Skýrsla..... og skýrsla?

Nú eru komnar út tvær skýrslur um "aðildarviðræðurnar", önnur gerð af þeim sem ekki vilja ganga í Esb og hin af aðildarsinnum.  Þessar skýrslur vekja upp meiri spurningar en þær svara.  

Í fyrsta lagi sýnist mér að Evrópusambandið tali tungum tveim, eftir því við hverja er rætt.  

Ég er að vísu ekki búin að lesa seinni skýrsluna, en hef hlustað vel á aðalatriðin sem þar hafa komið fram.  Og mér sýnist nú að meira hafi verið fjallað um hana í útvarpi allra landsmanna en skýrslu Hagfræðstofnunar háskólans, hvernig sem á því nú stendur.  

M.a. fróðlegt viðtal við fréttamann í síðdegisútvarpinu, sem er í sjálfu sér merkilegt, vegna þess að þessi áæti fréttamaður virtist vera frekar óöruggur af einhverjum ástæðum, hvort sem hann var að tala gegn betri vitund, eða hvað, hann tafsaði, ræskti sig í sífellu, varð loðmæltur og átti í erfiðleikum með að svara áköfum spurningum spyrlanna.  

Hér má hlusta á það.  

http://www.ruv.is/evropusambandid/skyrsla-althjodamalastofnunar-kynnt

Einhverra hluta vegna sló þetta mig.   

En látum það nú vera.  Ef þessir samningar sem sagt er að hafi verið í gangi samkvæmt þessari skýrslu gengu svona ljómandi vel, af hverju í ósköpunum var dæmið þá ekki klárað af fyrri ríkisstjórn?

Hvað varð til þess að málið var sett á ís, ef allir voru tilbúnir til að semja?

Þetta setur meiri þrýsting á Össur og Steingrím að gera hreint fyrir sínum dyrum með það af hverju ferlið var stöðvað.  

Ég man ekki betur en Össur sjálfur hafi fullyrt að Makríldeilan og Icesave hafi ekkert haft með viðræðurnar að gera.  

En það er grafalvarlegt mál ef Evrópusambandsmenn segir eitt og gera annað.  Þegar lesin er skýrsla ESB þá kemur þar skýrt fram að hér sé um aðlögun að ræða, og ekki umsemjanlegt heldur tímasetning á upptöku regluverks ESB upp á 100.000 bls.  

Svörin sem Jón Bjarnason fékk voru að íslendingar verði að afsala sér yfirráðum yfir sjávarútveginum til Brussel.  Það stendur líka að öll aðildarlöndin verði að samþykkja samning, áður en hann tekur gildi, Sjá menn fyrir sér að portugalar, spánverjar og bretar muni samþykkja að Ísland haldi öllu sínu, þegar þeir sjálfir hafa þurft að gefa eftir yfirráðin?

Svo þessi missögn að ef ferlinu verði slitið þá þurfi að byrja allt upp á nýtt, en aðrir segja að ekkert mál sé að taka viðræðurnar upp frá því sem horfið var? 

Hér er svo ágætt svar sem ég sá á blogginu, sem segir meira um þetta á skýran hátt:

 Predikarinn - Cacoethes scribendi Jón Bjarnason sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra lagði sem slíkur fram markmið Íslands í fiskveiðimálum fyrir Evrópusambandið í gegn um aðlögunarnefndina og voru þau markmið í samræmi Jú dr. Össur stöðvaði þær endanlega í sterkum saltpækli.við þingsályktun Alþingis þar um !

Þetta hefur Jón staðfest í einum þremur greinum og pistlum undanfarnar vikur.

Svör Evrópusambandsins voru löngu fyrirséð, en í stuttu máli voru þau á þann veg að þegar þeir höfðu lesið þetta frá sjávarútvegsráðuneytinu þá sagði ESB að það myndi ekki hefja aðlögunarviðræður um sjávarútvegsmál fyrr en Ísland myndi fyrirfram falla frá kröfum Alþingis í fiskveiðimálum og staðfesta að Ísland myndi ganga 100% inn í fiskveiðistefnu ESB, að undanskyldu að einhver lítill tími yrði gefinn til aðlögunar þar.

Þetta er í samræmi við sérstaka ályktun ráðherraráðs Evrópusambandsins í desember 2012 : . „Ráðherraráð Evrópusambandsins ítrekar að Ísland verði að samþykkja og innleiða allan lagabálk Evrópusambandsins við mögulega inngöngu í sambandið.“http://eyjan.pressan.is/frettir/2012/12/12/radherrarad-esb-adildarvidraedur-ganga-vel-en-island-tharf-ad-samthykkja-allan-lagabalk-esb/ .

Þetta er jafnframt í samræmi við lesefni á heimasíðu Evrópusambandsins sem þér Hrannar og öðrum slíkum hefur yfirsést ávallt að lesa. Evrópusambandið, ólíkt inngöngusinnum á Íslandi, eru ekkert að fela kröfurnar sínar.

Þar er meðal annarra skjala eftirfarandi framsetning sem 10 ára grunnskólabörn skilja auk þess að hægt er að fá sömu lesningu í ítarlegra formi. Það er sífelld blekking fullveldisafsalssinna í gangi við þá sem ekki vita betur að láta menn halda annað en raunveruleikinn er.

Tilgangurinn virðist helga meðalið. . Hérna er blað af heimasíðu Evrópusambandsins sem sýnir ferlið (bls. 2) á einni blaðsíðu á myndrænan hátt : . http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/factsheet_en.pdf .

Þegar dr. Össur fór með aðildarumsókn Íslands til Brüssel þá var haldinn fjölþjóðlegur fréttamannafundur þar sem Füle varð að tukta dr. Össur eins og sést hér : . http://www.youtube.com/watch?v=0O4fkcYwpu8 .

Að gefnu tilefni held ég að nauðsynlegt sé að setja hér inn enska textann af því sem stækkunarstjóri Evrópusambandsins svaraði dr. Össuri :

. . Füle : . „And if I may - I am sure you will find the necessary level of creativity, but in the framework of the existing acquis, and also based on the general principle which very much will be sustained throughout the discussion that there are no permanent derogations from the acquis.” .

En því miður loka já-menn augum og eyrum við öllu sem þarna er nema „...you will find the necessary level og creativity” en að þeir skilji eða vilji heyra innan hvaða ramma creativity megi vera það vill hvorki dr. Össur né heldur aðrir Já-menn upp til hópa."

 

 

Ég get ekki betur séð en að þetta sé leikur kattarins að músinni, ég er farin að hallast að því að hér sé allt í húfi til að koma okkur inn fyrir dyr gullna hliðsins, hvað sem tautar og raular.

Dettur í hug barnaþulan gamla.

Fagur er fiskur í sjó,

brettist upp á halanum,

með rauða kúlu á maganum.

vanda vanda, gættu þinna handa

vingur slingur vara þína fingur,

fetta bretta svo skal högg á lítinn lófa detta.  

Eigið annars góðan dag.  

10174781_10202698875365786_4261079254405781213_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessa mynd tók kajakræðarinn Halldór Óli, þegar Elli og Jorge okkar frá El Salvador fóru saman á kajak í blíðu sem einkennir Ísafjörð.   


Bloggfærslur 8. apríl 2014

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband