"Lýðræðislegi armur Sjálfstæðisflokksins".

Hlustaði á Hádegisfréttir RUV áðan, jú maður verður jú að hlusta af og til, til að sjá hvort umræðan breytist ekki með nýjum útvarpsstjóraSmile

En sem sagt þarna var viðtal við Svein Andra Sveinsson, þar sem hann lýsti því yfir að hann hefði opnað síðu á fésbókinni til að skoða stofnun nýs Sjálfstæðisflokks.  Hann sagði að nú væri raunveruleg hætta á klofningi í Sjálfstæðisflokknum í fyrsta skipti, þar sem það væri núll svigrúm fyrir ólíkar skoðanir í flokknum.  Svo kom í ljós að þessar ólíku skoðanir voru um aðild að ESB.  

Nú hefur það komið fram að meiri hluti sjálfstæðismanna ákvað á síðasta og mig minnir líka þarsíðasta landsfundi að Ísland væri betur komið utan ESB.  Yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar er líka að slíta viðræðum.

Það segir að þarna hafi verið tekinn lýðræðisleg ákvörðun um stefnu Sjálfstæðisflokksins, þó Bjarni Ben hafi verið dálítið valtur á þeim fótum á tímabili.  En það nægir ekki "hinum frjálslynda armi" flokksins.  

Þeir ætla að kljúfa sig út, frá þessum ólýðræðislegu öflum sem voga sér að framfylgja vilja stefnumörkun hans.  

Þetta er svo sem allt hið besta mál, en ég sé svona fyrir mér, þegar þeir eru búnir að stofna sinn frjálslynda flokk um ESB, og svo kemur einhver og vill eitthvað annað, hvort það sé ekki núll komma eitthvað prósent svigrúm þar, svo þá þarf auðvitað að kljúfa þann flokk aftur, og svo framvegis.  

 Spyrlinum fannst ekkert merkilegt að Sveini Andra fannst ekki vera neitt svigrúm í flokknum, af því að þetta eina mál var ekki í lagi, heldur hafði meiri áhuga á því hvort Þorsteinn Pálsson og Jóhann Benediktsson myndu leiða hann.

Einhvern veginn hefur mér sýnst að sjálfstæðismenn hafi kokgleypt ýmislegt á löngum ferli, og það jafnvel meiriháttar mál eins og sjávarútvegsmál, umhverfismál og fleira, en lotið í lægra haldi fyrir meirihlutanum.  

Man eftir kempu úr Bolungarvík, aflakló sem vildi breyta fiskveiðistefnunni og fór á marga aðalfundi til að reyna að hafa áhrif, en enginn hlustaði.  Man líka eftir Ólafi F. Magnússyni og hans náttúruverndarsjónarmiðum.  Þorsteinn Pálsson, Sveinn Andri og slíkir hafa auðvitað hlustað á slíkar raddir með jákvæðu hugarfari?  Eða er það ekki augljóst, þegar menn eru svona víðsýnir og málefnalegir.

Annars mega gömlu stjórnmálaflokkarnir skiptas sér í eins margar einingar og þeir geta, það væri bara fínt að fá einn hrærigraut, svo við neyddumst til að taka upp persónukjör.  En þangað til ættum við ef ril vill að gefa nýrri framboðum meiri gaum, skoða hvað þau hafa fram að færa, og gleyma í bili þessum gömlu pólitíkusum eins og Þorsteini , Sveini Anrda og fleirum, sem hafa löngu gleymt því um hvað lýðræði snýst.  

 


Bloggfærslur 31. mars 2014

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband