil Þórðardóttir þú segir orðrétt "Ég hugsa að enn sé bólusett gegn bólusótt, og stífkrampa sem eiga rétt á sér, en veiki eins og mislingar, hlaupabóla, skarlatssót og slík eru bara allt annar handleggur." Nei, mislingar, skarlatssótt og aðrir sjúkdómar er ekki bara allt annar handleggur! Það má benda þér og þeim sem eru á móti bólusetningum á skýrslu WHO sem kom út ef ég man rétt 2012 og í þeirri skýrslu var farið sérstaklega yfir dauðsföll í þriðja heims löndum (sem eru all nokkur) og þá sérstaklega ungbarna og barnadauða sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir með bólusetningu sem kostar um það bil 4$ skammturinn. Gallinn í málflutningu þínum og allra sem gefa sig út fyrir að vera á móti bólusetningum liggur í orðum þínum sem eru "...við erum ekki að tala um Ebólu, lömunarveiki, HIV eða svartadauða." Þú nefnilega svarar ekki grundvallarspurningunni "Ef ebólufaraldur brytist út, þiggur þú eða afþakkar bólusetningu ef hún væri í boði?" Það þýðir ekkert að segja já með þeim rökum að ebóla sé hættulegri, bólusetning er bólusetning. Ég vill bara sjá hvort þú myndir fara í röðina til að fá þessa bólusetningu ef hún væri í boði? Sama á við um Axel, Halla Hansen og aðra sem eru á móti bólusetningum....

 

Og hann fær svar: Egill Stefánsson Því miður verð ég að hryggja þig með því að þessir sjúkdómar sem bólusett er við geta aldrei orðið þess valdandi að þín hávísindalega framtíðarsýn verði að veruleika.

Erna Árnadóttir það fylgir oftast ekki sögunni hvort að þessi börn voru bólusett eða ekki ...á þeim tíma sem að fólk var litið hornauga á vinnustöðum ef það vildi ekki taka sprautuna sem læknirinn kom með ínn á staðinn þá tók eg eftir því að það voru ekkert frekar þeir sem slepptu bólusetningunni sem veiktust.  þeir bólusettu urðu oft veikir. Og þá var sagt : Já en hvernig heldurðu að þú hefðir orðið ef þú hefðir ekki verið sprautaður ??

 

Lokaorð mín hér. Karl Lúðvíksson Já er það ekki, þú ert svo klár, en þetta er bara ekki issuið hér heldur afstaða heilbrigðisráðherra. Auðvitað myndi ég láta bólusetja barnið mitt fyrir ebólu ef hætta væri á því að hún bærist hingað. En ég vil velja og hafna, ég vil ekki vera skyldug til að bólusetja gegn öllu því sem gengur þar á meðal flensu. Við hljótum alltaf að eiga að hafa val ekki satt?

 

Svo kemur þetta hér sem mér finnst vera komið alveg út í móa: Láti foreldra vita um óbólusetta skólafélaga http://www.visir.is/lati-foreldra-vita-um-obolusetta-skolafelaga/article/2015702279953

 

Er ekki komið upp ástand sem kallar á skynsemi. Enda kemur gott svar við þessu.

María Shanko: Hvernig væri að óbólusett börn gengju í fötum með eins konar gyðingastjörnu? Þá færi það sko ekki á milli mála fyrir neinn og allir gæta leikið sér að dæma börnin og foreldra þeirra út frá sinni sannfæringu og heimsmynd.

 

Doktorinn sjálfur Svarar hér: Ólafur Þór Gunnarsson · Háskóli Íslands Ef menn læsu alla greinina kemur skýrt fram að það er alls ekki verið að tala um að upplýsingar sem þessar væru á persónugreinanlegum grunni. Heldur hitt að til að foreldri (hvort sem barnið þess er bólusett eða ekki) eigi rétt á að vita hvert bólusetningarhlutfallið í skólanum er. Víða erlendis er þess einfaldlega krafist að foreldrar framvísi bólusetningarskírteinum áður en börnin eru skráð í skóla.

 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir · Virkur í athugasemdum Ólafur ég á bara ekki til orð yfir þig. Það er verið að æsa fólk upp á furðulegum forsendum, og veiki eins og mislingar og hlaupabóla gerðar að manndrápsveikjum og það af læknum. Hvernig væri að þið færuð frekar út í það að biðja foreldra að hætta að vera með of mikið hreinlæti, svo börnin þeirra meðtækju meira af bakteríum sem styrkja ónæmiskerfið. Eða eruð þið ef til vill á mála hjá lyfjafyrirtækjum. Verð bara að segja að ég bjóst ekki við svona umræðu frá þér.

 

Og svo þessi yfirlýsing: Barn á Ísafirði reyndist ekki vera með mislinga http://www.visir.is/barn-a-isafirdi-reyndist-ekki-vera-med-mislinga/article/2015150229166

VOVOVO sem sagt stórhættu afstýrt.

 

Og hér. Bólusetningar að lögum: Undirskriftarsöfnun hafin INNLENT 11:28 25. FEBRÚAR 2015 En það eru reyndar aðrar raddir sem fá reyndar ekki mikið pláss.

 

Bólusetningar barna: Íslenskur skurðlæknir segir lyfjafyrirtæki einblína á gróða „Markmiðið ætti að vera að fá lyfjafyrirtækin til að búa til bóluefni sem valda ekki þessum aukaverkunum.“ http://www.dv.is/frettir/2015/2/25/bolusetningar-barna-islenskur-skurdlaeknir-segir-lyfjafyrirtaeki-einblina-groda/

Og svo hér: Gagnrýnir umræðu um bólusetningar barna: Eins og í Bandaríkjunum eftir 11. september http://eyjan.pressan.is/frettir/2015/02/25/gagnrynir-umraedu-um-bolusetningar-barna-eins-og-i-bandarikjunum-eftir-11-september/.

 

Nú er þetta orðið alltof langt, en ég bara skil ekki hvernig svona umræða getur undið upp á sig, hvort sem fólk er með eða á móti bólusetningum. Hræðsluáróðurinn alveg í hámarki og lýðurinn fenginn með til að auka á óttann. En hverjir hafa mestan hag af bólusetningum? Það skyldu þó ekki vera lyfjafyrirtækin, og þeir læknar sem fá ef til vill einhverjar þóknanir. Ég er ekki að segja að það sé. En það vaknar bara hjá mér efasemd. Þegar farið er að tala um mislinga sem stórhættulegan sjúkdóm hér á Íslandi. Veiki sem börnin okkar hafa unnið úr öll þessi ár, ég er á því að líkaminn ef hann er í góðu standi stendur af sér flesta sjúkdóma. En fólk á að eiga þetta val. Öllum foreldru þykir vænt um börnin sín, og vilja þeim sem best. Það á líka við um flensusprautur hjá eldri borgurum. Ef það ætti að fara að pína mig til að fá bólusetningu við flensu af því að ég væri gangandi hætta fyrir alla aðra, myndi mér finnast forræðishyggjan vera orðin of mikil. Ég hef aldrei fengið flensusprautu og fæ ekki flensur. En er ekki hægt að ræða þessi mál af yfirvegun og taka tillit til allra sjónarmiða?


Bloggfærslur 27. febrúar 2015

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband