Erum við ekki komin út í fen, sem taka verður á um laun landsmanna?

Get alveg tekið undir að þetta eru óásættanleg laun fyrir alla þessa vinnu.  Og satt að segja ótrúlegt að stjórnvöld skuli skálka í því skjólinu að lögreglumenn hafa ekki verkfallsrétt. 

Þessi ungi lögreglumaður og fleiri slíkir eiga alla mína samúð.  

Málið er hins vegar að innan um lögregluna eru svartir sauðir sem setja blett á lögregluna í heild.  Menn sem haga sér þannig að fólk fyllist reiði og vonbrigðum með mennina sem eiga að vernda okkur og verja. 

Til að lögreglan geti unnið traust, verður að sigta þessa menn út og láta þá fara.  Sumir virðast vera þarna inni vegna valdsins sem þeir hafa í búning.  Þetta eru örugglega örfáir sauðir, en þeir setja svartan blett á alla góða menn þarna inni.

Sérstaklega þegar yfirmenn hilma yfir með þessum mönnum.  Þó þetta eigi ekki beint við um laun lögreglunnar, þá er hluti af vandanum einmitt þessir menn og að ekki skuli tekið strax á þeim þegar þeir verða uppvísir að of mikilli hörku.  Það þurfi annað hvort myndbönd og viðbrögð almennings til að taka á þeim málum. 

 

Svo vil ég bara óska lögreglunni að hún fái betri laun, þessi launaseðill sýnir að þetta einfaldlega gengur ekki upp.  Verður ef til vill til þess að einhverjir fara í lögregluna af öðrum ástæðum en að halda uppi lögum og reglum. 


mbl.is Eigandi launaseðilsins bugaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. október 2015

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband