Skżrsla..... og skżrsla?

Nś eru komnar śt tvęr skżrslur um "ašildarvišręšurnar", önnur gerš af žeim sem ekki vilja ganga ķ Esb og hin af ašildarsinnum.  Žessar skżrslur vekja upp meiri spurningar en žęr svara.  

Ķ fyrsta lagi sżnist mér aš Evrópusambandiš tali tungum tveim, eftir žvķ viš hverja er rętt.  

Ég er aš vķsu ekki bśin aš lesa seinni skżrsluna, en hef hlustaš vel į ašalatrišin sem žar hafa komiš fram.  Og mér sżnist nś aš meira hafi veriš fjallaš um hana ķ śtvarpi allra landsmanna en skżrslu Hagfręšstofnunar hįskólans, hvernig sem į žvķ nś stendur.  

M.a. fróšlegt vištal viš fréttamann ķ sķšdegisśtvarpinu, sem er ķ sjįlfu sér merkilegt, vegna žess aš žessi įęti fréttamašur virtist vera frekar óöruggur af einhverjum įstęšum, hvort sem hann var aš tala gegn betri vitund, eša hvaš, hann tafsaši, ręskti sig ķ sķfellu, varš lošmęltur og įtti ķ erfišleikum meš aš svara įköfum spurningum spyrlanna.  

Hér mį hlusta į žaš.  

http://www.ruv.is/evropusambandid/skyrsla-althjodamalastofnunar-kynnt

Einhverra hluta vegna sló žetta mig.   

En lįtum žaš nś vera.  Ef žessir samningar sem sagt er aš hafi veriš ķ gangi samkvęmt žessari skżrslu gengu svona ljómandi vel, af hverju ķ ósköpunum var dęmiš žį ekki klįraš af fyrri rķkisstjórn?

Hvaš varš til žess aš mįliš var sett į ķs, ef allir voru tilbśnir til aš semja?

Žetta setur meiri žrżsting į Össur og Steingrķm aš gera hreint fyrir sķnum dyrum meš žaš af hverju ferliš var stöšvaš.  

Ég man ekki betur en Össur sjįlfur hafi fullyrt aš Makrķldeilan og Icesave hafi ekkert haft meš višręšurnar aš gera.  

En žaš er grafalvarlegt mįl ef Evrópusambandsmenn segir eitt og gera annaš.  Žegar lesin er skżrsla ESB žį kemur žar skżrt fram aš hér sé um ašlögun aš ręša, og ekki umsemjanlegt heldur tķmasetning į upptöku regluverks ESB upp į 100.000 bls.  

Svörin sem Jón Bjarnason fékk voru aš ķslendingar verši aš afsala sér yfirrįšum yfir sjįvarśtveginum til Brussel.  Žaš stendur lķka aš öll ašildarlöndin verši aš samžykkja samning, įšur en hann tekur gildi, Sjį menn fyrir sér aš portugalar, spįnverjar og bretar muni samžykkja aš Ķsland haldi öllu sķnu, žegar žeir sjįlfir hafa žurft aš gefa eftir yfirrįšin?

Svo žessi missögn aš ef ferlinu verši slitiš žį žurfi aš byrja allt upp į nżtt, en ašrir segja aš ekkert mįl sé aš taka višręšurnar upp frį žvķ sem horfiš var? 

Hér er svo įgętt svar sem ég sį į blogginu, sem segir meira um žetta į skżran hįtt:

 Predikarinn - Cacoethes scribendi Jón Bjarnason sjįvarśtvegs og landbśnašarrįšherra lagši sem slķkur fram markmiš Ķslands ķ fiskveišimįlum fyrir Evrópusambandiš ķ gegn um ašlögunarnefndina og voru žau markmiš ķ samręmi Jś dr. Össur stöšvaši žęr endanlega ķ sterkum saltpękli.viš žingsįlyktun Alžingis žar um !

Žetta hefur Jón stašfest ķ einum žremur greinum og pistlum undanfarnar vikur.

Svör Evrópusambandsins voru löngu fyrirséš, en ķ stuttu mįli voru žau į žann veg aš žegar žeir höfšu lesiš žetta frį sjįvarśtvegsrįšuneytinu žį sagši ESB aš žaš myndi ekki hefja ašlögunarvišręšur um sjįvarśtvegsmįl fyrr en Ķsland myndi fyrirfram falla frį kröfum Alžingis ķ fiskveišimįlum og stašfesta aš Ķsland myndi ganga 100% inn ķ fiskveišistefnu ESB, aš undanskyldu aš einhver lķtill tķmi yrši gefinn til ašlögunar žar.

Žetta er ķ samręmi viš sérstaka įlyktun rįšherrarįšs Evrópusambandsins ķ desember 2012 : . „Rįšherrarįš Evrópusambandsins ķtrekar aš Ķsland verši aš samžykkja og innleiša allan lagabįlk Evrópusambandsins viš mögulega inngöngu ķ sambandiš.“http://eyjan.pressan.is/frettir/2012/12/12/radherrarad-esb-adildarvidraedur-ganga-vel-en-island-tharf-ad-samthykkja-allan-lagabalk-esb/ .

Žetta er jafnframt ķ samręmi viš lesefni į heimasķšu Evrópusambandsins sem žér Hrannar og öšrum slķkum hefur yfirsést įvallt aš lesa. Evrópusambandiš, ólķkt inngöngusinnum į Ķslandi, eru ekkert aš fela kröfurnar sķnar.

Žar er mešal annarra skjala eftirfarandi framsetning sem 10 įra grunnskólabörn skilja auk žess aš hęgt er aš fį sömu lesningu ķ ķtarlegra formi. Žaš er sķfelld blekking fullveldisafsalssinna ķ gangi viš žį sem ekki vita betur aš lįta menn halda annaš en raunveruleikinn er.

Tilgangurinn viršist helga mešališ. . Hérna er blaš af heimasķšu Evrópusambandsins sem sżnir ferliš (bls. 2) į einni blašsķšu į myndręnan hįtt : . http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/factsheet_en.pdf .

Žegar dr. Össur fór meš ašildarumsókn Ķslands til Brüssel žį var haldinn fjölžjóšlegur fréttamannafundur žar sem Füle varš aš tukta dr. Össur eins og sést hér : . http://www.youtube.com/watch?v=0O4fkcYwpu8 .

Aš gefnu tilefni held ég aš naušsynlegt sé aš setja hér inn enska textann af žvķ sem stękkunarstjóri Evrópusambandsins svaraši dr. Össuri :

. . Füle : . „And if I may - I am sure you will find the necessary level of creativity, but in the framework of the existing acquis, and also based on the general principle which very much will be sustained throughout the discussion that there are no permanent derogations from the acquis.” .

En žvķ mišur loka jį-menn augum og eyrum viš öllu sem žarna er nema „...you will find the necessary level og creativity” en aš žeir skilji eša vilji heyra innan hvaša ramma creativity megi vera žaš vill hvorki dr. Össur né heldur ašrir Jį-menn upp til hópa."

 

 

Ég get ekki betur séš en aš žetta sé leikur kattarins aš mśsinni, ég er farin aš hallast aš žvķ aš hér sé allt ķ hśfi til aš koma okkur inn fyrir dyr gullna hlišsins, hvaš sem tautar og raular.

Dettur ķ hug barnažulan gamla.

Fagur er fiskur ķ sjó,

brettist upp į halanum,

meš rauša kślu į maganum.

vanda vanda, gęttu žinna handa

vingur slingur vara žķna fingur,

fetta bretta svo skal högg į lķtinn lófa detta.  

Eigiš annars góšan dag.  

10174781_10202698875365786_4261079254405781213_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Žessa mynd tók kajakręšarinn Halldór Óli, žegar Elli og Jorge okkar frį El Salvador fóru saman į kajak ķ blķšu sem einkennir Ķsafjörš.   


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér var žaš löngu ljóst ķ žessu mįli öllu, aš ESB talaši tungum tveim og žaš sitt meš hvorri, eftir žvķ hver spurši eša ręddi viš kommissarana žar, enda vitum viš žaš bįšar, aš viš reynum nįttśrulega aš ręša viš "rétta fólkiš", eftir žvķ, hvort viš viljum jįkvęš eša neikvęš svör, ž.e. eftir žvķ, hvort viš erum meš eša į móti ESB ķ žessu tilviki. Žetta hef ég lķka alltaf vitaš, žvķ aš fašir minn, sem į fjórša įratug sķšustu aldar var erindreki ASĶ, sagši, aš žaš vęri mest um vert aš tala viš rétta fólkiš, ef mašur vildi nį žvķ fram, sem mašur vildi. Žegar hann var žarna fyrir vestan ķ heimsókn hjį Finni Jónssyni og var aš athuga meš stofnun verkalżšsfélaga, žį lét Finnur hann fį lista meš žvķ fólki, sem hann skyldi tala viš og var vęnst til aš vilja stofna verkalżšsfélög. Žegar fašir minn fór noršur og austur, žį var žetta sama uppi į teningnum. Honum var bent į fólk, sem hann ętti aš tala viš. Žetta gęti įtt viš ķ žessu tilviki lķka. Kommissararnir ķ Brüssel hafa lķka vitaš, aš žaš žżddi ekkert aš tala viš Össur, Jóhönnu og Įrna Pįl öšru vķsi en žau vildu heyra, žvķ aš žau skildu ekkert annaš en aš hęgt vęri aš fį undanžįgur o.s.frv.,  og vildu ekki heyra annaš, žótt Bjarni, Sigmundur Davķš, Ragnar Arnalds og ašrir andstęšingar ESB-ašildar fengju aš vita hiš sanna, og skildu vel, hvaš mįliš snérist um. Svo er žaš lķka hitt ķ žessu, og žaš er skilningur rįšamanna hérna į mįlinu. Žeir hafa nś snśiš śt śr og skrumskęlt ręšur kommissaranna ķ Brüssel, og tślkaš žęr eftir sķnu höfši og óskum. Andstęšingarnir hafa svo flutt žęr óbrjįlašar og sagt sannleikann, eins og hann liggur fyrir. Žess vegna er žaš nś, sem ég hef ekki nennt aš leggja eyrun aš žessarri žvęlu ķ ESB-halelśjakórnum hér į landi, sem ég kalla svo, žvķ aš ég veit, aš žaš er tómt rugl śr žeim sjįlfum einna helst. Ég marka žaš meira, sem Bjarni, Sigmundur Davķš, Gunnar Bragi, Ragnar Arnalds og Jón Bjarnason segja. Žannig er žaš.

Gušbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skrįš) 8.4.2014 kl. 12:36

2 Smįmynd: Įsthildur Cesil Žóršardóttir

Takk fyrir žetta innlegg Gušbjörg, og ég er algjörlega sammįla žér.

Įsthildur Cesil Žóršardóttir, 8.4.2014 kl. 13:19

3 identicon

Ef žetta er rétt hjį ykkur, er žį ekki best aš klįra mįliš og sķšan veršur žaš kolfellt ķ žjóšaratkvęšisgreišslu.  Žį er komin einhver nišurstaša. 

Brynjar (IP-tala skrįš) 8.4.2014 kl. 14:20

4 identicon

Sęl Įsthildur

Nokkrir embęttismenn ķ Brussel tala tungum tveim (jafnvel fleiri) fer eftir žvķ hvern viš er rętt og hvaš er til umręšu. Til hvers voru skżrsluhöfundar aš ręša viš Pat the Cope Gallagher ESB - žingmann Ķra sem mest hefur beitt sér gegn Ķslendingum ķ makrķldeilunni? Žaš er nokkuš ljóst aš skżrsluhöfundar hafa fengiš nokkurn vegin žaš sem žeir voru aš sękjast eftir. Žetta er svona "ólygin sagši mér" skżrsla Alžjóšastofnunnar Hįskóla Ķslands. Vęri ég einn af skżrsluhöfundum vęri ég bśinn aš rölta ķ akademķsku hauspokabśšina.

Žaš sem felst ķ aš "klįra pakkann" Brynjar er nįkvęmlega žaš aš taka upp tilskipanir Evrópusambandsins og gera kerfiš okkar fullkomlega tilbśiš fyrir ašild. Žaš sem felst ķ ašildarsamningi er hversu hratt Ķsland ętlar aš ašlagast regluverki sambandsins meš upptöku į 100.000 bls regluverki žess. Žęr reglugeršir eru ÓUMSEMJANLEGAR. Gefšu žér smį tķma til žess aš kynna žér ašildarferli rķkja aš ESB hér: http://ec.europa.eu/enlargement/policy/conditions-membership/index_en.htm

Žaš er ekkert aš koma śr pakkanum annaš en ašild Ķslands aš ESB og žeir sem frįbišja sér ašild vilja nįttśrulega ekki sjį neinn ašildarsamning.

Góšar kvešjur frį Brussel

Gróa į leiti ķ Brussel (IP-tala skrįš) 8.4.2014 kl. 16:49

5 Smįmynd: Įsthildur Cesil Žóršardóttir

Brynjar tek undir meš Gróu į leiti ķ Brussel ķ žessu mįli. Žaš er nś mįliš, eftir žvķ sem žessu vindur fram, žvķ betur sé ég hve mikiš Brusselkommisserar vilja fį okkur inn meš žaš sem viš gefum meš okkur. Sérstaklega tek ég undir lokaoršin, žaš er ekkert aš koma śr pakkanum annaš en ašild Ķslands aš ESB og žeir sem frébišja sér ašild vilja nįttśrulega ekki sjį neinn ašildarsamning. Ég er ein af žeim.

Įsthildur Cesil Žóršardóttir, 8.4.2014 kl. 19:38

6 Smįmynd: Valdimar Samśelsson

Žetta er bara spurning um hvaš viš viljum. Viš žurfum ekki alltaf aš fęra rök fyrir öllu. Žetta er einvķgi og ekkert annaš. Jį nei nei jį.Fęreyingarnir köllušu Ķslendinganna jįara į togaraįrunum mķnum ķ dag er menn meira meš skošanir og segja ekki jį viš öllu og ég er einn žeirra og įn allra raka segi ég nei eša svoleišis. :-)

Valdimar Samśelsson, 8.4.2014 kl. 21:54

7 Smįmynd: Įsthildur Cesil Žóršardóttir

Jį žaš eru rök śt af fyrir sig Valdimar.

Įsthildur Cesil Žóršardóttir, 8.4.2014 kl. 22:52

8 Smįmynd: Helga Kristjįnsdóttir

Sęl vertu vestfirska barįttukona! Ég er svo hissa aš enn skuli menn flaska į žessu aš klįra”mįliš” eins og Brynjar leggur til,en Gróa skżrši žaš sem betur fer fyrir honum. Žaš segir mér hvaš okkur vantar tilfinnanlega sjónvarpsmišil,sem fer meš fréttir af žessum vettvangi sannleikanum samkvęmt eša aš minnsta kosti žaggaši ekki mikilvęg sannindi. Žótt skrifaš sé mikiš,eru enn margir sem ekki vilja ķ ESb,.enn žį aš klifa į žessu,žaš skżrir aš einhverju leiti aš žeir vilja kosningar nśna,sem er ekki hęgt,įn upptöku regluverks,sem er óumsemjanlegt,Gróa skżrir svo vel. góšar stundir.

Helga Kristjįnsdóttir, 8.4.2014 kl. 23:12

9 Smįmynd: Įsthildur Cesil Žóršardóttir

Jį Helga mķn, žaš er bara sorglegt aš fólk skuli ennžį halda aš žaš sé pakki til aš kķkja ķ. Ég er raunar įnęgš meš Bjarna nśna sem tekur af öll tvķmęli um ašildina, aš hśn sé ekki ķ boši. Svo nś er bara aš slķta žessum višręšum.

Įsthildur Cesil Žóršardóttir, 8.4.2014 kl. 23:54

10 identicon

Sęl Įsthildur og žakka žér svariš sem ég kaupi žó engan vegin.  Ég notaši aldrei oršiš aš kķkja ķ pakkann, ég vill klįra žessar višręšur og kjósa um samninginn.  Ég get bara ekki skiliš afhverju žś og flerri sem segiš aš ekkert sé aš semja um viljiš žaš ekki lķka.  Ég bara endurtek aš ef um ekkert veršur samiš aš žį veršur samningurinn kolfelldur ķ žjóšaratkvęšisgreišslu og žį getur žessi žjóš snśiš sér aš öšru aš rķfast um.

Stundum heldur mašur aš hręšsla ykkar sé fyrst og fremst žaš aš viš fįum góšan samning

Aš ganga gegn vilja 70% žjóšarinnar er forręšishyggja og vantraust į žessum stęrri hluta žjóšarinnar.

Žiš eruš yfirleitt sama fólkiš og notaši öfug rök ķ ICEsave mįlinu.  Eruš žiš žį bara lķšręšissinnar stundum žegar žaš hentar ykkur. 

Berynjar (IP-tala skrįš) 9.4.2014 kl. 14:52

11 Smįmynd: Įsthildur Cesil Žóršardóttir

Brynjar ég er alls ekki į móti žvķ aš fólk reiši atkvęši um ašildarvišręšur, og ég er ekkert hrędd viš žį nišurstöšu. En mįliš er aš žetta er bara ekki svona einfalt. Viš vitum nś žegar hvaš er ķ boši, til dęmis engar varanlega undanžįgur, hvorki ķ sjįvarśtvegi né öšru, nema žvķ sem innifelst ķ ašildinni aš EES.

Ég var ein af žeim sem baršist gegn žvķ aš greiša Icesaveskuld einkaašila, og taldi aš ķslenskur almenningur ętti ekki aš greiša skuldir einkabanka. Ég er raunar afar įnęgš meš hvernig žaš mįl fór. Žaš sem žś talar um 70% žjóšarinnar, tel ég aš žaš fólk sem skrifaši undir hafi gert žaš ķ góšri trś, en žaš var nefnilega vitlaust gefiš, og keyrt į žvķ aš veriš vęri aš semja um eitthvaš, žó marg oft hafi komiš fram bęši ķ skżrslu ESB, og svo orš stękkunarstjóra sambandsins, en einnig ummęli margra ašila sem žekkja mįliš betur en ég til dęmis, aš žaš er ekki veriš aš tala um samning heldur ašlögun aš regluverki sambandsins upp į 100.000 bls. Og getur žś svaraš žvķ ef allt gekk svona vel meš aš fį undanžįgur og tilhlišranir, af hverju ķ ósköpunum var allt sett į ķs af fyrrverandi utanrķkisrįšherra?

Įsthildur Cesil Žóršardóttir, 9.4.2014 kl. 18:06

12 identicon

Sęl Įsthildur.  Viš erum örugglega hvorugt neinir sérfręšingar ķ žessum mįlum og žaš mį alveg vera rétt hjį žér aš um ekkert sé aš semja.  Žį mun ég kjósa į móti žeim samning sem veršur lagšur fram įsamt flestum öšrum.  Mér finnst bara bull aš bakka śt nśna žvķ žį veršur įfram rifist um žetta um ókomin įr.

brynjar (IP-tala skrįš) 10.4.2014 kl. 09:19

13 Smįmynd: Įsthildur Cesil Žóršardóttir

Žaš er aušvitaš gott aš fį žetta endanlega śt af boršinu hvort heldur meš kosningu eša betri upplżsingum til almennings um Lissabonsįttmįlan og regluverk ESB. Svo er bara aš sjį hverju fram vindur.

Įsthildur Cesil Žóršardóttir, 10.4.2014 kl. 10:41

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Įsthildur Cesil - Dagdraumar
Mars 2024
S M Ž M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nżjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frį upphafi: 2020555

Annaš

  • Innlit ķ dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir ķ dag: 1
  • IP-tölur ķ dag: 1

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband